Örstutt og snaggaralegt leikrit um handrið

  Persónur og leikendur: 

Miðaldra kvenforstjóri

Álappalegur unglingspiltur

----------------------------------------------------------------------------------

Forstjórinn (horfir í forundran á piltinn baslast við að koma stóru handriði inn á gólf)  Hvað er í gangi?

Piltur:  Ég fann gott handrið!

Forstjórinn:  Til hvers?

Piltur:  Þú sagðir á föstudaginn að okkur vanti gott handrið.  Ég leitaði að svoleiðis alla helgina og fann þetta í næstu götu.

Forstjórinn:  Ég hef aldrei talað um handrið.

Piltur:  Jú. þú sagðir að okkur vanti gott handrið til að taka þátt í jólabókaflóðinu í haust.

Forstjórinn:  Ég sagði handrit;  að okkur vanti gott handrit!

Tjaldið fellur.

handrið

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Handrit- Handrið.  Margir geta ekki LESIÐ sér til gagns, aðrir geta ekk HLUSTAÐ sér til gagns.  HVERT STEFNIR ÞETTA ÞJÓÐFÉLAG EIGINLEG???? undecided

Jóhann Elíasson, 10.4.2024 kl. 08:48

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  er þjóðfélagið ekki á fullri ferði norður og niður!

Jens Guð, 10.4.2024 kl. 08:50

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Magnað handdrit! Ætlar þú ekki að gefa kost á þér sem næsti foristi á Íslandi!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.4.2024 kl. 10:19

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú Jens ég held að þetta sé alveg rétt há þér....

Jóhann Elíasson, 10.4.2024 kl. 10:19

5 identicon

Ég man eftir því að hljómsveitin Sjálfsfróun mátti ekki auglýsa undir því nafni og breytti þá yfir í nafnið Handriðið, það gekk. En varðandi handrit, þá verða handrit ríkisstjórna Íslands lélegri með hverri breytingu - Handrit niðurlægingar. 

Stefán (IP-tala skráð) 10.4.2024 kl. 12:06

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  á barnsaldri stefndi ég á það.  Síðan rjátlaðist það af mér. 

Jens Guð, 10.4.2024 kl. 13:48

7 Smámynd: Jens Guð

Stefáqn,  ég man eftir þessu trixi hjá pönkurunum.þ

Jens Guð, 10.4.2024 kl. 13:49

8 identicon

Á þessu handriði má eigi sköpum renna.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 10.4.2024 kl. 14:57

9 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  vel orðað!

Jens Guð, 10.4.2024 kl. 16:36

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Bravó! Meira! Frænka mín talaði oft um að fara í Kolapottinn . . . Hún meinti Kolaportið.

Wilhelm Emilsson, 11.4.2024 kl. 01:34

11 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  þessi var góður!

Jens Guð, 11.4.2024 kl. 08:10

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk! smile

Wilhelm Emilsson, 11.4.2024 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband