Fćrsluflokkur: Tónlist

Flott plata

gillon

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 - Titill:  Bláturnablús

 - Flytjandi:  Gillon

 - Einkunn:  ****

  Gillon er listamannsnafn Gísla Ţórs Ólafssonar.  Hann er Skagfirđingur,  búsettur á Sauđárkróki.  Hann hefur sent frá sér fjölda ljóđabóka og hljómplatna.  Allt vćnstu verk.  Á nýjustu afurđinni,  plötunni Bláturnablús,  eru öll lögin og ljóđin frumsamin.  Gillon syngur ađ venju og spilar á kassagítar og bassa.  Hans hćgri hönd er upptökustjórinn Sigfús Arnar Benediktsson.  Hann spilar á trommur,  rafgítar,  gítarlele og ýmis hljómborđ.

  Söngstíll Gillons er "spes".  Hann er í humátt eins og sitt lítiđ af Megasi,  Bjartmari og Birni Jörundi.  Stíllinn klćđir söngvana prýđilega.  Ljóđin eru í frjálsu formi og súrrealísk.  Sparlegu endarími bregđur ţó fyrir í einstaka ljóđi.

  Platan er frekar seintekin.  Hún ţarf nokkrar spilanir áđur en fegurđ laganna opinberast ađ fullu.  Kannski spilađi inn í hjá mér ađ viđ fyrstu yfirferđir var athyglin á hugmyndaríku og skemmtilegu ljóđunum.  

  Útsetningar og hljóđfćraleikur eru snyrtileg og smekkleg.  Enginn brjálađur hávađi og lćti.  Lögin flest róleg eđa á hóflegum millihrađa.  Ţađ er heldur poppađra yfirbragđ en á fyrri plötum Gillons.  Til ađ mynda lýkur plötunni á "sing-along" tralli Gillons og ţriggja kvenna.  Gott niđurlag á flottri og skemmtilegri plötu.

  Teikning Óla Ţórs Ólafssonar á framhliđ umslagsins er virkilega "töff".     

 


Frjósemi Bítlanna

  Frjósemi vesturlandabúa hefur aldrei veriđ jafn bágborin og nú.  Ađ međaltali eignast evrópskar konur innan viđ tvö börn hver um sig.  Nema í Fćreyjum.  Ţar býr hamingjusamasta ţjóđ heims.  Og ástríkasta.  Fćreysk kona eignast ađ međaltali hálft ţriđja barn.  

  Frjósemi Bítlanna skiptist í tvö horn.  Sólógítarleikarinn,  George heitinn Harrison,  eignađist ađeins eitt barn,  gítarleikarann Dhani Harrison.  Dhani er hálffimmtugur.  Eđa ţví sem nćst. Hann var til fjögurra ára giftur íslenskri konu,  Sólu Káradóttur (Stefánssonar).  Ţau eignuđust ekki barn.  Ef Dhani fer ekki ađ drífa sig deyja gen George Harrison út međ honum.  Sú stađa virđist eiginlega blasa viđ.  Hvers vegna?

  Ekkja Georges,  Olivia,  er jafnan mćtt í Viđey ţegar kveikt er á friđarsúlunni. 

  Forsprakki Bítlanna,  John heitinn Lennon,  var tvígiftur.  Hann eignađist soninn Julian Lennon,  međ fyrri konu sinni,  Cyntheu,  og Sean Lennon međ Yoko Ono.  Ţau síđarnefndu eru dugleg ađ heimsćkja Ísland.  

  Julian og Sean eiga engin börn.  Einhverjir sálfrćđingar rekja barnleysi Julians til ţess ađ John var ekki góđur pabbi.  Hann vanrćkti sambandiđ viđ soninn.

  Eins og stađan er í dag má ćtla ađ gen Johns og George berist ekki til nćstu kynslóđa.    

  Trommuleikarinn Ringo Starr eignađist 3 syni međ fyrri konu sinni,  Maurice.  Litlu munađi ađ George barnađi hana líka.

  Besta barnagćla Bítlanna var og er Paul McCartney.  Julian segir hann hafa veriđ miklu meiri pabba sinn en John.  Ótal ljósmyndir stađfesta ţađ.

  Paul McCartney á fimm börn.  Hann er ekki líffrćđilegur fađir elstu dótturinnar,  Heather.  Hann bregst hinn versti viđ ef einhver kallar hana stjúpdóttur eđa fósturdóttur.  "Hún er jafn mikil dóttir mín og hin börn mín,"  segir hann.  


Bestu hljómplötur allra tíma

  Bandaríski netmiđillinn Consequence hefur tekiđ saman og birt lista yfir bestu hljómplötur allra tíma.  Listinn ber ţess ađ nokkru merki ađ vera tekinn saman af Bandaríkjamönnum.  Ég er alveg sáttur viđ valiđ á plötunum.  Aftur á móti er ég ekki eins sammála röđinni á ţeim.  Til ađ mynda set ég "Abbey Road" í toppsćtiđ. "London Calling" međ The Clash set ég ofar "Rumours". Gaman vćri ađ heyra álit ykkar.

  Svona er listinn:

1  Prince - Purple Rain 

2  Fleetwood Mac - Rumours

3  Bítlarnir - Abbey Road

4  The Clash - London Calling

5  Joni Mitchell - Blue

6  The Beach Boys - Pet Sounds

7  Kendrick Lamar - To Pimp a Butterfly

8  Radiohead - OK Computer

9  Marvin Gaye - What´s Going On

10 Nirvana - Nevermind

11 Lauryn Hill - The Miseducation of Lauryn Hill

12 Bob Dylan - Blonde on Blonde

13 The Velvet Underground - The Velvet Underground & Nico

14 Bítlarnir - Sgt, Pepper´s Lonely Hearts Club Band

15 David Bowie - The Rise and Fall of Ziggy Stardust

16 Bruce Springsteen - Born to Run

17 Patti Smith - Horses

18 Beyoncé - Lemonade

19 Talking Heads - Remain in Light

20 Kate Bush - Hounds of Love

21 Led Zeppelin - IV

22 Stevie Wonder - Songs in the Key of Life

23 Rolling Stones - Let it Bleed

24 Black Sabbath - Paranoid

25 Public Enemy - It takes a Nation of Millions to Hold Us Back


Ađeins í Japan

  Í Japan er margt öđruvísi en viđ eigum ađ venjast.  Til ađ mynda hvetja ţarlend yfirvöld ungt fólk til ađ neyta meira áfengis.  Ţađ er til ađ örva hagkerfiđ.  Fá meiri veltuhrađa.  Ástćđan fyrir ţví ađ vöruflokkurinn áfengi er notađur í ţetta er sú ađ ölvađir unglingar eyđa meiri peningum í skemmtanir,  leigubíla,  snyrtivörur,  fín föt og allskonar óţarfa.  Líka á ţetta ađ hćkka fćđingartíđni. 

  Í Japan fćst áfengi í allskonar umbúđum.  Ţar á međal litlum fernum sem líta út eins og ávaxtasafafernur međ sogröri og allt.

  Japanir eru einnig í hollustu.  Eđa ţannig.  Kóladrykkir eru ekki hollir út af fyrir sig.  En ef ţeir innihalda hvítlauk og eru međ hvítlauksbragđi?

  Annađ dćmi um hollustu í Japan eru rafmagnsprjónar.  Matprjónar.  Ţeir gefa frá sér vćgt rafstuđ af og til.  Ţađ er sársaukalaust en framkallar salt bragđ af matnum.  Salt er óhollt.

  Mörg japönsk hótel, mótel og gistiheimili bjóđa upp á ódýra svefnađstöđu.  Ekki er um eiginlegt herbergi ađ rćđa.  Ţetta er meira eins og ţröngur skápur sem skriđiđ er inn í án ţess ađ geta stađiđ upp.

  Japanir elska karaókí.  Ţađ er eiginlega ţjóđarsport.  Vinnufélagar fara iđulega á skemmtistađi til ađ syngja í karaókí.  Ţá er reglan ađ hver og einn taki lag óháđ sönghćfileikum.  Mörgum ţykir líka gaman ađ syngja heima eđa út af fyrir sig á vinnustađ.  Til ađ ţađ trufli engan brúka söngfuglarnir hljóđhelda hljóđnema.  Međ heyrnartćki í eyra heyra ţeir ţó í sjálfum sér. 

  Eitt af ţví sem víđast ţykir lýti en í Japan ţykir flott eru skakkar tennur.  Sérstaklega ef um er ađ rćđa tvöfaldar tennur.  Ţar sem ein tönn stendur fyrir framan ađra.  Ţetta ţykir svo flott ađ efnađ fólk fćr sér aukatennur hjá tajapan hvítlaukurnnlćknum.

 

japan fernurjapan hóteljapan aukatennurjapan karaokijapan prjónar

japan hvítlaukur


Bindindismótiđ í Galtalćk

  Til nokkurra ára vann ég viđ Bindindismótiđ í Galtalćk um verslunarmannahelgina.  Ţetta var á árunum í kringum 1990.  Ţessi mót voru fjölmenn.  Gestir voru tíu til tólf ţúsund.  Álíka fjöldi og í Vestmannaeyjum.  Stundum fjölmennari. 

  Sérstađa Bindindismótsins var ađ ţar fór allt friđsamlega fram.  Aldrei neitt vesen.  Aldrei nauđganir eđa ađrar líkamsárásir.  Aldrei ţjófnađir eđa illdeilur. 

  Uppistađan af gestum var fjölskyldufólk.  Ţarna voru börn og unglingar í öruggu umhverfi. 

  Öll neysla áfengis var bönnuđ á svćđinu.  Ég vann sem vörđur í hliđinu inn á svćđiđ.  Allir bílar voru stöđvađir.  Ökumönnum og farţegum var bođiđ ađ geyma fyrir ţá áfengi fram yfir mót.  Ađ öđrum kosti yrđi leitađ í bílnum og áfengi hellt niđur ef ţađ finnist.

  Einhverra hluta vegna reyndu sumir ađ smygla áfengi inn á svćđiđ.  Ţví var skipt út fyrir rúđupiss,  sprautađ inn í appelsínur,  faliđ inn í varadekki...  Á skömmum tíma lćrđist hverjir reyndu smygl.  Margir litlir taktar einkenndu ţá.  Til ađ mynda ađ gjóa augum snöggt í átt ađ smyglinu,  hika smá áđur en neitađ var o.s.frv.   

  Fyrir margt löngu hitti ég mann sem sagđist hafa sem unglingur fundiđ pottţétta leiđ til ađ smygla áfengi inn á mótiđ.  Hann mćtti á svćđiđ nokkrum dögum áđur og gróf áfengiđ ofan í árbakka á svćđinu.  Ţegar hann svo mćtti á mótiđ sá hann sér til skelfingar ađ búiđ var ađ hlađa margra metra háum bálkesti ofan á felustađinn.  Í honum var ekki kveikt fyrr en á sunnudagskvöldinu.  

bindismót  


Rekinn og blómstrađi sem aldrei fyrr

  Rokksagan geymir mörg dćmi ţess ađ liđsmađur hljómsveitar hafi veriđ rekinn; í kjölfariđ fundiđ sína fjöl og skiniđ skćrar en hljómsveitin.  Nei,  ég er ekki ađ tala um trommuleikarann Pete Best sem var rekinn úr Bítlunum.  Hans ferill varđ klúđur á klúđur ofan.

  Eitt frćgasta dćmiđ í íslenskri rokksögu er ţegar söngvarinn Pétur Kristjánsson var rekinn úr Pelican.  Ţetta var um miđjan áttunda áratuginn.  Pelican var vinsćlasta hljómsveit landsins.  Pétur brá viđ snöggt;  hafđi samband viđ fjölmiđla sem slógu upp fyrirsögnum um brottreksturinn.  Samtímis stofnađi Pétur eldsnöggur nýja og ferska rokksveit,  Paradís,  međ ungum hljóđfćraleikurum.  Ţađ var kýlt á spilirí út og suđur og hent í plötu.  Sá sem stýrđi fjölmiđlaumrćđunni var góđvinur okkar,  Smári Valgeirsson.  Sá hinn sami og á sínum tíma tók sögufrćgt viđtal viđ Hörđ Torfason.  Smári spilađi á fjölmiđla eins og á fiđlu.  Ég kom smá ponsu viđ sögu;  teiknađi myndir af Pétri í auglýsingar, málađi nafn hljómsveitarinnar á bassatrommuna og eitthvađ svoleiđis. 

  Pétur fékk samúđarbylgju.  Rosa öfluga samúđarbylgju.  Pelican var allt í einu runnin út á tíma.

  Af erlendum dćmum má nefna Jimi Hendrix.  Hann var gítarleikari bandarískrar hljómsveitar, The Isle Brothers,  undirleikara Little Richard um miđjan sjöunda áratuginn.  Rikki var ofurstjarna áratug áđur en mátti á ţessum árum muna sinn fífil fegri.  Hendrix rakst illa í hljómsveit.  Hann var afar óstundvís og notađi vímuefni.  Rikki rak hann.  Ári síđar sló Hendrix í gegn međ "Hey Joe" og varđ í kjölfar stćrsta gítarhetja rokksögunnar.

  Í fljótu bragđi man ég líka eftir Lemmy.  Hann var söngvari og bassaleikari ensku hljómsveitarinnar Hawkwind á fyrri hluta áttunda áratugarins.  Allt gekk vel.  Nema dópneysla Lemmy ţótti um of.  Hann var rekinn.  Stofnađi ţá tríóiđ Motörhead.  Spilađi ţar á gítar og hljómsveitin sló rćkilega í gegn.

  Einnig má nefna enska söngvarann Ozzy Osbourne.  Dópneysla hans gekk fram af félögum hans í Black Sabbath.  Seint og síđar meir gáfust ţeir upp og spörkuđu honum.  Međ dyggri ađstođ konu sinnar snéri hann vörn í sókn og náđi ađ trompa Black Sabbath á mörgum sviđum.

  Hér fyrir neđan má heyra Hendrix og Rikka litla spila lag frćnda ţess fyrrnefnda,  Woody Guthrie,  "Belle Star".   

     


Raunverulegt skrímsli

  Víđa um heim er ađ finna frćg vatnaskrímsli.  Reyndar er erfitt ađ finna ţau.  Ennţá erfiđara er ađ ná af ţeim trúverđugum ljósmyndum eđa myndböndum.  Sama hvort um er ađ rćđa Lagarfljótsorminn eđa Loch Ness skrímsliđ í Skotlandi.  Svo er ţađ Kleppsskrímsliđ í Rogalandi í Noregi.  Í aldir hafa sögusagnir varađ fólk viđ ţví ađ busla í Kleppsvatninu.  Ţar búi langur og ţykkur ormur međ hringlaga munn alsettan oddhvössum tönnum. 

  Margir afskrifa sögurnar sem óáreiđanlegar ţjóđsögur.  En ekki lengur.  Á dögunum voru tvćr ungar vinkonur á rölti um Boresströndina.  Ţćr voru ađ viđra hund.  Hann fann skrímsliđ dautt;  meterslangan hryggleysingja,  5 punda.  Samkvćmt prófessor í sjávarlíffrćđi er ţetta sníkjudýr.  Ţađ sýgur sig fast á önnur dýr,  sýgur úr ţeim blóđ og hold.  Óhugnanlegt skrímsli.  Eins gott ađ hundurinn var ekki ađ busla í vatninu.

  Ef smellt er á myndina sést kvikindiđ betur.  

suga  


Furđulegar upplifanir á veitingastöđum

  Hvers vegna borđar fólk á veitingastöđum?  Ein ástćđan getur veriđ ađ ţađ sé svangt.  Mallakúturinn gargi á nćringu.  Önnur ástćđa getur veriđ ađ upplifa eitthvađ öđruvísi.  Eitthvađ framandi og meira spennandi en viđ eldhúsborđiđ heima.  Ţó ađ pepperóni-sneiđar séu hversdaglegar má hressa ţćr viđ međ ţví ađ ţrćđa ţćr á skrítna grind.  

  Forréttur ţarf ekki ađ vera matarmikill.  En hann getur orđiđ ćvintýralegur sé honum stillt upp eins og hnöttum himins. 

  Nokkru skiptir hvernig ţjónninn ber matinn fram.  Til dćmis međ ţví ađ skottast međ hann á stórri snjóskóflu. 

  Sumt fólk er međ klósettblćti.  Ţađ fćr "kikk" út úr ţví ađ borđa súkkulađidesert upp úr klósetti. 

  Annađ fólk er međ skóblćti.  Ţá er upplagt ađ snćđa djúpsteiktan ost úr skó. 

  Hvernig geta beikonsneiđar sýnt á sér nýja hliđ?  Til dćmis međ ţví ađ vera hengdar upp á snúru.

  Smjörklípa er óspennandi.  Nema henni sé klesst á lófastóran stein. 

  Ţađ er eins og maturinn sé lifandi ţegar hann er stađsettur ofan á fiskabúri.

  Međ ţví ađ smella á mynd stćkkar hún.

veitingar aveitingar bveitingar cveitingar dveitingar eveitingar fveitingar gveitingar h

 

 


Litli trommuleikarinn

  Fá hljóđfćri veita spilaranum jafn mikla eđa meiri útrás en hefđbundiđ trommusett.  Hann hamast á settinu međ öllum útlimum.  Hitaeiningabrennslan er eins og mesti hamagangur á líkamsrćktarstöđvum.  Trommuleikarinn ţarf ađ vera taktfastur,  nćmur á nákvćmar tímasetningar og samhćfa sig öđrum hljóđfćraleikurum.  Einkum bassaleikaranum.  Trommuleikur er góđur bakgrunnur fyrir annan hljóđfćraleik eđa söng.  Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins hófu sinn feril sem trommuleikarar.  Í fljótu bragđi man ég eftir ţessum:

Ragnar Bjarnason

Skapti Ólafsson

Óđinn Valdimarsson

Gunnar Ţórđarson

Laddi (Ţórhallur Sigurđsson)

Rúnar Ţór Pétursson

Hilmar Örn Hilmarsson

Geir Ólafs

Friđrik Ómar

Ólafur Arnalds

Bjartmar Guđlaugsson

Jónas Sigurđsson

Smári Tarfur

Krummi Björgvinsson

Friđrik Dór 


Bönnuđ lög

  Embćttismönnum međ vald ţykir fátt skemmtilegra en ađ banna eitthvađ.  Banniđ kitlar og embćttismađurinn fćr ađ ţreifa á valdi sínu.  Tilfallandi bönn eldast illa ađ öllu jöfnu.  Eitt af ţví sem útvarpsstjórnendur víđa um heim hafa skemmt sér viđ er ađ banna spilun á lögum og jafnvel heilum plötum. 

  Upp úr miđri síđustu öld urđu íslenskir útvarpsstjórnendur duglegir ađ banna lög.  Ţeir héldu ţví áfram alveg fram á miđjan níunda áratuginn.

  Međal - á annan tug - bannađra laga var fyrsta íslenska rokklagiđ,  "Vagg og velta" (illa ortur texti),  svo og "Allt á floti allsstađar" (klám) og "Ég er kokkur á kútter frá Sandi" (heimilisofbeldi).  Tvö lög á fyrstu plötu Trúbrots voru bönnuđ.  Annađ vegna ţess ađ illa ţótti fariđ međ lag eftir Wagner.  Hitt út af ţví ađ orđiđ kýr var rangt fallbeygt. Eins gott ađ Sálin söng ekki fyrr en löngu síđar:  "Haltu ekki ađ ţér hönd!".

 

  Fróđlegt er ađ rifja upp nokkur lög sem voru ýmist bönnuđ í Bretlandi eđa Bandaríkjunum:

  Mörg Bítlalög voru bönnuđ í Bretlandi.  Ţar á međal "Lucy In Sky With Diamonds" (LSD dóp),  "A Day In The Life" (hassreykingar), "Happiness Is A Warm Gun" (klám),  "I´m The Walrus" (klám),  "Back In The USSR" (Sovétáróđur) og "Come together" (Coca Cola auglýsing.  "Lola" međ The Kinks var bannađ af sömu ástćđu).    

 

  Eftir ađ Bítlarnir héldu í sólóferil var enn veriđ ađ banna lög ţeirra.  "Imagine" međ John Lennon (áróđur gegn hernađi) og "Give Ireland Back To The Irish" međ Paul McCartney (áróđur fyrir ađskilnađi Norđur-Írlands og Bretlandi).

  Lagiđ "Puff The Magic Dragon" međ Peter, Paul & Mary var bannađ samkvćmt skipun frá ţáverandi varaforseta Bandaríkjanna,  Spiro Agnew.  Hann sagđi ţetta vera dóplag.  Banniđ margfaldađi sölu á laginu.  Höfundarnir,  Peter og Paul,  hafa alltaf fullyrt ađ textinn hafi ekkert međ dóp ađ gera.  Hann lýsi bara uppvexti unglings.

  "My Generation" međ The Who var bannađ vegna ţess ađ söngvarinn leikur sér ađ ţví ađ stama.  Ţađ var skilgreint sem árás á fólk međ talgalla.  Ég stamađi mjög sem barn og geri töluvert af ţví enn.  Samt í mildari útgáfu međ aldrinum.  Ég afgreiđi stamiđ meira eins og hik í dag.   Mér ţykir gaman ađ stama og elska lög eins og "My Generation" og "You Ain´t See Nothing Yet".  

  Upphaflega kom stamiđ hjá söngvaranum,  Roger Daltey,  óviljandi til af ţví ađ hann kunni ekki textann almennilega.  Öđrum ţótti stamiđ setja skemmtilegan svip á flutninginn.

  Bandarísku ljúflingarnir í Blondie máttu sćta ţví ađ lagiđ "Atomic" var bannađ.  Ţótti vera gegn hernađi.  

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband