Fćrsluflokkur: Ljóđ
7.12.2014 | 20:37
Óskalag ţjóđarinnar
Ţjóđin hefur talađ. Hún hefur valiđ óskalagiđ sitt. Niđurstađan kom ekki á óvart. Ţvert á móti. Hún blasti viđ. Allt benti ótvírćtt í ţá átt ađ "Ţannig týnist tíminn" eftir Bjartmar Guđlaugsson vćri óskalag ţjóđarinnar. Ađ vísu er óvenjulegt ađ nýtt lag skáki öllum lögum sem notiđ hafa ástsćldar ţjóđarinnar í áratugi og margar kynslóđir eiga hlýjar minningar um. En ţetta er ekki lögmál. Nýtt lag getur búiđ yfir ađdráttarafli sem trompar eldri og rótgrónari lög. Ţađ gerir "Ţannig týnist tíminn". Ţađ höfđar jafn sterkt til allra aldurshópa og er tímalaust í stíl.
Ţađ var gott uppátćki hjá Sjónvarpinu ađ hefja leit ađ óskalagi ţjóđarinnar. Međ ţví var kastljósi beint ađ sögu íslenskra dćgurlaga. Umsjónarmenn leitarinnar, píanóleikarinn Jón "Góđi" og Ragnhildur Steinunn, stikluđu á stóru í sögunni og komu ađ mörgum skemmtilegum fróđleiksmolanum. Allt á léttu nótunum. Enda mega svona ţćttir ekki vera annađ en lauflétt skemmtun.
Ţađ var vel til fundiđ ađ taka hvern áratug fyrir í sitthverjum ţćttinum. Ţannig var fundiđ óskalag hvers áratugar fyrir sig. Í lokaţćttinum var hiđ endanlega óskalag valiđ úr sigurlögum hvers áratugar.
Vegna sérvisku minnar og músíksmekks - sem liggur meira í pönki og hörđu rokki en léttpoppi - ţá lá ég ekki yfir ţáttunum. En tékkađi á ţeim á vod-inu. Ţannig gat ég hrađspólađ yfir lögin sem höfđuđu ekki til mín. Samt var alveg gaman ađ "hlera" öll lögin.
Á Fésbókinni sá ég ađ sumir voru ósáttir viđ ađ upprunaútsetningum laga var ekki fylgt út í hörgul. Ţar er ég á öđru máli. Ţađ var kostur ađ fá örlítiđ ferskan flöt á lögin. Ţannig reyndi meira á styrkleika laglínunnar. Líka á styrkleika söngvaranna. Ekki skal vanmeta ađ Páll Rósinkranz túlkađi sterkt lag, vinningslagiđ, međ glćsibrag.
Gagnrýnisraddir tapsárra međ ofmat á sínum lögum voru fyrirsjáanlegar. Á síđari áratugum koma fram ţúsundir nýrra laga á hverjum áratug. Á fyrri áratugum eru ţađ hundruđ. Auđvitađ er grábölvađ ađ eiga ekki eitt af 5 eđa 10 af topplögum tiltekinna áratuga. Ţá er gott ađ hugga sig viđ ţá ranghugmynd ađ fyrir klíkuskap hafi vinalög veriđ valin á kostnađ sinna úrvals laga. Ţar fyrir utan er engin ástćđa til ađ taka leitinni ađ óskalagi ţjóđarinnar sem einhverju öđru en skemmtilegum samkvćmisleik.
Ţađ ţarf ekki ađ fara mörgum orđum um óskalag ţjóđarinnar, "Ţannig týnist tíminn". Úrslitin segja allt sem segja ţarf. Hinsvegar má segja um höfundinn, Bjartmar, ađ hann hefur ekki ađeins í óskalaginu heldur fjölda mörgum öđrum söngvum sannađ einstakan hćfileika til ađ eiga samtal viđ ţjóđarsálina. Laglínurnar eru afar grípandi, söngrćnar, einfaldar og fallegar ţar sem ţađ á viđ. Eđa hressilegar ţegar sá gállinn er á honum. Textarnir hitta beint í mark. Stundum kaldhćđnir. Stundum ádeilukenndir. Oft broslegir. "Súrmjólk í hádeginu" lađar fram samúđ međ leikskólabarni. "Fimmtán ára á föstu" spyrđir rómantík unglingabókmennta saman viđ heimilisofbeldi og basl. Allir ţekkja týpuna Sumarliđa (Sumarliđi er fullur). Margir ţekkja af eigin raun "Vottorđ í leikfimi". Ţannig má áfram telja. "Týnda kynslóđin" (Manna beyglar alltaf munninn...), "Ég er ekki alki" (fyrir 5 aura)...
Til hamingju međ viđurkenninguna, kćri vin. Ţađ er ekki vont hlutskipti ađ vera höfundur óskalags ţjóđarinnar.
Fékk sigurfregnirnar á heimaslóđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ljóđ | Breytt 9.12.2014 kl. 00:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
30.11.2014 | 00:43
Vinsćlasta bókin á Íslandi í dag
Fyrir viku eđa svo spáđi ég ţví á ţessum vettvangi ađ jólapakkinn í ár yrđi "Árleysi árs og alda". Annađ kom ekki til greina. Pakkinn samanstendur af frábćrri ljóđabók verđlaunahöfundarins Bjarka Karlssonar og hljómplötu međ 21 sönglagi. Ţar eru söngvar Bjarka afgreiddir af Skálmöld, Blaz Roca, Vinum Dóra, Megasi, Steindóri Andersen og svo framvegis. Frábćr plata. Í pakkanum er einnig hljóđbók á geisladiski. Ljóđabókin er myndskreytt bráđskemmtilegum teikningum Margrétar Matthildar Árnadóttur. Hún var ađeins 13 ára ţegar hún teiknađi flottu myndirnar.
Spá mín um vinsćldir pakkans hefur gengiđ eftir. Hann er í 1. sćti yfir söluhćstu bćkurnar á Íslandi í dag. Ef pakkinn vćri skilgreindur sem hljómplata ţá er hann söluhćsta platan í dag.
Fyrri fćrslan:
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1517452/
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2014 | 01:03
Jólapakkinn í ár
Í fyrra kom út mögnuđ ljóđabók, Árleysi alda, eftir Bjarka Karlsson. Svo brá viđ ađ hún seldist og seldist og seldist ítrekađ upp. Ég veit ekki hvađ oft ţurfti ađ endurprenta hana til ađ svara eftirspurn. Ađ mig minnir sjö sinnum. Í hvert sinn sem ný eftirprentun kom í búđir var togast á um hvert eintak.
Fáum kom á óvart ţegar bókin hlaut Bókmenntaverđlaun Tómasar Guđmundssonar. Annađ kom ekki til greina.
Nú bćtir Bjarki Karlsson um betur. Heldur betur. Út er kominn veglegur, óvenju glćsilegur pakki; Árleysi árs og alda. Hann er allt í senn: Fagurlega myndskreytt ljóđabók, hljómplata og hljóđbók.
Pakkinn er á stćrđ viđ myndbandsspólu (VHS vídeó). Fyrirferđarmest er 127 blađsíđna ljóđabókin (ásamt upplýsingum um tónlistina). Hljómplatan inniheldur 21 sönglag. Meiriháttar flott safnplata. Hún hefst á óvenju fallegum og áhrifamiklum flutningi víkingarokkaranna í Skálmöld og Stúlknakórs Reykjavíkur á kvćđinu Helreiđ afa. Ég var dolfallinn af hrifningu er ég heyrđi ţađ fyrst og elska ađ endurspila lagiđ aftur og aftur. Skálmöld blastar öllum sínum bestu sérkennum af list og Stúlknakórinn bćtir um betur. Setur Skálmaldarrokkiđ í nýtt hlutverk. Útkoman er stórkostleg.
Nćsta lag er blús; túlkun blússveitarinnar Vina Dóra á kvćđinu Eitthvađ suđrá bći.
Til ađ gera langa upptalningu á flytjendum stutta stikkla ég á stóru: Megas, Erpur, séra Davíđ Ţór Jónsson, Ásgerđur Júníusdóttir, Jón "góđi" Ólafsson, Guđmundur Andri Thorsson, Steindór Andersen og margir ađrir. Fjölbreytni er óvenju mikil. Samt rennur platan lipurlega og eđlilega í gegn sem heilsteypt verk. Einskonar tónlistarstjóri plötunnar er alsherjargođi Ásatrúarfélagsins, Hilmar Örn Hilmarsson. Allt sem hann kemur nálćgt í tónlist er gćđastimpill af hćstu gráđu. Hann afgreiddi á sínum tíma bestu plötur Bubba, Megasar og fleiri. Og hlaut verđskuldađ evrópsku kvikmyndaverđlaunin Felix fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar.
Ljóđabókinni er lyft á hćrri stall međ faglegum og skemmtilegum teikningum Matthildar Margrétar Árnadóttur. Lipur teiknistíllinn kallast á viđ myndskreytingar Halldórs Péturssonar í Skólaljóđunum (sem viđ um sextugt munum eftir). Ţađ er góđ skemmtun ađ skođa líflegar og hugmyndaríkar teikningar Matthildar Margrétar. Ţćr eru virkilega flottar.
Ţegar allt er samantekiđ er pakkinn Árleysi árs og alda óvenju innihaldsríkur og glćsilegur: Frábćr kvćđi, frábćr og fjölbreytt tónlist, frábćrar myndskreytingar og frábćr gjafapakkning. Ţetta er jólagjöfin í ár.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2014 | 22:09
Leikhúsumsögn
- Leikrit: Gullna hliđiđ
- Höfundur: Davíđ Stefánsson frá Fagraskógi
- Leikhús: Borgarleikhúsiđ
- Uppfćrsla: Leikfélag Akureyrar
- Leikstjóri: Egill Heiđar Anton Pálsson
- Leikarar: Hannes Óli Ágústsson, Ađalbjörg Ţóra Árnadóttir, Hilmar Jensson, María Pálsdóttir, Sandra Dögg Kristjánsdóttir o.fl.
- Tónlist: Dúettinn Eva
- Einkunn: ****
Í fyrra var leikritiđ Gullna hliđiđ eftir Davíđ Stefánsson frumsýnt af Leikfélagi Akureyrar á Akureyri. Ţađ sló rćkilega í gegn. Hefur veriđ sýnt fyrir fullu húsi um ţađ bil fjörtíu sinnum. Ţađ var ţess vegna snjallt hjá Borgarleikhúsinu ađ fá Leikfélag Akureyrar til ađ fćra leikritiđ einnig upp hér sunnan heiđa. Áhuginn lćtur ekki á sér standa. Ţađ er meira og minna uppselt á hverja sýningu nćstu vikurnar.
Leikritiđ bođar ţá hugmynd ađ til sé líf eftir dauđann. Viđ andlát fari sálin annađ hvort til djöfullegs stađar neđanjarđar eđa í sćluríki uppi í himninum. Söguţráđurinn gengur út á ţađ ađ ógćfumađurinn Jón veikist heiftarlega og geispar síđan golunni. Ekkjan getur ekki hugsađ sér ađ sál hans lendi í vonda stađnum. Á dauđastundu kallsins fangar hún sálina í skjóđu. Svo leggur hún upp í langt ferđalag upp til himins. Ćtlunarverkiđ er ađ koma sálinni hans Jóns inn í sćluríkiđ efra.
Sitthvađ verđur til ţess ađ tefja för ekkjunnar. Fortíđardraugar og fleiri gera gönguna ýmist erfiđa eđa ánćgjulega. Um leiđ magnast spennan. Ţađ er ekki margt sem bendir til ţess ađ ekkjan hafi erindi sem erfiđi. Eiginlega ţvert á móti. En áfram skröltir hún ţó.
Ég vil ekki skemma fyrir vćntalegum áhorfendum međ ţví ađ upplýsa hvernig leikritiđ endar. Endirinn kemur skemmtilega á óvart.
Leikritiđ er gott. LA hefur nútímvćtt ţađ međ ágćtum. Ţar á međal bćtt viđ ýmsum fyndnum smáatriđum. Ţau eru spaugilegri eftir ţví sem líđur á söguna og áhorfandinn áttar sig betur á "karakter" persónanna. Framan af er pínulítiđ truflandi ađ Jón virđist vera Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson. Svo rjátlast ţađ af. Sem er kannski ekki kostur út af fyrir sig. Hitt gerir Jón bara trúverđugri ef eitthvađ er.
Hannes Óli Ágústsson fer á kostum í hlutverki Jóns. Ţađ mćđir einna mest á honum af öđrum leikurum ólöstuđum. Ţeir eru allir hver öđrum betri. Í sumum tilfellum leika konur karla. Ţađ kemur vel út sem ágćtt skop.
Fagurraddađur barnakór setur sterkan og áhrifaríkan svip á sýninguna. Ţegar mest lćtur er kórinn skipađur á ţriđja tug barna. Kórinn sveipar hinar ýmsu senur fegurđ og hátíđleika; gefur sýningunni dýpt og vídd. Frábćrt mótvćgi viđ annars hráa uppstillingu fárra persóna á sviđinu hverju sinni utan ţess.
Sviđsmyndin er einföld og snjöll. Virkar glćsilega. Hún samanstendur af tréfleka sem er hífđur upp misbrattur til samrćmis viđ framvindu sögunnar. Ljósanotkun er jafnframt beitt af snilld. Oftast af hógvćrđ. En ţegar viđ á er allt sett á fullt. Og einstaka sinnum eitthvađ ţar á milli.
Kvennadúettinn Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríđur Eir Zophoníusardóttir) spilar stóra rullu sem höfundur og flytjandi tónlistar - annarrar en barnakórsins. Ţćr stöllur hafa samiđ ný lög fyrir leikverkiđ. Fín lög. Ţćr stöllur radda fallega og ljúft. Önnur spilar undir á gítar. Hin strýkur stóra fiđlu á fćti. Reyndar oftast til ađ afgreiđa leikhljóđ. Einstaka eldra lag fćr samt ađ fljóta međ.
Ég mćli međ Gullna hliđinu í Borgarleikhúsinu sem góđri skemmtun. Gullna hliđiđ er einn af gullmolum íslenskrar menningar. Eitthvađ sem allir Íslendingar eiga ađ ţekkja. Í Gullna hliđinu speglast íslenska ţjóđarsálin.
Skemmtu sér á Gullna hliđinu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ljóđ | Breytt 24.9.2014 kl. 12:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2014 | 21:43
Línur ađ skýrast í skilnađarmáli Njáls unga
Mörgum var á dögunum illa brugđiđ og eru miđur sín viđ ţau tíđindi ađ V-Íslendingurinn Njáll ungi hefđi sótt um skilnađ á borđi og sćng frá eiginkonu sinni, Pegi. Ţau gengu í eina sćng fyrir nćstum ţví fjórum áratugum. Njáll dettur inn á áttrćđisaldur eftir tvö ár. Gráa fiđringnum verđur varla kennt um. Hann er bundinn viđ árin sem nćst 45 ára aldrinum.
Hjónaband Njáls og Pegi var ástríkt og ţau samstíga í einu og öllu. Međal annars rekstri sumarbúđa fyrir ungmenni í hjólastól.
Nýjustu fregnir herma ađ ástćđa skilnađarins sé leikkonan og Sea Shepherd-liđinn Daryl Hannah. Papparassar hafa náđ ljósmyndum af Daryl og Njáli sem benda til náins sambands. Daryl var í gamla daga gift tónlistarmanninum Jackson Browne. Hún hafđi rćnu á ađ yfirgefa hann ţegar hann tók upp á ţví ađ lemja hana.
Njáll ungi og Pegi.
Njáll ungi og Daryl Hannah.
Daryl Hannah og konulemjarinn Jackson Browne.
Annar frćgur kćrasti Daryl var John F. Kennedy, yngri. Hann er fallinn frá eins og John F. Kennedy, eldri.
Ljóđ | Breytt 14.9.2014 kl. 20:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2014 | 12:24
Nýjar spennandi íslenskar plötur
Synthadelia Records er sjálfstćđ (independent) íslensk plötuútáfa. Hún kynnir međ stolti ţrjár nýjar útgáfur ásamt tveimur endurútgáfum frá áttunda og níunda áratugnum.
Nýjustu útgáfurnar eru smáskífan "Praise Of The Saints" međ íslenska tónlistarmanninum Indigo sem kom út í vikunni og markar upphaf nýrrar plötu sem Ingó vinnur nú ađ. Platan Grúska Babúska er međ samnefndri hljómsveit vinkvenna. Hún hefur ađ geyma tíu áđur útgefin lög af tveimur EP plötum. Síđast en ekki síst má nefna blús plötuna 3rdmeđ gamla Utangarđsmannapönkaranum Michael Dean Odin Pollock og munnhörpuleikaranum Sigurđi Sigurđssyni. Siggi er jafnframt upptökustjórinn. Ţetta er síđasta platan í ţríleik dúettsins.
Endurútgáfurnar eru tvćr. Má ţar fyrst nefna plötuna Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli Sunt" međ gođsagnakennda gjörningabandinu Inferno 5 frá árinu 1996. Hljómsveitina skipa: Birgir Mogensen, Guđjón Rúdólf Guđmundsson, Ómar Stefánsson, Óskar Thorarensen, Örn Ingólfsson og Jafet Melge. Ţeir sömdu og frömdu sérútbúinn gjörning međ sem fylgdi hverju lagi af plötunni. Var ţessi útgáfa tekin upp live í gamla Rósenbergkjallaranum dagana 30.05 og 10.10 áriđ 1996.
Hin endurútgáfan er platan "Rise 2B Free" međ hinni umdeildu pönkhljómsveit Sjálfsfróun frá árinu 1990. Hljómsveitin sló eftirminnilega í gegn og gerđi garđinn frćgan í mynd Friđriks Ţórs Friđrikssonar, Rokk í Reykjavík. Ţessi plata er tekin upp á síđari hluta ferils ţeirra, eftir ađ Bjarni "Móhíkani" lést og Frikki pönk gekk til liđs viđ hljómsveitina. Ađrir međlimir Sjálfsfróunnar eru ţeir Jónbjörn Valgerisson og Siggi Pönkari. Á plötunni má finna 30 hráar lo-fi demó upptökur frá hljómsveitarćfingum ţeirra félaga ásamt Hljóđversupptökum og ýmsu öđru aukaefni.
Synthadelia Records sérhćfir sig í útgáfu á tónlist í rafrćnu formi. Úgáfan var stofnuđ á jóladag áriđ 2010 ţegar Vilmar Pedersen og Jón Schow gáfu út sitt eigiđ lag, Let the partý start undir sama nafni og útgáfan. Nýveriđ bćttust fleiri félagar í Synthadeliu-hópinn. Olga Jenný, Ýmir Einarsson og Árni Briem hafa veriđ hópnum innan handar á árinu. Nú ţegar hefur Synthadelia Records gefiđ út yfir 50 plötur eftir fjölmarga hćfileikaríka tónlistarmenn.
Synthadelia Records dreifir tónlist á netinu, í hinar ýmsu búđir og streymisveitur eins og Spotify, iTunes, tonlist.is og fjölda annarra búđa ásamt ţví ađ kynna hana vel međ ţví ađ nýta internet-markađssetningu, ţannig ađ hún er á öllum helstu samfélagssíđum á netinu.
Synthadelia Records leitar ađ gömlum plötum/óútgefnu efni međ hljómsveitum og tónlistarfólki sem enn á eftir ađ endurútgefa og koma á netiđ og miđla til almennings.Áhugasöm bönd og tónlistarfólk vinsamlegast sendi email á synthadeliarecords@gmail.com
http://synthadeliarecords.bandcamp.com/
https://www.facebook.com/synthadeliarecords
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
12.7.2014 | 22:40
Jón Ţorleifs og gagnrýnendur
Jón Ţorleifs, verkamađur, var kominn hátt á sjötugsaldur er hann sendi frá sér fyrstu bókina. Alls urđu bćkurnar eitthvađ á ţriđja tug. Ţćr voru af ýmsu tagi. Fyrsta bókin, Nútímakviksetning, var sjálfsćvisaga. Síđan tóku viđ ljóđabćkur, skáldsaga og hugleiđingar um stjórnmál hérlendis og úti í heimi.
Jón fylgdist mjög vel međ ţjóđmálum. Hann las öll dagblöđ fram og til baka og gćtti ţess ađ ná flestum fréttatímum í útvarpi. Á sjónvarp sagđist hann ekki horfa ótilneyddur. Ég man ekki hver ástćđan var. Hinsvegar gaf systir mín Jóni sjónvarp - ţrátt fyrir mótbárur Jóns og fullyrđingar um ađ hann myndi ekki einu sinni stinga tćkinu í samband. Nokkrum dögum síđar átti mágur minn erindi til Jóns. Kallinn kom seint til dyra vegna ţess ađ hátalari sjónvarpsins var hátt stilltur.
Eins og vera vill međ einyrkja sem gáfu sjálfir út fjölritađar bćkur og sáu sjálfir um sölu var á brattan ađ sćkja. Árlega koma út um 500 íslenskar bćkur. Fjölrituđu bćkurnar mćta afgangi hjá fjölmiđlum og bókaverslunum.
Jón var töluvert kjaftfor í bókum sínum ţar sem viđ átti. Líka reyndar í samtölum viđ fólk sem hann taldi sig eiga vantalađ viđ. Eins og oft er međ yfirlýsingaglađa ţá var Jón afskaplega viđkvćmur fyrir gagnrýni. Nútímakviksetning fékk lofsamlegan dóm í tímaritinu Stéttabaráttunni. Eitthvađ var samt nefnt sem hefđi mátt betur fara. Jón einblíndi á ţá athugasemd og var afar ósáttur. Hann túlkađi gagnrýnina sem hnífstungu í bakiđ. Tímaritiđ Stéttabaráttan vćri ómerkilegt málgagn stéttasvikara og kjölturakka Gvendar Jaka.
Jón fékk mikla og vaxandi andúđ á ţeim sem skrifađi dóminn. Fann honum allt til foráttu nćstu árin. Jón velti sér upp úr dómnum árum saman.
Nćst birtist dómur í dagblađinu Ţjóđviljanaum um ljóđabók eftir Jón. Fyrirsögnin var "Heiftarvísur". Jóni var illa misbođiđ. Hann gekk međ dóminn útklipptan í vasanum til ađ vitna orđrétt í hann. Svo fletti hann upp á einhverri vísu í bókinni sem var alveg laus viđ heift, las hana og spurđi: "Hvar er heiftin?" Í kjölfariđ orti Jón nokkrar níđvísur um ţann sem skrifađi dóminn. Og skilgreindi viđkomandi sem leigupenni Gvendar Jaka.
Jóni gekk illa ađ koma bókum sínum inn í bókaverslanir. Einhver eintök voru keypt af bókaverslun Máls & Menningar. Eintökin voru falin á bak viđ ađra bókatitla í hillu. Umsókn Jóns um inngöngu í Rithöfundasambandiđ var fellt. Nokkrir félagsmenn beittu sér hart gegn inngöngu Jóns. Fór ţar fremst í flokki Guđrún Helgadóttir, ţáverandi alţingiskona. Ţađ var ţess vegna ekki úr lausu lofti gripiđ ađ Jón upplifđi sig sem ofsóttan. Í ađra röndina fannst Jóni upphefđ af ţví. Hann sagđi: "Ţađ er merkilegt hvađ vissum ađilum telja sig stafa mikil ógn af skrifum mínum. Ég hef sannleikann mín megin. Ég er ađ afhjúpa glćpamenn. Auđvitađ skjálfa ţeir og bregđast til varnar."
Ţrátt fyrir andstöđuna og "ţöggun" náđi Jón ađ selja alveg upp í 600 eintök af stakri bók. Flest til fólks sem Jón hitti á förnum vegi. Hann var međ árangursríka sölutćkni. Sagđi fólki frá nýjustu bók sinni. Spurđi: "Myndi ţetta vera bók sem ţú hefđir gaman af ađ lesa?" Svariđ var oftast: "Já, já. Alveg ţess vegna." Nćsta spurning: "Viltu eintak af henni? Ég er međ eintak hér í vasanum. Ţú mátt fá ţađ." Svo dró Jón eintakiđ upp úr vasanum, rétti viđmćlandanum og hélt áfram ađ spjalla. Sá setti bókina í vasa sinn eđa ofan í töskuna sína. Ţegar ţeir kvöddust sagđi Jón: "Ţetta er ekki nema 2000 kall. Rétt fyrir prentkostnađi."
Ég varđ mörgum sinnum vitni ađ svona samtali og sölu. Ţetta hljómađi fyrst eins og Jón ćtlađi ađ gefa eintakiđ. Ţegar hann svo rukkađi ţá var viđmćlandinn kominn í erfiđa stöđu međ ađ hćtta viđ.
Jón fór međ eintak af bók til Ellerts Schram sem var ritstjóri dagblađsins Vísis. Ellert lofađi Jóni ađ hann myndi sjálfur lesa bókina og skrifa dóm um hana. Ekkert bólađi á ţví vikum saman. Jón gekk ţá aftur á fund Ellerts og krafđist skýringar á svikunum. Ellert fór í bunka á skrifstofuborđi sínu. Ţar var bókin ofarlega. Ellert veiddi hana úr bunkanum og sagđi ađ röđin vćri alveg ađ koma ađ bókinni. Jón kippti bókinni eldsnöggt úr hendi Ellert sem dauđbrá viđ og spurđi: "Hva? Ertu ađ rífa af mér bókina sem ţú gafst mér?" Jón svarađi: "Ég vil ekki ađ neinn ţurfi ađ snerta bók sem hefur fariđ um ţínar lúkur." Svo reif Jón bókina í tvennt, henti rifrildinu í gólfiđ og stormađi burt.
------------------------
Fleiri sögur af Jóni Ţorleifs: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1403663/
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2014 | 21:36
Útvarpsţáttur sem má ekki hćtta
Eitt af flaggskipum Rásar 2 síđustu fjögur ár er ţátturinn Plötuskápurinn. Hann gleđur og frćđir útvarpshlustendur á föstudagskvöldum. Umsjónarmenn hans hafa allir yfirgripsmikla ţekkingu á fjölbreytilegustu tónlist. Ţeir kunna utan ađ sögu rokksins í smáatriđum. Engu ađ síđur er auđheyrt ađ ţeir vinna heimavinnuna samviskusamlega fyrir hvern ţátt. Ţađ er ekkert veriđ ađ giska á ártöl eđa hver spilađi međ hverjum í hinu og ţessu laginu. Allar slíkar upplýsingar eru sannreyndar. Hlustendum er ekki bođiđ upp á annađ en nákvćmustu stađreyndir. Ţađ má greina ađ kynningar eru lesnar af blađi.
Sigurđur Sverrisson, Halldór Ingi Andrésson og Gunnlaugur Sigfússon skiptast á umsjón međ Plötuskápnum. Allir hafa ţeir áheyrilega og notalega útvarpsrödd. Ţeir eru hoknir af reynslu. Hafa átt komu ađ tónlist frá öllum hliđum. Hafa veriđ tónlistarblađamenn til margra áratuga, plötugagnrýnendur, unniđ hjá plötufyrirtćkjum, stýrt plötuútgáfu, stýrt og rekiđ plötubúđir, stađiđ fyrir umfangsmiklu hljómleikahaldi og svo framvegis.
Plötuskápurinn á marga trygga hlustendur. Ţarna eru spiluđ lög sem annars heyrast ekki í útvarpi. Eđa lög sem hafa ekki heyrst í útvarpi í allt ađ ţví hálfa öld. Fróđleiksmolarnir sem fylgja međ vega ţungt og stađsetja tónlistina í tíma og rúmi.
Sem málmhaus hef ég ekki síst gagn og gaman af Plötuskápi Sigurđar Sverrissonar. Einkum ţegar hann fer á slóđir harđkjarna, svartamálms, ţrass, dauđarokks og annarra harđra metalstíla. Sérlega lofsamlegt er ađ ţungarokkiđ sem Sigurđur býđur upp á er ekki bundiđ viđ engilsaxneska markađinn. Hann beinir sjónum og heyrn ađ öllum heimshornum.
Heilu Plötuskápar Sigurđar hafa veriđ samanpakkađ safn laga sem aldrei og hvergi er spilađ í neinum útvarpsţćtti í allri íslensku útvarpsflórunni.
Oftar en einu sinni hefur Plötuskápur Sigurđar veriđ ţađ spennandi ađ ég endurspila ţáttinn upp í 7 - 8 sinnum á heimasíđu Rúv. Ég hef líka bent ungum ţungarokksunnendum á Plötuskápinn. Sumir ţeirra hafa aldrei áđur stillt á Rás 2. Húrra fyrir Rás 2! Megi Plötuskápurinn lengi lifa sem góđ rök fyrir ţví ađ Rúv sé útvarp allra landsmanna!
Ţó ađ ţungarokk sé ekki meginstraumur (main stream) eins og létt rokk og popp ţá nýtur ţađ mikilla vinsćlda. Ţungarokkshljómleikar eiga ađsóknarmet. Til ađ mynda sóttu 12 ţúsund hljómleika Rammstein í Laugardalshöll og 18 ţúsund hljómleika Metallca í Egilshöll.
Ţungarokkarar vilja ađ Plötuskápurinn lifi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ljóđ | Breytt 27.6.2014 kl. 12:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
24.6.2014 | 23:45
Bestu plötur allra tíma
Breska popptónlistarblađiđ Mojo hefur tekiđ saman lista yfir bestu reggí-plötur allra tíma. Ţar á bć leyfa menn ska-plötum ađ vera međ í pakkanum. Ţađ er alveg sanngjarnt. Ska er dálítiđ hrađari og léttari útgáfa af mento og rock steady. Línan ţar á milli er hárfín og skarast iđulega. Ţetta er niđurstađan:
1. Bob Marley & The Wailers: Catch A Fire (1973)
Ţetta er fyrst plata Bobs Marleys & The Wailers fyrir vestrćnan markađ. Frábćr plata. Í sögulegu samhengi er hún brautryđjendaverk. Opnađi dyr inn á heimsmarkađ fyrir tónlistarstíl fámenns (2,7 millj) 3ja heims ríkis í Karabíahafi. Reggí var ekki einu sinni ađal tónlistin á Jamaíka á ţessum tímapunkti. Hún var bundin viđ sérkennilegan 20 ţúsund manna sértrúarsöfnuđ, Rastafarian. Áđur en hendi var veifađ voru ólíklegustu hljómsveitir um allan heim farnar ađ gefa út reggí-lög. Frá og međ 1976 varđ reggí fastur fylgifiskur pönkbyltingarinnar sem tröllreiđ rokkheiminum til fjölda ára. Frćbbblarnir, Utangerđsmenn, Ţeysarar og allir hinir spiluđu reggí í bland viđ pönk.
Ţađ er alveg sanngjarnt ađ Catch A Fire sé í 1. sćti yfir bestu reggíplöturnar. Eđa ađ minnsta kosti einhver Bob Marley plata. Hann og hans plötur gnćfa yfir hina í reggí-senunni. Ađrar Marley plötur koma alveg eins til greina. Til ađ mynda Natty Dread og Exodus.
2. Augustus Pablo: King Tubbys Meets Rockers Uptown (1975)
Bráđskemmtilegt afbrigđi í reggí er svokallađ dub. Ţađ byggir á hljóđblöndunarleik. Söngur er ađ mestu ţurrkađur út ásamt ţví sem hljófćrum er skipt út og inn. Tromman og bassinn fá ađ halda sér. Eiginlega allir jamaískir reggí-söngvarar bregđa á dub-leik. Ţađ skiptir ekkert miklu máli hvort ađ ţessi plata sé nákvćmlega besta dub-platan. Ţćr eru flestar áţekkar. Ţessi hefur međ sér ađ hafa veriđ ein af ţeim fyrstu - af mörgum síđar - sem tókust virkilega vel.
3. Ýmsir: The Harder They Come (1973)
Jamaíska kvikmyndin The Harder They Come náđi góđu flugi hćgt og bítandi eftir ađ reggí-bylgjan skall yfir heimsbyggđina. Tónlistin í myndinni er í dag "klassík".
Síđar skemmdi jamaísk-ćttađi ţýski viđbjóđurinn Boney M fyrir. Tröllreiđ diskóheimi međ ógeđs-útgáfu af Rivers Of babylon.
Ţađ hefur ekki fariđ hátt ađ söngkona í Boney M settist ađ í Stykkishólmi međ íslenskum manni. Meira veit ég ekki um ţađ og hef ekki áhuga á ađ vita meira.
4. The Skatalites: Ska Bu-Da-Ba (1966)
Hátt hlutfall af jamaískri ska og reggí músík er án söngs (instrumental). Ţetta er ska.
5. The Congos: Heart Of The Congos (1977)
6. Toots & The Maytals: Funky Kingston (1973)
Ljóđ | Breytt 25.6.2014 kl. 21:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2014 | 23:28
Spaugileg prófsvör barna
Drengur ţreytti próf í svokölluđum gagnfrćđiskóla í Varmahlíđ í Skagafirđi fyrir hálfri öld. Eđa ţví sem nćst. Ein spurningin hófst á ţessum orđum: "Getur ţú lýst ţví..." Strákur svarađi: "Nei." Prófdómarinn skráđi svariđ rangt. Sá úrskurđur skipti máli, réđi ţví hvort ađ drengurinn féll á prófinu eđa rétt náđi. Strákur kćrđi niđurstöđuna. Vísađi til ţess ađ ţađ hefđi veriđ spurt hvort ađ hann gćti lýst tilteknu fyrirbćri. Hann gćti ţađ ekki og hefđi svarađ spurningunni rétt. Skólastjórinn féllst á rök stráksa og hann slapp međ skrekkinn.
Í sama skóla um svipađ leyti voru nemendur beđnir um ađ skrifa niđur fyrstu hendingar kvćđisins Skúlaskeiđ. Ţađ hefst á ţesum orđum:
Ţeir eltu hann á átta hófahreinum
og ađra tvenna höfđu ţeir til reiđar.
En Skúli gamli sat á Sörla einum
svo ađ heldur ţótti gott til veiđar.
Prófdómari fylgdist međ ţví ađ einn nemandi skrifađi niđur ranga byrjun:
Ţeir eltu hann á átta hófahreinum
og ađra tvenna höfđu ţeir til vara.
En Skúli gamli sat á Sörla einum
Ţarna lenti nemandinn í vandrćđum međ framhaldiđ. Hann sat og klórađi sér í kollinum. Vissi ekki sitt rjúkandi ráđ. Ţegar próftímanum lauk hripađi hann í skyndi niđur á blađiđ. Prófdómarinn var spenntur ađ komast ađ ţví hvort ađ nemandinn hefđi náđ áttum í kvćđinu. Honum varđ á ađ skella upp úr er hann las hvernig nemandinn leysti ţrautina:
Ţeir eltu hann á átta hófahreinum
og ađra tvenna höfđu ţeir til vara.
En Skúli gamli sat á Sörla einum
og vissi ekkert hvert hann átti ađ fara.
Í bandarískum grunnskólum er spurt á prófi: "Hvađ endađi 1896?" Eitt barniđ svarađi: "1895"
Ţar er líka spurt: "Hvar var sjálfstćđisyfirlýsing Bandaríkja Norđur-Ameríku undirrituđ?" Eitt svariđ var: "Neđst á blađinu."
Spurning: "Miranda sér ekki neitt ţegar hún horfir í smásjána. Nefndu eina ástćđu hvers vegna."
Svar: "Hún er blind" Niđurstađa kennarans: "Góđ ágiskun."
Vatn er skilgreint hart eđa mjúkt eftir ţví hvađ ţađ er steinefnaríkt. Hart vatn inniheldur hátt hlutfall af steinefnum. Ţarna telur nemandi ađ hart vatn sé ís.
Ljóđ | Breytt 16.6.2014 kl. 18:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)