Fćrsluflokkur: Fjölmiđlar
17.1.2011 | 19:45
Kvikmyndarumsögn
- Titill: Little Fockers
- Flokkur: Gamanmynd
- Leikarar: Ben Stiller, Robert De Niro, Barbra Streisand, Dustin Hoffman, Owen Wilson...
- Einkunn: ** (af 5)
Ţetta er ţriđja myndin í myndaflokknum um hinn seinheppna Greg Focker (Ben Stiller) og brösuleg samskipti hans viđ tengdaföđurinn (Robert De Niro). Fyrsta myndin, Meet the Parents, var og er alveg ágćt sem léttvćg skemmtun. Ađra myndina, Meet the Fockers, hef ég ekki séđ svo ég muni.
Söguţráđurinn í Little Fockers gengur út á ađ börn Gregs og konu hans (Teri Polo), tvíburar, eiga 5 ára afmćli. Amman og afinn í báđar ćttir mćta í afmćliđ. Gríniđ gengur ađ mestu út á ađ Greg leggur sig í líma viđ ađ standa sig í augum tengdaföđurins. Sá er hinsvegar fullur efasemda um Greg. Grunar hann međal annars um framhjáhald.
Eins og algengt er međ farsa úir og grúir framvindan af pukri og misskilningi á misskilning ofan. Vandamáliđ er ađ brandararnir eru lúnir, margţvćldir og fyrirsjáanlegir. Ég hló ekki ađ einum einasta brandara. En brosti ađ tvisvar eđa ţrisvar. Samt sat ég í kvikmyndasal í New York ţar sem ekkert lát varđ á smitandi hláturgusunum. Kaninn kunni vel ađ meta aulahúmorinn.
Stórleikarastóđiđ í myndinni tekur niđur fyrir sig međ ţátttöku í ţessari mynd. Ţađ er reyndar í erfiđri stöđu. Eftir góđar viđtökur fyrstu myndarinnar var hópurinn eiginlega nauđabeygđur til ađ halda áfram í framhaldsmyndunum. Annađ hvort allir eđa enginn.
Robert De Niro er ósannfćrandi. Ben Stiller stendur sig betur. Eini leikarinn sem "geislar" er Owen Wilson.
Ţví miđur get ég ekki mćlt međ Little Fockers. Ég mćli frekar međ ţví ađ fólk leigi sér Meet the Parents. Ađ minnsta kosti til ađ byrja međ.
Gaman vćri ađ heyra frá einhverjum sem hefur séđ miđmyndina.
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2011 | 16:37
10 verstu kvikmyndir ársins 2010
Fjölmiđlar láta sér ekki allir nćgja ađ birta lista yfir besta hitt og ţetta sem kom fram á árinu 2010. Söluhćsta poppmúsíkblađ heims, hiđ bandaríska Rolling Stone, birtir í janúar-heftinu lista yfir 10 verstu kvikmyndir ársins 2010. Ţar kennir margra grasa. Ţó ég sćki töluvert í kvikmyndahús er ég svo lánssamur ađ hafa ekki ratađ inn á neina af ţessum myndum. Svona er listinn:
1 The Tourist
2 2. Burlesque
3 Eat Pray Love
4 Sex and the City 2
5 The Twilight Saga Eclipse
6 Jonah Hex
7 Knight and Day
8 The Last Airbender
9 Grown Ups
10 Clash of the Titans
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
15.1.2011 | 21:24
Íslensk plata í toppsćti í áramótauppgjöri bandarísks poppblađs
Í New York eru blađavagnar út um allar gangstéttir. Ţeir eru eins og stórir pylsuvagnar. Nema hvađ framhliđin er hlađin dagblöđum og tímaritum. Einnig eru drykkir og nammi seld í ţessum vögnum. Ţađ er líka allt morandi í innisjoppum međ ennţá meira úrvali af dagblöđum og tímaritum, sem og einhverju nammi og drykkjum.
Ţađ merkilega viđ ţessa sölustađi er ađ yfirleitt er ţar ađeins eitt bandarískt poppmúsíkblađ til sölu, Rolling Stone. Hinsvegar er fjöldi breskra poppmúsíkblađa í bođi á ţessum stöđum. Til ađ mynda Uncut, Mojo, Classic Rock, NME, Clash, Record Collector, Q og svo framvegis. Ég átta mig ekki á ţví hvers vegna svona gott úrval af breskum poppmúsíkblöđum er ađ finna ţarna en einungis eitt bandarískt.
Í Bandaríkjunum er gefinn út aragrúi af poppmúsíkblöđum. Ţau er aftur á móti ađeins ađ finna í allra stćrstu bókabúđum. Eitt slíkt heitir Under the Radar. Í nýjasta hefti ţessa tímarits er ađ finna ýmsa skemmtilega áramótalista. Međal annars yfir bestu plötur ársins 2010. Viđ hliđ leiđara blađsins er birtur listi hvers yfirmanns blađsins fyrir sig yfir bestu plöturnar. Aftar er í blađinu er síđan sameiginlegur listi reiknađur út frá listum 22ja blađamanna blađsins.
Til gamans birti ég hér lista Lauru Studarus, ađstođarritstjóra Under the Radar:
1 Jónsi: Go
2 Sufjan Stevens: The Age of Asz
3 Club 8: The People´s Record
4 Beach House: Teen Dream
5 Arcade Fire: The Suburbs
6 Local Natives: Gorilla Manor
7 Delphic: Acolyte
8 Mark Ronson & The Business Intl.: Record Collection
9 Charlotte Gainsbourg: IRM
10 Sharon Jones & The Dab Kings: I Learned the Hard Way
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
14.1.2011 | 01:20
Íslendingur á forsíđu útlends stórblađs
.Ţađ er eitthvađ "spes" viđ ađ sjá plötur međ íslenskum flytjendum í útlendum plötubúđum og ađ rekast á forsíđufréttir af Íslendingum í útlendum stórblöđum. Ég veit ekki hvađ veldur ţessum viđbrögđum. Kannski hefur ţađ eitthvađ međ ţjóđrembing ađ gera. Hvađ sem ţađ annars er ţá var gaman ađ spranga um götur New York borgar í vikunni og sjá í öllum blađaverslunum forsíđufrétt í sunnudagsblađi The New York Times af íslensku ţingkonunni Birgittu Jónsdóttur. The New York Times er ađal dagblađiđ ţarna úti.
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
3.1.2011 | 23:33
Hvenćr er ađ marka manninn?
Mér var bent á bráđskemmtilega mótsögn í ummćlum Hermanns Guđmundssonar, forstjóra Neins, í sitthvoru viđtalinu í Fréttablađinu og Fréttatímanum í árslok. Í ţessum viđtölum er mađurinn algjörlega ósammála sjálfum sér. Eđa eins og Brúskur, fyrrum forseti Bandaríkjanna, orđađi ţađ á sínum tíma: "Ég hef ákveđnar skođanir á mörgum málum en er ekki endilega sammála ţeim öllum."
Í Fréttablađinu er haft eftir Hermanni ađ "floppiđ" á sölunni á bókum ţeirra Jónínu Benediktsdóttur og Björgvins G. - miđađ viđ áćtlanir - skipti fyrirtćkiđ engu máli. Fyrirtćkiđ situr uppi međ 10.000 óseld eintök en fjárhagslegt tjón sé ekkert. Bókaútgáfan sé svo smár hluti af veltu Neins ađ ţetta sé ekkert vandamál. "Ţetta er álíka hlutfall og er stoliđ af bensíni hjá okkur á hverju ári," útskýrir Hermann orđrétt til ađ setja hlutina í samhengi svo allir geti séđ ađ ţetta er hvorki stórt né lítiđ vandamál. Ţetta sé einfaldlega ekki vandamál.
Í Fréttatímanum rćđir Hermann um bensínţjófnađ. Ţađ er ţungt í honum hljóđiđ. Tjón fyrirtćkisins vegna bensínţjófnađar sé fyrirtćkinu ţungur baggi. Í fyrra hafi bensínţjófnađurinn numiđ heilum 25 milljónum króna. Ţađ eru engir smáaurar. "Ţetta er STÓRT vandamál hjá okkur," fullyrđir Hermann alveg miđur sín, niđurbrotinn og hágrátandi yfir ţessu risastóra tjóni. Allur lager Neins af grátklútum nćr ekki ađ ţerra tárin og hugga hann.
Fjölmiđlar | Breytt 5.1.2011 kl. 01:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
21.12.2010 | 01:24
Bestu plötur ársins 2010 - Ólöf Arnalds búin ađ stimpla sig inn
Hér fyrir neđan er listi breska poppblađsins Uncut yfir bestu plötur ársins 2010. Ég mun síđar (kannski á morgun?) setja hér inn stöđu sömu platna annarra fjölmiđla. Ţessu nýjasta tölublađi Uncut fylgir diskur međ 15 lögum af bestu plötum ársinsn 2010. Ţar á međal er lag af plötu Ólafar Arnalds, "Innundir skinni".
Nýjustu fréttir eru af ţví ađ Nick Cave hafi valiđ Ólöfu Arnalds til ađ spila međ Grinderman í Ástralíu. Ólöf er klárlega komin á kortiđ.
Svona er listinn hjá Uncut:
Fjölmiđlar | Breytt 22.12.2010 kl. 05:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2010 | 21:38
Eigulegur mynddiskur
Titill: Herbert Guđmundsson í Íslensku óperunni
Undirtitill: Ný spor á íslenskri tungu - "Svarađu"
Flytjendur: Herbert Guđmundsson og 14 manna sveit hljóđfćraleikara og bakraddasöngvara
Útgefandi og framleiđandi: HG hljómplötur
Einkunn: ****1/2 (af 5)
Ţađ er fengur ađ ţessum nýja mynddiski međ Herberti Guđmundssyni. Diskurinn er vel heppnađur í nánast alla stađi. Ţarna er bođiđ upp á 14 lög frá hljómleikum Herberts í Íslensku óperunni ásamt sérunnum myndböndum viđ 5 vinsćlustu lög hans.
Hljómleikalögin eru flest af plötunni Ný spor á íslenskri tungu. Einnig eru ofursmellirnir Can´t Walk Away og Hollywood fluttir í mögnuđum hátíđarútsetningum. Fyrrnefnda lagiđ er flutt í ljúfum einsöngsstíl viđ píanóundirleik Ţóris Úlfarssonar. Lagiđ stendur sterkt í ţessum látlausa búningi. Stundum hafa heyrst ţćr raddir ađ ástćđan fyrir ţví ađ Can´t Walk Away hefur lifađ betur og lengur öllum öđrum "80´s" lögum sé sú ađ ţrátt fyrir "80´s" hljóđheim lagsins hafi útsetning lagsins jafnframt hitt á einhvern töfrandi sí-nútímalegan tónblć. Flutningurinn á hljómleikunum í Íslensku óperunni tekur af allan vafa um ađ laglínan er svo flott ađ hún spjarar sig ekkert síđur í einföldustu útfrćslu.
Hollywood er sömuleiđis glćsilegt lag viđ undirleik strengjasveitar og fallegra bakradda.
Önnur lög frá hljómleikunum eru flest fallegar ballöđur. Sumar falla undir ţađ sem kallast kraft-ballöđur (power ballads = ţegar herđir á og rafmagnađir gítarhljómar ágerast í viđlagi og / eđa er líđur á lagiđ). Í sumum lögum örlar á soul- og vćgum gospel-keim.
Ţeir sem ţekkja tónlist Herberts ađeins af vinsćlustu lögunum í útvarpi vita ekki ađ Hebbi er rokkari inn viđ bein. Á sínum tíma var hann ţekktur fyrir ađ vera sá íslenskur söngvari sem átti auđveldast međ ađ syngja eins og Robert Plant (Led Zeppelin). Röddin er há og björt og hann á auđvelt međ ađ gefa í, líka á hćstu tónum. Ţarna eru einnig hressileg rokklög. Ţađ er ekki á allra vitorđi ađ á sínum tíma spiluđu Utangarđsmenn međ honum inn á plötu í nokkrum lögum. Í rólegri lögum er stundum nettur Lennon í röddinni. Nćst ţegar blásiđ er til Lennon-hljómleika mćtti hafa í huga ađ enginn syngur Imagine Lennon-legra en Hebbi.
Herbert er góđur lagahöfundur, afbragđs söngvari og líflegur á sviđi. Í hljómsveitinni á hljómleikunum í Íslensku óperunni er einvalaliđ hljóđfćraleikara og bakraddasöngvara. Hebbi kynnir Jóhann Ásmundsson sem besta bassaleikara landsins og Ingólf Sigurđsson sem besta trommuleikara landsins. Ég bćti viđ ađ ţarna eru einnig tveir af bestu gítarleikurum landsins: Tryggvi Hübbner og Jón Elvar. Allir fara hljóđfćraleikararnir á kostum: Trana sér hvergi međ stćlum heldur afgreiđa sitt hlutverk af smekkvísi, gefa af sér og spila af innlifun án session-yfirbragđs. Enda hafa sumir ţeirra spilađ lengi međ Hebba. Bćđi í hljómsveitum og inn á sólóplötur.
Upptaka á hljómleikunum er góđ. "Sándiđ" er tćrt en ţétt.
Auk hljómleikalaganna eru á mynddisknum sérunnin vönduđ myndbönd viđ 5 lög frá 1985 (Can´t Walk Away) til 2010 (Time). Allt eđal "stöff" sem ţegar er klassík. Ţađ er gaman ađ bera saman hljómleikaupptökurnar og myndböndin viđ Can´t Walk Away og Hollywood. Útsetningarnar eruskemmtilega ólíkar.
Herbert Guđmundsson í Íslensku óperunni er mynddiskur sem allir ađdáendur Hebba verđa ađ gefa sjálfum sér í jólagjöf. Diskurinn er sömuleiđis jólagjöfin í ár handa vinum og vandamönnum. Ţađ er upplagt fyrir fyrirtćki ađ gleđja viđskiptavini sína (innan og utan lands) og starfsfólk međ honum í jólapakkann.
Fjölmiđlar | Breytt 20.12.2010 kl. 23:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
16.12.2010 | 00:49
Bestu plötur ársins 2010 - IV. hluti
Síđustu dagana hef ég birt hér nokkra bandaríska lista yfir bestu plötur ársins 2010. Ţeir eru úr poppmúsíktímaritunum Rolling Stone og Spin, svo og netsíđunni amazon.com. Ţá lista má sjá hér örlítiđ neđar á bloggsíđunni. Nú er röđin komin ađ einum breskum lista. Ţađ er áramótalisti ritstjórnar BBC. Ţar á bć hafa menn tekiđ saman marga lista yfir bestu plötur hinna ýmsu músíkflokka: Klassíska músík, djass, ţjóđlagamúsík og svo framvegis. Ţessi listi hér er í flokknum "indie og rokk". En ćtti kannski ađ vera undir flokki sem héti "rapp og rokk". Innan sviga er stađa sömu plötu á bandarísku listunum. Fremsti sviginn sýnir stöđu plötunnar á lista Rolling Stone. Sá nćsti er stađan hjá Spin. Sá aftasti er stađan hjá amazon.com.
Deftones - Diamond Eyes (-) (-) (-)
The Roots - How I Got Over
Big Boi - Sir Lucious Left Foot: The Son of Chico Dusty (21) (-) (-)
Kanye West - My Beautiful Dark Twisted Fantasy
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2010 | 00:33
1001 gamansaga - IV. hluti
Ég hef veriđ ađ birta á ţessum vettvangi útdrátt úr heldur betur skemmtilegri nýútkominni bók Helga Seljan, 1001 gamansaga. Ţćr 15 sögur sem ég hef ţegar birt má finna međ ţví ađ "skrolla" niđur ţessa bloggsíđu. Ţađ má einnig smella á fyrirsagnir á listanum hér til vinstri á síđunni. Í leiđinni vćri gaman ef ţiđ takiđ ţátt í skođanakönnun um bestu plötur Megasar. Sú skođanakönnun er einnig hér til vinstri á síđunni. Ég ćtla ađ loka ţeirri könnun fljótlega og birta niđurstöđuna.
Hér koma fleiri sýnishorn úr bókinni góđu, 1001 gamansaga:
.Karl Jónatansson hringdi eitt sinn í mig og sagđi ţá m.a. Ég hefi lengi veriđ ađ hugsa til ţín, en ég hefi veriđ svo ómögulegur ađ ţađ hefur engin heilbrigđ hugsun komist ađ hjá mér.
.Einhverju sinni var sagt ađ ég hefđi veriđ ađ halda rćđu gegn áfengum bjór og sagt ţá: Ég er algjörlega á móti bjór og hefi aldrei bragđađ hann og svo finnst mér hann vondur.Árni frćndi minn Helgason kenndur viđ Stykkishólm var afar lágvaxinn, en orđheppinn međ afbrigđum. Hann kom einu sinni í skóla einn á Akranesi ţar sem Ólafur Haukur vinur hans var viđ skólastjórn. Ólafur Haukur dreif Árna međ sér inn í einn bekkinn ţar sem voru ansi hávaxnir unglingar og ţegar ţeir koma inn í skólastofuna standa allir nemendurnir upp. Árna blöskrađi hćđ ţeirra og segir viđ Ólaf Hauk: Heyrđu, ekki vorum viđ svona stórir ţegar viđ vorum ungir?
Á fundaferđum mínum um kjördćmiđ gisti ég oft hjá góđu fólki. Einu sinni gisti ég hjá Önnu Maríu og Hrafni á Stöđvarfirđi. Um morguninn lagđi ég leiđ mína í salthúsiđ, en Anna María vann ţar. Ţegar ég er ađ koma inn úr dyrunum ţá heyri ég ađ ein konan segir: Jćja, Anna Maja, kemur nú Helgi Seljan, ţinn mađur. Ţá svarar Anna María hátt og snjallt: Eins og ég viti ţađ ekki, hann svaf hjá mér í nótt. Björn Grétar frćndi minn og fóstbróđir er afar rólegur í tíđinni. Hann var í mat hjá okkur Hönnu eins og svo oft og ég bauđ honum kaffi og međ ţví áđur en hann fćri á einhvern kristilegan fund, en segi svo viđ hann: Ţađ á nú auđvitađ ekki ađ vera ađ gefa ţér kaffibrauđ sem ert ađ fara beint í kaffi og krćsingar hjá kristilegum. Björn svarar međ stakri ró: Ţađ er ekki lengur neitt kaffi eđa krćsingar ţar. Nú, og hvađ kemur til? spyr ég. Ja, hann dó sá sem hellti upp á. Hvađ segirđu, en ţú svona mikill kaffimađur, af hverju hellir ţú ekki upp á? Björn međ sömu róseminni: Ég er ekki í stjórninni..Málfríđur mágkona mín bjó um tíma í Vogum á Vatnsleysuströnd. Keflavíkurvagninn gekk ţá á milli og međ honum fór hún oft. Einu sinni varđ hún heldur sein fyrir og sagđi sporléttum syni sínum ađ hlaupa upp á veg og biđja vagnstjórann ađ doka viđ eftir sér. Stráksi bađ vagnstjórann ađ bíđa ţví ţađ vćri gömul kona á leiđinni og vagnstjórinn beiđ og beiđ og beiđ. Seinast kallađi hann til stráksa og sagđist ekki bíđa lengur, hann sći ekkert til ţessarar gömlu konu. Ţá svarađi sonurinn: Mamma, hún er löngu komin. Gamla konan var ekki orđin fertug ţegar ţetta var.
Fjölmiđlar | Breytt 20.12.2010 kl. 23:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2010 | 22:48
Bestu plötur ársins 2010 - III hluti
Ég hef birt hér lista bandarísku poppmúsíkblađanna Rolling Stone og Spin (sjá örlítiđ fyrir neđar á bloggsíđunni) yfir bestu plötur ársins 2010. Nú er röđin komin ađ áramótauppgjöri bandarísku netsíđunnar amazon.com. Ţannig lítur ţađ út (innan fremri sviga er stađa sömu plötu hjá Spin og rauđi sviginn sýnir stöđuna á lista Rolling Stone):
1. The Gaslight Anthem: American Slang (36) (-)
Ţetta eru léttpoppađir pönkarar frá New York.
: |
3. Beach House: Teen Dream (17) (17) Ljúft bandarískt indie popp . 4. Arcade Fire: The Suburbs (3) (4) . 5. Kanye West: My Beautiful Dark Twisted Fantasy (1) (1) . 6. LCD Soundsystem: This Is Happening (4) (10) . 7. Free Energy: Stuck On Nothing (-) (-) . 8. The National: High Violet (26) (15) . 9. Band of Horses: Infinite Arms (-) (-) . 10. Vampire Weekend: Contra (11) (6) . 11. Bruce Springsteen: The Promise (-) (-) . 12. Jamey Johnson: The Guitar Song (5) (5) .
| . |
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)