Fćrsluflokkur: Útvarp
24.2.2016 | 16:40
Rolling Stone mćlir međ íslenskri hljómsveit
Bandaríska tímaritiđ Rolling Stone ber höfuđ og herđar yfir önnur tónlistartímarit. Prentútgáfan selst í hátt í tveimur milljónum eintaka. Hún er ráđandi í tónlistarumfjöllun vestan hafs. Hún kemur einnig út á ţýsku og frönsku á meginlandi Evrópu.
Netútgáfan nýtur ört vaxandi vinsćlda. Sem dćmi um ítök Rolling Stone má nefna ađ ţegar erlendar stórstjörnur trođa upp á Íslandi er iđulega vísađ til ţess hvar eitthvađ lag eđa plata er á tilteknum lista í Rolling Stone. Til ađ mynda á lista yfir 500 merkustu plötur rokksögunnar.
Umfjöllun í Rolling Stone vegur ţyngra en hliđstćđ umfjöllun í öđrum tónlistarblöđum. Ekki ađeins vegna útbreiđslu blađsins heldur einnig vegna ţess ađ vel er vandađ til verka. Ađeins ţađ sem taliđ er eiga virkilega brýnt erindi viđ lesendur kemst í gegnum nálarauga ritstjórnar.
Í gćr var birtur listi yfir 10 merkustu nýliđa á vinsćldalistunum. Vel rökstuddur og ítarlegur. Í ţessum hópi er íslensk hljómsveit, Kaleo. Tónlist hennar er lýst sem íslenskum ţjóđlagablús, Delta"riffum", tregaballöđum og falsettusöng.
Taliđ er líklegt ađ tónlistin höfđi til ađdáenda Black Keys og Bon Iver. Ţess er getiđ ađ lagiđ "All The Pretty Girls" međ Kaleo hafi veriđ spilađ yfir 10 milljón sinnum á Spotify. Lagiđ "No Good" megi heyra í kvikmyndinni Vinyl.
Söngvarinn er borinn fyrir ţví ađ miklu skipti ađ hafa alist upp á Íslandi. Náin tengsl viđ náttúruna veiti innblástur. Langir dimmir vetramánuđir og sumrin setji mark á tónlistina.
Kaleo er búin ađ "meika ţađ"!
Útvarp | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2016 | 19:38
Plötuumsögn
- Titill: At The Heart Of A Selkie
- Flytjandi: Eivör ásamt Stórsveit Danska ríkisútvarpsins og kór
- Einkunn: ***** (af 5)
Eivör er ađ sumu leyti fćreysk Björk. Hún hefur boriđ hróđur Fćreyja og fćreyskrar tónlistar víđa um heim. Er besti sendiherra Fćreyja.
Ţetta ţekkjum viđ Íslendingar flestum betur. Eivör hefur átt fjölda laga og platna í efstu sćtum íslenskra vinsćldalista. Hún hefur átt lög og plötur í 1. sćti norska og danska vinsćldalistans. Hún hefur veriđ nefnd til margra tónlistarverđlauna á Íslandi, í Danmörku og Fćreyjum og landađ ţeim mörgum. Hún er vinsćlasta og dáđasta erlenda poppstjarnan á Íslandi. Fyllir jafnan alla sali. Hvort sem er sunnan lands eđa norđan ţegar hún kemur fram á hljómleikum.
Vinsćldir Eivarar utan Fćreyja hafa opnađ dyr inn á alţjóđamarkađ fyrir ađra fćreyska tónlistarmenn. Líkt og vinsćldir Bjarkar hafa gert fyrir íslenska tónlist.
2005 útsetti Stórsveit Danska ríkisútvarpsins vinsćlustu lög Eivarar og gaf út á plötunni "Tröllabundin". Á vinnslustigi ţróuđust mál í ţá átt ađ Eivör syngur í mörgum lögum plötunnar sem allt ađ ţví gestasöngvari. Eđa ţannig. Ţetta er plata Stórsveitarinnar ađ túlka lög Eivarar. Fín og djössuđ Stórsveitarplata.
Nú er komin út ný plata međ Eivöru og Stórsveit Danska ríkisútvarpsins. Forsendur eru ađrar. Ţetta er heilstćtt nýtt verk Eivarar um selkonu. Byggt á ţjóđsögu um selkonu. Mađur ástfanginn af selkonunni felur ham hennar og heldur henni fanginni á landi. Eignast međ henni börn. Áđur en yfir lýkur sleppur konan í haminn og sameinast börnum sínum á hafi úti.
Ţrátt fyrir enskan titil plötunnar eru söngtextar á fćreysku. Höfundur ţeirra er Marjun Syderbö Kjelnesk. Ţekkt fćreyskt ljóđskáld. Flest lögin eru Eivarar. Útsetjarinn Peter Jensen kemur viđ sögu í fjórum af 11 lögum.
25 manna Stórsveit Danska ríkisútvarpsins er ađdáunarlega hógvćr í undirleik. Meira ber á tuttugu manna kór sem setur sterkan svip á plötuna.
Ţetta er stórbrotnasta og íburđarmesta plata Eivarar til ţessa. Hún er frekar seintekin. Ţađ ţarf ađ spila hana nokkrum sinnum áđur en fegurđ tónlistarinnar nýtur sín til fulls. Til hjálpar eru nokkur grípandi og auđmelt lög í bland.
Verkiđ nýtur sín best ţegar ţađ er spilađ í heild. Lögin rađast ţannig ađ ţau styđja hvert annađ.
Um frábćran söng Eivarar ţarf ekki ađ fjölyrđa.
Til gamans má geta ţess ađ í gćr var tilkynnt ađ fćreysk yfirvöld heiđri Eivöru međ listamannalaunum til ţriggja ára.
Útvarp | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
15.2.2016 | 18:54
Allt í rugli hjá Kanye West
Ţađ er margt einkennilegt viđ bandarískan rappara, Kanye West frá Chicago. Hann er einnig fatahönnuđur og plötuútgefandi. Lög hans og plötur seljast eins og heitar lummur. Samt er hann alltaf blankur. Alltaf vćlandi yfir peningaleysi. Samt er hann giftur vellauđugri konu, Kim Kardashian West. Hún er módel og sjónvarpsstjarna. Hún vill ađ hann standi á eigin fótum fjárhagslega. Ţess vegna hleypir hún honum ekki í budduna sína. Hún er ţó alveg til í ađ fóđra.
Kanya er nánast eina óvćnta frćgđarmenniđ sem styđur Donald Trump í baráttu hans viđ ađ verđa frambjóđandi republikana til embćttis forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku. Ađspurđur segist Trump vera ţakklátur stuđningnum. Einhverra hluta vegna gerir hann ekkert međ stuđninginn. Slćr honum ekki upp í auglýsingum né á kosningasíđu sinni.
Stuđningurinn er einungis munnlegur. Ekki fjárhagslegur. Ţvert á móti segja illar tungur ađ stuđningurinn sé lymskubragđ til ađ plata Trump til ađ fjárfesta í fyrirtćkjum Wests (les = gauka peningum ađ síblönkum Kanye).
Sjálfur ćtlar Kanye ađ verđa forseti BNA 2021.
Viđ fráfall ensku poppstjörnunnar Davids Bowies hótađi Kanye ađ gera plötu honum til heiđurs (tribute). Kráka öll hans vinsćlustu lög. Ađdéendur Bowies brugđust hinir verstu viđ. Mótmćltu út og suđur, ţvers og kruss. Sökuđu Kanye um allt ţađ versta varđandi plötuna. Vísuđu ţeir m.a. í ţađ hvernig honum hefur tekist upp viđ ađ kráka Freddy Mercury í heiđursskini.
Hörđustu ađdáendur Freddys lýsa flutningi Kanyes sem misţyrmingu á Queen-slagara og grófa vanvirđingu viđ góđan söngvara. Ekki skipti ég mér af ţví. Hvađ sem segja má um Queen ţá var Freddy nokkuđ góđur söngvari. Hlustiđ og dćmiđ sjálf.
Kanye ţrábiđur Zuckerberg um peninga | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Útvarp | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
12.2.2016 | 10:36
Í fangelsi fyrir ađ spila rokk
Útvarp | Breytt 6.12.2016 kl. 17:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
11.2.2016 | 09:06
Í fangelsi fyrir ađ spila kántrý-músík
"Allt nema kántrý og ţungarokk." Ţetta er algengt svar viđ spurningunni: "Á hvernig tónlist hlustar ţú?" Ţegar harđar er gengiđ á viđmćlandann kemur jafnan í ljós ađ hann hlustar ekki heldur á djass, indverska raga-músík né óperur.
Ţeir eru til sem hlusta á kántrý. Reyndar hlusta flestir á einhver kántrý-afbrigđi. Ţađ er frekar ţannig ađ sumir hafa óţol gagnvart sykursćtasta Nashville kántrý-poppi. Annars er allur háttur á.
Ţađ er ekki alltaf tekiđ út međ sćldinni ađ hlusta á kántrý. Kántrý-unnandi í Skotandi var dćmdur í fjögurra mánađa fangelsi. Sökin var ekki meiri en sú ađ hann olli nágrönnum langvarandi ónćđi međ ţví ađ blasta kántrýi á hćsta styrk í tíma og ótíma. Einkum fengu diskar međ Dolly Parton ađ rúlla undir geisla. Ţađ fyllti mćlinn.
Kántrý-boltanum til refsiţyngingar var metiđ ađ hann barđist um á hćl og hnakka gegn handtöku. Í atinu veittist hann međ ofbeldi ađ einum lögreglumanni.
Dómari féllst ekki á ađ meta honum til refsilćkkunar skerta heyrn. Ţegar ţannig stendur á brúka menn heyrnartól. Kántrý-gaurinn gerđi ţađ ekki. Hann taldi brýnna ađ breiđa út kántrý-fagnađarerindiđ.
Útvarp | Breytt 4.12.2016 kl. 13:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
7.2.2016 | 16:54
Alţjóđlegi The Clash dagurinn
Undanfarin ár hafa útvarpsstöđvar víđa um heim haldiđ árlegan The Clash dag. Dagsetningar hafa veriđ ósamrćmdar og tengdar ýmsu í sögu The Clash. Bandaríska útvarpsstöđin KEXP hélt sig framan af viđ daginn 5. febrúar. Sú dagsetning hefur einnig veriđ kölluđ pönk-dagurinn.
Nú hefur náđst sátt um ţađ ađ alţjóđlegi The Clash dagurinn sé 7. febrúar. Borgarstjóri bandarísku borgarinnar Seattle hefur undirritađ formlega yfirlýsingu ţess efnis. Ţegar ráđamenn í Seattle tjá sig um rokktónlist ţá hlusta rokkunnendur heimsins. Seattle var og er vagga gruggsins (grunge). Hćgt er ađ telja upp marga tugi heimsfrćgra Seattle-rokkara. Hćst bera gruggsveitirnar Nirvana, Pearl Jam, Soundgarden, Alice in Chains og Mudhoney. Líka má nefna gítargođiđ Jimi Hendrix og ţungarokksveitina Queenryche. Bara svo örfá af mörgum nöfnum séu tiltekin.
Hvar kemur The Clash inn í dćmiđ?
The Clash var önnur tveggja enskra hljómsveita sem mótuđu pönkbyltinguna 76/77. Hin var The Sex Pistols. Sú startađi dćminu og fékk The Clash strax ţétt upp ađ hliđ sér. Sex Pistols sendi ađeins frá sér eina plötu, frábćra og áhrifamikla plötu. Síđan ekki söguna meir. Ţađ kom í hlut The Clash ađ ţróa pönkbyltinguna yfir í litríka og fjölbreytta nýbylgju. Ţar á međal kynnti The Clash pönk-reggí til sögunnar. Ţađ varđ umsvifalaust fylgifiskur pönks.
The Clash varđ ofurgrúppa á heimsvísu. Seldi plötur í Bandaríkjunum í milljónaupplögum og út um allan heim. The Clash varđ fyrirmynd Seattle gruggaranna. Án The Clash hefđi ekki orđiđ neitt grugg. Ţađ eru rökin fyrir ţví ađ borgarstjóri Seattle lýsi 7. febrúar alţjóđlega The Clash daginn.
Útvarp | Breytt 8.2.2016 kl. 10:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
13.1.2016 | 13:38
Jólaleikrit - hugljúft og hjartnćmt
Á sviđinu stendur aldrađur mađur viđ risastóran skífusíma. Hann tekur ofursmátt tól af og snýr skífunni nokkrum sinnum.
Rödd í símanum: Jónmundur Sighvatur Ingólfur Sigurđar- og Guđbjargarson í Stóra-Lágholti á Snćfellsnesi hér.
Gamli mađurinn: Sćll bróđir. Langt síđan ég hef heyrt í ţér.
Rödd í símanum: Já, nćstum ţví klukkutími. Hvađ er í gangi?
Gamli mađurinn: Heyrđir ţú útvarpsfréttirnar í hádeginu?
Rödd í símanum: Nei, ég er í fréttabanni samkvćmt lćknisráđi; út af kvíđakastinu.
Gamli mađurinn: Hjón í Hollywood eru ađ skilja.
Rödd í símanum: Hvađa hjón?
Gamli mađurinn: Mér heyrđist karlinn heita Hann og konan Hún. Hugsanlega er Hún af kínverskum ćttum.
Rödd í símanum: Ţađ setur ađ manni ónot viđ svona tíđindi. Hvađ verđur um börnin?
Gamli mađurinn: Ţađ fór framhjá mér. Ég dottađi áđur en fréttinni lauk. Ţegar ég vaknađi aftur var komiđ kvöld og ég búinn ađ týna dagatalinu mínu. Ţessu sem ég erfđi um áriđ ţegar afi var drepinn. Hvenćr eru jólin?
Rödd í símanum: Ţađ er 13. janúar. Ţađ er ekki seinna vćnna fyrir ţig ađ halda upp á jólin. Ţú ćttir ađ halda upp á ađfangadag strax í kvöld.
Gamli mađurinn: Snilld. Ég var einmitt byrjađur ađ hlakka til.
Rödd í símanum: Ţetta er nćr lagi núna en ţegar ţú hélst upp á jólin í apríl.
Gamli mađurinn: Ţađ hefđi sloppiđ betur til međ betri nágrönnum. Ţeir hringdu stöđugt í lögguna og kvörtuđu undan jólalögunum sem ég spilađi úti í garđi. Ég átti bara ekki betri jólalög.
Rödd í símanum: Ekki lög. Ţú spilađir einungis eitt lag og ţađ um Jólaköttinn. Ţú hefđir betur látiđ vera ađ spila ţađ úti í garđi allan sólarhringinn.
Gamli mađurinn: Betra er ađ deila en drottna. Ég tel ţađ ekki eftir mér ađ deila jólagleđi međ öđrum. Hinsvegar verđ ég ađ biđjast velvirđingar á ţví ađ ţú fáir ekkert jólakort frá mér í ár.
Rödd í símanum: Ekki fremur en áđur.
Gamli mađurinn: Ţađ er ekki viđ mig ađ sakast. Ég póstlagđi kort til ţín og fjölda pakka međ jólagjöfum; svo dýrum og glćsilegum ađ ég varđ ađ taka bankalán og veđsetja hús nágrannans án hans vitneskju. Mađur blađrar ekki um svona hluti viđ Pétur og Pál. Ađ minnsta kosti ekki Pál. Hann kjaftar öllu. Meira ađ segja í ókunnugt fólk úti á strćtóstoppustöđ. Hann hefur elt ókunnuga heim til ţeirra til ađ kjafta frá.
Rödd í símanum: Hvađ varđ um jólapakkana?
Gamli mađurinn: Pósturinn reiđ međ ţá yfir á í vexti. Skyndilega sökk hann á kaf í hyl. Síđan hefur ekkert til hans spurst.
Rödd í símanum: En hesturinn? Ég hef mestar áhyggjur af honum.
Gamli mađurinn: Hann slapp án reiđtygja og pósts. Hljóp allsnakinn í ójafnvćgi yfir tvö fjöll og stoppađi ekki fyrr en uppi á ţaki á 2ja hćđa húsi. Ţar var bóndi ađ sjóđa saltfisk og kartöflur.
Rödd í símanum: Uppi á ţaki?
Gamli mađurinn: Nei, upp á palli inn í tjaldi út í fljóti illa drukkinn inn í skógi. Vonandi skemmti hann sér vel.
Rödd í símanum: Brćddi hann hamsatólg međ matnum?
Gamli mađurinn: Nei, en fékk sér grjónagraut í eftirrétt međ rúsínum, kanil og rjómarönd. Ţrátt fyrir ţađ harma ég örlög jólapakkanna til ţín. Á jólum á mađur ađ muna eftir sínum minnsta bróđir. Ţú ert minnstur okkar brćđra.
Rödd í símanum: Ţađ munađi skósóla pabba ađ ég yrđi dvergur. En ţađ getur átt eftir ađ togna úr mér. Enginn veit sína ćvi fyrr en öll er. Né ćvi sumra annarra.
Gamli mađurinn: Ég má ekki vera ađ ţví ađ masa lengur. Jólaskrautiđ kallar. Ekki hengir ţađ síg sjálft upp. Síst af öllu ljósaseríurnar.
Gamli mađurinn skellir á án ţess ađ kveđja. Hann klórar sér ringlađur í höfđinu og segir viđ sjálfan sig: Ţetta er ljóta rugliđ alltaf međ jólin. Ţađ eru ekki nema tuttugu dagar síđan ég hélt upp á ađfangadag. Og nú er hátíđin skollin á strax aftur. Ţađ tekur ţví ekki ađ rífa niđur skraut á milli jóla á međan ţau hellast svona ört yfir.
Tjaldiđ fellur.
Fleiri leikrit og smásögur HÉR
Útvarp | Breytt 14.1.2016 kl. 07:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2016 | 21:34
Belgískur rokkunnandi fjallar um íslenskt rokk
Wim Van Hooste heitir mađur. Hann er frá Belgíu. Hefur veriđ búsettur á Íslandi síđustu ár. Hugfanginn af íslenskri rokkmúsík. Einkum pönkađri senunni. Hann hefur međal annars haldiđ upp á afmćli kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík.
Međ ţví ađ smella á HÉR má finna umfjöllun hans um íslenska rokkmúsík síđustu ára. Mjög svo lofsamlegt og áhugavert dćmi.
Útvarp | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2016 | 13:06
Íslensk tónlist í Alicante
Á árum áđur var fátt skemmtilegra í utanlandsferđ en kíkja í plötubúđ. Alltaf fundust ţar spennandi plötur. Einhverjar sem hvergi höfđu náđ inn á vinsćldalista og fengust ekki í íslenskum plötubúđum. Eđa ţá ađ í útlendu plötubúđunum voru íslenskar plötur sem fáir vissu um ađ vćru ţar. Til ađ mynda rakst ég á plötuna Saga rokksins međ Ham í plötubúđ í Prag í Tékklandi í lok síđustu aldar.
Nú er öldin önnur. Í dag eru sjaldgćfar plötur keyptar á netinu. Útlenskar plötubúđir eru fátćklegar. Ţar fást eiginlega einungis plötur sem náđ hafa toppsćtum á vinsćldalistum í bland viđ plötur stćrstu nafna poppsögunnar. Ţađ er í ađra röndina niđurdrepandi ađ heimsćkja ţessar búđir. Í hina röndina er forvitnilegt ađ vita hvađa íslenskar plötur fást í ţeim.
Í Alicante fann ég tvćr plötubúđir. Báđar stađsettar inni í raftćkjaverslun í sitthvorri verslunarmiđstöđinni. Dálítiđ eins og ađ vera í Elko. Báđar búđirnar voru međ sömu íslensku plöturnar: Fjölda titla međ Björk og nokkra međ Sigur Rós. Einnig Grey Tickles, Black Pressure međ John Grant, svo og Circe međ Hilmari Erni Hilmarssyni, allsherjargođa Ásatrúarfélagsins, Georgi og Kjartani Hólm og Orra Páli.
.
Útvarp | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2015 | 18:47
Plötugagnrýni
- Titill: Örlagagaldur
- Flytjandi: Kalli Tomm
- Einkunn: ****
Ţađ var saga til nćsta bćjar ţegar rokksveitin Gildran í Mosfellsbć snéri upp tánum fyrir tveimur árum. Hljómsveitin hafđi átt farsćlan feril í nćstum hálfan fjórđa áratug. Ađ auki höfđu trommuleikarinn Karl Tómasson og söngvarinn Birgir Haraldsson starfađ saman í vinsćlum hliđarverkefnum. Til ađ mynda í hljómsveitunum 66 og Gildrumezz.
Viđbrögđ Karls viđ nýrri stöđu voru ţau ađ hefja sólóferil. Nokkuđ bratt. Trommuleikari sem hafđi hvorki samiđ lög né sungiđ. Hann henti sér út í djúpu laugina. Snarar fram út hendinni sólóplötu međ frumsömdum lögum er hann syngur dável. Söngröddin er lágstemmd, látlaus og ţćgileg.
Athygli vekur ađ Kalli trommar sjálfur ađeins í einu lagi - svo ágćtur trommuleikari sem hann er. Ásmundur Jóhannsson og Ólafur Hólm Einarsson sjá um trommuleik og áslátt ađ öđru leyti. Eđalfínir í sínu hlutverki eins og allir ađrir sem ađ plötunni koma.
Lögin bera engin merki ţess ađ vera byrjendaverk. Ţvert á móti. Ţau hljóma eins og samin af ţaulreyndum höfundi sem leikur sér međ formiđ og vinnur í ţví. Framvinda ţeirra er ekki fyrirsjáanleg viđ fyrstu hlustun. En ţau vinna hratt á viđ ítrekađa spilun. Flott lög, hlýleg og notaleg. Mig grunar ađ ţau séu samin í slagtogi viđ kassagítarpikk.
Tvö lög eru eftir Jóhann Helgason. Eitt eftir Guđmund Jónsson (Sálin). Ţeir tveir eru í fremstu röđ íslenskra lagahöfunda. Ţađ segir mikiđ um ágćti plötunnar ađ lög ţeirra stinga ekki í stúf.
Eins og fleira sem vekur undrun viđ plötuna ţá er hún róleg og ljúf. Á um margt samleiđ međ lítt rafmögnuđum vísnasöngvum. Hljómsveitarferill Kalla liggur, jú, í hörđu og hávćru rokki. Textarnir skerpa á samleiđ međ vísnasöng. Ţeir eru ađ uppistöđu til vel ort ljóđ sem geta flest hćglega stađiđ styrk á eigin fótum. Höfundar eru Vigdís Grímsdóttir, Bjarki Bjarnason og Kalli sjálfur.
Uppröđun laga er sérdeilis vel heppnuđ. Ţegar hlustađ er á plötuna í heild ţá styđja lögin hvert annađ. Opnunarlagiđ, Gríman grćtur, er ekki poppađasta lag plötunnar - ólíkt ţví sem venja er á plötum. Ţess í stađ er ţađ ofur rólegt og fallegt međ kontrabassa, flottri röddun Jóa Helga, kassagítar gítarsnillingsins Tryggva Hübners og settlegu orgelspili Ásgríms Angantýssonar. Lokaagiđ, Takk fyrir ţađ, er ekki hefđbundin "sing-a-long" ballađa heldur stemma strípuđ niđur í söng Kalla og kontrabassa Ţórđar Högnasonar. Ţađ er virkilega töff.
Ţađ er ekki fyrr en í ţriđja lagi, titillaginu, sem leikar ćsast. Rafgítar Guđmundar Jónssonar er ágengur. Hann kallast á viđ ásćkiđ Hammondorgel Jóns Ólafssonar. Gestasöngvari er Siggi "kjötsúpa". Hann skilar sínu glćsilega. Ţetta er sterkasta lag plötunnar.
Fleiri góđir söngvarar leggja hönd á plóg og setja svip á plötuna. Ţar á međal Jóhann Helgason, Kristjana Stefánsdóttir og Einar Hólm Ólafsson. Vert er ađ geta ţess ađ plötuumbúđir eru virkilega falleg hönnun hjá Pétri Baldvinssyni. Ţetta er vel heppnuđ plata í alla stađi og skemmtileg.
Útvarp | Breytt 17.12.2015 kl. 08:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)