Færsluflokkur: Spaugilegt
1.4.2012 | 21:38
Vond plötuumslög?
Á dögum vinylplötunnar vóg hönnun umslagsins þungt. Umslag vinylplötunnar er 31 x 31 cm. Til samanburðar er algeng stærð á forsíðu bókar 15 x 21 cm. Vinylplötuumslag glennir sig allt að því yfirþyrmandi framan í þann sem handleikur gripinn. Flott grafísk hönnun á umslagi gerir heilmikið fyrir plötuna. Góð dæmi um það eru síðustu plötur Bítlanna.
Vond grafísk hönnun á umslagi dregur að sama skapi plötuna niður. Í þeim tilfellum er oft um að ræða að tónlistarmaðurinn á plötunni hefur fengið hugmynd - sem honum þykir snjöll - og fær einhvern ungan teikniglaðan ættingja til að útfæra dæmið. Undantekingalítið kemur þetta illilega niður á leturvali og úrvinnslu.
Í öðrum tilfellum eru poppstjörnurnar greinilega með einhverja ranghugmynd um sig. Eins og gengur.
Þetta hefur þótt bráðsniðug hugmynd. Skilaboðin eiga sennilega að vera þau að ekki sé allt sem sýnist. Þegar betur verði að gáð þá reynist platan dýpri og bitastæðari en halda má í fljótu bragði. Þarna er líka fótósjoppað af dugnaði. Næstum sjötug konan virðist vera með jafn slétta húð og fermingarstelpa.
Þessi plata kom út 2009. Carly Simon á langan og framan af farsælan feril. Þekktasta lag hennar er You´re So Vain. Hún átti fjölda þekktra kærasta. Þar á meðal Mick Jagger, Kris Kristofferson, Warren Beatty og James Taylor. Með þeim síðastnefnda samdi hún fjölda söngva. Hann er á leið til Íslands að syngja í Hörpu.
Þegar platan Never Been Gone kom út var allt í klessu hjá Carly. Plötur hennar seldust ekki lengur. Alvöru plötufyrirtæki vildu ekki gefa út nýjar plötur með henni. Kaffihúsakeðja hafði aumkað sig yfir hana og gefið út næstu plötu á undan.
Never Been Gone var unnin af vanefnum. Kella var illa fyrir kölluð og ringluð (í andlegu ójafnvægi). Hún stóð í málaferlum við kaffihúsið. Taldi það hafa selt einhver eintök af plötunni en þóst ekki selja neitt. Sonur hennar sá um Never Been Gone og var algjör "amatör" á því sviði. Umslagið ber þess merki. Á plötunni raular Carly þó sín bestu og þekktustu gömlu lög. 5 stjörnu lög sem slík. En það er allt svo illa gert að gagnrýnendur gáfu plötunni 1 eða í hæsta lagi 2 stjörnur.
Það er eins og sumar poppstjörnur tapi dómgreind eftir langvarandi eiturlyfjaneyslu og rugl.
Þannig hljómaði Carly Simon fyrir næstum hálfri öld:
Jú, jú. Sérhannaðir búningarnir eru svakalega smart. Eða...ja, sko, þeir einhvern veginn smell passa á þessa ofur svölu töffara. Kjaftur hæfir skel. Og letrið skrautlegt. Þeir hafa verið stoltir af sér og plötunni þessir sænsku stælgæjar.
Kynþokkinn gargar. Hann geislar af þessum skvísum. Hárið snyrtilega hrúgað upp eins og vel hlaðinn heyvagn. Og hjörtun syngja í kór. Glennulegar poppgálur klámkynslóðarinnar geta margt lært af þessum pæjum. Þær kunna að kitla erótíkina án þess að sýna of mikið.
Hægt er að hlusta á glaðlega músík þessara glaðværu kvenna hér: http://mrweirdandwacky.blogspot.com/2010/06/braillettes-our-hearts-keep-singing.html
Þetta eru svo harðir gaurar að þeir bryðja glerflöskur í morgunmat. Takið eftir öllum gullkeðjunum. Líka á hundinum. Vindillinn undirstrikar hversu harðir naglar þessar poppstjörnur eru. Grrrrrrrr...
Pizzur og bongótrommur. Ósvikin ávísun á risa fjör. Hvoru tveggja pizzurnar og trommurnar eru táknaðar með hvítum kringlóttum flötum. Og einum rauðum. Svo er þarna kjöthakk í skál. Hugmyndasmiðurinn hefur verið við það að rifna úr monti.
Hljómsveitin, Irving Fields Trio, var skipuð annáluðum stuðboltum frá New York. Aðrar stuðplötur með hljómsveitinni báru nöfn eins og Kringlur og bongótrommur, Kampavín og bongótrommur, Bikíni og bongótrommur og eitthvað álíka. Það einkennilega var að hljómsveitin var ekki með neinar bongótrommur. Og reyndar ekki pizzur heldur.
Það verður ekki hjá því komist að láta sýnishorn með stuðboltunum fylgja hér með. Þeir kunnu að trylla lýðinn, þessir guttar:
Þessi skutla er ekkert að eltast við rakáhöld eins og stelpur klámkynslóðarinnar. Þvert á móti er hún stolt af loðnum fótum. Og má vera það. Það er ekkert að því. Samt myndi þetta umslag ekki teljast markaðsvænt í dag. Blómamyndirnar á stuttum kjólnum og stólnum eru nánast í stíl.
Hér er einn ofurtöffarinn til. Munstrið á skyrtunni er eins og geisladiskum hafi verið raðað utan hana. Kappinn reiðir jakka um öxl og pírir augun á eins kynþokkafullan hátt og honum er mögulegt. Hann kann þetta. Dáleiðir hreinlega dömurnar, dásamaður alls staðar.
Spaugilegt | Breytt 2.4.2012 kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
31.3.2012 | 01:47
Gullkorn: Prófsvör barna
Kennarar og prófdómarar hafa löngum haldið til haga broslegum svörum barna á prófum. Oftast er ástæðan fyrir sérkennilegu svari augljóslega sú að barnið hefur ekki skilning á viðfangsefninu en reynir að finna trúverðuga / líklega skýringu. Án þess að hitta á rétt svar. Eða þá að barnið ruglast á orðum sem hljóma líkt. Hér eru nokkur dæmi:
- Úr málfræðiprófi í 5. bekk í Mýrarhúsaskóla: "Hvað nefnast íbúar Húnavatnssýslu einu nafni?"
Eitt svar var: "Sýslumenn"
Annað var: "Húnvettlingar"
- Úr svari á prófi í kristnum fræðum í 7. bekk: "Á hvítasunnudag sendi Jesú lærisveinum sínum heilan anda."
- Úr bókmenntaprófi í 6. bekk: "Hvað merkir nafnorðið sammæðra?"
Eitt svarið var á svofelldan hátt: "Að tvær mæður eigi sama barnið."
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
23.3.2012 | 22:19
Er nokkuð hundur í þér? Broslegir hundar og kettir
Fá dýr eru fyndnari en hundar og kettir. Oftast samt án þess að þeir ætli sér það.
"Ég sver það: Það var risastór og grimmur Rottweiler hundur sem gerði þetta. Ég gat ekki hindrað það."
"Hvernig er best að koma því til skila að það sé tímabært að sá litli sofi í sínu eigin fleti?"
"Æ, hvað hann er alltaf notalegur, ferskur, róandi og svæfandi ilmurinn úr íþróttaskónum."
"Kötturinn? Hvernig á ég að vita hvar kötturinn er? Ég sé engan kött?"
Ástir samlyndra.
"Hæ, strákar! Viljið þið vera vinir mínir?"
"Partý! Partý! Partý! Þvílíkt fjör!"
Vonandi náðu þessar myndir að laða fram bros.
Spaugilegt | Breytt 24.3.2012 kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.3.2012 | 23:35
Viðskiptavild nafnsins - sölutækni
Það er þekkt í sálfræðinni að fólki þykir vænt um nafnið sitt. Algengt trix sölumanna er að ávarpa hugsanlegan kaupanda með nafni hans. Við það eitt myndast stemmning sem slagar í humátt að kunningsskap. Viðmælandinn fer í jákvæðar stellingar við það eitt að heyra nafn sitt nefnt.
Takið eftir því að þegar fólk endursegir samtal við einhvern "merkilegan" þá bætir það nafni sínu við tilvitnunina ásamt orðinu "minn". Viðkomandi lætur ummælin í endursögn hefjast á orðunum "Jóhannes minn, þetta er alveg rétt hjá þér." Í raun hefur sá sem vitnað er til þó ekki nefnt nafn hins.
Hvenær heyrum við samtal af þessu tagi: "Jóhannes minn, hvað er klukkan?" Hinn svarar: "Þórhallur minn, hana vantar 10 mínútur í þrjú."
Þannig spjallar fólk ekki saman. Í endursögn bætir fólk nafni sínu og "minn" við. Þið þurfið ekki að lesa margar blaðagreinar eða viðtöl við fólk áður en þið rekist á svona tilvitnanir. Sá sem segir frá er ekki að skrökva vísvitandi. Hann/hún minnir að þannig hafi samtalið verið.
Svo er það hitt sem er samt ekki eins algengt en þó áberandi: Þegar fólk lýsir sér í 3ju persónu. Það nefnir sjálft sig með nafni í stað þess að segja "ég". "Þá fer Árni í gang," segir í auglýsingu þar sem Árni Guðjónsson, leikari, auglýsir SS pylsur.
Ég hef löngum velt fyrir mér hvers vegna sumir tala um sig í 3ju persónu. Það er engin niðurstaða í þeim vangaveltum. Þannig lagað. Ég hallast að því að þetta sé einhvers konar minnimáttarkennd. Þá er ég samt alls ekkert að vísa til auglýsingarinnar með Árna. Hann er leikari og er að leika tiltekna persónu.
Mér virðist sem fólk tali helst um sig í 3ju persónu þegar það er að upphefja eitthvað sem að því snýr: "Þá tók Jónsi til sinna ráða." Eða: "Jónsi var ekki lengi að redda þessu."
Fyrir mörgum árum varð maður nokkur, mér kunnugur, ráðherra. Hann hætti að mestu að segja "ég". Þess í stað fór hann að tala um sig sem ráðherra: "Ráðherrann lagði til að..." Hann fór að kenna ýmsa hluti við ráðherra. Þannig varð hægindastóll hans í stofunni að ráðherrastólnum (áður hét hann húsbóndastóll); jakkaföt hans urðu ráðherradressið; fíni blekpenninn hans varð ráðherrapenninn. Þannig mætti áfram telja. Kunningjarnir gerðu nett grín að þessu á bak við hann.
Í einu skiptin sem maðurinn talaði um sig í 1. persónu var í viðtölum í blöðum eða ljósvakamiðlum. Hins vegar hélt hann áfram að kenna eigur sínar við ráðherra löngu eftir að ráðherratíð hans lauk.
Spaugilegt | Breytt 22.3.2012 kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2012 | 22:25
Sérkennilega lagt í bílastæði
Það er ekki öllum gefið að leggja í bílastæði. Sumum er algjörlega ómögulegt að leggja í stæði. Aðrir geta lagt í hvaða stæði sem er. Sama hversu lítið plássið er.
Sumir þurfa ekki einu sinni bílastæði til að leggja bílnum snyrtilega við erfiðustu skilyrði.
Heimakærum þykir notalegt að leggja bílnum sem næst svefnherberginu sínu.
Til er fólk sem nennir ekki að ganga stysta spöl. Þegar það langar niður að sjó þá ekur það eins nálægt sjónum og hægt er og leggur bílnum nánast á yfirborði vatnsins.
Spaugilegt | Breytt 21.3.2012 kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.3.2012 | 21:15
Furðulegir rangalar póstsins
Rekstur Póstsins er i tómu veseni. Fyrirtækið tapar allt að hálfu öðru hundraði milljónum króna á ári. Það er óskemmtilegt til lengdar. Það eru ekki margir kostir í stöðunni. Þrautalendingin er sú að útibúum er lokað og gamalreyndu starfsfólki sagt upp. Fólki sem hefur fikrast upp launastigann í áratuganna rás. Þá fer oft eitthvað í rugl. En unga starfsfólkið gerir sitt besta. Ég hef ekki undan neinu að kvarta. Þetta er allt yndælis fólk, jákvætt og glaðlegt með ríka þjónustulund.
Þróunin hefur tekið á sig ýmsar myndir. Til að mynda er nánast flókið að koma pósti til DV. Fyrst þarf að finna einhvern sporléttan sem getur lagt land undir fót. Hann þarf að leita uppi samviskusaman lektor í Háskóla Íslands. Flestir treysta best Ársæli Valfells. Það er heppilegast að ná á honum heima við seint að kvöldi og afhenda honum póstinn. Til að ekkert fari úrskeiðis verður að merkja póstinn í bak og fyrir með nafni einhvers núverandi eða áður hátt setts embættismanns Fjármálaeftirlitsins. Til að mynda Gunnars Andersen. Lektorinn hringir þá í Gunnar til að fá staðfest að pósturinn eigi að skila sér til DV. Bingó! Ársæll skilar póstinum til DV ekki síðar en næsta dag.
Vandamálið við þessa aðferð er sú að Pósturinn fær ekkert póstgjald. Það er ein af ástæðunum fyrir rekstrarhallanum. Þanngi bítur þetta allt í skottið hvert á öðru.
Ársæll fyrir utan höfuðstöðvar DV við Tryggvagötu.
Það fer ekki framhjá gestum og gangandi á Tryggvagötu þegar Ársæll mætir á svæðið eldsnemma að morgni. Hann blastar á útopnu fjörlegum Bítlalögum og tekur hraustlega undir í viðlagi. Stígur jafnvel nokkur dansspor í leiðinni.
Spaugilegt | Breytt 16.3.2012 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.3.2012 | 23:17
Krafinn um 200 þúsund kall fyrir laskað mannorð
Fyrir fimm árum var ég staddur á Selfossi. Þar var mér bent á frétt í héraðsfréttablaði. Mér þótti fréttin áhugaverð og skrifaði eftirfarandi bloggfærslu (örlítið stytt):
"Sævar Óli Helgason var á dögunum dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að ráðast á sýslumanninn á Selfossi, Ólaf Helga Kjartansson.
Forsaga málsins er sú að Sævar Óli hafði áður í tvígang verið dæmdur fyrir annarsvegar heimilisofbeldi og hinsvegar líkamsárás úti á götu. Hann var ósáttur við dómana. Hélt því fram að um misskilning væri að ræða. Hann sé í raun friðsemdarmaður og laus við allar tilhneigingar í átt að ofbeldi. Hafði í bæði skiptin orðið fórnarlamb miskilinna aðstæðna.
Hann taldi sig þurfa að leiðrétta þennan hrapalega misskilning við Ólaf Helga. Ruddist inn í dómssal Héraðsdóms Suðurlands þar sem Ólafur Helgi var að flytja mál. Og reyndi að koma skilaboðum þessa efnis á framfæri við sýslumanninn, Ólaf Helga. Ólafur benti manninum á að þarna væri hvorki staður né stund til að fjalla um þennan misskilning. Við þau orð fauk í Sævar Óla. Hann sveif á sýslumanninn, tók hann haustaki og skellti í gólfið.
Þessar "trakteringar" urðu ekki til að sannfæra sýslumanninn um að Sævar Óli sé friðsemdarmaður sem forðist ofbeldi eins og heitan eld. Þvert á móti kærði sýslumaðurinn Sævar Óla með ofangreindum afleiðingum."
Í dag fékk ég í athugasemdakerfinu á þessari bloggsíðu eftirfarandi erindi frá Sævari Óla:
"Að gefnu tilefni, vegna nýgenginns dóms héraðsdóms í svipuðu máli, geri ég, undirritaður, þér Jens Kristján Guðmundsson, sáttartilboð vegna þessara tilhæfulausra lyga og óhróðurs sem þú hefur haft uppi um mig og mína personu á bloggsvæði þínu. Nánar tiltekið þann 27.02.2007.
Spaugilegt | Breytt 8.3.2012 kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
7.3.2012 | 02:41
Putin með 107% atkvæða
Valdi Púta, eða Vladimir Pútin eins og hann er kallaður í Rússíá, er vinsælasti þjóðhöfðingi heims. Að minnsta kosti í sumum héruðum þarna fyrir austan. Fyrir nokkrum árum sigaði hann hernum á íbúa Kekenia. Þar var einhver órói, sem herinn barði miskunnarlaust niður. Svo hefur verið að heyra á eftirlifandi íbúum að þeir kunni Valda Pútu litlar þakkir fyrir. Meðal annars þess vegna var talið að mótframbjóðandi Valda Pútu myndi sigra með yfirburðum í Kekenia. Þannig var hljóðið í mönnum. Stuðningsmenn mótframbjóðandans höfðu sig mikið í frammi.
Þegar talið var upp úr kjörkössunum kom annað í ljós. Mótframbjóðandinn fékk aðeins 1 atkvæði. Ákafir stuðningsmenn hans virðast hafa svikið lit allir nema 1. Valdi Púta fékk aftur á móti 1481 atkvæði. Það eru merkileg tíðindi. Ekki síst þegar tekið er með í spilið að einungis 1389 voru á kjörskrá. Þar af áttu sumir ekki heimangengt, til að mynda sjúkir og háaldraðir.
Það gerir sigur Valda Pútu ennþá sætari og glæsilegri. Þeir eru ekki margir þjóðarleiðtogarnir sem geta státað af því að hafa gjörsigrað andstæðinginn með 107% atkvæða.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
5.3.2012 | 20:33
Fagur fiskur í sjó
Fiskur er einhver besti og hollasti matur sem völ er á. Það er æskilegt að borða fisk að minnsta kosti þrisvar í viku hverri. Helst oftar. Fyrir daga kvótakerfisins gátu allir fengið vinnu í fiskvinnslunni. Menn fengu líka í soðið beint frá sjómanninum. Í þá daga vissu flestir hvernig fiskur lítur út. Í dag þekkir fólk ekki fisk nema sem hvítar sneiðar í fiskborði verslana. Eða umluktar raspi. Eða í einhverri sósu.
Það er gagn og gaman að skoða myndir af fiskum. Rifja upp hvernig þeir líta út áður en þeir eru roðflettir, beinhreinsaðir og skornir í sneiðar. Þetta eru krúttlegar skepnur. En grun hef ég um að margir haldi að fiskar séu ennþá krúttlegri en raun ber vitni.
Það er svo gaman að margir fiskar minna á þekkt mannfólk. Maður kannast við svipinn.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.3.2012 | 22:04
Verstu plötuumslögin
Breska tónlistarritið Music Radar hefur tekið saman lista yfir verstu plötuumslögin í sögu þungarokksins. Af nógu er að taka. Ótrúlega mörg þungarokksumslög eru ótrúlega hallærisleg. En þannig hallærisleg að auðséð er að liðsmönnum hljómsveitanna sem um ræðir þykir umslögin svakalega svöl.
Textinn sem fylgir innan gæsalappa er tekinn úr Music Radar.
Spaugilegt | Breytt 5.3.2012 kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sem þú hefur eflaust sett fram mér til háðungar og minnkunar án þess að hafa nokkuð kynnt þér eitt eða neitt í því máli sem þú tjáir þig um og þykist samt hafa vit á...
Vildi ég gjarnan fá að vita hvað ég hef til þess unnið hjá þér, að þú hafir fundið þessa þörf hjá þér að ljúga uppá mig og mína personu og gera svo allt til að draga mannorð mitt í svaðið... Meiddi ég þig, eða þína nánustu, einhverntíma...? Því ég man ekki til þess að hafa nokkurntíma talað við, eða átt á nokkurnhátt viðskipti við þig eða þína...
Málið er...
Að eftir að ég byrjaði að blogga hérna á blog.is, í janúar, hefur mér verið bennt á að slái maður nafn mitt inní leit hérna á blogginu, þá fær maður upp bloggfærslu þína þar sem þú nefnir mig fullu nafni og lýgur, blákalt, uppá mig, ferð rangt með staðreyndir máls og reynir greynilega að gera sem minnst úr minni personu án sýnilegs tilefnis af einhverri óútskýrðri heift... Hvað veldur annað en þín vafasama personugerð og óútskýrður illvilji þinn í minn garð...? Hvað gerði ég þér til að eiga það skilið að þú ljúgir og svertir mannorð mitt á þennan hátt...?
Það skal því hér með, þér semog öðrum, upplýsast að ég, undirritaður, hef aldrei verið dæmdur fyrir "heimilisofbeldi" einsog þú heldur fram í þessu bloggi þínu... Heldur var ég einmitt að reyna að leggja fram kæru og láta taka af mér skýrslu vegna þesskonar heimilisofbeldis þegar samstuð okkar Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumannsfífls á Selfossi, varð... Komst ég að því seinna að Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumannsfífl á Selfossi, hafði BANNAÐ undirmönnum sínum að taka af mér skýrslu vegna þessa máls... Þrátt fyrir þá nýútgefna verklagsreglugerð Ríkislögreglustjóra um undantekningalausa aðra málsmeðferð slíkra mála hjá lögreglustjóraembættum en mér var þar sýnd... Og er þar með komin ástæða og útskýring á því sem gerðist í framhaldinu...
Því það var EKKI ég sem "réðst" inní dómssal... Það var Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumannsfífl, sjálfur... Væntanlega í því augnamiði að gera málstað minn að engu en allt það "ofbeldi" sem varð þar að undan varð við það að ég greip í öxl hans svo hann hrasaði við er ég var að reyna að stöðva hlaup hans í burtu frá mér... En þú heldur því blákalt uppá mig, í bloggfærslu þinni, að ég hafi "ráðist" á Ólaf Helga, sýslumannsfífl, inní réttarsal... Því lýgur þú... Jens Kristján Guðmundsson...!
Okkar samstuði lauk fyrir utan dómssalinn... Og hefði verið öllum ljóst sem kunna og nenna að lesa dóma sem ég, undirritaður, hef fengið... En þú telur þig væntanlega ekki þurfa þess til að tjá þig um mín mál...
Og væntanlega ekki nein önnur málefni... Er það...?
Býð ég þér því sættir að fyrrabragði því ég tel þig fyrirfram ekki ríkan mann hvorki af andlegum auði né veraldlegum...
Þær eru svona...
Þú ritar mér ásættanlega afsökunnarbeðni vegna þessara lyga þinna í minn garð sem verður svo auglýst í tveimur fréttablöðum er ná landsdreifingu... Munt þú að sjálfsögðu sjá um þann kostnað, að upphæð 200.000.kr...
Og svo skaltu greiða mér 200.000.kr sem bætur fyrir þessar tilhæfulausu lygar þínar í minn garð...
Þar með losnar þú við lögfræði- og málskostnað sem mun allavega tvöfalda þessa upphæð annars, og allir sáttir...
Hafir þú, eða þinn fulltrúi, ekki samband við mig, undirritaðan, innan 14 daga frá ritun og afhendingar (á þínu bloggsvæði) þessa sáttarboðs skalt þú eiga von á að það verði haft samband við þig af mínum lögfræðingum...
Takk...!
Kv. Sævar Óli Helgason
Tjarnargata 32. 101 Reykjavík
Gsm-8487019"
Svo virðist vera sem bloggfærsla mín hafi ekki verið 100% nákvæm. En samt innan skekkjumarka. Eða því sem næst. Tobbi hefur upplýst mig um það:
"Þú hélst því fram að Sævar þessi hefði ráðist á sýsla inni í dómssalnum. Þar mun hafa munað einum metra því aðalárásin átti sér stað utan dómssalsins en þó svo nálægt að sýsli varðist falli með því að grípa í hurðarhúninn að utanverðu. Svo heldur þú því ranglega fram að delinkventinn hafi tekið sýsla haustaki þegar rétt er að sýsli taldi hann hafa tekið sig hálstaki og dómarinn taldi að hann hefði þrifið í öxlina á sýsla. Hér er vitaskuld um alvarlegar rangfærslur að ræða og verða ekki réttlættar með því að ákærði og síðar dæmdi í máli þessu fékk svofellda umsögn dómarans: Framkoma ákærða var ruddaleg og brot hans gagnvart sýslumanni tilefnislaust og gróft. Hann hefur ekki sýnt nein merki iðrunar eða eftirsjár.
En, með hjálp snjalls lögfræðings, t.d. margumrædds Pro Bono, er líklegt að látið verði við skilorðsbundinn dóm sitja enda voru rangfærslur þínar aðeins metri í öðru tilvikinu en sennilega fimmtán sentimetrar í hinu."
Þetta er hið snúnasta mál. Uppgefið heimilisfang Sævars Óla er svokallaður Ráðherrabústaður. Gistiheimili fyrir erlenda þjóðhöfðingja. Sævar Óli hefur að sönnu verið skráður sem útlendur flóttamaður í Danmörku. Ég veit samt ekki hvort að það flokkast undir erlenda þjóðhöðingja. Mér skilst að Sævar Óli hafi slegið eign sinni á Ráðherrabústaðinn. Hann hafi gert sig heimakominn þar með innbroti án lykla. Mínir fulltrúar telja óráðlegt að pósta peninga og bréf til Sævars Óla á þetta heimilisfang. Það séu litlar líkur á að það komist til skila. Eignarhald Sævars Óla á Ráðherrabústaðnum sé ekki viðurkennt. Og jafnvel leiki vafi á að hann sé réttmætur húsráðandi þar eða hafi þar fasta búsetu. Mér er illa við að vita af peningum lenda í reiðuleysi vegna misskilnings eða ánákvæmni á búsetu.