28.8.2008 | 23:37
Neytendastofa leggur blessun yfir gróf vörusvik
Fyrir nokkru hóf heildverslunin Eggert Kristjánsson hf. sölu á hvítu ginsengi úr rótarendum, svokölluðum úrgangsendum. Vörunni lét heildverslunin pakka inn í samskonar pakkningar og með samskonar útlitshönnun og Rautt eðal ginseng, sem fyrir var á markaðnum. Ekki nóg með það. Hvíta ginsengið var kallað Rautt eðal ginseng á umbúðunum.
Nafnið Rautt eðal ginseng er lögverndað vörumerki. Uppátækið var kært og Eggerti Kristjánssyni hf. gert að kalla vöruna öðru nafni og breyta útliti umbúðanna. Nafninu var þá breytt í Rautt kóreskt ginseng og umbúðunum lítillega breytt. Varan var þó áfram seld ólöglega í verslanir utan höfuðborgarinnar og í póstverslun femin.is.
Neytendasamtökin létu efnagreina ginsengið til að sannreyna að um hvítt ginseng væri að ræða. Reyndar þurfti þess ekki því liturinn er auðséður. Rautt ginseng er með ljósum rauðbrúnum blæ. Hvítt ginseng er það ekki. Neytendasamtökin fengu staðfest í efnagreiningu erlendis að þetta sem kallað er Rautt kóreskt ginseng er aðeins hvítt ginseng.
Það er mikill gæðamunur og stór verðmunur á rauðu ginsengi og hvítu. Þarna er því um gróf vörusvik að ræða. Neytendasamtökin kærðu vörusvikin til Neytendastofu. Það vekur undrun að Neytendastofa skuli nú hafa tekið þá ákvörðun að aðhafast ekki í málinu og leggja þannig blessun sína yfir því að svikin vara sé á markaði.
Neytendastofa vísar til þess að ekki sé til evrópskur staðall yfir það hvenær ginseng telst vera hvítt eða rautt. Þannig staðall er hinsvegar í Kóreu og framfylgt af nákvæmni.
Myndin sýnir umbúðir ósvikna rauða ginsengsins.
Ekki ástæða til aðgerða vegna ginsengs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 29.8.2008 kl. 00:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 28
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1050
- Frá upphafi: 4111611
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 881
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ekki þad sama epli og appelsína...
Gulli litli, 28.8.2008 kl. 23:40
Ginseng er áhugaverð planta. Nafnið er dregið af kínverska heitinu "Renshen" (veit ekki hvaðan gin kom inn í etta). "Ren" er maður eða mannfólk og "shen" þýðir rót. Nafnið kemur til vegna þess að oft líta ræturnar út eins og litlir menn með fætur og jafnvel hendur.
Þegar ég bjó úti sá fór ég stundum á markaði þar sem var hægt að kaupa brjálæðislega dýrar heilsuvörur. Þarna voru svöluhreiður og hákarla-hvaððanúheitir á tugi eða jafnvel hundruði þúsunda. Mesta athygli mína vöktu þú nokkra rætur í glerkassa sem voru verðlagðar á að mér sýndist einhverjar milljónir íslenskra króna - þetta var Meiguoy Renshen, eða bandarískt ginseng. Bestu ræturnar, að því mér var sagt.
Einhver kaninn er að græða vel á þessu ;)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 02:52
Meigou átti það víst að vera, ekkert y í þessu :)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 02:53
BTW, þá er rautt og hvítt ginseng alveg sama plantan. "Rautt" ginseng er bara hitað með gufu eða sólargeislum áður en það er unnið frekar og tekur þannig á sig rauðan blæ. Það er víst ekki mikið stundað utan Kóreu.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 02:56
Gott er það eðalginseng,
nú gengur ei lengur í keng,
Guðinn hann Jens,
og góðan á séns,
í dáðlausan handboltadreng.
Þorsteinn Briem, 29.8.2008 kl. 08:24
Þetta er háalvarlegt mál sé ég.
Hvað er ginseng annars notað í.
Yngvi Högnason, 29.8.2008 kl. 08:42
Best að sleppa þessu bara og fá sér íslenskt lýsi.
alva (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:47
Það má treysta Rauða Eðal Ginsenginu. Mæli reyndar sérstaklega með "leðjunni" það er magnað stöff, eins og fljótandi apoótekaralakkrís. Fólk á bara að passa sig á að það standi "Eðalvörur" á umbúðunum, þá er ekki verið að taka þá í fjósið :)
Rock on!
Halldór E.
Dórinn (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 12:43
Þoli ekki vörusvik eins og þegar bakaríin eru með snúða í borðinu hjá sér sem eru innfluttir frosnir.
Neytendastofa segir það sem sagt í lagi að ljúga til um innihald vöru ef hún er utan Evrópu.
Halla Rut , 29.8.2008 kl. 16:15
Undirritaður er er brautryðjandi í ginsengsölu og hefur flutt inn ósvikið Rautt Eðal Ginseng í um 20 ár. Ég þekki ginseng auðveldlega bæði á lit, bragði og jafnvel lykt og sá strax í hendi minni að umrædd vara er ekki rautt ginseng þó hún sé´seld sem slík. Rannsóknir í Kóreum háskóla á vörunni sem seld var hér heima staðfestu þessa vissu mína. Þá létu Neytendasamtökin kærðu, vegna kvartana neytenda, rannsaka vöruna á einni særstu rannsóknarstofu ´(Phytholab) í Evrópu sem beitti 3 mismunandi aðferðum sem allar voru óyggjandi.
Eggert Kristjánsson hf. fagnar sjálfssagt niðurstöðunni að geta selt vöruna sem rautt ginseng þar sem ekki séu til opinberir staðlar í Evrópu um hvað sé rautt ginseng. Sú skilgreining er þó til í Kóreu sjá
Sú gleði verður þó skammvinn því það er af eintómum trassaskap sem undirritaður hefur ekki stefnt Eggerti Kristjánssyni fyrir dómstóla en úr því verður bætt í næsta mánuði.
Um mun á hvítu og rauðu ginsengi og almennt um verkun ginsengs má lesa á www.ginseng.is
Sjá m.a. eftirfarandi úrklippu eftir Dr. Si- Kwan Kim:
"Rautt og hvítt ginseng
Stuttu eftir að vísindalegar rannsóknir byrjuðu snemma á sjöunda áratugnum var það staðfest að rautt ginseng væri öflugra en hvítt ginseng. Framleiðendur hvíts ginsengs og nokkrir vísindamenn héldu því fram að þetta gæti stafað af þeirri staðreynd að bestu ræktunarsvæðin voru frátekin fyrir rautt ginseng. Hráefnið sem notað er í rautt ginseng eru sérvaldar rætur af besta gæðaflokki, gagnstætt því sem gerist með hvítt ginseng þar sem engar reglur opinberar gilda um framleiðsluferlið og ræturnar eru venjulega mun yngri. Ástæðan fyrir þessum vangaveltum var sú að framleiðslukostnaður kóresks rauðs ginsengs er hár og verðlag þess er mun hærra en á öðrum ginsengstegundum á austrænum mörkuðum. Í Austurlöndum fjær hefur mikilvægi framleiðsluferlis fyrir löngu verið hafið yfir allan vafa.
Hvítt ginseng er hreinsað og þurrkað með eða án ysta lagi rótarinnar, aftur á móti er Rautt ginseng hreinsað, gufað og sólþurrkað. Vitað er að seinni aðferðin dregur stórlega úr hættu á ofnæmi. Miklu meira er lagt í vinnslu rauðs ginsengs, sem hefur það að markmiði að: 1) auka lyfjavirkni, 2) minnka líkur á skaðlegum aukaverkunum, 3) auka stöðugleika og geymsluþol. Full vissa er fyrir að þessum markmiðum er náð vegna betri samsetningar virkra efna og auðveldari meltingar. Sem dæmi má nefna að andoxunar- og krabbameinshemjandi áhrif rauðs ginsengs eru meiri en hvíts auk þess sem það hefur betri áhrif á blóðrásarkerfið. Þetta hefur verið skýrt með því að það hefur meiri fjölda ginsenosíða (Ath. ekki massa heldur fjölbreytni) og meira magn súrra fjölsykrunga en hvítt ginseng. Ennfremur er stöðugleiki/geymsluþol rauðs ginsengs 10 ár andstætt hvítu ginsengi sem þolir ekki lengri geymslu en 3 ár. Rautt ginseng má þekkja á gulbrúnum lit, bragðið er beisk-sætt og hefur meiri þéttleika en hvítt ginseng."
Sigurður Þórðarson, 29.8.2008 kl. 19:36
Gott einkavinarplöggerí !
Ég myndi sko líka kvarta ef ég í góðri trú keypti pyttlu af góðu rauðvíni með steikinni, en þegar heim væri komið sæti ég uppi með hvítvínzgler, hæft einungis til drykkjar með 'kattarmat' einz & humri eða 'zkeidzíl'.
Steingrímur Helgason, 29.8.2008 kl. 20:28
Plögg utan einkavinahringsins. Er lunkinn Gúglari og sannreyndi það sem Sigurður segir hér að ofan. Ég ætla alla vega að halda áfram að nota ósvikna vöru og þakka SIgurði fyrir að skella hér inn infói. Þótt einhverjir stofnangúbbar á skerinu kunni ekki muninn á eðal ginsengi og drulluhaug þá er ég allavega fær um að leita fram yfir nef mér að upplýsingum. Endurtek bara það sem ég skrifaði hér að ofan, tékkið á pakkanum, ekki kaupa nema merki eðalvara sé á umbúðunum.
VARIST EFTIRLÍKINGAR.
Dorinn (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:54
Miðað við upplýsingar Sigurðar Þórðarsonar, þá hljóta læknar að vísa á þetta í massa vís. En einhvernveginn grunar mig nú samt að svo sé ekki. Að þetta sé meira eins og galdramixtúrurnar í wilta westrinu í den... allra meina bót. Ég efast hins vegar ekkert um að þetta sé meinhollur andskoti, en það er íslenskur haugarfi líka.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 00:13
Af vef ginseng.is:
"Í tímaritinu Cancer Epidemiologi er greint frá nýlegri rannsók á fyrirbyggjandi áhrifum ginsengs gagnvart krabbameini. (Ástæður rannsóknarinnar voru að bæði dýratilraunir og farandsfræðilegar tilraunir benntu til að ginsengneysla, sérstaklega rauðs ginsengs, hefði fyrirbyggjandi áhrif á krabbamein, í dýrum og mönnum.) Rannsókninni var stjórnað af Dr. Taik –Koo Yun á Kóresku krabbameinsmiðstöðinni. Úrtakið var fólk sem leitaði sér lækninga án þess að vitað væri hvort um krabbamein væri að ræða eða ekki. Niðurstðurnar sýndu afgerandi minni tíðni krabbameins hjá þeim sem neyttu ginsengs og hinum sem gerðu það ekki á flestum tegundum krabbameins, einkum frá munni og niður meltingaveginn en auk þess í lungum, lifur og eggjastokkum. Áhrifin urðu greinilegri eftir því sem neyslan var tíðari og langvinnari".
Í dýrum?? Eru menn að prófa þetta rándýra fóður á dýrum?
"án þess að vitað væri hvort um krabbamein væri að ræða eða ekki". Mjög vísindalegt.... eða þannig
"Áhrifin urðu greinilegri eftir því sem neyslan var tíðari og langvinnari." Auðvitað... kaupa nógu mikið.
Ekki mjög sannfærandi að mínu mati.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 00:29
Auk þess er ekkert til sem heitir "farandsfræðilegt" En "faraldsfræðilegt hefur lengi verið til.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 00:33
Í mínum huga er enginn vafi á að haugarfi er meinhollur, það sést best á haughænsnum sem þrífast svo vel að ekki þarf frekari vitna við. Sá er þó munurinn að rauða kóreska ginsengið er gríðarlega mikið rannsakað þó félagi minn Gunnar Gunnarsson hafi enn sem komið er kynnt sér það en ég á von á því að hann ráði snarlega bót á því. Einhvernveginn grunar mig að Gunnar Th. Gunnarsson telji ranglega læknar hafi það hlutverk að skrifa upp á heilsufæði. Það er þó ekki þannig að allir læknar á vesturlöndum viti jafn lítið og Gunnar telur og mætti þar nefna þar til vitnis gagnabankann Medline.
Sigurður Þórðarson, 30.8.2008 kl. 00:46
Það var ágætt hjá þér að finna þessa innsláttarvillu. Það var María Ásgeirsdóttir lyfjafræðingur sem þýddi þessa athyglisverðu grein. Ég sé ekki betur en þú Gunnar sért að gefa í skyn að þessi rannsókn eigi við engin rök að styðjast og sé skálduð af mér eða einhverjum sem selur ginseng. Það er furðulegt að þú sem sérð innsáttarvillur skulir ekki taka eftir því að rannsókn er hvorki framkvæmd af né fyrir hagsmunaaðila.
Sigurður Þórðarson, 30.8.2008 kl. 01:03
"Í dýrum?? Eru menn að prófa þetta rándýra fóður á dýrum?"
Þannig spyr Gunnar Th. Gunnarsson af mikilli hneykslan
Ég geri ráð fyrir að á móti hverjum 20 rannsóknum sem framkvæmdar eru á dýrum sé ein gerð á fólki. Fyrir því er sú einfalda ástæða að margar rannsóknir eru bannaðar á fólki. Dæmi: Ginseng er þekkt fyrir afeitrunarverkun . Þetta er hægt að sýna á fólki með því að fá sjálfboðaliða til að drekka áfengi og fá sér ginseng. En dýrum má gefa díoxín, sem er krabbameinsvaldandi eitur sem gerir þau ófrjó og veik áður en þau deyja ef þau fá ekki ginseng.
Sigurður Þórðarson, 30.8.2008 kl. 01:21
Ég "gúgglaði" þetta tímarit "Cancer Epidemiologi Journal", og þar leitaði ég að Dr. Taik –Koo Yun en fann ekkert. Geturðu bent á þessa grein í blaðinu?
Annar fróðleiksmoli á ginseng.is: "Á St. Francis spítalanum í London, framkvæmdu nokkrir sérfræðinar spítalans, undir stjórn Dr. Sthepen Fulder tvöfalda blinda rannsók á 50 öldruðum einstaklingum"...,
Kallarðu þetta vísindalega rannsók??
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 01:41
Auðvitað á maður að vera gagnrýninn. Nú líkar mér við þig, byrjaður að kynna þér málin! Ég skal ekki telja eftir mér að vera þér innan handar við gagnaöflun. Svo vel vill til að ég á báðar þessar rannsóknir. Það eru til betri leitarvélar en Google og Yahoo þegar um svona sérhæfða hluti er að ræða og mæli ég með Medline í því sambandi. Þá eru nokkrir háskólar með góða gagnabanka. Það er alls ekki á vísan að róa með að hægt sé að finna rannsóknir eldri en 15 ára á Vefnum, einkum og sérílagi á þetta við um rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið í Austurlöndum fjær enda er 97% af markaðinum þar. En ég á ótrúlega góðan gagnabanka sem ég hef komið mér upp á mörgum árum sem þér er velkomið að líta á og ljósrita það sem þú villt.
Sigurður Þórðarson, 30.8.2008 kl. 02:22
Það sem ég hef fundið er nánast allt 10 ára og eldri ransóknir, og eins og þú segir nánast allt frá kóreskum vísindamönnum og allar ransóknirnar eru á músum. Þessar upplýsingar eru voðalega mikið á einhverjum sub-ginseng síðum, sölusíðum en auðvitað er líka vísað í lyfjaransóknir.
Ég vil svo sem ekkert gera lítið úr rauðu ginseng, en mér er alltaf meinilla við þegar "sölumenn" básúna lækningamátt jurtalyfja og gera meira úr þeim en ástæða er til. Þetta er örugglega fínt með þorskalýsi.... góðar hægðir og allt það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 02:41
Gunnar, viðleitni þín til að kynna þér þessi mál er virðingarverð, ég hef lofað þér því að veita þér aðgang að öllum upplýsingum sem mér eru tiltækar og skora á þig að þiggja það boð, fyrir því eru meðal annar eftirfarandi rök: Þó þú finnir ekki mikið af rannsóknum yngri en 10 ára þýðir það ekki að þær séu ekki til og án þess að vita hvaða rannsóknir þú ert að tala um þá verða rannsóknir ekki verri fyrir það eitt að vera gamlar og að vera unnar af kóreskum vísindamönnum. Í því sambandi bendi ég þér á að ýmsar þessara rannsókna hafa verið margendurteknar og þessir kóresku vísindamenn eru sumir hverjir í allra fremstu röð í heiminum í lyfjafræði plantna (farmakognosíu). Ég ítreka að það er miklum vandkvæðum bundið að leita þessara upplýsinga á Google, fyrir því eru mýmargar ástæður sem of langt mál væri að rekja hér.
Ósvikið rautt kóreskt ginseng (heaven grade) er mjög dýrt. Það er rétt hjá þér og sagan sýnir að það eru margir óprúttnir sölumenn sem gjarnan vilja nýta sér það góða orð sem fer af þeirri vöru t.d. með beinum eða óbeinum eftirlíkingum. Ég tel mig ekki þurfa að svara fyrir um faglegan metnað slíkra manna. Ég tek ekki til mín að ég hafi nokkru sinni komið á framfæri upplýsingum gegn betri vitund. Þvert á móti þykir mér þetta vera áhugaverður heimur, sem ég ber mikklu meiri virðingu fyrir en svo. Ég á fágætt bókasafn um ginseng þ.m.t. gamlar rannsóknir og mikklu yngri rannsóknir en þú getur fundið á Netinu. Þetta stendur þér og öllum öðrum góðfúslega opið eftir því sem ég hef tíma til og þá skiptir engu máli hvort menn viji gagnrýna enda er gagnrýni mjög nauðsynleg. Síminn minn er 5333222 eða 8200625.
Sigurður Þórðarson, 30.8.2008 kl. 11:22
Siggi Ginseng veit að öllum líkindum manna mest um ginseng hér á Klakanum.
Þorsteinn Briem, 30.8.2008 kl. 12:36
Maður spyr hvort að þessi úrskurður lykti ekki af fordómum og virðingarleysi gagnvart annarri menningu.
Það virðist vera hægt að vera með vörusvik og talsmaður neytenda skrifar upp á svikin einungis vegna þess að varan er austurlensk.
Veit Alþjóðahús af þessu?
Vesturbæingur (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 13:52
Tek fram vegna síðustu athugasemdar að talsmaður neytenda hefur ekkert yfir Neytendastofu að segja en hún er sérstök stofnun. Ákvarðanir Neytendastofu má kæra til sérstakrar áfrýjunarnefndar. Kveðja, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, 1.9.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.