Fćrsluflokkur: Tónlist
9.11.2010 | 00:03
Bestu frumburđir rokksögunnar
Breska rokkblađiđ New Musical Express hefur veriđ ađ velta fyrir sér hvađa fyrstu plötur, frumburđir, hljómsveita og sólóskemmtikrafta hafa heppnast best. Ritstjórn blađsins hefur birt sinn lista en leyfir einnig lesendum ađ taka ţátt í leitinni ađ bestu fyrstu plötunum. Sú kosning stendur ennţá yfir. Sá listi hefur tekiđ á sig fast form. Hugsanlega eiga einhverjar plötur á ţeim lista eftir ađ skipta um sćti. En ţćr plötur sem eru núna á listanum virđast vera komnar inn á hann til ađ vera ţar. Ég sakna ţar plötu Sykurmolanna, Life Is Too Good, og Debut plötu Bjarkar. Reyndar er engin sólóplata á listanum yfir ţćr 20 bestu. Hvernig sem á ţví stendur.
Plöturnar í allra efstu sćtunum bera ţess merki hverjir eru lesendur NME: Ungir karlar hallir undir Brit-popp. Suede og Oasis ćttu varla möguleika í samskonar könnun hjá bandarískum rokkblöđum. En ţetta er fyrst og fremst skemmtilegur samkvćmisleikur. Gaman vćri ađ heyra ykkar viđhorf til listans. Hann er svona (fyrir aftan er útgáfuáriđ):
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (22)
6.11.2010 | 22:47
Rás 2 til fyrirmyndar
Ţađ er afskaplega aulalegt ţegar dagskrárgerđarmenn útvarpsstöđva tala um "cover song", "coverlag", ábreiđulag, ábreiđu, mottu, tökulag eđa endurvinnslu ţegar rćtt er um lag flutt af öđrum en höfundinum og / eđa frumflytjanda lagsins. Í morgunútvarpi rásar 2, Virkir morgnar, er dagskrárliđur sem heitir Bítlakrákan. Ţetta er til fyrirmyndar. Ţar er um ađ rćđa flutning hinna ýmsu tónlistarmanna á lögum eftir Bítlana.
Tónlist | Breytt 7.11.2010 kl. 21:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
1.11.2010 | 23:18
Mikilvćgt ađ leiđrétta
Einn allra skemmtilegasti og fróđlegasti útvarpsţáttur heitir "Nei hćttu nú alveg". Hann er á dagskrá rásar 2 á milli klukkan 15.00 og 16.00 á sunnudögum. Ţar fer stjórnandinn, Villi "Naglbítur", á kostum ásamt gestum. Í síđasta ţćtti varpađi Villi fram spurningu um ţađ hvenćr bandaríski söngvarinn Elvis Presley hafi falliđ frá. Rétt svar var 1977. Í inngangi ađ spurningunni sagđi Villi hann Elvis kallinn hafa veriđ góđan lagahöfund.
Máliđ er ađ Elvis var ekki lagahöfundur. Eftir hann liggur ekki eitt einasta lag. Ţađ breytir ţó engu um ađ Elvis var frá söngvari, frábćr túlkandi, međ frábćra sviđsframkomu og frábćr um margt annađ. En hann var ekki lagahöfundur.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
1.11.2010 | 19:51
Styrktartónleikar Aflsins
Árlegir styrktartónleikar Aflsins verđa haldnir í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. nóvember klukkan 20.00. Áćtlađ er ađ ţeir standi til klukkan 23.00 eđa svo. Eftirtaldir koma fram á tónleikunum:
- Karlakór Akureyrar - Geysir
- Heimir Ingimarsson
- Rúnar Eff
- Óskar Pétursson
- Kór Glerárkirkju
- Kynnir verđur Jokka
Afliđ er systursamtök Stígamóta á Norđurlandi. Ţetta eru fjárvana samtök sem byggja á starfi sjálfbođaliđa. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa sína vinnu.
Ţađ er mikilvćgt ađ hver sem möguleika hefur á ađ sćkja ţessa tónleika geri ţađ - og taki međ sér gesti. Miđaverđ er ađeins 1500 kall. Enginn posi er á stađnum. Ţađ er upplagt fyrir vinnufélaga á Húsavík, Ólafsfirđi og víđar ađ taka sig saman og fjölmenna.
http://www.facebook.com/event.php?eid=105129009553250
http://www.facebook.com/event.php?eid=105129009553250#!/pages/wwwaflidakis/108443469173520?v=wall
http://www.facebook.com/event.php?eid=105129009553250#!/profile.php?id=100000927585079
Tónlist | Breytt 2.11.2010 kl. 10:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2010 | 00:02
Nálin farin í frí
Sunnudagshugvekjan í kvöld varđ ekki alveg eins og ađ var stefnt. Ég var međ lagalista ţáttarins á svokölluđum minnislykli. Ţađ er ansi ţćgilegt. Nema ađ áđur en ţátturinn var hálfnađur ţá fraus tölvan. Stokkfraus. Mér til happs varđ ađ í hljóđveri Nálarinnar eru nokkrir geisladiskar. Ţađ sem er ennţá betra er ađ ţó diskarnir séu fáir ţá eru ţeir hver öđrum betri. Ég gat ţví spilađ ljúf lög af ţeim diskum og ţóttist ekki sjá frosnu tölvuna.
Ţađ er ekki beinlínis samhengi á milli ţess ađ tölvan fraus og hins: Ađ útsendingar Nálarinnar munu liggja niđri í nóvember. Ástćđan fyrir ţví er fyrst og fremst sú ađ eitthvađ ólag eđa vanstillingar hafa veriđ á sendum Nálarinnar. Til ađ taka sendana í gegn og koma öllu í besta horf falla útsendingar niđur á međan. Frekar en vera í óvissu međ hvađ ţađ tekur langan tíma hefur veriđ ákveđiđ ađ útsendingar Nálarinnar hefjist aftur 1. desember. Og ţá međ miklum látum. Ýmislegt annađ verđur lagfćrt í leiđinni ţannig ađ Nálin kemur mun sterkari til leiks en áđur. Kemur eins og sprengja inn á markađinn.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
31.10.2010 | 17:20
Sunnudagshugvekjan: Heimsfrumflutningur í útvarpi á lagi međ Megasi
Sunnudagshugvekjan er ađ venju á dagskrá Nálarinnar fm 101,5 á milli klukkan 19.00 og 21.00. Í ţćttinum í kvöld ber helst til tíđinda heimsfrumflutningur í útvarpi á lagi sem Megas syngur viđ annan mann. Meira segi ég ekki ađ sinni um ţađ dćmi. En ţađ er spennandi og flott. Ađ öđru leyti verđur Sunnudagshugvekjan međ hefđbundnu sniđi: Í fyrri klukkutímanum er bođiđ upp á klassísk rokklög. Samt ekki lög sem hafa veriđ mest áberandi í útvarpi eđa á pöbbum undanfarin ár. Nema ţá í flutningi annarra en ţeirra sem ţekktastir eru fyrir lögin.
Um miđbik ţáttarins eru ţađ föstu liđirnir: Pönk-klassíkin, reggí-perlan og "skrýtna lagiđ". Sú breyting hefur orđiđ á ađ ekki er lengur spiluđ djass-klassíkin. Í hennar stađ verđur bođiđ upp á "fćreyska lagiđ". Ađ ţessu sinni verđur ţađ međ Högna Reistrup.
Í seinni klukkutímanum eru spiluđ lög međ íslenskum flytjendum í bland viđ heimspopp. Ég hef grun um ađ ţar leynist assgoti magnađ grćnlenskt lag.
Hćgt er ađ hlusta út um allan heim á netinu međ ţví ađ smella á: http://media.vortex.is/nalinfm
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2010 | 18:29
Sunnudagshugvekjan endurflutt í kvöld
Sunnudagshugvekjan frá síđustu helgi á Nálinni fm 101,5 verđur endurflutt á ţessari sömu útvarpsstöđ núna (föstudag) á milli klukkan 19.00 og 21.00. Međ ţví ađ smella á eftirfarandi hlekk má sjá lagalistann: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1109690/ . Ég fékk einkar góđ viđbrögđ viđ kráku Villmanna á lagi Bubba Morthens Talađ viđ gluggan. (athugiđ ađ í fćreysku er 1 n í gluggan). Fólki ţykir ţetta vera "töff" hjá Villmönnum.
Eins fékk ég góđ viđbrögđ viđ blússlagaranum Bring it on Home to Me međ Sonny Terry & Brownie McGhee.
Ýmsum ţykir gaman ađ hlusta á netinu. Ţađ er gert međ ţví ađ smella á ţennan hlekk: http://media.vortex.is/nalinfm
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2010 | 00:04
Lagalistinn í kvöld
Hér er listi yfir ţau lög sem spiluđ voru í Sunnudagshugvekjunni á Nálinni fm 101,5 í kvöld. Ţátturinn hefur aldrei gengiđ jafn algjörlega snurđulaust fyrir sig. Ţađ veit á gott. Ég velti fyrir mér einum hlut varđandi ţáttinn og ţćtti vćnt um ađ heyra ykkar viđhorf: Undanfarnar vikur hef ég bođiđ upp á fastan liđ sem kallast djass-klassíkin. Ţar er um ađ rćđa ţekkta ljúfa perlu úr djasssögunni. Spurningin er sú hvort ţađ sé of "ţungt" ađ hafa ţessa djass-klassík međ. Fólk sem er óvant ađ hlusta á djass getur styggst viđ djassinn. Ég velti fyrir mér ađ leggja ţennan liđ af.
Ţessi lög voru spiluđ í kvöld:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2010 | 18:05
Sunnudagshugvekjan í kvöld: Deep Purple, Uriah Heep, Motorhead...
Sunnudagshugvekjan svífur í loftiđ núna klukkan 19.00 á Nálinni fm 101,5 og verđur á góđu flugi til klukkan 21.00. Í fyrri hluta ţáttarins eru spiluđ klassísk rokklög. Um miđbik ţáttarins spretta föstu liđirnir óvćnt fram: Djass-klassíkin, pönk-klassíkin, "skrýtna lagiđ" og reggí-perla dagsins. Í seinni hluta ţáttarins ráđa íslensk lög ríkjum ásamt heimspoppi.
Ýmis fróđleikur slćđist međ. Ţar á međal notadrjúgt hagkvćmnisráđ. Og ekki má gleyma óskalögunum. Ţau verđa međ Bítlunum, Gary Moore og The Jam.
Tölvuvćddir njóta ţeirra forréttinda ađ geta smellt á eftirfarandi hlekk til ađ hlusta: http://media.vortex.is/nalinfm
Tónlist | Breytt 25.10.2010 kl. 00:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2010 | 01:59
Besti ţátturinn endurfluttur klukkan 11.00: The Long Ryders, Dylan, Gene Clarke...
Besti tónlistarţáttur í íslensku útvarpi, Fram og til baka og allt í kring, var á dagskrá Nálarinnar fm 101,5 síđasta fimmtudag á milli klukkan 19.00 og 21.00. Ţessi glćsilegi ţáttur verđur endurfluttur í dag, laugardag, á milli klukkan 11.00 og 13.00. Í ţćttinum spilađ Gunni "Byrds" (Gunni í Faco, Gunni í Japis...) bráđskemmtileg lög međ frönsku hljómsveitinni Les Negrettes Vertes og ennţá skemmtilegri lög međ bandarísku cow-pönk sveitinni frábćru The Long Ryders. Einnig spilađi hann lög međ Cream, Eric Burdon, Doors, Dylan, Gene Clarke, Clarence White, Roger McGuinn og fleiri hetjum. Gestur Gunnars var Kormákur Bragason, söngvari hljómsveitarinnar Gćđablóđs. Eđlilega voru ţví nokkur lög međ Gćđablóđi spiluđ líka.
Spjall ţeirra Gunnars og Kormáks var allt hiđ áhugaverđasta, sem og kynningar Gunnars á lögunum sem spiluđ voru í ţćttinum. Ţar fljóta međ margir góđir fróđleiksmolarnir. Missiđ ekki af endurflutningnum. Ţađ er auđvelt ađ hlusta á netinu. Bara smella á ţessa slóđ: http://media.vortex.is/nalinfm .
Muniđ svo ađ greiđa atkvćđi í skođanakönnunum hér til vinstri á síđunni.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)