Færsluflokkur: Fjölmiðlar

1001 gamansaga - fleiri sýnishorn

1001 gamansaga

  Það er gaman að birta hér sýnishorn úr bókinni hans Helga Seljan,  1001 gamansaga.  Þessi bráðskemmtilega bók var að koma út.  Ég hef fengið góðfúslegt leyfi til að birta glefsur úr henni.  Það hef ég þegar norfært mér í tvígang.  Þær bloggfærslur má finna með því að smella á eftirfarandi slóðir: 

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1121929/

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1123152/

 

  . Þegar ég hætti á þingi aðeins 53 ára var vinur minn spurður hvers vegna ég hefði hætt svona snemma. „Ja, það er víst af því hann er svo slæmur í bakinu.“ „Hvað segirðu? Í bakinu, ég held hann hefði nú frekar átt að hætta ef hann hefði verið slæmur í höfðinu,“ sagði spyrjandinn. Þá svaraði vinurinn: „Nei, það er nú einmitt einkennið, þá hætta þeir ekki.“

   .Í fyrra var ég við útför og í erfidrykkjunni á eftir settist ég hjá vinahjónum mínum og konan, sem var fyrrum nemandi minn heiman frá Reyðarfirði, spurði um aldur eins sveitunga okkar. Ég svaraði því greiðlega og segi svo að ég hafi það til marks um að vera ekki kominn með alzheimer að ég muni aldur allra minna gömlu nemenda. Þá segir læknirinn, maður konunnar, kíminn: „Það er nú einmitt einkennið, menn muna best það gamla.“

   Kona ein hringdi í mig og kvaðst vera orðin alltof sein með allt, vildi vita hvort ég gæti látið sig fá nokkrar söngbækur sem notaðar væru fyrir söngvökuna sem við Sigurður stjórnum. Þetta allt orðaði konan svo í lokin: „Nú er ég með allt niður um mig. Geturðu komið?“

   Ég var í sjúkraþjálfun hjá ágætum manni er Ágúst heitir. Þar var einnig kona að austan sem var næst á eftir mér hjá honum. Hann sagði henni alltaf að bíða frammi eftir því að ég kæmi út úr klefanum þá færi hún inn og byggi um sig. Ég kom svo út og segi: „Það er mikið að Ágúst lætur okkur ekki fara saman inn í klefann og á sama bekkinn jafnvel. Hvernig heldurðu að það yrði nú?“ Þá segir blessuð konan: „Ja, maður er nú orðinn svo gamall og ekki svo sem til neins.“ Ég sagði ekkert meira.

   .Ég var eitt sinn að fara með eitthvert ljóðmeti eftir mig fyrr á árum og á eftir kom til mín íðilfögur kona og sagði: „Mikið eru ljóðin þín falleg, Helgi. Þú verður bara að gefa þau út.“ Ég svaraði: „Nei, það geri ég ekki, en það getur vel verið að ég leyfi það að mér látnum.“ Þá segir sagan að konan hafi sagt: „Já, endilega og því fyrr því betra.“


Bestu plötur ársins 2010 - 2. hluti

  Í gær birti ég áramótauppgjör blaðamanna og gagnrýnenda bandaríska poppblaðsins Rolling Stone yfir bestu plötur ársins 2010.  Með fylgdi hver staða sömu platna er í áramótauppgjöri bandaríska poppblaðsins Spin og bandaríska vefmiðilsins amazon.com.  Jafnframt fylgdi með sýnishorn (lag/myndband) af því sem er að finna á þeim plötum sem skora hæst. 

  Meðalaldur blaðamanna Spin er lægri en blaðamanna Rolling Stone.  Hugsanlega er það að hluta ástæða fyrir því að Spin gefur jaðarmúsík og minna poppaðri músík meiri gaum.  Sumar plötur á listanum hjá Spin er ekki að finna á listanum hjá Rolling Stone.  Þess vegna er upplagt að birta hér lista yfir plöturnar í 10 efstu sætunum hjá Spin.  Í næstu sætum þar á eftir eru margar plötur sem við þekkjum lítið til hér á Íslandi og ég er ekkert að flækja málin með því hafa þær með.  Hinsvegar má sjá í síðustu færslu hvar á listanum hjá Spin þær helstu lentu.  Þar má einnig heyra sýnishorn af þeim plötum sem ekki fylgja með sýnishorn hér. 

  Þannig er listinn hjá Spin (í fremri sviganum (rauða) er staða sömu plötu á lista Rolling Stone og í seinni sviganum staðan á lista amazon.com):

  

1

KANYE WEST

MY BEAUTIFUL DARK TWISTED FANTASY  (1)  (5)
.

DEERHUNTER

HALCYON DIGEST  (-)  (15)
.

ARCADE FIRE

THE SUBURBS  (4) (4)

LCD SOUNDSYSTEM

THIS IS HAPPENING  (10)  (6)

JAMEY JOHNSON

THE GUITAR SONG  (5) (12)
.

JANELLE MONAE

THE ARCHANDROID  (-)  (-)
Djöfull er hún leiðinleg,  þessi Janelle.  En Grinderman er dúndur.

GRINDERMAN

GRINDERMAN 2  (-)  (22)
.

M.I.A.

MAYA  (19)  (-)
Þetta lag er reyndar ekki á plötunni  Maya.  Það er úr myndinni Slumdog Millionaire.  Byggt á frábæru lagi The Clash,  Straight to Hell.  Í færslunni fyrir neðan er lagið  Born Free af plötunni  Maya.  Það lag ber þess merki að M.I.A.  hafi heyrt lag Bjarkar  Declare Independance.  M.I.A. er Tamili frá Sri Lanka.  Það er eins og ég hafi óljósan grun eða finnist ég hafa heyrt í fréttum að Tamilar séu áhugasamir um sjálfstæði,  ja,  ég veit ekki sjálfstæði frá hverju.  Ef minn grunur er réttur þá rennir það enn fremur stoðum undir að M.I.A. hafi hlustað á umrætt lag Bjarkar.  Þar fyrir utan man ég ekki betur en M.I.A. hafi túrað með Björk bæði um Bandaríkin og Evrópu. 
  Lagið  Planet Plane  í myndbandinu hér fyrir ofan hefur rakað að sér verðlaunum,  svo sem Grammy og öðrum sem ég kann ekki að nefna. 
  Hér er lagið með The Clash:  

KID CUDI

MAN ON THE MOON II: THE LEGEND OF MR. RAGER  (-)  (18)
.
10 

ROBYN

BODY TALK PT. 1   (14)  (-)

Bestu plötur ársins 2010

  Bandaríska poppmúsíkblaðið Rolling Stone hefur birt lista yfir bestu plötur ársins 2010.  Rolling Stone er söluhæsta músíkblað heims.  Það selst í næstum tveimur milljónum eintaka.  Eðlilega ber listinn þess nokkur merki að blaðamenn og plötugagnrýnendur Rolling Stone eru bandarískir.  Blaðið er jafnframt dálítið íhaldssamt og sinnir aðallega þekktum poppstjörnum fremur en jaðarmúsík og  þungarokki.  Gaman væri að hlera viðhorf ykkar til listans.  Ég er svona rétt la, la sáttur.  Þannig lagað.  Ég er meira fyrir pönk. 

  Svona lítur listinn út (í bláum sviga er staða sömu plötu í áramótauppgjöri helsta keppinautar Rolling Stone,  bandaríska poppmúsíkblaðsins Spin.  Í svörtum sviga þar fyrir aftan er staða plötunnar í uppgjöri bandaríska vefmiðilsins amazon.com): 

1.    Kanye West
My Beautiful Dark Twisted Fantasy  (1) (5)

2.    The Black Keys
Brothers  (30) (2)

3.    Elton John and Leon Russell
The Union  (-) (-)

4.    Arcade Fire
The Suburbs  (3) (4)

5.    Jamey Johnson
The Guitar Song  (5) (12)

6.    Vampire Weekend
Contra  (11) (10)

7.    Drake
Thank Me Later  (16) (-)

8.    Robert Plant
Band of Joy  (35) (-)

9.    Eminem
Recovery  (38) (-)

10.    LCD Soundsystem
This Is Happening  (4) (6)

11. The Dead Weather, Sea of Cowards  (-) (-)

12. John Mellencamp, No Better Than This  (-) (-)
13. Taylor Swift, Speak Now  (-) (-)
14. Robyn, Body Talk  (10) (19)

15. The National, High Violet  (26) (8)
16. Kid Rock, Born Free  (-) (-)
17. Beach House, Teen Dream  (17) (3)
18. Kings of Leon, Come Around Sundown  (-) (-)

19. M.I.A., Maya  (8) (-)
20. Neil Young, Le Noise  (28) (-)


1001 gamansaga - sýnishorn

1001 gamansaga

  Í síðustu viku birti ég á þessum vettvangi útdrátt úr bókinni  1001 gamansaga  eftir Helga Seljan.  Það féll í góðan jarðveg.  Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða með að birta hér annan skammt úr bókinni.  Ef smellt er á slóðina  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1121929/  má sjá fyrri færsluna og frekari upplýsingar um bókina. 

-------------------------------------------

  .Einu sinni var ég spurður af dóttursyni mínum hvort ég vissi hver væri munur á fjallabíl og hesti, en því gat ég ekki svarað. „Jú, fjallabíllinn er með farsíma en hesturinn með fax.“

  .Ég er þekktur að því að geta ekki sagt nei þegar ég er beðinn einhvers. Hönnu eiginkonu minni blöskrar eðlilega og einu sinni á hún að hafa sagt: „Það er gagn að þú ert ekki kvenmaður að geta ekki neitað neinum um neitt.“

  .Eitt sinn kom ég út á Eskifjörð og í kaffiboði þar sagði Regína Thorarensen við mig: „Mikið þykir mér vænt um þessar minningargreinar sem þú skrifar um Reyðfirðinga, annars vissi maður bara ekkert hver væri dauður þar.“

  .Vinkona mín bað mig eitt sinn að skrifa nokkrar gamansögur. Ég tók vel í það og sagðist skyldu vera með nokkrar góðar. Þegar hún var að ganga út sagði hún: „Helgi minn, viltu hafa gott bil á milli þeirra svo ég sjái hvar hver endar.“

  .Eitt sinn kom ég niður í þing eftir að ég hætti þar til að hitta Karvel Pálmason. Þá gengur Ragnar Arnalds fram hjá okkur og segir: „Já, á nú að fara að æfa – á nú að fara að syngja?“ Ég svara: „Jú, jú, nú vantar okkur bara það að þú semjir söngleik fyrir okkur.“ Þá ansaði Ragnar: „Já, og á hann altso að heita Bakkabræður?“


Prestur dæmdur fyrir barnaníð

jesú-kirkja

  Enn einn presturinn.  Enn eitt fórnarlambið.  Enn eitt barnaníðið.  Ætlar þetta engan endi að taka?  Þetta er ekki bundið við kaþólsku kirkjuna - þó dæmin þaðan séu farin að skipta hundruðum.  Né heldur er þetta bundið við Ólaf Skúlason,  Gunnar Björnsson,  Guðmund í Byrginu,  Ágúst Magnússon eða Gunnar í Krossinum. 

  Nú eru Færeyingar felmtri slegnir.  Ekki er langt síðan að upp komst að þingmaðurinn og forstöðumaður trúfélags,  Jenis av Rana,  beitti þöggun í barnaníðsmáli innan trúfélagsins.  Færeyska dagblaðið Dimmalætting (dimmu léttir = árblik) hefur grafið upp að prestur í Norður-Hálogalandi í Noregi var í vor ákærður og sektaður fyrir barnaníð gagnvart dóttir sinni.  Presturinn er færeyskur.  Hann var áður prestur í Klaksvík í Færeyjum. 

  Presturinn var sektaður um 10.000 norskar krónur (um 200 þúsund íslenskar krónur).  Ástæðan fyrir því að málið barst til Færeyja er sú að presturinn hefur ekki staðið skil á sektinni heldur farið í felur.  Það er talið að hann sé jafnvel í felum í Færeyjum.

  Meðal gagna í málinu eru sms (síma-smá-skilaboð) og tölvupóstur.  Presturinn er fjögurra barna faðir.  Það var upplýst og sannað að hann beitti börn sín ofbeldi.  Þar á meðal dóttir undir 16 ára aldri kynferðislegu áreiti. 


Tvífarar?

tvífarar

  Ég fékk þetta sent.  Og hló.  Tvíburar?  Jú,  það er svipur.  En ekki sömu gleraugu.


Stílistar rokksins

  Skoska mánaðarritið Clash hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem eitt af helstu rokkblöðum heims.  Þetta er vinsælt blað og vandað að virðingu sinni.  Í nýjasta hefti blaðisins er birtur listi yfir helstu stíllista rokksins hvað klæðaburð varðar.  Eflaust má deila um þennan lista.  Ég geri athugasemd við að skautað sé framhjá að Elvis Prestley innleiddi í rokkið leðurklæðnað mótorhjólatöffarans Marlons Brandons.  En þannig er listinn hjá Clash:

keithrichards

1   Keith Richards.  Þessi gítarleikari The Rolling Stones hefur aldrei sett nafn sitt við neina merkjavöru.  Samt sem áður hefur klæðaburður hans orðið fyrirmynd kvikmyndaleikara og rokkstjarna.  Hvað heitir aftur kvikmyndaserían um sjóræningja sem Johnny Depp er frægur fyrir?  Í upphafi ferils tileinkaði Patti Smith sér klæðaburð Keiths.

  Keith hefur aldrei verið fyrir hálsbindi.  Hinsvegar sækir hann í að hengja um hálsinn allskonar glingur.  Lengst af var það til að smygla dópi í glingrinu á milli landa.  Síðar varð þetta ávani.  Á gamals aldri er Keith farinn að hengja jólaskraut og fleira í hárið á sér.

keith--r

paul-simononpaulsimonon

Paul Simonon.  Bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Clash.  Hann var ekki valinn í hljómsveitina út af hæfileikum heldur vegna þess að hann var flottur.  Hann varð reyndar síðar mega flottur bassaleikari.  En hann var valinn í The Clash út af töffaralegu útliti.  Á meðan aðrir pönkarar söfnuðu hanakambi og eða lituðu hár sitt rautt og grænt klæddist Paul iðulega gamaldags jakkafötum og bar hatt.  Hljómsveitin Egó tók Paul til fyrirmyndar á sinni fyrstu plötu,  Breyttir tímar.

breyttir tímar

debbieharry-debbieharry

3.  Debbie Harry.  Söngkona Blondie. 

David+Bowiedavid-bowie-style

David Bowie

madonna_madonna--

5  Madonna


Bestu lög Bítlanna

  Í síðustu færslu birti ég lista yfir vinsælustu lög Bítlanna.  Sá listi sýndi þau lög Bítlanna sem flestir keyptu á iTunes í vikunni.  Nú er bandaríska poppblaðið Rolling Stone að senda frá sér sérblað yfir 100 bestu lög Bítlanna.  Ég veit ekki hvernig sá listi er unninn.  Hvort þar liggur að baki álit ritstjórnar Rolling Stone eða hvort sá listi er unninn í samvinnu við þekktustu lagahöfunda rokksins. 

  Rolling Stone er söluhæsta poppblað heims.  Selst í um 2 milljónum eintaka og er prentað á þýsku og frönsku og kannski fleiri tungumálum.  Þetta er virt tímarit,  vandað að virðingu sinni og alveg ástæða til að líta á það sem marktækt.  Til gamans má geta að blaðamenn Rolling Stone hafa á síðustu árum fylgst náið með íslenskri músík.  Þeir sækja Iceland Airwaves og fleiri íslenska músíkviðburði.

  Á netsíðu RS hefur verið gefinn upp listi yfir þau lög Bítlanna sem raðast í 10 efstu sæti yfir bestu lög Bítlanna.  Hann lítur þannig út:

 

1   A Day in the Life
2   I Want to Hold Your Hand
3   Strawberry Fields Forever
4   Yesterday
5   In My Life
6   Something
7   Hey Jude
8   Let It Be
9   Come Together
10  While My Guitar Gently Weeps
.

Vinsælustu lög Bítlanna

  Á þriðjudaginn voru öll lög bresku Bítlanna,  The Beatles,  sett á iTunes.  Ég veit ekki hvað þetta iTunes er.  En svo virðist vera sem fólk með aðgang að tölvu og nettengingu geti sótt sér lög í gegnum þetta iTunes.  Sennilega þarf að borga eitthvað fyrir lögin.  Hvernig svo sem það allt saman er þá er gaman að skoða lista yfir hvaða lög Bítlanna njóta mestra vinsælda á iTunes.  Sá listi er dálítið gallaður.  Sum lög eru á fleiri en einum stað á listanum.  Ástæðan fyrir því er sú að þau lög er að finna á fleiri en einni plötu.  Hvert og eitt sæti fyrir sig gefur upp viðkomandi lag af aðeins einni plötu.

  Þannig er listinn:     

1   Hey Jude
2   Twist and Shout
3   Let It Be
4   Here Comes the Sun
5   Twist and Shout
6   Blackbird
7   In My Life
8   I Saw Her Standing There
9   Come Together
10  A Day In The Life
11  Hey Jude
12  Help!
13  Eleanor Rigby
14  I Am the Walrus
15  Let It Be
16  Lucy in the Sky With Diamonds
17  A Hard Day´s Night
18  Yesterday
19  Hey Bulldog
20  While My Guitar Gently Weeps
21  Yesterday
22  You´ve Got to Hide Your Love Away
23  Strawberry Fields Forever
24  Strawberry Fields Forever
25  With a Little Help From My Friends
26  In My Life
27  Norwegian Wood
28  Penny Lane
29  Sgt Pepper´s Lonely Hearts Club Band
30  The Long and Winding Road
.
  Allar stóru plötur Bítlanna (17 talsins með safnplötum) fóru með það sama inn á "Topp 50" á iTunes.  Þar af 3 inn á "Topp 10":  Abbey Road,  "Hvíta albúmið"  og  Sgt.  Pepper´s...  Til viðbótar er heildarsafn Bítlaplatna,  The Beatles Box Set,  inni á "Topp 10" Þeir eru vinsælir þessir guttar.

Skemmtilegur samkvæmisleikur

  Fréttablaðið og Morgunblaðið eru bæði með skemmtilegan dálk sem fylgir birtingu þeirra á dagskrá helstu sjónvarpsstöðva.  Blaðamenn þessara dagblaða skrifa létta umsögn um sjónvarpsdagskrána.  Úr þessu má gera sér léttan samkvæmisleik.  Hann felst í því að við lestur dagblaðanna setur lesandinn fingur yfir höfund pistilsins.  Veit þannig ekki hver er höfundur pistilsins.  Leikurinn gengur út á það að giska á hvort kona eða karl skrifar pistilinn.  Svo skemmtilega vill til að nánast undantekningarlaust er hægt að átta sig á hvort karl eða kona skrifar pistilinn. 

  Ef vísað er til klæðaburðar einhvers í sjónvarpsþætti eða eitthvað er nefnt sem tengist sápuóperum er næsta víst að kona er höfundur pistilsins.  Ef hinsvegar fótbolti er nefndur eða eitthvað um pólitík er höfundurinn karl.

  Prófið þennan leik.  Í 99,9% tilfella er ágiskunin rétt um hvort karl eða kona er höfundur pistilsins.  Það skemmtilega við þennan leik er að hægt er að afgreiða hann án aðstoðar utanaðkomandi.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband