Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Rekinn og bannađur til lífstíđar

  Um tíma leit út fyrir ađ heimurinn vćri ađ skreppa saman.  Ađ landamćri vćru ađ opnast eđa jafnvel hverfa.  Ađ jarđarbúar vćru ađ fćrast í átt ađ ţví ađ verđa ein stór fjölskylda.  Járntjaldiđ hvarf.  Berlínarmúrinn hvarf.  Landamćrastöđvar hurfu eins og dögg fyrir sólu.  Tollmúrar hurfu.  Líka vörugjöld.  Talađ var um frjálst flćđi fólks.  Frjálst flćđi vinnuafls.  Frjálst fćđi.  Frjálsan markađ.

  Ţetta gat ekki gengiđ svona til lengdar.  Allt ađ fara í rugl.  Tvö skref áfram og eitt afturábak.  Fasískir taktar njóta nú vinsćlda víđa um heim.  Til ađ mynda í Tyrklandi.  Ţökk sé ljúfmenninu Erdogan.  

  Fćreyskur prestur hefur búiđ og starfađ í Tyrklandi í fjögur ár.  Kirkjan hans hefur vinsamleg samskipti viđ Kúrda og og sýrlenska flóttamenn.  Hugsanlega er ţađ ástćđan fyrir ţví ađ tyrkneska lögreglan sótti hann til yfirheyrslu.  Hann var yfirheyrđur í marga klukkutíma.  Forvitnir lögreglumenn vildu vita nöfn ţeirra sem hann hefur hitt í Tyrklandi,  hverja hann ţekkir og umgengst.  Eins og gengur.  Í spjallinu kom reyndar fram ađ ţeir vissu ţetta allt saman.  Ţá langađi ađeins ađ heyra hann sjálfan segja frá ţví.  

  Ađ spjalli loknu var honum gerđ grein fyrir ţví ađ hann vćri rekinn.  Rekinn frá Tyrklandi.  Ekki nóg međ ţađ.  Hann er gerđur brottrćkur til lífstíđar.  Hann má aldrei aftur koma ţangađ.  Honum var umsvifalaust varpađ upp í nćstu flugvél.  Hún flaug međ hann til Danmerkur.  Ţađ var hálf kjánalegt.  Hann á ekki heima í Danmörku.  Hann ţurfti sjálfur ađ koma sér á heimaslóđir í Fćreyjum.  Nánar tiltekiđ í Hvannasund.       

sílas    


mbl.is Vísađ úr landi eftir 22 ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Breyttar kröfur í lögreglunni

  Ekki veit ég hvađa hćfniskröfur eru gerđar til okkar ágćtu íslenskra lögregluţjóna.  Ég ćtla ađ óreyndu ađ ţćr séu töluverđar.  Gott ef flestir ţeirra ţurfi ekki ađ hafa fariđ í gegnum strangt nám í Lögregluskólanum;  ásamt ţví ađ vera í góđu líkamlegu formi.  Kannski líka góđu andlegu formi.

  Í Bretlandi hefur lengst af veriđ gerđ sú krafa til lögregluţjóna ađ ţeir kunni ađ lesa og skrifa.  Nú hefur ţessari kröfu veriđ aflétt ađ hluta í London.  Í dag dugir ađ ţeir ţekki einhvern sem kann ađ lesa og skrifa.


Ţađ ţarf ađ hafa kontról á óţörfu rápi

  Girđingar og múrveggir hafa oft gefist vel.  Fangelsi eru iđulega umlukin öflugum girđingum og múrveggjum.  Stundum er rafmagni hleypt í girđinguna.  Ţetta dregur úr möguleikum óstöđugra á ađ brjótast inn í fangelsi, gera usla og fjölga föngum ótćpilega.  

  Um miđja síđustu öld gerđu Ţjóđverjar tilraun međ múrvegg.  Ţeir skiptu borginni Berlín í tvennt međ honum.  Hann kom í veg fyrir óţarft ráp á milli borgarhluta.  Hitt er annađ mál ađ fyrir hlálegan misskilning var múrinn rofinn seint á síđustu öld og allt fór í rugl.

  Í Palestínu hefur veriđ reistur snotur ađskilnađarmúr.  Međ honum hefur reglu veriđ komiđ á ólívurćkt Palestínumanna.  Ţeim eru skammtađir tilteknir dagar til ađ skottast í gegnum múrinn og tína ólívur.  Nema landtökugyđingar séu búnir ađ kveikja í trjánum enn einu sinni.

  Nćst á dagskrá er múrveggur á milli Mexíkó og Bandaríkjanna.  Međ honum verđa Bandaríkin einangruđ frá sunnanverđri Ameríku.  Girt af.  Ef einangrunarmúrinn gefst vel er nćsta skref ađ reisa samskonar múr á milli Kanada og Bandaríkjunum.  Í báđum tilfellum "flýja" mun fleiri Bandaríkjamenn yfir landamćrin til Mexíkó og Kanada en öfugt.  Ţađ ţarf ađ hafa kontról á ţessu flakki.  

   

     


mbl.is Viđ munum reisa múr segir Trump
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Glćsilegt upphaf Trumps í embćtti

  Eins og sumir vita ţá urđu forsetaskipti í Bandaríkjum Norđur-Ameríku á fyrsta degi í Ţorra.  Hussein hrökklađist úr embćtti.  Hans verđur helst minnst fyrir ađ hafa - međ dyggum stuđningi Hildiríđar Clinton - náđ ađ hleypa öllu í loft upp í Austurlöndum nćr.  Ţau eru blóđug upp ađ öxlum.  Nutu til ţess eindregins stuđnings íslenskra stjórnvalda.

 Nýr og appelsínugulur forseti,  Dóni Trump,  hyggst draga úr sprengjuregni Kanans í útlöndum.  Um óţarfa bruđl á skotfćrum sé ađ rćđa.  Hernađur í útlöndum eigi fyrst og síđast ađ snúa ađ ţví ađ rćna olíulindum.

  Ţađ gustar af Trump.  Ţađ gustar allt í kringum hann.  Á fyrsta degi í embćtti, á bóndadag,  náđi hann ađ koma fleiri Bandaríkjamönnum út ađ ganga en Hussein á átta árum.  Hreyfing er lykill ađ heilbrigđi.  Göngutúrar eru besta líkamsrćkt sem völ er á.  

rump   


mbl.is Segir ađ Trump eigi ađ skammast sín
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flćkjustigiđ kryddar tilveruna

  Embćttismönnum er ekki alltaf lagiđ ađ hanna einfalt og skilvirkt kerfi.  Ţvert á móti.  Algengara er ađ hlutirnir stangist á viđ hvern annan.  Allt lendi í pattstöđu.  

  Á síđustu öld seldu vinahjón mín bílinn sinn.  Ţau voru ađ flytja til útlanda.  Allt gekk vel.  Flutningurinn gekk eins og í sögu.  Ţá kom babb í bátinn.  Kaupandanum tókst ekki ađ umskrá bílinn.  Ástćđan var sú ađ bíllinn var upphaflega skráđur í gegnum Tryggingastofnun.  Konan er öryrki og fékk einhverja tolla eđa gjöld felld niđur viđ kaupin.  Til ađ bíllinn yrđi skráđur á nýja kaupandann ţurfti ađ ganga frá málum viđ Tryggingastofnun.

  Haft var samband viđ Tryggingastofnun.  Ţá vandađist máliđ.  Ţar fengust ţćr upplýsingar ađ fyrst ţyrfti ađ umskrá bílinn.

  Fyrir daga internets fóru samskipti fram í gegnum sendibréf á pósthúsi.  Bréfin gengu fram og til baka.  Lengi vel gaf hvorug stofnunin sig.  Eftir ótal bréfaskipti í marga mánuđi náđist lending.  Í millitíđinni olli pattstađan fjárhagslegum erfiđleikum.  Ţađ var ţó aukaatriđi.

  Eftir innkomu internets er ekkert lát á flćkjustigi.  Fćreyska lögregluembćttiđ (sem heyrir undir Danmörku) auglýsti ađ Fćreyingum vćri skylt ađ skrá skotvopn sín fyrir tiltekinn dag.  Samviskusamur hálf áttrćđur byssueigandi á Austurey brá viđ skjótt.  Hann brunađi á lögreglustöđina í Rúnavík. En, nei. Ţar var honum tjáđ ađ skráningin vćri hjá Umhverfisstofu í Ţórshöfn á Straumey.  Ekkert mál.  En, nei. Ţegar á reyndi ţá var Umhverfisstofan ekki komin međ pappíra til ađ fylla út.  Hinsvegar var mađurinn upplýstur um ţađ ađ hann ţyrfti ađ fara aftur á lögreglustöđina í Rúnavík.  Í ţetta skipti til ađ fá sakavottorđ.  Ţađ er alltaf gaman ađ eiga erindi til Rúnavíkur.  Ţar er vínbúđ Austureyjar.

  Ţegar pappírar voru komnir í Umhverfisstofu brá kauđi undir sig betri fćtinum og brunađi til höfuđborgarinnar.  Töluverđan tíma tók ađ fylla út í alla reiti.  Ađ ţví loknu kvaddi hann starfsfólkiđ međ handabandi.  Viđ ţađ tćkifćri fékk hann ađ heyra ađ skýrslugerđin kostađi 4000 kall (ísl).

  Svo heppilega vildi til ađ hann var međ upphćđina í vasanum.  En, nei.  Umhverfisstofa tekur ekki viđ reiđufé.  Allt í góđu.  Hann dró upp kort.  En, nei.  Ţađ má bara borga í Eik-banka.  Hann skottađist niđur í miđbć.  Eftir töluverđa leit fann hann Eik.  Bar upp erindiđ og veifađi 4000 kallinum.  En,  nei.  Hann mátti einungis millifćra af bók.  Ţá kom upp ný stađa.  Hann á ekki í viđskiptum viđ Eik og á enga bók ţar.  Ţá var minnsta mál ađ opna bók og leggja peninginn inn til ađ hćgt vćri ađ millifćra.  En, nei.  Ţađ vćri svindl.  Eik tekur ekki ţátt í svoleiđis.  Eina rétta leiđin fyrir hann vćri ađ millifćra úr sínum rótgróna viđskiptabanka yfir til Eikar.  

  Ekki var um annađ ađ rćđa en fara langa leiđ upp í nýja Nordik-bankann í Ţórshöfn.  Ţar var millifćrt yfir í Eik.  Ađ ţví loknu snéri hann aftur í Eik.  Ţar sótti hann kvittun.  Međ hana fór hann glađur og reifur í Umhverfisstofu.  Gegn henni fékk hann vottorđ um ađ hann vćri búinn ađ skrá byssuna sína.  Allir urđu glađir ţví ađ allir fóru eftir settum reglum.  Ţetta tók ekki nema tvo vinnudaga.      

    


Vandrćđaleg stađa

  Gallinn viđ marga fanga er ađ ţeir hafa ekki sómakennd.  Fyrir bragđiđ eru ţeir kallađir harđsvírađir.  Ţađ er enginn sómi ađ ţví.  Víđa erlendis klćđast fangar sérstökum fangaklćđnađi.  Ţví fylgja margir kostir.  Ţađ dregur úr stéttaskiptingu innan fangahópsins.  Banksterinn er í samskonar búningi og samlokuţjófur.  Fangabúningurinn dregur úr möguleikum fangans ađ flýja úr fangelsinu.  Jafnframt dregur ţađ úr möguleikum strokufanga ađ leynast á međal almennings.  Almenningur ber ţegar í stađ kennsl á ađ strokufangi sé á ferđ og framkvćmir snöfurlega borgaralega handtöku.

  Hérlendis fá fangar ađ sperra sig í sínum fínustu fötum.  Ţađ er óheppilegt.  Sést best í Fangavaktinni ţar sem Georg Bjarnfređarson er snöggur ađ koma sér upp samskonar klćđnađi og fangaverđir.

  Í Bretlandi eru fangar í samrćmdum fangaklćđum.  Vandamáliđ er ađ ţau eru í stöđluđum stćrđum. Ţćr hafa ekkert breyst í áratuganna rás.  Öfugt viđ holdafar Breta.  Breskir glćpamenn hafa stćkkađ á ţverveginn jafnt og ţétt ţađ sem af er ţessari öld.  Sér ţar hvergi fyrir enda á.  

  Óánćgđur fangi í góđri yfirvigt lýsir ţví sem refsiauka ađ ţurfa ađ vera í of litlum fangafötum.  Einkum er lítill sómi ađ ţegar fötin koma úr ţvotti.  Ţá eru ţau ţrengri en eftir nokkurra vikna notkun.  Buxur komast rétt upp á miđjar rasskinnar.  Ţćr eru svo ţröngar ađ göngulag verđur eins og hjá stirđbusalegasta spýtukalli.  

  Ennţá verra er ađ skyrtan nćr ekki yfir útstandandi ístruna.  Hún nćr međ herkjum ađ hylja efri hluta búksins niđur ađ maga.  Hann stendur nakinn eins og risabolti út í loftiđ.

  Ađ sögn fangans er ţetta svo niđurlćgjandi ađ menn í hans stöđu bjóđa sér ekki upp á ađ taka á móti gestum í heimsóknartíma á međan fötin eru ţrengst. Nóg er ađ ţurfa ađ ţola háđsglósur annarra fanga.  Jafnvel siđblindustu glćpamenn hafa sómakennd ţegar snýr ađ fatnađi.  Ţeir vilja meina ađ ţarna séu mannréttindi ţeirra fótum trođin.  Ţađ er ekki til sóma.    

  


mbl.is „Hvar var sómakennd ykkar?“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Árinni kennir illur rćđari

  Ţađ er mörgum erfitt ađ tapa í kosningum.  Vera "lúserinn" í leiknum.  Ekki síst ţegar viđkomandi hlýtur hátt á ţriđju milljón fleiri atkvćđi en sigurvegarinn.  Međ óbragđ í munni má kalla ţađ ađ hafa sigrađ í lýđrćđinu en tapađ í (kosninga) kerfinu.      

  Hildiríđur Clinton á erfitt međ ađ sćtta sig viđ ađ hafa orđiđ undir gleđigjafanum Dóna Trump í kosningum til embćttis forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Bćđi tvö hafa kennt stórkostlegu kosningasvindli um úrslitin.  Dóni vill ţó láta gott heita.  Hann sćttir sig nokkurn veginn viđ niđurstöđuna.  Er svo gott sem reiđubúinn ađ taka ađ sér embćttiđ ţrátt fyrir allt.

  Hildiríđur heldur hinsvegar áfram ađ vera međ urg.  Hún er tapsár.

  Vissulega er kosningakerfi Bandaríkjanna skemmtileg gestaţraut.  Vćgi atkvćđa er afar mismunandi eftir ríkjum.  Ţökk sé kjördćmakerfinu.  Heimskur almúginn fćr ekki ađ verđa sér til skammar međ ţví ađ kjósa vitlaust.  Ţess í stađ fer 538 manna hópur gáfađra kjörmanna međ endanlegt vald til ađ velja forseta.  Ţó ađ ţeir séu aldrei allir sammála ţá eru ţeir samt gáfađri en skríllinn.

  Opinbert leyndarmál er ađ kosningasvindl leikur stórt hlutverk í bandarískum kosningum.  Ţađ er allavega.  Kjósendur ţurfa ađ skrá sig á kjörskrá nokkru fyrir kjördag.  Ţeir ţurfa ađ gefa upp pólitísk viđhorf.  Ţetta eru ekki leynilegar kosningar ađ ţví leyti.  Enda ekkert nema kostur ađ allt sé uppi á borđum,  gegnsćtt og án leyndarmála.

  Á kjördag mćtir fólk í mörgum ríkjum án skilríkja.  Hver sem er getur kosiđ í nafni hvers sem er.  Ţađ gera margir.  Hópar kjósa undir nafni annarra.  Margir mćta á kjörstađ til ađ fá ţćr fréttir ađ ţegar sé búiđ ađ kjósa í ţeirra nafni.

  Í einhverjum ríkjum ţurfa kjósendur ađ vísa fram skilríkjum.  Ekki hvađ skilríkjum sem er.  Í einhverju ríkinu var lögum um ţađ breytt á síđustu stundu ţannig ađ 300 ţúsund fátćklingar duttu út af kjörskrá.  Enda hefđi sá hópur kosiđ vitlaust hvort sem er.    

  Í sumum ríkjum eru rafrćnar kosningar.  Ţar fara "hakkarar" á kostum.  Ekkert síđur stuđningsmenn Hildiríđar en Dóna.  Pútín líka.  Ţegar upp er stađiđ hefđu úrslitin ekkert orđiđ öđruvísi ţó ađ enginn hefđi svindlađ.  Ţegar margir (= allir) svindla mikiđ ţá leitar ţađ ađ endingu jafnvćgis.  

  


mbl.is Kennir Pútín og FBI um ósigurinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einn söngvari hefur fallist á ađ syngja fyrir tilvonandi forseta

  Eftir áramót verđur ljúflingurinn Dóni Trump settur formlega í embćtti forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Löng hefđ er fyrir ţví ađ viđ slíkt tilefni sé miklum hátíđarhöldum slegiđ upp. Ađ ţessu sinni ekki ađeins í Bandaríkjunum heldur ennfremur í Rússlandi.  

  Hefđin bođar ađ hátíđardagskráin samanstandi af leik og söng heitustu og stćrstu nafna amerískra tónlistarmanna.  Mikill heiđur ţykir fyrir viđkomandi ađ vera valinn til ţátttöku.  Jafnframt reynist hún hafa öflugt auglýsingagildi til langs tíma.

  Trump hefur ţegar haft samband viđ marga í hópi skćrustu stjarna.  Fram til ţessa hefur hann fariđ bónleiđur til búđar. - Ţrátt fyrir bođ um gull og grćna skóga.  Jafnvel setu í eftirsóttum embćttum.  Stemmningin er sú sama og ţegar hver poppstjarnan á fćtur annarri bannađi góđmenninu ađ spila lög ţeirra á kosningafundum.

  Örfáir tónlistarmenn könnuđust viđ ađ styđja forsetaframbođ Trumps.  Ţeir hugsa sér nú gott til glóđarinnar.  Vandamáliđ er ađ nöfn ţeirra eru ekki af ţeirri gráđu sem ţörf er á.  Kosningateymi Trumps gerir sér grein fyrir ţví ađ hljómleikarnir megi ekki samanstanda af ţeim. Ţađ vćri hrćđilega hallćrisleg og niđurlćgjandi stađa.  

  Ein ljóstýra hefur kviknađ.  Lćrđ óperusöngkona,  Jackie Evancho,  upplýsti í gćr ađ hún hafi ţegiđ bođ um ađ syngja á hljómleikunum.  Hún varđ ţekkt fyrir sex árum vegna ţátttöku og góđs gengis í vinsćlum raunveruleikaţćtti í sjónvarpi,  Americas Got Talent.   Síđan hefur hún sungiđ jólalag og eitthvađ fleira inn á plötu.  Nafn hennar er á mörkum ţess ađ vera nógu öflugt til ađ standa undir sólóhlutverki á hljómleikunum.

  Jackie greindi frá ţví ađ hennar hlutverk verđi ađ syngja lag međ öđrum lćrđum óperusöngvara.  Sá heitir Bocelli.  Frá honum hefur hinsvegar hvorki heyrst hósti né tíst um ţađ hvort ađ hann sé tilkippilegur.    

queen--trump   


Hneyksli ársins

  Á dögunum fór allt á hliđina í Fćreyjum.  Samfélagsmiđlarnir loguđu:  Fésbók,  bloggsíđur og athugasemdakerfi netmiđla fylltust af fordćmingum og undrun á ósvífni sem á sér enga hliđstćđu í Fćreyjum.  Umfjöllun um hneyksliđ var forsíđufrétt, uppsláttur í eina dagblađi Fćreyja,  Sósíalnum.  Opnugrein gerđi hneykslinu skil í vandađri fréttaskýringu.

  Grandvar mađur sem má ekki vamm sitt vita,  Gunnar Hjelm,  lagđi í stćđi fyrir fatlađa.  Hann er ófatlađur.  Hann vinnur á sjúkraflutningabíl og hefur hreina sakaskrá.

  Hann brá sér í bíó. Ađ ţví loknu lagđi hann bíl í svartamyrkri og snjóföl í bílastćđi.  Hann varđ ţess ekki var ađ á malbikinu var stćđiđ merkt fötluđum.  Ljósmynd af bíl hans í stćđinu komst í umferđ á samfélagsmiđlum.  Ţetta var nýtt og óvćnt.  Annađ eins brot hefur aldrei áđur komiđ upp í Fćreyjum.  Viđbrögđin voru eftir ţví.  Svona gera Fćreyingar ekki.  Aldrei.  Og mega aldrei gera.

  Gunnari Hjelm var eđlilega illa brugđiđ. Fyrir ţađ fyrsta ađ uppgötva ađ stćđiđ vćri ćtlađ fötluđum.  Í öđru lagi vegna heiftarlegra viđbragđa almennings.  Hann var hrakyrtur,  borinn út,  hćddur og smánađur.  Hann er eđlilega miđur sín.  Sem og allir hans ćttingjar og vinir.  Skömmin nćr yfir stórfjölskylduna til fjórđa ćttliđar.

  Svona óskammfeilinn glćpur verđur ekki aftur framinn í Fćreyjum nćstu ár.  Svo mikiđ er víst.  

i_stae_i_fyrir_fatla_ailla lagt viđ gleraugnabúđ 

 


Móđursýkiskast vikunnar

kanínueyru aakanína akanínakanínueyru bkanínueyru  bbkanínueyru ckanínueyru dkanínueyru ekanínueyru fkanínueyru hkanínueyru i

playboy-use 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Kanínur eru krútt.  Vinsćl krútt.  Ţćr eru frjósemistákn.  Á frjósemishátíđinni miklu, Páskum,  leikur kanínan stórt hlutverk - í bland viđ önnur frjósemistákn,  svo sem egg og hćnsnaunga.  Súkkulađikanínur eru í mörgum ţjóđfélögum vinsćlli en súkkulađiegg.  Einhverra hluta vegna eru páskaeggin hinsvegar allsráđandi hérlendis.  Kannski af ţví ađ Nóa-eggin eru svo vel heppnuđ.  Kannski af ţví ađ kanínan er sjaldséđ á Íslandi.

  Í Bandaríkjum Norđur-Ameríku og víđar er kanínan tengd kynţokka.  Ţegar konur setja sig í eggjandi stellingar er algengt ađ kanínueyru séu spennt á höfuđ.  

  Ţvers og kruss um heim eru svokallađir Playboy nćturklúbbar,  Allt frá Japan til Jamaíka.  Flestir í Bandaríkjunum.  Léttklćddar dömur sem vinna ţar kallast Playboy-kanínur.  Ţćr bera kanínueyru á höfđi.

 Í Bandaríkjunum hefur löngum tíđkast ađ mynda međ vísifingri og löngutöng kanínueyru fyrir aftan höfuđ ţess sem stendur fyrir framan mann.  Í sumum tilfellum hefur ţetta kynferđislegan undirtón.  Par gerir ţetta gjarna í tilhugalífi.  Gerandi vísar til ţess ađ hinn ađilinn sé kanínan sín.  Verra er ađ í sumum kređsum táknar ţetta ásökun um framhjáhald.  Spurning hvort ađ ţađ eigi viđ á myndinni hér fyrir neđan af Bush eldri ađ merkja kellu sína međ kanínueyrum.    

  Algengasta túlkunin er sú ađ ţetta sé saklaust vinabragđ án kynferđislegs undirtóns.  Einskonar gleđilćti sem sýna ađ vinátta viđkomandi sé komin á ţađ stig ađ hún leyfi gáska og sprell.  Í Bandaríkjunum er hefđ fyrir ţví ađ vinir forsetans galsist á ţennan hátt á myndum međ honum.     

  Í gćr lögđust samfélagsmiđar á Íslandi á hliđina.  Ástćđan var sú ađ forseti Íslands og ţingkona brugđu á leik.  Hún gaf honum kanínueyru.  Ţađ var sćtt.  Besta framlag Pírata til stjórnmála frá kosningum.  Meira ţurfti ţó ekki til ađ virkir í "kommentakerfum" netmiđla og vanstilltir á Fésbók fengju móđursýkiskast (vont orđ) og blóđnasir.  Fyrst móđguđust ţeir fyrir hönd Guđna.  Mest móđguđust ţeir sem fyrir forsetakosningar ötuđu Guđna auri.  Nú var hann orđinn heilagur forseti ţeirra og ţingkonan ófyrirleitin geimvera.  Hún var sökuđ um landráđ og kölluđ öllum illum nöfnum.  Ötuđ tjöru og fiđri.

  Fljótlega var upplýst ađ Guđni hefđi tekiđ viljugur ţátt í gamninu.  Mynd af honum í samskonar leik međ eiginkonu sinni komst í umferđ.  Ţá hljóđnađi móđgađa hjörđin og laumađi heykvíslunum aftur fyrir bak.  Tók andköf og er enn ađ jafna sig - fyrir nćsta flogakast.

guđni og Ásta guđrún í góđum gírforsetafrúin gefur kanínueyrubush eldri galsast međ kanínueyrubush međ kanínueyrucruz reppa frambjóđandi fćr kanínueyruGeorge Lucas Gives Steven Spielberg Bunny Earskurt-cobain-courtney-love-bunny-earsobama međ kanínueyruMuhammad-Ali-gefur-Will-Smith kanínueyruputin m kanínueyru 

   


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.