Fćrsluflokkur: Menntun og skóli
8.10.2008 | 23:07
Myndir frá nemendamótinu á Steinstöđum í Skagafirđi
Ţessar myndir birtust mér í draumi. Ég sé ekki betur en ţćr sýni sitthvađ frá nemendamóti í Steinsstöđum í Skagafirđi í sumar. Ţađ getur veriđ gaman ađ vera svona berdreyminn.
Ég átta mig ekki á hver hún er daman lengst til vinstri í bleiku peysunni. Yfir öxlina á mér horfir hann Lalli frábćri í Laugahvammi. Viđ hliđ hans stendur Sindri frábćri frá Steintúni. Lengst til hćgri er Hrefna frábćra frá Saurbć. Ég átta mig ekki á hverjar konurnar eru í hvítu peysunum né heldur hvađa hendi kemur frá vinstri og virđist hafa einbeittan vilja til ađ hrinda mér á andlitiđ af fautaskap ofan í mölina.
Ekki kveiki ég á perunni hver hann er mađurinn lengst til vinstri á myndinni. Rósa frábćra frá Korná er fyrir miđju og Böddi frábćri frá Ţorsteinsstöđum til hćgri. Ég sé ekki betur en ađ ţau hafi laumast í bjór. Ţađ er ekki nógu sniđugt svona á miđjum degi.
Lengst til vinstri er Jobbi frábćri Ásmundsson úr Fljótunum. Mér sýnist Ţórhallur frábćri bróđir hans vera lengst til hćgri. Miđpunktur alheims er Magga frábćra frá Sölvanesi. Hún klippir Sauđkrćkinga sundur og saman af mikilli list. Hćgra megin viđ hana er Rögnvaldur frábćri organisti frá Ketilási í Fljótum.
Mér sýnist Hörđur frábćri frá Saurbć vera til vinstri og Maggi frábćri frá Vindheimamelum í miđiđ. Maggi var ađ opna leiksvćđi ţar sem fólk skýtur málningarkúlum (paint ball) hvert á annađ. Ţađ er litrík skemmtun og vinsćl. Maggi rekur jafnframt í framhjáhlaupum Hestasport, Rafting og sitthvađ fleira. Ég hef grun um ađ ţađ sjái aftan á Skarphéđinn frábćra júdómeistara frá Hofi.
Ţarna hef ég sennilega haft ţungar áhyggjur af ţví ađ Rósa frábćra frá Korná myndi villast ef hún myndi rölta ein um svćđiđ. Ábyrgđartilfinning hefur blossađ upp í mér og ég ákveđiđ ađ fylgja henni ţétt eftir til ađ hún týni sér ekki á gangi. Ég tek hlutverkiđ svo hátíđlega ađ mér stekkur ekki bros á vör vegna kvíđakasts yfir ađ valda ekki verkefninu.
Lengst til vinstri sést í fjarska glitta í Gunnu frábćru frćnku mína frá Hlíđ. Í rauđa jakkanum er Hrefna frábćra frá Saurbć. Međ bjórdós stendur Jobbi frábćri Ásmunds. Bakviđ hann stendur Lalli frábćri í Laugahvammi. Til hćgri er Rögnvaldur frábćri tónlistarkennari og er furđu kátur miđađ viđ ađ bjórglasiđ hans er tómt.
Í baksýn sést Maggi frábćri frá Vindheimum lengst til vinstri. Fremst á myndinni standa Rósa frábćra frá Korná og Gunna frábćra frćnka mín frá Hlíđ sitthvoru megin viđ Rögnvald frábćra kórstjóra frá Ketilási.
Ţarna sátum viđ Rögnvaldur frábćri snemma dags, ţömbuđum maltöl og spáđum ţví ađ krónan myndi hrynja endanlega í október og Ísland yrđi sósíalískt ríki. Davíđ Oddsson myndi ţjóđnýta einkabanka ţeirra kumpána Jóns Ásgeirs og Björgólfs og opna öll hliđ upp á gátt fyrir Rússagull sem myndi flćđa um allar gáttir. Íslandi yrđi stýrt af fjármálaeftirliti ríkisins og Davíđ Oddsson stofna til stríđs viđ bresk stjórnvöld. Ţađ er međ ólíkindum rugliđ sem manni dettur í hug í óráđi svona nývaknađur og enn á milli draums og vöku.
Ef smellt er á myndirnar birtast ţćr stćrri og skýrari.
Guđirnir og allar góđar vćttir blessi Ísland.
Menntun og skóli | Breytt 9.10.2008 kl. 07:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)
2.2.2008 | 20:55
Sjaldan fellur eggiđ langt frá hćnunni
Fyrir nokkrum árum gaf Gísli Marteinn Baldursson upp í bók ađ hann vćri međ prófgráđu í stjórnmálafrćđi. Viđ nánari skođun kom í ljós ađ ţetta var ofmat. Gísli Marteinn hafđi ekki lokiđ prófi. Hann bara hélt ţađ. Fađir Gísla Marteins, Baldur Gíslason, er skólastjóri Iđnskólans í Reykjavík. Á dögunum fékk Baldur áminningu frá menntamálaráđherra.
Fyrir hvađ? Jú, Baldur hélt ađ nokkrir nemendur Iđnskólans hefđu tekiđ ţar próf án ţess ađ ţeir hafi gert ţađ. Hljómar kunnuglegt, ekki satt?
Ólafur treystir Gísla Marteini | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (31)