Önnur tilkynning frá Sigga Lee Lewis

siggileelewis1 

TILKYNNING FRÁ SIGGA LEE LEWIS 

07/02/09


  Ég undirritaður,  er lýsti mig í bindindi fyrr í vikunni,  sjá fyrri tilkynningu 05/02/09  (http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/796076/),   geri nú hinum sömu vinum mínum og kunningjum vitanlegt að ég,  sakir ýmsa nauðsynja-orsaka er hafa síðan fyrir mig komið,  er nú genginn úr bindindinu aftur.

Siggi Lee Lewis,  Hafnarfirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Vissi að þú værir ekki Quitter

Ómar Ingi, 7.2.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Hannes

hehe það er fátt erfiðara en að hætta að drekka þegar maður á við áfengisvandamál að stríða.

Hannes, 7.2.2009 kl. 21:50

3 Smámynd: Jens Guð

  Ómar og Hannes,  ég á eftir að fá upplýsingar um hvað klikkaði hjá stráknum.  Ég er búinn að senda honum fyrirspurn í tölvupósti en hef ekki fengið svar.  Mér dettur helst í hug að hann hafi aðeins tekið hlé á bindinu og svo gangi það aftur í gildi eftir helgi.

Jens Guð, 7.2.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Ár & síð

Sumir segja það merki um heilbrigðan huga að geta skipt um skoðun!
Matthías

Ár & síð, 7.2.2009 kl. 23:49

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Öl er böl   Nei ekki kannski fyrir alla, en allavega suma

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.2.2009 kl. 23:58

6 Smámynd: Jens Guð

  Matthías,  það er eiginleiki og kostur hvers manns að geta skipt um skoðun.  Á sama hátt er það stórt vandamál hvers manns að hanga eins og hundur á roði á eitthverju út í hött.  Eins og dæmið með Hannes Hólmstein,  kvótann og frjálshyggjuna sannar.

  Jóna,  ég hef grun um að áróður gegn öli sé runninn undan rifjum þeirra sem selja sterkt áfengi.

Jens Guð, 8.2.2009 kl. 00:39

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mikið er ég feginn að heyra þetta...

Óskar Þorkelsson, 8.2.2009 kl. 02:06

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er ekki með áróður , ég sel öl og sterkt vín.    Til dæmis, drekk ég eingöngu öl aldrei sterkt vín..  Skál, eftir einn ei aki neinn. Hic

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.2.2009 kl. 02:19

9 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  af hverju?

Jens Guð, 8.2.2009 kl. 02:21

10 identicon

Nú, fór tjeddlíngin frá ´onum eða eikkað?

Annars... batnandi manni er best að lifa!

Hávamál:

  1. Óminnishegri heitir
    sá er yfir öldrum þrumir.
    Hann stelur geði guma.
    Þess fugls fjöðrum
    eg fjötraður var'g
    í garði Gunnlaðar.
    1. Ölur eg varð,
    2. varð ofurölvi
    3. að ins fróða Fjalars.
    4. Því er öldur best
    5. að aftur um heimtir
    6. hver sitt geð gumi.

Ari feiti (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 02:25

11 identicon

Góð bók Öldin okkar.  

golem (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 09:32

12 identicon

Ætlaði að benda á það sama og ath.s. nr. 11 en varð of seinn. Klausan er gömul og alþekkt. Það er illt að skreyta sig með annarra fjöðrum......

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:08

13 Smámynd: Jens Guð

  Jóna,  öli hefur verið lýst sem brauði í fljótandi formi.  Bara bragðbetra og leggst einhvernveginn betur í mann en brauðið. 

  Ari,  takk fyrir ljóðin.

Jens Guð, 8.2.2009 kl. 19:16

14 Smámynd: Jens Guð

  Golem og Gunnar,  ég kom hvergi að texta í tilkynningunum.  Eina aðkoma mín er að birta tilkynningarnar fyrir vin minn sem ætlaði að breyta um lífsstíl.  Rétt að halda því til haga.  Á hinn bóginn var mér kunnugt um að orðalag textans var sótt í gamla bók.

Jens Guð, 8.2.2009 kl. 19:23

15 Smámynd: Hannes

Mér finnst ekkert jafnast á við að fá mér gott Viskí og góðan vindil um helgar. Kannski við ættum að fá okkur gott vín og vindill með við tækifæri Jens.

Hannes, 8.2.2009 kl. 19:38

16 identicon

Sjaldan er góður frasi ofnotaður og sosumallt í lagi að rifja þessa upp.

golem (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:36

17 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Hehe meiri ádeilan. Þetta var nú allt í góðu gríni gert og hef aldrey pælt í því að hætta að drekka. Finnst þetta bara fyndið. Tek undir ath semd 16.

Siggi Lee Lewis, 8.2.2009 kl. 22:57

18 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég er alveg til í að fá mér í glas með þér,  kæri vinur.

  Golem,  góður frasi er aldrei ofnotaður.

  Siggi,  já,  var þetta ekki nett grín?  Öllum að meinalausu.

Jens Guð, 9.2.2009 kl. 23:50

19 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gleður mig, enda er maðurinn alveg hundleiðinlegur edrú!

Ingvar Valgeirsson, 18.2.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.