Færsluflokkur: Tónlist

Keith Richards hættur að drekka

  Enski gítarleikarinn Keith Richards hefur sett tappann í flöskuna.  Hann er best þekktur fyrir að spila í the Rolling Stones.  Áratugum saman neytti hann eiturlyfja af öllu tagi ásamt því að vera meira og minna blindfullur í bland.

  Keith verður 75 ára núna 18. desember.  Fyrir nokkrum árum lagði hann eiturlyfin á hilluna.  Ástæðan var sú að þau veittu honum ekki sömu vímu og áður.  Hann vildi meina að eiturlyfin í dag séu ómerkileg og blönduð fylliefnum.  Áður hafi þau verið hrein og góð og gefið snarpa vímu.

  Nú hefur Keith staðfest við bandaríska tímaritið Rolling Stone að hann sé hættur að drekka áfengi.  Reyndar sé hann búinn að vera edrú í heilt ár.  Hann segir þessa ákvörðun ekki hafa breytt neinu.

  Hinn gítarleikari Stóns,  Ronny Wood, er á öðru máli.  Keith sé miklu ljúfari í dag og jákvæðari gagnvart nýjum hugmyndum.  Áður gnísti hann tönnum.  Núna tekur hann uppástungum opnum örmum með orðinu:  "kúl!"  

  Keith viðurkennir að þrátt fyrir að hann sé hættur að drekka þá sötri hann bjór og fái sér léttvín. 

keith 


Flottar augabrúnir - eða þannig

  Fagurlega mótaðar augabrúnir eru höfuðprýði.  Þetta vita konur - umfram karlmenn (þeir taka yfirleitt ekki eftir augabrúnum).  Á síðustu árum hefur færst í vöxt að konur skerpi á lit augabrúnanna.  Jafnvel með því að láta húðflúra þær á sig.  Sumar nota tækifærið og breyta lögun þeirra og/eða færa þær úr stað.  

  Hér eru nokkur skemmtileg dæmi:

augabrúnir haugabrúnir gaugabrúnir faugabrúnir e    


Smásaga um hjón

  Jón og Gunna höfðu verið gift í átta ár.  Þau voru barnlaus.  Sem var í góðu lagi.  Þau söfnuðu peningum í staðinn.  Það kostar ekkert að vera barnlaus.  Að því kom að þau langaði til að gera eitthvað skemmtilegt.  Formlegur fjölskyldufundur var settur og farið yfir málið.  Eða öllu heldur hjónafundur. 

  Gunna hafði lært fundarsköp á námskeiði.  Hún var því sjálfkrafa ritari fundarins.  Jón var einróma kjörinn formaður. 

  Svo vildi til að Jón og Gunna höfðu fyrir sið að borða á veitingastað fyrsta sunnudag hvers mánaðar.  Eftir að skauta á milli fjölbreyttra veitingastaða varð að sið að snæða á asískum stað.  Jón uppgötvaði að asískur matur var og er hans uppáhald.  Í lok hverrar máltíðar á asískum veitingastað byrjaði hann að hlakka til næstu heimsóknar á asískan veitingastað.  Var friðlaus.  Nagaði eldspýtur og tannstöngla til að slá á tilhlökkunina.  Eitt sinn nagaði hann skóreim. 

  Hjónafundurinn skilaði niðurstöðu.  Hálfsmánaðarlangri ferð til Peking í Kína.  Jón kumraði við hverja máltíð þar.  Hótelið sem þau bjuggu á var vel staðsett.  Sitt hvoru megin við það voru veitingastaðir og fjöldi verslana af öllu tagi.  Þarna uppgötvaðist að Gunna hefur lítið áttaskyn.  Ítrekað villtist hún þegar hún skrapp í næstu búð eftir gosdrykk eða súkkulaði.  Týndist jafnvel klukkutímum saman.  Alveg áttavillt.   

  Svo skemmtilega vildi til að skömmu eftir heimkomu til Íslands uppgötvaðist að Gunna var ólétt.  Hún fæddi barn sléttum 9 mánuðum síðar.  

  Jóni var verulega brugðið er hann sá barnið.  Það bar sterk útlitseinkenni kínversks barns.  Fyrstu viðbrögð voru að snöggreiðsast.  Hann hrópaði hamslaus af reiði á Gunnu:  "Hvað er í gangi?  Af hverju er barnið kínverskt?"  Hann hefði lagt hendur á Gunnu ef hann hefði ekki í æsingnum runnið til á gólfmottu og skollið flatur á bakið á gólfið. 

  Ókurteisin lagðist illa í Gunnu.  Hún sló til Jóns með inniskó - frekar ljótum - og svaraði:  "Við hverju bjóst þú eiginlega?  Étandi kínverskan mat í öll mál?  Vitaskuld ber barn okkar einkenni þess!

  Jón áttaði sig þegar í stað á því að þetta var rétt.  Hann varð skömmustulegur,  niðurlútur og sagði - skríðandi á fjórum fótum:  "Gunna mín,  ég biðst innilega fyrirgefningar á framkomu minni.  Þetta er rétt hjá þér.  Ég mun refsa mér fyrir ruddaskapinn með því að klæða mig úr öllum fötum og velta mér nakinn upp úr snjóskafli."  Það gerði hann.  Nágrönnum til töluverðrar undrunar.

kínverska barnið

           

 

   


Magnaðar styttur

  Á áttunda áratugnum söng hljómsveitin Spilverk þjóðanna um "styttur bæjarins sem enginn nennir að horfa á."  Hitti þar naglann á höfuðið eins og oft fyrr og síðar.  Íslenskar styttur eru svo ljótar og óspennandi að fólk nennir ekki að horfa á þær. 

  Í útlöndum er að finna styttur sem gleðja augað.  Hér eru nokkur dæmi.  Ef þú smellir á myndirnar þá stækka þær og staðsetning birtist.

Stytta SkotlandiStytta Nýja-Sjálandi

 

Stytta  BrooklynStytta BrusselStytta ChileStytta DallasStytta DúbaiStytta EnglandiStytta Írlandi


Hvað segir músíksmekkurinn um þig?

  Margt mótar tónlistarsmekk.  Þar á meðal menningarheimurinn sem manneskjan elst upp í,   kunningjahópurinn og aldur.  Líkamsstarfsemin spilar stórt hlutverk.  Einkum hormón á borð við testósteron og estrógen.  Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir.  Niðurstaðan er ekki algild fyrir alla.  Margir laðast að mörgum ólíkum músíkstílum.  Grófa samspilið er þannig:

  - Ef þú laðast að meginstraums vinsældalistapoppi (Rihanna, Justin Bieber...) er líklegt að þú sért félagslynd manneskja, einlæg og ósköp venjuleg í flesta staði.  Dugleg til vinnu og með ágætt sjálfsálit.  En dálítið eirðarlaus og lítið fyrir skapandi greinar. 

  - Rappheimurinn hefur ímynd ofbeldis og árásarhneigðar.  Engu að síður leiða rannsóknir í ljós að rappunnendur eru ekki ofbeldisfyllri eða ruddalegri en annað fólk.  Hinsvegar hafa þeir mikið sjálfsálit og eru opinskáir. 

  - Kántrýboltar eru dugnaðarforkar,  íhaldssamir,  félagslyndir og í góðu tilfinningalegu jafnvægi. 

  - Þungarokksunnendur eru blíðir,  friðsamir,  skapandi,  lokaðir og með frekar lítið sjálfsálit. 

  - Þeir sem sækja í nýskapandi og framsækna tónlist (alternative, indie...) eru að sjálfsögðu leitandi og opnir fyrir nýsköpun,  klárir,  dálítið latir,  kuldalegir og með lítið sjálfsálit.   

  -  Unnendur harðrar dansmúsíkur eru félagslyndir og áreiðanlegir.

  -  Unnendum klassískrar tónlistar líður vel í eigin skinni og eru sáttir við heiminn,  íhaldssamir,  skapandi og með gott sjálfsálit. 

  -  Djassgeggjarar,  blúsarar og sálarunnendur (soul) eiga það sameiginlegt að vera íhaldssamir,  klárir,  mjög skapandi með mikið sjálfstraust og sáttir við guði og menn.

 

 


Vilt þú syngja á jólatónleikum?

Norska söngkonan Sissel Kyrkjebø verður með jólatónleika í Reykjavík núna fyrir jólin (af hverju eru aldrei jólatónleikar eftir jól?). Hún leitar að íslenskri söngkonu sem er til í að syngja dúett með henni. Skiptir engu máli hvort viðkomandi er þekkt eða óþekkt. Ert þú til? Afritaðu þá á eftirfarandi slóð copy/paste:   http://sissel.net/singwithsissel/ 


Hvetja til sniðgöngu

  Ég er ekki andvígur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva,  Evrusjón.  Þannig lagað.  Hugmyndin með keppninni er góðra gjalda verð:  Að heila sundraðar Evrópuþjóðir í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar.  Fá þær til að hvíla sig frá pólitík og daglegu amstri.  Taka þess í stað höndum saman og skemmta sér saman yfir léttum samkvæmisleik.  Kynnast léttri dægurlagamúsík hvers annars.

  Þetta hefur að mestu gengið eftir.  Mörgum þykir gaman að léttpoppinu.  Líka að fylgjast með klæðnaði þátttakenda,  hárgreiðslu og sviðsframkomu.  Söngvakeppnin er jól og páskar hommasamfélagsins.    

  Nú bregður svo við að fjöldi þekktra tónlistarmanna og fyrrum þátttakenda í Söngvakeppninni hvetur til þess að hún verði sniðgengin á næsta ári.  Ég fylgist aldrei með keppninni og þekki því fá nöfn á listanum hér fyrir neðan.  Þar má sjá nöfn Íslendinga,  Daða Freys og Hildar Kristínar.  Einnig nöfn fólks sem hefur aldrei nálægt keppninni komið,  svo sem Roger Waters (Pink Floyd),  Brian Eno,  Leon Russelson,  samísku Marie Boine og írska vísnasöngvarans Christy Moore.

L-FRESH The LION, musician, Eurovision 2018 national judge (Australia)

Helen Razer, broadcaster, writer (Australia)

Candy Bowers, actor, writer, theatre director (Australia)

Blak Douglas, artist (Australia)

Nick Seymour, musician, producer (Australia)

DAAN, musician, songwriter (Belgium)

Daan Hugaert, actor (Belgium)

Alain Platel, choreographer, theatre director (Belgium)

Marijke Pinoy, actor (Belgium)

Code Rouge, band (Belgium)

DJ Murdock, DJ (Belgium)

Helmut Lotti, singer (Belgium)

Raymond Van het Groenewoud, musician (Belgium)

Stef Kamil Carlens, musician, composer (Belgium)

Charles Ducal, poet, writer (Belgium)

Fikry El Azzouzi, novelist, playwright (Belgium)

Erik Vlaminck, novelist, playwright (Belgium)

Rachida Lamrabet, writer (Belgium)

Slongs Dievanongs, musician (Belgium)

Chokri Ben Chikha, actor, theatre director (Belgium)

Yann Martel, novelist (Canada)

Karina Willumsen, musician, composer (Denmark)

Kirsten Thorup, novelist, poet (Denmark)

Arne Würgler, musician (Denmark)

Jesper Christensen, actor (Denmark)

Tove Bornhoeft, actor, theatre director (Denmark)

Anne Marie Helger, actor (Denmark)

Tina Enghoff, visual artist (Denmark)

Nassim Al Dogom, musician (Denmark)

Patchanka, band (Denmark)

Raske Penge, songwriter, singer (Denmark)

Oktoberkoret, choir (Denmark)

Nils Vest, film director (Denmark)

Britta Lillesoe, actor (Denmark)

Kaija Kärkinen, singer, Eurovision 1991 finalist (Finland)

Kyösti Laihi, musician, Eurovision 1988 finalist (Finland)

Kimmo Pohjonen, musician (Finland)

Paleface, musician (Finland)

Manuela Bosco, actor, novelist, artist (Finland)

Noora Dadu, actor (Finland)

Pirjo Honkasalo, film-maker (Finland)

Ria Kataja, actor (Finland)

Tommi Korpela, actor (Finland)

Krista Kosonen, actor (Finland)

Elsa Saisio, actor (Finland)

Martti Suosalo, actor, singer (Finland)

Virpi Suutari, film director (Finland)

Aki Kaurismäki, film director, screenwriter (Finland)

Pekka Strang, actor, artistic director (Finland)

HK, singer (France)

Dominique Grange, singer (France)

Imhotep, DJ, producer (France)

Francesca Solleville, singer (France)

Elli Medeiros, singer, actor (France)

Mouss & Hakim, band (France)

Alain Guiraudie, film director, screenwriter (France)

Tardi, comics artist (France)

Gérard Mordillat, novelist, filmmaker (France)

Eyal Sivan, film-maker (France)

Rémo Gary, singer (France)

Dominique Delahaye, novelist, musician (France)

Philippe Delaigue, author, theatre director (France)

Michel Kemper, online newspaper editor-in-chief (France)

Michèle Bernard, singer-songwriter (France)

Gérard Morel, theatre actor, director, singer (France)

Daði Freyr, musician, Eurovision 2017 national selection finalist (Iceland)

Hildur Kristín Stefánsdóttir, musician, Eurovision 2017 national selection finalist (Iceland)

Mike Murphy, broadcaster, eight-time Eurovision commentator (Ireland)

Mary Black, singer (Ireland)

Christy Moore, singer, musician (Ireland)

Charlie McGettigan, musician, songwriter, Eurovision 1994 winner (Ireland)

Mary Coughlan, singer (Ireland)

Luka Bloom, singer (Ireland)

Robert Ballagh, artist, Riverdance set designer (Ireland)

Aviad Albert, musician (Israel)

Michal Sapir, musician, writer (Israel)

Ohal Grietzer, musician (Israel)

Yonatan Shapira, musician (Israel)

Danielle Ravitzki, musician, visual artist (Israel)

David Opp, artist (Israel)

Assalti Frontali, band (Italy)

Radiodervish, band (Italy)

Moni Ovadia, actor, singer, playwright (Italy)

Vauro, journalist, cartoonist (Italy)

Pinko Toma Partisan Choir, choir (Italy)

Jorit, street artist (Italy)

Marthe Valle, singer (Norway)

Mari Boine, musician, composer (Norway)

Aslak Heika Hætta Bjørn, singer (Norway)

Nils Petter Molvær, musician, composer (Norway)

Moddi, singer (Norway)

Jørn Simen Øverli, singer (Norway)

Nosizwe, musician, actor (Norway)

Bugge Wesseltoft, musician, composer (Norway)

Lars Klevstrand, musician, composer, actor (Norway)

Trond Ingebretsen, musician (Norway)

José Mário Branco, musician, composer (Portugal)

Francisco Fanhais, singer (Portugal)

Tiago Rodrigues, artistic director, Portuguese national theatre (Portugal)

Patrícia Portela, playwright, author (Portugal)

Chullage, musician (Portugal)

António Pedro Vasconcelos, film director (Portugal)

José Luis Peixoto, novelist (Portugal)

N’toko, musician (Slovenia)

ŽPZ Kombinat, choir (Slovenia)

Lluís Llach, composer, singer-songwriter (Spanish state)

Marinah, singer (Spanish state)

Riot Propaganda, band (Spanish state)

Fermin Muguruza, musician (Spanish state)

Kase.O, musician (Spanish state)

Soweto, band (Spanish state)

Itaca Band, band (Spanish state)

Tremenda Jauría, band (Spanish state)

Teresa Aranguren, journalist (Spanish state)

Julio Perez del Campo, film director (Spanish state)

Nicky Triphook, singer (Spanish state)

Pau Alabajos, singer-songwriter (Spanish state)

Mafalda, band (Spanish state)

Zoo, band (Spanish state)

Smoking Souls, band (Spanish state)

Olof Dreijer, DJ, producer (Sweden)

Karin Dreijer, singer, producer (Sweden)

Dror Feiler, musician, composer (Sweden)

Michel Bühler, singer, playwright, novelist (Switzerland)

Wolf Alice, band (UK)

Carmen Callil, publisher, writer (UK)

Julie Christie, actor (UK)

Caryl Churchill, playwright (UK)

Brian Eno, composer, producer (UK)

AL Kennedy, writer (UK)

Peter Kosminsky, writer, film director (UK)

Paul Laverty, scriptwriter (UK)

Mike Leigh, writer, film and theatre director (UK)

Ken Loach, film director (UK)

Alexei Sayle, writer, comedian (UK)

Roger Waters, musician (UK)

Penny Woolcock, film-maker, opera director (UK)

Leon Rosselson, songwriter (UK)

Sabrina Mahfouz, writer, poet (UK)

Eve Ensler, playwright (US)

Alia Shawkat, actor (US)


Gátan leyst um það hver samdi eitt frægasta Bítlalagið

  Hátt á þriðja hundrað lög hafa komið út á plötu með Bítlunum.  Það eru góð afköst.  Hljómsveitin starfaði á plötuútgáfumarkaði aðeins í 6 ár.  Uppistaðan af lögunum voru skráð á höfundana John Lennon og Paul McCartney. Framan af sömdu þeir flest lög í sameiningu.  Þegar á leið varð algengara að þeir semdu lögin sitt í hvoru lagi.

 Eftir upplausn Bítlanna 1969 var endi bundinn á samstarfið.  Paul lenti í hatrömmu stríði við hina Bítlana vegna uppgjörs á fjármálum.  Allir Bítla hófu sólóferil.

  Í blaðaviðtölum næstu ár voru John og Paul iðulega spurðir að því hver hefði samið hvað í hinu og þessu laginu.  Þeir voru algjörlega sammála um allt þar um að undanskildum tveimur lögum.  Merkilegt hvað þeir voru smmála í ljósi þess að hljómsveitin gekk í gegnum tímabil þar sem liðsmenn voru hálfir út úr heimi í dópþoku.  

  Lögin tvö sem þá greindi á um eru "In My Life" og "Eleanor Rigby".  Hið fyrrnefnda hefur iðulega sigrað í kosningu um besta dægurlag allra tíma.  Þess vegna skiptir þetta miklu máli.  Og þó.  Lennon og McCartney litu alltaf á sig á sjöunda áratugnum sem teymi.  Afrek annars var sjálfkrafa einnig afrek hins.

  Paul heldur því fram að hann hafi samið lagið "In My Life" en John textann.  Paul segist hafa samið lagið undir áhrifum frá lagi eftir Smokey Robinson.  John hélt því fram að hann hafi samið bæði lag og texta með smávægilegum ábendingum frá Paul.  Sterk vísbending um höfund lagsins er að John er forsöngvari þess.    

  Breskur stærðfræðiprófessor,  Jason Brown,  hefur rannsakað málið í 10 ár.  Fleiri hafa lagt honum lið við að greina og skrásetja höfundarsérkenni Johns og Pauls í 149 lögum.  Niðurstaðan er ótvíræð:  John samdi "In My Life" að uppistöðu til.  Bæði lag og texta.  Reyndar var aldrei ágreiningur um að textinn væri Lennons.  Þar fyrir utan hefði það verið á skjön við önnur vinnubrögð að texti og lag væru ekki samin samtímis.  Að vísu var texti stundum endursaminn eftirá.  Stundum var texti eftir Paul umskrifaður lítillega af John.  Aldrei samt neitt umfram vinsamlegar ábendingar.  Þó að John væri miklu betra ljóðskáld þá var Paul fínn textahöfundur líka.  John studdi hann alltaf sem textahöfund - og reyndar á öllum sviðum - og hvatti til dáða.  Paul hafði gott sjálfstraust vitandi að ef eitt besta ljóskáld rokksins,  John Lennon,  væri sátt við texta hans þá væri textinn í góðu lagi.   

  Niðurstaða Jasons Browns er ekki óvænt fyrir okkur Bítlanörda.  Ég ætla að flestir sem hlusta mikið á Bítlana hafi skynjað að um ekta Lennon-lag sé að ræða.  1989 kom út í Bandaríkjunum afar vönduð heimildarbók um Bítlalög,  "Beatlesongs".  Hún er almennt talin vera ein besta heimild um hver er hvað og hvers er hvurs í hverju einstaka Bítlalagi.  Reyndar hafa komið upp dæmi sem sýna að hún er ekki algjörlega óskeikul.  Í bókinni er höfundarhlutur Johns og Pauls í laginu skilgreindur 65% / 35%.  Miðað við að texti Lennons sé allt að 50% af dæminu þá er hlutur hans í lagi vanmetinn.  Réttari hlutur ætti að vera nær 90/10%.  Nema ef Paul á meira í textanum en halda má.  Sem er ólíklegt.   Textinn er afar Lennon-legur. 

  Þessu er öfugt farið með "Eleanor Rigby".  Enga tíu ára rannsókn þarf til að finna út að það sé höfundarverk Pauls.  Í laginu er ekkert sem ber höfundareinkenni Johns - ef frá er talin textalínan "Ah,  look at all the lonely people."  Í dag er vitað að sú lagína var samin af George Harrison.  Hans er þó ekki getið í höfundarskráningu lagsins.  Sem er ósanngjarnt.  Þessi laglína vegur þungt í heildarmynd lagsins.  Texti línunnar er blús-legur að hætti Johns.  Þó má vera að George hafi ort hana líka.  Nema að hann hafi aðeins lagt til laglínubrotið og þess vegna ekki verið skráður meðhöfundur Lennon-McCartney?

 

Lennon - McCartney 

      

 


Hverjir gætu keppt við aðsóknarmet Guns n´ Roses?

  Eins og flestir vita þá sló ensk-bandaríska rokkhljómsveitin Guns n Roses aðsóknarmet á Íslandi í síðustu viku. Mjög svo afgerandi.  Fyrra metið átti dansk-bandaríska þungarokksveitin Metallica.  19 þúsund sóttu hljómleika hennar.  26 þúsund borguðu sig inn á hljómleika Gönsaranna. 

  Bandaríski súkkulaðistrákurinn Justin Timberlake seldi vel yfir 16 þúsund miða,  Roger Watetrs 15 þúsund og þýsku þungarokkararnir Rammstein 12 þúsund.

  Aðsóknarmet Gunsara er ríflegt og eiginlega ótrúlegt.  Íbúar landsins eru 350 þúsund.  Nálægt hálft áttunda prósent mætti á hljómleika þeirra.  Ætla má að sá hópur hafi nánast einungis komið úr röðum fólks á aldrinum 20 - 50 ára.  Fá börn og ellilífeyrisþegar.  Flestir líkast til á fimmtugsaldri eða þar í grennd. 

  Gaman er að velta fyrir sér hver eða hverjir gætu jafnað aðsóknarmet Gunsara.  Eða jafnvel slegið það.  Í fljótu bragði koma aðeins tvö nöfn til greina.  Annars vegar the Rolling Stones.  Hins vegar Paul McCartney. 

 


Rokkhljómsveit er eitt æðsta form vináttu

  Flestar rokkhljómsveitir eru stofnaðar af vinahópi.  Bestu vinir með sama músíksmekk,  sömu viðhorf til flestra hluta og sama húmor taka vinskapinn á hærra stig með því að stofna hljómsveit. 

  Þegar hljómsveitin nær flugi taka hljómleikaferðir við.  Langar hljómleikaferðir.  Vinirnir sitja uppi með hvern annan dag eftir dag,  mánuð eftir mánuð.  Jafnvel árum saman.  Iðulega undir miklu álagi.  Áreitið er úr öllum áttum:  Svefnröskun vegna flakks á milli tímabelta;  flugþreyta,  hossast í rútu tímum saman...

  Er gítarleikarinn Gunni Þórðar stofnaði Hljóma - eina merkustu hljómsveit íslensku tónlistarsenunnar - þá réð hann besta vin sinn,  Rúna Júl,  á bassagítar.  Rúnar hafði fram að því aldrei snert hljóðfæri.  Vinirnir leystu það snöfurlega:  Gunni kenndi Rúna á bassagítar - með glæsilegum árangri.  

  Bresku Bítlarnir eru gott dæmi um djúpa vináttu.  Forsprakkinn,  John Lennon,  og Paul McCartney urðu fóstbræður um leið og þeir hittust 16 ára.  Þeir vörðu öllum stundum saman alla daga til fjölda ára.  Þeir sömdu saman lög á hverjum degi og stússuðu við að útsetja þau og hljóðrita.  Sólógítarleikari Bítlanna,  George Harrison,  var náinn vinur Pauls og skólabróðir.  Í áranna rás varð hann reyndar meiri vinur Johns.  

  Hvað um það.  Frá fyrstu ljósmyndum af Bítlunum á sjötta áratugnum og myndböndum fram til 1968 þá eru þeir alltaf brosandi,  hlæjandi og hamingjusamir.  Vinskapur þeirra var afar sterkur.  Þegar hljómsveitin tók frí þá fóru þeir saman í fríið.  Hvort heldur sem var til Indlands eða Bahama.   

  Þessi hugleiðing er sprottin af hljómleikum Guns ´n´ Roses í Laugardal í vikunni.  Liðsmenn hljómsveitarinnar eru ítrekað sakaðir um að stússa í hljómleikahaldi einungis vegna peninganna.  Ég hafna því ekki alfarið að liðsmenn hljómsveitarinnar kunni vel að meta að vera næst tekjuhæsta hljómleikahljómsveit rokksögunnar (á eftir the Rolling Stones).  Bendi þó á að á rösklega þriggja áratuga löngum ferli hefur hljómsveitin selt vel á annað hundrað milljón plötur.  Liðsmenn hljómsveitarinnar eru auðmenn.  Ég veit ekki til að neinn þeirra hafi dýrt áhugamál.  Ja,  ef frá er talið að framan af ferli voru allir liðsmenn stórtækir harðlínudópistar og drykkjuboltar.  

  Hljómleikaferð Gunsara lauk hérlendis eftir að hafa varað frá 2016.  Hljómleikarnir stóðu í hálfan fjórða tíma.  Það er tvöfaldur tími hefðbundinna rokkhljómleika.  Áheyrendur skynjuðu glöggt að hljómsveitin naut sín í botn. Liðsmenn hennar hefðu komist léttilega frá því að spila aðeins í tvo tíma. En þeir voru í stuði og vildu skemmta sér í góðra vina hópi.  

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband