Spaugileg símtöl

  snekkja

  Þegar hringt er í þjónustuver Símans eru öll samtöl hljóðrituð.  Eftirfarandi tilvitnanir eru úr raunverulegum símtölum í þjónustuverinu:

 1#  Ég er að flytja frá Akureyri til Reykjavíkur í eitt ár. Er hægt að
  flytja gsm númerið með sér til Reykjavíkur eða eða þarf ég að fá mér nýtt
  númer?

  2#  Nei, nei.  Þetta er eitthvað bilað hjá ykkur.  Ég er búinn að hafa
  þetta símtæki í 40 ár, og hann fer nú varla að bila úr þessu!


  3#  Ég er að fara til USA á morgun og ætla að taka GSM símann minn með.
  Á ég að taka hleðslutækið með mér líka?
  (Síðar í samtalinu kom í ljós að fyrirspyrjandi að velta fyrir sér hvort hann geti hlaðið
símann í USA vegna þess að þar er mun veikara rafmagn en í Evrópu en meiri
riðstraumur).

  4#  Þegar maður er staddur í útlöndum, og hringir heim, þarf maður að
  setja 354 fyrir framan, en hvað þarf maður að setja fyrir framan þegar
  maður er að senda tölvupóst erlendis frá?


  5#  Ég er með breiðvarpið, og horfi mest á spænsku stöðina.  Hún er
  svarthvít hjá mér, og ég er að horfa á matreiðsluþátt.  Geturðu sagt mér
  litinn á kökunni sem er á skjánum núna?


  6#  Hvað á þetta að þýða að loka símanum?  Ég gerði allt upp hjá ykkur
  fyrir nokkrum mánuðum síðan.


  7#  Ég var að pæla í að gefa stráknum mínum LSD.  Getið þið reddað því
  fyrir mig?  (Þegar leið á samtalið reyndist fyrirspyrjandi vera að meina ADSL)


  8#  Ég stillti GSM símann minn á þýsku, en þegar ég sendi þýskri vinkonu
  minn SMS, fær hún þau bara á íslensku!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég get sagt þér það Jens, að ég gæti sagt þér sögur af símtölum mínum við ýmsar deildir þessara ófreskju sem Síminn heitir núna síðustu 8 dagana. Ég hefði aldrei trúað að það væri hægt að lenda í svona rugli, en lengi skal manninn reyna. Þeir tóku sér það bessaleyfi að loka hjá okkur fastlínum tveimur og þremur gsm símum fyrir mistök sem urðu hjá þeim og jafn ótrúlegt og það er þá kostaði þetta 6 daga, reyndar helgi inní því og það væri hægt að skrifa bók um hverslags rugl er í gangi þarna.

Að sjálfsögðu er ekkert um annað að ræða en að kveðja svona fíflagang og ég ætla að vona að ég þurfi aðdrei að eiga við þá aftur....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.9.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Gulli litli

Brilljant

Gulli litli, 6.9.2008 kl. 18:07

3 identicon

Djöfull er þetta leiðinleg síða. Þessir brandarar voru allir í Vikunni fyrir ca 5 árum.

Björn Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 18:22

4 Smámynd: Halla Rut

Hvaða kerling ertu Björn að lesa vikuna.

Halla Rut , 6.9.2008 kl. 18:28

5 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er assgoti góð regla að vera ekkert að skoða blogg ef að manni finnst eitthvað þar leiðinlegt.Þá þarf maður heldur ekki að opinbera hvað maður er vitlaus.

Yngvi Högnason, 6.9.2008 kl. 19:04

6 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Björn, ertu líka áskrifandi að Húsfreyjunni og Alt for damerne?

Siggi Lee Lewis, 6.9.2008 kl. 19:08

7 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 6.9.2008 kl. 19:24

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Að sjálfsögðu ríkir alger trúnaður við meðferð samtala sem eru tekin upp.

Eða er það ekki Jens Guð?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.9.2008 kl. 19:43

9 Smámynd: Ómar Ingi

HEHEHEHHE

Ómar Ingi, 6.9.2008 kl. 19:44

10 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 6.9.2008 kl. 20:03

11 Smámynd: Skattborgari

Sumt fólk er svo vitlaust að það er ótrúlegt.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 6.9.2008 kl. 20:34

12 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég var eitt sinn að vinna hjá fyrirtæki sem er með orðinu 'sjónvarp' í nafni sínu. Fékk ég þá símtal frá eldri konu sem spurði mig: 'get ég fengið að komast inn í þáttinn'

Eftir nokkur stór spurningarmerki komst ég að því að hún vildi s.s. fá að komast inn í beina útsendingu hjá 'íslandi í bítið' sem var þá morgunþáttur á stöð 2. Ég tjáði henni að við værum ekki stöð 2 né tengdir þeim á neinn hátt.
'Hvað er þá símanúmerið hjá þeim?'

'Ég veit það ekki, þú verður bara að kíkja í símaskránna eða hringja í 118'

Hún líkur svo símtalinu skyndilega með því að garga á mig:
'Þakka þér fyrir þessa miklu eftirgrenslan!'

Viðar Freyr Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 00:42

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dispatcher: 9-1-1. What is the nature of your emergency?

Caller: I'm trying to reach nine eleven, but my phone doesn't have an eleven on it.

Dispatcher: This is nine eleven.

Caller: I thought you just said it was nine-one-one.

Dispatcher: Yes, ma'am, nine-one-one and nine-eleven are the same thing.

Caller: Honey, I may be old, but I'm not stupid.

Þorsteinn Briem, 7.9.2008 kl. 00:56

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég man þetta eins og Björn og ég skal vera nákvæmari en hann. Þetta var í tölublaði 13,4 og á elleftu síðu neðarlega en gæti hugsanlega hafa verið efst á siðu sjö við hliðina á nýlegri mynd af Halldóri Ásgríms þar sem hann vara að reyna að brosa.

Minnir þó frekar að það hafi frekar verið Bleikt og blátt heldur en Vikan en man fyrir víst að þetta var ekki í Sjómannablaðinu.

Árni Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 01:08

15 identicon

sæll Jens hefur þú ekki velt fyrir þér að leita þér hjálpar hjá sálfræðinngi eða einhverju öðru????

Gísli Magg (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 02:20

16 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 7.9.2008 kl. 08:03

17 identicon

Best að leiðrétta rangfærslu hjá þér, það er ekki "veikara rafmagn" í USA, það er bara lægri spenna en þá er meiri straumur.Samanber U=I*R.

Reyndu nú að hafa þetta rétt.

Maggi V (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 10:47

18 identicon

Mér finnst ótrúlegt að fólk skuli ekki geta lesið þetta sem tilvitnun úr símtölum. Jens hefur hvergi minnst á það að þetta séu hans skoðanir eða heimildir. Bara fyndin brot af mannlegri hegðan þó gamlar séu. Hann var líka góður hjá Briemaranum. 9.1.1

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 11:09

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær Jens minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2008 kl. 16:04

20 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Skemmtileg lesning fyrir þreytta húsmóður utan af landi

Kveðjur og heilsanir

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.9.2008 kl. 17:17

21 Smámynd: Rannveig H

Mér er skemmt yfir Gísla Magg ,#17,,hjá sálfræðingi eða einhverju öðru?Ætli Gísli sé að meina þá t,d bílaverkstæði eða kannski dekkjaverkstæði.

Rannveig H, 7.9.2008 kl. 18:48

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahahaha ég veit ekki hvað er fyndnast Jens, færslan þín eða gaurarnir sem hafa ást á þér (eða þannig) hér í kommentakerfinu.

911-sagan frábær líka og Árni Gunnars góður.

Basicly... aldrei lognmolla hér

Jóna Á. Gísladóttir, 8.9.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband