Fćrsluflokkur: Tónlist

Útvarpsraunir

  Viđ sem búum á suđvesturhorninu erum ţokkalega stödd varđandi úrval útvarpsstöđva til ađ hlusta á.  Öđru máli gegnir međ afganginn af landsbyggđinni.  Ţegar ekiđ er út úr bćnum byrja útvarpsstöđvarnar ađ detta út hver á fćtur annarri fljótlega eftir ađ Ártúnsbrekkunni sleppir.

  Enn ţrengir ađ.  Nú er Sýn búin ađ slökkva á öllum sendum FM957 á landsbyggđinni ađ undanskildum Vestmannaeyjum og Akureyri.  Verra er ađ slökkt hefur veriđ á öllum sendum X-ins út um landiđ.  Ţađ vekur furđu.  X-iđ er međ miklu meiri hlustun en FM957.  Eina skýringin sem mér dettur í hug er ađ manneskjan sem slekkur á útvapsstöđvum hlusti sjálf á FM957 en aldrei á X-iđ.    

  Tekiđ skal fram ađ mćling á hlustun er meingölluđ.  Hún mćlir einungis stöđvar sem borga fyrir ađ vera međ.  Ţannig vantar samanburđinn viđ Útvarp Sögu.  Í eldri könnunum hefur Saga veriđ í hópi 3ja vinsćlustu stöđva.

  Athygli vekur ađ kántrý-stöđin hefur aldrei náđ flugi - ţrátt fyrir mikla og góđa kynningu.  

útvarp


Ólíkindatóliđ

  Enski bítillinn John Lennon var margbrotin persóna.  Hann burđađist međ fjölda áfallastreituraskana.  Pabbi hans stakk af út í heim er John var 5 ára.  Skömmu síđar stakk mamma hans af.  Systir hennar tók drenginn ađ sér ásamt eiginmanni sínum.  Sá var John mjög kćr.  Hann féll óvćnt frá er John komst á unglingsár.  Um svipađ leyti kynntist hann mömmu sinni.  Nokkru síđar dó hún er fullur lögregluţjónn ók á hana. 

  John fór í myndlistaskóla og stofnađi hljómsveit sem síđar varđ Bítlarnir (The Beatles).  Stu skólabróđir hans og besti vinur spilađi á bassagítar.  Ţeir spiluđu m.a. í Ţýskalandi.  Ţar tók Stu saman viđ ţýska stúlku og dó úr heilablóđfalli. 

  John var kjaftfor ruddi og slagsmálahundur.  Hann lamdi hina Bítlana (nema Ringo). Hann elskađi ađ stuđa fólk međ móđgunum.

  Í júlí 1974 hélt John útihljómleikum í Bandaríkjunum.  Hann kom auga á nokkra táninga,  á ađ giska 16 - 17 ára.  Ţeir umkringdu 14 ára dreng.  Hann var međ Downs heilkenni.  Systir hans bauđ honum á hljómleikana.  Hann var ákafur Lennon ađdáandi og kunni öll lög hans utanađ.  Hann söng međ í öllum lögum,  dansađi og skemmti sér innilega. 

  Táningarnir hćddust ađ dansi hans og söng.  Bentu skellihlćjandi á hann,  grettu og geifluđu sig og gerđu hróp ađ honum.  Vegna heilkennisins áttađi strákurinn sig ekki á stríđninni. Systirin reyndi ađ koma honum frá hrekkjusvínunum.  Án árangurs. 

  John reiddist.  Hann stoppađi hljómleikana og benti á strákana;  bađ ljósamanninn ađ lýsa á hópinn.  Hann las ţeim pistilinn og lét fjarlćgja ţá af stađnum.  Hann bauđ systkinunum ađ koma upp á sviđ og fylgjast međ hljómleikunum ţar.  Hann tileinkađi stráksa nćstu lög. 

  Ađ loknum hljómleikum rćddi John viđ systkinin.  Eftir ţetta hélt hann sambandi viđ piltinn fram á síđasta dag.  Skrifađi honum,  hringdi í hann og póstađi til hans árituđum eintökum af sólóplötum sínum.


Mistök

  Dćgurlagamúsík á ađ vera lifandi.  Ţannig er hún ekta.  Ţannig fćr hún ađ anda.  Hún er betri ţegar örlítil mistök fá ađ fljóta međ í stađ ţess ađ allt sé sótthreinsađ og allir hnökrar fjarlćgđir.  Hér eru nokkur dćmi - og gaman vćri ađ fá fleiri dćmi frá ykkur:

  Minning um mann međ Logum:  Ţarna er sungiđ um mann sem drakk Brennivín úr stćk.  Orđiđ stendur međ einhverju sem lyktar illa (stćk fýla).  Eđa ađ einhver sé öfgafullur (stćkur andstćđingur).  Lagiđ er eftir Gylfa Ćgis.  Hann orti um mann sem drakk Brennivín úr sć og söng ţađ inn á kassettutćki.  Hann var í glasi og dálítiđ ţvoglumćltur.  Söngvara Loga misheyrđist.

  Draumaprinsinn međ Ragnhildi Gísla:  Lagiđ er í kvikmyndinni Í hita og ţunga dagsins.  Á einum stađ syngur hún um draumaprinsinn Benedikt.  Á öđrum stađ er draumaprinsinn Benjamín.  Lengst af var skýringin sú ađ Ragga hafi ruglast á nafninu.  Einhver hefur haldiđ ţví fram ađ um međvitađan rugling vćri ađ rćđa. 

  Blue Suede Shoes međ Carl Perkins:  Biliđ (hikiđ) á milli fyrstu línu (Well, it´s one for the money) og annarrar (Two for the show) átti ekki ađ vera ţarna.  Ţetta voru mistök.  Carl var búinn međ upptökutíma sinn og allan pening og gat ekki lagađ mistökin.

  Life on mars međ David Bowie:  Ef hćkkađ er í grćjunum ţegar píanóiđ fjarar út í lok lags má heyra símhringingu.  Einhver gleymdi ađ loka dyrunum á hljóđversklefanum. 

  Satisfaction međ Rolling Stones:  Í lok hvers vers - rétt áđur en gítar-riffiđ skellur á - má heyra pínulítinn smell ţegar Keith Richards stígur á "effekta" fótstigiđ.  Enginn tók eftir ţessu í tćka tíđ.

  


Grillsvindliđ mikla

  Fjöldamargir - bćđi Íslendingar og útlendingar - standa í ţeirri bjargföstu trú ađ matur matreiddur utandyra sé ađ öllu jafna grillmatur.  Fyrir bragđiđ trođast ţeir hver um annan ţveran - eins og rollur í rétt - viđ ađ kaupa fćranlegar gaseldavélar á hjólum til ađ "grilla" utandyra.  Raunveruleikinn er sá ađ matur eldađur á gaseldavél er ekki grillmatur.  Skiptir ţar engu máli hvort heldur sem hann er matreiddur utandyra eđa innan. 

  Gaseldavélar á hjólum eru framleiddar fyrir fólk sem býr í hjólhýsi og eldar einungis utandyra.  Ţćr verđa ekki grill ţó ţćr séu kallađar gasgrill. 

  Alvöru grillmatur fćr sitt góđa alvöru grillbragđ vegna grillkola eđa trjákurls.  Annađ er ósvífin blekking.  Svei attan!  

grill

 


Einn ađ misskilja!

  Bono Vox.  söngvari írsku rokkhljómsveitarinnar U2,  blandar iđulega inn í hljómleikadagskrá hljómsveitarinnar hugleiđingum um trúmál,  stríđ og friđ,  fátćkt,  hungur,  mengun og svo framvegis.

  Svo bar til ađ U2 hélt hljómleika í Skotlandi.  Á miđjum hljómleikum stöđvađi Bono tónlistina og bađ áheyrendur um algjöra ţögn.  Síđan byrjađi hann ađ klappa saman höndum.  Hćgt en taktfast.  Í salnum ríkti ţögn í langan tíma á međan.  Loks tók Bono til máls og tilkynnti međ ţunga í röddinni:  "Í hvert sinn sem ég klappa saman höndum ţá deyr barn í afríku."

  Mjóróma rödd framarlega í salnum hrópađi reiđilega á móti međ sterkum skoskum hreim: "Hćttu ţá ađ klappa, óţokkinn ţinn!"     


Sparnađarráđ sem munar um!

  Sumt fólk fćr gesti af og til.  Oft má gleđja gest međ ţví ađ fćra honum kaldan bjór.  Ađrir gestir eru uppvartađir međ tebolla og međlćti.  Til ađ mynda kökum eđa nammi.  Mesti höfđingjabragur er ađ bjóđa upp á konfekt.  Vandamáliđ er ađ konfekt er rándýrt.  Ţá er til ráđ:  Í stórmörkuđum fást stórir pokar af hundafóđri.  2ja eđa ţriggja kílóa pokar kosta álíka og minnstu konfektkassar.

  Galdurinn er ađ brćđa hjúpsúkkulađi og dýfa hundafóđursmolunum ofan í ţađ.  Viđ ţađ verđa til ódýrir konfektmolar í mismunandi lögun og mislitri "fyllingu".  Til ađ skerpa á fjölbreytni er upplagt ađ strá sykurkosnum yfir suma molana og smá kókosmjöli yfir ađra. 

  Ţarna eru orđnar til margra ára byrgđir af hollu konfekti á spottprís.  Ţađ inniheldur steinefni,  vítamín,  trefjar og fleira sem hundar ţurfa á ađ halda.    

hundafóđur


Sérkennilegur vinsćldalisti

 

  Fyrir nokkrum árum - nánar tiltekiđ fyrir 61 ári - gerđist undarlegur hlutur vestur í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  Ţetta var á vordögum 1964.  Ensk unglingahljómsveit naut óvćnt vinsćlda og virđingar ţarna vesturfrá.  Slíkt hafđi aldrei áđur gerst.  Ţótti óhugsandi. Bandaríski vinsćldalistinn varđ ólíkur ţví sem tónlistarunnendur áttu ađ venjast.  Skođum hvađa lög röđuđu sér í 5 efstu sćti vinsćldalistans:

  Í 1. sćtinu var lagiđ "Can´t Buy Ne Love" međ Bítlunum (The Beatles).  Lagiđ kom fyrst inn á vinsćldalistann í marslok og klifrađi síđan hratt upp í toppsćtiđ.

  Í 2. sćtinu var "Twist And Shout" međ Bítlunum.  Ţađ fór í 2. sćtiđ í tveimur stökkum.

  Í 3. sćti var "She Loves You" međ Bítlunum.  Lagiđ var áđur í 1. sćti.

  Í 4. sćti var "I Want To Hold Your Hand" međ Bítlunum.  Ţađ var áđur í 1. sćti.

  Í 5. sćti var "Please Please Me" međ Bítlunum.  Ţađ náđi hćst í 3. sćti - vegna ţess ađ sćti 1 og 2 voru blokkeruđ af öđrum Bítlalögum. 

  Samtals áttu Bítlarnir 12 lög samtímis á bandaríska vinsćldalistanum um ţessar mundir.  Nokkuđ sérstakt vegna ţess ađ hljómsveitin hafđi ađeins sent frá sér 2 plötur.  Ţetta vakti heimsathygli.   


4 lög međ Bítlunum sem ţú hefur aldrei heyrt

  Flestir hafa heyrt flest lög bresku Bítlanna.  Flestir kveikja á perunni ţegar ţeir heyra í fyrsta skipti einhver önnur Bítlalög.  Söngstíllinn og fleiri sérkenni svipta hulunni af ţeim.  En ţađ eru til lög međ Bítlunum sem ţú hefur aldrei heyrt.  Lög sem eru aldrei spiluđ í útvarpi.   

  Undarlegasta lagiđ heitir Revolution 9.  Ţađ er eftir John Lennon.  Uppskriftin er sú ađ ekki sé hćgt ađ tralla međ laginu né slá takt međ ţví.  Ekki nóg međ ţađ heldur er ţetta lengsta lagiđ á Hvíta albúminu.  Ţađ spannar á níundu mínútu. 

  Annađ lag heitir The Inner Light.  Ţađ er eftir George Harrison og var gefiđ út á B-hliđ smáskífunnar Lady Madonna.

  Svo er ţađ Good Night á Hvíta albúminu.  Ţađ er eftir John Lennon en sungiđ af Ringo. 

   Upphaflega ćtlađi John Lennon ađ hafa You Know My Name á Hvíta albúminu.  Hann hćtti viđ ţađ og ćtlađi ađ gefa ţađ út á smáskífu međ hljómsveit sinni Plastic Ono Band.  Lagiđ endađi hinsvegar sem B-hliđ Bítlasmáskífunnar Let It Be.  Paul hefur upplýst ađ hann hafi aldrei skemmt sér betur viđ hljóđritun Bítlalags en á ţessu lagi. 


Stórhćttulegar Fćreyjar

  Í huga margra eru Fćreyjarnar átján litlar sćtar og saklausar krúttlegar smáeyjar.  Jú,  ţćr eru reyndar litlar sćtar og krúttlegar smáeyjar.  Samt geta ţćr veriđ óvönum varasamar.  Einkum ţeim sem ţekkja lítiđ annađ landslag en flatlendi. 

  Útlend kona,  ferđamađur,  komst í hann krappan er hún rölti upp fyrir ţorpiđ Trongisvogur í Suđurey í Fćreyjum.  Ţjóđerni hennar er ekki gefiđ upp.  Hún var ekki komin langt upp hagann er henni varđ litiđ aftur fyrir sig.  Ţá sundlađi hana og hún var gripin ofsahrćđslu.  Í kringum hana skokkuđu léttfćttar kindur.  Hún óttađist hrap og dauđsfall og hringdi í ofbođi í Neyđarlínuna.   

  Lögregluţjóninum sem tók símtaliđ tókst ađ róa konuna og bjóđast til ađ lóđsa hana niđur í ţorp.  Sem hann og gerđi.  

Trongisvogur 

 

 

 

 

 

 

 

        


Frábćr kvikmynd

 - Titill: The Complete Unknown

 - Lengd:  141 mín

 - Einkunn:**** (af 5)

  Myndin lýsir ţví ţegar 19 ára söngvaskáldiđ Bob Dylan kemur til New York 1961.  Hann var fćddur og uppalinn í Minnesota.  Fyrirmyndir hans voru vísnasöngvararnir í New York.  Ţar á međal ađal idoliđ, Woody Guthrie. 

  Blessunarlega eru leikararnir í myndinni ekki látnir herma nákvćmlega eftir fyrirmyndunum.  Helstu sérkenni er ţó stuđst viđ.  Eđlilega reynir mest á hćfileika Timothée Chalamet.  Hann leikur Dylan listilega vel;  hvort heldur sem er í gítarleik,  munnhörpublćstri,  tali eđa töktum.  Hann er ađdáanlega jafnvígur á öllum ţessum sviđum.  

  Monica Barbaro er eiginlega senuţjófur í hlutverki Joan Baez.  Hún fćr ţađ erfiđa verkefni ađ túlka ofurflotta söngrödd Baez.  Útkoman er óađfinnanleg.  

  Ađrir leikarar eru hver öđrum betri.  Tónlistar- og ţroskaferli Dylans er fylgt eftir fram til ársins 1965.  Kauđi er breyskur eins og flestir.  Hann rćđur illa viđ skyndilega ofurfrćgđ.  Á ţađ til ađ vera önugur,  ótrygglyndur,  vita ekki hver eru nćstu skref og er í stöđugri vörn gagnvart samferđafólki sem setur fram ýmsar kröfur um framhaldiđ.

  Myndin er áhugaverđ í alla stađi.  Ekki bara fyrir ađdaendur Dylans.  Líka ţá sem eru ađ kynnast honum í fyrsta sinn.  Tónlistin er ađ sjálfsögđur fyrirferđamikil og skemmtileg.  Lögin mörg hver fá ađ njóta til enda.  Fyrir bragđiđ er myndin löng.  Sem er gott.  Enda meiriháttar lög og ennţá glćsilegri og safaríkari textar. 

  Ég hvet fólk til ađ drífa sig í bíó og njóta skemmtunarinnar í hćstu hljómgćđum. 

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.