Fćrsluflokkur: Ljóđ
29.5.2022 | 04:01
Mögnuđ saga á bakviđ smellinn
Paul Simon er í hópi bestu söngvaskálda tónlistarsögunnar. Mörg laga hans hafa trónađ á toppi vinsćldalista út um allan heim. Bćđi í flutningi hans sjálfs sem sólólistamanns, sem og annars helmings dúettsins Simon & Garfunkel; og ennfremur í flutningi annarra.
Frćgasta lag hans er "Bridge over troubled water". Fast á hćla ţess kemur "The sound of silence". Forsaga ţess lags er eftirfarandi:
Gyđingurinn Art Garfunkel fór í Columbia-háskólann í Bandaríkjunum. Herbergisfélagi hans á heimavistinni var Sandy Greenberg. Fljótlega uppgötvađist ađ hann var međ skćđan augnsjúkdóm sem leiddi til blindu. Hann féll í ţunglyndi. Gafst upp á lífinu og einangrađi sig međ sjálfsvíg ađ markmiđi. Hélt heim í föđurhús fullur samviskubits yfir ađ verđa baggi á fjölskyldunni. Hann svarađi hvorki bréfum né símtölum.
Art sćtti sig ekki viđ ţetta. Hann keypti sér flugmiđa á heimaslóđir Sandys. Bankađi upp og sór ţess eiđ ađ koma honum í gegnum háskólanámiđ. Verđa hans augu og námsfélagi. Ekkert vćl um blindu.
Til ađ Sandy upplifđi sig ekki sem einstćđing uppnefndi Art sig "Darkness" (Myrkur). Međ dyggri hjálp Arts menntađist Sandy, kom sér vel fyrir á vinnumarkađi og tók saman viđ menntó-kćrustuna.
Einn daginn fékk Sandy símtal frá Art. Erindiđ var hvort hann gćti lánađ sér 400 dollara (60 ţúsund kall). Hann vćri ađ hljóđrita plötu međ vini sínum, Paul Simon, en vantađi aur til ađ grćja dćmiđ. Svo vildi til ađ Sandy átti 404 dollara. Honum var ljúft ađ lána Art ţá. Platan kom út en seldist slćlega. Ári síđar fór lagiđ "Sound of silence" óvćnt á flug á vinsćldalistum. Texti Pauls Simons byggir á sambandi Arts og Sandys.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
11.11.2021 | 03:14
Hljómplötuumsögn
- Titill: Prine
- Flytjendur: Grasasnar
- Einkunn: ****
Prine er önnur plata borgfirsku hljómsveitarinnar Grasasna. Sú fyrri heitir Til í tuskiđ. Nýja platan heiđrar minningu bandaríska söngvarans og söngvaskáldsins John Prine (1946 - 2020). Hann var og er virtur, vinsćll og margverđlaunađur.
Öll lögin eru eftir Prine. 9 af 11 textum yrkir Steinar Berg á íslensku. Hann er söngvari og kassagítarleikari hljómsveitarinnar. Bjartmar Hannesson á einn texta (ţekktastur fyrir 17. júní lagiđ međ Upplyftingu). Einn texti eftir Prine heldur sér á ensku. Hann er Let´s talk dirty in Hawaian. Ţetta er lokalag plötunnar. Ţađ virkar dálítiđ eins og bónuslag. Bćđi vegna enska textans og líka vegna ţess ađ flutningurinn er frábrugđinn öđrum lögum. Hljómar í humátt eins og ađ vera hljóđritađur í partýi; sem skilur eftir sig gott eftirbragđ ţegar hliđ B lýkur. Reyndar er partý-gleđi í fleiri lögum - ţó ađ ţetta sé ađal partý-lagiđ.
Lög Prines eru einföld, auđlćrđ, fjölbreytt og grípandi. Mjög grípandi. Viđ fyrstu hlustun ţarf ađeins ađ heyra upphafstóna til ađ geta trallađ međ öllu laginu.
Tónlistin er kántrý, kántrý-rokk og kántrýskotnir vísnasöngvar. Útsetningum Prines er ekki fylgt af nákvćmni. Stemmningin fćr ađ halda sér. Ađ öđru leyti afgreiđa Grasasnar útfćrsluna međ sínu nefi. Fyrir bragđiđ skilar sér einlćgni í flutningi og innlifun.
Hljómsveitin er vel spilandi. Auk Steinars Bergs eru í Grasösnum Sigurţór Kristjánsson (trommur, slagverk, bakraddir), Sigurđur Bachmann (gítarar) og Halldór Hólm Kristjánsson (bassi, bakraddir). Ađ auki skerpa gestaleikarar á litbrigđum međ fiđlu, munnhörpu, píanói, harmonikku og fleiru. Allt í smekklegu og snotru hófi.
Söngur Steinars Bergs er međ ágćtum; röddin sterk og einkennandi fyrir hljóđheim Grasasna.
Textarnir gefa tónlistinni heilmikla vigt. Í ţeim eru sagđar sögur. Sumar af búsi og grasi. Margar blúsađar í bland viđ gleđi af ýmsu tagi. Í dýpri textum er fjallađ um siđblind illmenni og lífeyrissjóđi. Í Fiskum og flautum segir:
Alla ćfi lífeyri lagđi ég í sjóđ
og lét mig hlakka til ađ eiga elliárin góđ.
Nú étur kerfiđ sparnađinn upp af miklum móđ.
Ţeir kalla ţetta krónu á móti krónu.
Textarnir eru í frjálsu formi en međ endarími. Umslagiđ - hannađ af Steinari Berg - er harla gott, mikiđ um sig (tvöfalt) og veglegt međ prentuđum textum og skemmtilegum ljósmyndum. Ţćr keyra upp stemmninguna á Land Rover.
Prine er hlý og notaleg plata. Hún hljómar vel viđ fyrstu hlustun. Líka eftir ađ hafa veriđ margspiluđ.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2021 | 03:52
Verđa einhverntíma til nýir Bítlar?
Bresku Bítlarnir, The Beatles, komu eins og stormsveipur, fellibylur og 10 stiga jarđskjálfti inn á markađinn á fyrri hluta sjöunda áratugarins (6-unni). Ţeir breyttu öllu. Ekki bara tónlistinni. Líka hugsunarhćtti, hártísku, fatatísku... Ţeir opnuđu bandaríkjamarkađ upp á gátt fyrir breskri tónlist. Reyndar allan heimsmarkađinn. Rúlluđu honum upp. Slógu hvert metiđ á fćtur öđru. Met sem mörg standa enn í dag.
Um miđjan sjötta áratuginn var umbođsmađur ţeirra í blađaviđtali. Hann fullyrti ađ Bítlarnir vćru svo öflugir ađ ungt fólk myndi hlusta á tónlist ţeirra áriđ 2000. Hann hefđi alveg eins getađ nefnt áriđ 2021. Hvergi sér fyrir enda á vinsćldum ţeirra og áhrifum.
Eitt sinn var John Lennon spurđur hvor hljómsveitin vćri betri, The Rolling Stones eđa Bítlarnir. Hann svarađi eitthvađ á ţessa leiđ: The Rolling Stones eru tćknilega betri. Ţeir eru fagmenn. Viđ erum amatörar. Enginn okkar hefur fariđ í tónlistarnám. Viđ höfum bara fikrađ okkur áfram sjálfir. Engu ađ síđur standast plötur okkar samanburđ viđ hvađa plötur sem er.
Enn í dag eru Bítlaplötur í efstu sćtum á listum yfir bestu plötur allra tíma.
Fyrsta Bítlaplatan kom út 1963. Síđasta platan sem ţeir hljóđrituđu kom út 1969. Ferillinn spannađi ađeins 6 ár. Sterk stađa ţeirra allar götur síđan er ţeim mun merkilegri. Til ţessa hefur engin hljómsveit komist međ tćr ţar sem Bítlarnir hafa hćla. Hverjar eru líkur á ađ fram komi hljómsveit sem jafnast á viđ Bítlana? ENGAR!
Í Bítlunum hittust og sameinuđust tveir af bestu og frjóustu lagahöfundum sögunnar, John Lennon og Paul McCartney. John jafnframt einn albesti textahöfundurinn. Paul á líka góđa spretti. Ţeir tveir eru auk ţess í hópi bestu söngvara rokksins. Sömuleiđis flottir hljóđfćraleikarar. Sérstaklega bassaleikarinn Paul.
Til liđs viđ ţá komu frábćr trommuleikari, Ringo Starr, og ljómandi góđur og öruggur gítarleikari, George Harrison. Hann var fínn í ađ radda međ ţeim. Ţegar leiđ á ferilinn varđ hann mjög góđur lagahöfundur. Svo mjög ađ á síđustu plötunni, Abbey Road, taldi John - og margir fleiri - hann eiga bestu lögin.
Ţetta allt skipti sköpum. Ofan á bćttist rík löngun Bítlanna til ađ fara nýjar leiđir. Tilraunagleđi ţeirra gekk mjög langt. Umfram margar ađrar hljómsveitir réđu ţeir glćsilega vel viđ ţau dćmi. Ennfremur vó ţungt - afar ţungt - ađ mikill kćrleikur ríkti á milli ţeirra. Ţeir voru áköfuđustu ađdáendur hvers annars. Ţeir voru sálufélagar og háđir hver öđrum. Ţađ hafđi mikiđ ađ gera međ erfiđa lífsreynslu; ótímabćrt fráfall mćđra og allskonar. Bítlarnir voru á unglingsaldri ţegar ţeir kynntust og ólu hvern annan upp út ferilinn. Fyrri eiginkona Johns, Cynthia, sagđi ađ John og Paul hafi veriđ eins ástfangnir hvor af öđrum og tveir gagnkynhneigđir menn geta veriđ.
Margt fleira mćtti nefna sem tromp Bítlanna. Til ađ mynda háa greindarvísitölu ţeirra allra, leiftrandi kímnigáfu og fjölhćfni. Allir spiluđu ţeir á fjölda hljóđfćra. Ţar af Paul á um 40 og ţeir hinir á um 20. Á Bítlaárunum var sólógítarleikarinn George Harrison ágćtur söngvari. Trommarinn Ringo söng líka en söngrödd hans féll ekki ađ röddun hinna. Rolling Stonsarinn Keith Richard hélt ţví fram í símtali viđ Paul ađ skiliđ hafi á milli hljómsveitanna ađ Bítlarnir skörtuđu 4 söngvurum en Stónsarar ađeins Mick Jagger. Ágćtt komment. En margt fleira ađgreindi ţessar hljómsveitir.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
18.1.2021 | 19:43
Glćsilegur pakki
Út er komin ljóđabókin "Staldrađu viđ". Hún inniheldur 156 kvćđi; hvert öđru betra. Höfundur er Ólafur F. Magnússon. Ţetta er hans önnur ljóđabók. Hin fyrri, "Ástkćra landiđ", kom út síđsumars í fyrra.
Ólafur yrkir á hefđbundinn hátt međ stuđlum, höfuđstöfum og endarími. Ljóđin eru innhaldsrík og yrkisefniđ fjölbreytt. Ţau lýsa ást höfundar á náttúru Íslands, lífinu og trú á hiđ góđa, vináttu og hamingjuna, svo fátt eitt sé nefnt. Mörg fjalla um nafngreinda einstaklinga, bćđi lífs og liđna. Jákvćđur andi svífur yfir bókinni - ţó einnig sé minnt á dekkri hliđar tilverunnar. Töluvert er um uppbyggjandi heilrćđisvísur.
Bókinni fylgir veglegur 12 laga geisladiskur. Ţar af eru níu áđur óútgefin. Upphafslagiđ er samnefnt bókinni, "Staldrađu viđ". Ţađ er afar grípandi blús-smellur. Ef hann er spilađur ađ morgni ţá sönglar hann í hausnum á manni ţađ sem eftir lifir dags. Önnur lög eru ólík honum. Ţau eru hátíđleg og bera keim af klassískri tónlist, ţjóđlegum tónum og í sumum tilfellum sálmum. Lög Ólafs hafa frá upphafi veriđ góđ og falleg og eru stöđugt betri.
Sama má segja um söng Ólafs. Hann hefur alltaf veriđ ágćtur söngvari. Á síđustu árum hefur hann vaxiđ mjög sem söngvari. Hann syngur af miklu öryggi, yfirvegun, einlćgni og innlifun. Annar söngvari á plö0tunni er Guđlaug Dröfn Ólafsdóttir. Hún syngur líka á báđum fyrri diskum Ólafs. Hún er lćrđ í klassískum söng. Á plötunum syngur hún - blessunarlega - ekki í óperustíl. Hún hefur snotra söngrödd. Raddir ţeirra Ólafs liggja mjög vel saman, hvort heldur sem ţau syngja raddađ saman eđa skiptast á ađ syngja kafla og kafla.
Hćgri hönd Ólafs í tónlistinni er Vilhjálmur Guđjónsson. Hann útsetur lögin - sum ásamt Gunnari Ţórđarsyni. Hann spilar á öll hljóđfćri (um 20) ef frá er talinn gítarleikur Gunnars í sumum lögum. Einnig radda ţeir félagarnir. Allt er ţetta afgreitt snyrtilega af smekkvísi. Útsetningarnar klćđa lögin afskaplega vel. Allt leggst á eitt međ ađ ljóđabókin og platan eru glćsileggur pakki. Virkilega flottur pakki.
Ljóđ | Breytt 19.1.2021 kl. 09:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2020 | 03:02
Staldrađu viđ
Á dögunum kom út verkiđ Staldrađu viđ eftir Ólaf Friđrik Magnússon. Um er ađ rćđa pakka međ ljóđabók og hljómdiski. Hvorutveggja bókin og diskurinn eru gleđigjafar. Svo skemmtilega vill til ađ framarlega í bókinni rakst ég á flott kvćđi sem heitir Jens Guđ. Ţađ er ţannig:
Guđinn velur lögin vel
öđlingsmađur víst ég tel
ađ hann sé frá toppi í tá
tóna fagra greina má.
Höfđingi er hann í lund,
hýr og glađur hverja stund.
Vel af gćsku veitir hann
veit ég ei margan betri mann.
Gaman ađ ţessu. Ţegar ég hef oftar hlustađ á diskinn og lesiđ ljóđabókina mun ég gera betri grein fyrir pakkanum.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
27.11.2020 | 20:30
Augnlćknir Johns Lennons
Nú logar friđarsúla Johns Lennons skćrt í Viđey. Sendir góđa strauma og jákvćđar kveđjur út um allan heim. Bođskapurinn er: "Gefum friđnum tćkifćri!" og "Allt sem ţarf er kćrleikur!"
Unglingurinn John Lennon fylgdi ekki bođskap eldri Lennons. Unglingurinn var árásargjarn og ofbeldishneigđur. Ţađ rjátlađist af honum.
Á áttunda áratugnum flutti John frá ćskustöđvum sínum á Englandi til Bandaríkjanna - nokkru eftir ađ hann leysti upp frćgustu hljómsveit allra tíma, Bítlana.
Ég hef lesiđ ótal bćkur um John Lennon. Lengst af hefur vantađ bók eftir augnlćkni hans. Sá rak gleraugnaverslun í New York, steinsnar frá heimili Lennons.
Einn góđan veđurdag 1975 límdust tvö andlit viđ búđargluggann án ţess ađ hann veitti ţví eftirtekt. Blómasali í nćsta húsi upplýsti undanbragđalaust ađ ţar hafi John og Yoko veriđ á ferđ. Ţađ var svo gott sem stađfest nćsta dag. Um ţađ bil sem versluninni var lokađ laumuđust John og Yoko inn í hana.
Afgreiđsludaman var frá Gana. Hún vissi ekkert hvađa fólk ţetta var. Hún vissi heldur ekki í hvađa heimsálfu hún var stödd. Hún vissi ekki einu sinni ađ til vćru heimsálfur. Hún gaf ţeim tíma. Hann - sjónfrćđingurinn - fór hinsvegar á taugum. Óttađist ađ klúđra öllu og lenda í fyrirsögnum slúđurblađa um augnlćkni sem greindi blindan Bítil ranglega.
Allt gekk vel og John valdi nokkrar keimlíkar umgjarđir. Allar í "ömmugleraugnastíl". Er sjónglerjafrćđingurinn bađ um símanúmer til ađ láta vita ţegar gleraugun vćru tilbúin fór John í baklás. En tók gleđi sína á ný er hann bauđ John ađ skrifa númeriđ í kóđa viđ pöntunina.
Nćstu ár kom John af og til í verslunina. Ýmist til ađ uppfćra gleraugun eđa láta laga umgjörđ ţeirra. Ţegar Yoko var međ í för var kappinn slakur. Hún hafđi róandi áhrif á hann. Margir fleiri hafa vottađ ţađ. Hún stóđ alltaf í bakgrunni, hljóđlát og kurteis. Ţađ var sláttur á kauđa er hann var einn á ferđ.
Dag einn kom John međ Julian son sinn í búđina. Hann vildi ađ strákurinn fengi ömmugleraugu. Sá var ekki til í ţađ. Hann valdi hermannagleraugu.
Öđru sinni kom John međ Sean son sinn í bakpoka.
Augnlćknirinn spurđi John aldrei út í Bítlana. Honum lćrđist snemma ađ John vćri af verkalýđsstétt og kynni ţví vel viđ stéttlausa New York. Sem ađ vísu var rangt. John var af millistétt en, jú, skilgreindi sig alltaf til verkalýđsstéttar. Fósturmamma hans hamrađi á ţví viđ hann alla ćvi ađ hann vćri af millistétt. Hann var hinsvegar svo svo harđur á ţví ađ vera í verkalýđsstétt ađ hann samdi um ţađ lagiđ "Working Class Hero". Í Bretlandi skiptir stéttskipting risamiklu áli. Ţađ eiginlega gerist ekki ađ einhver felli sig niđur um stétt. Ţess í stađ rembast margir viđ ađ hćkka sig um stétt ţegar munur er lítill á efri verkalýđsstétt eđa neđri miđstétt.
Eitt sinn lét sjónfrćđingurinn liggja frammi bókina "A Spanian in Work" eftir John, vonandi ađ hann myndi bjóđast til ađ árita hana. John brást glađur viđ en bauđst aldrei til ađ árita hana. Í annađ sinn var John í heimsókn og spurđi upprifinn: "Er ţetta Paul?" Sjónfrćđingurinn hafđi ekki veitt ţví athygli ađ í útvarpinu hljómađi lag međ Paul. Í annađ sinn gaf Lennon viđskiptavini ráđ viđ val á gleraugum. Ţóttist vera augnlćknir.
Svo var hann myrtur 1980, nánast í hlađvarpa gleraugnabúđarinnar.
Ljóđ | Breytt 4.12.2020 kl. 18:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
21.11.2020 | 07:22
Afi og Trúbrot
Á ćskuheimili mínu, Hrafnhóli í Hjaltadal, var hefđ fyrir jólabođum. Skipst var á jólabođum viđ nćstu bći. Ţađ var gaman. Veislukaffi og veislumatur. Fullorđna fólkiđ spilađi bridge fram á nótt. Yngri börn léku sér saman. Ţau sem voru nćr unglingsaldri eđa komin á unglingsaldur glugguđu í bćkur eđa hlustuđu á músík.
Í einu slíku jólabođi 1969 bar svo viđ ađ í hús var komin splunkuný plata međ hljómsveitinni Trúbroti. Ţetta var fyrsta plata hljómsveitarinnar. Dúndur góđ og spennandi plata. Lokalagiđ á henni heitir Afgangar (nafniđ hljómar ekki vel á fćreysku. Eđa ţannig. Á fćreysku ţýđir orđiđ brundur). Ţar er bróđir minn ávarpađur međ nafni - ásamt öllum hans nöfnum. "Ţarna ertu Stebbi minn / sanni og góđi drengurinn. / Ţú ert eins og afi ţinn / vćnsti kall, já, og besta skinn."
Viđ brćđur - ég 13 ára - lugum í afa ađ lagiđ vćri um Stebba bróđur og afa. Afi - alltaf hrekklaus - trúđi ţví. Hann fékk mikiđ dálćti á laginu og allri plötunni. Ţó ađ hann ţyrfti ađ staulast kengboginn međ erfiđismunum á milli hćđa ţá lét hann sig ekki muna um ţađ til ađ hlusta enn einu sinni á "lagiđ um okkur".
Í jólabođinu safnađist unga fólkiđ saman til ađ hlýđa á Trúbrot. Grćjurnar voru ţandar í botn. Bóndinn af nćsta bć hrópađi: "Ţvílíkur andskotans hávađi. Í guđanna bćnum lćkkiđ í ţessu gargi!"
Afi kallađi á móti: "Nei, ţetta er sko aldeilis ljómandi fínt. Ţetta er Trúbrot!"
Ljóđ | Breytt 23.11.2020 kl. 08:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2020 | 06:23
Plötuumsögn
Titill: Seljan
Flytjandi: Jóhanna Seljan
Einkunn: ****
Reyđarfjörđur hefur aliđ af sér fjölda tónlistarmanna - ţó fram ađ álveri hafi ţorpiđ veriđ fámennt. Nefna má gítarleikarann Andra Frey (Bisund, Botnleđja, Fidel), trommufeđgana snjöllu og söngvarann Birki Fjalar (Bisund, Stjörnukisi, I Adapt, Celestine, Hellvar) og Viđar Júlí Ingólfsson (Frostmark, Jarlar); Einar Ágúst (Skítamórall) og fleiri. Ţar á međal Jóhönnu Seljan Ţóroddsdóttur. Hún er dúndurgóđ söngkona međ sterka tilfinningu fyrir djassi og blús. Sveiflast lipurlega á milli blíđra tóna og ţaninna raddbanda.
Ţessi fyrsta plata hennar geymir níu lög. Sjö ţeirra eftir hana sjálfa. Hin tvö eru annarsvegar eftir Jón Hafliđa Sigurjónsson og hinsvegar Bergstein Ţórsson. Allt saman flott lög.
Sjö textanna eru eftir Jóhönnu. Hinir eru úr smiđju Helga Ţórssonar og Halldórs Laxness. Textarnir klćđa lögin vel. Ég tel mig greina ađ lögin séu samin viđ textana. Ţeir eru ljóđrćnir. Fjalla um mannlegar tilfinningar: Söknuđ, vonir, ţrár, einmanaleika, ástarsorg... Ţeir eru ýmist á íslensku eđa ensku.
Jóhanna á ekki langt ađ sćkja skáldagáfuna. Afi hennar, Helgi Seljan, var landsfrćgur hagyrđingur. Hann skemmti áratugum saman međ söng og frumsömdum gamanvísum.
Tónlistin á plötunni er blanda af blús og ljúfum djassi. Góđ blanda. Hljóđfćraleikur er eđal. Valinn mađur í hverju rúmi: Birgir Baldursson á trommur, Jón Hafliđi Sigurjónsson á bassa, Jón Hilmar Kárason á gítar og Kjartan Valdemarsson á hljómborđ. Ţeir fá ađ njóta sín. Ţeir eru meira eins og hljómsveit heldur en "ađeins" undirleikarar. Ţegar gítarleikur er á hćsta flugi kemur Gary Moore upp í hugann.
Platan er pínulítiđ seintekin. Lögin eu ekki Ob-La-Di barnagćlur. Ţau eru fullorđins og vinna bratt á viđ hverja spilun. Ég elska ađ spila ţessa plötu. Vert er ađ geta ađ hljóđheimur hennar (sánd) er sérlega hreinn og tćr. Hlustandinn er nánast eins og staddur inni á stofugólfi hjá flytjendum. Ţetta er í alla stađi afskaplega vel heppnuđ, skemmtileg og notaleg plata. Hún er fjölbreytt en jafnframt međ sterkan heildarsvip.
Ljóđ | Breytt 1.10.2020 kl. 19:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
23.6.2020 | 23:58
Vinsćlustu músíkhóparnir
Á Facebook held ég úti fjölda músíkhópa; hátt á ţriđja tug. Flestir voru stofnađir um svipađ leyti. Ţess vegna hefur veriđ áhugavert ađ fylgjast međ ţeim vaxa og ţróast mishratt. Ţessir hópar einskorđast ekki viđ Ísland. Ţađ er dálítiđ spennandi. Ţeir sem skrá sig í hópana koma úr öllum heimshornum.
Margt sem póstađ er í hópana er áhugavert og kynnir mann fyrir ýmsum tónlistarmönnum. Faldir fjársjóđir kynntir til leiks. Stundum fylgja međ fjörlegar og fróđlegar umrćđur í athugasemdakerfinu. Ég hef kynnst hellingi af skemmtilegri músík í ţessum hópum. Einnig eignast vini; tónlistarfólk frá flestum nágrannalöndum. Sumir eru lítt ţekktir er ţeir stimpluđu sig inn en eru í dag stór nöfn.
Af listanum yfir fjölmennustu hópana mína mćtti ćtla ađ ég sé fyrst og fremst kántrý-bolti. Svo er ekki. Samt kann ég vel viđ margt kántrý. Sérstaklega frá fyrri hluta síđustu aldar. Líka americana og roots kántrý, svo ekki sé minnst á cow-pönk.
Einn hópurinn minn var kominn međ nćstum ţví 60 ţúsund félaga. Ţá stálu vondir menn honum. Ţeir virtust vera á Filippseyjum. Ţeir hökkuđu sig inn í hópinn og yfirtóku hann. Síđan breyttu ţeir nafni hans og eru eflaust ađ herja á liđsmenn hópsins međ gyllibođum um peningalán og eitthvađ svoleiđis.
Ţetta eru vinsćlustu hóparnir. Fyrir aftan er félagafjöldinn.
1. The best country and western songs ever 19.904
2. The best international country and western music 1559
3. Country & western music 1069
4. Alternative rock jukebox 941
5. Fćreyskir tónar - Faroese music 832
6. Blues, jazz 701
7. Country music, folk, blues 632
8. Best of Icelandic rock music, jazz, reggae, country 584
9. Classic rock 544
10. The Byrds family 461
Félagafjöldinn segir ekki alla söguna. Í sumun fámennari hópum er ekki síđra líf og fjör. Í fjölmennustu hópum vill brenna viđ ađ innlegg séu kaffćrđ helst til fljótt af nýrri póstum.
Ljóđ | Breytt 30.6.2020 kl. 20:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
8.5.2020 | 00:30
Áhrifarík plata
- Titill: Sameinađar sálir
- Flytjandi: Guđmundur R. Gíslason
- Einkunn: ****
Mér telst til ađ ţetta sé ţriđja sólóplata Guđmundar Rafnkels Gíslasonar. Hann er einnig ţekktur fyrir ađ hafa veriđ söngvari hljómsveitarinnar Sú Ellen í Norđfirđi. Söngstíll hans er snyrtilegur, mildur og notalegur. Engin öskur eđa lćti. Sama má segja um lög hans, sem og Guđmundar Jónssonar og Jóns Ólafssonar. Ţau eru snotur, söngrćn og hafa eiginleika til ađ lifa lengi (verđa sígild).
Textar Guđmundar vega ţungt. Ţeir vekja til umhugsunar. Eru blúsađir. Ţeir fjalla margir hverjir um sársaukafullar ađstćđur: Eiturlyfjafíkn, dauđsföll, alzheimer og ađra erfiđa lífsreynslu. Margt er ţađ haganlega ort. Innihalda gullkorn á borđ viđ:
"Ég veit ţú rćđur ekki yfir ţér;
ţú meinar ekki hvert orđ.
Menn geta drepiđ
ţótt ţeir fremji ekki morđ!"
Sérkennilegt er ađ á milli laga bregđur fyrir talbútum. Fyrst hélt ég ađ ţeir myndu eldast illa. Svo er ţó ekki. Ţvert á móti. Ţeir dýpka heildarsvip plötunnar og gera mikiđ fyrir stemmninguna ţegar á reynir.
Útsetningar eru látlausar og smekklegar. Músíkin er fjölbreytt nett nýbylgjukennt popp-rokk. Mestu skiptir ađ platan er öll hin áheyrilegasta.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)