Fćrsluflokkur: Menntun og skóli

Burt međ próf úr skólakerfinu!

  Stöđluđ próf,  tekin í einangrun og tímaţröng,  eru stórgölluđ ađferđ til ađ meta árangur nemenda í skóla.  Ţau eru til skammar.  Einar Steingrímsson, stćrđfrćđingur, fćrir góđ rök fyrir ţessu í spjalli í útvarpsţćttinum frábćra Harmageddon á X-inu.  Á ţađ má og á ađ hlusta á međ ţví ađ smella HÉR.  Ég vil bćta ţví viđ ađ svona próf eiga stóran ţátt í ţví ađ mörg ungmenni ţróa međ sér ţunglyndi sem háir ţeim alla ćvi.  Prófkvíđinn hellist yfir ţau mörgum dögum fyrir próf.  Veldur ţeim andvökunóttum heilu og hálfu vikurnar,  lystarleysi,  magakveisu og höfuđverki.  Ţau fá ljótuna og  ofskynjanir.  Hakka í sig örvandi efnum til ađ geta lesiđ sem mest undir pressunni.   

 Prófin bera ađ stórum hluta ábyrgđ á fjölda fíkniefnaneytenda sem hefđu aldrei byrjađ ađ neyta ţessara efna án prófpressu.  Prófin bera einnig ađ stórum hluta ábyrgđ á fjölda fólks sem bilast undir prófpressunni og geggjast.  Geđdeildir eru fullar af nemendum sem "lásu yfir sig".  

  Prófin neyđa grandvaralaus og fram ađ ţví heiđarleg ungmenni til óheiđarleika.  Ég tala af reynslu.  Í grunnskóla kom ég mér upp ýmsum ađferđum til ađ svindla á prófi.  Á skömmum tíma varđ ţađ vani.  Sparađi tíma.  

  Uppáhaldsađferđin var ađ velja sćti viđ hliđ góđs og hrekklauss námsmanns.  Ţegar hann var nánast búinn ađ skrifa upp sín svör ţá beiđ ég eftir ađ umsjónarkennarinn liti í átt frá mér.  Ţá skaut ég međ löngutöng af ţumli litlu broti af töflukrít á töfluna fyrir aftan kennarann.  Ósjálfráđ viđbrögđ hans voru ađ líta á töfluna.  Á ţví sek-broti skipti ég um prófblađ viđ sessunautinn - sem ćtíđ varđ undrandi.  Eftir ađ hafa punktađ niđur hjá mér svör hans endurtók ég krítartrixiđ til ađ skipta aftur á blöđum.

  Nokkrar ađrar ađferđir notađi ég til hátíđarbrigđa.  Ein var ađ brjótast inn í kennarastofu nóttina fyrir próf og taka ljósrit af prófinu.  Systursonur minn notađi síđar sömu ađferđ en gleymdi frumritinu í ljósritunarvélinni.  Allt komst upp.  

  Ađ öđru leyti hafa prófsvindl sjaldnast háđ nokkurri manneskju.  Ţvert á móti.  Ţau örva hugmyndaflug og útsjónarsemi.  Utan ţeirra eru próf bölvaldur í skólastarfi.

     


Heldur betur Gettu betur

gettu

 

 

 

 

 

 

 

 

  Einn af vinsćlustu sjónvarpsţáttum á Íslandi er "Gettu betur"; spurningaţáttur ţar sem nemendur í framhaldsskólum etja kappi saman.  Ţađ er gaman.  Uppskriftin er afskaplega vel heppnuđ.  Skipst er á flokkum á borđ viđ hrađaspurningar, bjölluspurningar,  ţríţraut og svo framvegis.  

  Ţekking keppenda er ótrúlega yfirgripsmikil.  Ţeir eru eldsnöggir ađ hugsa, tengja og tjá sig.    

  Spurningar hafa iđulega skemmtanagildi auk ţess ađ vera frćđandi.  Rétt svar skerpir á fróđleiknum.  

  Spyrill,  spurningahöfundar og stigaverđir geisla af öryggi;  léttir í lundu og hressir.  Allt eins og best verđur á kosiđ.  Nema ađ óţarft er ađ ţylja upp hverju átti eftir ađ spyrja ađ ţegar svar kemur í fyrra falli. 

  Spurningaflóđiđ er hvílt međ innliti í skólana sem keppa.  Einnig trođa samnemendur keppenda upp međ músík.  Jafnan mjög góđir söngvarar.  Gallinn er sá ađ ţetta er of oft karókí:  Ţreyttur útlendur slagari,  útjaskađur í sjónvarpsţáttum á borđ viđ the Voice, Idol, X-factor...

  Ólíkt metnađarfyllra og áhugaverđara vćri ađ bjóđa upp á tónlistaratriđi frumsamin af nemendum.  Ţađ eru margir lagahöfundar í hverjum menntaskóla.  Líka fjöldi ljóđskálda.

  Kostur er ađ ýmist spyrill eđa spurningahöfundar endurtaka svör.  Ungu keppendurnir eru eđlilega misskýrmćltir.  Eiginlega oftar frekar óskýrmćltir.  Enda óvanir ađ tala í hljóđnema.  Stundum líka eins og ađ muldra hver viđ annan eđa svara samtímis.  Netmiđillinn frábćri Nútíminn er međ skemmtilegt dćmi af ţessu vandamáli.  Smelliđ HÉR 

  Úrslitaţáttur "Gettur betur" verđur í beinni útsendingu nćsta föstudagskvöld.  Spennan magnast.  Ég spái ţví ađ spurt verđi um bandaríska kvikmynd.  Einnig um bandarískan leikara.  Líka um bandaríska poppstjörnu.  Ađ auki spái ég ţví ađ ekki verđi spurt um fćreyska tónlist.         

     


Íslensk tunga

  Í dag er dagur íslenskrar tungu.  Honum er fagnađ um land allt.  Eđlilega.  Í dćgurmálaţáttum ljósvakamiđla er rćtt um íslenska tungu,  stöđu hennar í dag og í áranna rás.  Ljóđskáld sem fara vel međ íslenskt mál eru verđlaunuđ ásamt kjarnyrtum rithöfundum.  Dagur íslenskrar tungu veitir ađhald.  Knýr okkur til ađ staldra viđ og líta í eigin barm.  Velta fyrir okkur íslenskri tungu.

  Hvađa tunga er íslenskari en sú sem sleikir íslenskt gras alla daga?  Nagar Ísland af áfergju?  Blćs út af íslenskum gróđri frá ţví ađ vera smátt lamb upp í ađ verđa stór og stćđilegur gemlingur?  Ţađ er rammíslensk tunga.

íslensk tunga


mbl.is Sigurđur hlýtur verđlaun Jónasar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvar er best og verst fyrir stelpur ađ alast upp?

nigería

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ég hef komist í skýrslu yfir bestu og verstu lönd fyrir stelpur ađ alast upp í.  Tekiđ er inn í útreikninginn allt frá líkum á ađ deyja viđ barnsburđ til möguleika á skólagöngu og allt ţar á milli.  Líka landsframleiđslu á mann og hlutfall kvenna í launavinnu í samanburđi viđ karla.  Og svo framvegis.  Ţetta eru vandađir útreikningar.

  Niđurstađan kemur ekki eins og ţruma í heiđskíru veđri.

  Verstu löndin eru ţessi (ekki góđar fréttir fyrir Afríku):

1  Nígería

2  Sómalía

3  Malí

4  Miđ-Afríku lýđveldiđ

5  Jemen 

6  Kongó

7  Afganistan

8  Fílabeinsströndin

9  Chad

10 Kamerún

  Langbestu löndin eru ţessi (góđar fréttir fyrir Norđurlöndin):

1  Noregur

2  Svíţjóđ

3  Danmörk

4  Ísland

5  Finnland

6  Holland

7  Ástralía

8  Nýja-Sjáland

9  Sviss

10 Belgía


Hvađ er ţetta međ Fellaskóla?

  Ţegar talađ er um einelti í skólum berst umrćđan ćtíđ fljótlega ađ Fellaskóla.  Ţannig hefur ţađ veriđ til einhverra ára.  Sögurnar ţađan eru margar og ljótar.  Svör stjórnenda skólans eru eitthvađ á ţá leiđ ađ málin séu í ferli.  Ţađ virđist ţýđa ađ öllu sé stungiđ undir stól og ekkert gert.  

  Vegna skólaskyldu ber skólastjórnendum ađ tryggja velferđ nemenda.  Skólinn á ađ vera börnum öruggt skjól.  Stađur sem ţeim líđur vel á.  Í góđum skóla hlakka krakkar til hvers skóladags.  Geta varla beđiđ eftir ţví á morgnana ađ komast í skólann.  

  Ţessu er öfugt fariđ međ mörg börn í Fellaskóla.  

  Hvar er barnaverndarnefnd?  Ofbeldi er glćpur.  Ekki síđur ţegar fórnarlamb er barn heldur en fullorđiđ.  

 


mbl.is Tólf ára ýtt út á Hverfisgötu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ofbeldi má ekki líđa

  Margir skólar - jafnvel flestir - eru blessunarlega lausir viđ einelti.  Svo eru ţađ hinir,  ţessir örfáu skólar,  ţar sem einelti er viđvarandi vandamál.  Í sumum ţeirra til margra áratuga.  Ţar liggur ábyrgđin hjá skólastjórnendum.  Ţeir eru vanhćfir.  Ţađ segir sig sjálft.

  Börn búa viđ skólaskyldu.  Skólastjórnendum ber ađ tryggja ađ öllum líđi vel í skólanum.  Auđvitađ er og verđur alltaf til í barnahópum eitthvađ sem viđ getum kallađ saklausa stríđni.  Glettni er af hinu góđa.  Glađvćr krakkahópur skemmtir sér saman í leikjum og sprelli.

  Ofbeldi er allt annađ.  Ţađ er glćpur.  Ţađ á ađ taka á ofbeldi barna á svipađan hátt og ofbeldi fullorđinna.  Engum á ađ líđast ađ skemma fatnađ skólasystkina,  skólatöskur eđa annađ.  Svoleiđis verđur ađ taka snöfurlega á.  Láta skemmdarvarginn bera ábyrgđ á gerđum sínum og bćta ađ fullu fyrir allar skemmdir.  Láti kvikindiđ sér ekki segjast er ekki um annađ ađ rćđa en fjarlćgja skemmda epliđ.  Til ađ mynda međ brottvikningu úr skóla.  Eđa setja á ţađ nálgunarbann.  Eđa hvađ sem er annađ sem bindur snöfurlega endi á ofbeldiđ.

   


mbl.is Eitt sinn stríđni, nú ofbeldi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kynferđisofbeldi í heimavistarskóla

  Ég var í heimavist í Steinstađaskóla og á Laugarvatni.  Ţađ var rosalega gaman.  Mikiđ fjör.  Allt ađ ţví stanslaust partý.  Ţarna eignađist ég marga góđa og kćra lífstíđarvini.  Ţví miđur veit ég til ţess ađ sum skólasystkini upplifđu vonda vist í ţessum skólum.

  Víkur ţá sögu ađ heimavistarskólanum á Núpi í Dýrafirđi. Jón Gnarr segir í nýrri bók frá hópnauđgun og kynferđislegu níđi kennara á nemanda.  Hann nafngreinir ekki kennarann.  Fyrir bragđiđ er ţví haldiđ fram ađ allir 8 kennarar skólans liggi undir grun.  Ţađ er skrýtiđ.  Án ţess ađ ég ţekki til málsins ţá tiltekur Jón ađ gerandinn hafi veriđ nýr og ungur kennari á stađnum,  búsettur á Núpi og hlustađ á pönk.  

  Getur veriđ ađ allir 8 kennarar stađarins hafi veriđ ungir nýir kennarar á ţessum tímapunkti?  Og allir hlustađ á pönk?  Einn af kennurum var skólastjórinn.  Varla var hann skilgreindur sem nýr og ungur kennari.  Ţrír af 8 kennurum bjuggu ekki á stađnum.  Einhverjir til viđbótar voru eldri en svo ađ ţeir vćru ađ hlusta á pönkrokk.  Til viđbótar hafa einhverjir kennarar upplýst ađ nemandi hafi aldrei komiđ inn fyrir ţeirra dyr.

  Hringurinn ţrengist.  Ţađ passar ekki ađ 8 kennarar liggi allir undir grun.  Líkast til varla fleiri en 2 eđa 3.  Ţađ er vont fyrir ţá saklausu.  Jafnvel verra en ađ vera í hópi 8 grunađra.

     


Ástćđulausir fordómar í garđ prófsvindls

  Á öllum stigum menntakerfisins ríkja neikvćđir fordómar í garđ prófsvindls.  Í ţeim tilfellum sem kemst upp um prófsvindl er brugđist ókvćđa viđ.  Prófsvindlarinn er rekinn međ skít og skömm úr skólanum.  Prófúrlausn hans er ógild um aldur og ćvi

  Hvađ er svona merkilegt viđ ţađ ađ skipta um dekk á vörubil?

  Útsjónarsamt prófsvindl stađfestir hćfileika nemanda til ađ komast af.  Komast yfir hindrun.  Ţađ er hlutverk menntunar og tilgangur skóla:  Ađ skila út í lífiđ einstaklingum sem spjara sig.

  Sumir nemendur skora hátt á prófi međ ţví ađ lćra eins og páfagaukar:  Ţeir lćra orđ,  setningar og texta utan ađ án skilnings á ţví hvađ um rćđir.  Ađrir stytta sér leiđ međ útsjónarsemi.  Svindla á prófi međ slóttugheitum.  Skilja samt jafnvel betur námsefniđ en páfagaukarnir.  En nota ađra hćfileika til ađ standast prófiđ.  Ţađ eru einmitt ţeir hćfileikar sem skila ţeim farsćlla lífshlaupi ţegar upp er stađiđ en páfagaukunum.  

 Á Indlandi beita foreldrar og ćttingjar öllum ađferđum til ađ hjálpa nemendum viđ ađ svindla á prófum.  Á međan próf er ţreytt má sjá ađstandendur klifra eins og fjallageitur upp skólabyggingar í ákafri viđleitni til ađ hjálpa viđ prófsvindl.  Ţađ er ekkert nema gaman ađ sjá samheldar fjölskyldur.  Verra er ađ vita af afskiptalausum börnum á Íslandi.

prófsvindl

   


mbl.is Meint svindl aldrei sannađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Krakkar redda sér

  Ţegar ég var í svokölluđum gaggó um 1970 í Steinstađaskóla í Lýtingsstađahreppi í Skagafirđi ţá ţótti mér ekki ástćđa til ađ taka námiđ hátíđlega.  Ţetta var einhvernvegin ţannig ađ fyrst var mađur í barnaskóla. Sennilega til 12 ára aldurs eđa svo.  Síđan tóku viđ 1. og 2. bekkur í gaggó.  Ţar á eftir 3. og 4. bekkur í gaggó.  Ţá fćrđi ég mig yfir til Laugarvatns.  

  Í Steinsstađaskóla var kenndur reikningur.  Ég sá ekki ástćđu til ađ lćra hann.  Ég hafđi ákveđiđ ađ verđa myndlistamađur.  Sem ég síđar varđ.  Stundađi nám í Myndlista- og handíđaskóla Íslands.  Útskrifađist ţađan sem grafískur hönnuđur og vann viđ fagiđ til fjölda ára.

  Nema hvađ.  Vegna ţess ađ ég taldi tímasóun ađ lćra reikning ţá sleppti ég ţví.  Fyrir bragđiđ féll ég í reikningi ţegar útskrifa átti mig úr 2. bekk í gaggó.  Ţađ truflađi ekki mikiđ tilveruna.  Ég fékk ađ taka reikningsprófiđ upp á nýtt. Ţetta kallađist samrćmt próf.  Allir sem féllu á reikningsprófi fengu nýtt próf. Ţađ var sent frá Menntamálaráđuneytinu.  Nóttina fyrir nýja prófiđ braust ég inn á skólastjóraskrifstofuna.  Ţađ var ekkert erfitt.  Á ţeim tíma ţurfti ađeins hárspennu til ađ opna lćsingar (ţetta var ađ vísu ađeins flóknara.  Ţađ ţurfti ađ fara um fleiri og erfiđari dyr.  En ég geri hér ekki fleiri samseka).  Ég fann prófiđ og tók ljósrit af ţví.  Um nóttina fékk ég reikningsglöggan skólafélaga til ađ reikna út fyrir mig dćmin.  Gćtti ţess ađ hafa útreikninga ţannig ađ ég nćđi lágmarkseinkunn. Ađ mig minnir 5,5.  Ţađ gekk eftir.  Ég náđi útskrift.  Ţađ hefur aldrei háđ mér ađ kunna ekki reikning umfram plús, mínus, margföldun og deilingu.  Ţar fyrir utan var ţađ góđ skemmtun ađ svindla á reikningsprófinu. Og reyndar á fleiri prófum síđan.  En ţađ er önnur saga.  

  Ţetta er annađ af ţeim tveimur jólalögum sem skoruđu hćst í jólalagakeppni Rásar 2 í ár.  Gleđisveitin Döđlurnar fer á kostum:  

  

   


mbl.is Komust yfir lykilorđ og svindluđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sláandi ljósmyndir

  Góđ ljósmynd segir meira en ţúsund orđ.  Meira en tveggja klukkutíma löng kvikmynd.  Ljósmyndin frystir augnablikiđ og vel heppnuđ ljósmynd fangar áhorfandann. Neglir hann niđur.  Á alla hans athygli ótruflađa frá hljóđi eđa hreyfingu á öđrum en viđfangsefninu.

  Hér eru nokkur dćmi:

áhrifaríkar ljósmyndir - munkar biđja fyrir betri heimi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Munkar á bćn.   

áhrifaríkar ljósmyndir - stelpa reykir

 

 

 

 

 

 

 

 Frá ţeim árum er reykingar ţóttu töff og hćttulausar.  Jafnvel hollar.  Stelpan er kannski 10 ára eđa svo.   

áhrifaríkar ljósmyndir - 3ja vikna albínói kúrir hjá frćnku sinni 

  3ja vikna albinói kúrir hjá frćnku sinni.

áhrifaríkar ljósmyndir - kona í Eţíópíu skođar tímarit

  Kona í Eţíópíu skođar franskt tískutímarit.  Nauđsynlegt ađ fylgjast međ tískunni.

áhrifaríkar ljósmyndir - barn í flóttamannabúđum í Kosovo handlangađ til afa síns

  Barn í flóttamannabúđ í Kosovo handlangađ til afa síns.

áhrifaríkar ljósmyndir - barn skođar jakka pönkara

  Barn skođar gadda á jakka pönkara.

áhrifaríkar ljósmyndir - breskur drengur gengur yfir götu og dregur á eftir sér leikfangastrćtó

  Breskur drengur gengur yfir gangbraut og stöđvar akstur 2ja hćđa strćtisvagns.  Strákurinn dregur á eftir sér leikfangastrćtó af sömu gerđ. 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband