Af hverju kallar Jón nafna sinn viðarrenglu?

  Ingibjörg Pálmadóttir segir Jón Steinar hafa kallað Jón Ásgeir raft.  Raftur er viðarrengla í þaki á torfhúsi,  milli mæniáss og vegglægju.  Viðarrenglan heldur uppi torfinu. 

  Hvers vegna ætli Jón kalli nafna sinn viðarrenglu sem heldur uppi torfi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er einmitt með mann í heimsókn núna, sem heitir Viðar og er gamall raftur.  Breyttist þó í þurran saghaug síðar. Svo er hann rengla líka. Viddi á Glaumnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2007 kl. 04:07

2 identicon

Ætli Jón Steinar líti ekki á Bónusverslanir sem einskonar torfkofa, tæplega verslar hann þar frekar en Dabbi sem helst verslar bara í Nóatúni til að forðast allt sem fellur undir Baug og það er jú fátt.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 09:59

3 Smámynd: Jens Guð

Það fer vel á að maður sem heitir Viðar sé kenndur við fjalarrenglu.  Ég er viss um að Jón Steinar,  Kjartan Gunnars og Davíð Oddsson versla aldrei í Bónus.  Hinsvegar sá ég eitt sinn Hannes Hólmstein kaupa sér niðursneiddan grafinn lax í Hagkaupum.  Hugsaði ég þá:  "Aldeilis stæll á kalli.  Ætlar bara að skella laxasneið ofan á rúgbrauðið í kvöld og sötra rauðvín með."

Jens Guð, 22.3.2007 kl. 13:34

4 identicon

Hannes Hólmsteinn er sennilega hnífahræddu og hefur því kosið að hafa laxinn niðureneyddan. Hann er líklega varkár í öllu nema skrifum sínum.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband