Færsluflokkur: Vísindi og fræði
5.1.2011 | 22:49
Áríðandi að vita
Allflest mistök sem fólk gerir skila sér sem reynsla. Þau kenna fólki að gera eitthvað annað en sömu mistök. Langbest er að læra af mistökum annarra. Þess vegna er gott fyrir ykkur að læra af nokkrum mistökum sem Kaupmannahafnarbúar gerðu um jólin. Fyrstan skal nefna mann sem ákvað að máta sinn eigin fót í nýjan jólatrésfót heimilisins. Leikar fóru þannig að maðurinn festi fótinn á sér svo rækilega í jólatrésfætinum að hvorki manninum né heimilisfólkinu tókst að losa fótinn. Heimilisfólkinu þótti grábölvað að geta ekki haft jólatréð í jólatrésfætinum yfir jólin. Kallinum sjálfum hraus hugur við að vera fastur í jólatrésfætinum til frambúðar. Það var hvorki flott eða þægilegt. Niðurstaðan varð sú að kauði var fluttur á slysavarðstofuna. Þar tókst seint og síðar meir að losa kappann við jólatrésfótinn. Ekki fylgdi fréttinni hvort jólatrésfóturinn kom óskaddaður út úr þessari tilraun. Hinsvegar er hægt að draga þann lærdóm af þessu uppátæki að betra sé að troða fótum sínum í skó en í jólatrésfót.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2010 | 21:36
Vitlaust spurt í Útsvari
Spurningaþátturinn Útsvar var jafn skemmtilegur og fróðlegur í sjónvarpinu í kvöld og oftast áður. Afskaplega vel heppnaður þáttur í flesta staði. Þáttur sem ómögulegt er að missa viljandi af. Mér var þó afskaplega illa brugðið þegar spurt var: "Höfuðborg hvaða fylkis í Bandaríkjunum heitir Helena?"
Gefið var rétt fyrir svarið: Montana.
Montana er ekki fylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Montana er ríki í Bandaríkjunum. Höfuðborg Montana-ríkis er Helena.
Ég er miður mín yfir þessu.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
26.9.2010 | 00:00
Kallinn reddar þessu III
Það er alltaf mega gaman að kallinum sem reddar hlutunum á "nótæm". Eitthvað fer úrskeiðis og kallinn grípur það sem hendi er næst til og vandamálið er úr sögunni "med det samme". Hér eru nokkur skemmtileg dæmi. Hægt er að sjá fleiri slík með því að smella á slóðina: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1096306/.
Eitt hjólið hefur dottið undan verslunarhillunni. Kallinn lítur í kringum sig. Vatnsmelóna úr grænmetisdeildinni smellpassar undir hilluna.
Það var í ógáti ekið yfir naglamottu. Hún tætti báða hjólbarða undan bílnum vinstra megin. Sem betur fer var þetta í námunda við verslunarmiðstöð. Kallinn var snöggur að redda málunum með innkaupakerru og tveimur hlaupahjólum sem voru í skottinu á bílnum.
Konan vildi endilega fá afturendann á nýja bílnum viðarklæddan. Það var ekki í boði á bílasölunni. Kallinn reddaði því snarlega. Viðarklæddur skal skuturinn vera.
Festing á púströrinu undir bílnum gaf sig. Kallinn reddaði því í hasti með öryggisbeltinu.
Krakkinn þarf að drekka mjólk úr pelanum sínum. Kallinn hefur öðrum hnöppum að hneppa en halda undir pelann. Hann reddaði málinu í hvelli.
Krakkarnir báðu hjólabrettapall. Í næsta nágrenni var nóg af vörubrettum. Kallinn reddaði í einum grænum hjólabrettapalli.
Bleyjurnar kláruðust. Kallinn leysti málið með pappamáli.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.9.2010 | 21:59
Maðurinn sem fann upp taktinn
Einu sinni voru ekki til tölvur. Ekkert internet. Engin fésbók og ekkert blogg. Ótrúlegt en satt. Aðeins lengra er síðan það voru ekki til neinir bílar og engar flugvélar. Oft hefur verið talað um þá byltingu sem varð þegar hjólið var fundið upp. Án hjólsins væri erfitt að búa til þokkalega bíla og flugvélar.
Önnur bylting - sem minna er talað um en er ekki síður merkileg - er þegar maður að nafni Idnagrag fann upp taktinn. Þetta var í sunnanverðri Afríku. Fyrir þann tíma dansaði fólk og gólaði án takts. Einn daginn var Idnagrag með magakveisu og treysti sér ekki til að dansa með hinu fólkinu. Hann sat aðgerðalaus á trjádrumbi og fylgdist með. Hann langaði samt að vera með í leiknum. Fremur en gera ekki neitt gólaði hann smávegis og fór að slá með flötum lófa á ber lærin. Sín, vel að merkja. Fyrst var þetta óreglulegur ásláttur. Vegna magakveisunnar hægði á áslættinum - miðað við það sem Idnagrag hafði vilja til. Hægt og bítandi varð áslátturinn reglubundinn. Klappið á lærin glumdi við með jöfnu millibili. Fólkið varð furðu lostið. Það hætti að dansa og góndi opinmynnt á Idnagrag. Þeir kjörkuðustu laumuðust til að prófa að slá á læri sér með jöfnu millibili. Þegar þeir sáu og heyrðu að þeir gátu það þá slógu þeir fastar. Fleiri og fleiri bættust í hópinn og slógu í takt.
Takturinn breiddist út eins og eldur í sinu. Hann barst meðal annars til Asíu. Þar er maður að nafni Travis Barker. Hann hefur getið sér vænt orð fyrir góð tök og glöggan skilning á takti. Á þessu myndbandi fer hann ítarlega yfir fyrirbærið. Trommuleikarar um allan heim liggja gapandi yfir þessu myndbandi.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
17.9.2010 | 21:13
Kallinn reddar þessu II
Ég hef rosalega gaman af kallinum sem iðulega er kallaður þúsund þjala smiður. Þessum sem allir þekkja. Hann þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna hluti til að laga það sem hefur farið úrskeiðis. Grípur til þess sem hendi er næst og kippir hlutunum í lag "med det samme":
Hver þarf GPS staðsetningatæki þegar hægt er að redda málunum á einfaldari hátt?
Vantar kælibox? Kallinn reddar því. Fyllir þvottavélina af ísmolum og málið er leyst.
Konan sér ekki á skjáinn á hraðbankanum vegna sólarinnar. Kallinn reddar því. Rífur sig úr skyrtunni og blokkerar sólina.
Í Bretlandi er hægri handar stýri allsráðandi. Þegar draumabíllinn fæst á góðu verði en er með vinstri handar stýri reddar kallinn því snarlega.
Rigning truflar móttöku frá gervihnettinum. Kallinn reddar því með regnhlíf.
Rúðuþurrkumótorinn bilar. Kallinn reddar því. Bindur snærisspotta í þurrkublaðið og stýrir því léttilega innan úr bílnum.
Það vantar rafmagn í næsta herbergi. Kallinn reddar því án þess að opna rafmagnstengið.
Hitaketillinn klikkar. Kallinn reddar því. Skorðar hitaketilinn bara ofan á straujárnið.
Hér eru fleiri reddingar kallsins:
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1094756/
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.9.2010 | 19:55
Áfengar kexkökur
Í Bandaríkjum Norður-Ameríku - einkum Suðurríkjunum - vilja menn og konur helst djúpsteikja allan mat. Liðið djúpsteikir hrútspunga, súkkulaði og annað sælgæti, kartöflur, kjúklinga, engisprettur, kalkúna, smáfugla og allskonar. Í Texas fær liðið sér ekki lengur bjór öðru vísi en djúpsteiktan. Það er gert með því að hnoða bjór innan í hveitikökur sem síðan eru djúpsteiktar. Þessi aðferð fer eins og eldur um sinu hjá kúrekahöttunum og gallabuxunum í Texas. Á pöbbnum biður fólk ekki um einn kaldan á kantinn heldur tylft. Tylft er slangur yfir 12 rjúkandi heitar nýsteiktar bjórkökur. Það er líka hægt að biðja um hálfa tylft.
Hveitideigið er haft dálítið salt. Það er heppilegt þegar fólk dettur í það. Að auki er hörku stemmning í þessu. Kökurnar bragðast í humátt að saltstöngum sem iðulega eru í boði á pöbbum.
Sömu lög gilda um djúpsteiktar bjórinn og annan bjór: Hann má einungis selja þeim sem eru 22ja ára og eldri. Enda er alkahólstyrkur djúpsteiktu bjórkökunnar 5% og varasamt að hleypa 21 árs fólki í hana. Það færi allt í rugl.
Vísindi og fræði | Breytt 15.9.2010 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
3.8.2010 | 10:51
Ríkisstjórnin sprungin!
Í síðustu viku birti sunnlenska fréttablaðið Dagskráin viðtal við frægasta sjáanda landsins, Láru Ólafsdóttur á Selfossi. Viðtalið er gríðarlega merkilegt. Enda er Lára gríðarlega merkileg. Þó viðtalið sé stutt er það hlaðið stórum bombum. Sú stærsta er fullyrðing Láru um að ríkisstjórnin springi í þessari viku vegna Magma málsins. Á morgun er miðvikudagur. Þannig að ríkisstjórnin er sprungin varla síðar en á föstudag. Hvað tekur þá við? Nú reynir á næstu sýn eða skynjun Láru.
Til viðbótar er Lára búin að finna olíu á hafsbotni á Vestfjörðum, við Grímsey og í Vestmannaeyjum á sömu slóð og Guðlaugur Friðþjófsson synti á sínum tíma. Sérstakt fagnaðarefni er að olían skuli vera á hafsbotni á Vestfjörðum. Ef hún væri ofar hafsbotni eru fiskimiðin fyrir vestan ónýt.
Ekki nóg með það. Til fjölda ára hefur Lára verið á fullu í að finna Madeleine McCann, litlu stelpuna sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal vorið 2007. Lára hefur fundið út að Madeleine sé á lífi. Lára á bara eftir að staðsetja hvar stelpan er stödd. Hugsanlega er stelpan á meiri hreyfingu en svo að hægt sé að staðsetja hana.
Lára varð heimsfræg um allt Ísland þegar hún spáði fyrir um rosalegan Krísavíkurskjálfta sem átti að skella á klukkan korter yfir ellefu 27. júlí sama ár. Spáin var pínulítið ónákvæm. Það eina sem gerðist var að heimskasta fólkið á Suðurlandi skalf úr hræðslu og flúði til annarra landshluta. Aðrir á meintu skjálftasvæði skulfu líka af áhyggjum og keyptu skjálftaheld hús. Svo heppilega vildi til að fyrir tilviljun átti Lára nokkur slík á lager.
Spádómsgáfa Láru er ekki alveg á hreinu. Stundum er Lára skráð sjáandi. Í öðrum tilfellum segist hún ekki sjá sýnir heldur skynji hún ýmsa hluti. Þá bregður hún við skjótt og skráir skynjanirnar samviskusamlega í stílabók sem hún hefur merkt "Draumar mínir og skynjanir".
Einhverra hluta vegna hefur Lára ekki tekið boði James Randi sem var staddur hérlendis á dögunum. Hann býðst til að greiða Láru 12 og hálfa milljón krónur ef hæfileikar hennar verða sannreyndir með einföldu prófi.
Hér er létt og hressandi útvarpsspjall við sjáandann spræka um hinn rosalega öfluga meinta Krísavíkurskjálfta: http://blogg.visir.is/frostiloga/2009/07/29/loddari-afhjupa%C3%B0ur-i-beinni/
![]() |
Björk: Magma vinnur með AGS |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
4.7.2010 | 00:53
Gátan með hvarf býflugna leyst
5.5.2010 | 10:23
Snjöll kráka
Krákur eru þokkalega vel gefnar; sjálfbjarga og útsjónarsamir fuglar. Krákunni þykir fátt betra en hnetukjarnar. Vandamálið er að hnetuskeljar geta verið illbrjótanlegar fyrir litla kráku. Þá er gripið til þess ráðs sem hér sést: Krákan kemur sér fyrir beint fyrir ofan gangbraut þar sem umferðarþungi er mikill. Krákan lætur hnetuna falla á gangbrautina. Þegar þungir vörubílar aka þar um "smassa" þeir hnetuskelina. Krákan þarf þá aðeins að bíða eftir grænu gönguljósi. Þegar kviknar á því röltir hún út á gangbrautina og gæðir sér á hnetukjarnanum í flýti áður en kviknar á rauða umferðarljósinu.
26.4.2010 | 21:50
Sérðu andlitið í skýstróknum?
Það er fullyrt að ekkert hafi verið átt við þessa mynd. Hún er reyndar ekki alveg ný. Og ekki frá Eyjafjallajökli heldur frá Surtsey. En hún er jafn skemmtileg fyrir því. Og ennþá skemmtilegri ef rétt er að hún sé ófölsuð.
![]() |
Gígur í sigkatlinum stækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |