Fćrsluflokkur: Músík
21.2.2020 | 06:14
Ţegar Harrison hrekkti Phil Collins
Ýmsir tónlistarmenn líta á Phil Collins sem fígúru. Eđa hafa ađ öđru leyti lítiđ álit á persónunni. Til ađ mynda Liam Callagher. Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Starr og George Harrison líka.
1970 fékk sá síđastnefndi Phil til ađ spila á bongótrommur í laginu "Art of dying" fyrir plötuna flottu "All things must pass". Hann var ţá í hljómsveitinni Flaming Youth. Ţetta var nokkru fyrir daga Brand X og Genesis.
Ţegar platan kom út var bongótrommuleikur Phils fjarri góđu gamni. Ţađ var áfall fyrir unga manninn sem dýrkađi Bítlana og hafđi stúderađ trommuleik Ringos út í hörgul. Hann kunni ekki viđ ađ leita skýringar fyrr en mörgum árum síđar. Ţá var hann orđinn frćgur og kominn međ sjálfstraust til ţess.
George brá á leik. Hann var alltaf stríđinn og hrekkjóttur. Hann fékk Ray Cooder til ađ koma í hljóđver og spila afar illa og klaufalega á bongótrommur undir lagiđ. Svo skemmtilega vildi til ađ í lok upphaflegu hljóđritunarinnar á laginu heyrist George kalla: "Phil, viđ hljóđritum ţetta aftur og nú án bongótrommuleiks."
Ţessa upptöku međ lélega bongóleiknum spilađi George fyrir Phil. Honum var verulega brugđiđ; miđur sín yfir ţví hvađ bongótrommuleikur "hans" var ömurlegur. Einnig viđ ađ heyra George í raun reka hann.
Phil sá sem George ávarpađi í upptökunni var ekki Collins heldur upptökustjórinn, Phil Spector. Mörgum árum síđar sagđi George kauđa frá hrekknum. Ţungu fargi var af honum létt.
Músík | Breytt 23.2.2020 kl. 11:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
9.7.2018 | 07:23
Heitustu sígrćnu rokklögin
Fyrir sléttum tveimur árum setti ég upp Fésbókarsíđu undir heitinu "Classic Rock". Ég hef póstađ inn á hana um 200 myndböndum međ jafn mörgum flytjendum. Einungis ţekktasta "classic rokklagi" viđkomandi. Síđan er međ á annađ ţúsund fylgjendur. Ţađ segir ekki alla söguna. Síđan er öllum opin. Hver sem er getur spilađ myndböndin á henni.
Forvitnilegt hefur veriđ ađ fylgjast međ viđbrögđum. Ađ óreyndu hefđi ég ekki giskađ rétt á hvađa lög fengju bestar viđtökur. Hér fyrir neđan er listi yfir lögin sem hafa oftast veriđ spiluđ á síđunni. Til viđbótar spilun á ţeim á síđunni er vinsćlustu lögunum iđulega deilt yfir á heimasíđur notenda. Ţar fá lögin vćntanlega fleiri spilanir.
Miđađ viđ mest spiluđu lög á síđunni má ráđa ađ gestir hennar séu komnir yfir miđjan aldur. Lög frá sjöunda áratugnum og fyrri hluta ţess áttunda eru heitust. Viđ blasir ađ fólk á heima hjá sér plötur Bítlanna, Stóns, Led Zeppelin og Pink Floyd. Ástćđulaust ađ spila lög ţeirra líka á netsíđu. Heitustu lögin eru vćntanlega ţau sem fólk á ekki á plötu heima hjá sér en ţykir notalegt ađ rifja upp.
1. Steelers Wheel - Stuck in the Middle of You: 588 spilanir
2. Týr - Ormurin langi: 419 spilanir
3. Deep Purple - Smoke on the Water: 238 spilanir
4. Fleetwood Mac - Black Magic Woman: 192 spilanir
5. Tom Robinson Band - 2-4-6-8 Motorway: 186 spilanir
6. Status Quo - Rockin All Over the World: 180 spilanir
7. Tracy Chapman - Give Me One Reason: 174 spilanir
8. Bob Marley - Stir it Up: 166 spilanir
9. Sykurmolarnir - Motorcycle Mama: 162 spilanir
10. Creedence Clearwater Revival - I Put a Spell on You: 160 spilanir
11. Janis Joplin - Move Over: 148 spilanir
11. Shocking Blue - Venus: 148 spilanir
12. Jethro Tull - Aqualung: 145 spilanir
13. The Cult - Wild Flower: 144 spilanir
14. Bob Dylan - Subterranean Homesick Blues: 135 spilanir
15. Bruce Springsteen - Glory Days: 134 spilanir
Músík | Breytt 10.7.2018 kl. 18:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2017 | 09:59
Sepultura-brćđur á leiđ til Íslands
Útvarpsţátturinn Harmageddon á X977 skúbbađi all svakalega í ţessari andrá. Stefán Magnússon, Eistnaflugstjóri, upplýsti ţar ađ Cavalera-brćđurnir úr Sepultura muni spila á hátíđinni í sumar.
Brćđurnir, Max og Igor, stofnuđu ţungarokkshljómsveitina Sepultura í Brazilíu 1984. Max var söngvari, gítarleikari og söngvahöfundur en Igor trommađi af krafti. Áđur en langt um leiđ var hljómsveitin komin í fremstu víglínu ţrass-metals og harđkjarna á heimsvísu.
Eftir ađ hafa leitt Sepultura í 12 ár yfirgaf Max hljómsveitina - á hápunkti vinsćlda og frćgđar - og stofnađi annan risa, hljómsveitina Soulfly. Einnig rak hann hljómsveitina Nailbomb um tíma ásamt Igori.
Fyrir ellefu árum yfirgaf Igor Sepultura. Ţađan í frá er enginn upprunaliđsmanna í hljómsveitinni. Brćđurnir stofnuđu ţá hljómsveitina Cavalera Conspiracy sem nú er á leiđ til Íslands.
Músík | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2016 | 19:17
Leon Russell - persónuleg kynni
Á fyrri hluta áttunda áratugarins lagđi ég stund á svokallađ gagnfrćđinám á Laugarvatni. Einn af skólabrćđrum mínum var ákafur ađdáandi bandaríska tónlistarmannsins Leons Russells. Viđ vorum (og erum enn) báđir međ tónlistarástríđu á háu stigi. Ţess vegna urđum viđ góđir vinir til lífstíđar og herbergisfélagar.
Ég man ekki hvernig viđ afgreiddum tónlistarval herbergisins. Báđir međ sterkar og öfgakenndar skođanir á músík. Okkar gćfa var ađ vera međ afar líkan tónlistarmekk.
Leon Russell var iđulega spilađur undir svefninn.
Um miđjan áttunda áratuginn átti ég erindi til Amarillo í Texas. Sex vikna heimsókn til tengdafólks. Ţá hélt Leon Russell ţar hljómleika. Útihljómleika.
Tengdapabbi ţekkti hljómleikahaldarann. Bađ hann um ađ passa vel upp á okkur turtildúfurnar frá Íslandi. Hann stađsetti okkur fyrir miđju fremst viđ sviđiđ. Ţetta var mín fyrsta utanlandsferđ og allt mjög framandi. Áhorfendur sátu á grasinu. Margir höfđu teppi eđa púđa til ađ sitja á. Ţétt var setiđ fyrir framan sviđiđ. Margir - mjög margir - reyktu gras og létu vindlingana ganga til nćsta manns. Ţetta var hippastemmning.
Ţegar Leon Russell mćtti á sviđ ávarpađi hann áheyrendur. Tilkynnti ađ á hljómleikana vćri mćttir ađdáendur alla leiđ frá Íslandi. Í sama mund var ljóskösturum beint ađ okkur kćrustuparinu. Viđ stóđum upp og veifuđum undir áköfu lófaklappi áhorfenda. Hann bauđ okkur velkomin.
Ţetta var skrítin og skemmtileg upplifun. Góđ skemmtun fyrir tvítugan sveitastrák úr Skagafirđi ađ vera á hljómleikum hjá ćskugođi í Amarillo í Texas 1976.
Áreiđanlega hefđi veriđ minnsta mál í heimi ađ heilsa upp á Leon fyrir eđa eftir hljómleikana. Ég hef hinsvegar hvorki ţá né síđar haft löngun til ađ hitta útlendar (eđa íslenskar) poppstjörnur til ţess eins ađ heilsa ţeim. Ţađ er miklu skemmtilegra ađ hitta gamla vini. Ég átti aldrei orđastađ viđ Leon. En hann afrekađi ţađ ađ kynna mig (samt ekki međ nafni, vel ađ merkja) fyrir ađdáendum sínum og bjóđa mig velkominn á hljómleika sína. Ţađ var til fyrirmyndar á hans ferilsskrá.
Músík | Breytt 16.11.2016 kl. 04:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2016 | 20:26
Örfá minningarorđ
Ólafur Stephensen, almannatengill og djasspíanóleikari, lést í vikunni; nýkominn á nírćđisaldur. Hann kenndi mér markađsfrćđi í auglýsingadeild Myndlista- og handíđaskóla Íslands á áttunda áratugnum. Sumariđ 1979 vann ég á auglýsingastofu hans, ÓSA. Einnig á álagstímum á stofunni međfram námi veturinn ´79-´80.
Ólafur var skemmtilegur kennari. Og ennţá skemmtilegri vinnuveitandi. Ţađ var alltaf létt yfir honum. Stutt í gamansemi. Aldrei vandamál. Bara lausnir. Hann lagđi sig fram um ađ ţađ vćri gaman í vinnunni. Á sólríkum degi átti hann ţađ til ađ birtast hlađinn ís-shake handa liđinu. Einn sérlega heitan sumardag tilkynnti hann ađ ţađ vćri ekki vinnufriđur vegna veđurs. Hann bađ okkur um ađ setja miđa á útidyrahurđina međ textanum "Lokađ vegna veđurs". Síđan bauđ hann okkur ađ taka maka međ í grillveislu út í Viđey. Hann átti Viđey. Grillveislan var glćsileg, eins og viđ mátti búast. Gott ef kćldur bjór var ekki meira ađ segja á bođstólum (ţrátt fyrir bjórbann).
Óli var djassgeggjari. Ég var ekki byrjađur ađ hlusta á órafmagnađan djass á ţessum tíma en var ađ hlusta á Weather Report, Mahavishnu Orcestra og ţess háttar rafdjass. Óli var opinn fyrir ţví. Herbie Hancock var skólabróđir hans í Ameríku. Viđ mćttumst í plötum Herbies og djasslögum Frank Zappa. Í leiđinni laumađi Óli ađ mér tillögum - lúmskur og án ýtni - um ađ kynna mér tiltekin órafmögnuđ djasslög. Sem ég gerđi. Og varđ djassgeggjari.
Óli sendi frá sér ţrjár djassplötur. Hver annarri skemmtilegri. Pjúra djass. Ég skrifađi umsögn um eina ţeirra í eitthvert tímarit. Man ekki hvađa. Ţá hringdi Óli í mig og var sáttur viđ umsögnina. Ađ öđru leyti vorum viđ í litlum samskiptum síđustu áratugi umfram stutt spjall ţegar leiđir lágu saman úti á götu eđa á mannamótum. En í ţessu símtali spjölluđum viđ um margt og lengi. Hann upplýsti mig međal annars um ađ sonur hans vćri í hljómsveitinni Gus Gus. Ég hafđi ekki áttađ mig á ţví.
Óli breytti áherslum í auglýsingum á Íslandi. Fćrđi ţćr frá ţví ađ vera auglýsingateikningar yfir í vel útfćrđa markađssetningu. Hann var snjall á sínu sviđi. Ég lćrđi meira á auglýsingastofu hans en í skólastofu auglýsingadeildar Myndlista- og handíđaskóla Íslands.
Ég kveđ međ hlýjum minningum og ţakklćti góđan lćriföđur. Ég man ekki eftir honum öđruvísi en međ glađvćrt bros á andliti.
Músík | Breytt 1.5.2016 kl. 17:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2014 | 20:44
Plötuumsögn
- Titill: It´s Me
- Flytjandi: Svenni Björgvins
- Einkunn: ***1/2 (af 5)
Ég veit lítiđ sem ekkert um Svenna Björgvins. Einhverjir hafa á Fésbók hampađ tónlist hans. Ţar hefur komiđ fram ađ hann er Keflvíkingur. Sveinn er höfundur allra 11 laga plötunnar. Titillagiđ er ađ auki í tveimur útfćrslum, rafmagnađri og órafmagnađri. Textarnir eru á ensku og ýmist eftir Svein eđa textahöfunda frá Nýja-Sjálandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.
Svenni syngur ađalrödd og bakraddir. Ingunn Henriksen og Lynn Carey Saylor hlaupa undir bagga í ţremur lögum. Hann spilar á öll hljóđfćri en fćr ađstođ á hljómborđ og munnhörpu í fjórum lögum. Hljóđfćraleikurinn er snyrtilegur og látlaus. Svenni er einkar lipur á gítar en hófstilltur. Blessunarlega laus viđ stćla og sýndarmennsku.
Lögin eru ljúf og notaleg. Ţau hljóma vinaleg viđ fyrstu hlustun og venjast vel viđ frekari spilun. Ţau eru flest róleg. Ekkert fer upp fyrir millihrađa. Músíkstíllinn er milt og áreynslulaust popp. Samt ekki poppađ popp. Frekar hippalegt (í jákvćđri merkingu) og trúbadorlegt popp. Ţađ eru engar ágengar krćkjur (hook-línur) heldur streyma lögin fram eftir bugđulausum farvegi. Sterkasta er Into the Wind. Ţađ er á millihrađa, međ pínulitlum kántrýkeim - eđa kannski öllu heldur pínulitlum Creedence Clearwater Rivival keim.
Söngur Svenna er mjúkur og án átaka. Ţađ er ţó auđheyrt ađ hann hefur ágćtt raddsviđ. Hann gćti klárlega gefiđ í og ţaniđ sig. En gerir ţađ ekki. Nettur söngstíllinn hćfir músíkinni.
Heildarstemmning plötunnar er ţćgilegt popp. Platan rennur áfram án ţess ađ trufla hlustandann međ einhverju sem brýtur upp yfirlćtislaust formiđ. Ţannig er platan fín sem bakgrunnsmúsík í amstri dagsins. Hún er líka alveg fín til ađ hlusta á međ grćjur stilltar á hćrri styrk. Ţađ er bara mín sérviska ađ langa til ađ heyra eitt ágengt eđa rokkađ lag. Eđa ţótt ekki vćri nema einn rifinn og fössađan gítartón. Áreiđanlega kunna fleiri betur viđ plötuna eins og hún er.
Músík | Breytt 27.1.2014 kl. 11:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2011 | 01:20
Nú verđur stuđ! Ţađ fer allt á annan endann!
.Ţađ verđur ekkert smá fjör á morgun (Óđinsdag, 9. febrúar). Og ţađ í Salnum í Kópavogi. Fjöriđ hefst ekki seinna en á slaginu klukkan 18.00. Eđa ţví sem nćst. Ţađ er sjálfur Óp-hópurinn sem mun međ leikrćnum tilţrifum flytja atriđi úr óperum eftir Bellini (Norma), Bizet (Carmen) Donizetti, Gershwin (Porgy og Bess), Mozart og Tchaikovsky (Spađadrottningin). Ýjađ verđur ađ búningum og sviđssetningu eins og kostur er. .
.Ég er ekki klár á ţví hvort Antonía Hevesí er skilgreind sem fullgild í Óp-hópnum eđa hvort hún telst vera píanóleikari Óp-hópsins. Ef seinna tilfelliđ er nćr sanni getum viđ talađ um tónleika Óp-hópsins viđ píanóundirleik Antoníu Hevesí. Ţađ hljómar vel í öllum skilningi.
Músík | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 00:14
Plötuumsögn
Titill: Black Diamond Train
Flytjandi: Hljómsveitin Boys in a Band frá Fćreyjum
Einkunn: **** (af 5)
Fyrir örfáum árum fóru fćreyskir vinir mínir ađ lofsyngja og hvetja mig til ađ kynna mér hljómsveitina Boys in a Band. Ţeir lýstu henni sem frábćrri hljómsveit í anda skosku dansrokksveitarinnar Franz Ferdinand. Ég varđ ekkert spenntur. Mér leiđist Franz Ferdinand. En sem áhugamađur um fćreyska músík varđ ég ađ kíkja á BIAB. Ţar reyndist vera komin fram á sjónarsviđ mjög öflug sviđshljómsveit, hreinlega ađ springa úr spilagleđi, krafti og bara flott hljómsveit í alla stađi. Blessunarlega ekki of lík Franz Ferdinand ţó músíkin sé fönkskotiđ dansvćnt rokk.
Ţađ kom ekki verulega á óvart ţegar BIAB sigrađi í öllum ţrepum alţjóđlegu hljómsveitakeppninnar Battle of the Bands og stóđ ađ lokum uppi sem sigurvegari í lokaúrslitakvöldinu í London. Mig minnir ađ verđlaunin hafi veriđ um 8 milljónir íslenskra króna.
Nú er frumburđur BIAB kominn út á plötu, Black Diamond Train. Spilagleđin skilar sér bćrilega. Hljómurinn er skemmtilega hrár. Lögin eru létt og grípandi. Hljóđfćraleikurinn er laus viđ sýndarmennsku og stćla. Ţađ er samspiliđ og "grúviđ" sem ráđa ríkjum. Allt flott og vel gert. Krafturinn er góđur. Músíkin er glađvćr en ágćtir textar á ensku eru ţunglyndari. Eins og áberandi er í fćreyskri músík eru textarnir biblíuskotnir.
Platan er heilsteypt en ekki einhćf. Smá kántrý-stemmning lćđist međ í stöku lagi og endar á rólegri og fallegri ballöđu, Baby Blue.
BIAB heldur hljómleika á Airwaves síđar í haust. Ég hvet fólk til ađ missa ekki af ţeirri skemmtan. Og einnig til ađ tékka á plötunni góđu. Viđ erum ađ tala um virkilega góđa plötu frábćrrar sviđshljómsveitar.
Músík | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)