Örstutt og snaggaralegt leikrit

 Níræður maður situr á bekk við göngustíg.  Sólin skín og sá gamli er léttklæddur:  Í stuttbuxum og ermalausum bol.
  Jafnaldri mannsins kemur skokkandi,  móður og másandi.  Hann er kappklæddur í úlpu,  með prjónahúfu undir hettunni, með vettlinga og trefil.  Hann lætur sig leka ofan á bekkinn við hlið hins og skelfur úr kulda.  Af og til fær hann á sig vindkviðu og stundum sáldrast snjór yfir hann. 
------- 
Skokkarinn:   Góðan dag.  Ég ætla að kasta mæðinni í smá stund.
Sá léttklæddi:   Góðan dag.
Skokkarinn (réttir þeim léttklædda höndina):   Ég heiti Jón Sigurðsson,  kallaður Kiddi skokk.
Sá léttklæddi (heilsar með handabandi):   Já,  það er nefnilega það.  Og hvers son ertu?
Skokkarinn:   Ég er Pétursson.  Heitir þú eitthvað?
Sá léttklæddi:   Nei,  en ég er kallaður Palli.  Eða Kalli.  Ég er farinn að tapa heyrn þannig að ég er ekki viss hvort er.
Skokkarinn (glaðlegur):   Hvað gerir þú,  strákur?
Sá léttklæddi (undrandi):   Ég?
Skokkarinn (lítur glottandi í kringum sig):   Já,  þú.  Það eru ekki margir aðrir hérna,  er það?
Sá léttklæddi (niðurlútur):   Ég er gestur.
Skokkarinn:   Nú?  Er það vinna?
Sá léttklæddi (hikandi):   Ja,  það er eiginlega frekar hobbý.
Skokkarinn:   Í hverju felst það?
Sá léttklæddi (drjúgur með sig):   Þetta er spunaverkefni.  Ég leyfi sköpunargleðinni að brokka eða fara á skeið.  Jafnvel stökk.
Skokkarinn:   Fyrirgefðu,  sagðistu vera gestur eða hestur?
Sá léttklæddi:   Gestur.
Skokkarinn:   Ertu þá skyldur Gesti Einari,  útvarpsmanni?
Sá léttklæddi:   Nei, ég er ekkert skyldur honum.  En ég hef heyrt af manni sem er skyldur honum.  Ég hef það þó ekki frá fyrstu hendi.
Skokkarinn (hugsandi):   Þetta er merkilegt.  Ég er heldur ekki skyldur honum.  Við erum þá sennilega í sömu ætt.  Þessari sem er ekki skyld Gesti Einari.
Sá léttklæddi (skömmustulegur):   Ég veit það ekki.  Ég er ekki viss um að ég sé í neinni ætt.  Ég hef allavega aldrei heyrt neitt um það.
Skokkarinn:   Jú,  það eru allir í einhverri ætt.
Sá léttklæddi:   Er það ekki bara áróður? 
Skokkarinn (sperrtur með sig):   Er ekki allt áróður?
Sá léttklæddi (gapandi af undrun):   Er það?  Eru sokkarnir mínir áróður?
Skokkarinn (hikandi):   Kannski ekki.  (dregur tvö Prins Póló upp úr vasa sínum og réttir þeim léttklædda annað).  Maður þarf orku til að skokka síðasta spölinn.  Má bjóða þér,  strákur?
Sá léttklæddi (þiggur Prins Pólóið):  Bestu þakkir. (Rífur bréfið í ákafa utan af,  hendir súkkulaðikexinu en stingur bréfinu upp í sig,  jórtrar það í örstutta stund og kyngir).  Manni veitir ekki af trefjum.
Skokkarinn (undrandi):  Hendirðu súkkulaðinu?
Sá léttklæddi (ákveðinn eins og sá sem allt veit):  Þetta var ekki súkkulaði.  Þetta er spýta sem þeir vefja bréfinu utan um til að halda því sléttu og lystugu.  Annars myndi enginn vilja kaupa bréfið. 
Skokkarinn (horfir hikandi á Prins Pólóið sem hann er byrjaður að taka utan af):  Þeir sem eru vanir að borða spýtur átta sig náttúrlega strax á þessu.  (Hendir Prins Pólóinu í bréfinu og stendur hálf ringlaður upp).  Ég ætla að halda áfram Það var gaman að kynnast þér.  Vertu blessaður. (Skokkar burt).
Sá léttklæddi (kallar á eftir honum):   Bless!  (Stendur upp og snýr sér beint að áhorfendum).  Þetta gerðist fyrir mörgum árum.  Ég hef aldrei fengið mér sæti aftur á þessum bekk.  Ég hef heldur ekki séð Kidda skokk aftur.  Ég hef sterkan grun um að hann hafi verið draugur.  Ég hef ekki þorað að segja neinum frá þessu af ótta við að enginn trúi mér og haldi að ég sé skrítinn. 
  Tjaldið fellur.
-------
Fleiri örleikrit og smásögur
- Matarboð í sveitinni
- Morðsaga
- Um borð
- Í plötubúð
- Jónas 27 ára
- Strákur skiptir um gír

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

já - þú ert líklega löggiltur hálfviti....

hehe

kveðja.

M

Guðmundur M Ásgeirsson, 5.8.2008 kl. 01:06

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég reyni ekki að víkja mér undan því heldur kvitta undir það með bros á vör.    Ég er líka til í að samþykkja að vera löggiltur öryrki ef það veitir mér áskrift að örorkubótum.

Jens Guð, 5.8.2008 kl. 01:23

3 identicon

Góð saga. Las þær allar núna og verð að segja að "Um borð" sé mín uppáhalds - af þessum. Væri til í að sjá "Í plötubúð" á sviði. Hlakka til að sjá næstu sögu.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 02:58

4 identicon

"Not my cop of tea"  ... en þú ert enn ljúflingur í mínum augum 

Edda (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 03:24

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jens...

Voðalega er Þessi Magni a móti þér . Ég var að lesa hvað hann skrifaði líka inni hjá Kobba og er að furða mig yfir svona EGOSTRUMPUR skuli líta svona stórt á sig miðað við að það eina sem kann er að gaula og ekki einu sinni almennilega. Honum er bersýnilega illa við að fólk skuli hlusta á eitthvað annað en einhverja viðbjóðslega poppfroðu eins og þessi hljómsveit sem hann er í gerir.

ég held að hann ætti að hafa sig hægan og spara það að kalla annað fólk hálfvita.. Auðvitað samgleðst ég velgegni hans en það er bersýnilega ljóst að frægðin hefur stigið þessum apa til höfuðs.  

Hann hefur engu gleymt ekkert lært 

Brynjar Jóhannsson, 5.8.2008 kl. 06:23

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er skemmtileg örsaga.

En allir "raunveruleikaþættirnir" í sjónvarpinu eru viðbjóður.

Þorsteinn Briem, 5.8.2008 kl. 08:03

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef þu getur reddan enhverjum sem getur komið helsuleysinu úr mér í þig, þá ertu velkomin að bótunum minum, ÖLLUM. Ég get þá vonandi drifið mig í almennilega vinnu og fengið borgað feitt..

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 10:40

8 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 5.8.2008 kl. 11:31

9 identicon

Jeminn eini.. ég pissaði í brækurnar af hlátri.. hahhaaha

Þú ert líklega atvinnuhálfviti..  frekar en löggiltur hálfviti..

Kv, Dreifbýlistúttan

Dreifbýlistúttan (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 11:37

10 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Helvíti skemmtilegt leikrit. Minnir skemmtilega á leikitin úr "Vasaleikhúsið hittir Útvarpsleikhúsið" sem er á hverjum degi strax eftir hádegisfréttir á Rás 1. Mæli með a þð tjekkið á því.

Siggi Lee Lewis, 5.8.2008 kl. 13:33

11 identicon

Frábær skrif hjá þér Jens. Skil ekki þína færslu Magni. það er augljóst að Jens er marg til lista lagt og óþarfi að vera öfundast út í það.

Gunnar Pálsson (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 18:32

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Magni er eitthvað fúll út í Jens vegna þessara orðaskipta:

http://jakobsmagg.blog.is/blog/jakobsmagg/entry/606856/#comments

Þorsteinn Briem, 5.8.2008 kl. 18:53

13 Smámynd: Gunnar Pálsson

Las þetta á síðu Jakops og get nú ekki sagt annað en ég sé sammála Jens, Jakopi og Steini.

Gunnar Pálsson, 5.8.2008 kl. 20:03

14 Smámynd: Gulli litli

Jens þú ert alveg MAGNADUR.....nei segi bara svona..

Gulli litli, 5.8.2008 kl. 20:53

15 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

hehe það er brilliant að skilja lítil comment eftir og fylgjast síðan með viðbrögðunum - egostrumpur, api, lélegur söngvari, ofmetinn, fúll og viðbjóðsleg poppfroða. falleg orð frá vinum þínum

já það er greinilega ég sem er fúli gæjinn á netinu - ég var að grínast fíflin ykkar - þetta heitir kaldhæðni.

Jens - keep up the good work - fer nú samt að koma tími á að ráðast meira á þessa olíu aumingja - skilst að síðast þegar tunnan kostaði þetta úti hafi lítrinn verið í 150 krónum hérna heima - skrítið....

later

Guðmundur M Ásgeirsson, 6.8.2008 kl. 01:12

16 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

- gleymdi einu - Brynjar - var á hlusta á plötuna þína í dag, gott stuff.... þú kannt virkilega að gaula...

Guðmundur M Ásgeirsson, 6.8.2008 kl. 01:17

17 identicon

Mer finnst ekkert skritid ad Magni skuli svara fyrir sig thegar verid er ad drulla yfir hann a opinberum vettvangi. Eg myndi gera nakvaemlega thad sama ef eg yrdi fyrir svona adkasti, myndi jafnvel ganga lengra! Magni, thu tharft ekki annad enn ad hlusta a thad sem Jens og thessi Brynjar hafa sent fra ser til ad atta thig a thvi afhverju their eru ad bauna a thig. Eg kikti einmitt lika a siduna hans Brynjars og tek undir thad ad madurinn getur svo sannarlega gaulad. 

Guffi (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.