Færsluflokkur: Útvarp

Stam

  Í síðustu viku var ég í viðtali á Útvarpi Sögu,  hjá Pétri Gunnlaugssyni.  Nokkru síðar hringdi í mig kunningi.  Hann var þá búinn að hlusta á spjallið í tvígang og hafði gaman af.  Hinsvegar sagðist hann taka eftir því að stundum komi eins og hik á mig í miðri setningu,  líkt og ég finni ekki rétta orðið.

  Ég upplýsti hann um að ég stami.  Af og til neita talfærin að koma strax frá sér tilteknum orðum.  Á barnsaldri reyndi ég samt að koma orðinu frá mér.  Þá hjakkaði ég á upphafi orðsins,  eins og spólandi bíll.  Með aldrinum lærðist mér að heppilegri viðbrögð væru að þagna uns ég skynja að orðið sé laust.  Tekur aldrei lengri tíma en örfáar sekúndur. 

  Þetta hefur aldrei truflað mig.  Ég hugsa aldrei um þetta og tek yfirleitt ekki eftir þessu.


Hvað segir músíksmekkurinn um þig?

  Margt mótar tónlistarsmekk.  Þar á meðal menningarheimurinn sem manneskjan elst upp í,   kunningjahópurinn og aldur.  Líkamsstarfsemin spilar stórt hlutverk.  Einkum hormón á borð við testósteron og estrógen.  Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir.  Niðurstaðan er ekki algild fyrir alla.  Margir laðast að mörgum ólíkum músíkstílum.  Grófa samspilið er þannig:

  - Ef þú laðast að meginstraums vinsældalistapoppi (Rihanna, Justin Bieber...) er líklegt að þú sért félagslynd manneskja, einlæg og ósköp venjuleg í flesta staði.  Dugleg til vinnu og með ágætt sjálfsálit.  En dálítið eirðarlaus og lítið fyrir skapandi greinar. 

  - Rappheimurinn hefur ímynd ofbeldis og árásarhneigðar.  Engu að síður leiða rannsóknir í ljós að rappunnendur eru ekki ofbeldisfyllri eða ruddalegri en annað fólk.  Hinsvegar hafa þeir mikið sjálfsálit og eru opinskáir. 

  - Kántrýboltar eru dugnaðarforkar,  íhaldssamir,  félagslyndir og í góðu tilfinningalegu jafnvægi. 

  - Þungarokksunnendur eru blíðir,  friðsamir,  skapandi,  lokaðir og með frekar lítið sjálfsálit. 

  - Þeir sem sækja í nýskapandi og framsækna tónlist (alternative, indie...) eru að sjálfsögðu leitandi og opnir fyrir nýsköpun,  klárir,  dálítið latir,  kuldalegir og með lítið sjálfsálit.   

  -  Unnendur harðrar dansmúsíkur eru félagslyndir og áreiðanlegir.

  -  Unnendum klassískrar tónlistar líður vel í eigin skinni og eru sáttir við heiminn,  íhaldssamir,  skapandi og með gott sjálfsálit. 

  -  Djassgeggjarar,  blúsarar og sálarunnendur (soul) eiga það sameiginlegt að vera íhaldssamir,  klárir,  mjög skapandi með mikið sjálfstraust og sáttir við guði og menn.

 

 


Vilt þú syngja á jólatónleikum?

Norska söngkonan Sissel Kyrkjebø verður með jólatónleika í Reykjavík núna fyrir jólin (af hverju eru aldrei jólatónleikar eftir jól?). Hún leitar að íslenskri söngkonu sem er til í að syngja dúett með henni. Skiptir engu máli hvort viðkomandi er þekkt eða óþekkt. Ert þú til? Afritaðu þá á eftirfarandi slóð copy/paste:   http://sissel.net/singwithsissel/ 


Hvetja til sniðgöngu

  Ég er ekki andvígur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva,  Evrusjón.  Þannig lagað.  Hugmyndin með keppninni er góðra gjalda verð:  Að heila sundraðar Evrópuþjóðir í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar.  Fá þær til að hvíla sig frá pólitík og daglegu amstri.  Taka þess í stað höndum saman og skemmta sér saman yfir léttum samkvæmisleik.  Kynnast léttri dægurlagamúsík hvers annars.

  Þetta hefur að mestu gengið eftir.  Mörgum þykir gaman að léttpoppinu.  Líka að fylgjast með klæðnaði þátttakenda,  hárgreiðslu og sviðsframkomu.  Söngvakeppnin er jól og páskar hommasamfélagsins.    

  Nú bregður svo við að fjöldi þekktra tónlistarmanna og fyrrum þátttakenda í Söngvakeppninni hvetur til þess að hún verði sniðgengin á næsta ári.  Ég fylgist aldrei með keppninni og þekki því fá nöfn á listanum hér fyrir neðan.  Þar má sjá nöfn Íslendinga,  Daða Freys og Hildar Kristínar.  Einnig nöfn fólks sem hefur aldrei nálægt keppninni komið,  svo sem Roger Waters (Pink Floyd),  Brian Eno,  Leon Russelson,  samísku Marie Boine og írska vísnasöngvarans Christy Moore.

L-FRESH The LION, musician, Eurovision 2018 national judge (Australia)

Helen Razer, broadcaster, writer (Australia)

Candy Bowers, actor, writer, theatre director (Australia)

Blak Douglas, artist (Australia)

Nick Seymour, musician, producer (Australia)

DAAN, musician, songwriter (Belgium)

Daan Hugaert, actor (Belgium)

Alain Platel, choreographer, theatre director (Belgium)

Marijke Pinoy, actor (Belgium)

Code Rouge, band (Belgium)

DJ Murdock, DJ (Belgium)

Helmut Lotti, singer (Belgium)

Raymond Van het Groenewoud, musician (Belgium)

Stef Kamil Carlens, musician, composer (Belgium)

Charles Ducal, poet, writer (Belgium)

Fikry El Azzouzi, novelist, playwright (Belgium)

Erik Vlaminck, novelist, playwright (Belgium)

Rachida Lamrabet, writer (Belgium)

Slongs Dievanongs, musician (Belgium)

Chokri Ben Chikha, actor, theatre director (Belgium)

Yann Martel, novelist (Canada)

Karina Willumsen, musician, composer (Denmark)

Kirsten Thorup, novelist, poet (Denmark)

Arne Würgler, musician (Denmark)

Jesper Christensen, actor (Denmark)

Tove Bornhoeft, actor, theatre director (Denmark)

Anne Marie Helger, actor (Denmark)

Tina Enghoff, visual artist (Denmark)

Nassim Al Dogom, musician (Denmark)

Patchanka, band (Denmark)

Raske Penge, songwriter, singer (Denmark)

Oktoberkoret, choir (Denmark)

Nils Vest, film director (Denmark)

Britta Lillesoe, actor (Denmark)

Kaija Kärkinen, singer, Eurovision 1991 finalist (Finland)

Kyösti Laihi, musician, Eurovision 1988 finalist (Finland)

Kimmo Pohjonen, musician (Finland)

Paleface, musician (Finland)

Manuela Bosco, actor, novelist, artist (Finland)

Noora Dadu, actor (Finland)

Pirjo Honkasalo, film-maker (Finland)

Ria Kataja, actor (Finland)

Tommi Korpela, actor (Finland)

Krista Kosonen, actor (Finland)

Elsa Saisio, actor (Finland)

Martti Suosalo, actor, singer (Finland)

Virpi Suutari, film director (Finland)

Aki Kaurismäki, film director, screenwriter (Finland)

Pekka Strang, actor, artistic director (Finland)

HK, singer (France)

Dominique Grange, singer (France)

Imhotep, DJ, producer (France)

Francesca Solleville, singer (France)

Elli Medeiros, singer, actor (France)

Mouss & Hakim, band (France)

Alain Guiraudie, film director, screenwriter (France)

Tardi, comics artist (France)

Gérard Mordillat, novelist, filmmaker (France)

Eyal Sivan, film-maker (France)

Rémo Gary, singer (France)

Dominique Delahaye, novelist, musician (France)

Philippe Delaigue, author, theatre director (France)

Michel Kemper, online newspaper editor-in-chief (France)

Michèle Bernard, singer-songwriter (France)

Gérard Morel, theatre actor, director, singer (France)

Daði Freyr, musician, Eurovision 2017 national selection finalist (Iceland)

Hildur Kristín Stefánsdóttir, musician, Eurovision 2017 national selection finalist (Iceland)

Mike Murphy, broadcaster, eight-time Eurovision commentator (Ireland)

Mary Black, singer (Ireland)

Christy Moore, singer, musician (Ireland)

Charlie McGettigan, musician, songwriter, Eurovision 1994 winner (Ireland)

Mary Coughlan, singer (Ireland)

Luka Bloom, singer (Ireland)

Robert Ballagh, artist, Riverdance set designer (Ireland)

Aviad Albert, musician (Israel)

Michal Sapir, musician, writer (Israel)

Ohal Grietzer, musician (Israel)

Yonatan Shapira, musician (Israel)

Danielle Ravitzki, musician, visual artist (Israel)

David Opp, artist (Israel)

Assalti Frontali, band (Italy)

Radiodervish, band (Italy)

Moni Ovadia, actor, singer, playwright (Italy)

Vauro, journalist, cartoonist (Italy)

Pinko Toma Partisan Choir, choir (Italy)

Jorit, street artist (Italy)

Marthe Valle, singer (Norway)

Mari Boine, musician, composer (Norway)

Aslak Heika Hætta Bjørn, singer (Norway)

Nils Petter Molvær, musician, composer (Norway)

Moddi, singer (Norway)

Jørn Simen Øverli, singer (Norway)

Nosizwe, musician, actor (Norway)

Bugge Wesseltoft, musician, composer (Norway)

Lars Klevstrand, musician, composer, actor (Norway)

Trond Ingebretsen, musician (Norway)

José Mário Branco, musician, composer (Portugal)

Francisco Fanhais, singer (Portugal)

Tiago Rodrigues, artistic director, Portuguese national theatre (Portugal)

Patrícia Portela, playwright, author (Portugal)

Chullage, musician (Portugal)

António Pedro Vasconcelos, film director (Portugal)

José Luis Peixoto, novelist (Portugal)

N’toko, musician (Slovenia)

ŽPZ Kombinat, choir (Slovenia)

Lluís Llach, composer, singer-songwriter (Spanish state)

Marinah, singer (Spanish state)

Riot Propaganda, band (Spanish state)

Fermin Muguruza, musician (Spanish state)

Kase.O, musician (Spanish state)

Soweto, band (Spanish state)

Itaca Band, band (Spanish state)

Tremenda Jauría, band (Spanish state)

Teresa Aranguren, journalist (Spanish state)

Julio Perez del Campo, film director (Spanish state)

Nicky Triphook, singer (Spanish state)

Pau Alabajos, singer-songwriter (Spanish state)

Mafalda, band (Spanish state)

Zoo, band (Spanish state)

Smoking Souls, band (Spanish state)

Olof Dreijer, DJ, producer (Sweden)

Karin Dreijer, singer, producer (Sweden)

Dror Feiler, musician, composer (Sweden)

Michel Bühler, singer, playwright, novelist (Switzerland)

Wolf Alice, band (UK)

Carmen Callil, publisher, writer (UK)

Julie Christie, actor (UK)

Caryl Churchill, playwright (UK)

Brian Eno, composer, producer (UK)

AL Kennedy, writer (UK)

Peter Kosminsky, writer, film director (UK)

Paul Laverty, scriptwriter (UK)

Mike Leigh, writer, film and theatre director (UK)

Ken Loach, film director (UK)

Alexei Sayle, writer, comedian (UK)

Roger Waters, musician (UK)

Penny Woolcock, film-maker, opera director (UK)

Leon Rosselson, songwriter (UK)

Sabrina Mahfouz, writer, poet (UK)

Eve Ensler, playwright (US)

Alia Shawkat, actor (US)


Gátan leyst um það hver samdi eitt frægasta Bítlalagið

  Hátt á þriðja hundrað lög hafa komið út á plötu með Bítlunum.  Það eru góð afköst.  Hljómsveitin starfaði á plötuútgáfumarkaði aðeins í 6 ár.  Uppistaðan af lögunum voru skráð á höfundana John Lennon og Paul McCartney. Framan af sömdu þeir flest lög í sameiningu.  Þegar á leið varð algengara að þeir semdu lögin sitt í hvoru lagi.

 Eftir upplausn Bítlanna 1969 var endi bundinn á samstarfið.  Paul lenti í hatrömmu stríði við hina Bítlana vegna uppgjörs á fjármálum.  Allir Bítla hófu sólóferil.

  Í blaðaviðtölum næstu ár voru John og Paul iðulega spurðir að því hver hefði samið hvað í hinu og þessu laginu.  Þeir voru algjörlega sammála um allt þar um að undanskildum tveimur lögum.  Merkilegt hvað þeir voru smmála í ljósi þess að hljómsveitin gekk í gegnum tímabil þar sem liðsmenn voru hálfir út úr heimi í dópþoku.  

  Lögin tvö sem þá greindi á um eru "In My Life" og "Eleanor Rigby".  Hið fyrrnefnda hefur iðulega sigrað í kosningu um besta dægurlag allra tíma.  Þess vegna skiptir þetta miklu máli.  Og þó.  Lennon og McCartney litu alltaf á sig á sjöunda áratugnum sem teymi.  Afrek annars var sjálfkrafa einnig afrek hins.

  Paul heldur því fram að hann hafi samið lagið "In My Life" en John textann.  Paul segist hafa samið lagið undir áhrifum frá lagi eftir Smokey Robinson.  John hélt því fram að hann hafi samið bæði lag og texta með smávægilegum ábendingum frá Paul.  Sterk vísbending um höfund lagsins er að John er forsöngvari þess.    

  Breskur stærðfræðiprófessor,  Jason Brown,  hefur rannsakað málið í 10 ár.  Fleiri hafa lagt honum lið við að greina og skrásetja höfundarsérkenni Johns og Pauls í 149 lögum.  Niðurstaðan er ótvíræð:  John samdi "In My Life" að uppistöðu til.  Bæði lag og texta.  Reyndar var aldrei ágreiningur um að textinn væri Lennons.  Þar fyrir utan hefði það verið á skjön við önnur vinnubrögð að texti og lag væru ekki samin samtímis.  Að vísu var texti stundum endursaminn eftirá.  Stundum var texti eftir Paul umskrifaður lítillega af John.  Aldrei samt neitt umfram vinsamlegar ábendingar.  Þó að John væri miklu betra ljóðskáld þá var Paul fínn textahöfundur líka.  John studdi hann alltaf sem textahöfund - og reyndar á öllum sviðum - og hvatti til dáða.  Paul hafði gott sjálfstraust vitandi að ef eitt besta ljóskáld rokksins,  John Lennon,  væri sátt við texta hans þá væri textinn í góðu lagi.   

  Niðurstaða Jasons Browns er ekki óvænt fyrir okkur Bítlanörda.  Ég ætla að flestir sem hlusta mikið á Bítlana hafi skynjað að um ekta Lennon-lag sé að ræða.  1989 kom út í Bandaríkjunum afar vönduð heimildarbók um Bítlalög,  "Beatlesongs".  Hún er almennt talin vera ein besta heimild um hver er hvað og hvers er hvurs í hverju einstaka Bítlalagi.  Reyndar hafa komið upp dæmi sem sýna að hún er ekki algjörlega óskeikul.  Í bókinni er höfundarhlutur Johns og Pauls í laginu skilgreindur 65% / 35%.  Miðað við að texti Lennons sé allt að 50% af dæminu þá er hlutur hans í lagi vanmetinn.  Réttari hlutur ætti að vera nær 90/10%.  Nema ef Paul á meira í textanum en halda má.  Sem er ólíklegt.   Textinn er afar Lennon-legur. 

  Þessu er öfugt farið með "Eleanor Rigby".  Enga tíu ára rannsókn þarf til að finna út að það sé höfundarverk Pauls.  Í laginu er ekkert sem ber höfundareinkenni Johns - ef frá er talin textalínan "Ah,  look at all the lonely people."  Í dag er vitað að sú lagína var samin af George Harrison.  Hans er þó ekki getið í höfundarskráningu lagsins.  Sem er ósanngjarnt.  Þessi laglína vegur þungt í heildarmynd lagsins.  Texti línunnar er blús-legur að hætti Johns.  Þó má vera að George hafi ort hana líka.  Nema að hann hafi aðeins lagt til laglínubrotið og þess vegna ekki verið skráður meðhöfundur Lennon-McCartney?

 

Lennon - McCartney 

      

 


Hverjir gætu keppt við aðsóknarmet Guns n´ Roses?

  Eins og flestir vita þá sló ensk-bandaríska rokkhljómsveitin Guns n Roses aðsóknarmet á Íslandi í síðustu viku. Mjög svo afgerandi.  Fyrra metið átti dansk-bandaríska þungarokksveitin Metallica.  19 þúsund sóttu hljómleika hennar.  26 þúsund borguðu sig inn á hljómleika Gönsaranna. 

  Bandaríski súkkulaðistrákurinn Justin Timberlake seldi vel yfir 16 þúsund miða,  Roger Watetrs 15 þúsund og þýsku þungarokkararnir Rammstein 12 þúsund.

  Aðsóknarmet Gunsara er ríflegt og eiginlega ótrúlegt.  Íbúar landsins eru 350 þúsund.  Nálægt hálft áttunda prósent mætti á hljómleika þeirra.  Ætla má að sá hópur hafi nánast einungis komið úr röðum fólks á aldrinum 20 - 50 ára.  Fá börn og ellilífeyrisþegar.  Flestir líkast til á fimmtugsaldri eða þar í grennd. 

  Gaman er að velta fyrir sér hver eða hverjir gætu jafnað aðsóknarmet Gunsara.  Eða jafnvel slegið það.  Í fljótu bragði koma aðeins tvö nöfn til greina.  Annars vegar the Rolling Stones.  Hins vegar Paul McCartney. 

 


Sló Drake heimsmet Bítlanna?

  Í fréttum hefur verið sagt frá því að Drake hafi slegið met Bítlanna.  Met sem fólst í því að vorið 1964 áttu Bítlarnir fimm lög í fimm efstu sætum bandaríska vinsældalistans.  Hið rétta er að Drake hefur ekki slegið það met.  Hann hefur aldrei átt fimm lög í fimm efstu sætum bandaríska vinsældalistans. 

  Metið sem hann sló og rataði í fréttir er að í síðustu viku átti hann sjö lög í tíu efstu sætum bandaríska vinsældalistans.   Þar af voru "aðeins" þrjú í fimm efstu sætunum.  Öll drepleiðinleg.  Efstu sætin - til að mynda fimm efstu - hafa mun meira vægi en neðri sæti.  Á bak við efstu sætin liggur miklu meiri plötusala,  miklu meiri útvarpsspilun og svo framvegis.

beatles-top-5-chart-650

 

 


Heitustu sígrænu rokklögin

  Fyrir sléttum tveimur árum setti ég upp Fésbókarsíðu undir heitinu "Classic Rock".  Ég hef póstað inn á hana um 200 myndböndum með jafn mörgum flytjendum.  Einungis þekktasta "classic rokklagi" viðkomandi.  Síðan er með á annað þúsund fylgjendur.  Það segir ekki alla söguna.  Síðan er öllum opin.  Hver sem er getur spilað myndböndin á henni. 

  Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með viðbrögðum.  Að óreyndu hefði ég ekki giskað rétt á hvaða lög fengju bestar viðtökur.  Hér fyrir neðan er listi yfir lögin sem hafa oftast verið spiluð á síðunni.  Til viðbótar spilun á þeim á síðunni er vinsælustu lögunum iðulega deilt yfir á heimasíður notenda.  Þar fá lögin væntanlega fleiri spilanir.  

  Miðað við mest spiluðu lög á síðunni má ráða að gestir hennar séu komnir yfir miðjan aldur.  Lög frá sjöunda áratugnum og fyrri hluta þess áttunda eru heitust. Við blasir að fólk á heima hjá sér plötur Bítlanna,  Stóns,  Led Zeppelin og Pink Floyd.  Ástæðulaust að spila lög þeirra líka á netsíðu.  Heitustu lögin eru væntanlega þau sem fólk á ekki á plötu heima hjá sér en þykir notalegt að rifja upp.

1.  Steelers Wheel - Stuck in the Middle of You: 588 spilanir   

 

2.  Týr - Ormurin langi: 419 spilanir

 

3.  Deep Purple - Smoke on the Water:  238 spilanir 

 

4.  Fleetwood Mac - Black Magic Woman:  192 spilanir

 

5.  Tom Robinson Band - 2-4-6-8 Motorway:  186 spilanir

 

6.  Status Quo - Rockin All Over the World:  180 spilanir

7.  Tracy Chapman - Give Me One Reason:  174 spilanir

8.  Bob Marley - Stir it Up:  166 spilanir

9.  Sykurmolarnir - Motorcycle Mama:  162 spilanir

10. Creedence Clearwater Revival - I Put a Spell on You:  160 spilanir

11. Janis Joplin - Move Over:  148 spilanir

11. Shocking Blue - Venus:  148 spilanir

12. Jethro Tull - Aqualung:  145 spilanir

13. The Cult - Wild Flower:  144 spilanir

14. Bob Dylan - Subterranean Homesick Blues:  135 spilanir

15. Bruce Springsteen - Glory Days: 134 spilanir


Afleiðing lagastuldar

  Í annars bráðskemmtilegum og fróðlegum útvarpsþætti á dögunum barst tal að laginu "Come Together".  Það er opnulag síðustu hljóðversplötu Bítlanna,  "Abbey Road".  Flott lag þar sem Bítlarnir fara á kostum í söng og hljóðfæraleik. 

  Í umræðunni um lagið var nefnt að lagið væri stolið úr lagi Chucks Berrys "You Can´t Catch Me".  Það hafi hinsvegar ekki haft neinar afleiðingar.

  Hið rétta er að það hafði miklar afleiðingar.  John Lennon samdi lagið og textann.  Sem ákafur aðdáandi Chucks Berrys vildi hann heiðra hann með tilvísun í bæði áðurnefnt lag og texta þess.  John var svo mikill aðdáandi að rétt áður en þeir áttu að hittast í fyrsta sinn þá varð hann svo stressaður og nervus að hann ældi eins og múkki.

  Chuck var aðdáandi Bítlanna og einkum Johns.  Enda voru þeir með fjölda laga hans á hljómleikaskrá sinni.  Mörg þeirra rötuðu inn á plötur þeirra. 

  Chuck áttaði sig á heiðruninni í "Come Together" og var upp með sér.  Plötuútgefandi Chucks sá aftur á móti í hendi sér að hægt væri að gera sér mat úr þessu.  Hann kærði John fyrir lagastuld og dró hann fyrir dómstóla.  Sátt náðist í málinu.  Hún fólst í því að John myndi senda frá sér plötu með þremur lögum sem útgefandi Chucks átti útgáfurétt á.  Þetta voru Chuck Berry lögin "You Can´t Catch Me" og "Sweet Little Sixteen" ásamt laginu "Ya Ya" eftir Lee Dorsey.   

  Til að uppfylla sáttina ákvað John að senda frá sér plötu með þessum lögum í bland við önnur gömul rokk og ról uppáhaldslög.  Plötuna kallaði hann "Rock n Roll".  Þetta var á því tímabili sem John kallaði "týndu helgina".  Eiginkona hans,  Yoko Ono",  hafði hent honum út og hann var hálfur út úr heimi blindfullur samfellt í 18 mánuði.    

  Allt gekk á afturfótunum.  Upptökustjórinn snarklikkaði Phil Spector (sem nú er í fangelsi vegna morðs) týndi upptökunum af sumum laga rokk-plötunnar og skaut úr byssu kúlu sem nánast strauk eyra Johns.  Hann var með hellu fyrir eyranu það sem eftir lifði dags. Þetta varð til þess að blindfullur Lennon þjófstartaði sáttinni með því að senda frá sér plötudrusluna "Walls and Bridges" með laginu "Ya Ya".  Rokk-platan þurfti að bíða betri tíma. 

  Útgefandi Chucks skilgreindi þetta sem rof á sáttinni.  Stefndi Lennoni aftur fyrir dómstóla.  Aftur náðist sátt.  Svo kom rokk-platan út.  Hún hefur vaxið í áranna rás.  Þegar hún kom út gáfu gagnrýnendur henni 2 og hálfa stjörnu.  Nokkrum árum síðar voru það 3 stjörnur.  Síðan 3 og hálf.  Í dag fær platan 4 stjörnur á allmusic.com.

  Útgefandi Chucks gaf rokk-plötuna út undir nafninu "Roots".  Það kallaði á enn ein málaferlin. 

  Til gamans:  Ýmsar heimildir herma að Paul McCartney syngi bakröddina í "Come Together".  Meðal annars sú vandaða heimildabók "Beatlesongs".  Paul hefur þó upplýst að John raddi með sjálfum sér.  Paul hafi boðist til að radda en John svarað Því til að hann græji þetta sjálfur.  Paul sárnaði þetta en var of stoltur til að láta John vita af því.   


Ljúf plata

Titill:  Þúsund ár

Flytjandi:  Guðmundur R

Einkunn: ****

  Guðmundur R. Gíslason varð fyrst þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Sú Ellen frá Norðfirði.  "Þúsund ár" er ný sólóplata með honum.  Hún inniheldur tíu frumsamin lög 0g texta.  Lögin eru öll hin snotrustu og notalega söngræn.  Textarnir eru alþýðlegir og ljóðrænir.  Það er að segja ortir á venjulegu alþýðumáli án rembings; án stuðla og höfuðstafa en iðulega með endarím.  Yrkisefnið er samskipti fólks og smá pólitík.  Í rokkaðasta laginu,  "Best í heimi",  er deilt á íslensku spillinguna.  Fyrir minn smekk er það skemmtilegasta lag plötunnar ásamt lokalaginu,  "1974".  Þar segir frá snjóflóðinu sem féll á Neskaupstað umrætt ár.

  Guðmundur er góður,  blæbbrigðaríkur og lipur söngvari með breitt raddsvið.  Sveiflar sér léttilega á milli söngstíla.  Bregður jafnvel fyrir sig snyrtilegri falsettu til spari.  

  Allflest lögin eru á millihraða.  Heildar yfirbragð plötunnar er milt.  Áferðin er mjúk.  Allur flutningur er snyrtilegur, fágaður og að mestu án eiginlegra klisjusólókafla.  Það er kostur.      

Þúsund ár    

  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband