Stórskemmtilegt afmælishóf

  sverrir_stormsker_jpg_280x800_q95

  Múgur og margmenni safnaðist á skemmtistaðinn Steik & leik (Steak and play) við Grensásveg í gær.  Tilgangurinn var að hjálpa Sverri Stormsker yfir fertugasta og fimmta aldursárið.  Þrátt fyrir sjóndepru kom ég auga á margt kunnuglegt andlitið.  Þar á meðal Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndísi Schram,  Markús Þórhallsson og Halldór Einarsson af Útvarpi Sögu,  Eirík Stefánsson,  Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamann og söngvara,  Sigga Lee Lewis og Hörpu Karls fyrrverandi tilvonandi forsetafrú.  Sverrir Stormsker var þarna líka og spilaði á píanó.  Arnar látúnsbarki söng.  Er leið á kvöld var opnað fyrir karíókí.  Þá kom í ljós að fleiri gátu tekið lagið en Arnar.

  Borð svignuðu undan kræsingum af ýmsu tagi.  Gosdrykkir,  bjór og fleiri drykkir flutu í stríðum straumum.  Allir virtust skemmta sér konunglega.  Enda var þetta afskaplega vel heppnað og skemmtilegt afmælishóf í alla staði. 

  Ég hef ekki áður kíkt á Steik & leik.  Þetta er hinn glæsilegasti staður.  Ólíklegt er að annar skemmtistaður á Íslandi sé með jafn góða reykingaraðstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

og mér var ekki boðið ???

Óskar Þorkelsson, 7.9.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Ómar Ingi

Stemming í lagi heyri ég

Ómar Ingi, 7.9.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þetta hefur reddast fyrst Sverrir hélt sig við flygilinn (vonandi allt kvöldið) og sett eins og einn pilla ofaná það til að súpa á á milli laga.

Sverrir Einarsson, 7.9.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Heidi Strand

Var Guðni ikke der?

Heidi Strand, 7.9.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  getur verið að boðskortið hafi misfarist?

  Ómar,  það var rosalega góð stemmning.

  Sverrir,  ég fylgdist ekkert með því hver drakk hvað.  Nema,  jú,  ég fylgdist lítillega með því hvað ég drakk.

Jens Guð, 8.9.2008 kl. 00:04

6 Smámynd: Jens Guð

  Heidi,  Guðni Ágústsson var fjarri góðu gamni.

Jens Guð, 8.9.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Verst ahvað Jón Baldvin strunsaði fljótt út á einhverju móðgunartippi..

Siggi Lee Lewis, 8.9.2008 kl. 00:23

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann Sverrir var þar í sleik,
með sumum í Steik og leik,
með skvísunni Bryndísi,
hann skellti í sig lýsi,
og fyllerí það allt var feik.

Þorsteinn Briem, 8.9.2008 kl. 00:24

9 Smámynd: Siggi Lee Lewis

móðgunartrippi átti þetta að vera. Þarf að fara að fá mér nýtt takkaborð...

Siggi Lee Lewis, 8.9.2008 kl. 00:27

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Út af hverju móðgaðist Jón?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.9.2008 kl. 00:38

11 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Við vorum að ræða um Íraksstríðið og hann var eitthvað ósammála mér.

Siggi Lee Lewis, 8.9.2008 kl. 00:48

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

smá umfjöllum um Stake and play svo maður misnoti aðstöðuna..

af því að mér var ekki boðið  

http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/635963/

Óskar Þorkelsson, 8.9.2008 kl. 00:51

13 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  mér þótti setningin eitthvað skrýtin.

  Steini,  alltaf snöggur að smella saman limru.

  Helga Guðrún,  strákpjakkur nokkur vildi koma Jóni í skilning um nauðsyn innrásarinnar í Írak.  Jón meðtók treglega og sagði stráknum að þegja.  Strákur þagnaði ekki,  Jón kallaði hann hálfvita og rauk út. 

Jens Guð, 8.9.2008 kl. 00:59

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jens, skilaðu hamingjuóskum til Sverris frænda míns

Sigurður Þórðarson, 8.9.2008 kl. 01:05

15 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  ég kíkti á færsluna þína.  Hljómburður var góður í húsinu í gær. 

  Halldóra,  strákurinn ber aldurinn vel.

Jens Guð, 8.9.2008 kl. 01:10

16 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  hann sér áreiðanlega þessa kveðju frá þér.

Jens Guð, 8.9.2008 kl. 01:14

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Siggi, ég  ætla nú ekki að vera með nein leiðindi með því að gagnrýna Íraksstríðið.  Bandaríkjamenn urðu að bregðast við árásunum á turnana. En ég má samt til með að benda á að það er ákveðið óhagræði íi að ráðast á land sem er svona langt íi burtu, það hefði t.d. verið miklu billegra að ráðast á Mexíkó.

Sigurður Þórðarson, 8.9.2008 kl. 01:16

18 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Mér hefur alltaf líka píanóleikur Sverris og lögin hans mörg stórgóð og falleg.....en mér var auðvitað ekki boðið þó ég hefði tekið mig vel út hjá Frú Bryndísi og fleiri eðal konum, með Gabríelle prinsessu á öxlinni

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.9.2008 kl. 09:37

19 identicon

Það þarf einhver að koma því rækilega inn í hausinn á Stormskerinu, að hann á alls ekki að syngja sín ágætu lög sjálfur. Í augnablikinu man ég ekki eftir aulalegri og væmnari söngrödd.

Stefán (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:57

20 Smámynd: Gulli litli

Þetta er okkar langfrægasti Sverrir...

Gulli litli, 8.9.2008 kl. 12:08

21 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Sæll nafni. Já einmitt, bölvað vesen að Hussein hafi þurft að vera svona langt í burtu...

Siggi Lee Lewis, 8.9.2008 kl. 12:19

22 identicon

  Var það Siggi Lee sem hrakti Jón úr húsi?

Jóhannes (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:19

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóhannes, já samkvæmt mínum heimildum gerði hann það.  En þú mátt ekki misskilja þetta. Siggi Lee Lewis ber alls ekki  illan hug til Jóns Baldvins þvert á móti. Hann líður aftur á móti ekki neina samúð með Saddam Hussain og vinum hans í  Al-kaida.

Sigurður Þórðarson, 8.9.2008 kl. 15:46

24 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sniðugt kommentið (nr. 20) frá Stebba Hilmars!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.9.2008 kl. 18:24

25 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hefði skemmt mér vel þarna bara þegjandi að hlusta!

En nú skal lyfta sér á kreik í klukkuleik Jens minn, sérð hjá mér í hverju leikurinn felst.

Magnús Geir Guðmundsson, 8.9.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband