Fćrsluflokkur: Útvarp

Bob Dylan og hans bestu lög

dylan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan átti afmćli í vikunni.  Varđ hálf áttrćđur.  Fór létt međ ţađ.  Dylan er tvímćlalaust einn merkasti tónlistarmađur sögunnar.  Ljóđrćnir textar hans eru magnađir,  lagasmíđar iđulega grípandi og áhrifaríkar og tónlist hans oft og tíđum frábćr.  

  Í upphafi ferils í árdaga sjöunda áratugarins var Dylan trúbador;  spilađi á kassagítar og blés í munnhörpu.  Hann varđ kóngur og fyrirmynd í ţjóđlagasenunni á alţjóđavísu.  Flestar vestrćnar ţjóđir eignuđust sína útgáfu af Dylan.  

  Rokkhljómsveitir ekki síđur en vísnasöngsveitir kepptust viđ ađ flytja söngva hans.  Margar međ hámarks árangri á vinsćldalistum.

  Dylan hafđi djúpstćđ áhrif á Bítlana og allan rokkbransann,  sem og hippakynslóđina.  Óvćnt tók hann heljarstökk út úr ţjóđlagamúsíkinni og inn í innsta hring rokksins 1965.  Margir gamlir ađdáendur móđguđust.  Sumir meira en móđguđust.  Trylltust.  Nýir fögnuđu.  

  Í tilefni stórafmćlis skáldsins er ástćđa til ađ rifja upp ársgamlan lista sem  breska tónlistarblađiđ Uncut gerđi yfir bestu lög kappans.  Leitađ var til margra tuga ţekktustu söngvaskálda sem besta sýn hafa yfir allan tónlistarferil skáldsins.  Ţ.á.m.  Kris Kristofersson,  Natalie Merchant (10.000 Maniacs),  Tom Waits,  Joan Baez,  Bryan Ferry,  Ian McGulloch (Echo and the Bunnymen), Jeff Tweedy (Wilco), Billy Bragg,  Richie Havens... 

  Niđurstađan varđ ţessi (orginalar af lögum hans eru ekki í bođi fyrir evrópska ţútúpu-notendur):  

1.  Like a Rolling Stone (af plötunni "Highway 61 Revisited" frá haustinu 1965).  Ekki ađeins eru lag og texti áleitin listaverk heldur var hljóđheimurinn nýr, ferskur,  töfrandi og sláandi á ţessum tíma.  Ţetta var  gjörólíkt öllu sem áđur hafđi heyrst.  Flutningurinn á laginu hér er ekki afgreiddur af Dylan sjálfum.  Ţútúpan geymir ekki "orginalinn" međ honum.  En ţetta er ţokkaleg hermikráka (cover song).   

2. Tangle up in Blue (af plötunni "Blood on the Tracks" 1975)

3. Visions of Johanna (af "Blonde on Blonde" 1966)

4. A Hard Rain´s A-Gonna Fall  (af "Free Wheelin´" 1963)

5. It´s Allright, Ma (I´m Only Bleeding)  (af "Bringing it all back Home" voriđ 1965)  

6.  Subterrean Homesick Blues (af plötunni "Bringing it all back Home" 1965)

7.  Desolation Row (af "Highway 61 Revisited" 1965) 

8.  I Want You (af "Blonde on Blonde" 1966)

9.  Idiot Wind (af "Blood on the Tracks" 1975)

10. Sad-Eyed Lady of the Lowlands (af "Blonde on Blonde" 1966)


Banni létt af Trump

 

trump-and-young

 

 

 

 

 

 

 

   Margt hefur orđiđ til ţess ađ Donald Trump er vinsćlt fyrirsagnafóđur í fjölmiđlum út um allan heim.  Líka á Íslandi.  Mest ţó í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  Ţađ er heppilegt.  Hann er einmitt ađ keppast viđ ađ tryggja sér útnefningu sem forsetaframbjóđandi bandaríska Reppaflokksins.  

  Ástćđur ţess ađ kallinn bađar sig í sviđsljósinu eru ekki ađ öllu leyti ţćr ađ hann sé međvitađ snjall ađ koma sér ţangađ.  Allskonar vandrćđagangur hefur einnig skilađ honum í sviđsljósiđ.  Til ađ mynda ađ vinir hans í tónlistarbransanum hafa hver á fćtur öđrum stungiđ hann í bakiđ.  Fyrstur til ţess var Njáll Ungi.  Ţeir eru góđir vinir.  Í upphafi kosningabaráttunnar notađi Trump lag hans,  Rockin' in the Free World, sem kosningalag.

  Njáll er stuđningsmađur Bernie Sanders.  Sá keppir viđ Hillary Clinton um ađ verđa forsetaframbjóđandi Demókrata.  Njáll bannađi Trump umsvifalaust ađ nota lagiđ á kosningafundum.  Trump hélt fyrst ađ hann vćri ađ stríđa sér.  Ţeirra vinskapur hefur stađiđ til margra ára.  En Njáli var alvara.  Trump varđ ađ finna sér nýtt kosningalag.  Ţađ reyndist vera ţrautin ţyngri.  Ţungavigtartónlistarmenn eru ekki í stuđningsliđi Trumps.  Ţvert á móti.

  Nú bregđur svo viđ ađ Njáll hefur skipt um skođun.  Hann lýsir ţví yfir ađ héđan í frá sé ÖLLUM heimilt ađ nota tónlist hans hvar sem er og hvenćr sem er.  Einu skilyrđi er ađ borgađ sé ríflega fyrir notkunina.  Um ţađ snúist kúvendingin.  Hann ţurfi á peningum ađ halda.

  Án ţess ađ Njáll hafi tekiđ ţađ fram ţá rekur hann sumarbúđir fyrir fatlađa og fjáröflunarsamtök fyrir bćndur.  

  Trump hefur tekiđ umskiptum Njáls fagnandi. En ekki David Crosby,  fyrrum félagi Njáls í hljómsveitinni Crosby, Stills, Nash & Young.  Sá sendir Njáli kaldar kveđjur á twitter.

   


mbl.is Trump öruggur međ útnefningu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Plötuumsögn

gillon-skann-cover

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 - Titill:  Gillon

 - Flytjandi:  Gillon 

 - Einkunn: ****

   Gillon er listamannsnafn Gísla Ţórs Ólafssonar.  Ţetta er hans fjórđa plata.  Sú fyrsta,  "Nćturgárun",  kom út 2012.  Til hliđar er hann bassaleikari í hinni ágćtu skagfirsku blúshljómsveit Contalgen Funeral.

  Tónlistin á nýju plötunni,  samnefnd flytjanda,  er einfaldari,  lágstemmdari og látlausari en á fyrri plötum.  Hún er ljúf og notaleg út í gegn.  Öll lögin eru frumsamin.  Ţau flćđa lipurlega og átakalaust.  Textarnir eru frumsamdir međ tveimur undantekningum. Ţćr undantekningar eru ljóđ eftir Ingunni Snćdal úr bókinni "Komin til ađ vera, nóttin".  Góđ ljóđ.  Verulega mögnuđ.  Líka ljóđ Gillons.  Ljóđin lyfta plötunni upp fyrir "venjulegar" poppplötur.  Ţau standa sterk í textabćklingi plötunnar burt séđ frá tónlistinni.  En lifna áhrifaríkari viđ í tónlistinni.  

  Söngstíll Gillons er sérstakur og auđţekktur.  Hann er í humátt ađ söngstíl Toms Waits,  Bjartmars og Megasar.  

  Hćgri hönd Gillons á plötunni er Sigfús Arnar Benediktsson. Hann stjórnar upptökum og spilar á öll hljóđfćri önnur en kassagítar Gillons og bassa. Samstarf ţeirra Gillons er eins og best verđur á kosiđ.  Ţeir hafa fundiđ ljóđunum vćna og ţćgilega umgjörđ. Ţetta er plata sem ég mćli međ.

     


Ljótur hrekkur

  Ég ók á löglegum hrađa vestur eftir Bústađavegi.  Ţá upphófst skyndilega hávćrt sírenuvćl nálćgt mér.  Ég gaf mér ekki tíma til ađ athuga hvort ađ ţar vćri lögreglubíll eđa sjúkrabíll á ferđ.  Ţess í stađ brunađi ég á fullri ferđ upp á umferđareyju til ađ opna greiđa leiđ fyrir sírenubílinn.  Ég beygđi heldur skart upp á eyjuna ţví ađ felga á framhjóli beyglađist.  

  Umferđ var töluverđ.  Mér til undrunar sinnti enginn í öđrum bíl sírenukallinu.  Umferđ hélt áfram eins og ekkert hefđi í skorist.  Jafnframt ţagnađi sírenan án ţess ađ ég kćmi auga á sírenubíl.

  Viđ nánari athugun virđist sem sírenuvćliđ hafi hljómađ úr útvarpinu.  Ţar var í spilun lag,  "Ai ai ai",  međ ţeirri góđu reggae-sveit AmabAdama.  Undir lok lagsins hljómar sírenuvćl (á mín 2.54).    

  Ţó ađ sírenan hafi hrekkt mig og minn bíl ţá situr ţađ ekki í mér.  AmabAdama er svo assgoti flott hljómsveit.

  Annađ mál er ađ fólk í nćstu bílum á eftir mér hefur nćsta víst ţótt aksturslag mitt einkennilegt og undrast skyndilegt erindi mitt upp á umferđareyju.


Örfá minningarorđ

  Ólafur Stephensen,  almannatengill og djasspíanóleikari,  lést í vikunni;  nýkominn á nírćđisaldur. Hann kenndi mér markađsfrćđi í auglýsingadeild Myndlista- og handíđaskóla Íslands á áttunda áratugnum.  Sumariđ 1979 vann ég á auglýsingastofu hans,  ÓSA.  Einnig á álagstímum á stofunni međfram námi veturinn ´79-´80.

  Ólafur var skemmtilegur kennari. Og ennţá skemmtilegri vinnuveitandi.  Ţađ var alltaf létt yfir honum.  Stutt í gamansemi.  Aldrei vandamál.  Bara lausnir.  Hann lagđi sig fram um ađ ţađ vćri gaman í vinnunni.  Á sólríkum degi átti hann ţađ til ađ birtast hlađinn ís-shake handa liđinu.  Einn sérlega heitan sumardag tilkynnti hann ađ ţađ vćri ekki vinnufriđur vegna veđurs.  Hann bađ okkur um ađ setja miđa á útidyrahurđina međ textanum "Lokađ vegna veđurs".  Síđan bauđ hann okkur ađ taka maka međ í grillveislu út í Viđey.  Hann átti Viđey.  Grillveislan var glćsileg,  eins og viđ mátti búast. Gott ef kćldur bjór var ekki meira ađ segja á bođstólum (ţrátt fyrir bjórbann).

  Óli var djassgeggjari.  Ég var ekki byrjađur ađ hlusta á órafmagnađan djass á ţessum tíma en var ađ hlusta á Weather Report,  Mahavishnu Orcestra og ţess háttar rafdjass.  Óli var opinn fyrir ţví.  Herbie Hancock var skólabróđir hans í Ameríku.  Viđ mćttumst í plötum Herbies og djasslögum Frank Zappa. Í leiđinni laumađi Óli ađ mér tillögum - lúmskur og án ýtni - um ađ kynna mér tiltekin órafmögnuđ djasslög. Sem ég gerđi. Og varđ djassgeggjari.

  Óli sendi frá sér ţrjár djassplötur.  Hver annarri skemmtilegri. Pjúra djass.  Ég skrifađi umsögn um eina ţeirra í eitthvert tímarit. Man ekki hvađa.  Ţá hringdi Óli í mig og var sáttur viđ umsögnina. Ađ öđru leyti vorum viđ í litlum samskiptum síđustu áratugi umfram stutt spjall ţegar leiđir lágu saman úti á götu eđa á mannamótum.  En í ţessu símtali spjölluđum viđ um margt og lengi. Hann upplýsti mig međal annars um ađ sonur hans vćri í hljómsveitinni Gus Gus. Ég hafđi ekki áttađ mig á ţví.  

  Óli breytti áherslum í auglýsingum á Íslandi.  Fćrđi ţćr frá ţví ađ vera auglýsingateikningar yfir í vel útfćrđa markađssetningu.  Hann var snjall á sínu sviđi. Ég lćrđi meira á auglýsingastofu hans en í skólastofu auglýsingadeildar Myndlista- og handíđaskóla Íslands.

  Ég kveđ međ hlýjum minningum og ţakklćti góđan lćriföđur.  Ég man ekki eftir honum öđruvísi en međ glađvćrt bros á andliti.      

óli steph        


Hvađa Bítlalög eru vinsćlust?

bítlar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hvernig á ađ finna út hvađa lög bresku hljómsveitarinnar Bítlanna (The Beatles) eru vinsćlust?  Ein leiđin er ađ skođa sölutölur;  sjá hvađa smáskífur Bítlanna hafa selst best.  Gallinn viđ ţessa ađferđ er sá ađ verulega hátt hlutfall af lögum Bítlanna kom aldrei út á smáskífu.  Ţar fyrir utan voru flestar smáskífurnar merktar sem A hliđ og B hliđ.  Einungis lagiđ á A hliđinni telur.  Hugsanlegt er ađ einhverjir - jafnvel margir - hafi keypt smáskífur vegna lagsins á B hliđ fremur en A hliđ.

  Einstakar smáskífur voru ađeins gefnar út í tilteknum löndum en ekki á alţjóđavísu.  Til ađ mynda var "Yesterday" einungis gefiđ út á smáskífu í Bandaríkjunum.    

  Nú er loks hćgt ađ komast ađ ţví hvađa Bítlalög njóta í raun mestra vinsćlda heims um ból:  Ţađ er međ ţví ađ skođa hvađa lög eru mest spiluđ á Spotify.  Ţá bregđur svo viđ ađ fćstir Bítlafrćđingar hefđu ađ óreyndu giskađ á hvađa lag trónir í toppsćtinu. Ţađ hefur ekki einu sinni veriđ gert myndband viđ ţađ.  Né heldur er til filma af Bítlunum ađ spila ţađ í hljóđveri eđa á hljómleikum.  Fyrir bragđiđ er lagiđ ekki spilađ í sjónvarpsstöđvum,  hvorki tónlistarstöđvum á borđ viđ MTV né öđrum. Svona lítur listinn út:  

1.  Come Together

2.  Let It Be

3.  Hey Jude 

4.  Love Me Do

5.  Yesterday

6.  Here Comes the Sun

7.  Help!

8.  All You Need Is Love

9.  I Want To Hold Your Hand

10. Twist and Shout

  Ţegar listar eru skođađir eftir löndum ţá er niđurstađan svipuđ.  Einstök lög hafa sćtaskipti.  "Come Together" er mest spilađa lagiđ í Bandaríkjunum en ţar er "Hey Jude" í öđru sćti og "Let it Be" í 4. sćti,  svo dćmi séu tekin.

.


Sá svalasti

  Enski gítarleikarinn Keith Richards er einn svalasti töffari rokksögunnar.  Ţađ eru ekki međmćli út af fyrir sig.  Ţannig lagađ.  En í tilfelli Keiths er ţađ heillandi. Ţegar ég sé forsíđuviđtal viđ hann í poppblöđum ţá kaupi ég ţau. Vitandi um ađ góđan  skemmtilestur er ađ rćđa. Gullmolarnir velta upp úr honum. Óviljandi ekki síđur en viljandi. Hann lćtur allt flakka.  Hvort heldur sem er um félaga sína í Rolling Stones,  ađra tónlistarmenn eđa sjálfan sig.  Stundum reynir hann klaufalega ađ fegra sinn hlut.  Jafnan leiđréttir hann ţađ síđar.  Dćmi:  Ţađ ratađi í heimsfréttir er hann slasađist viđ ađ klifra í tré fyrir nokkrum árum.  

  Til ađ byrja međ sagđist hann hafa dottiđ niđur úr trénu.  Svo fór ađ hann dró ţađ ađ hluta til baka.  Sagđist hafa í raun flćkst í lággróđri,  runnaţyrpingu,  fćlst, lent í áflogum viđ hríslurnar og slasast.  Hann snöggreiddist.  Barđirst um á hćl og hnakka međ ţeim afleiđingum ađ bein brákuđust. Hann skammađist sín svo mikiđ fyrir ađ hafa fariđ halloka í áflogum viđ trérunna ađ fyrstu viđbrögđ voru ađ segjast hafa dottiđ úr tré.  

  Eins ţegar hann missti út úr sér ađ hafa tekiđ öskuna af föđur sínum í nefiđ. Blađafulltrúar Rolling Stones kepptust í kjölfariđ viđ ađ upplýsa ađ ţar hafi veriđ um óhappaverk ađ rćđa en ekki ásetning.  Kauđi missti öskuna fyrir klaufaskap ofan í síđasta kókaín-skemmtinn sem hann átti ţann daginn.  Ţađ var ekki hćgt ađ greina öskuna frá kókaíninu undir ţeim kringumstćđum.  Ekki var um annađ ađ rćđa en sniffa öskuna međ.  Síđar upplýsti Keith ađ einungis hluti öskunnar hafi blandast kókinu. Hann hafi ţess vegna aldrei tekiđ alla öskuna af pabba sínum í nefiđ.  

  Til eru ótal brandarar um Keith.  Einn slíkur hermir ađ einungis kakkalakkar og hann lifi af kjarnorkuárás.  Er ţá vísađ til lífernis hans sem dópista og drykkjubolta.  Neyslufélagar hans hafa falliđ frá hver á fćtur öđrum.  En Keith er alltaf sprćkur. Miđađ viđ allt og alla ber hann aldur vel.  Ađ vísu er andlitiđ rúnum rist og fingurnir orđnir hnúóđttir og snúnir eins og rođ í hundskjafti.

  Í gćr hlustađi ég á síđustu sólóplötu kappans. Hún er nokkuđ góđ og skemmtileg.  Ţar krákar hann sitthvort lagiđ eftir jamaísku reggí-stjörnuna Gregory Isaacs (Love Overdue) og bandaríska ţjóđlaga-blúsistann Leadbelly (Goodnight Irene).  Virkilega flott. Frumsömdu lögin eru líka alveg ljómandi flott.

keith unglingur 

Keith akeith bkeith ckeith dkeith ekeith fkeith g


mbl.is Klćđist gjarnan fötum eiginkonunnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekkert lát á eineltinu

  Alveg frá ţví ađ leit hófst ađ frambćrilegum frambjóđanda repúblikana til embćttis forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku hefur frambođ eins kandídats sćtt stöđugum árásum.  Frambjóđandinn Donald Trump er hćddur, smáđur og svívirtur úr öllum áttum.  Ţađ er sama hvort hann segist vera fylgjandi frelsi kvenna til fóstureyđinga eđa ćtli ađ taka upp harđar refsingar viđ fóstureyđingum;  hann fćr yfir sig sama gusuganginn.  Líka ţegar hann segir tiltekinn kvenframbjóđanda vera of ljótan til ađ verđa forseti eđa ţegar hann segir konuna ekkert vera svo ljóta.  Viđbrögđ eru öll á einn veg.  Ţađ er fussađ,  sveiađ og hneykslast.    

  Eineltiđ birtist einna best í vandrćđum međ kosningalag frambođsins.  Í vikunni var Donald bannađ ađ nota síđast kosningalag sitt,  "Jump Around" međ House of Pain.  Í yfirlýsingu frá liđsmönnum House of Pain er hann uppnefndur "piece of shit" og "scumbag".  Ekki er kurteisinni fyrir ađ fara hjá eineltispúkunum.

  Í upphafi kosningabaráttunnar notađi Trump lagiđ "Rocking in a free world" međ Neil Young.  Ţrátt fyrir langvarandi vinskap ţeirra tveggja ţá bannađi Njáll Ungi honum ađ nota lagiđ.  Ţađ kom Trump illilega á óvart. Hann var búinn ađ borga plötuútgefandanum fyrir notkunarrétt á laginu.  

  Vegna vináttunnar kaus Trump ađ láta gott heita.  Hann skipti um kosningalag.  Nýja lagiđ var "It´s the end of the world" međ REM.  Ţađ átti ekki ađ vera vandamál. Hljómsveitin löngu hćtt og liđsmenn hennar í litlu sem engu sambandi viđ hvern annan.

  Ţar misreiknađi kappinn sig.  REM-ararnir tóku höndum saman og bönnuđu Trump ađ nota lagiđ.  Ţeir létu fúkyrđi um frambjóđandann fljóta međ.  Ţessir rokkarar kunna sig ekki.

  Ţá var ekki um annađ ađ rćđa en leita í smiđju góđs vinar og golf-félaga,  Stebba Tylers,  söngvara Aerosmith.  Trump gerđi lagiđ "Dream On" ađ kosningalagi sínu. Stebbi bađ hann undir eins ađ hćtta ađ nota lagiđ.  Hann hélt ađ Tyler vćri ađ grínast í vini sínum út af vandrćđunum međ lög Njáls Unga og REM.  Hann hélt áfram ađ nota lagiđ.  Steve gerđi sér lítiđ fyrir og setti lögbann á notkun lagsins.

  Nú var úr vöndu ađ ráđa.  Lausnin var ađ leita í útlenda tónlist.  Bretar vita ekkert hvađ gengur á í kosningabaráttu í Bandaríkjunum.  Ekki frekar en ađ Trump veit ekkert hvađ gengur á í kosningabaráttu í útlöndum.  Nćsta kosningalag var "Skyfall" međ ensku söngkonunni Adele.  Sem aukalag notađi hann annađ Adele lag,  "Rolling in the deep". 

  Svo ótrúlega vildi til ađ Adele frétti af ţessu. Hún bannađi ţegar í stađ frekari notkun á sinni tónlist á kosningafundum auđmannsins knáa.

  Hvađ var til ráđa?  Jú,  ţađ var ađ gera út á blökkumannarapp.  Blökkumenn mćta ekki á kosningafundi Trumps.  "Jump Around" međ House of Pain var kjöriđ.  En ţá fór ţetta svona.  

 Til skamms tíma í fyrra fékk Trump leyfi góđs vinar,  söngvara Twister Sisters,  til ađ nota lag hans "We are not gonna take it" sem kosningalag. Sá ţekkti Trump sem jafnađarmann og anti-rasista. Kosningabarátta Trumps kom söngvaranum Snider í opna skjöldu. Kauđi var skyndilega - ađ mati Sniders - allt önnur persóna;  rasísk og fordómafull herská ofbeldisbulla. Snider skilur ekki upp né niđur í leikriti Trumps.  Hann bađ vin sinn,  Trump, um ađ hćta ađ nota "We are not gonna take it",  sem kosningalag.  Ţađ er eina kosningalagiđ sem Trump hefur hćtt ađ nota í vinsemd og af skilningi viđ sjónarmiđ höfundar.  

 

trump_     

      


mbl.is Yfirgefa flokkinn ef Trump vinnur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ákall og áskorun

wim van hooste

  Wim Van Hooste er belgískur ađdáandi íslenskrar rokktónlistar.  Hann lćtur sér ekki nćgja ađ hlusta á íslenskt rokk í ró og nćđi út af fyrir sig. Hann veltir íslensku rokki fyrir sér. Veltir ţví fram og til baka. Mátar ţađ viđ nútímann og allskonar.  Hann hélt upp á ţrítugsafmćli "Rokks í Reykjavík" međ hávađa, látum og Rokki í Reykjavík 2.0.  

  Nú blćs Wim Van Hooste til hátíđarhalda vegna ţrítugsafmćlis lagsins "Ammćli" međ Sykurmolunum og plötunnar "Life´s Too Good".  Hann óskar eftir flutningi annarra á lögum Sykurmolanna.  Ţetta er spennandi.


Fćreysku tónlistarverđlaunin

  Í vikunni voru fćreysku tónlistarverđlaunin afhent viđ hátíđlega athöfn. Ţau kallast FMA.  Eins og einhvern grunar ţá er ţađ skammstöfun.  Stytting á Faroese Music Awards. Ýmsar opinberar stofnanir og einkafyrirtćki standa ađ FMA.  Ekkert er til sparađ svo allt fari sem best fram.  Svo sannarlega tókst ţađ.  

  Athöfnin tók nćstum ţrjá klukkutíma.  Allt mjög glćsilegt og fagmennska fram í fingurgóma:  Bođiđ var upp á fjölbreytt tónlistaratriđi á milli verđlaunaafhendinga og rćtt viđ tónlistarfólk.  Tveir kynnar fóru á kostum og geisluđu af öryggi.  Laumuđu lúmskum bröndurum inn á milli fróđleiksmola.  

  21 verđlaunagripur var afhentur.  Spenna var gríđarmikil.  Tugir voru tilnefndir.  Ţar af var Eivör tilnefnd í fimm flokkum.  Hún landađi fjórum verđlaunum:  

  -  Flytjandi ársins 2015

  -  Söngkona ársins

  -  Plata ársins (Bridges / Slör)

  -  Bestu plötuumbúđir ársins

  Systir Eivarar,  Elínborg,  hlaut verđlaun sem "Besti flytjandi á sviđi".  

  Eiginmađur Eivarar,  Tróndur Bogason,  landađi verđlaunum sem "Upptökustjóri ársins". 

  Vísnasöngkonan Annika Hoydal kom fast á hćla Eivarar.  Hérlendis er Annika ţekktust sem söngkona Harkaliđsins. Hún á einnig farsćlan sólóferil.  Verđlaun Anniku voru í riđlinum "Ţjóđlagatónlist,  sveitasöngvar og blús".  

  -  Söngvari ársins

  -  Plata ársins (Endurljós)

  -  Heiđursverđlaun 

  Ađ auki var Gunnar Hoydal,  höfundur texta á ýjustu plötu hennar, verđlaunađur "Textahöfundur ársins".

 

  Ađrir verđlaunahafar:

  -  Marius:  "Besta lag ársins" (Going home) og "Karlsöngvari ársins".  

  -  Hamferđ:  "Myndband ársins" (Deyđir varđar)

  -  Hallur Joensen:  "Lag ársins" (Liviđ er ein lítil löta) í riđlinum "Ţjóđlagatónlist,  sveitasöngvar og blús"

  -  Sunleif Rasmusen:  "Besta platan" (Territorial songs) í Opnum flokki og "Tónskáld ársins".

  -  Kammerkór Ţórshafnar: "Kór ársins"

  -  Jensína Olsen:  "Söngvari ársins" í Opnum flokki. 

  -  Loftbrú:  "Viđburđur ársins"

  -  Punjab:  "Nýliđar ársins" og "Hljómsveit ársins"

  Svo skemmtilega vill til ađ flestir verđlaunahafa eru Íslendingum ađ góđu kunnir;  Marius hefur margoft spilađ hérlendis. Átti ađ auki vinsćlt lag međ Svavari Knúti fyrir tveimur árum,  "Ţokan".  Ţađ dvaldi lengi í efstu sćtum vinsćldalista Rásar 2.

  Hamferđ er ein best kynnta fćreyska ţungarokkshljómsveit á Íslandi.  Túrađi um landiđ međ Skálmöld um áriđ.

  Kántrýkóngurinn Hallur Joensen gladdi Íslendinga međ sveitasöngvum fyrir tveimur árum. 

  Sunleif er hátt skrifađur í klassísku deildinni á Norđurlöndum. Hefur hlotiđ Tónlistarverđlaun Norđurlandaráđs og tónverk hans hafa veriđ flutt hérlendis.

  Loftbrú er hliđstćđ íslensku Loftbrúnni:  Samstarfsverkefni opinberra stofnana og einkafyrirtćkja til ađ auđvelda innlendum listamönnum ađ koma sér á framfćri erlendis.  Munurinn er sá ađ íslenska Loftbrú styđur viđ tónlistarmenn en sú fćreyska einnig viđ ađra listamenn.    


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband