Fćrsluflokkur: Tónlist

Bestu plötur tíunda áratugarins

  Tíminn hefur ţann kost ađ hann sorterar hćgt og bítandi ofmetnar plötur frá ţeim bitastćđari.  Ég á ekki viđ dagblađiđ Tímann heldur ţennan međ tönnina sem plötur ţurfa ađ standast.  Sumar plötur verđa svo hallćrislegar ţegar frá líđur ađ ţćr standast engan veginn tímans tönn.
.
  Um síđustu helgi fékk bandaríska poppblađiđ Rolling Stone lesendur sína til ađ velja bestu plötur tíunda áratugarins.  Ţađ var vel til fundiđ.  Ţessar plötur röđuđust í efstu sćtin (útgáfuáriđ er innan sviga):
.
1   NirvanaNevermind  (1991)
.
.
2   RadioheadOK Computer  (1997)
.
.
.
3   Pearl JamTen  (1991)  
.
4   U2Achtung Baby (1991)
.
.
5   Oasis (What´s The Story) Morning Glory?  (1995)
.
.
6   The Smashing PumpkinsSiamese Dream (1993)
.
.
7   MetallicaMetallica (Svarta albúmiđ) (1991)
.
.
8   Jeff BuckleyGrace (1994) 
.
 
.
9   The Smashing PumpkinsMellon Collie & The Infinite Sadness (1995) 
.
.
10  Guns N´ RosesUse Your Illusion 1 & II (1991)
.
.
  Fátt kemur ţarna virkilega á óvart.  Nema kannski sterk stađa Oasis.  Hljómsveitin hefur ađ sönnu veriđ ofurvinsćl í Bretlandi og náđi inn á bandaríska markađinn.  En hefur aldrei tröllriđiđ efstu sćtum bandarískra vinsćldalista.  Oasis er önnur tveggja enskra hljómsveita á listanum.  Hin er Radiohead.  U2 er írsk en ađrir flytjendur eru bandarískir.  Kannski ekki skrýtiđ.  Rolling Stone er söluhćsta bandaríska poppblađiđ.  Ţađ vćri gaman ađ sjá plötu međ Björk á svona lista.  Debut  kom út 1993.  Ćtli hafi ekki komiđ út nein virkilega góđ plata í Frakklandi á tíunda áratugnum?
.
  Athyglisvert er ađ 5 plötur á listanum komu út 1991 og sitthver frá árunum ´93,  ´94 og ´97.  Tvćr komu út 1995.  Engin ´92,  ´96,  ´98 og ´99.  Af ţessu má ráđa ađ eldri plöturnar séu ađ festa sig betur í sessi á međan yngri plötur eru í lausara lofti.  
.
  Ég er nokkuđ sáttur viđ ţennan lista.  Ţannig lagađ.  Hann kemur ekki eins og ţruma úr heiđskýru lofti.  Efstu 4 sćtin eru afar fyrirsjáanleg.  Fáir hefđu ađ óreyndu veđjađ á ađ Smashing Pumpkins yrđu međ 2 plötur á listanum.  Eđa hvađ?  Ţađ er merkilegt afrek. 
  Ég hef löngum látiđ Jeff Buckley pirra mig.  Ţegar ég var ađ leita ađ einhverju öđru lagi af plötunni en hiđ ofur leiđinlega  Hallelúja!  uppgötvađi ég ţessa dúndurfínu kráku kappans á  Kick Out the Jams  (MC5).  Ţetta er löngu áđur en Rage Against the Machine krákuđu lagiđ.  Til ađ fyrirbyggja misskilning ţá skal tekiđ fram ađ ég hef ekkert á móti ţví ađ músíkantar "hallelúji"  út og suđur. 
Hvađ finnst ţér?

Bráđskemmtileg spurningakeppni

  Fyrir nokkrum árum slćddist ég inn á skemmtistađ í miđborginni ásamt Sigga Lee Lewis.  Erindiđ var ađ spreyta okkur í poppspurningakeppni,  svokallađri "poppquest".  Ég man ekki nafn skemmtistađarins.  Hann er ekki lengur starfrćktur en var rekinn af Ingu Sóley,  ljósmyndara.  Spurningahöfundur var Valgeir Guđjónsson,  tónlistarmađur.  Leikar fóru ţannig ađ viđ Siggi enduđum í jafntefli viđ einhverja ađra.  Ţá var fariđ í bráđabana.  Viđ Siggi enduđum í 2. sćti.  Ţađ var ekkert nema gaman.  Sigurliđiđ var hljómsveit sem ég man ekki lengur hver var.

  Ég hef ekki aftur tekiđ ţátt í svona spurningaleik.  Fyrr en í kvöld.  Hreiđar og Danni úr Gyllinćđ plötuđu mig međ sér í rokkquest á Dillon.  Ég veit ekki hver spurningahöfundur var.  Hann er kallađur Addi (heyrđist mér) og ku vera trúbador.  Spurningarnar voru flestar leiddar út frá flutningi Adda á hinum ýmsu dćgurlögum.  Ţađ er líflegt og skemmtilegt fyrirkomulag.  Spurningarnar voru fjölbreyttar,  bćđi varđandi tímatal og músíkstíla.  Ţćr voru 15 talsins.  Hver spurning var í nokkrum liđum og gat gefiđ 2 og allt upp í 4 stig.      

  Ţegar stig voru saman talin reyndist sigurliđiđ vera međ 37 stig.  Mitt liđ var međ 36 stig.  Liđiđ í 3ja sćti náđi 35 stigum. 

  Í ljós kom ađ sigurliđiđ var skipađ valinkunnum tónlistarmönnum:  Adda söngvara og gítarleikara hinna frábćru Sólstafa;  Hróa bassaleikara Atomstöđvarinnar og Páls Rósinkrans;  svo og Bergi bassaleikara - ađ ég held - Buffs og Dúndurfrétta. 

  Ţetta var hin besta skemmtun og hellingur af bjór í verđlaun. 


Plötuumsögn

hamferd_500

 - Titill:  Vilst er síđsta fet
 - Flytjandi:  Hljómsveitin Hamferđ
 - Útgefandi:  Tutl (framboriđ Tútl)
 - Einkunn: **** (af 5)
  Hamferđ sigrađi í fćreysku "Músíktilraununum" Sementi í fyrra.  Hún var vel ađ sigrinum komin.  Fyrsta og eina dúm-metal hljómsveitin í Fćreyjum.  Síđan hefur mikiđ vatn runniđ til sjávar og Hamferđ eflst til muna.  Komin međ nýjan og öflugan söngvara,  Jón Hansen.  Viđ bassaleik hefur tekiđ Tóra,  stjúpdóttir Kára Sverrissonar.  Kári er hátt skrifađur söngvari og tónlistarmađur í Fćreyjum.  Einhverjir muna eftir honum á hljómleikum í Austurbć 2002.  Hann hefur jafnframt skipst á viđ Eivöru ađ syngja međ djasshljómsveit Kristians Blaks,  Yggdrasil,  og tilraunahljómsveit bassaleikarans Jens L. Thompsen,  Orku. 
  Međ núverandi liđsskipan sendi Hamferđ frá sér í fyrra fjögurra laga plötuna  Vilst er síđsta fet.  Nafn plötunnar getur á íslensku útlagst (Átta)villt í síđasta skrefi.
  Yfirbragđ plötunnar er mýkra og mildara en lifandi flutningur Hamferđar á sviđi.  Hljómsveitin mun spila á Íslandi í sumar.  Of snemmt er ađ tiltaka nákvćmlega hvar og hvenćr.  Frá ţví mun ég skýra um leiđ og ţađ hefur veriđ neglt niđur.  Ţó er óhćtt ađ upplýsa ađ hljómsveitin verđur í samfloti međ Skálmöld,  einni flottustu íslensku hljómsveitinni í dag.  Ég mćli eindregiđ međ plötu Skálmaldar,  Baldri.  Ég mćli einnig međ  Vilst er síđsta fet.  Lögin eru söngrćn (melódísk) og ljúf.  Ađgengileg og dáldiđ poppuđ.  Hljóđfćraleikur er ţéttur,  yfirvegađur og blessunarlega laus viđ alla stćla (engin "hetjugítarsóló" eđa slíkar klisjur).  Söngvarinn hefur breitt raddsviđ og er jafnvígur á ađ rymja og syngja settlegar. 
  Ţađ gefur plötunni heillandi blć ađ allir söngtextar eru á ylhýrri fćreysku.
  Enn sem komiđ er fćst platan ekki í íslenskum plötubúđum.  Ţangađ til úr ţví verđur bćtt má panta hana á www.tutl.com  (http://www.tutl.com/index.php?id=16&tx_ttnews[tt_news]=13&cHash=cae6597bfcfb9b9fe226042251478b2f) og sennilega fljótlega hala henni niđur á www.tonlist.is
  Hér er sýnishorn af framlagi Hamferđar á Sementi í fyrra.  Núna er hljómsveitin tvöfalt betri.

Jónsi á lista hjá Spin

  Ţađ er alltaf eitthvađ rosalega gaman viđ ađ sjá íslenska tónlistarmenn skora mark í útlöndum.  Rétt eins og ţađ er gaman ađ sjá íslenskar plötur í útlendum plötubúđum.  Jafnvel ţó ţađ sé ađ verđa hversdagsleg sjón ađ sjá plötur Bjarkar,  Sigur Rósar,  Emilíönu Torríni og Jónsa í útlendu plötubúđunum.  Extra gaman var ađ sjá plötu unglingsstelpnanna Pascal Pinon í stćrstu plötubúđ New York í síđasta mánuđi og lesa lofsamlegan dóm um ţá plötu í bandaríska rokkblađinu Under the Radar.  Svo ekki sé minnst á plötur I Adapt í ţýskum og pólskum plötubúđum.

  Nćst söluhćsta poppblađ Bandaríkjanna (á eftir Rolling Stone) er Spin.  Í nýjasta heftinu upplýsa 25 poppstjörnur hverjar eru ţeirra uppáhaldsplötur og uppáhaldslög frá síđasta ári.  Tilnefningar ţeirra eru rökstuddar.  Ţar á međal tilnefnir Haylay Williams í Paramore lagiđ  Month of May  međ Arcade Fire;  Ezra Koenig ađ uppáhaldsalagiđ sé  Zebra  međ Beach House;  Wayne Cone í Flaming Lips ađ uppáhalds lag sitt sé  Born Free  međ M.I.A.

  Randy Randall í No Age tilnefnir plötuna  Le Noise  međ Neil Young. 

  Og Michael Angelakos í Passion Pit tilnefnir plötuna  Go  međ Jónsa.  Rökin eru ţau ađ hann hafđi lesiđ um ađ platan ćtti ađ vera órafmögnuđ.  Hún hafi hinsvegar ţróast í ađ verđa hamingjulega himnesk.  Plötur Sigur Rósar séu myrkar og ţunglyndislegar en auđheyrt sé ađ Jónsi hafi skemmt sér viđ ađ gera  Go.


Ljósmyndir af Ópi

  Um síđustu helgi gerđi ég góđ skil frábćrum tónleikum Óp-hópsins í Salnum í Kópavogi.  Ţađ má međal annars lesa međ ţví ađ smella á ţessa slóđ:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1141979/#comments .  Eđa fletta smávegis niđur ţessa síđu.  Ţarna vakti ég bjartar vonir um ađ á ţessum vettvangi yrđu birtar ljósmyndir af fjörinu.  Ţađ er ekki venja ađ valda vonbrigđum ţegar svona hlutir eru til umrćđu.  Hér birtast myndirnar,  teknar af verđlaunaljósmyndaranum Ingólfi Júlíussyni:

óp Eóp Dóp Cóp Fóp Aóp Bóp


Olli skelfingu

  Fćreyingar fylgdust spenntir međ sjónvarpsútsendingu á forkeppninni hérlendis í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöđva í gćrkvöldi.  Enda hinn vinsćli fćreyski söngvari og söngvahöfundur,  Jógvan Hansen,  í fremstu víglínu.  Gallinn var sá ađ ţađ hafđi alveg gleymst ađ vara Fćreyinga viđ laginu  Eldgosi.  Á fésbókar- og bloggsíđum hefur í dag mátt sjá fjölda einhćfra ljósmynda af viđbrögđum skelfingu lostinna fćreyskra sjónvarpsáhorfenda ţegar flutningurinn á  Eldgosi  hófst:

horft á Eldgos Hhorft á Eldgos Dhorft á Eldgos Ehorft á Eldgos Ahorft á Eldgos Ohorft á Eldgos Jhorft á Eldgos K 

  Sumir leituđu skjóls undir bók eđa á bakviđ húsgögn.

horft á Eldgos M

  Verst fór ţetta međ blessuđ börnin.  Ţađ fórst fyrir ađ setja aldurstakmörk á sýninguna.  Börnin urđu miđur sín og áttu erfitt međ svefn í nótt.  Voru tryllt af myrkfćlni.  Ţegar ţeim loks kom dúr á auga undir morgun tóku martrađir viđ. 

horft á Eldgoshorft á Eldgos Ihorft á Eldgos Lhorft á Eldgos N

   Í dag ţjást margir af slćmum eyrnaverk,  sem hefur varađ alveg frá fyrstu tónum lagsins.  Ţeir hafa ekki tekiđ hendur frá eyrum síđan.

horft á Eldgos P

  Á elliheimilum hefur veriđ reynt á slá á viđvarandi hrćđslu međ kvíđastillandi lyfjum.  Án árangurs.

horft á Eldgos R

   Einn hefur vakiđ athygli og ađdáun fyrir ađ láta sér hvergi bregđa.  Ţađ er Hansi heyrnalausi.  Sumir rekja stillingu hans til rauđvínskúta sem hann gerđi góđ skil fyrir og eftir útsendingu Söngvakeppninnar.   

horft á Eldgos gamall mađuir

  Um viđbrögđ viđ sigurlaginu fara fćrri sögum.  Ţađ er eins og athygli á ţví hafi fariđ framhjá fólki.  Sjálfur held ég ađ ég hafi ekki ennţá heyrt ţađ.  En nćsta víst er ađ ţađ er hiđ vćnsta lag. 


mbl.is „Aftur heim“ sigrađi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sement - Hamferđ

   Um helgina fóru fram í Fćreyjum ţađ sem viđ getum kallađ fćreyskar "Músíktilraunir".  Hliđstćđa viđ íslensku "Músíktilraunir".  Ţessar fćreysku kallast Sement.  Ţćr eru arftaki Prix Föroyar.  Prix Föroyar var haldin á 2ja ára fresti.  Allar fćreyskar hljómsveitir voru gjaldgengar.  Rótgrónar vinsćlar fćreyskar hljómsveitir höfđu ţar forskot á nýliđa.  Ţetta fyrirkomulag olli stöđugum deilum ţrátt fyrir ađ til ađ mynda - ţá nýja hljómsveitin - Clickhaze hafi rúllađ Prix Föroyar upp 2001. 

  Nú hefur fyrirkomulagi veriđ breytt.  Sement er árleg hljómsveitakeppni međ sömu skilyrđum og íslensku Músíktilraunir:  Gjaldgengnar eru ţćr einar hljómsveitir sem ekki hafa sent frá sér plötu.  Ţetta gerir dćmiđ ađ mörgu leyti sanngjarnara og meira spennandi.  Í fyrra sigrađi dúm-metal sveitin Hamferđ.  Frábćr hljómsveit.  Hún var gestahljómsveit á Sementi núna um helgina.  Ţađ var meiriháttar gaman ađ sjá og heyra ţá hljómsveit á sviđi.  Ég var búinn ađ heyra margt um Hamferđ og fylgjast međ henni á myspace.  Töluverđ breyting hefur orđiđ á Hamferđ frá ţví ađ hún sigrađi í fyrra. Til ađ mynda er kominn til leiks meiriháttar góđur og ţróttmikill söngvari,  Jón Hansen,  og bassaleikarinn Tinna Tórudóttir.  Hún er stjúpdóttir söngvarans Kára Sverrissonar.  Margir Íslendingar muna eftir Kára á hljómleikum í Austurbć 2002.  Hann hefur sömuleiđis skipst á sönghlutverki viđ Eivöru í djasshljómsveit Kristians Blaks,  Yggdrasil (sem margoft hefur spilađ á Íslandi) og framsćknu tilraunahljómsveitinni Orku (hélt hljómleika međ Eivöru í Norrćna húsinu í fyrra). 
.
  Hamferđ sendi frá sér dúndurgóđa Ep-plötu (4ra laga smáskífu) í fyrra,  Vilst er síđsta fet.  Ţađ leyndi sér ekki á Sementi um helgina ađ Hamferđ á harđsnúinn hóp ađdáenda.  Fyrir framan sviđiđ veifađi hópurinn ţungarokkstákni (Brúskur,  fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, átti til ađ veifa ţví áđur en hann fattađi ađ ţađ er líka kallađ djöflatákn):  Krepptum hnefa međ vísifingri og litla putta á lofti.  Jafnframt stunduđu síđhćrđir ađdáendur flösuţeyting í takt viđ músíkana.  Meira um Hamferđ síđar.  Miklu meira.  Ţessi hljómsveit mun sćkja Ísland heim á árinu.  Of snemmt er ađ skýra nánar frá ţví.  Eitt af mörgu flottu viđ Hamferđ er ađ allir söngtextar eru á fćreysku.
.
  Sigurvegarar Sements í ár var dúettinn Guđrún og Bartal.  Hann spilar á rafgítar.  Hún syngur og spilar einfalda bassalínu á pínulítiđ hljómborđ.  Ljúft dćmi.
 .
hamferđ

Glćsilegir tónleikar Óp-hópsins

o-h antoniahevesi2o-h bylgja-profile2o-h Bragi-minnio-h Erla2o-h horn_profile2o-h Johanna-profo-h Magnus-minnio-h Rosalind_passi2

   Ekki brást hún mér,  spádómsgáfan,  í gćr fremur en fyrri daginn.. Alveg nákvćmlega eins og ég hafđi spáđ var gífurlegt fjör í Salnum í Kópavogi í gćr (Óđinsdag).  Óp-hópurinn var ţar međ tónleika sem tókust glćsilega í alla stađi.  Ţarna mátti heyra á einu bretti í öllum bestu íslensku söngvurum framtíđarinnar:  Braga Jónssyni,  Bylgju Dís Gunnarsdóttur,  Erlu Björgu Káradóttur,  Hörn Hrafnsdóttur,  Magnúsi Guđmundssyni (ekki má rugla honum saman viđ nafna hans kenndum viđ Ţey.  Sem er líka frábćr) og Rósalindi Gísladóttur.  Jóhanna Héđinsdóttir er einnig í Óp-hópnum en ég varđ ekki var viđ hana á sviđinu.  Kannski var hún bara úti í sal.  Eđa baksviđs.  

  Um undirleik sá píanóleikarinn Antonía Hevesi.  
.
  Allt var ţetta hiđ tignarlegasta.  Söngvararnir brugđu á leikrćn tilţrif og skiptu oft um föt.  Ţarna sáust margir flottir og glitrandi kjólar.  Miklu smartari en ţeir sem prestar klćđast á sunnudögum og síđkvöldum og hvenćr sem ţeir vilja vera flottir í kjólum.  Antonía var eina manneskjan á sviđinu sem hafđi ekki fataskipti tónleikana út í gegn.  Enda bundin viđ stöđugt píanóspil og óhćgt um vik ađ hafa fataskipti undir ţeim kringumstćđum.  Hún hefđi ţó mátt vippa sér úr kjólnum í lokalaginu og henda honum út í sal.  Kannski eitthvađ sem ţarf ađ skođa fyrir nćstu tónleika.  Nćsta víst ađ ţađ myndi setja skemmtilegan stíl á tónleikana.  
.
  Dagskráin samanstóđ af söngvum eftir Mozart,  Offenbach,  Donizetti,  Puccini,  Bizet,  Gershwin og fleiri.  Skemmtilegast ţótti mér  Mira o Norma  eftir Bellini.  Iđulega voru 2 - 3 söngvarar á sviđi í einu.  Samsöngur er vel ćfđur og frábćr.  Hvergi hnökra ađ finna nema í uppklappslagi.  Ţađ var grallaralag.  Einskonar hliđstćđa viđ sönglag Ómars Ragnarssonar:   Hćnurnar ćptu:  Gagg, gagg, gagg.  Samt ekki sama lag.  En söngvararnir hermdu eftir hćnu,  svíni,  hestum,  gćs o.s.frv.  Ţetta lag virtist ekki vera alveg nógu vel ćft.  Eđa kannski voru hnökrar á flutningi ţess hluti af ćfđum fjörlegum flutningi lagsins. 
.
  Karlsöngvararnir eru bassi og barítón.  Kvensöngvararnir sópran og mezzósópran.  Raddirnar liggja vel saman.  Leikmunir voru einfaldir:  Stólar og borđ.  Leikstjóri var Sibylle Koell. 
   Dömurnar skreyttu undirleik međ ásláttarhljóđfćrum á borđ viđ tamborínu,  Helenustokki og einhverju ţess háttar.  Ţungarokk (heavy metal) var í lágmarki. 
.
  Áheyrendur voru vel á annađ hundrađ.  Ţađ var vonum framar.  Hćgđarleikur er ađ fylgjast međ nćstu tónleikum Óp-hópsins á www.op-hopurinn.is.  Ég reikna međ ađ geta á nćstu dögum birt ljósmyndir verđlaunaljósmyndarans Ingólfs Júlíussonar (gítarleikara Q4U) frá tónleikunum.   

Nú verđur stuđ! Ţađ fer allt á annan endann!

Óp-hópurinn

  .Ţađ verđur ekkert smá fjör á morgun (Óđinsdag,  9. febrúar).  Og ţađ í Salnum í Kópavogi.  Fjöriđ hefst ekki seinna en á slaginu klukkan 18.00.  Eđa ţví sem nćst.  Ţađ er sjálfur Óp-hópurinn sem mun međ leikrćnum tilţrifum flytja atriđi úr óperum eftir Bellini (Norma),  Bizet (Carmen)  Donizetti,  Gershwin (Porgy  og  Bess),  Mozart og Tchaikovsky (Spađadrottningin).  Ýjađ verđur ađ búningum og sviđssetningu eins og kostur er.  . 

  .Ţetta er einstakt tćkifćri til ađ kynnast öllum helstu stórsöngvurum framtíđarinnar á einu bretti.  Óp-hópurinn samanstendur af söngvurunum Braga Jónssyni,  Erlu Björgu Káradóttur,  Magnúsi Guđmundssyni,  Hörn Hrafnsdóttur, Rósalindi Gísladóttur,  Jóhönnu Héđinsdóttur og Bylgju Dís Gunnarsdóttur. 
   .Ég er ekki klár á ţví hvort Antonía Hevesí er skilgreind sem fullgild í Óp-hópnum eđa hvort hún telst vera píanóleikari Óp-hópsins.  Ef seinna tilfelliđ er nćr sanni getum viđ talađ um tónleika Óp-hópsins viđ píanóundirleik Antoníu Hevesí.  Ţađ hljómar vel í öllum skilningi.
  .Miđaverđ er svo mjög stillt í hóf ađ ţađ er nćstum spaugilegt:  Litlar 1500 krónur.  Hćgđarleikur er nálgast miđa á www.salurinn.is eđa í síma 5700 400.
  ..Eins og allir vita (eftir ađ hafa lesiđ ţetta) hefur Óp-hópurinn á rösku ári haldiđ um 20 tónleika úti á landi og á höfuđborgarsvćđinu.  Nú er röđin komin ađ Kópavogi,  bćnum sem enginn ratar í eđa út úr og hefur aliđ af sér Frćbbblana,  Ham,  Svart-hvítan draum,  BlazRoca,  Sesar A og Ríó tríó,  sem sumir hafa ranglega ruglađ saman viđ Sex Pistols en ćttu frekar ađ rugla saman viđ Sham 69.
    

Merkustu fyrirbćri rokksögunnar

   Á fimmtugs afmćli rokks og róls,  2004,  leitađi bandaríska poppmúsíkblađiđ Rolling Stone til fjölmenns hóps starfandi poppstjarna heims.  Erindiđ var tilraun Rolling Stone til ađ finna út hvađa hljómsveitir,  sólósöngvarar og sólósöngkonur hafi haft mest áhrif á helstu poppstjörnur 21. aldarinnar.  Niđurstađan er sá listi sem hér er fyrir neđan.  Ţađ verđur ekki annađ sagt en ađ útkoman sé sannfćrandi.  Ađ vísu međ ţeim fyrirvara ađ ţarna er um bandarískt blađ ađ rćđa og meirihluti ţátttakenda er bandarískur.

 

1   Bítlarnir
2   Bob Dylan
3   Elvis Presley
4   The Rolling Stones
5   Chuck Berry
6   Jimi Hendrix
7   James Brown
8   Little Richard
9   Aretha Franklin
10  Ray Charles
11  Bob Marley
12  The Beach Boys
13  Buddy Holly
14  Led Zeppelin
15  Stevie Wonder
16  Sam Cook
17  Muddy Waters
18  Marvin Gaye
19  Velvet Underground
20  Bo Diddley
21  Otis Redding
22  U2
23  Bruce Springsteen
24  Jerry Lee Lewis
25  Fats Domino
26  The Ramones
27  Nirvana
28  Prince
29  The Who
30  The Clash
 
  Til gamans má geta ađ ţegar efstu sćtin eru skođuđ blasir ţetta viđ:  Bítlarnir,  Presley,  The Rolling Stones,  Jimi Hendrix,  Little Richard, The Beach Boys og Jerry Lee Lewis krákuđu lög Chucks Berrys.  
  Presley,  The Rolling Stones og Hendrix krákuđ lög Bobs Dylans.  
  Presley,  The Rolling Stones,  Hendrix og Jerry Lee Lewis krákuđu lög Bítlana.   
  Ţannig mćtti áfram telja ţegar ţessi nöfn á listanum eru skođuđ.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband