14.5.2009 | 00:02
Ég sló met
Þetta var nú meira ævintýrið. Það byrjaði sakleysislega og án fyrirheita um ævintýri. Ég átti erindi til Landflutninga. Þegar erindið var afgreitt langaði mig í Malt. Þá var stefna sett á Bónus við Skútuvog. Eitthvað var ég annars hugar því ég var óvænt kominn í Húsasmiðjuna beint á móti Bónusi.
Frekar en fara þangað erindisleysu keypti ég múrtappa. Lítinn og sætan gulan tappa. Þegar ég kom að afgreiðslukössum ruku afgreiðsludömurnar upp á milli handa og fóta. Aðallega handa - í þetta sinn. Það vantaði strikamerkingu. Eftir jaml, japl og fuður fékkst niðurstaða í að múrtappinn kostaði 3 krónur. Afgreiðsludömurnar voru sammála um að hafa aldrei áður afgreitt jafn lága upphæð. Þær buðu mér plastpoka á 15 krónur. Ég afþakkaði gott boð og stakk múrtappanum í vasann.
Ég hringdi þegar í stað í höfuðstöðvar Hreimsmetabókar Guinness á Írlandi. Þar mætti ég ekki skilningi á málinu. Mér var tjáð að hlutverk bókarinnar væri eftirfarandi: Að allt í kringum hnöttinn (all around the world) sé fólk á bjórkrám að þrefa um hvað sé stærst, sterkast, hraðskreiðast og svo framvegis. Bókin svari þeim spurningum. Enginn vilji vita hver borgaði lægsta verð í Húsasmiðjunni við Skútuvog.
Ég hótaði að bið verði á að ég láti vita af næsta meti. Til að skerpa á sagðist ég efast um að bjórkrár séu allt í kringum hnöttinn.
Nú þarf ég að finna út hvað ég get gert við múrtappann.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:34 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 49
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 1474
- Frá upphafi: 4119041
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 1133
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Óborganleg saga.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.5.2009 kl. 00:26
Jóna, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 00:45
Ég held að þú þurfir að leita til sálfræðings Jens til að láta tjakka aðeins á þér.
Skemmtileg saga engu að síður.
Hannes, 14.5.2009 kl. 00:56
Fyrstu alvöru merki verðhjöðnunar?
Ari (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 01:24
Ari - þetta er ekki verðhjöðnun, svona tappi kostaði krónu fyrir ekki svo löngu síðan.
Jens, þú segist ekki vita hvað þú átt að gera við tappann. Ef ég kynni illa við þig myndi ég koma með hugmynd um stað það sem þú gætir troðið honum. En þar sem það er alls ekki tilfellið bendi ég þér á að skila honum og fá inneignarnótu. Hringja svo aftur í metabókina með dæmi um heimsins lægstu inneignarnótu (miðað við gengisvísitölu).
Ingvar Valgeirsson, 14.5.2009 kl. 08:33
Ég veit hvert þú getur stungið honum
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2009 kl. 09:34
Þú hefðir örugglega fengið magnafslátt ef þú hefðir keypt fimm múrtappa, Jensinn minn.
Eða túrtappa í kaupbæti.
Þorsteinn Briem, 14.5.2009 kl. 12:00
Þessi tappi mun lækka um 9,83% þegar við göngum í ESB.
Það er mjög eðlilega leyndarmál eftir hverju við erum að sækjast þar. Og ég mun leggja til að ef okkur verði boðin þar innganga þá verði það algert trúnaðarmál hvernig samningurinn hljóðar. Við þurfum að skapa sátt í samfélaginu og þar er grundvallaratriði að ekki sé allt lapið samstundis í þjóðina. Við urðum sammála um þetta við Össur.
Árni Gunnarsson, 14.5.2009 kl. 15:50
... ég sé illa og hélt fyrst þú hefðir keypt túrtappa í húsasmiðjunni, örugglega eitthvað viltur því þig vantaði malt. en þú ert æði ...kv d
doddý, 14.5.2009 kl. 17:53
Þú getur bara borað í vegginn, lamið múrtappanum þangað inn og skrúfað svo skrúfu í hann. Þá ertu kominn með skrúfu í vegginn. Það eru ekki allir með skrúfu í veggnum hjá sér. Flestir eru með nagla.
Siggi Lee Lewis, 14.5.2009 kl. 19:16
Virkir alkahólistar lenda yfirleitt í einhverju veseni þegar þeir drekka.
Þetta með Maltið og þig Jens, er einhver séns á að þarna sé ákveðið musntur á ferðinni? Mér finnst þú alltaf vera að lenda í vandræðum þegar þú ferð á stað að ná þér í Maltdós.
P.S.
Tek það skýrt fram áður en ég fæ lögfæðingana yfir mig að ég er ekki að sega Jens alkahólista, heldur að benda á þetta vandamál með Maltið.
S. Lúther Gestsson, 14.5.2009 kl. 19:34
Hannes, ég treysti ekki sálfræðingum. Mér þykir þeir vera skrítnir.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 20:13
Ari, þetta framkallaði netta nostalklígju. Það rifjaðist upp þegar krónukaramellur voru farnar að kosta 3 krónur.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 20:15
Ingvar, þetta með inneignanótuna er skemmtileg hugmynd. Ekki síst vegna þess að heildarkostnaður við að prenta út inneignarnótu er meiri en 3 krónur.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 20:19
Gunnar, ég þigg góð ráð.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 20:28
Steini, ég velti einmitt fyrir mér að kaupa fleiri tappa til að prútta um magnafslátt. En svo áttaði ég mig á stóra vandamálinu: Ég vissi ekki hvað ég get gert við einn tappa. Ef ég sæti uppi með 5 tappa væri vandamálið fimm sinnum stærra. Niðurstaðan varð sú að lágmarka vandamálið.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 20:34
Árni, tappinn fer þá niður í 2,7 krónur. En við skulum ekki hafa hátt um það.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 20:38
Doddý, sem unglingur gekk ég um með blóðugan túrtappa í hálsfesti. Þetta var mörgum árum fyrir pönkið þannig að öllum þótti þetta bara ósmekklegt. Síðan hef ég ekki keypt túrtappa. Ekki einu sinni í Húsasmiðjunni.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 20:45
Siggi Lee, hugmyndin er góð. Gallinn við hana er sá að ég á ekki borvél. Mér þykir of dýrt að kaupa eina slíka út af einni skrúfu. Það er kreppa.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 20:48
Skemmtileg saga
Hilmar Gunnlaugsson, 14.5.2009 kl. 20:54
Sigurður Lúther, ég keypti Malt í Nóatúni á mánudaginn alveg vandræðalaust. Það var ekki fyrr en löngu síðar, nánar tiltekið er ég gekk út úr búðinni, að ég datt á gangstéttinni fyrir utan og gat kom á Maltdósina. Maltið úðaðist yfir mig. Þá datt mér það snjallræði í hug að leggja munninn yfir gatið og drekka þannig það sem eftir var í dósinni. Það sem eftir lifði dags ilmuðu föt mín af góðri Maltlykt. Ég tímdi ekki að setja þau í þvottavél fyrir en þegar ég gekk til náða um kvöldið.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 21:01
Hilmar, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 21:02
... og hvaðan var blóðið? kv d
doddý, 14.5.2009 kl. 21:09
Doddý, ég vann í Sláturhúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þar var gaman.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 21:49
#3 HANNES, af hverju er búið að loka blogginu þínu?
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 21:52
thí hí - hjúkk kv d
doddý, 14.5.2009 kl. 22:54
Doddý, þetta var allt voða snyrtilegt. En vakti ekki hrifningu. Ekki fremur en þegar maður þambaði bráðhollt og járnríkt kindablóð, glóðvolgt beint úr nýslátraðri kind.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 23:23
SICK!!!
Sveinn (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:26
Sveinn, ertu veikur. Prófaðu Immiflex.
Jens Guð, 14.5.2009 kl. 23:28
Hvað með pönksveitina Blóð?
Jóhannes (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 00:11
blóðgrautur var oft á boðstólum í sveitum - kálfablóð, haframjöl og örugglega salt. þessu hrært saman í grýlupotti og þótti frambærilegur matur og allir höfðu gott af. há sikk is ðatt? sikk as hell æ tell. kv d
doddý, 15.5.2009 kl. 15:21
Jóhannes, Blóð er frábær hljómsveit.
Jens Guð, 15.5.2009 kl. 23:44
Doddý, ég hef aldrei smakkað grýlupott. En hann hljómar vel. Blóð er meinhollt.
Jens Guð, 15.5.2009 kl. 23:46
nei jens minn - nú vantar í þig malt. blóðgrauturinn var hrærður saman í stórum potti (grýlupotti). kv d
doddý, 17.5.2009 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.