Fćrsluflokkur: Tónlist

Plötuumsögn

Skalmold-Baldur

  -  Titill:  Baldur

  -  Flytjandi:  Skálmöld

  -  Útgefandi:  Tutl
.
  -  Einkunn:  ***** (af 5)
.
  Orđiđ víkingarokk segir ekki alla sögu um ţungarokk Skálmaldar.  Nćrtćkt er ađ vísa frekar til fćreysku hljómsveitarinnar Týs og hliđarverkefnis forsprakka hennar,  Hera Joensen,  Heljareyga.  Skálmöld tekur víkingarokkiđ ţó töluvert lengra.  Međal annars međ vel útfćrđum fjölrödduđum kvćđasöng og ţróttmiklum 16 manna karlakórssöngur.  Ţetta er ţjóđlagakennt (etnískt) ţungarokk sem sćkir í söngrćnt (melódískt) og rymjandi dauđarokk og jafnvel svartmálm.  Einnig er ţarna margt sem minnir á Tý og Heljareyga,  eins og áđur er tćpt á.
  Liđsmenn Skálmaldar koma úr ýmsum ţekktum hljómsveitum,  svo sem pönksveitinni Innvortis,  grallarasveitinni Ljótu hálvitunum,  Ampop,  Klamidiu X og Hrauni.  Hljómsveitum sem eru ţekktari fyrir mun léttari músík en víkingarokkiđ međ Skálmöld.  Ég veit ekki hvađ liđsmenn Skálmaldar taka sig alvarlega sem víkingarokkara.  Ţá er ég ađ vísa til galsans í Ljótu hálvitunum og Innvortis.  Ţó er ekki annađ ađ heyra en ađ um einlćgt og sannfćrandi víkingarokk sé ađ rćđa.
.
  Hljóđfćraleikur er góđur;  líflegur og blessunarlega laus viđ stćla og sýndarmennsku.  Forsöngur er kraftmikill og flottur.  Gestasöngvarinn Addi í Sólstöfum á dúndur innlegg.  Lagasmíđar eru alveg ljómandi.  Textar Snćbjarnar Ragnarssonar eru haganlega ortir međ stuđlum og höfuđsstöfum.  Ţeir rekja sögu víkingsins og ásatrúarmannsins Baldurs.  Fjölskylda hans og heimili verđa fyrir fólskulegri árás ađ Baldri fjarstöddum.  Ţá er ekki um annađ ađ rćđa en leita hefnda.    
.
  Ţetta er góđ plata.  Hún hljómar best ţegar hlustađ er á hana alla í heild.  Kannski frekar ţungmelt í fyrstu atrennu en vex verulega viđ frekari hlustun.  Sprćk og hressandi.  Vel heppnuđ í alla stađi.  Tvímćlalaust ein af bestu og skemmtilegustu plötum ársins 2010.  Ég setti hana á minn lista í áramótauppgjöri Fréttablađsins.  Ég hef sterkan grun um ađ ađrir ţátttakendur í áramótauppgjörinu hafi ekki veriđ komnir međ plötuna í hendur.  Hún kom svo seint á markađ:  Um sama leyti og menn skiluđu inn sínum áramótalista til Fréttablađsins (og annarra fjölmiđla). 
.
  Umslagshönnun Hallmars Freys Ţorvaldssonar myndar glćsilega og óađfinnanlega gjörđ utan um glćsilega plötu. A+ fyrir umslagiđ.
.
  Íslenskir plötuútgefendur höfđu lítinn áhuga á  Baldri.  Ţess vegna er platan gefin út af fćreyska plötufyrirtćkinu Tutl (framboriđ Tútl á fćreysku.  Tutl er fćreyskt orđ yfir hljóđiđ sem heyrist ţegar vatnsdropi fellur á vatn.  Ég held ađ ekki sé til neitt íslenskt orđ yfir ţađ.  Orđin skvamp, drypl og gutl ná ţví ekki alveg).  Fćreyingarnir munu ekki sjá eftir ţví ađ gefa ţessa plötu út.  Baldur  mun seljast vel og lengi út um allan heim.  Fyrsta upplag,  1000 eintök,  seldist upp nánast á einum degi.  Annađ upplag er í vinnslu.  Velgengni platna Týs hjá Tutl á alţjóđamarkađi mun klárlega nýtast bćrilega viđ sölu og markađssetningu á  Baldri  Skálmaldar.  Hljómsveitin Týr og plötur hennar eru komnar á góđan stall á alţjóđamarkađi víkingarokks. 
  Á Týsdaginn (ţriđjudag) verđur Rokkland sunnudagsins endurflutt á rás 2 eftir útvarpsfréttir klukkan 22.00.  Ţáttuiinn er helgađur Skálmöld og  Baldri.
.
 
  Hér er sýnishorn í betri hljómgćđum:

Óvćnt uppgötvun: Lítiđ ţekkt íslensk hljómsveit í bandarískri plötubúđ

  Ţađ er alltaf gaman og dálítiđ skrýtiđ ađ sjá íslenskar plötur í útlendum plötubúđum.  Ekki síst í dag eftir ađ plötubúđir heimsins eru orđnar fátćklegri af "sjaldgćfari" plötum og gera meira út á ţađ sem hćst ber á vinsćldalistum.  Ţađ er hćgt ađ ganga ađ plötum Bjarkar,  Sykurmolanna,  Sigur Rósar og Jónsa sem vísum í útlendum plötubúđum.  Svo rekst mađur á eina og eina íslenska plötu sem vekur undrun.

  Fyrir áratug keypti ég plötuna "Saga rokksins" međ Ham í plötubúđ í Prag í Tékklandi.  Ţađ var óvćnt og gaman.  Í Berlín í Ţýskalandi keypti ég plötu međ I Adapt fyrir nokkrum árum.  Ţar var meira ađ segja veriđ ađ spila hana í hátölurum búđarinnar er ég gekk ţar inn.  Afgreiđslumennirnir sýndu mér ađ auki jákvćđan plötudóm um plötuna í ţýsku blađi.  Blađiđ suđađi ég út úr ţeim til ađ sýna strákunum í I Adapt.

  Fyrir tveimur árum rakst ég á sömu plötu í plötubúđum í Póllandi.  Ţađ var einnig fjallađ um hana í ţarlendum rokkblöđum.  Í ljós kom ađ um sjórćningjaútgáfu var ađ rćđa.  Síđast ţegar ég frétti voru liđsmenn I Adapt komnir međ lögfrćđing í máliđ.

  Á dögunum í New York fann ég í plötubúđ plötu međ íslensku hljómsveitinni Pascal Pinon,  samnefnda hljómsveitinni.  Í bandaríska rokkblađinu Under the Radar er umfjöllun um ţessa plötu.  Hún fćr ţar einkunnina 6 (af 10). 

  Ég veit fátt um ţessa hljómsveit.  Nema ţekki lagiđ ljúfa sem hér fylgir međ.  Hef heyrt Bubba spila ţađ í "Fćribandinu" á rás 2.  Virkilega krúttlegt lag.

  Í umsögn um plötuna í Under the Radar segir ađ hljómsveitin Pascal Pinon sé nefnd í höfuđin á tvíhöfđa sirkus-fríki.  Ţar segir líka ađ tónlist hljómsveitarinnar sé samin af 14 ára tvíburasystrum.  Um sé ađ rćđa ađlađandi lo-fi (lágstemmd naumhyggja) tónlist spilađa á kassagítar,  flautu og klukknahljóm (mér heyrist sem ţarna laumist líka lágvćrt hljómborđ međ.  Mitt innskot).  Ţađ megi skilgreina ţetta sem krúttlegt en sé um leiđ hrífandi og mildur hljóđheimur sem lofi bjartri framtíđ.     

  Under the Radar fćst ekki hérlendis.  Ef einhver hér ţekkir til stelpnanna í Pascal Pinon skal ég senda ţeim eintak af blađinu međ plötudómnum. 


Hrun í miđasölu á hljómleika

  Fyrir bankahrun voru Íslendingar hljómleikaglađasta ţjóđ heims miđađ viđ höfđatölu.  Kókaínsniffandi bankarćningjar og ađrir orsakavaldar og sukkkóngar hrunsins máttu ekki eiga afmćli öđruvísi en "rigga" upp hljómleikum međ Elton John,  50 Cent,  Ziggy Marley,  Tom Jones eđa Bubba Morthens. 

  Almenningi bauđst líka ađ mćta vikulega í Nasa,  Laugardalshöll eđa Egilshöll á hljómleika međ stjörnum á borđ viđ Bob Dylan,  Morrisey,  Lou Reed,  Patti Smith,  Roberti Plant,  Megadeath,  Harum Scarum og bara eiginlega öllum öđrum af ţessum helstu.

  Frá haustmánuđum 2008 hefur lítiđ orđiđ vart viđ hljómleika útlendra stórstjarna hérlendis.  Nema Eivarar.  Hún er reyndar eiginlega fósturdóttir Íslands.  Og jafnan uppselt á hljómleika međ henni.  Líka eftir bankahrun.  Íslenskir tónlistarmenn hafa sömuleiđis átt góđri ađsókn á hljómleika ađ fagna.  Nćgir í ţví sambandi ađ benda á jólahljómleika Frostrósa og Björgvins Halldórssonar. 

  Ţessu er ekki ţannig fariđ í Bandaríkjum Norđur-Ameríkubankahrun quilera var aflýst vegna drćmrar miđasölu (gott mál).  Hljómleikaferđ írsku risanna í U2 var frestađ til 2011.  Lilith Fair hélt sinni hljómleikaferđ til streitu ţrátt fyrir hálftóma hljómleikasali.  Miđaverđ á hljómleika Rihönnu,  American Idol Live!,  Warped Tour og margra annarra var lćkkađ niđur í 10 dollara (1200 kall) úr nokkur ţúsund kalli. 

  Á móti vegur lítillega ađ söluaukning varđ á miđum á helstu árlega rokkhátíđ framsćkins rokks í Bandaríkjunum,  Lollapalooza.  2009 voru 225 ţúsund miđar seldir á Lollapalooza.  2010 seldust 238 ţúsund miđar á Lollapalooza. 

  Svo virđist sem bandarískir hljómleikagestir séu orđnir vandlátari varđandi hljómleika.  Ţeir vilja frekar borga hćrri upphćđ fyrir tónlistarhátíđir međ 30 hljómsveitum en helmingi lćgri upphćđ fyrir hljómleika međ 2 - 3 nöfnum.  Ţetta má kannski líka merkja af ađsókn á áđurnefnda jólahljómleika hérlendis,  svo og Iceland Airwaves. 

  Perry Farell,  forsprakki Porno for Pyros,  er forsprakki Lollapalooza.  Ađalnúmer Lollapalooza 2010 var Soundgarden: 


Kominn inn á Ameríkumarkađ

 högni-L

 

  Bandaríski músíkmarkađurinn er sá stćrsti í heimi.  Ekki ađeins er Kaninn liđtćkur neytandi músíkur í öllu formi (plötukaup,  ađsókn á hljómleika,  útvarpshlustun,  gláp á tónlistarefni í sjónvarpi og svo framvegis) heldur er bandaríski markađurinn gegnum gangandi verulega ráđandi í músíkmarkađi heimsins.  Sá sem slćr í gegn í bandaríska skemmtiiđnađinum er sjálfkrafa kominn inn á heimili heimsbyggđarinnar:  Í gegnum sjónvarpsţćtti,  slúđurdálka blađa og annađ í ţá veru.

  Heimsbyggđin fylgist međ bandarískum vinsćldalistum (músík,  kvikmyndir,  bćkur...),  verđlaunahátíđum á borđ viđ Óskarinn,  Grammy,  Golden Globe,  Golden Dildo,  Frćgđarhöll rokksins og hvađ ţetta heitir allt.

  Nú er Íslandsvinurinn Högni Lisberg frá Fćreyjum kominn inn fyrir ţröskuldinn í Bandaríkjunum.  Síđasta haust kom lag međ honum út í hljóđrás tölvuleiks sem heitir NBA 2K II.  Ţetta er körfuboltaleikur sem selst í milljónaupplagi.  Lagiđ sem um rćđir heitir Bow Down.  Myndbönd međ Högna (og úr tölvuleiknum) ţar sem ţetta lag er flutt hafa til samans fengiđ nćstum 200 ţúsund innlit á ţútupunni.  Ţađ er heldur betur stökk frá ţví sem áđur var.  Önnur myndbönd međ Högna hafa fengiđ 2 - 3 ţúsund innlit.  Hans vinsćlasta lag fram ađ útkomu NBA 2K II,  Morning Dew,  er komiđ međ 10 ţúsund innlit.  Ţađ lag sat vikum saman á íslenska og fćreyska vinsćldalistanum og fékk fína spilun í útvarpi í Sviss,  Danmörku og víđar fyrir nokkrum árum.  Samnefnd plata náđi jafnframt 1. sćtinu á Íslandi og í Fćreyjum.  Í Fćreyjum var  Morning Dew  plata ársins 2005 í fćreysku tónlistarverđlaununum.

  Í kjölfar útgáfu NBA 2K II tölvuleiksins hafa bandarískar útvarpsstöđvar byrjađ ađ spila  Bow Down.  Bandaríska plötufyrirtćkiđ Spectra Records brá viđ skjótt og bauđ Högna útgáfusamning.  Hafđi samband viđ hann ađ fyrra bragđi.  Högni skrifađi undir samninginn á dögunum.  Samningurinn kveđur á um ađ Spectrum gefi út og dreifi plötu Högna,  Haré Haré,  í bandarískar og kanadískar plötuverslanir.  Haré,  Haré  kom ut í Evrópu fyrir ţremur árum og inniheldur lagiđ  Bow Down.

  Spectra Records er ţekktast fyrir ađ gefa út plötur međ svokölluđum sívinsćlum rokkurum og poppurum (classic rock / pop).  Má ţar nefna Paul Young,  T. Rex,  Cutting Crew,  Lou Gramm,  Rock Star (súper-grúppan (Metallica/Guns 'N´Roses/Mötley Crue-dćmiđ sem Magni keppti um ađ verđa söngvari í) og fleiri slíka.  Fyrir bragđiđ er dreifingakerfi fyrirtćkisins til plötuverslana ţétt og sívirkt.   

  Högni sló upphaflega í gegn sem trommuleikari fćreysku súper-grúppunnar Clickhaze.  Međ henni spilađi hann á nokkrum hljómleikum hérlendis 2003 (ţegar fćreyska bylgjan skall á).  Síđar hefur Högni m.a. spilađ sitthvort áriđ á Iceland Airwaves.  Ţá sem gítarleikari og söngvari.  Einnig hefur hann sungiđ hérlendis viđ undirleik hljómsveitar á Atlantic Music Event,  svo og spilađ á trommur á hljómleikaferđum hennar um Ísland í fyrra.  


15 ára systir Eivarar fetar í fótspor stóru systur

 

  Einn af fallegustu söngvum fćreysku álfadísarinnar Eivarar er um yngri systur hennar tvćr,  Elínborgu og Elísabetu.  Nú er Elínborg orđin 15 ára og farin ađ hasla sér völl sem tónlistarkona;  söngkona,  gítarleikari og söngvahöfundur.  Hér er sýnishorn af ţví sem hún hefur fram ađ fćra: 

 http://www.roddin.fo/?p=2842

  Stelpan fer vel af stađ.  Hún segist ekki finna fyrir neinum ţrýstingi varđandi samanburđ viđ farsćlan feril stóru systur.  Ţvert á móti sé velgengni Eivarar sér hvatning.  Elínborg segir:  "Ég hef minn eigin stíl og reyni ekki ađ eltast viđ ţađ sem ađrir ćtlast til af mér." 

  Sama viđhorf er einmitt eđall Eivarar og ađ mörgu leyti lykillinn ađ velgengni hennar.

 


Íslensk plata í toppsćti í áramótauppgjöri bandarísks poppblađs

 

  Í New York eru blađavagnar út um allar gangstéttir.  Ţeir eru eins og stórir pylsuvagnar.  Nema hvađ framhliđin er hlađin dagblöđum og tímaritum.  Einnig eru drykkir og nammi seld í ţessum vögnum.  Ţađ er líka allt morandi í innisjoppum međ ennţá meira úrvali af dagblöđum og tímaritum,  sem og einhverju nammi og drykkjum. 

  Ţađ merkilega viđ ţessa sölustađi er ađ yfirleitt er ţar ađeins eitt bandarískt poppmúsíkblađ til sölu,  Rolling Stone.  Hinsvegar er fjöldi breskra poppmúsíkblađa í bođi á ţessum stöđum. Til ađ mynda UncutMojoClassic RockNMEClashRecord CollectorQ og svo framvegis.  Ég átta mig ekki á ţví hvers vegna svona gott úrval af breskum poppmúsíkblöđum er ađ finna ţarna en einungis eitt bandarískt.

  Í Bandaríkjunum er gefinn út aragrúi af poppmúsíkblöđum.  Ţau er aftur á móti ađeins ađ finna í allra stćrstu bókabúđum.  Eitt slíkt heitir Under the Radar.  Í nýjasta hefti ţessa tímarits er ađ finna ýmsa skemmtilega áramótalista.  Međal annars yfir bestu plötur ársins 2010.  Viđ hliđ leiđara blađsins er birtur listi hvers yfirmanns blađsins fyrir sig yfir bestu plöturnar.  Aftar er í blađinu er síđan sameiginlegur listi reiknađur út frá listum 22ja blađamanna blađsins.

  Til gamans birti ég hér lista Lauru Studarus,  ađstođarritstjóra Under the Radar:

jonsi-go

1   JónsiGo

2   Sufjan StevensThe Age of Asz

3   Club 8The People´s Record

4   Beach HouseTeen Dream

5   Arcade FireThe Suburbs

6   Local Natives:   Gorilla Manor

7   DelphicAcolyte

8   Mark Ronson & The Business Intl.Record Collection

9   Charlotte Gainsbourg:   IRM

10  Sharon Jones & The Dab Kings I Learned the Hard Way 


Íslenskur tónlistarmađur í hávegum í New York

  Ţađ voru mér smávćgileg vonbrigđi ađ hitta ekki á neina spennandi hljómleika á međan ég dvaldi í Nýju Jórvík.  En yfirdrifiđ nóg frambođ var og er hinsvegar á söngleikjum á Breiđvangi (Broadway).  Ţar báru hćst  American Idiot  eftir bandarísku popp-pönksveitina  Green Day  og  Rain  sem byggir á lögum bresku  Bítlanna.  Liđsmenn Green Day fara sjálfir međ hlutverk í  American IdiotBilly Jo Armstrong  fékk lofsamlega umsögn hjá gagnrýnendum,  sem voru samstíga í ađ gefa söngleiknum 3 stjörnur (af 5).

  Green Day tríóiđ er ađeins of poppađ fyrir minn smekk.  Ţar fyrir utan eru söngleikir ekki mín bjórdós.  En Green Day er í hópi allra vinsćlustu hljómsveita heims síđustu árin. 

  Ég tvísté í 2 sek á međan ég hugsađi mig um hvort ég ćtti ađ skella mér á  Rain.  Titillagiđ er flott međ Bítlunum.  Ţegar á reyndi ćtla ég frekar ađ reyna ađ komast einhvertíma á hljómleika međ Bítlunum sjálfum en eftirhermum. 

  Međal hljómleika sem bođiđ er upp á í New York ţessa dagana og eru mest auglýstir fara fremst í flokki breska hljómsveitin  Gang of Four  og síđan breska söngkonan  Ari Up.  Bćđi fyrirbćrin voru hluti af bresku pönkbyltingunni á áttunda áratugnum. 

  

  Gang of Four kom međ nýjan og ferskan stíl,  fönk-pönk,  inn í pönkiđ.  Jafnframt lögđu ţeir til fleiri nýjunar á borđ viđ anti-gítarhetju-stíl og leiđandi samspil trommu- og bassaleiks.  Áhrif frá Gang of Four eru enn í dag sterk í rokkinu og bergmála í tónlist  Franz FerdinandsRed Hot Chili Peppers og slíkra.  Vandamáliđ međ Gang of Four er ţađ ađ fyrstu 2 plötur hljómsveitarinnar voru flottar en allar seinni plötur eru ađeins venjulegt popp.  

  Ari Up var söngkona kvenna-reggí-pönksveitarinnar  The Slits.  Hún var kćrasta  Joes Strummers í  The Clash  áđur en sú hljómsveit sló í gegn. 

  Ennţá eldri popparar og hljómsveitir eru međ hljómleika í New York um ţessar mundir:  Gamli bandaríski blúsjálkurinn  Johnny Winter og bandarísku hippasveitirnar  Lovin´ Spoonful  og  Blood, Sweat & Tears.  Nokkrir ţekktir djassistar:  Wayne ShorterKeith Jarrett  og  Bill Evans (sennilega saxófónleikarinn ţví samnefndur píanóleikari og mikill snillingur er dauđur).

  Svo eru ţađ hljómleikar međ bandarísku nýgítarsveitinni The Smithereens,  sćnsku söngkonunni Robyn,  bandarísku söngkonunni  Lauryn Hill,  bandaríska ţjóđlagarokkaranum  Tao Rodriguez Seeger  og íslenska tónlistarmanninum  Ólafi Arnalds.  Ţau hafa öll sungiđ og spilađ á Íslandi nema Tao.  Lauryn er tengdadóttir Bobs heitins Marleys og sló í gegn međ hljómsveitinni The Fugees.  Tao er barnabarn söngvahöfundarins frćga Petes Seegers ("Turn,  Turn,  Turn",  "Where Have All The Flowers Gone?",  "If I Had A Hammer",  "The Bells Of Rhymney"...).  Tao og  James McColl,  ađalsprauta bresku hljómsveitarnnar  Bombay Bycicle Club,  eru náskyldir.  Amma James,  Peggy Seeger,  er systir Petes Seegers.  Bombay Bycycle Club var ađalnúmeriđ á Iceland Airwaves síđasta haust.

  Af auglýsingum og kynningum í New York má ráđa ađ Ólafur Arnalds og Lauryn Hill séu álíka ţekkt á ţessum slóđum.  Eini munurinn er sá ađ inn á auglýsingar um hljómleika Laurynar er búiđ ađ bćta viđ:  "Uppselt!"

  Ţađ segir eitthvađ um hvađ Ólafur Arnald er vel kynntur í New York ađ myndbandiđ hér fyrir neđan hefur fengiđ hátt í 700 ţúsund heimsóknir. 


Bestu plötur ársins 2010 - Ólöf Arnalds búin ađ stimpla sig inn

  Hér fyrir neđan er listi breska poppblađsins Uncut yfir bestu plötur ársins 2010.  Ég mun síđar (kannski á morgun?) setja hér inn stöđu sömu platna annarra fjölmiđla.  Ţessu nýjasta tölublađi Uncut fylgir diskur međ 15 lögum af bestu plötum ársinsn 2010.  Ţar á međal er lag af plötu Ólafar Arnalds, "Innundir skinni". 

  Nýjustu fréttir eru af ţví ađ Nick Cave hafi valiđ Ólöfu Arnalds til ađ spila međ Grinderman í Ástralíu.   Ólöf er klárlega komin á kortiđ.

  Svona er listinn hjá Uncut:

1   Joanna Newsom:  Have One on Me 
2   Neil Young:  Le Noise
3   Paul Weller:  Wake up the Nation
4   Arcade Fire: The Suburts
5   Robert Plant:  Band of Joy
6   Ariel Pink´s Hunted Graffity:  Before Today
7   John Grant:  Queen of Denmark
8   Ali Farka Toure & Tuomani Diabite: Ali & Toumani
9   LSD Soundsystem: This is Happening
10  Grinderman:  Grinderman II
11  Drive-By Truckers:  The Big To-Do
12  These New Puritans:  Hidden
13  Wampire Weekends:  Contra
14  The National:  High Violet
15  Field Music:  Field Music (Measure)

16  Gil Scott-Heron:  I´m New Here
17  The Fall: Your Future our Clutter
18   Gorillaz:  Plastic Beach
19   Manic Street Preachers:  Portcards from a Young Man
20   Oneothrix Point Never:  Returnal
49   Ólöf Arnalds:  Innundir skinni

Eigulegur mynddiskur

Herbert Guđmundsson í Íslensku óperunni

Titill:  Herbert Guđmundsson í Íslensku óperunni

Undirtitill:  Ný spor á íslenskri tungu - "Svarađu"

Flytjendur:  Herbert Guđmundsson og 14 manna sveit hljóđfćraleikara og bakraddasöngvara

Útgefandi og framleiđandi:  HG hljómplötur

Einkunn:  ****1/2 (af 5)

  Ţađ er fengur ađ ţessum nýja mynddiski međ Herberti Guđmundssyni.  Diskurinn er vel heppnađur í nánast alla stađi.  Ţarna er bođiđ upp á 14 lög frá hljómleikum Herberts í Íslensku óperunni ásamt sérunnum myndböndum viđ 5 vinsćlustu lög hans.

  Hljómleikalögin eru flest af plötunni  Ný spor á íslenskri tungu.  Einnig eru ofursmellirnir  Can´t Walk Away  og  Hollywood  fluttir í mögnuđum hátíđarútsetningum.  Fyrrnefnda lagiđ er flutt í ljúfum einsöngsstíl viđ píanóundirleik Ţóris Úlfarssonar.  Lagiđ stendur sterkt í ţessum látlausa búningi.    Stundum hafa heyrst ţćr raddir ađ ástćđan fyrir ţví ađ  Can´t Walk Away  hefur lifađ betur og lengur öllum öđrum "80´s" lögum sé sú ađ ţrátt fyrir "80´s" hljóđheim lagsins hafi útsetning lagsins jafnframt hitt á einhvern töfrandi sí-nútímalegan tónblć.  Flutningurinn á hljómleikunum í Íslensku óperunni tekur af allan vafa um ađ laglínan er svo flott ađ hún spjarar sig ekkert síđur í einföldustu útfrćslu. 

  Hollywood  er sömuleiđis glćsilegt lag viđ undirleik strengjasveitar og fallegra bakradda.

  Önnur lög frá hljómleikunum eru flest fallegar ballöđur.  Sumar falla undir ţađ sem kallast kraft-ballöđur (power ballads = ţegar herđir á og rafmagnađir gítarhljómar ágerast í viđlagi og / eđa er líđur á lagiđ).  Í sumum lögum örlar á soul- og vćgum gospel-keim.  

  Ţeir sem ţekkja tónlist Herberts ađeins af vinsćlustu lögunum í útvarpi vita ekki ađ Hebbi er rokkari inn viđ bein.  Á sínum tíma var hann ţekktur fyrir ađ vera sá íslenskur söngvari sem átti auđveldast međ ađ syngja eins og Robert Plant (Led Zeppelin).  Röddin er há og björt og hann á auđvelt međ ađ gefa í,  líka á hćstu tónum.  Ţarna eru einnig hressileg rokklög.  Ţađ er ekki á allra vitorđi ađ á sínum tíma spiluđu Utangarđsmenn međ honum inn á plötu í nokkrum lögum.  Í rólegri lögum er stundum nettur Lennon í röddinni.  Nćst ţegar blásiđ er til Lennon-hljómleika mćtti hafa í huga ađ enginn syngur  Imagine  Lennon-legra en Hebbi.

  Herbert er góđur lagahöfundur,  afbragđs söngvari og líflegur á sviđi.  Í hljómsveitinni á hljómleikunum í Íslensku óperunni er einvalaliđ hljóđfćraleikara og bakraddasöngvara.  Hebbi kynnir Jóhann Ásmundsson sem besta bassaleikara landsins og Ingólf Sigurđsson sem besta trommuleikara landsins.  Ég bćti viđ ađ ţarna eru einnig tveir af bestu gítarleikurum landsins:  Tryggvi Hübbner og Jón Elvar.  Allir fara hljóđfćraleikararnir á kostum:  Trana sér hvergi međ stćlum heldur afgreiđa sitt hlutverk af smekkvísi,  gefa af sér og spila af innlifun án session-yfirbragđs.  Enda hafa sumir ţeirra spilađ lengi međ Hebba.  Bćđi í hljómsveitum og inn á sólóplötur.

  Upptaka á hljómleikunum er góđ.  "Sándiđ" er tćrt en ţétt.

  Auk hljómleikalaganna eru á mynddisknum sérunnin vönduđ myndbönd viđ 5 lög frá 1985 (Can´t Walk Away) til 2010 (Time).  Allt eđal "stöff" sem ţegar er klassík.  Ţađ er gaman ađ bera saman hljómleikaupptökurnar og myndböndin viđ  Can´t Walk Away  og  Hollywood.  Útsetningarnar eruskemmtilega ólíkar.

  Herbert Guđmundsson í Íslensku óperunni  er mynddiskur sem allir ađdáendur Hebba verđa ađ gefa sjálfum sér í jólagjöf.  Diskurinn er sömuleiđis jólagjöfin í ár handa vinum og vandamönnum.  Ţađ er upplagt fyrir fyrirtćki ađ gleđja viđskiptavini sína (innan og utan lands) og starfsfólk međ honum í jólapakkann. 

 


Bestu plötur ársins 2010 - IV. hluti

  Síđustu dagana hef ég birt hér nokkra bandaríska lista yfir bestu plötur ársins 2010.  Ţeir eru úr poppmúsíktímaritunum Rolling Stone og Spin,  svo og netsíđunni amazon.com.  Ţá lista má sjá hér örlítiđ neđar á bloggsíđunni.  Nú er röđin komin ađ einum breskum lista.  Ţađ er áramótalisti ritstjórnar BBC.  Ţar á bć hafa menn tekiđ saman marga lista yfir bestu plötur hinna ýmsu músíkflokka:  Klassíska músík,  djass,  ţjóđlagamúsík og svo framvegis.  Ţessi listi hér er í flokknum "indie og rokk".  En ćtti kannski ađ vera undir flokki sem héti "rapp og rokk".  Innan sviga er stađa sömu plötu á bandarísku listunum.  Fremsti sviginn sýnir stöđu plötunnar á lista Rolling Stone.  Sá nćsti er stađan hjá Spin.  Sá aftasti er stađan hjá amazon.com.

 

.
1
Drake - Thank Me Later (7) (16) (-)
.
2
Deftones - Diamond Eyes (-) (-) (-)
3
The Roots - How I Got Over
(29) (-) (-)

 

4
Big Boi - Sir Lucious Left Foot: The Son of Chico Dusty (21) (-) (-)

5
Kanye West - My Beautiful Dark Twisted Fantasy
(1) (1) (5)

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband