Snilldar aðferð!

  Núna áðan borgaði ég með glöðu geði nokkra skemmtilega reikninga í bankanum.  Ég leyfi þeim alltaf að fara aðeins yfir eindaga til að fá á sig dálítið af dráttarvöxtum.  Það er reisn yfir því.  Á spjalli við gjaldkerann rifjuðum við upp sögu af vestfirskum bónda.  Hún gerðist fyrir daga Intrum,  Skilvís,  Lögheimtunar og allra þessara nútíma innheimtufyrirtækja.  Eitthvert fyrirtæki sem maðurinn skuldaði leitaði þó til lögfræðings sem sendi honum hótunarbréf um harðar innheimtuaðgerðir.
  Bóndinn skrifaði lögfræðingnum bréf.  Þar sagði eitthvað í þessa veru:
  - Ég borga ætíð skuldir mínar.  Nú hefur árað illa og mér tekst ekki að borga á gjalddaga.  Alla reikninga sem ég fæ raða ég í bunka á borð mitt í þeirri röð sem þeir berast.  Nýjustu reikningunum sting ég undir bunkann þannig að þeir elstu eru efst.  Bunkinn hefur því miður farið stækkandi að undanförnu. 
   Í hvert sinn sem mér áskotnast peningur tek ég efstu reikningana í bunkanum og borga þá.  Þannig kemur fyrr eða síðar röðin að hverjum og einum reikningi.  
  Þegar ég fæ hótunarbréf tek ég reikning viðkomandi út úr bunkanum og set hann aftur neðst í bunkann. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Greidd skuld er glatað fé...

Gulli litli, 3.9.2008 kl. 14:31

2 identicon

Alveg aðdáunarvert að starsfólk bankanna geti ennþá verið glaðvært við viðskiptavinina, vitandi það að íslensku bankarnir geta hrunið til grunna hvenar sem er. Allt starsfólk einhverra þessara banka gæti staðið uppi atvinnulaust innan tíðar. Eigendur bankanna eru gráðugir eiginhagsmunaseggir og samviskulausir fjárhættuspilarar.  

Stefán (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Rannveig H

Ég man eftir einum sem átti í einhverjum vandræðum með reikningana. En svo hætti gluggapósturinn að koma. Þegar farið var að athuga málið hafði sonur mannsins látið hann hverfa. Ástæðan var,,,,

Pabbi þú vars alltaf svo reiður þegar þú fékkst þennan póst.

Rannveig H, 3.9.2008 kl. 15:14

4 Smámynd: Ómar Ingi

Shiiiii

Ómar Ingi, 3.9.2008 kl. 16:16

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

"Fá á sig dálítið af dráttarvöxtum. Það er reisn yfir því." snilldarlega að orði komist.

Bestu kveðjur.

Jens Sigurjónsson, 3.9.2008 kl. 17:40

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Reisn já! þessa reisn kunnum við Skagfirðingar flestum öðrum betur að sýna.

Árni Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 18:28

7 identicon

Heyrðirðu símatímann á Sögu í dag kl 11. Þar kom fram að Lánstrausts listinn hefur verið notaður af stórri atvinnumiðlun, þeir tékka, og ef þú skuldar þá færðu ekki starf í gegnum þá. Hvað er það? Hvernig á maður að vinna sig útúr skuldum ef maður má ekki fá starf?

Viðar (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 19:04

8 identicon

Stóri bróðir er alltaf að kíkja yfir öxlina á þér svo hagaðu þér óaðfinnanlega skv. nýjustu stöðlum.

...désú (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband