Færsluflokkur: Fjölmiðlar
25.10.2010 | 00:04
Lagalistinn í kvöld
Hér er listi yfir þau lög sem spiluð voru í Sunnudagshugvekjunni á Nálinni fm 101,5 í kvöld. Þátturinn hefur aldrei gengið jafn algjörlega snurðulaust fyrir sig. Það veit á gott. Ég velti fyrir mér einum hlut varðandi þáttinn og þætti vænt um að heyra ykkar viðhorf: Undanfarnar vikur hef ég boðið upp á fastan lið sem kallast djass-klassíkin. Þar er um að ræða þekkta ljúfa perlu úr djasssögunni. Spurningin er sú hvort það sé of "þungt" að hafa þessa djass-klassík með. Fólk sem er óvant að hlusta á djass getur styggst við djassinn. Ég velti fyrir mér að leggja þennan lið af.
Þessi lög voru spiluð í kvöld:
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2010 | 18:05
Sunnudagshugvekjan í kvöld: Deep Purple, Uriah Heep, Motorhead...
Sunnudagshugvekjan svífur í loftið núna klukkan 19.00 á Nálinni fm 101,5 og verður á góðu flugi til klukkan 21.00. Í fyrri hluta þáttarins eru spiluð klassísk rokklög. Um miðbik þáttarins spretta föstu liðirnir óvænt fram: Djass-klassíkin, pönk-klassíkin, "skrýtna lagið" og reggí-perla dagsins. Í seinni hluta þáttarins ráða íslensk lög ríkjum ásamt heimspoppi.
Ýmis fróðleikur slæðist með. Þar á meðal notadrjúgt hagkvæmnisráð. Og ekki má gleyma óskalögunum. Þau verða með Bítlunum, Gary Moore og The Jam.
Tölvuvæddir njóta þeirra forréttinda að geta smellt á eftirfarandi hlekk til að hlusta: http://media.vortex.is/nalinfm
Fjölmiðlar | Breytt 25.10.2010 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2010 | 01:59
Besti þátturinn endurfluttur klukkan 11.00: The Long Ryders, Dylan, Gene Clarke...
Besti tónlistarþáttur í íslensku útvarpi, Fram og til baka og allt í kring, var á dagskrá Nálarinnar fm 101,5 síðasta fimmtudag á milli klukkan 19.00 og 21.00. Þessi glæsilegi þáttur verður endurfluttur í dag, laugardag, á milli klukkan 11.00 og 13.00. Í þættinum spilað Gunni "Byrds" (Gunni í Faco, Gunni í Japis...) bráðskemmtileg lög með frönsku hljómsveitinni Les Negrettes Vertes og ennþá skemmtilegri lög með bandarísku cow-pönk sveitinni frábæru The Long Ryders. Einnig spilaði hann lög með Cream, Eric Burdon, Doors, Dylan, Gene Clarke, Clarence White, Roger McGuinn og fleiri hetjum. Gestur Gunnars var Kormákur Bragason, söngvari hljómsveitarinnar Gæðablóðs. Eðlilega voru því nokkur lög með Gæðablóði spiluð líka.
Spjall þeirra Gunnars og Kormáks var allt hið áhugaverðasta, sem og kynningar Gunnars á lögunum sem spiluð voru í þættinum. Þar fljóta með margir góðir fróðleiksmolarnir. Missið ekki af endurflutningnum. Það er auðvelt að hlusta á netinu. Bara smella á þessa slóð: http://media.vortex.is/nalinfm .
Munið svo að greiða atkvæði í skoðanakönnunum hér til vinstri á síðunni.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2010 | 18:47
Sunnudagshugvekjan endurflutt: Faith No More, The Stranglers, Paul McCartney, sparnaðarráð, "skrýtna lagið"...
Sunnudagshugvekjan frá síðasta sunnudegi verður væntanlega endurflutt á Nálinni fm 101,5 núna á milli klukkan 19.00 og 21.00. Með því að smella á eftirfarandi hlekk er með auðveldum hætti hægt að sjá lagalista þáttarins: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1107321/ . Lagaröðin er kannski ekki alnákvæm. En samt að mestu leytu.
Upplagt er að hlusta á netinu. Það er gert með því að smella á þennan hlekk: http://media.vortex.is/nalinfm
18.10.2010 | 16:08
Judas Priest heillaðir af færeysku víkingarokki Týs
Það hefur lengi verið orðrómur á kreiki um að liðsmenn bresku þungarokkssveitarinnar Judas Priest séu aðdáendur færeysku víkingarokkaranna Týs. Nú hefur þetta verið staðfest í spjalli þýska rokkmálgagnsins In-Your-Face-Magazine við söngvara Judas Priest, Rob Halford. Aðspurður um hvað sé í mp3 spilaranum hans svarar Robbi því til að það sé skandinavísk víkinga-metal hljómsveit sem heiti Týr. Svo nefnir hann einnig nokkur önnur nöfn. Þar á meðal Iron Maiden.
Þetta má sjá - ef vel er að gáð - á: http://www.in-your-face.de/interviews/rob-halford-metal-kennt-keine-sozialen-barrieren
17.10.2010 | 23:33
Lagalisti Sunnudagshugvekjunnar í kvöld
Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni á Nálinni 101,5 var nokkuð hefðbundinn í kvöld. Þannig lagað. Og skemmtilegur um margt. Þátturinn verður endurfluttur á föstudaginn á milli klukkan 19.00 og 21.00. Ekki síst fyrir þá sem kunna vel að meta lagalistann, þiggja sparnaðarráð og fleira. Þannig var lagalistinn (röðin er ekki 100% nákvæm):
Fjölmiðlar | Breytt 24.10.2010 kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2010 | 17:34
Sunnudagshugvekjan í kvöld: 200, Maríus, Faith no More, Stranglers...
Sunnudagshugvekjan verður afgreidd á Nálinni fm 101,5 á milli klukkan 19.00 og 21.00 í kvöld. Aldrei þessu vant verður færeysk músík óvænt spiluð. Að minnsta kosti flottasta pönksveit heims, 200, og art-poppsveitin Marius. Kannski einhverjar fleiri færeyskar. Annars hefst þátturinn jafnan á klassísku rokki og endar á íslensku poppi í bland við heimspopp. Einhversstaðar þar á milli eru fastir liðir afgreiddir: Pönk-klassíkin, djass-klassíkin, reggí-perla dagsins og "skrýtna lagið". Iðulega flýtur sparnaðarráð með og eitthvað fleira fróðlegt. Jafnframt reyni ég að afgreiða einhver óskalög sem bíða spilunar.
Klassíska rokkið verður að þessu sinni m.a. sótt í smiðju Faith no More og Living Colour. Meira veit ég ekki á þessu stigi málsins.
Þeir sem kjósa að hlusta á netinu geta smellt á þennan hlekk: http://media.vortex.is/nalinfm
16.10.2010 | 08:45
Besti þátturinn endurfluttur í hádeginu
Besti þátturinn, Fram og til baka og allt í kring, frá fimmtudagskvöldinu verður endurfluttur á Nálinni fm 101,5 í hádeginu. Nánar tiltekið á milli klukkan 11.00 og 13.00. Umsjónarmaður þáttarins, Gunni "Byrds" (Gunni í Japis, Gunni í Faco...), tók vænan snúning á Bob Dylan í tilefni þess að Dylan á afmæli á næsta ári. Verður sjötugur. Einnig spilaði Gunnar nokkur lög með bandaríska gítarsnillingnum Clarence heitnum White (sjá myndband hér að ofan). Þau lög eru af svo fágætri plötu að einungis eru til 5 eintök af henni hérlendis. Einnig spilaði Gunnar eitthvað með Skip heitnum Battin, bassaleikara The Byrds.
Davíð Steingrímsson af Ob-La-Di bar kíkti í heimsókn. Þeir fóru yfir upphafsár Cliffs Richards sem breska Presleys. Þeir komu víðar við. Meðal annars spiluðu þeir lag Johns Lennons #9 Dream í ljómandi áhugaverðum flutningi bandarísku gítarhljómsveitarinnar R.E.M.
Missið ekki af endurflutningnum. Það er hægt að hlusta á netinu með því að smella á þennan hlekk: http://media.vortex.is/nalinfm
14.10.2010 | 01:35
Áríðandi skilaboð - þetta varðar ykkur öll!
Eftirfarandi pistill er skrifaður af Finnboga Marinóssyni, ljósmyndara, og birtur hér með hans leyfi. Þessi pistill á brýnt erindi til almennings og rík ástæða er til að vekja athygli á málinu og ná að kæfa bullið í Gunnari Guðmundssyni áður en þetta fer í algjört rugl.
Fréttablaðinu þann 5. október birtist frétt á blaðsíðu 2 undir fyrirsögninni Sala á tónlist dregst saman um helming. Sem áhugamaður og neytandi tónlistar vakti þessi fyrirsögn áhuga minn. Lestur greinarinnar setti mig hljóðan og í henni er alvarlegt mál einfaldað á svo ótrúlegan hátt að það má ekki hjá leggjast að svara.
Greinin byrjar á því að bera saman sölutölur á milli ára sem sýna glögglega að sala á tónlist hefur dregist saman. Þetta er staðreynd sem er ekki bundin víð Ísland. Svo er talað um að á því ágæta ári 2002 hafi 26% landsmanna verið ADSL tengdir en 2008 sé hlutfalliðkomið í 94%. Þá er vitnað í Gunnar Guðmundsson framkvæmdasjóra flytjanda og hjómplötuframleiðanda að ólöglegt niðurhal sé gríðarlegt vandamál. Hann segir: við sjáum það bara í sölutölum að það er erlend tónlist sem verður fyrir barðinu á ólögleglu niðurhali. Svo talar hann um að tónlistarfólk verði að fá greitt fyrir vinnu sína og það þurfi að fá umræðu í gang um þessi mál (er það kannski markmið fréttarinnar ?). Gunnar bætir ennfremur við að: Þetta háir öllum ungum tónlistarmönnum og allri þróun á tónlist og hann talar um að það þurfi að fá stjórnvöld að borðinu.
Þá er vitnað í Björn Sigurðsson framkvæmdastjóra Senu. Íslensk tónlist sækir í sig veðrið en ... erlend sala að falla gríðarlega mikið og ástæðan fyrir því er þjófnaður. Niðurlag fréttarinnar er svo Það er því miður þannig að nú eru heilu kynslóðirnar sem kunna ekki að nálgast tónlist nema hún sé ólögleg.
Vissulega er niðurhal vandamál. En að gera niðurhal eitt ábyrgt fyrir samdrætti á sölu á erlendi tónlist er fráleitt og að draga fram tölur um hlutfall þeirra sem voru og eru ADSL-tengdir er spaugilegt.
Samdráttur í sölu á erlendri tónlist er margþættur. Fyrst má nefna að Gæði tónlistinnar eru ekki þau sömu og þau voru og má það rekja til græðgi útgefenda sem eltast við skyndagróða frekar en að gefa tónlisarmönnum tíma til að þróast og finna sinn tón líkt og finna má dæmi um í poppsögunni. Þar má nefna Bruce Springsteen til sögunnar. Fyrstu 2 plöturnar voru ekki upp á marga fiska og það var ekki fyrr en á þriðju plötu sem hann springur út og blómstrar. Plötur hans hafa síðan haldið áfram að seljast löngu eftir að þær koma fyrst út. Þetta kallast á fagmáli að búa til back catalog en fæstir af þeim tónlistarmönnum sem hljómplötuútgefendur hafa verið að fóstra undanfarna tvo áratugi geta státað af því að hafa byggt upp back catalogsem er einhvers virði.
Í öðru lagi má nefna verð. Útgefendur hafa skotið sig í fótinn við háls að verðleggja tónlist úr öllum takti við þann kostnað sem hlýst af framleiðslu og þetta er búið að leggja þung lóð á þá vogarskál sem hefur fælt fólk frá því að kaupa tónlist. Þá hafa þeir sem flytja inn tónlist sýnt ótrúlega takta í verðlagingu. Ég man eftir því að hafa spurst fyrir um það hjáSenu hvers vegna plata sem var seld í útgáfulandinu sem mid price væri seld á verði tvöfaldrar plötu á Íslandi og svarið sem ég fékk var á þá veru að það væri verið að hífa upp álagninguna.
Það hefur ekki hjálpað sölu á erlendri tónlist að vöruúrval hennar hefur verið mjög takmarkað. Þegar neytandinn gengur inn í plötubúð og finnur ekki það sem hann leitar að gerist eitt af tvennu: Hann finnur vöruna annarstaðar, í netverslun, eða þá hleður henni niður ólöglega.
Í þriðja lagi skal nefna netverslun. Er hún með í þessum innfluttingstölum? Líklega ekki fyrst það er ekki minnst á hana í fréttinni. En ég þori að hengja mig upp á að hún hefur aukist a.m.k. til samræmis við fall í sölutölum hjá Senu. Það má líka í framhaldi af þessu spyrja hver sé hin raunverulegi innflytjandi á tónlist á Íslandi? Ég ætla að fullyrða að það sé ekki hljómplötuinnflytjendur eins og þeir kalla sig heldur almenningur. Fólk sem ekki reynir lengur að finna það sem það hefur áhuga á í Íslenskri plötubúð vegna þess að þar er því er ekki sinnt.
Ásamt lélegu vöruúrvali þá hefur það ekki hjálpað hljómplötusölu að boðið hefur verið upp á lélega þjónustu í Íslenskum plötubúðum og þeir sem hafa heimsótt plötubúiðir reglulega geta allir sagt sögur af illa upplýstu starfsfólki sem hefur átt það eitt sem haldreipi að finnist það ekki í tölvunni finnist það alls ekki. Svo ekki sé talað um flokkun, en í mörg ár fylgdist ég með ,,Stranglers(rokk)plötunni The ,,Gospel According to the Men in Black í Gospel rekkanum. Engin furða að sá sem leitaði að henni finndi hana ekki og ekki seldist hún þarna. Þrátt fyrir nokkar ábendingar fékk platan að sitja þarna óáreitt fyrir áhugasömu og vel upplýstu starfsfólki.
Það er búið að vera ákaflega niðurdrepandi að vera neytandi á erlenda tónlist á Íslandi undanfarna tvo áratugi. Þrátt fyrir að vera búinn að vera ADSL tengdur frá 2001 þá hefur undirritaður aldrei hlaðið niður tónlist. Hann hefur spilað tónlist sem var hlaðið niður ólöglega en í öllum tilfellum hefur óþvolinmæði ráðið för tónlistin var ekki komin til landsins á löglegu formi en spennan fyrir því að heyra var öllu öðru sterkara.
Þá veltir fréttin því upp að Íslensk tónlist seljist vel. Ég held reyndar að hún hafi aldrei selst eins vel enda er rekinn mikill áróður fyrir henni í fjölmiðlum með slagorðum á borð við fyrst og fremst í Íslenskri tónlist. Er hér ekki verið að stilla þeirri íslensku upp á móti þeirri erlendu, í stað þess að sjá þetta sem einn pott?
Það er rétt að tónlistarmenn þurfi að fá greitt fyrir sína vinnu rétt eins og allir aðrir. En mig langar til að benda á að á undaförnum árum hafa ungir tónlistarmenn í síauknum mæli komið fram á sjónarsviðið og sagt að núna sé ekkert mál að taka upp tónlist heima hjá sér og dreifa henni svo á netinu. Er þetta sami hópurinn og vill svo fá greitt fyrir sína vinnu eða eru til tveir eða fleiri hópar?
Í fjórða lagi má nefna umbúðir. Þær selja. Því eigulegri sem hljómdiskurinn er því líklegri er hann til þess að selja. Þetta hafa erlendu plötuútgáfunar áttið sig á og við erum hægt og rólega að sjá þá finna þolmörkin hjá kaupendum, en nýjasta endurútgáfan á David Bowie plötunni ,,Station to Station slær öll fyrri met. Þar er platan endurútgefin sem 3 LP plötur 4 geisladiskar og 2 DVD diskar ásamt ýmsu öðru dóti. Mér er ekki ljóst hvaða stefna ræður ríkjum hjá þeim sem flytja inn erlenda tónlist til Íslands en ég veit fyrir víst að þeir hafa ekkert gert til að benda á og kynna allar þær fjömörgu og flottu útgáfur sem hafa verið að koma út undanfarin ár og ég veit að ættu erindi til fólks sem hreinlega veit ekki af þeim.
Gunnar kallaði eftir aðkomu ríkisins í fréttinni . Í því sambandi langar mig til aðrifja upp herferð sem var í gangi um miðjan áttunda áratuginn - Home Taping Is Killing Music. Þessi herferð kallaði eftir því að fólk hætti að taka upp tónlist á kassettur (man einhver eftir þeim?) enda væri slíkt að kæfa smásölu. Þetta hafði þau áhrif hér að ríkið kom að borðinu með því að leggja skatt á kassettur, og í dag óskrifaða geisladiska, sem rennur hvert? Jú, til hljómplötuframleiðenda. Þegar við kaupum óskrifaðan geisladisk í dag sem við síðan notum til að setja ljósmyndirnar okkar á, borgum við skatt til hljómplötuframleiðenda! Hvers vegna? Er Gunnar að kalla eftir einhverju slíku?
Að lokum. Hvers vegna ætti niðurhal að koma frekar niður á tónlist en t.d. bíómyndum. Þegar myndbandið ruddi sér braut þá var því spáð að kvikmyndahús ættu skammt eftir ólifað. Hvað hefur gerst? Í dag er okkur seld sama bíómyndin 4 sinnum. Fyrst kemur hún í bíó svo á leiguna og svo til sölu á mynddisk og að lokum getum við keypt tölvuleikinn. Hljómplötuiðnaðurinn skaut sig líklega til ólífs þegar hann fór í vörn gegn sinni eigin sköpun; geisladisknum og stafrænum upplýsingum. Í stað þess að leyfa sölu á einstaka lagi og eða heilu plötunum í verslunum hefur markaðurinn gert það sem honum finnst auðveldara valið aðra leið.
P.s.
Gunnar og Birgir ættu kannski að kynna sér þetta umhverfi allt betur og til að hjálpa vil ég benda þeim á ágætan lestur á bókinni Last Shop Standing eftir Graham Jones.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
11.10.2010 | 01:05
Splundraði Yoko Bítlunum?
![]() |
Give Peace a Chance" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 12.10.2010 kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)