Færsluflokkur: Samgöngur
17.11.2008 | 22:07
Lærið færeysku
Vegna opinberrar heimsóknar Jörgens Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, og eiginkonu hans til Íslands er ástæða fyrir Íslendinga til að þekkja til nokkurra orða og orðatiltækja sem hljóma öðruvísi í færeysk eyru en íslensk. Þó ekki sé nema til að forðast að gera hinum tignu gestum hvert við. Nokkur dæmi:
- Þegar Færeyingar heyra einhvern segja að hann ætli að fleygja sér eftir matinn þá halda þeir að viðkomandi ætli að dunda sér við sjálfsfróun.
- Þegar Færeyingar heyra talað um afganga þá halda þeir að verið sé að tala um sæði.
- Það skal forðast að tala um Mogga nálægt Færeyingum. Þeir halda að þá sé verið að tala um kynmök.
- Ef Færeyngar eru með í för til Vestmannaeyja er ástæðulaust að minnast á að til standi að spranga alla helgina í eyjunum. Færeyingar halda þá að til standi að afmeyja kvenfólk alla helgina, eða vikuskiptið eins og Færeyingar segja.
- Það er lítið af flugum í umferð núna. En ef Færeyingar heyra okkur tala um flugur halda þeir að við séum að tala um geisladiska.
- Sá sem heitir Örlygur ætti að kynna sig með öðru nafni fyrir Færeyingum. Annars halda Færeyingar að hann sé að kynna sig sem fávita.
Það er ágætt að vita hvað Færeyingar eru að meina þegar þeir nefna eftirfarandi:
- Ef þeir segja að einhver hafi misst vitið þá eiga þeir við að viðkomandi hafi rotast eða fallið í yfirlið.
- Þegar Færeyingar tala um bert starfsfólk þá meina þeir EINUNGIS fyrir starfsfólk.
- Þegar Færeyingur segist ætla að afmynda einhvern er hann ekki að hóta barsmíðum heldur óska eftir því að fá að ljósmynda viðkomandi.
- Þegar Færeyingar segja að Jón sé bóndi aftan á Pétri eða Jón sé prestur aftan á Pétri þá eru þeir að tala um Pétur hafi tekið við starfi Jóns.
- Ef Færeyingur lýsir einhverjum sem álkulegum er hann að segja að viðkomandi sé farinn að grána í vöngum.
- Þegar Færeyingur talar um baðstofu þá á hann við sánaklefa.
- Ef Færeyingar eru sagðir hafa slegist með nefunum þá er verið að lýsa barsmíðum með hnefum.
- Þegar Færeyingar tala um niðurgang eru þeir að tala um mjóan brattan göngustíg.
- Færeyingar tala um að fólk sé farið að fíflast þegar bera fer á handskjálfta.
- Í færeyskum auglýsingum er sagt að nú megi brúka píkur. Þar er verið að tilkynna að löglegt sé að setja nagladekk undir bíla.
- Ef sagt er að einhver Færeyingur hafi orðið skakkur á einhverjum viðburði er ekki verið að lýsa hassreykingamanni heldur einhverjum viðkvæmum sem hefur klökknað eða komist við.
Utanríkisráðherra Færeyja í heimsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.11.2008 | 14:02
Þeir kunna að redda sér með stæl þarna fyrir neðan
Í Ástralíu eru lengri vegalengdir á milli bæja en venja er í öðrum löndum. 1000 til 2000 kílómetrar þykja temmilegar vegalengdir. Vegna þessa er ekki rekstrargrundvöllur fyrir fasta pöbba í dreifbýlinu. Við því hörmulega vandamáli kunna menn ráð. Þeir hafa þessa flottu pöbba á hjólum, rúnta um heimsálfuna og færa sveitavargnum ískaldan bjór og rokna stuð. Meira að segja dansandi stelpur til að gleðja augu gömlu karlanna. Aðrar konur eru frekar fámennar í þessum bjórpartýum. Enginn veit hvers vegna.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.11.2008 | 23:58
Samanburður á veitingastöðum
- Réttur: Beikon og egg
- Staður 1: Fitjagrill í Njarðvík
- Einkunn: ***
- Verð: 980 krónur
- Staður 2: Vitaborgarinn, Ármúla 7, Reykjavík
- Einkunn: **
- Verð: 850 krónur
- Staður 3: Flugterían, Reykjavíkurflugvelli
- Einkunn: *
- Verð: 1150 krónur
Eðli málsins samkvæmt fær málsverðurinn egg og beikon ekki hærri einkunn en 3 stjörnur af 5 mögulegum. Þetta er ekki merkilegur matur. Með þeirri afmörkun fær hann svo gott sem fullt hús, 3 stjörnur, eins og hann er afgreiddur í Fitjagrilli í Njarðvík: 2 spæld egg, vænn skammtur af beikonsneiðum, franskar kartöflur, 2 hálfskornar vel ristaðar fransbrauðssneiðar, smjör og hrásalat í sósu.
Beikonið er steikt þannig að það krullast upp og er stökkt. Fyrir bragðið sýnist það á disknum vera meira en það er. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort beikonsneiðarnar eru 10 eða 12. Þær vefjast saman í benduflóka. Franskar kartöflur eru ekki merkilegur matur en passa þokkalega vel með eggi og beikoni. Það er alveg nóg að hafa þessar 2 hálfskornu brauðsneiðar með. Það léttir á sterkju beikonsins að fá hrásalatið með.
Í Vitaborgaranum eru beikonsneiðarnar 12 steiktar þannig að þær eru mjúkar (ekki uppkrullaðar). Spældu eggin eru 2, ristaðar hálfskornar og þokkalega ristaðar brauðsneiðar 4 með smjöri og 2 sneiðar af skornum tómati.
Í Flugteríunni eru hálfskornu brauðsneiðarnar sömuleiðis 4 og illa ristaðar. Ekkert smjör. Beikonsneiðarnar eru 7 og temmilega steiktar mjúkar. Tvö spæld egg. Þessi skammtur jaðrar við að vera okur. Í flugteríunni á Akureyri er ekki boðið upp á egg og beikon en mér virðist sem þar sé verðlag gegnum gangandi um 30% lægra en í flugteríunni í Reykjavík. Og margt á Akureyri áhugaverðara. Svo sem pönnukökur, rosalega góðar og matmiklar kjötlokur og rúgbrauð með reyktum laxi.
5.11.2008 | 00:51
Veitingahús - umsögn
- Staður: Bautinn, Akureyri
- Réttur: Svartfugl
- Verð: 2620 krónur
- Einkunn: **** (af 5)
Bautinn er einn af bestu veitingastöðum landsins. Þar hefur í áranna rás verið á boðstólum spennandi réttir á borð við kengúrukjöt, hreindýr, krókódíll og fleira sem ekki er á borðum Íslendinga dags daglega. Ætíð matreitt á óaðfinnanlegan hátt.
Með svartfuglinum mátti einnig greina nokkrar þunnt skornar sneiðar af gæsabringu. Kjötið var meirara, safaríkara og mýkra en ég hafði reiknað með. Virkilega gott. Meðlæti var bragðgóð villibráðarsósa - að ég held með soði úr svartfuglskjötinu - brúnaðar (sykraðar) kartöflur, smjörsteiktur laukur, sveppir og gulrætur, svo og, ja, ég held títuberjasultu.
Allt matreitt eins og best var á kosið. Ferska salatið var ekki spennandi: Iceberg og smávegis af rauðrófum. Á móti kom að með aðalrétti fylgir salatbar. Hann er veglegur. Í minningunni var hann ennþá meira spennandi fyrir 15 - 20 árum. Þá var hann besti salatbar landsins. Ég átta mig þó ekki á muninum. Man bara að hann var alveg meiriháttar.
Köldu sósurnar á salatbarnum eru gráðostasósa, kotasælusósa og appelsínusósa. Ég sakna þúsundeyjasósu og franskrar sósu (þessarar bragðgóðu appelsínugulu). Sem betur fer passar (heldur þunn) appelsínusósan mjög vel við svartfugl. Ef ég hefði fengið mér eitthvað annað en svartfugl hefði ég lent í vandræðum með að velja sósu við hæfi.
Ferska salatið með svartfuglinum var iceberg og rauðkál. Meðlætið úr salatbarnum var áhugaverðara.
Með aðalrétti fylgir val á rjómalagaðri sveppasúpu og/eða glærri grænmetissúpu. Ég fékk mér grænmetissúpu. Hún var bragðgóð með skörpu karrýbragði. Með henni var hægt að velja úr góðu úrvali af brauði. Ég er ekkert að maula brauð með svona veislumat. Þannig að það skipti ekki máli.
Með svartfulgi á að þamba rauðvín. Og helst mikið. Flaska af spænsku rauðvíni kostaði 3210 kr.
Ljósmyndin efst er ekki frá Bautanum.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.10.2008 | 22:21
Einn góður
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2008 | 23:44
Sérkennilegar umferðarmerkingar
Sumar umferðarmerkingar eru þannig að erfitt er að átta sig á því hvað er í gangi. Aðrar eru broslegar vegna þess þær upplýsa eitthvað sem er svo augljóst að undrun vekur að slíkar upplýsingar séu settar á umferðarskilti. Hér eru nokkur raunveruleg dæmi:
9.9.2008 | 18:18
Sigurjón næsti formaður Frjálslynda flokksins
Stjórn Frjálslynda flokksins í Eyjafirði hefur sent frá sér tilkynningu þar sem skorað er á Sigurjón Þórðarson að gefa kost á sér til formennsku í flokknum á landsþingi flokksins sem haldið verður eftir fjóra mánuði. Þetta líst mér vel á og styð eindregið. Sigurjón hefur alla burði til að sameina flokksfélaga í þeim knýjandi verkefnum sem framundan eru og rífa upp fylgi flokksins.
Sigurjón er vel kynntur á landsbyggðinni, sem og á höfuðborgarsvæðinu. Hann á auðvelt með að vinna með fólki og nýtur stuðnings grasrótarinnar.
Frjálslyndi flokkurinn á gott sóknarfæri og Sigurjón er best til þess fallinn að leiða flokkinn til stórsigurs í næstu kosningum.
Vilja að Sigurjón gefi kost á sér sem formaður Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.7.2008 | 14:22
Flett ofan af vegasvindlinu mikla
Allir ökumenn þekkja það að keyra í mestu makindum á vel malbikuðum og rúmgóðum vegi þegar skyndilega blasa við vegaskemmdir. Það eru holur í malbikinu. Þá er ekki um annað að ræða en draga verulega úr hraða og reyna að beygja framhjá holunum því ekki vilja menn leggja það á bílinn að fá á sig þau högg sem tilheyra akstri ofan í svona vegaskemmd.
Raunveruleikinn er sá að þetta er allt eitt allsherjar svindl. Í skjóli nætur laumast starfsmenn vegagerðarinnar til að leggja ljósmyndir af vegaskemmdum ofan á malbikið. Grunur leikur á að þetta sé gert ekki aðeins til að draga úr ökuhraða heldur ennþá fremur til að almenningur og stjórnvöld haldi að starfsmenn vegagerðarinnar þurfi að vinna dag og nótt í næturvinnu og á aukavöktum við að gera við allar þessar dularfullu vegaskemmdir.
Þeir sem halda að þeir keyri ofan í svona vegaskemmdir hossa sér ósjálfrátt sjálfir í sætinu og upplifa þannig "raunverulega" vegaskemmd. Hí á þá.
Samgöngur | Breytt 12.7.2008 kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.6.2008 | 10:08
Ósvífin heimtufrekja
Stjórnendur Flugfélags Íslands eru heldur betur farnir að færa sig upp á skaftið. Heimtufrekjan og tilætlunarsemin eru að sprengja af sér alla ramma. Í gær auglýstu þeir í Fréttablaðinu eftir bílstjóra í flugfraktina á Reykjavíkurflugvelli. Bílstjórinn er sagður eiga að sjá um akstur með sendingar til og frá viðskiptavinum, sendiferðir fyrir félagið og þess háttar.
Um hæfniskröfur segir að bílpróf sé skilyrði. Þetta skilyrði útilokar fjöldann allan af góðum bílstjórum frá möguleika á umsókn.
Hvað er í gangi? Er verið að bæta ímynd félagsins út á við? Eða er verið að hækka standarðinn? Hvað næst? Verður farið að krefjast þess að flugmenn félagsins séu með flugpróf?
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)