Verstu plötuumslögin

  Þau eru sprenghlægilega hallærisleg mörg plötuumslögin hér fyrir neðan.  Enska poppblaðið New Musical Express hefur að undanförnu staðið fyrir skoðanakönnun um verstu plötuumslög sögunnar.  Þó að ekki sé búið að kveða upp úr með endanlega niðurstöðu þá virðist mér sem hún sé þegar ráðin.  Enda mörg umslögin kunn úr öðrum samskonar könnunum.  Þetta eru 20 verstu umslögin:

verstaumslagið1

1.   The Handless Organist:  "Truly a Miracle of God"

  Þetta umslag er gömul klassík á lista yfir verstu plötuumslögin og þaulsetin í vinningssætinu.  Færri sögum fer af músíkinni.

verstaumslagið2

2.   Fabio:  "Fabio After Dark"

  Þó að Fabio sé heimsfræg fyrirsæta þá náði hann sér ekki á strik sem poppstjarna og einhverra hluta vegna hugnast lesendum New Musical Express ekki þetta plötuumslag.  Ég man ekki eftir að hafa séð þetta umslag svona ofarlega áður.

verstuumslögin3

3. Millie Jackson:  "Back to the Shit!"

  Það er ekki augljóst hvað Millie var að pæla með þessu umslagi.  Þessi ágæta bandaríska soul-söngkona sló fyrst í gegn með gospel-laginu A Child of God (It's Hard to Believe) snemma á áttunda áratugnum og átti á næstu árum mörg önnur vinsæl lög og plötur. 

  Kannski ætlaði Millie að stimpla sig inn hjá kjaftforu rappkynslóðinni með þessu umslagi en Millie brúkaði tal-söng löngu fyrir daga rappsins.  En hver sem pælingin var þá "floppaði" þessi plata svo rækilega að hún er minnst selda platan á ferli dömunnar.  Samt nutu stök lög af plötunni vinsælda (meðal annars lagið hennar Jóhönnu Seljan,  Ætlarðu að hringja á morgun?).  En það er eins og fólk vilji ekki eiga þetta plötuumslag - þó það gleymi því ekki þegar kosið er um verstu plötuumslögin.

verstaumslagið

4.  ManowarAnthology

  Monowar gera út á víkingarokk.  Þeir syngja um Óðinn og taka sig hátíðlega.  Aðrir gera það hinsvegar ekki.  Manowar eru einungis kjánalegir.  Ef menn vilja víkingarokk með einlægum alvöru víkingarokkurum þá er færeyska hljómsveitin Týr málið. 

 tino-kallinn

5.  TinoPor Primera Vez

  Ég veit ekkert um þennan stuttbuxnanáunga.

verstuumslögin6

6.  The Handsome BeastsBeastiality

  Um þessa hljómsveit veit ég fátt annað en að hún er bresk og tilheyrir því sem kallaðist nýbylgja breska þungarokksins um 1980.

verstaumslagið...

7.  Herbie MannPush Push

 Herbie Mann hefur sent frá sér marga góða djass-heimspopps plötuna.  Push Push er ein af þeim.  En umslögin hafa ekki alltaf verið eins góð hjá honum.

verstaumslagið8

8.  Gary Dee BradfordSings For You and You and You

  Þessi náungi varð aldrei stórstjarna.  Plötuumslagið hefur þó séð til þess að hann gleymist ekki. 

verstuumslögin9

9.  OrleansWalking and Dreaming

  Orleans er kannski þekktust sem fyrrverandi hljómsveit Johns Halls (Hall & Oats).  Hallærisleg popp-rokk hljómsveit,  varla nógu rokkuð til að falla undir flokkinn bandarískt iðnaðarrokk. 

verstuumslögin10

10. Jim PostI Love My Life

  Ef ég er ekki að rugla einhverjum saman þá er Jim Post bandarískur vísnasöngvari.

verstaumslagið11

11.  Ken:  By Request Only

verstaumsslagið12

12. Country Church

verstuumslög.......

13.  CherTake Me Home

  Munurinn á umslagi á borð við það með Country Church (#12) hér fyrir ofan og þessu hérna með Cher er að umslag Country Church er óhannað.  Einhver kunninginn sem átti góða ljósmyndavél hefur bara smellt mynd af liðinu fyrir framan heyhlöðuna og prentarinn í sveitinni rúllað upp nafni hópsins með "sniðugu" letri.  Einfalt, unnið án fagmennsku og útkoman er hallærisleg.

  Umslagið með Cher fer yfir strikið í hina áttina.  Það er svo hryllilega ofunnið að það er jafn hallærislegt og hitt. 

verstaumslagið15

14.  The Frivolous FiveSour Cream & Other Delights

verstuumslögin16

15.  Millie JacksonE.S.P. (Extra Sexual Persuasion)

  Það er nokkuð afrek hjá Millie að eiga 2 af 15 verstu plötuumslögum sögunnar.  Þessi plata þykir næstum því jafn slöpp og umslagið.

verstaumslagið17

16.  Al DavisChristian Crusaders

verstaumslagið18

17.  William HungHung for the Holydays

 Það er allt í stíl hjá William Hung:  Laglaus söngur,  vond músík og vond umslög.  "Nævismi" í bak og fyrir.

verstaumslagið19

18.  Mike AdkinsThank You for the Dove

verstaumslagið20

19. Michael Bolton 

  Bandaríski vælukjóinn Michael Bolton er holdgerfingur hins hallærislegasta í poppmúsík og nær einnig að koma því til skila á plötuumslagi.

verstaumslagið21

20.  Pooh-ManFunky as I wanna Be


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, sum eru svo svakaleg að þau eiginlega fara hringinn og verða næstum því töff, næstum því.

Ragga (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

hahahahahahahahahahahahahahahahaha

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.5.2008 kl. 17:49

3 identicon

Þetta er snilld. Það er eitthvað sem segir mér að tónlistin á þessum plötum sé jafn vond og umslögin... nema hjá Manowar.. þar er umslagið verra en tónlistin. En ég væri til í að eiga allar þessar plötur því það jaðrar við að þetta fari í hring og virki töff.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 18:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Olga er handalaus organisti,
opinn í Jens Jaws þær missti,
þeim kjaftaskúmi,
á kynlegu albúmi,
æði langur hans afbrotalisti.

Þorsteinn Briem, 18.5.2008 kl. 19:08

5 Smámynd: Ómar Ingi

Já sko Milli Jacksson fengi mitt atkvæði nema hvað ég þekki Tínó og hann fær mitt atkæði sem slappasta cover allra tíma :)

Ómar Ingi, 18.5.2008 kl. 19:21

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Held ég hafi ekki heyrt um neitt af þessu fólki nema Cher.

Helga Magnúsdóttir, 18.5.2008 kl. 19:29

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gaman að sjá hve listakonan Ragga og hugsuðurinn með meiru hann Bubbi, enduróma hvert annað. En Born Again með Black SAbbath var fáranlega ljótt og ósmekklegt umslag, en tónlistarlega alls ekki svo slæm.

Magnús Geir Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 20:13

8 Smámynd: Haukur Viðar

Það get ég sagt þér Jens, að Manowar taka Týsarana í nefið!

Haukur Viðar, 18.5.2008 kl. 20:18

9 identicon

Sem mikill aðdáandi slæmrar popplistar Gúgglaði ég einu sinni "Bad album covers" og fékk þá myndir af flestum þessum plötuumslögum... en þó ég sé nú orðinn sérlegur aðdáandi blautu mottunnar hans Jim Post þá verð ég að segja að ég sakna sárlega Devastatin' Dave The Turntable Slave!  Sjá hér: http://www.lesjones.com/www/images/posts/devastatindave.gif

...désú (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:29

10 identicon

það er alltaf gaman að svona listum, fór í gegnum þó nokkra í fyrra

Scorpions voru ósmekklegir

http://www.zonicweb.net/badalbmcvrs/virginkiller.jpg

Heino fannst mér yndislega slæmur http://www.zonicweb.net/badalbmcvrs/heino.jpg

ari (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:47

11 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég tek undir að þetta fer eiginlega hringinn! Manowar eru náttúrlega bara snillingar og Millie Jackson er betri tónlistarmaður en umslögin segja til um

Kristján Kristjánsson, 18.5.2008 kl. 21:03

12 identicon

Mér finnst hann Ken alveg bera af þarna

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:33

13 identicon

The Handsome Beasts: Beastiality

+

erta ekki Guðni Már

dante (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:29

14 Smámynd: Júlíus Valsson

Þetta er afar listrænt safn og erfitt að gera upp á milli umslaganna. 

Júlíus Valsson, 18.5.2008 kl. 22:51

15 Smámynd: Magnús Unnar

Manowar eru bara ekki neitt kjánalegir.

Magnús Unnar, 20.5.2008 kl. 03:01

16 identicon

Ég fór á Michael Bolton tónleikana 2006. Fékk miða hjá Capone, fyrir að vita hvað hann hét (getraun í uppsiglingu).

FURÐULEGT gigg, svo ekki sé meira sagt.

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:14

17 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Er Orleans umslagið ekki svolítið líkt umslaginu á Trabant plötu?

Georg P Sveinbjörnsson, 20.5.2008 kl. 23:44

18 identicon

Þú hefur væntanlega ekki þorað að birta #1 af þessari síðu:

http://www.zonicweb.net/badalbmcvrs/ 

...sem er þetta hér (ekki fyrir viðkvæma!):

http://www.zonicweb.net/badalbmcvrs/badalbumcoverstopten/toptenbadalbumcovers1.htm

...enda álasa ég þér það ekki. Þetta reykspólar gjörsamlega út úr öllum alheimskortum velsæmis.

"Ken" hefur samt alltaf verið mitt uppáhald, þetta hlýtur að vera luralegasti gaur ever. Hvernig ætli platan sé?!?

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 19:55

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

flest eiga þessi umslög heima á þessum lista. þó þykir mér ákveðinn húmor í umslagi nr. 6, The Handsome BeastsBeastiality.

þótt umslagið hans William Hung sé vissulega vont, er það þó í ákveðnu samræmi við 'söng' hans og tónlist. ætli hönnuðurinn hafi ekki bara haft húmor og hannað umslagið vísvitandi illa? umslög eiga auðvitað að laða að kaupendurna. hvað ætli laði að þá sem hrífast af naív tónlist? líklega naív umslag

Brjánn Guðjónsson, 22.5.2008 kl. 11:17

20 identicon

Þú ættir að skoða bloggið hans Garðars Jónssonar, hann birtir plötu vikunnar á hverjum mánudegi og nokkur þessara umslaga hafa ratað þar inn, sem og mörg mörg fleiri .

Slóðin er : www.123.is/gardar

Kv, HD

Helga Dögg (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband