Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.5.2023 | 14:19
Tímafrekt ađ rekast á ölvađan mann
Ţađ var föstudagskvöld. Ađ venju ekkert ađ gera hjá lögregluţjónunum tveim í Klakksvík, höfuđborg norđureyjanna í Fćreyjum. Einskonar Akureyri ţeirra. Um miđnćtti var fariđ í eftirlitsferđ um bćinn. Ţá rákust ţeir á ungan mann vel viđ skál. Hann var međ nýtt smávćgilega blóđrisa fleiđur. Enga skýringu kunni hann á tilurđ ţess. Kom af fjöllum.
Lögum samkvćmt verđur lćknir ađ gefa út vottorđ um ađ óhćtt sé ađ láta mann međ áverka í fangaklefa. Lög eru lög. Lögreglan ráđfćrđi sig viđ neyđarlínuna. Úr varđ ađ ekiđ var međ manninn í neyđarvakt sjúkrahússins í Klakksvík. Vakthafandi lćknir treysti sér ekki til ađ skrifa upp á vottorđ á međan engar upplýsingar vćru um tilurđ fleiđursins.
Lögreglan ók ţá međ manninn sem leiđ lá til Ţórshafnar, höfuđborgar Fćreyja. Vegna veđurs og slćms skyggnis tók ferđin fjóra tíma. Mađurinn var skráđur inn á bráđamóttöku borgarspítalans. Vakthafandi lćknir gaf ţegar í stađ út vottorđ um ađ óhćtt vćri ađ hýsa manninn í fangaklefa. Hann hvatti jafnframt til ţess ađ mađurinn fengi ađ sofa úr sér vímuna í Ţórshöfn. Gott vćri ađ gefa honum kaffibolla. Var hann ţví nćst sendur međ leigubíl frá borgarspítalanum međ fyrirmćli um ađ leggja sig í fangaklefa hjá Ţórshafnarlögreglunni.
Lögregluţjónarnir snéru aftur til Klakksvíkur. Sćlir eftir óvenju erilssama nótt. Upp var runninn sólbjartur morgunn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2023 | 12:42
Best í Fćreyjum
Flestallt er best í Fćreyjum. Ekki ađeins í samanburđi viđ Ísland. Líka í samanburđi viđ önnur norrćn lönd sem og ţau helstu önnur lönd sem viđ erum duglegust ađ bera okkur saman viđ. Nćgir ađ nefna ađ međalćvilengd er hćst í Fćreyjum; atvinnuleysi minnst; atvinnuţátttaka mest; hjónaskilnađir fćstir; fátćkt minnst og jöfnuđur mestur; sjálfsvíg fćst; krabbameinstilfelli fćst; glćpir fćstir; barneignir flestar; fóstureyđingar fćstar; hamingja mest; heilbrigđi mest og pönkrokkiđ flottast. Bara svo örfá atriđi séu tiltekin.
Ekki nóg međ ţađ heldur eru fćreyskar kindur frjósamastar. Hérlendis og víđast eignast kindur ađallega eitt til tvö lömb í einu. Fćreyskar kindur eru meira í ţví ađ bera ţremur lömbum og allt upp í sjö! Ţađ er heimsmet.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (49)
16.10.2022 | 00:02
Skemmtileg bók
- Titill: Glađlega leikur skugginn í sólskininu
- Höfundur: Steinn Kárason
Sögusviđiđ er Skagafjörđur á sjöunda áratugnum. Segir ţar frá ungum dreng - 10 - 11 ára - á Sauđárkróki. Bakgrunnurinn er sjórinn, sjómennska og sveitin í ţroskasögunni. Inn í hana blandast kaldastríđiđ, Kúbudeilan og Bítlarnir. Steinn kemur andrúmslofti ţessara ára vel til skila.
Ég ćtla ađ stór hluti sögunnar byggi á raunverulegri upplifun höfundar. Ég kannast viđ suma atburđi sem sagt er frá. Ég var barn í Skagafirđi á ţessum tíma. Fyrir bragđiđ var sérlega gaman fyrir mig ađ rifja upp bernskubrekin. Bókin er ţar fyrir utan líka skemmtileg og fróđleg fyrir fólk sem veit ekki einu sinni hvar Skagafjörđur er. Mörg brosleg atvik eru dregin fram. En ţađ skiptast á skin og skúrir. Ógeđfelldir atburđir henda sem og mannlegur breyskleiki í ýmsum myndum.
Ţetta er stór og mikil bók. Hún spannar 238 blađsíđur. Káputeikning Hlífar Unu Bárudóttur er flott.
Steinn Kárason er ţekktur fyrir frćđibćkur, blađagreinar, tónlist og dagskrárgerđ í ljósvakamiđlum.
25.9.2022 | 06:38
Hryllingur
Ég mćli ekki međ dvöl í rússnesku fangelsi. Ţađ er ekkert gaman ţar. Fangaverđir og stjórnendur fangelsanna eru ekkert ađ dekra viđ fangana. Ţađ geta úkraínskir stríđsfangar stađfest.
Á dögunum skiptust Rússar og Úkraínumenn á stríđsföngum. 215 úkraínskir fangar fengu frelsi og 55 rússneskir. Hér eru ljósmyndir af einum úkraínskum. Hann var tekinn til fanga í Maríupól ftrir nihhrun vikun,. Ţannig leit hann ţá út. Á hćgri myndinni sést hvernig fangelsisdvölin fór međ hann.
Erna Ýr ekki allslaus í Úkraínu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
11.9.2022 | 05:01
Drykkfeldustu ţjóđir heims
Ţjóđir heims eru misduglegar - eđa duglausar - viđ ađ sötra áfenga drykki. Ţetta hefur veriđ reiknađ út og rađađ upp af netmiđli í Vín. Vín er viđ hćfi í ţessu tilfelli.
Til ađ einfalda dćmiđ er reiknađ út frá hreinu alkahóli á mann á ári. Eins og listinn hér sýnir ţá er sigurvegarinn 100 ţúsund manna örţjóđ í Austur-Afríku; í eyjaklasa sem kallast Seychelles-eyjar. Ţađ merkilega er ađ ţar eru ţađ nánast einungis karlmenn sem drekka áfengi.
Talan fyrir aftan sýnir lítrafjöldann. Athygli vekur ađ asískar, amerískar og norrćnar ţjóđir eru ekki ađ standa sig.
28.8.2022 | 01:35
Ađeins í Japan
Í Japan er margt öđruvísi en viđ eigum ađ venjast. Til ađ mynda hvetja ţarlend yfirvöld ungt fólk til ađ neyta meira áfengis. Ţađ er til ađ örva hagkerfiđ. Fá meiri veltuhrađa. Ástćđan fyrir ţví ađ vöruflokkurinn áfengi er notađur í ţetta er sú ađ ölvađir unglingar eyđa meiri peningum í skemmtanir, leigubíla, snyrtivörur, fín föt og allskonar óţarfa. Líka á ţetta ađ hćkka fćđingartíđni.
Í Japan fćst áfengi í allskonar umbúđum. Ţar á međal litlum fernum sem líta út eins og ávaxtasafafernur međ sogröri og allt.
Japanir eru einnig í hollustu. Eđa ţannig. Kóladrykkir eru ekki hollir út af fyrir sig. En ef ţeir innihalda hvítlauk og eru međ hvítlauksbragđi?
Annađ dćmi um hollustu í Japan eru rafmagnsprjónar. Matprjónar. Ţeir gefa frá sér vćgt rafstuđ af og til. Ţađ er sársaukalaust en framkallar salt bragđ af matnum. Salt er óhollt.
Mörg japönsk hótel, mótel og gistiheimili bjóđa upp á ódýra svefnađstöđu. Ekki er um eiginlegt herbergi ađ rćđa. Ţetta er meira eins og ţröngur skápur sem skriđiđ er inn í án ţess ađ geta stađiđ upp.
Japanir elska karaókí. Ţađ er eiginlega ţjóđarsport. Vinnufélagar fara iđulega á skemmtistađi til ađ syngja í karaókí. Ţá er reglan ađ hver og einn taki lag óháđ sönghćfileikum. Mörgum ţykir líka gaman ađ syngja heima eđa út af fyrir sig á vinnustađ. Til ađ ţađ trufli engan brúka söngfuglarnir hljóđhelda hljóđnema. Međ heyrnartćki í eyra heyra ţeir ţó í sjálfum sér.
Eitt af ţví sem víđast ţykir lýti en í Japan ţykir flott eru skakkar tennur. Sérstaklega ef um er ađ rćđa tvöfaldar tennur. Ţar sem ein tönn stendur fyrir framan ađra. Ţetta ţykir svo flott ađ efnađ fólk fćr sér aukatennur hjá tannlćknum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.8.2022 kl. 11:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
12.1.2022 | 00:03
Elvis bannar lag međ sjálfum sér
Tímarnir líđa og breytast. Ósćmileg hegđun sem fékk ađ viđgangast óátalin fyrir örfáum árum er nú fordćmd. Dónakallar sitja uppi međ skít og skömm. Ţeirra tími er liđinn. Hetjur dagsins eru stúlkurnar sem stíga fram - hver á fćtur annarri - og afhjúpa ţá.
Kynţáttahatur er annađ dćmi á hrađri útleiđ. Tónlistarfólk - sem og ađrir - er ć međvitađra um hvađ má og hvađ er ekki viđ hćfi.
Eitt af stóru nöfnunum í nýbylgjunni á seinni hluta áttunda áratugarins var Elvis Costello. Hans vinsćlasta lag heitir Oliver´s Army. Ţađ kom út 1979 á plötunni Armed Forces. Ţar syngur hann um vandamál Norđur-Írlands. Kaţólikkar og mótmćlendatrúar tókust á međ sprengjum, drápum og allskonar.
Í textanum segir: "Only takes one itchy trigger / One more widow, one less white nigger."
Á sínum tíma hljómađi ţetta saklaust. Gćlunafn afa hans í breska hernum var White nigger. Ţađ ţótti ekki niđrandi. Í dag hljómar ţađ hrćđilega. Ţess vegna hefur Elvis gefiđ útvarpsstöđvum fyrirmćli um ađ setja lagiđ umsvifalaust á bannlista. Sjálfur hefur hann tekiđ ţetta sígrćna lag af tónleikaprógrammi sínu. Hann ćtlar aldrei ađ spila ţađ aftur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (24)
10.12.2021 | 01:07
Sprenghlćgilegar ljósmyndir af glćpamönnum
Fá ljósmyndaalbúm eru spaugilegri en ţau sem hýsa myndir af bandarískum glćpamönnum. Eflaust eru glćpamenn annarra ţjóđa líka broslegir. Lögregluţjónar ţeirra eru bara ekki eins ljósmyndaglađir. Síst af öllu íslenskir. Hér eru nokkur skemmtileg dćmi:
30.9.2021 | 22:16
Af hverju eru Debbie Harry og Blondie pönk?
Vegna Íslandsheimsóknar bandarísku söngkonunnar Debbie Harry hefur margur fróđleiksfús spurt sig, ćttingja og nágranna: Af hverju var Blondie pönk? Hljómsveitin hljómađi ekki eins og pönk. Hún var meira eins og létt popp í bland viđ reggí.
Máliđ er ađ í Bandaríkjunum var pönk ekki einhver tiltekinn músíkstíll. Ţađ var samheiti yfir viđhorf tónlistarfólks til tónlistarbransans. 1974-1975 ţótti prog (framsćkiđ rokk) flottast. En átti ekki upp á pallborđ hjá vinahópi sem spilađi í New York skemmtistađnum CBGB. Hann spilađi einfalda músík sem var ekkert flćkt međ flóknum sólóum og taktskiptum. Máliđ var ađ kýla á hlutina óháđ fćrni á hljóđfćri. Allir fengu ađ vera međ: Blondie, Patti Smith, Televison, Ramones... Ţetta var "gerđu ţađ sjálf/ur" (Do It Yourself) viđhorf.
Ţetta tónlistarfólk var kallađ pönk međ tilvísun í fanga sem níđst er á í bandarískum fangelsum. Aumast allra aumra.
Víkur ţá sögu til Bretlands. 1976 myndađist ţar bylgja hljómsveita sem spilađi svipađa rokktónlist (blöndu af glam rokki og pöbbarokki). Ţetta voru Sex Pistols, Clash, Damned, Buzzcocks og fleiri. Í ágúst 1976 skrifađi blađakona NME vikublađsins um ţessa bylgju. Hún sá sterka samlíkingu viđ bandarísku pönkarana. Hún fékk samţykki bylgjunnar til ađ kalla hana pönk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2021 kl. 08:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
18.9.2021 | 21:08
Höfrungar til vandrćđa
Á dögunum rákust fćreyskir smábátaeigendur á höfrungavöđu. Ţeir giskuđu á ađ um vćri ađ rćđa 200 kvikindi. Ţađ er ágćtis magn af ljúffengu kjöti. Ţeir ákváđu ađ smala kjötinu inn í Skálafjörđ. Hann er lengstur fćreyskra fjarđa, 14,5 km. Allt gekk vel. Nema ađ höfrungunum fjölgađi á leiđinni. Ađ auki varđ misbrestur á ađ ađ láta rétta menn í landi vita af tíđindunum. Fyrir bragđiđ mćttu fáir til leiks. Ţess vegna lenti ţađ á örfáum ađ slátra 1400 dýrum. Ţađ tók tvo klukkutíma. Einungis lćrđum og útskrifuđum mćnustungufrćđingum er heimilt ađ lóga hvölum í Fćreyjum.
Útlendir Sea Shepherd liđar í Fćreyjum notuđu dróna til ađ senda ađfarirnar út í beinni á netsíđum erlendra fjölmiđla. Međal annars BBC.
Dýradráp er ekki fögur og ađlađandi sýn fyrir nútímafólk sem heldur ađ kjöt og fiskur verđi til í matvöruverslunum. Ég vann í sláturhúsi á Sauđárkróki til margra ára sem unglingur. Ţar rann ekki minna blóđ en ţegar dýrum er slátrađ í Fćreyjum (sjá myndina fyrir neđan úr sláturhúsi).
Ef sláturhús vćru glerhús er nćsta víst ađ sömu viđbrögđ yrđu viđ slátrun á svínum, kindum, kjúklingum, hestum og beljum og eru nú viđ höfrungadrápinu í Fćreyjum.
Samt. Höfrungadrápiđ var klúđur. Alltof mörg dýr. Alltof fáir slátrarar. Ţetta var of. Á venjulegu ári slátra Fćreyingum um 600 marsvínum (grind). Fram til ţessa eru skepnurnar reknar 2 - 3 km. Í ţessu tilfelli voru höfrungarnir reknir 50 km.
Stuđningur fćreysks almennings viđ hvalveiđar hefur hruniđ. Ţingmenn tala um endurskođun á lögum um ţćr. Sjávarútvegsfyrirtćki hafa opinberlega mótmćlt ţeim. Líka fćreyska álfadrottningin Eivör. Hún er ađ venju hörđ á sínu og hvikar hvergi í ritdeilum um máliđ.
Dráp á höfrungum ţykir verra en grindhvaladráp. Höfrungarnir ţykja meira krútt. Samt hef ég heyrt ađ höfrungur hafi nauđgađ liđsmanni bandaríska drengjabandsins Backstreet Boys.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.9.2021 kl. 14:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (24)