Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt

  Jón heitinn Þorleifsson var í stöðugri uppreisn.  Hann var verkamaður en snéri sér að ritstörfum kominn á efri ár.  Hann naut sín við að yrkja níðvísur og deila á menn og málefni.

  Hann notaði nánast aldrei atkvæðarétt sinn.  Þó mætti hann á kjörstað.  Þar skráði hann níðvísu um einhvern eða einhverja á kjörseðilinn. 

  Svo bar til einn bjartan kosningadag að þingmaður Alþýðubandalagsins mætti Jóni á gangi.  Þeir voru kunnugir og heilsuðust. 

  - Sæll Jón minn. Ertu búinn að kjósa?  spurði maðurinn.  

  - Já,  aldrei þessu vant,  svaraði Jón.

  - Kaustu rétt?

  - Það veit ég ekki.  Ég krossaði við Alþýðubandalagið.

  - Þakka þér kærlega fyrir atkvæðið.  Hvað kom til?

  - Þetta var eina ráðið sem ég hafði til að strika yfir nafnið þitt!

jon_orleifs  


Pottþétt ráð gegn veggjalús

  Veggjalúsin er leiðinda kvikindi.  Hún lifir í þurru og hlýju umhverfi.  Hún felur sig á daginn og bíður í rólegheitum eftir að fórnarlambið fari að sofa.  Þegar það er sofnað læðist lúsin hljóðlega að því og sýgur úr því blóð.  Í bitinu er staðdeyfiefni.  Þess vegna vaknar fórnarlambið ekki við bitið. 

  Blessunarlega er lítið um lúsina hérlendis.  Til þess er of kalt.  Á ferðalögum erlendis verður margur var við kláða og blóðblett í sárinu.  Einfalt er að sporna gegn dýrinu.  Aðeins þarf að kaupa létta frystikistu og geyma í henni föt, handklæði,  snyrtivörur og fleira.  Þar með eru litlir möguleikar fyrir skepnuna að laumast heim til  Íslands með ferðamanninum. 

lfrystikista

veggjalus


mbl.is Ekki taka upp úr ferðatöskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áthylisverð nöfn á bæjum og götum

  Fólk er áhugasamt og sumt viðkvæmt fyrir nöfnum á götum,  bæjum og þorpum.  Í Þýskalandi er bær sem heitir því líflega nafni Fucking.  Hann lokkar að enskumælandi ferðamenn í halarófu.  Það gerir gott fyrir sveitarfélagið.  Verra er að þessir ferðamenn eru fingralangir.  Þeir stela skiltum sem bera nafn bæjarins.

  Í Bandaríkjunum gera heimamenn út á þorpið Hell.  Þeir bjóða gestum og gangandi upp á ótal söluvarning merktan því.  Í Noregi er líka bær sem heitir Hell.  Þar stela ferðamenn einu og öðru.

  Í miðbæ Þórshafnar í Færeyjum er gata sem heitir Tittlingsvegur.  Íslendingum þykir gaman að smella í sjálfu við götuheitið.

  Í Hollandi er gata sem áður bar nafn sem hljómaði líkt og víagra.  Þegar stinningarlyfið Viagra kom fram á sjónarsvið og öðlaðist vinsældir höfðu heimamenn ekki húmor fyrir nafninu.  Þeir skiptu um nafn á götunni. 

  Á síðustu öld reisti Sjálfstæðisflokkurinn bækistöðvar í Bolholti.  Frammámenn í flokknum fengu að skrá húsið við Háaleitisbraut.  Ég veit ekki af hverju. 

scandic hell


Hver mælti svo?

  Eftirfarandi gullmolar hrukku upp úr einum og sama manninum fyrir nokkrum árum þegar hann var áberandi í umræðunni.  Hver er það?

  - Ég veit að manneskja og fiskur geta átt friðsamleg samskipti!

  - Sífellt meira af innflutningi okkar kemur frá útlöndum!

  - Eitt það frábæra við bækur er að stundum innihalda þær flottar myndir!

  - Ég held að við getum verið sammála um að fortíðin er liðin!

  - Hvað hef ég heilsað mörgum með handabandi?

  - Ég vona að við komumst til botns í svarinu.  Ég hef áhuga á að vita það.

  - Ef þú hefur engan málstað að verja þá hefur þú engan málstað að verja!

  - Washington DC er staðurinn þar sem fólk stekkur út úr tófugreninu áður en fyrsta skotinu er hleypt af!

  - Þegar ég tala um mig og þegar hann talar um mig þá erum við báðir að tala um mig!


Metnaðarleysi

  Einhver allsherjar doði liggur yfir Íslendingum þessa dagana.  Meðal annars birtist það í áhugaleysi fyrir komandi forsetakosningum.  Innan við sjötíu manns eru byrjaðir að safna meðmælendum.  Það er lágt hlutfall hjá þjóð sem telur nálægt fjögur hundruð þúsund manns.  Að vísu þrengir stöðuna að frambjóðandi verður að vera 35 ára eða eldri.  Einnig þurfa kjósendur að vera 18 ára eða eldri.  Samt. 

kórona

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Steinunn Ólína byrjuð að safna undirskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónusgreiðslur og Bónuskort

  Í kjölfar bankahrunsins 2008 uppgötvaðist að bankarnir gengu á bónuskerfi.  Starfsmenn smöluðu gömlu fólki eins og rollum í réttir.  Smöluðu því af öruggum bankabókum yfir í Sjóð 9 og hvað þeir hétu allir þessir sjóðir.

  Bónuskerfið virkaði svo vel að Samkeppniseftirlitið og Skatturinn hafa tekið það upp.  Fleiri mætti virkja með bónuskerfi.  Til að mynda bílastæðisverði.  Það yrði handagangur í öskjunni ef vörðurinn fengi 1000 kall og Bónuskort fyrir hvern bíl sem hann sektar.  Hann myndi sleppa matar- og kaffihléi til að ná bónusnum upp.

  Hvað með lögguna?  Hvað ef hún fengi 10.000 kall og Bónuskort fyrir hverja handtöku?  Ekki má gleyma dómurum.  Þeir mættu fá vænan bónus og Bónuskort fyrir hver óskilorðsbundinn dóm.

kort

 

   


Hvar er mesta atvinnuþátttaka og minnsta?

  Mikil atvinnuþátttaka bendir til velsældar.  Að sama skapi er dræm atvinnuþátttaka vísbending um vesaldóm.  Á meðfylgjandi skjali má sjá yfirgripsmikla samantekt á þessu.  Ef smellt er á skjalið þá stækkar það til muna og verður læsilegra.

  Listinn spannar aldursbilið 15 - 74ra ára.  Hvar sem borið er niður skara Færeyingar framúr.  Sama hvort einstakir aldurshópar eru skoðaðir eða aðrir tilteknir hópar.  Til að mynda atvinnuþátttaka kvenna.  Allt flottast í Færeyjum! 

vinnuþáttaka

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gleðilegan Þorra!

 


Það getur bjargað lífi ykkar og limum að vita þetta

  Við lifum á spennandi tímum.  Því miður í neikvæðri merkingu.  Við vitum ekkert hvernig mál eru að þróast.  Er Úkraínuher að rúlla rússneska hernum upp?  Eða eru Rússar með yfirhöndina?  Vopnaframleiðsla heimsbyggðarinnar er á flugi.  Vopnasala hefur sjaldan blómstrað meir.  Eru klasasprengjur komnar í gagnið?  Verður kjarnorkuvopnum beitt?  Í hafinu umhverfis Ísland er að verða krökkt af kafbátum.  

  Hvað með loftlagsvána?  Skógarelda?  hryðjuverk?  Flóð?  Hnífaburð ungmenna? 

  Hvar er öruggur staður til að vera á?  Ég veit það.  Hann er á Bíldshöfða 6.  Þar er bílasala.  Í auglýsingu frá henni segir:  "Brimborg,  öruggur staður til að vera á".

 

her     


Maður sem hatar landsbyggðina

  Kunningi minn er um áttrætt.  Hann hefur andúð á landsbyggðinni;  öllu utan höfuðborgarsvæðisins.  Hann er fæddur og uppalinn í miðbæ Reykjavíkur.  Foreldrar hans ráku þar litla matvöruverslun.  Það var hokur. Ungur byrjaði hann að hjálpa til.  Honum þótti það skemmtilegt.  

  Fjölskyldan tók aldrei sumarfrí.  Stráksi stækkaði og tók bílpróf þegar aldurinn leyfði.  1974 var hringvegurinn opnaður.  Yfir því ríkti mikill ævintýraljómi.  Þá keypti hann ódýran bíl og fékk samþykki foreldranna til að taka stutt frí og aka hringinn.

  Hringvegurinn var einbreiður malarvegur,  alsettur holum og "þvottabrettum".  Ökuþórinn fékk hræðslukast af áhyggjum yfir heilsu bílsins.  Auk þess fylltist óþéttur bíllinn af ryki.  Ekki bætti úr skák að framboð á gistirými var lítið en rándýrt.  Sama var með veitingasölu.

  Okkar maður kom hvergi auga á hið rómaða landslag sem hann hafði heyrt af.  Fjöll voru hvert öðru líkt og ekki samkeppnishæf við Esjuna.  Út um allt mátti sjó óspennandi tún, beljur og annað. 

  Á leið frá Skagafirði til Akureyrar hvellsprakk dekk undir bílnum.  Varadekk og önnur dekk voru í bágu ásigkomulagi.  Þetta var um helgi.  Ökuþórinn leitaði uppi eigendur dekkjaverkstæða.  Enginn var til í að opna verkstæði fyrr en á mánudeginum.  Hann sannfærðist um að óliðlegheitin væru vegna þess að hann var utanbæjarmaður. 

  Til að spara pening svaf hann í rykugum bílnum.  Eftir að gert var við dekk hætti hann við við hringferð.  Hann brunaði aftur til Reykjavíkur og sór þess eið að fara aldrei aftur út á land.  Í kjölfar óx andúðin á "sveitavarginum".  Hann liggur ekki á skoðun sinni um að landsbyggðin sé afæta á samfélaginu.  Hann snöggreiðist undir fréttum af fyrirhugaðri gangagerð eða öðrum samgönguúrbótum.

  Eitt sinn var Hagkaupum synjað um innflutning á hollenskum kartöflum.  Kallinn hætti alfarið að borða kartöflur.  Þannig mótmælti hann "ofríki bændamafíunnar".  Síðan borðar hann bara hrísgrjón,  spagettí eða brauð með mat.

  Hann hætti líka að borða mjólkurvörur.  Smyr sitt brauð með smjörlíki og setur útlent mjólkurduft út á kaffið.

reiður      


Skipti um andlit og fann ástina

  2018 sat Joe DiMeo í bíl í New Jersey í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Þetta var ungur og hraustur drengur,  24 ára.  Þá lenti hann í hroðalegu bílslysi.  Á augabragði breyttist bíllinn í skíðlogandi eldhaf.  Joe brenndist illa.  80% líkamans hlaut 3ja stigs bruna.  Andlitið varð ein klessa og læknar þurftu að fjarlægja nokkra fingur.

  Læknar reyndu hvað þeir gátu að lagfæra andlitið.  Þeir sóttu húð, bandvefi og fleira en varð lítið ágengt í 20 tíma aðgerð.  Nokkrum árum síðar var afráðið að taka andlit af nýdánum manni og græða á Joe.  140 manns tóku þátt í 23ja tíma aðgerð.  Þetta voru skurðlæknar,  hjúkrunarfræðingar og allskonar. 

  Aðgerðin tókst eins og bjartsýnustu menn þorðu að vona.  Að vísu er nýja andlitið of stórt og af 48 ára manni.  Joe þykir þetta skrýtið.  En það venst.  Mestu skiptir að vera kominn með andlit.  

  32 ára hjúkrunarfræðingur í Kaliforniu,  Jessy Koby, frétti af aðgerðinni.  Starfandi á sjúkrahúsi heillaðist hún af uppátækinu.  Til að fá nánari vitneskju af þessu setti hún sig í samband við Joe.  Eftir því sem þau kynntust betur kviknuð tilfinningar í garð hvors annars.   

  Nú er hún flutt inn til hans og ástin blómstrar.         

nýtt andlitný ásjóna


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.