Auga slegið úr manni

 fingur í gegnum auga

  Á mínum unglingsárum var vinsæll skemmtistaður við Suðurlandsbraut sem hét Sigtún.  Þangað brá kunningjahópurinn sér stundum þegar vel lá á honum.  Á áttunda áratugnum var til siðs að ungir menn tuskuðust fyrir utan húsið eftir dansleiki.  Það var undir þannig kringumstæðum sem einn í kunningjahópnum,  tröllslegur náungi sem við getum kallað Gretti,  lenti í nokkuð snörpum átökum við ókunnugan mann með uppvöðslu.  Eftir nokkra gagnkvæma pústra náði gaurinn dúndurhöggi á gagnauga Grettis.  Við höggið spýttist augað úr augntóftinni á Gretti og þeyttist eitthvað út í loftið.

  Gaurinn fékk áfall.  Hann starði fyrst gapandi af undrun í hálfa sekúndu í tóma augntóftina á Gretti,  snérist síðan snöggt á hæl og hljóp öskrandi eins hratt og fætur toguðu út í buskann.  Til hans spurðist ekki meir.  Nokkrar stelpur sem fylgdust með öskruðu manninum til samlætis  
  Grettir sjálfur tók atvikinu með jafnaðargeði.  Fór bara að leita að auganu,  fann það og stakk aftur í augntóftina.  Hann var nefnilega með gerviauga síðan hann slasaðist sem barn.  Honum mislíkaði hinsvegar verulega forsíðufyrirsögn á dagblaðinu Vísi á mánudeginum.  Hún var sú sama og fyrirsögnin á þessari færslu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geiri hann er Goldfinger,
góða á dráttarvél Singer,
hún sækir í tilla,
sauruga milla,
og kostuleg gervikelling er.

Þorsteinn Briem, 31.8.2008 kl. 01:15

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Með blik í auga. 
Það gefur auga leið, að kjötsúpa er góð og betri á öðrum degi. Eftir það þarf maður að þynna aðeins með vatni.Ef að þynnt er of mikið þá verður þetta bara vatn en samt kallað kjötsúpa.Svoleiðis kjötsúpa er ekki góð. Eins er með limrurnar.
 Það er augljóst.

Yngvi Högnason, 31.8.2008 kl. 07:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kötturinn eineygði kisi,
kall var enginn aukvisi,
apa fann í KRON,
Yngva Högnason,
ratinn ei andlegur risi.

Þorsteinn Briem, 31.8.2008 kl. 11:23

4 Smámynd: Gulli litli

Var þessi risi rauðhærður og svona ca 210 cm á hæð?

Gulli litli, 31.8.2008 kl. 11:31

5 Smámynd: Ómar Ingi

Vissi ekki að Golíat hefði verið með gerviauga

Ómar Ingi, 31.8.2008 kl. 13:10

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stefán Jónsson "fréttamaður" segi í einni af bókum sínum frá Valda með augað. Valdi með augað var harðlyndur og fámáll eftir lýsingu Stefáns á honum sem er fremur glögg lýsing eins og flestar mannlýsingar hans. Viðurnefni sitt hlaut Valdi í tengslum við eftirfarandi atvik: Strákpjakkur innan við fermingu var hann að sniglast í beituskúrum og aðstoða karlana. Þeir voru að beita haukalóð (ef ég man rétt) og nú vantar krók á línuna. Beitningarmaðurinn biður Valda að skjótast inn í nærliggjandi skúr þar sem önglar hangi á snaga og koma með einn krók. (Nú þarf það að koma fram að myrkur var í skúrnum) Þegar Valdi kemur til baka öngulslaus spyr karlinn hvort hann hafi ekki fundið önglana? -Nei, svara Valdi,- en ég kom auga á einn þeirra! Sáu þá viðstaddir að annað auga drengsins lá úti á kinn.

Sumir fá sín auknefni með óþægilegri hætti en aðrir; það er bara gangur lífsins. 

Árni Gunnarsson, 31.8.2008 kl. 17:54

7 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er eins og ég sagði, "eins er með limrurnar".

Yngvi Högnason, 31.8.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband