Fćrsluflokkur: Ljóđ
21.8.2015 | 20:22
Ţér er bođiđ á ókeypis fćreyska hljómleika á Menningarnótt í Hörpu
Fćreyska sendistofan á Íslandi býđur upp á einstaklega spennandi og glćsilega tónlistardagskrá í Hörpu á Menningarnótt. Ađgangur er ókeypis. Fćreyska dagskráin hefst klukkan 17.00 í Flóasal og stendur til 19.00.
Fyrstur stígur á stokk vísnasöngvarinn Hanus G. Hann er merkur tónlistarmađur á heimsmćlikvarđa. Eldri mađur sem semur ofurfalleg lög og flutningur hans er dáleiđandi og draumkenndur. Fegurđin er slík ađ áheyrendur jafnvel tárfella undir fegurstu köflum.
Hanus G. nýtur mikillar hylli ungra fćreyskra tónlistarmanna. Til ađ mynda hefur Eivör sungiđ sönglög hans inn á sínar sólóplötur. Ţađ hafa fleiri ungir fćreyskir tónlistarmenn gert.
Sumir kalla Hanus fćreyskan Megas. Ţađ er villandi en samt ekki út í hött. Söngstíllinn er ólíkur. En ţeir eru á líkum aldri. Eiga rćtur Bob Dylan og Woody Guthrie. Báđir njóta ómćldrar virđingar međal yngri tónlistarmanna.
Međ Hanusi í för er 16 manna kvennakór undir stjórn Paulu í Sandgerđi.
Viđ af Hanusi tekur dúettinn Tróndur Enni og Liv Nćs. Tróndur er bróđir Brands Enni sem naut gríđarmikilla vinsćlda sem barnastjarna á Íslandi um og upp úr 2002 og 2003. Brandur söng inn á plötu međ íslensku barnastjörnunni Jóhönnu Guđrúnu. Tróndur var í hljómsveitinni Arts um ţađ leyti og flutti inn á plötu lag eftir Hanus.
Liv Nćs er mögnuđ söngkona og lagahöfundur. Um frábćra plötu hennar má lesa HÉR:
Ég mćli eindregiđ međ fćreysku hljómleikunum í Hörpu.
Ljóđ | Breytt 22.8.2015 kl. 09:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
17.8.2015 | 19:43
Plötuumsögn
Ljóđ | Breytt 18.8.2015 kl. 22:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2015 | 19:33
Hulunni svipt af "VERUM NĆS"
Nýveriđ ýtti Rauđi krossinn úr vör verkefninu "VERUM NĆS". Verkefniđ mun standa yfir í tvö ár. Ţví hefur ţegar veriđ vel tekiđ og fagnandi af Íslendingum á öllum aldri. Eina vandamáliđ er ađ fólk veit ekki hvernig ţađ getur veriđ NĆS. Ţađ veit ekki einu sinni hver NĆS er.
Nćs er fćreysk tónlistarkona. Mjög góđur lagahöfundur, söngkona og túlkandi. Hún spilar líka á gítar. Hér er myndband međ henni. Ţar flytur hún frumsamiđ lag viđ ljóđ afa síns.
Ljóđ | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2015 | 22:27
Eivör verđlaunuđ í Noregi
Ein virtustu lista- og menningarverđlaun Noregs bera nafn sóknarprestsins Alfređs Anderson-Rissts og frú Sólveigar. Ţessi merku verđlaun hafa veriđ veitt annađ hvert ár frá 1959. Sérstađa ţeirra felst í ţví ađ ţau eru veitt fyrir framúrskarandi vel heppnađ samstarf Norđmanna, Íslendinga eđa Fćreyinga. Oftast - og í lágmark annađ hvert skipti - falla verđlaunin Norđmanni í skaut. Úthlutun verđlaunanna vekja ćtíđ gríđarmikla athygli í Noregi. Svo og umrćđu. Ţetta er forsíđuefni dagblađa og ađalfrétt ljósvakamiđla.
2009 hlutu bókmenntafrćđingarnir og rithöfundarnir Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jóhann Jónsson verđlaunin. Fjórum áđur komu ţau í hlut söngvaskáldanna Ađalsteins Ásbergs Sigurđssonar og Önnu Pálínu.
Nú í vikulok var fćreyska álfadrottningin Eivör heiđruđ viđ hátíđlega og fjölmenna athöfn međ verđlaununum. Ekki ađeins er um heiđurinn ađ rćđa heldur fylgja verđlaununum 10 ţúsund dollarar (1,3 milljónir ísl. krónur). Ţađ má kaupa margar pylsur međ öllu fyrir ţann pening.
Síđustu sex ár hefur Eivör veriđ í norsku hljómsveitinni Vamp. Sú hljómsveit nýtur ofurvinsćlda. Plötur hennar eru ţaulsćtnar í 1. sćti norska vinsćldalistans. Hver stakur titill selst í hálfu öđru hundrađi ţúsunda eintaka. Frá ţví ađ Eivör gekk til liđs viđ Vamp hefur hljómsveitin sent frá sér tvćr plötur. Vinsćldir Vamp tóku gott stökk upp á viđ ţegar Eivör slóst í hópinn. Á myndbandinu hér fyrir neđan má heyra viđbrögđ norskra áhorfenda eftir hvern kafla lagsins sem Eivör syngur. Í huga ţeirra er Eivör stjarna hljómsveitarinnar. Og auđvitađ er hún ţađ.
Eivör hefur átt lög og plötur í 1. sćti á Íslandi, Fćreyjum, Danmörku og Noregi. Aftur og aftur. Flest eintök hefur hún selt í Noregi.
Um ţetta og fleira má lesa í bókinni "Gata, Austurey, Fćreyjar, Eivör og fćreysk tónlist". Ţađ held ég nú.
.
Ljóđ | Breytt 13.6.2015 kl. 00:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2015 | 18:49
Alltaf markađur fyrir spennandi tónlist
Talađi opinskátt um eiturlyfjaneysluna | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
9.4.2015 | 00:04
Gamansaga af meistaranum
1975 kom út tveggja laga plata međ Megasi. Annađ lagiđ var hiđ hugljúfa og kántrý-skotna "Spáđu í mig". Ţremur árum áđur kom ţađ út á fyrstu plötu Megasar. Ţar var ţađ í vondum hljómgćđum.
Hitt lagiđ var "Komdu & skođađu í kistuna mína".
Glöggir unnendur ţjóđlagakenndrar bandarískrar vísnatónlistar töldu sig heyra líkindi međ ţví lagi og "I Ain´t Got No Home Anymore" međ Woody Guthrie. Nafn Guthries var hvergi ađ finna á plötuumbúđum tveggja laga plötu Megasar.
Gítarsólóiđ í "Spáđu í mig" vakti nokkra undrun. Á ţessum árum kepptust sólógítarleikarar viđ ađ flagga sem mest ţeir máttu fingrafimi, hrađa og tćknibrellum. Ţeir voru allir eins og í áköfu kapphlaupi í ţeim stíl. Svo kom ţetta gítarsóló eins og skratti úr sauđalegg; söngrćnt, ljúft og yfirvegađ í hógvćrđ og rólegheitum. Menn rak í rogastans. Sólóiđ var - í tíđaranda hippatímabilsins - hallćrislegt en á sama tíma töff. Megas ku vera sjálfur höfundur sólósins. Ekki sá sem spilađi ţađ heldur útfćrđi og skráđi á nótnablađ. Vignir Bergmann spilađi sólóiđ eftir nótnablađinu.
Á áttunda áratugnum var dálítil óregla á Megasi. Eins og gengur. Og eins og á mörgum öđrum. Einn kunningi minn var langdrukkinn og lenti á slarki međ Megasi. Ţeir ákváđu ađ setjast ađ sumbli á veitingastađ sem hét Naustiđ. Ţegar Megas ćtlađi ađ ganga inn um gleđinnar dyr spratt fram dyravörđur. Hann meinađi Megasi inngöngu og sagđi međ ţjósti: "Hingađ ferđ ţú ekki inn. Ţú ert í eilífđarstraffi."
"Nú?" spurđi Megas undrandi. "Dugir ekki ćvilangt?"
Ljóđ | Breytt 21.4.2016 kl. 19:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
6.3.2015 | 11:04
Fréttatíminn lýgur
Veđurfrćđingar eru ekki einir um ađ ljúga. Ótrúlegt en satt. Fjölmiđlar eiga ţađ líka til ađ bregđa fyrir sig ónákvćmni, hálfsannleik og hreinum og tćrum ósannindum.
Í Fréttatímanum í dag er skemmtilegur spurningaleikur á blađsíđu 56. Ein spurningin er: "Hvađa bítill samdi lagiđ Yellow Submarine?"
Á sömu síđu eru rétt svör gefin upp. Svariđ viđ ţessari spurningu er sagt vera: "Ringo Starr."
Ţetta eru rakin ósannindi frá rótum. Ringo samdi ekki Yellow Submarine. Höfundurinn er Paul McCartney - ţó ađ lagiđ sé skráđ á Lennon-McCartney.
Paul McCartney mćtir á Hróarskelduhátíđina | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ljóđ | Breytt 27.2.2016 kl. 10:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
9.1.2015 | 21:27
Bestu íslensku plöturnar 2014
Vegna fjarveru frá tölvu yfir jól og áramót hef ég ekki skilađ áramótauppgjöri varđandi bestu plöturnar 2014. Inn í ţađ spilar ađ ţetta er fyrsta áriđ til áratuga ţar sem enginn fjölmiđill leitađi eftir áramótauppgjöri mínu. Ţess vegna var ekkert sem "hastađi". Hinsvegar hafa einstaklingar veriđ ađ spyrja mig ađ ţví hver sé besta plata ársins 2014. Svariđ er Ótta međ Sólstöfum.
Fast á hennar hćla er Skálmaldarplatan Međ vćttum
Síđan hver á fćtur annarri: Prins Póló - Sorry (Samt er Paradís Norđursins ekki á plötunni).
Ein allra merkilegasta platan 2014 er Árleysi árs og alda. Ţetta er spikfeit safnplata; 21 lag viđ mögnuđ kvćđi Bjarka Karlssonar. Flytjendur eru allt frá Skálmöld og Vinum Dóra til Erps Blaz Roca, Megasar og Steindórs Andersen. Ađ ógleymdum allsherjargođanum Hilmari Erni Hilmarssyni. Ţungarokk, blús, rapp, kvćđasöngur... Pakkinn inniheldur m.a. margverđlaunađa metsölu ljóđabók Bjarka, Árleysi alda. 68 bls. bókin er skreytt snilldar teikningum Matthildar Árnadóttur. Hún er 14 ára en var 13 ára ţegar hún afgreiddi ţćr.
Dimma - Vélráđ
Gćđablóđ - Međ söng í hjarta
Gísli Ţór Ólafsson - Ýlfur
Ljóđ | Breytt 10.1.2015 kl. 13:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2014 | 21:15
Plötuumsögn
- Titill: Ýlfur
- Flytjandi og höfundur laga: Gísli Ţór Ólafsson
- Textar: Geirlaugur Magnússon, Gísli Ţór Ólafsson og Gyrđir Elíasson
- Einkunn: ****
Í fyrra sendi Gísli Ţór Ólafsson frá sér plötuna Bláar raddir. Um hana má lesa međ ţví ađ smella hér . Ýlfur er eins og beint framhald af henni. Efnistök eru ađ mestu ţau sömu. Gísli Ţór og Sigfús Arnar Benediktsson skipta á milli sín hljóđfćraleik, sem fyrr. Sá fyrrnefndi spilar á kassagítar og bassa. Hinn á rafgítar, hljómborđ og trommur.
Lögin eru flest komin til ára sinna, 16 - 18 ára. Ţau eru mörg hver frekar seintekin. Kannski í og međ vegna ţess ađ ekki eru alltaf skörp skil á milli laglínukafla (vers) og viđlags. En öll vinna ţau glćsilega á viđ ítrekađa hlustun. Fegurđ laglínunnar skríđur fram. Ţegar best lćtur nćr hún góđu skriđi. Ađeins tvö lög er hröđ og rokkuđ. Annarsvegar er ţađ hiđ bráđskemmtilega Fleiri nátta blús. Hrífandi pönkađ nýbylgjurokk. Hefđi smellpassađ í Rokk í Reykjavík. Hinsvegar er ţađ Síđasti blús. Einnig hiđ ágćtasta lag.
Eitt af mörgu sem er heillandi viđ plötuna er ađ Gísli Ţór rembist ekki viđ ađ syngja fagurfrćđilega vel. Hann leyfir sér ađ skćla röddina og hafa hana allavega. Jafnvel fara pínulítiđ í humátt ađ Megasi. Eđa ţannig. Honum virđist vera ţetta eđlislćgt. Söngstíllinn gefur tónlistinni ćvintýralegan blć.
Gísli Ţór á helming söngtextanna. Fjórir eru eftir Guđlaug Magnússon og einn eftir Gyrđi Elíasson. Allir standa vel fyrir sínu sem sjálfstćđ úrvals ljóđ (óháđ tónlistinni).
Fegurstu lög plötunnar eru Óttusöngur, Og einn blús til tanja og Milli drauma. Ţađ er einhver stemmning sem leiđir huga ađ Tom Waits. Samt ekki eins áberandi og á Bláum röddum. Kannski er mađur orđinn vanari sjálfstćđum stíl Gísla Ţórs og ţarf ekki ađ líkja honum viđ ađra (nema í viđleitni til ađ stađsetja hann fyrir ţá sem ekki hafa heyrt í honum).
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2014 | 23:25
Fćreyingar trompuđu óskalög ţjóđarinnar! Allir sigurvegararnir eru af fćreyskum ćttum!
Íslendingar völdu um síđustu helgi óskalag ţjóđarinnar. Úrslitin komu ekki á óvart: Óskalag ţjóđarinnar er "Ţannig týnist tíminn" eftir Bjartmar Guđlaugsson. Valiđ var fyrirsjáanlegt. Ţađ ţurfti ekki mikla spádómsgáfu til ađ sjá niđurstöđuna fyrir.
Röđin á lögunum sem röđuđust í sćti 2 og 3 var heldur ekki óvćnt. Ţetta lá nokkurn veginn fyrir. Kannski samt spurning um sćti til eđa frá.
Í dag var ég í viđtali á Útvarpi Sögu um óskalög ţjóđarinnar. http://www.utvarpsaga.is/eldri-thaettir-2.html (fletta ţarf upp á Síđdegisútvarpi 1. hluta 8. desember).
Undir lok spjallsins áttađi ég mig skyndilega á ţví ađ höfundar allra 3ja sigurlaga óskalaga ţjóđarinnar eru af fćreyskum ćttum.
Höfundur óskalags ţjóđarinnar, "Ţannig týnist tíminn", Bjartmar Guđlaugsson, er hálfur Fćreyingur. Mamma hans er Fćreyingur.
Lag Magnúsar Ţórs Sigmundssonar, Ást, kom ţétt upp ađ sigurlaginu. Pabbi hans er Fćreyingur.
Lagiđ sem var númer 3 er "Söknuđur" eftir Jóhann Helgason. Amma hans er Fćreyingur.
Íslenskir söngvahöfundar af fćreyskum ćttum eru ekki mikiđ fleiri en sigurvegararnir ţrír. Íslenskir söngvahöfundar sem eiga engin tengsl viđ Fćreyjar skipta hundruđum. Úrslitin geta ekki veriđ tilviljun.
______________________________________________________________________________________
Ljóđ | Breytt 9.12.2014 kl. 22:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)