Fćrsluflokkur: Tónlist
24.2.2011 | 21:29
Bestu plötur tíunda áratugarins
Tónlist | Breytt 26.2.2011 kl. 23:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
23.2.2011 | 03:04
Bráđskemmtileg spurningakeppni
Fyrir nokkrum árum slćddist ég inn á skemmtistađ í miđborginni ásamt Sigga Lee Lewis. Erindiđ var ađ spreyta okkur í poppspurningakeppni, svokallađri "poppquest". Ég man ekki nafn skemmtistađarins. Hann er ekki lengur starfrćktur en var rekinn af Ingu Sóley, ljósmyndara. Spurningahöfundur var Valgeir Guđjónsson, tónlistarmađur. Leikar fóru ţannig ađ viđ Siggi enduđum í jafntefli viđ einhverja ađra. Ţá var fariđ í bráđabana. Viđ Siggi enduđum í 2. sćti. Ţađ var ekkert nema gaman. Sigurliđiđ var hljómsveit sem ég man ekki lengur hver var.
Ég hef ekki aftur tekiđ ţátt í svona spurningaleik. Fyrr en í kvöld. Hreiđar og Danni úr Gyllinćđ plötuđu mig međ sér í rokkquest á Dillon. Ég veit ekki hver spurningahöfundur var. Hann er kallađur Addi (heyrđist mér) og ku vera trúbador. Spurningarnar voru flestar leiddar út frá flutningi Adda á hinum ýmsu dćgurlögum. Ţađ er líflegt og skemmtilegt fyrirkomulag. Spurningarnar voru fjölbreyttar, bćđi varđandi tímatal og músíkstíla. Ţćr voru 15 talsins. Hver spurning var í nokkrum liđum og gat gefiđ 2 og allt upp í 4 stig.
Ţegar stig voru saman talin reyndist sigurliđiđ vera međ 37 stig. Mitt liđ var međ 36 stig. Liđiđ í 3ja sćti náđi 35 stigum.
Í ljós kom ađ sigurliđiđ var skipađ valinkunnum tónlistarmönnum: Adda söngvara og gítarleikara hinna frábćru Sólstafa; Hróa bassaleikara Atomstöđvarinnar og Páls Rósinkrans; svo og Bergi bassaleikara - ađ ég held - Buffs og Dúndurfrétta.
Ţetta var hin besta skemmtun og hellingur af bjór í verđlaun.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2011 | 00:59
Plötuumsögn
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2011 | 01:27
Jónsi á lista hjá Spin
Ţađ er alltaf eitthvađ rosalega gaman viđ ađ sjá íslenska tónlistarmenn skora mark í útlöndum. Rétt eins og ţađ er gaman ađ sjá íslenskar plötur í útlendum plötubúđum. Jafnvel ţó ţađ sé ađ verđa hversdagsleg sjón ađ sjá plötur Bjarkar, Sigur Rósar, Emilíönu Torríni og Jónsa í útlendu plötubúđunum. Extra gaman var ađ sjá plötu unglingsstelpnanna Pascal Pinon í stćrstu plötubúđ New York í síđasta mánuđi og lesa lofsamlegan dóm um ţá plötu í bandaríska rokkblađinu Under the Radar. Svo ekki sé minnst á plötur I Adapt í ţýskum og pólskum plötubúđum.
Nćst söluhćsta poppblađ Bandaríkjanna (á eftir Rolling Stone) er Spin. Í nýjasta heftinu upplýsa 25 poppstjörnur hverjar eru ţeirra uppáhaldsplötur og uppáhaldslög frá síđasta ári. Tilnefningar ţeirra eru rökstuddar. Ţar á međal tilnefnir Haylay Williams í Paramore lagiđ Month of May međ Arcade Fire; Ezra Koenig ađ uppáhaldsalagiđ sé Zebra međ Beach House; Wayne Cone í Flaming Lips ađ uppáhalds lag sitt sé Born Free međ M.I.A.
Randy Randall í No Age tilnefnir plötuna Le Noise međ Neil Young.
Og Michael Angelakos í Passion Pit tilnefnir plötuna Go međ Jónsa. Rökin eru ţau ađ hann hafđi lesiđ um ađ platan ćtti ađ vera órafmögnuđ. Hún hafi hinsvegar ţróast í ađ verđa hamingjulega himnesk. Plötur Sigur Rósar séu myrkar og ţunglyndislegar en auđheyrt sé ađ Jónsi hafi skemmt sér viđ ađ gera Go.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2011 | 23:18
Ljósmyndir af Ópi
Um síđustu helgi gerđi ég góđ skil frábćrum tónleikum Óp-hópsins í Salnum í Kópavogi. Ţađ má međal annars lesa međ ţví ađ smella á ţessa slóđ: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1141979/#comments . Eđa fletta smávegis niđur ţessa síđu. Ţarna vakti ég bjartar vonir um ađ á ţessum vettvangi yrđu birtar ljósmyndir af fjörinu. Ţađ er ekki venja ađ valda vonbrigđum ţegar svona hlutir eru til umrćđu. Hér birtast myndirnar, teknar af verđlaunaljósmyndaranum Ingólfi Júlíussyni:
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2011 | 22:09
Olli skelfingu
Fćreyingar fylgdust spenntir međ sjónvarpsútsendingu á forkeppninni hérlendis í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöđva í gćrkvöldi. Enda hinn vinsćli fćreyski söngvari og söngvahöfundur, Jógvan Hansen, í fremstu víglínu. Gallinn var sá ađ ţađ hafđi alveg gleymst ađ vara Fćreyinga viđ laginu Eldgosi. Á fésbókar- og bloggsíđum hefur í dag mátt sjá fjölda einhćfra ljósmynda af viđbrögđum skelfingu lostinna fćreyskra sjónvarpsáhorfenda ţegar flutningurinn á Eldgosi hófst:
Sumir leituđu skjóls undir bók eđa á bakviđ húsgögn.
Verst fór ţetta međ blessuđ börnin. Ţađ fórst fyrir ađ setja aldurstakmörk á sýninguna. Börnin urđu miđur sín og áttu erfitt međ svefn í nótt. Voru tryllt af myrkfćlni. Ţegar ţeim loks kom dúr á auga undir morgun tóku martrađir viđ.
Í dag ţjást margir af slćmum eyrnaverk, sem hefur varađ alveg frá fyrstu tónum lagsins. Ţeir hafa ekki tekiđ hendur frá eyrum síđan.
Á elliheimilum hefur veriđ reynt á slá á viđvarandi hrćđslu međ kvíđastillandi lyfjum. Án árangurs.
Einn hefur vakiđ athygli og ađdáun fyrir ađ láta sér hvergi bregđa. Ţađ er Hansi heyrnalausi. Sumir rekja stillingu hans til rauđvínskúta sem hann gerđi góđ skil fyrir og eftir útsendingu Söngvakeppninnar.
Um viđbrögđ viđ sigurlaginu fara fćrri sögum. Ţađ er eins og athygli á ţví hafi fariđ framhjá fólki. Sjálfur held ég ađ ég hafi ekki ennţá heyrt ţađ. En nćsta víst er ađ ţađ er hiđ vćnsta lag.
![]() |
Aftur heim sigrađi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 14.2.2011 kl. 23:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
12.2.2011 | 01:13
Sement - Hamferđ
Um helgina fóru fram í Fćreyjum ţađ sem viđ getum kallađ fćreyskar "Músíktilraunir". Hliđstćđa viđ íslensku "Músíktilraunir". Ţessar fćreysku kallast Sement. Ţćr eru arftaki Prix Föroyar. Prix Föroyar var haldin á 2ja ára fresti. Allar fćreyskar hljómsveitir voru gjaldgengar. Rótgrónar vinsćlar fćreyskar hljómsveitir höfđu ţar forskot á nýliđa. Ţetta fyrirkomulag olli stöđugum deilum ţrátt fyrir ađ til ađ mynda - ţá nýja hljómsveitin - Clickhaze hafi rúllađ Prix Föroyar upp 2001.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2011 | 07:32
Glćsilegir tónleikar Óp-hópsins
Ekki brást hún mér, spádómsgáfan, í gćr fremur en fyrri daginn.. Alveg nákvćmlega eins og ég hafđi spáđ var gífurlegt fjör í Salnum í Kópavogi í gćr (Óđinsdag). Óp-hópurinn var ţar međ tónleika sem tókust glćsilega í alla stađi. Ţarna mátti heyra á einu bretti í öllum bestu íslensku söngvurum framtíđarinnar: Braga Jónssyni, Bylgju Dís Gunnarsdóttur, Erlu Björgu Káradóttur, Hörn Hrafnsdóttur, Magnúsi Guđmundssyni (ekki má rugla honum saman viđ nafna hans kenndum viđ Ţey. Sem er líka frábćr) og Rósalindi Gísladóttur. Jóhanna Héđinsdóttir er einnig í Óp-hópnum en ég varđ ekki var viđ hana á sviđinu. Kannski var hún bara úti í sal. Eđa baksviđs.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2011 | 01:20
Nú verđur stuđ! Ţađ fer allt á annan endann!
.Ţađ verđur ekkert smá fjör á morgun (Óđinsdag, 9. febrúar). Og ţađ í Salnum í Kópavogi. Fjöriđ hefst ekki seinna en á slaginu klukkan 18.00. Eđa ţví sem nćst. Ţađ er sjálfur Óp-hópurinn sem mun međ leikrćnum tilţrifum flytja atriđi úr óperum eftir Bellini (Norma), Bizet (Carmen) Donizetti, Gershwin (Porgy og Bess), Mozart og Tchaikovsky (Spađadrottningin). Ýjađ verđur ađ búningum og sviđssetningu eins og kostur er. .
.Ég er ekki klár á ţví hvort Antonía Hevesí er skilgreind sem fullgild í Óp-hópnum eđa hvort hún telst vera píanóleikari Óp-hópsins. Ef seinna tilfelliđ er nćr sanni getum viđ talađ um tónleika Óp-hópsins viđ píanóundirleik Antoníu Hevesí. Ţađ hljómar vel í öllum skilningi.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2011 | 13:24
Merkustu fyrirbćri rokksögunnar
Á fimmtugs afmćli rokks og róls, 2004, leitađi bandaríska poppmúsíkblađiđ Rolling Stone til fjölmenns hóps starfandi poppstjarna heims. Erindiđ var tilraun Rolling Stone til ađ finna út hvađa hljómsveitir, sólósöngvarar og sólósöngkonur hafi haft mest áhrif á helstu poppstjörnur 21. aldarinnar. Niđurstađan er sá listi sem hér er fyrir neđan. Ţađ verđur ekki annađ sagt en ađ útkoman sé sannfćrandi. Ađ vísu međ ţeim fyrirvara ađ ţarna er um bandarískt blađ ađ rćđa og meirihluti ţátttakenda er bandarískur.
Tónlist | Breytt 1.2.2011 kl. 00:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)