Fćrsluflokkur: Ljóđ

Elífđarunglingar

rolling stones

 

  Flestir fagna ţví ađ eldast;  ađ vaxa upp úr galgopalegu útliti ungrar manneskju.  Öđlast ţess í stađ útlit virđulegs eldri borgara. 

  Gríđarlega gaman er ađ fylgjast međ jafnöldrum eldast og ţroskast.  Fyrir mig - fćddan um miđjan sjötta áratuginn -  hefur veriđ góđ skemmtun ađ fylgjast međ guttunum í The Rolling Stones komast til manns.  Ţeir voru vart af unglingsaldri er ţeir fylgdu í fótspor Bítlanna viđ ađ leggja undir sig heiminn. Ég var 8 ára eđa svo.

  Rollingarnir ţóttu ljótir,  klćmnir og ruddalegir.  Bítlarnir voru krútt.  Paul ţeirra sćtastur.  George heillandi dulrćnn. Ringo fyndiđ ofurkrútt.  Lennon bráđgáfađur og leiftrandi fyndinn. 

  Núna,  55 árum eftir ađ Bítlarnir og The Rolling Stones rúlluđu upp vinsćldalistum heims, er forvitnilegt ađ skođa hvernig strákarnir hafa elst. 

  The Rolling Stones og Bítlarnir fylgdust ađ í gríđarlega mikilli eiturlyfjaneyslu og áfengisdrykkju.  Liđsmenn The Rolling Stones náđu ásjónu virđulegra eldri manna á undan Bítlunum.  Samt eru ţeir yngri en Bítlarnir.  Ţar af er Ronnie Wood (sjá mynd efst til vinstri) 5 árum yngri en elstu Bítlar og 7 árum yngri en Harrison.   

  Myndin hér fyrir neđan af Harrison er gölluđ.  Hún er 18 ára gömul (hann dó 2001). 

  Ringo og Paul er ótrúlega unglegir. Myndin af Lennon er keyrđ í gegnum forrit sem uppfćrir hana til samrćmis viđ aldur (hann var myrtur 1980). 

Paul MccartneyringoLennonharrison

     


Íslenskt rapp í Fćreyjum

  Á morgun,  annađ kvöld (laugardaginn 30. nóvember),  verđur heldur betur fjör í Ţórshöfn,  höfuđborg Fćreyja.  Ţá verđur blásiđ til stórhátíđar á skemmtistađnum Sirkusi.  Hún hefst klukkan átta.  Um er ađ rćđa matar og menningar pop-up (pop-up event).  Ţar fer fremstur í flokki Erpur Eyvindarson.  Hann rappar á íslensku undir listamannsnafninu Blaz Roca (sló fyrst í gegn er hann sigrađi Músíktilraunir sem Rottweilerhundur).  Jafnframt verđur bođiđ upp á spennandi kóreskan götumat (street food).

  Einnig bregđa á leik plötusnúđurinn DJ Moonshine, svo og fćreysku skemmtikraftarnir Marius DC og Yo Mamas. 

  Um síđustu helgi bauđ Erpur upp á hliđstćđan pakka í Nuuk,  höfuđborg Grćnlands.  Honum verđa gerđ góđ skil í sjónvarpsţćttinum Landanum á RÚV núna á sunnudaginn.  Vonandi verđur hátíđin í Fćreyjum í Landanum um ţar nćstu helgi.  Sirkus er nefnilega flottur skemmtistađur (er alveg eins og Sirkus sem var á Klapparstíg í Reykjavík sćllar minningar).  Ţar er alltaf einstaklega góđ stemmning sem Erpur á klárlega eftir ađ trompa.  

  Ţetta er ekki í fyrsta skipti sem hann á samskipti viđ nágranna okkar.  Á fyrri hluta aldarinnar gerđi hann út rappsveitina Hćstu hendina međ dönskum tónlistarmönnum (já,  ég veit ađ hendin er röng fallbeyging,  "slangur" úr pókerspili).  Á dúndurgóđri plötu hljómsveitarinnar frá 2004 eru m.a. gestarapparar frá Fćreyjum og Grćnlandi.

Sirkus  

    


Hvers lenskir voru / eru Bítilarnir?

 

  Einhverra hluta vegna er lífseig slúđursaga um ađ breski Bítillinn Ringo Starr sé af fćreysku bergi brotinn.  Ţetta hefur aldrei veriđ stađfest.  Ţó hafa veriđ fćrđ ágćt rök fyrir ţessu.  Samt án bitastćđrar innistćđu.  Bestu rökin eru ađ margir Fćreyingar líkjast Ringo (samt enginn eins og smíđakennari á Eiđum).  Ég bćti viđ ţeim rökum ađ margir Fćreyingar spila á trommur og syngja.  

  Hérlendis er oftar talađ um bresku Bítlana en ensku Bítlana.  Sem er réttmćtt.  Bítlarnir voru / eru nefnilega meiri Bretar en Englendingar.  Vissulega allir fćddir og uppaldir í ensku iđnađar- og hafnaborginni Liverpool. 

  Oft hefur veriđ bent á hvađ Bítlarnir voru samstíga á flestum sviđum.  Ţeir voru um margt eins og eineggja fjórburar.  Ţeir höfđu sama smekki fyrir flestu.  Ekki ađeins í tónlist sem ţeir framţróuđu gróflega.  Líka varđandi smekk á kvikmyndum,  mat,  stjórnmálum og áhugaleysi á fótbolta (sem er stóra máliđ í Liverpool).  Fyrst greiddu ţeir hár niđur enni.  Svo síkkađi háriđ og var skipt í miđju.  Um svipađ leyti hćttu ţeir ađ raka sig. 

  Allir Bítlarnir voru / eru af írskum ćttum.  Ţar af voru Paul og John meiri Írar en Englendingar.  Eftirnafn Pauls,  McCartney,  ber ţađ međ sér.  Paul og John skiptu sér af ískum stjórnmálum í lögunum "Give Ireland Back to the Irish",  "Sunday Bloody Sunday" og "Luck of the Irish". Á Írlandi og Englandi eru málefni Írlands og Englands verukega stórt dćmi.  Paul og John fóru inn á meiriháttar sprengjusvćđi mneđ ţví ađ skipta sér af írska vandamálinu.    

  Um aldamótin spilađi ég á hljómleikum í Skotlandi.  Hitti ţar danskan náunga sem sćkir allskonar ráđstefnur víđa um heim.  Hann sagđi mér ađ Íslendingar og Írar eigi ţađ sameiginlegt ađ segja sögur.  Spjall viđ ađra snúist um spurningu og stutt svar.  Írar og Íslendingar skiptast á sögum.  Einkenni seinni ferils Bítla er írska söguhefđin. 

  Allir Bítlanrir nema Ringo áttu ćttir ađ rekja til Weils.  Allir Bítlarnir nema John voru af skoskum ćttum.  Paul hefur sterkar taugar til Skotlands.  Hann hefur búiđ ţar í hálfa öld og aliđ sín mörgu börn ţar upp.  Jafnframt hefur hann vitnađ til skoskrar tónlistar,  svo sem í laginu "Mull of Kintyre".  

   


Plötuumsögn

 

 - Titill: Punch

 - Flytjandi: GG blús

 - Einkunn: ****1/2 (af 5)

  GG blús er dúett skipađur Guđmundunum Jónssyni og Gunnlaugssyni.  Sá fyrrnefndi spilar á gítar og er einn lunknasti smellasmiđur landsins; ţekktastur fyrir störf sín međ Sálinni, Pelican, Vestanáttinni, Nykri og Kikki.  Hinn síđarnefndi er best kunnur fyrir trommuleik međ Kentári, X-izt og Sixties.  Báđir voru í Jötunuxum.  Báđir eru ágćtir söngvarar og raddir ţeirra liggja vel saman. 

  Töluverđa fćrni og útsjónasemi ţarf til ađ gítar/trommur dúó hljómi sannfćrandi; ađ hlustandinn sakni ekki drynjandi bassalínu.  Hljómsveitum eins og White Stripes, Black Keys og dauđapönksveitinni Gyllinćđ hefur tekist ţetta. Líka GG blús - og ţađ međ glćsibrag!  

  GG blús spilar kraftmikinn og harđan rokk-blús.  Platan er bćrilega fjölbreytt.  Sum laganna eru mýkt međ rólegum kafla.  Hluti af söng í sumum lögum er keyrđur í gegnum "effekt" sem lćtur hann hljóma í humátt ađ gjallarhorni.  Sjö af tíu lögum plötunnar eru frumsamin.  Öll af Guđmundi Jónssyni.  Ţar af ţrjú samin međ nafna hans.  Í hinu KK-lega "Lost and Found" er Mike Pollock međhöfundur nafnanna og gestasöngvari.  Ađkomulögin eru "Money" eftir Roger Waters, "Cradle" eftir Rory Gallagher og "Spoonful" eftir Willie Dixon, best ţekkt í flutningi Howlin´ Wolf.  

  Flutningur GG blús á "Money" er ólíkur frumútgáfunni međ Pink Floyd.  Framan af er ekki auđheyrt hvađa lag um rćđir.  Sigurđur Sigurđsson - iđulega kenndur viđ Kentár - skreytir lagiđ listavel međ munnhörpublćstri.  Hiđ sama gerir Jens Hansson međ saxófónspili í "Spoonful".  Blessunarlega er platan laus viđ hefđbundin rokk- og blúsgítarsóló, ef frá er taliđ progađ titillag.  Í ţví er sitthvađ sem kallar Audioslave upp í hugann.  Rétt eins og í "Touching the Void".    

 Yrkisefniđ er töluvert blúsađ.  Sungiđ er um allskonar krísur og deilt á misskiptingu auđs og fégrćđgi.  Allt á ensku.  Sýna má ţví umburđarlyndi vegna útlendu laganna.

  Hljómur á plötunni er sérdeilis hreinn og góđur.  Eiginlega er allt viđ plötuna afskaplega vel heppnađ.  Ţađ á einnig viđ um umslagshönnun Ólafar Erlu Einarsdóttur. 

  Skemmtileg og flott plata!

GG blús


Glćsileg ljóđabók

  Fyrir helgi gaf bókaútgáfan Skrudda út ljóđabókina Ástkćra landiđ.  Höfundur er söngvarinn og söngvaskáldiđ Ólafur F. Magnússon.  Einnig ţekktur sem farsćll og frábćr lćknir,  baráttumađur fyrir umhverfisvernd og verndun gamalla húsa,  borgarfulltrúi og besti borgarstjóri Reykjavíkur. 

  Útgáfuhófiđ var í Eymundsson á Skólavörđustíg.  Ég man ekki eftir jafn fjölmennu útgáfuhófi.  Ţađ var trođiđ út úr dyrum.  Bókin seldist eins og heitar lummur. 

  Ađ ţví kom ađ Ólafur gerđi hlé á áritun.  Ţá fékk hann Ómar Ragnarsson og Guđna Ágústsson til ađ ávarpa gesti.  Allir fóru ţeir á kostum.  Reittu af sér brandara á fćribandi.  Gestir lágu í krampa af hlátri.  Svo sungu Ólafur og Guđlaug Dröfn Ólafsdóttir fallegt lag viđ undirleik gítarsnillingsins Vilhjálms Guđjónssonar.     

  Ólafur yrkir á kjarnyrtri íslensku í hefđbundnu formi stuđla, höfuđstafa og endaríms.  Hann tjáir ást sína á fósturjörđinni og náttúrunni.  Einnig yrkir hann um forfeđurna,  fegurđ og tign kvenna, kćrleikann og bjartsýni.  En líka um dimma dali sem hann hefur ratađ í.  Ţá deilir hann á efnishyggju og rétttrúnađ.  Hér er sýnihorn:

Ástkćra landiđ

Ástkćra landiđ, elskađa ţjóđ,

ást mín til ţín er hjartanu kćr.

Ég einlćgt vil fagna feđranna slóđ

og fćra til nútíđar söguna nćr.

Áarnir traustir, sem tryggđu vorn hag,

viđ tignum ţá, heiđrum og fullveldiđ dýrt.

Viđ mćrum ţá alla hvern einasta dag.

Enn ber ađ ţakka, viđ kveđum ţađ skýrt.

_____________________________________________________________

Uppfćrt 18.9.2019:  Áskćra landiđ er í 1. sćti á sölulista Eymundsson.  

ástkćra landiđútgáfuhófiđÓlafur F. í Eymundsson


Bítlalögin sem John Lennon hatađi

".  .

  Bítillinn John Lennon var óvenju opinskár og hreinskiptinn.  Hann sagđi undanbragđalaust skođun sína á öllu og öllum.  Hann var gagnrýninn á sjálfan sig ekki síđur en ađra.  Ekki síst lög sín.  Hann hafđi óbeit á mörgum lögum Bítlanna - ţó hann hafi sćtt sig viđ ađ ţau vćru gefin út á sínum tíma vegna ţrýstings frá útgefandanum, EMI.  Bítlarnir voru samningsbundnir honum til ađ senda frá sér tvćr plötur á ári og einhverjar smáskífur.  Til ađ uppfylla samninginn leyfđu Bítlarnir lögum ađ fljóta međ sem voru uppfyllingarefni - ađ ţeirra mati.

  Ađ sögn gítarleikarans George Harrison litu ţeir Ringo og Paul alltaf á John sem leiđtoga hljómsveitarinnar - ţrátt fyrir ađ stjórnsami og ofvirki bassaleikari Paul McCartney hafi ađ mörgu leyti stýrt Bítlunum síđustu árin eftir ađ umbođsmađurinn Brian Epstein dó.   

  Paul sýndi George og trommuleikaranum Ringo ofríki ţegar ţar var komiđ sögu.  En bar lotningarfulla virđingu fyrir John.  Stofnađi ekki til ágreings viđ hann.  Ţeir skiptust á tillögum og ábendingum um sitthvađ sem mátti betur fara.  Báđir tóku ţví vel og fagnandi.  Ţeir voru fóstbrćđur. 

  Ţó komu upp nokkur dćmi ţar sem Paul mótmćlti John.  Fyrst var ţađ ţegar John dúkkađi upp međ lagiđ "She said, she said" á plötunni Revolver.  Paul ţótti ţađ vera óbođleg djöflasýra.  John fagnađi ţví viđhorfi vegna ţess ađ hann ćtlađi laginu einmitt ađ túlka sýrutripp.  Í stađ ţess ađ rífast um lagiđ stormađi Paul úr hljóverinu og lét ekki ná á sér viđ hljóđritun ţess.  Lagiđ var hljóđritađ án hans.  George spilađi bassalínuna í hans stađ.  Síđar tók Paul lagiđ í sátt og sagđi ţađ vera flott.  

  Í annađ sinn lagđist Paul - ásamt George og Ringo - gegn furđulagi Johns "Revolution #9".  En John fékk sínu fram.  Lagiđ kom út á "Hvíta albúminu".  Hann var sá sem réđi.  Samt ţannig ađ hann umbar öll ţau lög Pauls sem honum ţóttu léleg.

  Eftirtalin Bítlalög hafđi John óbeit á.  Fyrir aftan eru rökin fyrir ţví og tilvitnanir í hann. 

1   It´s Only Love (á plötunni Help) - "Einn af söngvum mínum sem ég hata.  Glatađur texti."

2   Yes it Is (smáskífa 1965) - "Ţarna reyndi ég ađ endurtaka leikinn međ lagiđ This Boy.  En mistókst.

3   Run For Your Life (á Rubber Soul).  - "Uppfyllingarlag.  Enn eitt sem mér líkađi aldrei.  George hefur hinsvegar alltaf haldiđ upp á ţetta lag."

  And Your Bird Can Sing (á Revolver).  - "Enn ein hörmung.  Enn eitt uppfyllingarlagiđ."

5   When I m Sixty-Four (á Sgt. Peppers...) - "Afalag Pauls.  Ég gćti aldrei hugsađ mér ađ semja svona lag." 

6   Glass Onion (á Hvíta albúminu) - "Ţetta er ég ađ semja uppfyllingarlag"

7   Lovely Rita (á Sgt. Peppers...) - "Ég kćri mig ekki um ađ semja lag um fólk á ţennan hátt."

8   I ll Get You (á 4ra laga smáskífu 1963) - "Viđ Paul sömdum ţetta saman en lagiđ var ekki ađ gera sig."

9   Hey Bulldog (á smáskífu 1967) - "Góđ hljómgćđi á merkingarlausu lagi."

10  Good Morning, Good Morning (á Sgt. Peppers...) - "Einskonar bull en samt falleg orđ.  Uppfyllingarlag."

11  Hello, Goodbye - John var mjög ósáttur ţegar EMI gaf ţetta lag út á smáskífu.  Honum ţótti ţađ ekki ţess virđi.

12  Lady Madonna (á smáskífu 1968) - "Gott píanóspil sem nćr ţó aldrei flugi."

13  Ob-La-Di Ob-La-Da (á Hvíta albúminu) - Paul vildi ólmur ađ ţetta lag yrđi gefiđ út á smáskífu.  John tók ţađ ekki í mál.   

14  Maxwells Silver Hammer (á Abbey Road) - John leiddist ţetta lag svo mikiđ ađ hann harđneitađi ađ taka ţátt í hljóđritn ţess.  Engu ađ síđur sagđi hann ţađ vera ágćtt fyrir hljómsveitina ađ hafa svona léttmeti međ í bland.  Ţannig nćđu plöturnar til fleiri.     

15  Martha My Dear (á Hvíta albúminu) - John leiddist ţetta lag.  Samt ekki meira en svo ađ hann spilar á bassa í ţví.

16  Rocky Racoon (á Hvíta albúminu) - "Vandrćđalegt!"

17  Birtday (á Hvíta albúminu) - "Drasl!"

18  Cry Baby Cry (á Hvíta albúminu) - "Rusl!"

19  Sun King (á Abbey Road) - "Sorp!"

20  Mean Mr. Mustard (á Abbey Road) - "Óţverri sem ég samdi í Indlandsdvölinni."

21  Dig a Pony (á Let it be) - "Enn ein vitleysan.  Ég var í orđaleik og ţetta er bókstaflega rugl."

22  Let It Be (á Let it be) - "Ţetta lag hefur ekkert međ Bítlana ađ gera.  Ég skil ekki hvađ Paul var ađ pćla međ ţessu lagi."  

  Rétt er ađ taka fram ađ John skipti oft um skođun á flestum hlutum.  Líka á Bítlalögum.  Til ađ mynda er til upptaka ţar sem hann hrósar Let It Be sem glćsilegu lagi.  Ţetta fór dálítiđ eftir dagsforminu;  hvernig lá á honum hverju sinni.   

   


Spaugilegt

  Um miđjan sjöunda ártuginn fór bandaríska hljómsveitin The Byrds međ himinskautum á vinsćldalistum međ lagiđ "Turn, Turn, Turn".  Líftími lagsins er langur.  Ţađ lifir enn í dag góđu lífi.  Er sívinsćlt (klassík).  Fjöldi ţekktra tónlistarmanna hafa krákađ lagiđ.  Allt frá Mary Hopkins og The Seekers til Dolly Parton og Judy Collins.  Ađ auki hljómar lagiđ í mörgum sjónvarpsţáttum og kvikmyndum,  Til ađ mynda í "Forrest Gump".

  Flestir vita ađ texti lagsins er úr Biblíunni.  Samt ekki allir.  Á föstudaginn póstađi náungi laginu í músíkhópinn "Ţrumur í ţokunni" á Fésbók.  Svaný Sif skrifađi "komment".  Sagđist vera nýbúin ađ uppgötva ţetta međ textann.  Hún var ađ horfa á trúarlegt myndband.  Presturinn las upp textann úr Biblíunni.  Svaný skildi hvorki upp né niđur í ţví hvers vegna presturinn vćri ađ ţylja upp dćgurlagatexta međ The Byrds.      

 


Samband Johns og Pauls

 

  John Lennon og Paul McCartney voru fóstbrćđur.  Ţeir kynntust á unglingsárum á sjötta áratugnum og urđu samloka.  Vörđu öllum frítímum saman viđ ađ semja lög og hlusta á rokkmúsík.  John gerđi út hljómsveitina Querrymen.  Hún er ennţá starfandi.  Reyndar án Johns.  John var stofnandi hljómsveitarinnar og forsprakki;  söngvari, gítarleikari og söngvahöfundur.

  Paul segir ađ á ţessum tíma hafi allir unglingar í Liverpool vitađ af John. Hann var fyrirferđamikill ofurtöffari. Svalasti gaurinn í Liverpool, ađ sögn Pauls.  Liverpool er hafnarbćr.  Íbúar á sjötta áratugnum kannski 200 eđa 300 ţúsund eđa ţar í grennd.  John var kjaftfor og reif stólpakjaft viđ alla,  slóst á börum eins og enginn vćri morgundagurinn,  ţambađi sterk vín, reykti og svaf hjá stelpum.   Hann var dáldiđ geggjađur.  Eins og mamma hans. 

  Paul sá í hendi sér ađ frami sinn í Liverpool vćri fólginn í ţví ađ vingast viđ John.  Hann bankađi upp hjá John.  Kynnti sig og spilađi fyrir hann nokkur lög til ađ sanna hćfileika í hljóđfćraleik og söng.  Jafnframt sagđist Paul vera lagahöfundur. 

 John angađi eins og bruggverksmiđja ţegar ţeir hittust.  Koníak gutlađi í honum.  Eftir ađ Paul spilađi og söng fyrir John hugsađi hann eitthvađ á ţessa leiđ:  Ég get auđveldlega orđiđ ađal rokkstjarnan í Liverpool.  En međ Paul mér viđ hliđ get ég sigrađ heiminn.  Ég verđ ađ gefa eftir forystuhlutverkiđ.  Deila ţví međ Paul.  Viđ getum sigrađ heiminn saman. Ţetta varđ niđurstađan.  Ţetta var langsótt niđurstađa á ţessum tíma.  Varđandi heimsfrćgđ.  Liverpool var útkjálki og ţótti "slömm". 

  John var um margt afar erfiđur í umgengni.  Hann tók skapofsaköst.  Hann var "bully";  árásagjarn til orđs og ćđis.  Hann lamdi fyrri konu sína. Hann lamdi Paul og fleiri í hljómsveitinni Querrymen.  

  Paul var og er mjög stjórnsamur og ofvirkur.  Í Bítlunum sýndi hann George og Ringo ofríki.  En forđađist árekstra viđ John.  Ţegar John gekk fram af honum međ gríđarlegri eiturlyfjaneyslu og flaut í sýrumóki viđ hljóđritun á laginu "She said, she said" 1966 ţá ofbauđ Paul.  Hann stormađi út úr hljóđverinu, tók ekki ţátt í hljóđritun lagsins og lét ekki ná á sér.  George Harrison spilar bassalínu lagsins.  Í bókinni góđu "Beatlesongs" er Paul ranglega skráđur bassaleikarinn.  Lagiđ hljómar í dag ósköp venjulegt.  1969 var ţetta brengluđ sýra. 

  Annađ dćmi er lagiđ "Come together" á Abbey Road plötunni.  Síđustu hljóđversplötu Bítlanna.  Framan af ferli Bítlanna sungu Paul og John flest lög saman.  Ađ mörgu leyti var ţađ einkenni Bítlanna og gaf hljómsveitinni forskot á ađrar hljómsveitir.  Undir lok ferils Bítlanna dró mjög úr dúettsöngnum.  Meira varđ um ţríröddun ţeirra Pauls, Johns og Georges.  Líka sólósöngs ţeirra hvers fyrir sig.  Paul saknađi tvíröddunarinnar.  Ţeir John,  Paul og George voru allir afar flinkir í ađ radda og sniđgengu iđulega viđurkennda tónfrćđi.  

  Er John kynnti til sögunnar "Come Together" bađ Paul um ađ fá ađ radda lagiđ međ honum.  Paul sárnađi mjög er John svarađi:  "Ég grćja ţađ sjálfur."  Sem hann reyndar gerđi ekki.  Paul laumađist í skjóli nćtur til ađ radda međ í laginu.  John heyrđi ekki ţá útfćrslu fyrr en platan kom út.          


Af hverju túra Paul og Ringo ekki saman?

  Paul McCartney og Ringo Starr eru einu eftirlifandi Bítlarnir.  Ţeir eru mjög góđir vinir.  Á hljómleikum gera báđir út á gömlu Bítlalögin.  Paul á ţađ til ađ fá Ringo sem gest á hljómleika sína.  Ţá trommar kappinn í nokkrum Bítlalögum.  

  Af hverju túra ţeir aldrei saman?  Vćri ţađ ekki stórkostleg upplifun fyrir Bítlaađdáendur?  Jú,  vissulega.  Hćngur er á.  Illilega myndi halla á Ringo.  Hann er frábćr trommari,  orđheppinn og bráđfyndinn.  Hinsvegar hefur hann ekki úr mörgum frumsömdum lögum ađ mođa.  Ţví síđur mörgum bitastćđum.  Ţar fyrir utan er hann ekki góđur söngvari.  Öfugt viđ Paul sem er einn besti og fjölhćfasti söngvari rokksögunnar.  Ţeir John Lennon voru ótrúlaga frábćrir söngvarar - og Paul er ennţá.   Paul hefur úr ađ velja frumsömdum lögum sem eru mörg hver bestu lög rokksögunnar.  Á hljómleikum stekkur Paul á milli ţess ađ spila á píanó,  orgel, gítar, bassa og allskonar.  Meira ađ segja ukulele.  Frábćr trommuleikur Ringos býđur ekki upp á sömu fjölbreytni.   

  Bćđi Paul og Ringo átta sig á ţví ađ tilraun til ađ endurskapa anga af Bítladćmi sé dćmt til ađ mistakast.  Ţađ var ekki einu sinni hćgt á međan George Harrison var á lífi.  Eins og Geroge sagđi:  "Bítlarnir verđa ekki aftur til á međan John er dáinn."  Ég set spurngamerki viđ "á međan".   

      


Hressilegt rokk

nýríki nonni

 

 

 

 

 

Titill:  För

Flytjandi:  Nýríki Nonni

Einkunn:  ****  (af 5)

  2016 spratt fram á sjónarsviđ afar sprćkt pönkrokkstríó,  Nýríki Nonni.  Liđsmenn voru og eru:  Guđlaugur Hjaltason (gítar og söngur), Logi Már Einarsson (bassi) og Óskar Ţorvaldsson (trommur).  Ţađ sem sker tríóiđ frá öđrum nýstofnuđum pönkböndum er ađ liđsmenn eru ekki unglingar ađ stíga sín fyrstu skref í hljómsveit heldur virđulegir miđaldra menn sem búa ađ góđri fćrni á hljóđfćri. 

  Á nýútkominni plötu tríósins,  För,   slćđist snyrtilegt hljómborđ međ.  Ég veit ekki hver afgreiđir ţađ. Gulli liggur undir grun.

  Óvćnt hefst plata pönktríósins á rólegu lagi,  titillaginu För.  Ţau eru fleiri rólegu lögin á plötunni.  Inn á milli eru svo hressilegu pönklögin.  Gulli er höfundur laga og texta.  Hann er fagmađur á báđum sviđum.  Textarnir lúta ađ mestu undir hefđbundiđ form stuđla, hljóđstafa og ríms.  Ţeir eru ádeilutextar.  Stinga á kýlum. 

  Fyrir minn smekk eru pönklögin skemmtilegust.  Í heild er platan skemmtilega fjölbreitt.  Já, og fyrst og síđast bráđskemmtileg. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband