Færsluflokkur: Samgöngur

Ósvífin heimtufrekja

  Go_Ahead_Drink_And_Drive6

  Stjórnendur Flugfélags Íslands eru heldur betur farnir að færa sig upp á skaftið.  Heimtufrekjan og tilætlunarsemin eru að sprengja af sér alla ramma.  Í gær auglýstu þeir í Fréttablaðinu eftir bílstjóra í flugfraktina á Reykjavíkurflugvelli.  Bílstjórinn er sagður eiga að sjá um akstur með sendingar til og frá viðskiptavinum,  sendiferðir fyrir félagið og þess háttar.

  Um hæfniskröfur segir að bílpróf sé skilyrði.  Þetta skilyrði útilokar fjöldann allan af góðum bílstjórum frá möguleika á umsókn. 

  Hvað er í gangi?  Er verið að bæta ímynd félagsins út á við?  Eða er verið að hækka standarðinn?  Hvað næst?  Verður farið að krefjast þess að flugmenn félagsins séu með flugpróf?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband