Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
2.3.2014 | 22:13
Rússar þenja brjóst og sperra stél
Það er eins og Rússar verði sperrtari með hverjum deginum sem líður. Pútín og hans lið kemst upp með allt. Sama hvort er að bjarga sýrlenskum stjórnvöldum undan innrásarhótunum Obama eða bjarga Snowden undan Obama. Eða dæma gagnrýnendur Pútíns í þrælkunarbúðir. Eða halda Olympíu-leika og láta rússneska herinn umkringja úkraínskar herstöðvar og afvopna þær.
Rembingurinn í Rússum og og sjálfsupphafning þeirra er farin að taka á sig ýmsar myndir. Þar á meðal eru þeir farnir framleiða fólksbíla í rembingslegri yfirstærð.
Til að taka af allan vafa þá hefur ekkert verið átt við þessar ljósmyndir. Bíllinn er þetta stór.
Hinsvegar birtist sperringur Rússa líka í samsettum brúðkaupsmyndum. Hér þykist brúðguminn jafnhatta fólksbíl með brúðurina innanborðs:
Líka frekar undarlega samsett mynd af brúðhjónum sem eru sett inn sem dekk undir bíl:
Sumir Rússar monta sig af dráttarvélinni sinni. Í rússneskum sveitum er dráttarvélin stöðutákn. Metingurinn gengur út á að hafa stór dekk undir vélinni og góðan heyvagn aftan í henni. Takið eftir að við hlið annars framhjólsins er öðru og stærra dekki stillt upp til að dráttarvélin sýnist vera vörpulegri. Jafnframt er myndin tekin frá sjónarhóli þar sem þak á nálægu húsi virðist vera þak á heyvagninum og húsi traktorsins.
Þetta er stríðsyfirlýsing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 3.3.2014 kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.2.2014 | 22:58
Malta ræðst að Íslendingum með ósvífni
Fullyrðing Vigdísar Hauksdóttur um að Malta sé ekki sjálfstætt ríki hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Hver erlendi netmiðillinn á fætur öðrum hefur tekið málið upp. Þetta er frétt dagsins víða um heim. Þarna gætir smávægilegs misskilnings. Vigdís stóð í þeirri trú að Malta væri súkkulaðikex. Súkkulaðikex getur ekki verið sjálfstætt ríki. Þar fyrir utan er sjálfstæði ríkja teygjanlegt hugtak.
Sunnudagsútgáfa maltneska netmiðilsins circle.com leggur út af orðum Vigdísar von Malta og gerir samanburð á Íslandi og Möltu. Fyrirsögnin er: "Þess vegna er Malta betra land en Ísland"
Þessi hrokafulla rangsanninda fyrirsögn er rökstudd með eftirfarandi:
- Sólin skín í 3000 klukkutíma á ári í Möltu en 1300 tíma á Íslandi.
- Eldgos á Íslandi spúa eldi og brennisteini yfir alla Evrópu. Eldfjöll á Möltu hafa vit á að hafa hægt um sig.
- Maltnesk eldfjöll bera lipur nöfn á borð við Mosta og Dingli. Það er illmögulegt fyrir útlendinga að segja Eyjafjallajökull.
- Hætta á innræktun er meiri á Íslandi vegna fámennis. Íslendingar eru 320 þús. Maltverjar eru 452 þúsund.
- Verðlag á Íslandi er 8. hæsta í Evrópu. Verðlag á Möltu er í 22. sæti. Á Íslandi kostar brauðhleifur 1,55 evrur. Á Möltu kostar hann 0,83 evrur.
- Íslendingar hafa ekki þjóðarrétt Möltu, pastizzi. Þess í stað eru bestu pylsur í heimi seldar á einum stað í Reykjavík.
- Íslendingar eru sjálfhverfir skrattakollar í norðri.
Greinina má lesa í heild með því að smella á: http://www.sundaycircle.com/2014/02/why-malta-is-a-better-country-than-iceland/
Fjölmiðlar á Möltu fjalla um Vigdísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.2.2014 kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.2.2014 | 22:13
Fersk skýring á orsökum íslenska bankahrunsins
Friðrik Schram heitir maður. Hann er prestur hjá Íslensku Kristskirkjunni. Í gær var hann staddur í Færeyjum og ávarpaði landsþing færeyska Miðflokksins. Í ávarpinu upplýsti Friðrik Færeyinga um orsök bankahrunsins á Íslandi 2008 og setti það í samhengi við blómstrandi velmegun í Færeyjum.
Stóri munurinn liggur í því að Færeyingar eru kristnasta þjóðin í Evrópu á sama tíma og Íslendingar hafa ekki varðveitt trúna. "Þúsundir Íslendinga töpuðu öllu," sagði Friðrik. "Bæði eignum, vinnu, peningum og trú á framtíðina." Allt vegna þverrandi guðsótta og þverrandi virðingar gagnvart náunganum. "Þetta eru afleiðingar þess að Ísland hefur afkristnast. Af græðgi og ábyrðarleysi misnotuðu einstaklingar aðstöðu sína til að safna auði."
Friðrik gleymdi ekki að rifja upp að Færeyingar urðu fyrstir þjóða til að lána Íslendingum gjaldeyri. Og það af stórhug. "Íslendingar eru ennþá að tala um það," sagði hann.
Friðrik fullyrti að eina leið Íslendinga út úr kreppunni sé að fara þá kristnu leið sem byggir á boðorðunum 10.
Sérstaklega þetta með að girnast ekki þræl náunga síns. Ja, hann tók það reyndar ekki fram. En það lá í loftinu. Held ég.
Færeyingum þótti mikið til ræðu Friðriks koma. Enda var hún flott. Það eina sem vantaði í hana var útskýring á því hvers vegna Færeyingar lentu í bankahruni og kreppu á tíunda áratugnum. Það var mun harðari skellur en íslenska bankahrunið. En Færeyingar voru fljótir að hrista hann af sér. Meðal annars með því að henda kvótakerfinu. Síðan hefur þeim gengið allt í hag.
Hlýðum hér á færeysku hljómsveitina Hamferð, sigurvegara færeysku Músíktilrauna 2011, flytja sálminn "Herra Guð þitt dýra nafn og æra". Frábær hljómsveit sem spilaði á Eistnaflugi á Neskaupstaði 2012.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
14.2.2014 | 23:17
Alvarlegar rangfærslur
Í fjölmiðlum í dag mátti heyra ýmsa góða manneskjuna kenna Dag elskenda, Valentínusardaginn, við Bandaríki Norður-Ameríku. Sumir fussuðu yfir því að Íslendingar séu að apa eftir bandarískum ósiðum. Aðrir létu þess getið að Dagur elskenda sé eldri en Bandaríkin. Dagurinn eigi sögu aftur til 14 aldar í Evrópu.
Þar er sennilega vísað til Wikipedíu sem í þessu tilfelli segir aðeins hálfa sögu.
Hið rétta er að þetta var heiðinn hátíðisdagur til forna. Hann var kenndur við ástarguðinn Lupercus. Kirkjan hafði horn í síðu hans. Þegar fullreynt þótti að þessum heiðna hátíðisdegi yrði ekki útrýmt tókst kirkjunni að finna píslarvott, Valentinus, sem átti fæðingardag nánast á Degi elskenda. Það munaði aðeins einum degi. Málið var leyst með því að kirkjan uppnefndi heiðna hátíðisdaginn Valentínusardag. Heiðingjar tóku því fagnandi. Það var ekkert nema hið besta mál að þessi hátíðisdagur væri tekinn í sátt af kirkjunni.
Heimildir eru til um heiðna hátíðisdaginn frá því 4 öldum fyrir okkar tímatal.
Þetta er einfalda sagan af Degi elskenda. Það er til flóknari útgáfa.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 15.2.2014 kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.11.2013 | 22:18
Brjálæðislega flottar myndir
Sumar myndir eru konfekt fyrir augað. Áhrifaríkt og magnað listaverk. Á þessari mynd er það náttúran sem hefur skapað listaverk með grýlukertum á mannvirki í Michigan.
Hér er það sandurinn í Namibiu sem rammar dyrakarma og hurð inn í skemmtilega þrívídd.
Risastór og glæsilegur hellir. Taktu eftir manneskjunni sem stendur neðst (fremst) á myndinni á einskonar þverslá. Af henni má ráða stærð hellisins.
Flott og stórt minnismerki í Júgóslavíu. Mér virðist sem súlurnar tákni fótaburð fíla.
Þetta er ekki alvöru fiðrildi. Fiðrildið er götulistaverk, teiknað og málað á götuna. Rosalega vel útfært.
Listaverk gert úr Lego kubbum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 15.11.2013 kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.9.2013 | 13:22
Svíakonungur fer á kostum - spaugilegar myndir
Sérkennileg kímnigáfa Karls Gústafs Svíakonungs birtist á fleiri vegu en í sérkennilegum orðatiltækjum og tilsvörum. Illar tungur - sem ég tek ekkert mark á - segja að Kallinn sé einfaldlega nautheimskur en ekki húmoristi. Hann bulli út í eitt sem nævisti. Sé hinn raunverulegi Forrest Gump.
Kalli er sjúklega sólginn í höfuðföt af öllu tagi. Honum þykir ekki verra að þau séu undarleg. Kallinn má hvergi rekast á kjánalegan höfuðbúnað án þess að festa kaup á honum. Síðan verður hann viðþolslaus að viðra sig með húfuna á opinberum vettvangi.
Inn á milli bráir galsinn af kallinum og hann setur upp virðulegar húfur eða kórónur. Á heimasíðu konungs, annarra í konungsfjölskyldunni og konungsembættisins má finna margar skemmtilegar myndir af húfusnatanum.
Hún er svo veik að það þarf að skera af henni eyrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 9.9.2013 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.8.2013 | 21:20
Óhugnanlegar fullyrðingar um eiturlyfjabransann
Fyrrum lögregluþjónn og skipstjórnarmaður heldur úti bloggsíðu á Vísisblogginu. Að eigin sögn naut hann viðurkenningar og virðingar Alþjóðalögreglunnar, Interpol, fyrir löggæslustörf sín. Engin ástæða er til að rengja það. Á bloggsíðu sinni nafngreinir hann Íslendinga og fólk þeim tengt sem hefur óhreint mjöl í pokahorninu.
Bloggarinn nafngreinir yfirmann Evrópudeildar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Segir hann eiga veitingastað á Benidorm á Spáni; eiga nafngreinda íslenska kærustu og dóttir með henni. Öll stundi þau innflutning á eiturlyfjum til Íslands. Og það með vitund íslenskra lögreglumanna í Frímúrareglunni.
Inn í þetta blandast fjöldi annarra nafngreindra. Þar á meðal danskur tollvörður sem jafnframt er í dönsku leyniþjónustunni. Málið teygir sig til Úkraínu. Rússar koma einnig við sögu. Svo og Hjálpræðisherinn.
Þetta er allt svo svakalegt að ég hef hér aðeins tiplað á örfáum atriðum. Bloggfærsluna í heild má lesa með því að smella á þennan hlekk: http://blogg.visir.is/kristjansk10/?vi=1099#post-1099
Stærsta dópverksmiðjan sem fundist hefur í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 29.8.2013 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
15.8.2013 | 21:46
Það er fylgst með þér
Veggirnir hafa eyru. Það er fylgst með þér úr öllum áttum. Þú sleppur ekki hvert sem leiðin liggur. Hvað sem þú gerir; allt er kortlagt. Ásarnir og holtin, allt hefur það tungur og álfur í sérhverjum hól. Ef að vel er gáð hafa flest hús andlit. Þau eru með augu sem fylgjast með hverri hreyfingu. Til að átta sig á þessu þarf aðeins að "spotta" húsin frá tilteknu sjónarhorni.
Þessi litla sæta kirkja í Flórída lætur ekki mikið yfir sér. En ef læðst er fyrir rétt horn á henni má auðveldlega greina hvernig hún glennir upp glyrnurnar.
Skoðum nokkur önnur dæmi af handahófi:
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.7.2013 | 12:26
Af hverju er Auður kölluð djúpúðg?
Viðurnefni Auðar djúpúðgu hefur þvælst fyrir íslenskum skólabörnum svo lengi sem elstu menn muna. Það hefur líka þvælst fyrir unglingum og rígfullorðnum. Við notum orðið djúpúðg ekki í daglegu tali. Það þarf að fletta því upp í orðabók til að uppgötva að það þýði vitur eða spök.
Í Færeyjum er Auður þessi kölluð Auður djúphugaða. Það er auðvelt að skilja. Auður djúphugaða er hátt skrifuð í Færeyjum. Þrándur í Götu er nefnilega afkomandi hennar. Gott ef Auður var ekki amma hans.
Þrándur í Götu var svo þver og fastur fyrir að á styttunni af honum í Götu er hann látinn standa láréttur bísperrtur út í loftið.
Auður djúpúðga heldur til Færeyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.5.2013 | 22:45
Íslensk peysa stelur senunni
Nú stendur yfir fundur Norðurheimskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð. Svo leiðinlega vill til að Svíar harðneita að samþykkja Grænlendinga sem aðildarþjóð í Norðurheimskautsráðinu. Svíarnir hanga á því eins og hundur á roði að Grænlendingar séu hluti af Danmörku og Danmörk sé aðildarþjóð. Það sé Dana að gæta hagsmuna danska sambandsríkisins og þar með Grænlendinga. Þessi leiðinlega afstaða Svía varpar skugga á fund Norðurheimskautsráðsins.
En það er einnig sitthvað sem gleður. Hæst ber þegar utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carl Bildt, tók á móti utanríkisráðherra Bandaríkja Norður-Ameríku, John Kerry. Carl var í íslenskri prjónapeysu. John hrópaði fagnandi: "Þú átt íslenska prjónapeysu eins og ég. Þumall upp fyrir því!"
Grænlendingar taka ekki þátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)