Fćrsluflokkur: Vísindi og frćđi
27.5.2011 | 02:46
Byltingarkennd nýjung í kvikmyndatćkni
Sú tćkni ađ áhorfandinn sjái kvikmynd í ţrívídd er gömul og úrelt. Ţađ er áreiđanlega hálf öld eđa eitthvađ síđan menn áttuđu sig á ţví hvernig hćgt vćri ađ gera ţrívíddarmyndir og koma ţeim til skila međ ţar til hönnuđum gleraugum, eđa réttara sagt plastaugum. Einhverra hluta vegna hafa frekar fáir kvikmyndaframleiđendur notfćrt sér ţrívíddartćknina fyrr en á allra síđustu árum.
Nú hafa japanskir uppfinningamenn fundiđ upp nýjung sem slćr ţrívíddartćknina út af borđinu. Ţađ er fjórvíddartćkni. Eina vandamáliđ sem á eftir ađ leysa er ađ einfalda gleraugnadćmiđ. Eins og er ţarf áhorfandinn ađ sitja međ 4 gleraugu á nefinu til ađ sjá myndina í fjórvídd. Ein gleraugu fyrir hverja vídd.
.
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 02:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
26.5.2011 | 12:37
Skilur ţú konur?
Margir, ţar á međal karlmenn, hafa kvartađ sáran undan ţví ađ eiga erfitt međ ađ skilja konur. Ţeir skilja ekki upp né niđur í ţeim. Mađurinn á ljósmyndinni hér fyrir neđan er einn af ţeim ljónheppnu. Hann komst í ţessa bók sem hefur ađ geyma upplýsingar um ţađ hvernig skilja megi konur. Ađ vísu er ţessi bók ađeins útdráttur úr raunverulegu bókinni. Eđa öllu heldur bókaflokknum ţví samtals eru ţetta 112 bćkur. En útdrátturinn er fyrsta skrefiđ. Hann gefur vísbendingu.
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
18.5.2011 | 02:26
Smásaga um rannsóknir á álfum
Ţađ er mikiđ um ađ vera hjá Álfarannsóknarstofunni. Jói Jóns hefur hvergi undan. Hann er eini starfsmađur fyrirtćkisins. Hann ţarf ađ gera allt: Svara í símann, hella upp á kaffi, taka á móti gestum og gangandi, vaska upp, sinna rannsóknum á álfum og halda ađ öđru leyti utan um starfsemina eins og hún leggur sig. Sem betur fer er Jói Jóns vinnusamur og samviskusamur. Sem betur fer hringir heldur enginn og aldrei koma neinir gestir. Ţađ veit enginn af tilvist Álfarannsóknarstofunnar. Ţađ gefur Jóa svigrúm til ađ einbeita sér enn betur ađ rannsóknum en annars.
Vísindi og frćđi | Breytt 8.5.2012 kl. 02:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
14.5.2011 | 00:30
Ofureinföld ađferđ viđ ađ "ţeyta" rjóma án ţeytara
Sumt fólk veit fátt betra en rjómatertur og rjómapönnukökur. Ţađ fólk setur ţeyttan rjóma út á súkkulađidrykkinn sinn og írska kaffiđ (Irish Coffie = viskí, blandađ međ smá slurk af kaffi og kurluđu súkkulađi) og nćstum hvađ sem er. Vandamál rjómaunnenda er ađ ţeir hafa vaniđ sig á ađ ţeyta rjómann međ rafmagnsţeytara eđa setja hann í stóran klunnalegan brúsa sem ţeir skrúfa kolsýruhylki viđ og láta kolsýruna ţeyta rjómann međ hvćsi og látum.
Ţegar fariđ er í útilegu eđa í fjallgöngur eđa önnur ferđalög eđa í sumarbústađ freystast margir til ađ taka međ sér útlendan úđabrúsa međ sykursćtum og ógeđslegum gervirjóma. Sá viđbjóđur eyđileggur allt brauđmeti og alla drykki. En allt er hey í harđindum, eins og beljurnar segja ţegar ţćr japla á gaddavír.
Ţetta er óţarfi. Ţađ ţarf hvorki rafmagnsţeytara, kolsýrubrúsa né útlendan gervirjóma. Ţađ eina sem ţarf er 5 krónu peningur og glćr plastpoki. Rjómanum er hellt í plastpokann og peningnum hent hranalega á eftir rjómanum. Síđan er hnútur bundinn fyrir op pokans. Töluvert loft ţarf ađ vera í pokanum. Svo er pokinn hristur í smástund ţangađ til rjóminn er orđinn ţykkur og stífur.
Ţetta er svo einfalt og auđvelt ađ ţađ er sprenghlćgilegt. Af tillitssemi viđ sjálfa/n sig og ađra er snyrtilegt ađ ţvo peninginn rćkilega bćđi fyrir og eftir notkun. Mađur veit aldrei nema einhver hafi ćlt yfir hann. Annađ eins hefur nú gerst međ peninga.
Ef áhugi er fyrir ađ skreyta međ rjómanum er hćgt ađ klippa lítiđ gat á plastpokann og sprauta rjómanum ţar út.
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
12.5.2011 | 23:04
Ţegar ég slapp naumlega frá ísbirni á Grćnlandi
Fyrir áratug eđa svo átti ég einu sinni sem oftar erindi til Grćnlands. Ţegar ég var ţar aleinn á rölti í mesta sakleysi vissi ég ekki fyrr en fyrir framan mig stóđ skyndilega stćrđar ísbjörn, eđa hvítabjörn eins og réttara er ađ kalla dýriđ. Hann var ekki nema um ţađ bil 4 metra frá mér. Viđ horfđumst í augu og virtum hvorn annan fyrir okkur. Ég rifjađi eldsnöggt upp allt sem ég hafđi heyrt um ţađ hvernig best vćri ađ bregđast viđ í svona ađstćđum. Ţađ var ekki um annađ ađ rćđa en fylgja ţeim leiđbeiningum út í hörgul. Ţađ er vonlaust ađ hlaupa undan hvítabirni. Hann nćr 100 metrunum á 5 sek eđa eitthvađ álíka. Ţar fyrir utan skilgreinir hvítabjörninn hlaupandi manneskju á flótta sem bráđ. Skemmtilega bráđ sem gaman er ađ elta uppi og ná. Ţađ er leikur í ţessum kvikindum.
Vísindi og frćđi | Breytt 8.5.2012 kl. 02:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
9.5.2011 | 23:39
Ekki er allt sem sýnist
Allar ţessar leiđslur virđast vera eins og einhverskonar frumskógur. Ţćr eru á sama svćđi: Á Indlandi. Ţćr gegna veigamiklu hlutverki í ţjónustu alnetsins (internetsins). Ekki síst í Bandaríkjum Norđur-Ameríku. En einnig út um alla Evrópu og víđar. Mörg af helstu ţjónustufyrirtćkjum heims á sviđi internetsins eiga allt undir ţessum vírahrúgum. Ţegar bandarískur almenningur og evrópskur hringir í internet-ţjónustu númer fer símtaliđ til Indlands. Ţar sitja viđ enda ţessa vírafrumskógar ljúfir og ţjónustuliprir Indverjar sem leysa úr öllum vandamálum varđandi internetiđ. Ţeir kunna ţetta. Og sá sem hringir heldur ađ hann sé ađ tala viđ bandaríska eđa evrópska tölvusérfrćđinga ţar sem allar tölvutengingar eru snyrtilega jarđlagđar.
2.5.2011 | 20:27
Ljósmyndin af hrći Osama bin Laden er fölsuđ!
Fjölmiđlar, allt frá breska dagblađinu Gardian til ţýska Spiegel, hafa nú afhjúpađ ađ ljósmyndin sem fjölmiđlum hafa birt og átti ađ sýna hrćiđ af Osama bin Laden er fölsuđ. Hér má sjá myndina sem fjölmiđlar birtu í morgun:
Ţannig leit myndin út í Daily Mail. Hér fyrir neđan er sýnt hvernig myndin var fölsuđ:
Nokkrum andlitsdráttum af Osama var blandađ saman viđ ljósmynd af líki annars manns.
Hvers vegna "bandamenn" eđa einhverjir ađrir standa svona ađ ţví ađ sýna fram á ađ Osama bin Laden sé dauđur vekur upp einhverjar spurningar. Ég er ekkert ađ draga í efa ađ kallinn sé dauđur. Enda hafa bćđi bandaríska leyniţjónustan og ýmsir háttsettir annarsstađar fullyrt ítrekađ árum saman, alveg frá 2001, ađ Osama bin Laden sé dauđur. Ég hef alltaf trúađ ţeim. Enda aldrei haft ástćđu til ađ gruna ţá um ósannsögli eđa annarskonar ónákvćmni.
.
![]() |
Sýndu bin Laden látinn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (58)
2.5.2011 | 02:23
Höfundur geisladisksins fallinn frá
Norio Ohga var söngvari og starfsmađur japanska fyrirtćkisins Sony, eins og rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson. Norio ól međ sér ţann draum ađ hanna plötu, geisladisk, sem myndi aldrei eyđast viđ núning plötunálar eins og vinylplötur. Diskurinn vćri jafn nýr eftir ađ hafa veriđ spilađur 100 sinnum og ţegar hann vćri spilađur í fyrsta skipti. Geislar myndu lesa af honum músík án ţess ađ snerta diskinn. 1979 fékk hann hollenska fyrirtćkiđ Philips í liđ međ sér til ađ hanna ţetta fyrirbćri. Svo ótrúlegt sem ţađ hljómar mćtti uppátćkiđ gríđarlegu andstreymi. Gömlu rótgrónu plötufyrirtćkin fundu ţessu uppátćki allt til foráttu.
Fyrstu geisladiskarnir komu á markađ 1982. Bandaríski plötuiđnađurinn barđist á móti ţessari nýjung á hćl og hnakka. Um svipađ leyti tókst honum ađ knésetja DAT segulbandsspólur sem voru ađ sumu leyti fyrirrennari geisladisksins. Ţađ er lásu af segulböndunum án ţess ađ um núning viđ lesarann vćri ađ rćđa.
Mig minnir ađ ţađ hafi veriđ um 1985 sem bandaríski plötuiđnađurinn gafst upp á baráttu gegn geisladisknum. Ég var ţá staddur í Bandaríkjunum og fylgdist međ baráttunni gegn geisladisknum ţar. Fyrstu ár á eftir voru geisladiskar í Bandaríkjunum pakkađir í umbúđir sem voru tvöfalt stćrri en sjálfur geisladiskurinn. Hugmyndafrćđin var sú ađ stćrđ geisladisksins sem var ađeins fjórđungur af stćrđ vinylplötu myndi slátra plötunni sem heppilegri stćrđ í gjafaumbúđum til jólagjafa.
Í mörg ár voru geisladiskar í Bandaríkjunum ađeins framleiddir í ţessum stóru umbúđum.
Fyrsta geislaplata á almennum alţjóđamarkađi var "The Visitors" međ Abba-viđbjóđnum. Hinsvegar man ég ađ einn af fyrstu íslenskum geisladiskum var "Frelsi til sölu" međ Bubba. Ég sá um markađssetningu ţeirrar plötu. Hún seldist í nćstum 20 ţúsund eintökum međ öllum ţeim markađssetningarráđum sem ég kunni best á ţeim tíma.
Norio féll frá í vikunni 81 árs gamall.
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
24.1.2011 | 16:07
Gátan leyst!
Gríđarmiklar vangaveltur og bollaleggingar hafa veriđ í gangi alveg frá ţví ađ bandarísk leikkona, Halle Berry, varđ ólétt um áriđ. Fólk hefur spáđ og spekúlerađ og reynt ađ átta sig á ţví hvernig í ósköpunum ţessi frćnka rokkarans Chucks Berrys hafi fariđ ađ ţví ađ verđa ólétt. Var ţetta glasafrjóvgun? Var ţetta kraftaverk? Var göldrum beitt? Hvađ gerđist?
Nú hefur hulunni veriđ svipt af leyndardómnum og er slegiđ upp međ stríđsfyrirsagnarletri í Fréttablađinu og á visir.is.:
Vísindi og frćđi | Breytt 25.1.2011 kl. 01:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
18.1.2011 | 20:17
Íslendingar gengu á land í Ameríku á undan indíánum
Einhverra hluta vegna hef ég alltaf stađiđ í ţeirri trú ađ indíánar séu frumbyggjar Ameríku. Jćja, ţađ er kannski ofmćlt ađ ég hafi alltaf stađiđ í ţessari trú. Sennilega byrjađi ég ekki ađ velta ţessu fyrir mér fyrr en á unglingsárum. Frá ţeim tíma hef ég frekar styrkst í ţessari trú en hitt.
Nú hefur virtur dómari, Charles E. Ramos, í New York hinsvegar kollvarpađ ţessari kenningu. Hann telur sennilegast ađ Íslendingar hafi fyrstir manna stígiđ á ameríska grund.
Charles ţessi er enginn vitleysingur. Hann veit hvađ hann syngur ţó hann sé laglaus. Ţetta er dómarinn sem vísađi frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannssyni og félögum.
Charles fullyrđir jafnframt ađ Ísland hafi orđiđ land á undan Ameríku. Alltaf lćrir mađur eitthvađ nýtt í jarđeđlisfrćđi.
![]() |
Íslensku nöfnin erfiđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)