30.8.2008 | 14:19
Fleiri leyndarmál á íslenskum plötum
Fréttablaðið "skúbbaði" í gær. Þar var upplýst að Ásgeir Jónsson, best þekktur sem söngvari Bara-flokksins, hafi sungið 12 raddir í handboltalaginu Gerum okkar besta eftir Valgeir Guðjónsson. Ástæðan var sú að upptaka á söng landsliðsins hafði misheppnast og liðsmenn þess komnir til útlanda. Ásgeir gerði sér þá lítið fyrir og hermdi eftir söng landsliðsmanna.
Þetta er fjarri því í eina skiptið sem Ásgeir reddar málum á þennan hátt. Í fyrravor upplýsti ég að Ásgeir söng hluta lagsins Seinasta augnablikið á plötu Bubba, Konu. Eftir að Bubbi söng lögin á plötunni fór hann í meðferð. Fyrir mistök þurrkaðist hluti af söng hans í Seinasta augnablikið út rétt áður en platan var send til Englands í "masteringu". Ásgeir söng þá þennan kafla inn. Hann gerir það svo vel að afar erfitt er að greina annað en Bubbi syngi allt lagið.
Ásgeir er rosalega góð eftirherma í söng. Hann fer létt með að syngja alveg eins og David Bowie, Freddy Mercury, Bubbi og fleiri.
Takið eftir hvað letrið er flott á plötuumslagi Konu. Ástæða þess að það er svona flott er að ég skrifaði það.
Flokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 18
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 1040
- Frá upphafi: 4111601
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 874
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ef þessi skrift væri á öðru umslagi væri það flott
Ómar Ingi, 30.8.2008 kl. 14:33
Besta plata Bubba og hljómurinn er það besta sem hefur heyrst á kassagítarplötu á Íslandi.
Haraldur Davíðsson, 30.8.2008 kl. 14:36
Ekki úr mörgu að velja á þeim bænum en lengi getur vont versnað
Ómar Ingi, 30.8.2008 kl. 14:45
Mjög athyglisvert, Ásgeiri er greinilega margt til lista lagt.
Bubbi J. (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 16:02
Upptökurnar hljóta að hafa skolast eitthvað til á þessu tregafyllsta lagi plötunnar Seinasta augnablikið nú eða Bubbi hreinlega verið á seinasta snúningi því Tommi Tomm upptökustjóri plötunnar sagði mér þegar við vorum að taka upp plötu árið eftir að gítarleikur Bubba hefði verið svo dasaður í þessu góða lagi að hann (Tommi) hefði neyðst til að spila hann inn aftur á Emulator, en það var eini skotheldi samplerinn á þessum árum. Tommi spilaði semsagt gítar Bubba á hljómborð í þessu lagi. Tek undir með mörgum öðrum aðdáendum Bubba að þetta er hans besta plata.
Sverrir Stormsker, 30.8.2008 kl. 16:15
Kona er að mínu áliti ein besta plata Bubba. Hljómurinn á henni var einstakur á þeim tíma sem hún var gerð.
Kristján Kristjánsson, 30.8.2008 kl. 16:27
Ásgeiri vini mínum er margt til lista lagt. Ég get staðfest það. Enda hitti ég hann nánast daglega. kv.
Bergur Thorberg, 30.8.2008 kl. 19:03
Innlitskvittknús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.8.2008 kl. 20:17
"Hann gerir það svo vel að afar erfitt er að greina annað en Bubbi syngi allt lagið". Ásgeir er svo miklu betri söngari en Böbb(að mínu mati) að hálfa væri nóg!!!!
Þórður Helgi Þórðarson, 31.8.2008 kl. 00:28
Myndin af Ingu Friðjóns ekki síður flott en letrið Jens minn!
Magnús Geir Guðmundsson, 31.8.2008 kl. 01:07
Ómar, eftir að platan Kona kom út fékk ég ýmis önnur verkefni við að handskrifa á sama hátt eitt og annað. Í fljótu bragði man ég eftir plakati fyrir Hagkaup og eitthvað - sem ég man ekki lengur hvað var - fyrir leikhús sem setti upp Litlu hryllingsbúðina og fleira. Einnig á brúðkaupstertu, gestabækur og eitt og annað.
Haraldur, Bubbi er glettilega góður kassagítarpikkari. Á þessum tíma var hann þó dálítið illa farinn af dópneyslu og kærulaus með það sem hann var að gera. Platan er samt góð og ótrúlega miklu betri en það fyrsta sem hann hljóðritaði fyrir plötuna.
Bubbi J, Ásgeir er snillingur.
Sverrir, þetta er skúbb!
Kiddi, það voru einhverjir töfrar sem áttu sér stað við gerð Konu. Bubbi var verulega ör á þessum tíma. Hafði nýlega fengið góða útrás fyrir rokkarann í sér með Das Kapital. Svo vildi Inga Friðjóns skilja við hann eftir stormasamt samband og þá datt kallinn í þennan ljúfa gír. Í og með upplifði ég það þannig að hann Kona væri hans aðferð til að framlengja hjónaband þeirra.
Hlynur, það er aldrei nóg af plötum með Stormskerinu. Það er ein á leiðinni.
Bergur, skilaðu góðri kveðju frá mér til Geira.
Linda, knús á þig kæra vinkona.
Doddi litli, Ásgeir er betri söngvari en flestir aðrir. Það er ekki nóg með að hann geti hermt eftir öllum söngvurum heldur fer hann létt með að afgreiða allt sem snýr að röddun: Milliraddir, fimmund og bara nefna það.
Maggi, ljósmyndin hennar Ingu er flott eins og margar aðrar ljósmyndir hennar. Hún þrætir fyrir að við höfum unnið umslagið saman. Segist hafa verið búsett í Bandaríkjunum á þessum tíma og einungis lagt til ljósmyndina. Ég man samt ekki betur en að við höfum hannað umslagið í sameiningu heima hjá Bubba. Hann man að sjálfsögðu lítið eftir þessu tímabili. Það verður þess vegna áfram á huldu hvernig við Inga púsluðum umslaginu saman. En flott er það. Platan hefur selst í næstum 19.000 eintökum síðast þegar ég vissi.
Jens Guð, 31.8.2008 kl. 01:42
Áhugaverður punktur hjá Stormsker. Þegar ég hef hlustað á þetta lag í gegnum tíðina hefur endrum og eins brugðið fyrir Emulator.
Útlaginn (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 09:16
Vill einhver upplýsa um hvaða kafla lagsins er að ræða?
Ég sá eintak af Konu nýlega á rauðum vinyl, var hluti upplagsins gefinn út á rauðum vinyl eða?
Hannes (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 23:12
Útlaginn og Hannes, ég á bara geisladiskinn og hann er einhversstaðar innan um 20.000 diska sem ég er með í mörgum kössum í geymslunni. Ég verð að reyna að grafa hann upp til að fara betur yfir þetta.
Ég man ekki eftir rauða vinylnum en við gerðum það stundum hjá Gramminu að hafa fyrstu 1000 eintökin í öðrum lit en svörtum. Þú ert klárlega með verðmætt safneintak í höndunum.
Af því að ég er ekki með diskinn hjá mér þá get ég ekki eins og er gefið nákvæmlega upp hvaða kafla Ásgeir syngur. Hann syngur reyndar ekki heilan kafla heldur fyrri hluta á kafla sem gæti verið nær miðju á fyrri hluta lagsins. Ef þú hlustar mjög vel og veist af þessu má með lagni greina þetta. Ég þurfti að hlusta á lagið 3 eða 4 sinnum á lagið bút fyrir bút áður en ég fann kaflann. Ásgeir var nefnilega ófáanlegur til að segja mér hvaða kafli þetta var en staðfesti að ég hafi fundið þetta út þegar á reyndi.
Jens Guð, 31.8.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.