Færsluflokkur: Spaugilegt

Og sigurvegarinn er...!

  Þessar ljósmyndir fékk ég sendar.  Og hló.  Vonandi ná myndirnar að kæta þig líka.

sigurvegari-rottuhali

  Rottuhali ársins! 

  Til gamans má geta að Færeyingar kalla mjóar hárfléttur - og það sem Íslendingar kalla tíkaspena - rottuhala. 

sigurvegari-pylsa

  Vonbrigði ársins!

  Ef vel er að gáð má lesa neðst í hægra horni auglýsingaspjaldsins að pylsan sé ekki í raunstærð.  Í Bandaríkjunum er nauðsynlegt að tryggja sig gegn málshöfðun á þennan hátt.  Fólk sér pylsuna auglýsta á 62 kr.  Það pantar eina pylsu.  Þegar hún reynist vera minni en sú á myndinni þá fær fólkið gríðarlegt áfall.  Það fer í skaðabótamál við Ikea.  Og vinnur málið ef hvergi er tekið fram að pylsan á auglýsingaspjaldinu sé ekki í raunstærð. 

sigurvegari-líkbíll

  Bílastæðaverðir ársins!

  Lengst til vinstri má sjá menn bera líkkistu út úr kirkju í þann mund sem samviskusamir og ákafir bílastæðaverðir eru að fjarlægja líkbílinn.  Honum var ekki lagt í merkt bílastæði.

sigurvegari-eldsneyti

  Mótmælandi ársins!

  Hver þarf á eldsneyti að halda?  Ég ferðast bara með strætisvögnum.

sigurvegari-viðgerð á flugvél

  Flugvélaviðgerð ársins!

  Stór sprunga á steli löguð með málningateipi.

sigurvegari-ráð

  Ráð ársins!

  Lesandi leitar ráða:  "Ég hef tvívegis gengið inn á manninn minn þar sem hann er að fróa sér inni á baðherbergi.  Hvað á ég að gera?"

  Ráð:  "Banka."

sigurvegari-jafnvægi

  Jafnvægislist ársins!

  Takið eftir hvað bíllinn er staðsettur upp á háu fjalli.  Það sést með því að skoða hægra hornið neðst á myndinni.

sigurvegari-bisnessklæðnaður

  Mest traustvekjandi bisness-útlit ársins!

sigurvegari-brjóstagjöf

  Brjóstgjöf ársins!


Jón Þorleifsson VII - Hrellir nýjan ráðherra

eðvarð sigurðssonJón ÞorleifsMagnús Kjartansson, ráðherra

  Jón Þorleifsson,  verkamaður og rithöfundur,  tók upp á því á gamals aldri að setja saman vísur.  Iðulega voru það kveðjur til samferðamanna.   Oftar kaldar en hlýjar kveðjur.  Jón gætti þess vandlega að kveðjurnar kæmust til skila.  Það gerði hann með því að ganga heim til viðkomandi og afhenda honum nýútkomna bók eftir sig með vísunni.  Jón gekk flestra sinna ferða innan Reykjavíkur.  Jafnvel mjög langar leiðir.

  Verkalýðsforingjar voru lágt skrifaðir hjá Jóni - svo vægt sé til orða tekið.  Hann hafði í raun megnustu óbeit á þeim.  Taldi þá vera upp til hópa glæpamenn,  mútuþega,  lygara,  svikara og að auki hina verstu menn.

  Þannig orti Jón um Eðvarð Sigurðsson,  verkalýðsforingja og alþingismann:

  Eðvarð,  þú ert óþverri,

iðinn lygaslefberi,

  mannorðsspjallameistari,

magnað eiturkvikindi.

 

  Jón talaði ekki rósamál.  Hann sagði hlutina eins og þeir komu honum fyrir sjónir.  En hann átti til milda og sérkennilega takta í þeirri uppreisn sem hann var stöðugt í gegn mönnum og málefnum. 

  Meðal þeirra sem Jón fyrirleit var Magnús Kjartansson,  ritstjóri Þjóðviljans.   Þegar Magnús var settur í embætti iðnaðarmálaráðherra var Jón snöggur að panta viðtal hjá ráðherranum.  Honum var úthlutað viðtali fljótlega upp úr hádegi.  Jón mætti stundvíslega og var vísað til skrifstofu ráðherrans.  Magnús tók vel á móti Jóni,  bauð honum sæti og spurði hvað hægt væri að gera fyrir hann.

  Jón fékk sér sæti og sagði:  "Það er fullreynt að þú hvorki vilt né getur neitt fyrir mig gert."

  Er Jón sagði frá þessu síðar sagðist hann hafa lagt sig í líma við að vera afar kurteis í þetta skiptið.  Hann dauðlangaði að lesa Magnúsi pistilinn en hélt aftur af sér.

  Magnús spurði hvert erindið væri.  Jón sagði það ekki vera neitt.  Hann ætli bara að sitja þarna.  Hann hafi fullan rétt á því eins og hver annar Íslendingur.  Magnús spurði hvort hann eigi að kalla eftir kaffi handa honum.  Nei,  Jón sagðist ekki vera kominn til að sníkja kaffi eða annað.  Þvert á móti sagði hann Magnúsi að láta veru sína ekki trufla hann frá störfum.  "Sinntu þínum störfum.  Láttu mig ekki trufla þig.  Ég ætla bara að sitja hérna á meðan."

  Magnús fór að blaða í möppum og reyndi að leiða Jón hjá sér.  Jón sat beint fyrir framan hann og horfði stíft á hann.  Tvisvar eða þrisvar reyndi Magnús að hefja spjall við Jón.  Jón endurtók þá fyrri setningar.  "Sinntu þínum störfum.  Láttu mig ekki trufla þig."

  Jón sagði Magnús hafa orðið lítið úr verki.  Hann hafi gjóað til sín augum af og til og orðið taugaveiklaðri og aumari með hverjum klukkutíma sem leið.  Að lokum tilkynnti Magnús að vinnudegi sínum væri lokið.  Jón stóð þá upp,  opnaði dyrnar og kvaddi hátt og kurteislega til að aðrir heyrðu. 

  Rúsínan í pylsuendanum, að sögn Jóns,  var er hann gekk framhjá konunni í afgreisðlunni.  Hann kvaddi hana í leiðinni.  Hún leit á úr sitt og varð að orði:  "Þið hafið greinilega haft um margt að spjalla."

---------------------------------------

Fyrri frásagnir af Jóni Þorleifssyni: 

Afmælishóf Dagsbrúnar

Kastaði kveðju á forsætisráðherra
Illa leikinn af verkalýðsforingja
Verkalýðsforingi hrekktur 1. maí
Á kosningadag
Kveðju kastað á Guðrúnu Helgadóttur

 

   


Öðru vísi lögreglutaktar

  Þessi lögregluþjónn stjórnar umferð á gatnamótum í Manilla,  höfuðborg Filippseyja.  Það hefur hann gert í sex ár og staðið sig vel.  Hann vinnur við þetta í sjö klukkustundir á dag,  fimm daga vikunnar.  Hann er frægur á Filippseyjum og reyndar út um allan heim.  Á þútúpunni er að finna fjöldamörg önnur myndbönd af kappanum. 

  Frægð hans liggur í óstjórnlegri dansgleði.  Og gleði yfir höfuð.  Hann er alltaf kátur og fellur ítrekað í dansgírinn.  Hann reynir þó að halda danstöktunum í skefjum svo að þetta fari ekki út í fíflagang.  Hann vill varðveita virðuleika starfsins.  Stundum tekst það.  En oftar brjótast danssporin fram eins og hver annar kækur.

  Lögregluyfirvöld eru mjög ánægð með þetta.  Þau hvetja umferðarlögregluþjóna til að vera glaðlega og hafa boðið öðrum umferðarlögreglumönnum fjárstyrk ef þeir vilji sækja dansnámskeið.  Einhverjir hafa þegið boðið.


Smá klúður

  Áfengir drykkir,  sjómennska og fiskveiðar eiga ekki alltaf sem best saman.  Veiðimaðurinn á myndinni drakk heilan kassa af bjór og tók ekkert eftir því að ísinn bráðnaði hratt í hlákunni.  Enda mátti hann ekkert vera að því að horfa í kringum sig.  Hann var upptekinn við að vakta vökina á ísnum.  Staðfastur maður með metnað til að standa sig.

 veitt á ís


mbl.is Skipstjórinn var ódrukkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Þorleifsson - VI

guðrún helgadóttirJón Þorleifs

  Ég held áfram að rifja upp sögur af rithöfundinum og verkamanninum Jóni Þorleifssyni.  Fyrir neðan eru hlekkir á eldri sögur af Jóni.  Það er eiginlega nauðsynlegt að lesa þær fyrst til að átta sig á þessum merka manni.  Á gamals aldri fór hann að skrifa bækur.  Þær bækur eru fjölbreyttar.  Allt frá ljóðabókum til sjálfsævisöguminninga og skáldsagna.

  Jón sótti um inngöngu í Rithöfundasambandið.  Guðrún Helgadóttir,  þingkona og vinsæll barnabókahöfundur,  lagðist af þunga gegn félagsaðild Jóns.  Hún taldi bækur hans vera hatursáróður gegn nafngreindum mönnum en ekki verðugar bókmenntir.  Þess ber að geta að Guðrún kannaðist lítið við þetta í einkasamtölum við Jón.  En hann hafði áreiðanlega heimildarmenn fyrir því hvernig þetta gekk fyrir sig.  Þorgeir Þorgeirsson,  rithöfundur,  staðfesti í mín eyru að Jón færi rétt með framgöngu Guðrúnar í að hindra félagsaðild Jóns að Rithöfundasambandinu.

  Umsókn Jóns var hafnað.  Það er ljótur blettur á sögu Rithöfundasambandsins.  Jón tók þetta nærri sér og var afar ósáttur.

  Eitt sinn í jólaös var boðið upp á skemmtidagskrá í verslun Máls og Menningar á Laugarvegi.  Þarna komu fram tónlistarmenn og lesið var upp úr bókum.  Ég vissi ekki af þessu en átti leið hjá.  Það var troðið út úr dyrum.  Þegar ég kom að voru tónlistarmenn að ljúka sinni dagskrá.  Kynnir gekk að hljóðnema og kynnti Guðrúnu Helgadóttur,  sem var að senda frá sér bók.  Kynnirinn endaði kynninguna á orðunum:  "Við bjóðum Guðrúnu Helgadóttur velkomna á svið!"

  Áheyrendur klöppuðu og Guðrún steig á svið.  Þá heyrðist Jón - í þvögu áheyrenda -  hrópa hátt og snjallt (hann myndaði "gjallarhorn" með lófunum):  "Það bjóða ekki allir hana velkomna!  Það bjóða ekki allir hana velkomna!  Stattu fyrir máli þínu ef þú þorir!"

  Það var eins og einhverjir hefðu átt von á þessu upphlaupi Jóns (kannski hafði eitthvað þessu gerst áður).  Tveir stæðilegir menn stukku eldsnöggt að Jóni og hentu honum út á götu.  Þar hitti ég Jón.  Hann var ánægður og sagði sigri hrósandi:   "Mér tókst að eyðileggja stemmninguna fyrir helvítis kellingunni!" 

-------------------------------

Fyrri frásagnir:

Afmælishóf Dagsbrúnar
Kastaði kveðju á forsætisráðherra
Illa leikinn af verkalýðsforingja
Verkalýðsforingi hrekktur 1. maí
Á kosningadag

Ólystugur matur. Varúð! Ekki fyrir klígjugjarna!

ólystugur matur E andarungar

  Það er ekki alfarið samasemmerki á milli matar sem gleður augað annars vegar og bragðlaukana hinsvegar.  Bragðgóður matur getur verið ólystugur á að líta.  Hann getur jafnvel verið svo fráhrindandi í útliti að sá sem er óvanur viðkomandi mat geti ekki hugsað sér að smakka hann. 

  Sums staðar í Asíu þykir fátt betra en andarungar áður en þeir klekjast úr eggi.  Kúnstin er að þeir séu ekki eldri en svo að nóg sé eftir af rauðunni í egginu.  Rauðan er nefnilega nauðsynleg með upp á bragðið að gera.  Kostur við þennan rétt er að goggur og bein ungans eru mjúk undir tönn á þessu stigi.

ólystugur matur C hráir uxalimir

  Í sumum löndum eru uxatyppi vinsælt snakk.  Þau eru þurrkuð í nokkra daga og borðuð hrá.

ólystugur matur A lasanja m-kolkrabbakjöti

  Á ferðalagi í útlöndum pantaði kona nokkur sér lasagna rétt með fersku krabbakjöti.  Þegar rétturinn var borinn á borð reyndist krabbakjötið svo ferskt að það var lifandi kolkrabbaungar. 

ólystugur matur B rottuungar

  Í Kína,  Kóreu og kannski víðar þykja rottuungar lostæti.  Þeir eru hárlausir svo auðvelt er að snæða þá í heilu lagi.  Sumir skilja þó halann eftir.

ólystugur matur H silkiormapizza

  Í Kóreu eru silkiormar vinsælt álegg á flatbökur.

ólystugur matur I vespukaka

  Í Japan þykir höfðinglegt að bjóða gestum upp vespukökur með tebollanum.

ólystugur matur F ormasúpa

  Lirfusúpur njóta víða vinsælda.  Þær eru próteinríkar og hentugar þegar passa á upp á línurnar.

hamborgariólystugur matur J hamborgari

  Fyrir örfáum árum fann þáverandi leiðtogi í Norður-Kóreu,  Kim Jong-Il,  upp á byltingarkenndum rétti ætluðum fátæklingum heims.  Vinsældir réttsins náðu á nokkrum dögum þvílíkum vinsældum að í dag stendur hann fátæklingum til boða um allan heim.  Víðast er rétturinn kenndur við þýska hafnarborg,  Hamborg.  Megin snilldin við uppfinningu Kims Jong-Ils er að fátæklingarnir geta snætt hamborgarann án þess að eiga hnífapör. 

  Hins vegar er hamborgarinn ljótur og fráhrindandi í útliti og nánast óætur fyrir fólk sem hefur kynnst skárri mat.

ólystugur matur L svið

  Þessu er öfugt farið með sviðakjamma.  Þeir eru augnayndi og bragðgóðir eftir því.   Eini gallinn er sá að útlendingum þykir sviðakjamma svipa til hundshauss eða mannsandlits.  Fyrir bragðið eru þeir feimnir við þennan veislumat.  Þeir fáu útlendingar sem þora að smakka svið skilja oftast augað eftir.  Samt er það besti bitinn.


Ekki fyrir lofthrædda

ekki fyrir lofthrædda A

Hæsta tívolítæki í heimi.  Þarna snýst fólk í 117 metra hæð.  Þetta er í Vín.  Einhverra hluta vegna er jafnan fámennt í tækinu.

ekki fyrir lofthrædda B

Það er gaman að horfa yfir Dubæ úr 828 metra háum turni.

ekki fyrir lofthrædda C

Litla hnátan liggur á glergólfi á 103. hæð í Chicago.

ekki fyrir lofthrædda D

Byggingin séð utan frá.  Í fljótu bragði virðist þetta vera lyfta.  Þegar betur er að gáð sést að þetta er lítill útsýnisgluggi.  Hann speglast í rúðum hússins þannig að svo virðist sem 6 manneskjur séu í honum.  Þær eru aðeins 3.

ekki fyrir lofthrædda E

Það þykir mikið sport að taka kollhnís á Tröllatungu í Noregi.

Það er gaman að eldast!


  Fimmtug kona með hjartaálfall var flutt í skyndi á spítala.  Meðan á aðgerð stóð var hún nærri farin yfirum.  Guð birtist henni:
- Er minn tími kominn?  spurði konan.
- Nei, svaraði guð.  Þú átt 43 ár, 2 mánuði og 8 daga eftir ólifaða.

  Á gjörgæslunni ákvað konan, þar sem hún ætti svona langt líf fyrir höndum, að dvelja lengur á spítalanum og fá sér andlitslyftingu, brjóstastækkun, vararstækkun og gangast undir fitusogsaðgerð. Í leiðinni lét hún aflita á sér hárið og hvítta tennurnar.  
  Eftir síðustu aðgerðina var hún útskrifuð af sjúkrahúsinu. Á leið yfir götuna varð hún fyrir sjúkrabíl og lést samstundis.
  Þegar hún kom fyrir guð krafði hún hann svara strax.

- Ég gat ekki betur skilið en ég ætti 43 ár eftir ólifuð!  Af hverju bjargaðir þú mér ekki frá sjúkrabílnum, skömmin þín?


- Úps!  Ert þetta þú?  Ég bara þekkti þig ekki aftur!

páfinn


tölvubrandari15

mbl.is J.R., Sue Ellen og Bobby eldast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Þorleifsson - V

Jón Þorleifs

  Hér fyrir neðan eru hlekkir á fyrri frásagnir af Jóni Þorleifssyni,  verkamanni og rithöfundi.  Það er ástæða til að fletta upp á þeim í réttri röð fyrir þá sem ekki þekktu þennan merka mann áður en lengra er haldið.  Og kannski líka fyrir þá sem þekktu hann.

  Jón hafði andúð á stjórnmálastéttinni eins og hún lagði sig.  Hann mætti jafnan á kjörstað og tók sér góðan tíma í að skrifa á kjörseðil skilaboð til stjórnmálastéttarinnar í bundnu formi.  Þó brá svo við eitt sinn að hann greiddi atkvæði.  Þegar Jón var að yfirgefa kjörstað hitti hann einn af frambjóðendum Alþýðubandalagsins.  Ég man ekki hver það var.  Mig hálf rámar í að það hafi verið Magnús Kjartansson.  Samt er ég ekki viss.  Sá kastaði kveðju á Jón og spurði hvort hann væri búinn að kjósa.

  Jón játti því.  Sagðist í fyrsta skipti í langan tíma hafa merkt við framboðslista.  Viðmælandinn spurði hvort að Jón hefði kosið rétt.  Jón svaraði:  "Ég veit það ekki.  Ég kaus Alþýðubandalagið."

  Viðmælandinn tók í hönd Jóns og þakkaði honum fyrir atkvæðið.  Jón svaraði:  "Þetta var mér nauðung.  Eina ástæðan fyrir því að ég kaus Alþýðubandalagið var að fá tækifæri til að strika yfir þitt nafn.

---------

Afmælishóf Dagsbrúnar
Kastaði kveðju á forsætisráðherra
Illa leikinn af verkalýðsforingja
Verkalýðsforingi hrekktur 1. maí

Í þá gömlu góðu daga - III

  Þetta er síðasta lotan í upprifjun á gömlu góðu dögunum.  Þessari ótrúlegu tilveru fyrir daga heimilistölvunnar,  internetsins,  Fésbókar,  bloggsins,  tölvuleikja, "google",  þútúpunnar og þess alls sem er svo stór liður í því sem við erum að fást við dag hvern.  Táningar og börn geta ekki ímyndað sér hvernig hægt var að komast af án tölvunnar og internetsins.  Á þeim dögum var pabbinn alfræðiorðabók:

breyttir tímar-5

  Þá spurði barnið:  "Hver skapaði heiminn,  pabbi?"  Faðirinn svaraði:  "Guð skapaði heiminn,  sonur sæll."

  Nú spyr barnið:  "Hver skapaði heiminn,  pabbi?"  Og faðirinn svarar:  "Gúgglaðu það,  sonur sæll."

breyttir tímar-6

  Áður stóðu foreldrarnir valdmannslegir yfir taugaveikluðum,  óöruggum og niðurlútum nemendum og hrópuðu:  "Hvað eiga þessar einkunnir að þýða?"

  Nú standa nemendurnir sjálfsöruggir fyrir framan taugaveiklaða, óörugga og niðurlúta kennara þegar foreldrarnir yfirheyra kennarana:  "Hvað eiga þessar einkunnir að þýða?"

breyttir tímar-7

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband