Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Lokaorð um "hönnunardeilu" okkar Bubba

dögun
.
  Í nýlegri bloggfærslu gerði ég grein fyrir vinnu minni við umslög söluhæstu platna Bubba.  Sjá http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1184171/.  Bubbi virðist skilgreina höfunda ljósmynda á umslagi sem umslagshönnuði.  Almenna reglan er sú að ljósmyndir á umslagi sé eitt en hönnun umslags annað:  Nái yfir heildarútlit plötuumslags,  uppsetningu,  leturval,  litaval,  bakhlið umslags,  textablað o.s.frv.
  Þannig er það skilgreint á kreditlista plötuumslaga.  Svo að við tökum dæmi af söluhæstu plötu Bubba,  Dögunar,  þá er ég skráður sem hönnuður umslags og Valdís Óskarsdóttir sem höfundur ljósmynda.  
  Kreditlistinn barst í mínar hendur frá Ásmundi Jónssyni og áreiðanlega skráður í samráði við Bubba.     
  Frá því að  Dögun  kom út hefur mér vitanlega aldrei áður komið fram athugasemd við það að ég sé skráður hönnuður umslagsins og Valdís höfundur ljósmynda.  Engu að síður heldur Bubbi því núna fram að Valdís sé umslagshönnuðurinn.
 
  Af minni hálfu er umræðu um þessa svokallaða "hönnunardeilu" lokið.  Ég ber sömu virðingu fyrir Bubba sem tónlistarmanns og skemmtilegrar persónu eins og áður.  Skilgreini hann áfram sem vin minn og hef bara haft gaman af þessu sprelli öllu saman. 
.
 


Umdeildustu músíkmyndböndin

  Aðstandendur vinsælasta breska poppmúsíkblaðsins,  New Musical Express (NME),  ýttu nýverið úr vör netsíðu sem sérhæfir sig í umfjöllun um músíkmyndbönd.  NME er eitt af áhrifamestu poppblöðum heims vegna þess að það selst einnig vel utan Bretlands.  Bæði í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu.

  Í tilefni af opnun músíkmyndbandavefsins hefur NME tekið saman lista yfir umdeildustu músíkmyndbönd sögunnar.  Þannig er listinn:

1.   Aphex TwinCome To Daddy

2.   MadonnaLike A Prayer.  Þetta myndband þótti daðra um of við guðlast.  Eða jafnvel ver guðlast.
.
.
3.   The CribsMen's Needs.  Það voru ekki afhöggnir útlimir sem fóru fyrir brjóstið á fólki heldur að fræg fyrirsæta,  Kate Moss,  væri nakin í myndbandinu.  Svörtu kassarnir sem hylja að hluta nekt fyrirsætunnar voru ekki í upprunaútgáfu myndbandsins.
.
.
4.   Serge and Charlotte GainsbourgLemon Incest.  Þessi kappi er þekktastur fyrir það sem hérlendis gekk undir nafninu  Franska klámlagið  á sjöunda áratugnum.  Það naut mikilla vinsælda í íslensku útvarpi þrátt fyrir að fjöldi að þar á bæ væru ýmis "ósiðsamleg" lög bönnuð.
.
5.   The Prodigy Smack My Bitch Up.  Það þarf að fara einhverjar krókaleiðir að uppruna myndbandinu við þetta lag.
.
.
6.   Erykah BaduWindow Seat
.
.
7.   Neil YoungThis Note´s For You.  Myndbandið fór fyrir brjóstið á mörgum vegna harðrar ádeilu á hórerí frægra poppstjarna (Mikjál Jackson og Whitney Houston) í þágu "ómerkilegra" auglýsenda. 
.
.
8.   NirvanaHeart Shape Box
.
.
9.   George MichaelI Want Your Sex
.
.
10.  MIABorn Free.  Myndbandið er bannað.  Það er ekki aðgengilegt á þútúpunni.  Samt er það tiltökulega saklaust.  Sýnir ofsóknir á hendur rauðhærðum (sennilega sem tákn um ofsóknir gegn minnihlutahópum).  Í stað  Born Free  myndbandsins set ég hér inn myndband með margverðlaunuðu lagi MIA úr kvikmyndinni Slum Dog Millionaire.  Þetta lag byggir á ennþá flottara lagi með The Clash,  Straight to Hell.  Síðar krákað af Lily Allen.
.
.
11.  Smashing PumpkinsTry Try Try
.
12.  Nine Inch NailsCloser.  Ekki aðgengilegt á þútúpunni.
..
.
13.  Simian Mobile Disco Hustler
.
14.  NasHate Me Now
.
..
15.  Korn A.D.I.D.A.S.
.
16.  BjörkPagan Poetry.  Myndbandið er sagt vera umdeilt vegna húðgötunarmyndskotanna og kynlífsatriða.
.
.
17.  Pearl JamJeremy

Rétt skal vera rétt. Já, því ekki?

 

  Það er fjör.  Allt út af skemmtilegri stórfrétt í Fréttablaðinu af söluhæstu plötum Bubba Morthens.  Þar kom eftirfarandi fram:  "Þrjár mest seldu plöturnar,  Dögun,  frá 1987,  Frelsi til sölu,  frá 1986 og Kona,  frá 1985 (...) eiga sameiginlegt að Jens Guð sá um markaðssetningu þeirra allra ásamt því að hanna umslögin að mestu eða öllu leyti."

  Bubbi gerir alvarlega athugasemd við þetta á fésbókinni.  Hann fullyrðir að Ámundi Sigurðsson hafi hannað frá a til ö umslag plötunnar  Sögur af landi  og hafi ásamt Bubba Morthens hannað umslag plötunnar  Lífið er ljúft.  Jafnframt fullyrðir Bubbi að Bubbi Morthens hafi gert mynd sem er á umslagi sömu plötu.  Valdís Óskarsdóttir hafi hannað umslag  Dögunar  og Inga Sólveig Friðjónsdóttir gert umslag  Konu.

  Eftir þessa upptalningu segir Bubbi ekki vera mikið eftir handa Jens Guð og hnykkir á með orðatiltækinu góða:  Rétt skal vera rétt.  Undir það skal tekið.  Rétt skal vera rétt.  Þess vegna er ástæða til að fara yfir dæmið lið fyrir lið.

  - Sögur af landi

  Ég hef hvergi rekist á eða orðið var við orðróm um að einhver annar en Ámundi sé hönnuður þessa umslags.  Það er ekki ágreiningur um þetta.  Það var ekki stafkrókur um þessa plötu í frétt Fréttablaðsins né á bloggsíðu minni.  Það má telja upp umslög miklu fleiri platna sem ég hef hvergi komið nálægt.  Bæði plötur með Bubba og hverjum sem er.  Jafnvel Bítlunum og Rolling Stóns.  Ég mun ekki gera ágreining um þau dæmi.  Og tæplega nokkur annar.

  - Lífið er ljúft

   Ég hef hvergi rekist á eða orðið var við orðróm um að einhverjir aðrir en Ámundi og Bubbi hafi hannað þetta umslag.  Það er ekki ágreiningur um þetta.  Né heldur að Bubbi Morthens hafi gert myndina á umslaginu.  Það var ekki stafkrókur um þessa plötu í frétt Fréttablaðsins né á bloggsíðu minni.

  - Dögun

  Umslagið varð þannig til:  Ég hitti Valdísi Óskarsdóttur sem hafði tekið ljósmyndir af Bubba og einnig uppstilltar og stíleseraðar myndir.  Alveg bráðskemmtilegar og flottar myndir.  Ási í Gramminu var líka á þessum fundi.  Það var ákveðið hvaða myndir yrðu notaðar á umslagið. 

  Næsta skref var að ég skoðaði nokkrar leiðir til að markaðssetja plötuna og skissaði upp 3 mjög ólíkar framhliðar á umslagi út frá því hvaða leiðir yrðu farnar.  Ási og Bubbi tóku ákvörðun um það hvað varð fyrir valinu.  Kannski var þetta borið undir Valdísi.  Ég hitti hana þó aldrei eftir þennan eina áðurnefnda fund með henni þegar við skoðuðum ljósmyndirnar.  Mér bárust aldrei neinar athugasemdir eða óskir frá henni um hönnun umslagsins.  Ég fullvann þá skissu sem varð fyrir valinu.  Og gríðarmikil ánægja var með þetta umslag.

  Til gamans má geta fyrir þá sem aðeins þekkja umslagið af geisladisksútgáfunni að upphaflega var umslagið hannað fyrir Lp vinylplötu.  Þar var gyllt upphleypt letur sem skilaði tilteknum hughrifum og vísaði til útfærslu á hágæða konfekti í gjafaumbúðum.  Það var reisn yfir því.

  Ég vil ekki gera lítið úr þætti Valdísar á umslaginu.  Alls ekki.  Myndirnar hennar eru frábærar og eiga sinn stóra þátt í því hvað þetta umslag er flott.  Og þar með hversu söluvænleg platan var.  Hinsvegar kemur skýrt fram á umslaginu og í bókinni  100 bestu plötur rokksögunnar  hver hannaði umslagið.  Ásamt því hver á ljósmyndirnar á því.  Þetta er óumdeilanlega söluhæsta plata Bubba.  26 þúsund seld eintök.

  - Frelsi til sölu

  Sömu vinnubrögð voru höfð og við  Dögun.  Nema að þar var valið úr myndum eftir Bjarna Friðriksson.  Til gamans má geta að á nærhaldi (innra umslagi) vildi ég gera út á tölvupoppsútfærslu og "space rokk".  Hugmyndafræðin var sú að búa til tilfinningu fyrir "future" stemmningu.  Enda ferskur tónn ráðandi á plötunni.  Á síðustu stundu kom upp ágreiningur varðandi þá leið.  Mig minnir að það hafi jafnvel verið byrjað að prenta þá útfærslu þegar - að mig minnir Bubbi -  strækaði á það dæmi.  Í fljótheitum hannaði ég þá nýtt nærhald sem fékk afskaplega lofsamlega dóma hjá plötugagnrýnendum (sem að öðru jöfnu nefna sjaldnast umslagshönnun).  Enda var það flott.  Eftir stóð þó á bakhlið umslagsins tilvísun í upphaflega nærhaldið.  Sú tilvísun er dálítið út í hött í endanlegri útfærslu.

  Þegar umslagið var endurprentað vantaði á það grænan teygðan þríhyrning á bak við nafn Bubba.  Sá þríhyrningur þjónaði hlutverki dýptar á uppstillingunni.  Umslagið er hálf kjánalegt án þess.

  Frelsi til sölu er næst söluhæsta plata Bubba.  22 þúsund seld eintök.

  - Kona

  Vinnubrögðin voru lík og við  Dögun  og  Frelsi til sölu.  Munurinn var þó sá að Inga Sólveig var búin að skissa upp gróft uppkast að framhlið umslagsins.  Hún var búsett í Bandaríkjunum.  Þess vegna var ekki hægt að hafa neitt samráð við hana um hönnun bakhliðar,  textabæklings,  plötumiða,  letur eða uppsetningu og frágang á pakkanum.  Þetta var fyrir daga tölvu og internets.

  Mér er fjarri lagi að gera lítið úr framlagi Ingu Sólveigar í hönnun umslagsins.  Ég hef ætíð tekið fram að hún átti grunnhugmyndina að umslagsinu.  Ljósmynd hennar á framhlið þess setur svo sannarlega sterkan svip á umslagið.  Það breytir ekki því að allt annað en framhlið umslagsins var hannað af mér og ég handskrifaði titil plötunnar og nafn Bubba á framhlið þess.  Þar fyrir utan stillti ég upp markaðssetningu á  Konu  eins og  Dögun  og  Frelsi til sölu.

  Kona  er 3ja söluhæsta plata Bubba.  20 þúsund seld eintök.

  Á meðan ég var í auglýsingabransanum kynntist ég einungis rosa mikilli gleði,  gargandi fagnaðarlátum og þakklæti fyrir góðan söluárangur,  hvort sem um var að ræða á bókum,  bílum,  sælgæti eða öðru.  Það er alveg nýtt að viðbrögð við glæsilegum söluarangri séu ólund og reynt að gera lítið úr minni vönduðu og árangursríku vinnu. 

  Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega unna frétt Pressunnar um þetta hitamál.  Það er fjör.  Stanslaust fjör.  Og rétt skal vera rétt.  Ég átta mig ekki á því hvers vegna ég er þarna titlaður "fyrrverandi poppspekúlant":

------------------------------------------

11. ágú. 2011 - 14:28 Kaffistofan

Uhhh...hvað gerði Jens þá?

Bubbi Morthens

Hún var flennistór fréttin í Fréttablaðinu um þátt fyrrverandi poppspekúlantsins Jens Guð í velgengni Bubba Morthens.

Þar sagði um vinsælustu plötur Bubba að allar ættu þær sameiginlegt að Jens Guð hafi ekki aðeins markaðssett þær, heldur séð um að hanna umslögin að mestu eða öllu leyti. Svo segir Jens:

Ég þarf að passa mig á því að hljóma ekki rogginn. En ég var búinn að fara í gegnum nám í grafískri hönnun í Myndlista- og handíðaskólanum. Á þeim tíma var markaðsfræði töluverður hluti af náminu

Á kaffistofunni tóku menn undir orð Jens Guð um að hann yrði að passa sig...enda segir Bubbi á Facebook-inni hjá sér um málið:

Valdís Óskardóttir kvikmyndagerðarkona og klippari hannið umslagið á Dögun - Inga Sólveig Friðjónsdóttir gerði umslagið á Konu. Bubbi Morthens gerðir mynd og hannði umslagið á Lífið er Ljúft ásamt Ámunda Sigurðssyni vini sínum. Sögur af landi gerði og hannaði Ámundi frá a til ö. Þá er ekki mikið eftir handa Jens Guð af þessum fimm söluhæstu plötum. Rétt skal vera rétt

Er nema von að spurt sé hvað Jens hafi þá gert?  Einn lesandi Bubba svarar því kannski á Facebookinu þegar hann segir:

Hann hefur örugglega hlustað á plöturnar, eins og við hin ;)

Gríðarlega mikilvægt að leiðrétta

  Frétt í Fréttablaðinu um að sólóplötur Bubba Morthens hafi selst í 320 þúsund eintökum hefur vakið mikla athygli.  Ekki síst vegna þess að þær 3 plötur hans sem selst hafa lang mest eiga það sameiginlegt að umslög þeirra og markaðssetning á þeim var í sérlega góðum höndum gamla mannsins sem heldur úti þessu bloggi.

  Í umfjöllun fjölmiðla um þessa einstæðu markaðshlutdeild Bubba í plötusölu hefur gætt misskilnings um margt.  Til að mynda hefur fallið á milli stafs og hurðar að sölumetið telur ekki sölu á vinsælum plötum Bubba með hljómsveitum.  Þó hafa þær margar selst í góðu upplagi.  Nægir þar að telja upp Utangarðsmenn,  Egó,  Das Kapital, MX-21 og GCD. 

  Þegar allt er saman talið má ganga út frá því sem vísu að plötur með Bubba hafi selst í nálægt hálfri milljón eintaka.  Alla vega vel yfir 400 þúsund eintökum.

  Annað sem einhverra hluta vegna hefur skramsað til er að á bloggsíðum,  fésbók, í morgunútvarpi Bylgjunnar og í blöðum er talað um að 3 söluhæstu plötur Bubba hafi selst í næstum 50 þúsund eintökum.  Hið rétta er að þær hafa selst í næstum 70 þúsund eintökum. 

  Söluhæsta platan,  Dögun,  hefur selst í rösklega 26 þúsund eintökum.  Sú í öðru sæti,  Frelsi til sölu,  hefur selst í rúmlega 22 þúsund eintökum.  Og  Kona  í meira en 20 þúsund eintökum.  Samtalan er 68 þúsund eintök.  Við erum að tala um að þessar 3 plötur eru næstum 22% af heildarsölu á sólóplötum Bubba.  Því ber að halda til haga með réttum tölum. 

http://www.visir.is/a-bak-vid-staerstu-plotur-bubba/article/2011708109963


Skúbb! Íslensk hljómsveit slær í gegn í Brasilíu

Q4U - best of

  Brasilíski plötumarkaðurinn er einn sá stærsti í heiminum.  Ekki aðeins eru íbúar Brasilíu um 200 milljónir heldur nær brasilíski markaðurinn langt út fyrir landamæri Brasilíu.  Til að mynda nær hann yfir til nágrannalanda og einnig til Portúgals.  Í liðinni viku kom út í Brasilu safnplata með íslensku pönkhljómsveitinni Q4U.  Útgefandinn er eitt stærsta þarlenda plötufyrirtækið,  Wave Records.  

  Forsaga málsins er merkileg.  Forstjóri Wave Records heyrði eitthvað með Q4U fyrir nokkrum árum en gekk illa að ná sambandi við liðsmenn Q4U.  Það tók hann tvö ár eða svo að leita hljómsveitina uppi.  Þegar það loksins tókst vildi hann gera mikið til að afgreiða hana almennilega.  Í síðustu viku gaf hann út "Best of" plötu með Q4U en hefur á plötunni einnig ný lög með hljómsveitinni.  Útgáfunni vill hann fylgja eftir með hljómleikum hljómsveitarinnar í Brasilíu og myndböndum. 

  Á heimasíðu Wave Records er nýja platan með Q4U efst á blaði: 

http://www.waverecordsmusic.com/q4U_bestof_port.htm

  Þetta er virkilega spennandi dæmi.

 

  Til gamans má geta að Q4U á einnig þokkalega fjölmennan harðsnúinn kjarna aðdáenda í Þýskalandi.


Merkileg tilviljun...?

 

  Í Fréttablaðinu í dag er skemmtileg frétt af metsölutónlistarmanninum Bubba Morthens.  Á 31 ári hefur hann selt 320 þúsund eintök af sínum plötum.  Þetta er afskaplega merkilegt.  Ólíklegt er að annars staðar í öllum heiminum (að meðtöldum öðrum soul-kerfum.  Tilvisun í nýjustu plötu kóngsins,  hans fyrstu soul-plötu.  Dúndur góða.) sé eða hafi nokkur poppstjarna verið með jafn stóra markaðshlutdeild.

  Um miðjan níunda áratuginn sá ég um nokkur umslög á plötum Bubba og markaðssetningu á þeim.  Þær urðu hver um sig lang söluhæsta plata síns útgáfuárs,  eins og markaðssetningin gekk út á.  Hitt þykir mér merkilegra:  Að þessar sömu plötur raða sér snyrtilega í öll efstu sætin yfir söluhæstu plöturnar á farsælum ferli Bubba:  1.  Dögun  (26.000 eintök),  2.  Frelsi til sölu  (22.000) og  3.  Kona  (20.000).  Skylt er að halda því til haga að Inga Sólveig á grunnhönnunina á  Konu,  ljósmyndina og er fyrirsætan á framhliðinni.

B-DögunB-Kona

http://www.visir.is/bubbi-hefur-selt-fleiri-en-320-thusund-plotur/article/2011110809145

  Svona geta tilviljanir verið skemmtilegar.  Reyndar er sömu sögu að segja af markaðssetningu á bókum,  skemmtunum og ýmsu öðru sem ég tók að mér á meðan ég var í auglýsingabransanum.  En ekki orð um það meir.  Það gæti hljómað eins og mont af minni hálfu.  Til þess má ég ekki vita. 


Pistilinn skrifar postulinn Páll Óskar Wilde

  Það er aldeilis frábært hvað orð poppkóngsins Páls Óskars Wilde í gleðigöngu samkynhneigðra,  Gay Pride,  hafa hitt í mark.  Ummæli hans eru eins og postulinn Páll Óskar hafi borið þau fram ásamt kærleikserindinu.  Pistilinn skrifar postulinn Páll Óskar (það er skylda að standa upp á meðan pistillinn er lesinn.  Það lærði ég ungur í Hóladómkirkju.  Það er bannað að sitja undir beinni tilvitnun í postula):

    „Mér finnst gay-pride-hátíðin vera löngu komin út fyrir það að vera bara einhver hátíð vegna mannréttindabaráttu samkynhneigðra. Þetta er hátíð fyrir alla þá sem láta sig lágmarksmannréttindi einhverju varða. Alla þá sem eru orðnir leiðir á hatrinu og níðinu - inni á netinu, öllum ógeðslegu kommentunum sem hægt er að segja um alla minnihlutahópa.

Það er engu líkara en sá eini sem fær að vera í friði í þessum heimi sé hvítur straight karlmaður í jakkafötum, hægrisinnaður og á peninga. Og stundum er þessi karlmaður með Biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni. Allt annað má kalla einhverjum nöfnum. Allt annað er hægt að uppnefna: „Helvítis femínisti, helvítis kellingar, helvítis hommar, helvítis þið, bla, bla!“ Þannig að út með kvenfyrirlitninguna, út með fyrirlitningu á öðrum kynþáttum, öðru fólki sem er af annarri stöðu og stétt en þú. Við eigum öll að sitja við sama borð. Og til þess er þessi dagur. Við verðum að gera þetta einu sinni á ári. Við megum ekki sofna á verðinum.“

  Poppkóngurinn hittir naglann á höfuðið.  Hvítir karlmenn átta sig á því að orðum er ekki beint nákvæmlega að þeim sem slíkum.  Straight karlmenn átta sig á því líka.  Sömuleiðis menn í jakkafötum.  Líka þeir sem eiga peninga.  Jafnvel þeir sem eru með Biblíu í annarri hendi og byssu í hinni.  En ekki örfáir hægri öfgamenn sem heyra undir samnefnara þessarar upptalningar.  Þeim finnst að sér vegið.  Og fara hamförum í bloggi og á fésbók.  Vola hátt með fólskuhljóðum.  Friðbjörn Orri hefur varla undan að hlaða bloggfærslum grátkórsins inn á hatursvefinn amx.  Það sýnir að orð Páls eru í tíma töluð.

 


mbl.is Mikil umræða um orð Páls Óskars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvæg leiðrétting um Færeysku fjölskyldudagana á Stokkseyri

 

  Í Morgunblaðinu í dag stendur skrifað:  "Færeyskir fjölskyldudagar - Stokkseyri.  Skemmtileg fjölskylduhátíð þar sem boðið verður upp á ýmsa viðburði við flestra hæfi.  Fólk verður að borga sig inn á hvern viðburð..."  Þetta er allt rétt nema að fólk þarf ekki að borga sig inn á hvern viðburð.  Flest af því sem stendur gestum til boða á Færeyskum fjölskyldudögum er ókeypis eða á tilboðsverði.  Það sést þegar eftirfarandi dagskrá er skoðuð:

Fimmtudagur 28. júlí

09:00 – 21:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó ”kannið vatnasvæðið á eigin vegum”

10:00 - 20:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

12:00    Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt

13:00 - 18:00 Draugasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

13:00 - 21:00 Sundlaug Stokkseyrar opin

 

Föstudagur 29. júlí

09:00 – 21:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó ”kannið vatnasvæðið á eigin vegum”

10:00 - 20:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

12:00  Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt

13:00 - 18:00 Draugasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

13:00    Menningarkaffi opnar í Lista og menningarverstöðinni

13:00 - 21:00 Sundlaug Stokkseyrar opin

13:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar Mósaík vinnustofuna  Aðgangur ókeypis

13:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína Svartaklett  Aðgangur ókeypis

18:00 –19:00 Diskótek fyrir yngri kynslóðina í Lista og Menningarverstöðinni  Aðgangur ókeypis

Kvöldskemmtun fram á nótt, verð 1900 kall.  

21:00  Benjamin og Kvönn

22:30  Færeyskir dansar

23:30  Pabbi og prinsinn. Labbi (Mánum) og Bassi halda uppi fjörinu fram á rauða nótt

 

Laugardagur 30. júlí

09:00 – 21:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó

10:00 - 20:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

10:00 - 17:00 Sundlaug Stokkseyrar opin

11:00 - 18:00 Veiðisafnið opið

12:00   Kajakakennsla fyrir 6-12 ára  Aðgangur ókeypis

12:00   Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt

13:00   Dorgveiðikeppni á Stokkseyrabryggju (hafið veiðitól með)  Aðgangur ókeypis, vegleg verðlaun

13:00 - 18:00 Draugasetrið. EXTRA MIKLIR REIMLEIKAR. Tilboð ef farið er á bæði söfnin

13:00    Menningarkaffi opnar í Lista og menningarverstöðinni

13:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar Mósaík vinnustofuna  Aðgangur ókeypis

13:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína Svartaklett  Aðgangur ókeypis

14:00   Listaverkið Brennið þið vitar kynnt í Lista og menningarverstöðinni  Aðgangur ókeypis

15:00   Tónleikar með KVÖNN. Verð 1000 kall.

17:00 - 18:00 Diskótek fyrir yngri kynslóðina í Lista og Menningarverstöðinni  Aðgangur ókeypis

18:00 - 19:00 Kennsla í færeyskum dönsum  Aðgangur ókeypis

Kvöldskemmtun fram á nótt, verð 2500 kall.

20.00  Stór tónleikar með KVÖNN

21:00  GUÐRIÐ

22.30  ”Ólavur Riddararós” FØROYSKUR DANSUR

23.00   Jógvan Hansen og Vignir Snær halda uppi fjöri fram á rauða nótt

 

 

Sunnudagur 31. ágúst

09:00 – 21:00  Kajakaferðir

10:00 - 20:00  Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

10:00 - 17:00  Sundlaug Stokkseyrar opin

11:00 - 12:00  Angelica og Kristian gleðja sjúklinga á Sjúkrahúsi Suðurlands í boði GT

11:00 - 18:00  Veiðisafnið opið

12:00  Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt

13:00 - 18:00  Draugasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

14:00   Kappróðurskeppni á Kajak (öllum opin) Aðgangur ókeypis, vegleg verðlaun

13:00   Menningarkaffi opnar. Listsýningar o.fl.  Aðgangur ókeypis

13:00 - 18:00  Valgerður Þóra opnar Mósaík vinnustofuna  Aðgangur ókeypis

13:00 - 18:00  Elfar Guðni opnar vinnustofu sína Svartaklett  Aðgangur ókeypis

15.00 Tónleikar með Angelika, Kristian og hljómsveit. Verð 1000 kall.

16:00 Færeyskt smakk.  Ókeypis fyrir tónleikagesti 

16.30   ”Dvørgamøy” FØROYSKUR DANSUR  Aðgangur ókeypis

22.00   Brenna og bryggjusöngur með Labba og færeyskum listamönnum  Aðgangur ókeypis

23.00   Glæsileg flugeldasýning í boði Guðmundar Tyrfingssonar ehf.  Aðgangur ókeypis

Kvöldskemmtun fram á nótt, verð 1500 kall.

23:30 Pabbi og prinsinn. Labbi (Mánum) og Bassi halda uppi fjörinu fram á rauða nótt + óvæntar uppákomur og kveðjupartý með færeysku listamönnunum.

 


Viltu frípassa á Færeysku fjölskyldudagana á Stokkseyri?

færeyskir fjölskyldudagar 

  Það er auðvelt að eiga möguleika á fríum helgarpassa á Færeysku fjölskyldudagana á Stokkseyri um helgina.  Það er nefnilega í gangi skemmtilegur leikur sem gerir þér þetta kleift.  Passinn gildir inn á alla dansleiki helgarinnar og alla aðra kvölddagskrá Færeysku fjölskyldudaganna.

  Þú þarft að smella á þennan hlekk:  http://www.facebook.com/pages/F%C3%A6reyskir-fj%C3%B6lskyldudagar/140770739276188

  Því næst þarftu að "skrolla" örlítið niður síðuna sem birtist.  Þar finnur þú innlegg,  merkt Færeyskir fjölskyldudagar.  Næsta innlegg fyrir neðan innlegg Ólöfu Lóu Jónsd.  Lestu textann í innleggi Færeyskra fjölskyldudaga og gerðu eins og þar segir.

  Heppilegt er að hafa hraða á vegna þess að leiknum lýkur klukkan 15.00 á morgun (Þórsdegi 28. júlí) með því að 10 nöfn þátttakenda verða dregin út.

  Hér í bloggfærslum fyrir neðan má sjá smávegis upplýsingar um Færeyska fjölskyldudaga.  

   


Íslenskir fjölmiðlar og G!Festival

  Í ársbyrjun 2001 vissu Íslendingar fátt sem ekkert um færeyska tónlist.  Og vildu ekki af henni vita.  Svo sló  Ormurin langi  með Tý rækilega í gegn.  Þökk sé Guðna Má á rás 2.  Ormurin langi  varð vinsælasta lagið á Íslandi 2002.  Í kjölfar opnuð allar gáttir og Íslendingar uppgötvuðu að í Færeyjum var fjörlegt og blómlegt tónlistarlíf.  Íslendingar uppgötvuðu hverja hágæða færeysku poppstjörnuna á fætur annarri:  Eivör,  Makrel,  Clackhaze,  Hanus G.,  200,  Kára Sverrison,  Yggdrasil og svo framvegis.  Talað var um færeysku bylgjuna.  Færeyska barnastjarnan Brandur Enni varð ofurstjarna á Íslandi.  Næstu ár sá hvergi fyrir enda á vinsældum færeyskra tónlistarmanna á Íslandi:  Högni,  Teitur,  Lena Andersen,  Deja Vu,  Gestir,  Boys in a Band,  Orka og ég áreiðanlega að gleyma hellingi af nöfnum.

  2002 var fyrsta G!Festivalið haldið í Götu í Færeyjum.  Í ár var G!Festival haldið í 10. sinn.  Það hefur verið gaman að fylgjast með þróun G!Festivals,  áhuga Íslendinga á því og ekki síst afgreiðslu íslenskra fjölmiðla á þessari stærstu árlegu rokkhátíð í Færeyjum.

  Vel á annað hundrað Íslendinga sótti G!Festival í ár.  Þar á meðal voru íslenskir tónlistarmenn þátttakendur í dagskránni og íslenskir fjölmiðlar fylgdust náið með.  Þau íslensku nöfn sem mest kvað á í dagskránni voru Mugison og þungarokkssveitin Skálmöld.  Þeirra nöfn eru vel þekkt í Færeyjum.

  Rás 2,  X-ið,  Morgunblaðið,  DV og Fréttablaðið áttu sína "tíðindamenn" á G!Festivalinu.  Morgunblaðið trompaði með tíðum sjónvarpspistlum frá hátíðinni.  Arnar Eggert fór þar á kostum í virkilega vel unnum sjónvarpsþáttum á mbl.is (fólk),  svo og í blaðagreinum í prentmiðlinum.

  Atli Fannar gerði G!Festivali góð skil í helgarblaði Fréttablaðsins og laugardagsþætti sínum á X-inu.  X-ið var jafnframt með leik þar sem hlustendur unnu ferð á G!Festivalið.

  Andrea Jóns tók viðtöl við færeyska tónlistarmenn fyrir rás 2 og hefur verið að mjatla þeim út í kvölddagskrá rásar 2.  Andrea er snillingur eins og flestir eiga að vita.

  Sjálfur afgreiddi ég G!Festivali í opnufrásögn í DV síðasta miðvikudag.  Og einnig í nokkrum fréttum á netmiðli DV.

  Þetta er gaman.  Ekki síst vegna þess að flestir færeysku tónlistarmennirnir sem skemmtu á G!Festivali í ár hafa áður spilað á Íslandi:  Týr,  Hamferð,  Guðrið Hansen,  Högni,  Orka,  Búdam,  Benjamín,  Sic,  Spælimeninir,  Pétur Pólsen og enn og aftur er ég áreiðanlega að gleyma einhverjum. 

  Um verslunarmannahelgina verður Færeysk fjölskylduhátíð á Stokkseyri.  Það skemmta meðal annarra Kristian Blak,  Benjamín,  fiðlusnillingurinn Angelika Nielsen,  Guðrið og Jógvan.  Ég mun blogga um það ævintýri innan tíðar.

      


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband