Færsluflokkur: Útvarp

Gettu betur

  Ég var afskaplega sáttur með sigur Kvennaskóla Reykjavíkur í spurningakeppninni Gettu betur.  Tek samt fram að ég hef ekkert á móti Menntaskóla Reykjavíkur sem Kvennaskólinn lagði að velli.  Lengst af var Gettu betur leikvöllur drengja.  Nú brá svo við að sigurlið Kvennaskólans var skipað tveimur klárum stelpum og einum dreng. 

  Eitt olli mér undrun í keppninni:  Stuðningsmenn Kvennóliðsins,  samnemendur,  sungu gamlan bandarískan sveitaslagara um sveitavegi og bandaríska ferðamannastaði.  Ég átta mig ekki á tengingunni.  Ég hef ekkert á móti laginu né höfundi þess,  John heitnum Denver.  En flutningur skólasystkinanna á því kom eins og skratti úr sauðalegg.

 

                                                                                                                                                                                                                  


Merkustu plötur sjöunda áratugarins

  Hvergi í heiminum eru gefin út eins mörg rokkmúsíktímarit og í Bretlandi.  Bandarísku rokkmúsíktímaritin Rolling Stone og Spin seljast að vísu í hærra upplagi.  En þau bresku fylgja þéttingsfast í kjölfarið.  

  Ég var að glugga í eitt af þessum bresku,  Classic Rock.  Sá þar lista yfir merkustu plötur sjöunda áratugarins.  Ekki endilega bestu plötur heldur þær sem breyttu landslaginu.  Aðeins ein plata á hvern flytjanda.  

  Merkilegt en samt auðvelt að samþykkja að þær komu allar út 1967 - 1969. Umhugsunarverðara er hvar í röðinni á listanum þær eru.  Hann er svona:

1.  The Jimi Hendrix Experience:  Axis: Bold as Love

2.  Bítlarnir:  Hvíta albúmið

3.  The Rolling Stones:  Let it Bleed 

4.  Led Zeppelin:  Led Zeppelin II

5.  Free:  Tons of Sobs

6.  Jeff Beck:  Truth

7. Fleetwood Mac:  Then Play On

8.  David Bowie:  David Bowie

9.  Pink Floyd:  Ummagumma

10.  The Doors:  The Doors


Plötuumsögn

  - Titill:  Plasteyjan

 - Flytjandi:  PS & Bjóla

 - Einkunn: ****

  PS & Bjóla er dúett Pjeturs Stefánssonar og Sigurðar Bjólu.  Báðir hafa starfað í fjölda hljómsveita.  Pjetur kannski þekktastur fyrir að leiða Big Nose Band og PS & co.  Sigurður eflaust kunnastur fyrir Spilverk þjóðanna og Stuðmenn.  Samstarf þeirra nær vel aftur til síðustu aldar.

  Báðir eru afbragðsgóðir lagahöfundar, skemmtilegir textasmiðir,  ljómandi góðir söngvarar og ágætir gítarleikarar.  Báðir hafa sent frá sér ódauðlega stórsmelli.  Pjetur með "Ung og rík" (oftast kallaður "Ung gröð og rík").  Sigurður með "Í bláum skugga". 

  Laglínur Sigurðar bera iðulega sterk höfundareinkenni.  Fyrir bragðið kvikna hugrenningar í átt til Stuðmanna - og reyndar Þursaflokksins líka - af og til þegar platan er spiluð.  Ekki síður vegna þess að Ragnhildur Gísladóttir tekur lagið í þremur söngvum.  Eflaust líka vegna þess að trommuleikari þessara hljómsveita,  Ásgeir Óskarsson, er ásláttaleikari plötunnar.

  Platan er fjölbreitt en hefur samt ákveðinn heildarsvip.  Blúskeimur hér,  sýra þar,  gítar spilaður afturábak, smá Pink Floyd og allskonar.  Titillagið rammar pakkann inn; epískur 11 mínútna ópus.  Hann hefst á ljúfum söng Sigurðar við kassagítarundirleik.  Fleiri hljóðfæri bætast hægt og bítandi við.  Takturinn harðnar.  Fyrr en varir er hressilegt rokk skollið á. Síðan mýkist það og breytist í rólegan sýrðan spuna.  Svo er upphafskaflinn endurtekinn.  Lokahlutinn er mildur einleikur Ástu Kristínar Pjetursdóttur á víólu.

  Mér heyrist sem Pjetur og Sigurður semji lögin í sameiningu.  Þeir skipta söngi bróðurlega á milli sín.  Söngstíll þeirra er áþekkur ef frá er talið að Pjetur gefur stundum í og afgreiðir þróttmikinn öskursöngstíl. 

  Textarnir hljóma eins og þeir séu ortir í sameiningu.  Stíllinn er sá sami út í gegn.  Að auki kallast þeir á.  Til að mynda kemur plasteyjan fyrir í nokkrum þeirra.  Þeir leika sér lipurlega með tungumálið og tilvísanir.  Ágætt dæmi er upphaf textans "Mammonshaf" sem snýr snyrtilega út úr upphafsorðum Jóhannesarguðspjalls:  "Í upphafi var plastið og plastið var hjá guði."

  Platan er frekar seintekin.  Hún vex þeim mun meira við hverja hlustun.  Vex mjög.  Hún hljómar eins og unnin í afslöppuðum rólegheitum.  Allt yfirvegað og úthugsað - án þess að kæfa geislandi spilagleði.  Aðrir hljóðfæraleikarar en nefndir eru hér fyrir ofan eru í landsliðinu:  Tryggvi Hubner, Bjöggi Gísla og Sigurgeir Sigmundsson (gítar),  Haraldur Þorsteins (bassi), Hjörleifur Valsson (fiðla),  Jens Hansson (sax), Pétur Hjaltested (hljómborð), Sigfús Örn Óttarsson (trommur) og Sigurður Sigurðsson (munnharpa).

  Uppáhaldslög:  "Fléttur" (algjör negla!) og "Nóttin".

  Pjetur er hámenntaður og virtur myndlistamaður.  Umslagið ber þess vitni.

plasteyjanPjétur StefánssonSigurður Bjóla 


Alþjóðlegi CLASH-dagurinn

  Í dag,  7. febrúar,  er alþjóðlegi CLASH-dagurinn haldinn hátíðlegur um heim allan.  Formlegir aðstandendur hans eru 20 stórborgir (þar á meðal Chicago,  Seattle,  Washington DC,  Los Angeles,  Toronto,  Belgrad,  San José í Costa Rica,  Sao Paulo,  Barcelona...),  101 útvarpsstöð  (allt frá Tónlistarútvarpi Peking-borgar til króatískrar og argentínskrar stöðva),  43 plötubúðir (allt frá mexíkóskum til eistlenskrar),  svo og 26 rokkhátíðir (meðal annars í Perú og Finnlandi).  Sumar borgir hafa gert Clash-daginn að opinberum frídegi.  Sumar útvarpsstöðvar teygja á Clash-deginum.  Spila einungis Clash-lög í allt að 4 sólarhringa.  Samkvæmt hlustendamælingum skora þær hæst á sínum ferli í þeirri dagskrá.  Vonbrigði að hvorki X-ið né Rás 2 taki þátt í Clash-deginum.

  The Clash var önnur tveggja hljómsveita sem leiddi bresku pönkbylgjuna á síðari hluta áttunda áratugarins (hin var Sex Pistols).  Ólíkt öðrum pönksveitum þróaðist Clash á örskömmum tíma yfir í afar fjölbreytta nýbylgju.  Ólíkt öðrum breskum pönksveitum sló Clash rækilega í gegn í Bandaríkjunum.  

  Clash-dagurinn var upphaflega bandarískur.  Svo breiddist hann út um heim.

  Hljómsveitin var stofnuð 1976.  Hún leystist upp í leiðindum og var öll 1986.  Gríðarmikil eiturlyfjaneysla átti hlut að máli.  1980 spilaði Clash í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar.  Frábærir hljómleikar.  

  Hróður Clash jókst bratt eftir að hún snéri upp tánum.  Gott dæmi er að 1981 náði lagið "Should I Stay or Should I Go" 1. sæti breska vinsældalistans eftir að hafa áður ítrekað flökkt hátt á honum.  Í óþökk liðsmanna the Clash gerði bandaríski herinn lagið "Rock the Casbah" að einkennislagi sínu í upphafi þessarar aldar.  Það var sett í síspilun þegar ráðist var inn í Írak í aldarbyrjun. 

clash_logo


Hljómsveitin Týr orðin fjölþjóðleg

  Vorið 2002 hljómaði færeyskt lag á Rás 2.  Nokkuð óvænt.  Færeysk tónlist hafði ekki heyrst í íslensku útvarpi til margra áratuga.  Lagið var "Ormurin langi" með hljómsveitinni Tý.  Viðbrögð hlustenda voru kröftug.  Allt ætlaði um koll að keyra.  Símkerfi Útvarpsins logaði.  Hlustendur vildu heyra þetta "norska lag" aftur.  Já, einhverra hluta vegna héldu þeir að þetta væri norskt lag.  Færeyjar voru ekki inn í myndinni.

  Lagið var aftur spilað daginn eftir.  Enn logaði símkerfið.  Þetta varð vinsælasta lag ársins á Íslandi.  Platan með laginu,  "How Far to Aasgard?",  sat vikum saman í toppsæti sölulistans.  Seldist í 4000 eintökum hérlendis.  Kiddi "kanína" (einnig þekktur sem Kiddi í Hljómalind) var eldsnöggur sem fyrr að skynja að nú væri lag.  Hann bókaði Tý í hljómleikaferð um Ísland.  Hvarvetna var fullt út úr dyrum.  Víða komust færri að en vildu.  Til að mynda í Ölfusi.  Þar voru fleiri utan húss en komust inn. 

  Á skall alvöru Týs-æði.  Hljómsveitin mætti í Smáralind til að gefa eiginhandaráritun.  Þar myndaðist biðröð sem náði gafla á milli.  Auglýstur klukkutími teygðist yfir að þriðja tíma. 

  Í miðju fárinu uppgötvaði Kiddi að Færeyingar sátu á gullnámu: Þar blómstaði öflugt og spennandi tónlistarlíf með ótrúlega hæfileikaríku fólki:  Eivör,  Hanus G.,  Kári Sverris,  hljómsveitir á borð við 200,  Clickhaze,  Makrel,  Arts,  Yggdrasil,  Lena Anderson og ég er að gleyma 100 til viðbótar.  Kiddi kynnti þetta fólk til sögunnar.  Talað var um færeysku bylgjuna.  Eivör varð súperstjarna.  Einstakar plötur hennar hafa selst í 10 þúsund eintökum hérlendis.  Hún fyllir alla hljómleikasali.  Í dag er hún stórt nafn víða um heim.  Hefur fengið mörg tónlistarverðlaun.  Hún hefur átt plötur í 1. sæti norska vinsældalistans og lag í 1. sæti danska vinsældalistans.  Fyrsta sólóplata Eivarar kom út 1999.  Þar heiðraði hún nokkur gömul færeysk kvæðalög.  Þau urðu Tý kveikja að því að gera slíkt hið sama.  Fyrir þann tíma þóttu gömlu kvæðalögin hallærisleg.      

  Ofurvinsældir Týs - og Eivarar - á Íslandi urðu þeim hvatning til að leita fyrir sér enn frekar utan landsteinanna.  Með góðum árangri.  Týr er í dag stórt nafn í senu sem kallast víkingametall.  Hljómsveitin er vel bókuð á helstu þungarokkshátíðir heims.  Að auki túrar hún ótt og títt um Ameríku og Evrópu.  Fyrir nokkrum árum náði hún toppsæti ameríska CMJ vinsældalistans.  Hann mælir spilun framhaldsskólaútvarpsstöðva í Bandaríkjunum og Kanada (iðulega hérlendis kallaðar bandarískar háskólaútvarpsstöðvar - sem er villandi ónákvæmni).

  Hljómsveitin er þétt bókuð út þetta ár.  Þar á meðal á þungarokkshátíðir í Ameríku, Evrópu og Asíu.  Meira að segja í Kóreu og Japan.  

  Vegna bakveiki hefur trommarinn Kári Streymoy af og til helst úr lestinni síðustu ár.  Frá 2016 hefur Ungverjinn Tadeusz Rieckmann verið fastur trommari Týs.  Færeyski gítarleikarinn Terji Skibenæs hefur í gegnum tíðina verið úr og í hljómsveitinni.  Húðflúr á hug hans og hjarta.  Nú hefur Þjóðverjinn Attila Vörös verið fastráðinn í hans stað.

  Söngvahöfundurinn, söngvarinn og gítarsnillingurinn Heri Joensen segir þetta ekki vera vandamál;  að liðsmenn búi í mörgum löndum.  Hljómsveitin var á sínum tíma stofnuð í Danmörku.  Allar götur síðan hafa liðsmenn hennar búið í ýmsum löndum.  Vinnusvæðið er hljómleikaferðir þvers og kruss um heiminn.  Þá skiptir ekki máli hvar liðsmenn eru skrásettir til heimilis. 

týr 


Vönduð og metnaðarfull plata

 - Titill:  Oddaflug

 - Flytjandi:  Kalli Tomm

 - Einkunn:  ****

  Lengst af var Karl Tómasson þekktur sem trommuleikari Gildrunnar.  Fyrir fjórum árum eða svo hóf hann farsælan sólóferil;  sendi frá sér plötuna Örlagagaldur.  Þar kom hann fram sem hörkugóður söngvari og prýðilegt söngvaskáld.  Örlagagaldur varð ein söluhæsta plata þess árs.   Nokkuð óvænt vegna þess að ekkert einstakst lag af henni varð stórsmellur.  Þess í stað var það platan í heild sem hlaut svona vænar viðtökur.

  Oddaflug er önnur sólóplata Kalla.  Eðlilega sver hún sig í ætt við Örlagagaldur.  Tónlistin er í humátt að norrænum vísnasöng í bland við rokkaða spretti.  Þetta fléttast skarpast saman í opnulaginu,  Kyrrþeyrinn andar.  Fyrri hlutinn er ljúfur og áferðarfagur óður til náttúrunnar.  Um miðbik skellur óvænt á kröftugur rokkkafli.  Í niðurlagi taka rólegheitin aftur við.  Útkoman er hið ágætasta prog. 

  Þrátt fyrir rafmagnaða rokktakta er heildarsvipur plötunnar lágstemmdur,  yfirvegaður og hátíðlegur.  Sjö lög af tíu eru frumsamin.  Þar af eitt samið með Tryggva Hubner og annað með Guðmundi Jónssyni.  Hann á að auki annað lag og texta.  Tvö eru eftir Jóhann Helgason. 

  Textarnir hafa innihald og geta staðið sjálfstæðir sem ljóð.  Fjórir eru ortir af Bjarka Bjarnasyni - einn ásamt Guðmundi Jónssyni.  Hjördís Kvaran Einarsdóttir er höfundur tveggja.  Jón úr Vör,  Jón Óskar og Líney Ólafsdóttir eiga sinn textann hvert.  Margir þeirra bera sameiginlegan trega og söknuð,  kasta fram spurningum um óvissa framtíð en boða þó von og trú á ástina.  

  Jóhann Helgason, Íris Hólm og Ingibjörg Hólm Einarsdóttir syngja á móti Kalla í sitthverju laginu.  Þau eru einnig í bakröddum ásamt Kalla sjálfum og fleirum.

  Gítarleikur er í höndum Kalla, Tryggva Hubner,  Guðmundar Jónssonar,  Þráins Árna Baldvinssonar og Sigurgeirs Sigmundssonar.  Hljómborðsleik afgreiða Kjartan Valdimarsson, Jón Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon.  Bassa plokka Jóhann Ásmundsson,  Jón Ólafsson og Þórður Högnason.  Ásmundur Jóhannsson trommar og Sigurður Flosason blær í sax.  Þetta er skothelt lið.

  Umslagshönnun Péturs Baldvinssonar setur punktinn yfir i-ið;  glæsilegt listaverk.

  Vert er að taka fram að platan er frekar seintekin.  Þó hún hljómi vel við fyrstu spilun þá þarf hún að rúlla í gegn nokkrum sinnum áður en fegurð tónlistarinnar skilar sér í fullum skrúða.

oddaflug


Stam

  Í síðustu viku var ég í viðtali á Útvarpi Sögu,  hjá Pétri Gunnlaugssyni.  Nokkru síðar hringdi í mig kunningi.  Hann var þá búinn að hlusta á spjallið í tvígang og hafði gaman af.  Hinsvegar sagðist hann taka eftir því að stundum komi eins og hik á mig í miðri setningu,  líkt og ég finni ekki rétta orðið.

  Ég upplýsti hann um að ég stami.  Af og til neita talfærin að koma strax frá sér tilteknum orðum.  Á barnsaldri reyndi ég samt að koma orðinu frá mér.  Þá hjakkaði ég á upphafi orðsins,  eins og spólandi bíll.  Með aldrinum lærðist mér að heppilegri viðbrögð væru að þagna uns ég skynja að orðið sé laust.  Tekur aldrei lengri tíma en örfáar sekúndur. 

  Þetta hefur aldrei truflað mig.  Ég hugsa aldrei um þetta og tek yfirleitt ekki eftir þessu.


Hvað segir músíksmekkurinn um þig?

  Margt mótar tónlistarsmekk.  Þar á meðal menningarheimurinn sem manneskjan elst upp í,   kunningjahópurinn og aldur.  Líkamsstarfsemin spilar stórt hlutverk.  Einkum hormón á borð við testósteron og estrógen.  Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir.  Niðurstaðan er ekki algild fyrir alla.  Margir laðast að mörgum ólíkum músíkstílum.  Grófa samspilið er þannig:

  - Ef þú laðast að meginstraums vinsældalistapoppi (Rihanna, Justin Bieber...) er líklegt að þú sért félagslynd manneskja, einlæg og ósköp venjuleg í flesta staði.  Dugleg til vinnu og með ágætt sjálfsálit.  En dálítið eirðarlaus og lítið fyrir skapandi greinar. 

  - Rappheimurinn hefur ímynd ofbeldis og árásarhneigðar.  Engu að síður leiða rannsóknir í ljós að rappunnendur eru ekki ofbeldisfyllri eða ruddalegri en annað fólk.  Hinsvegar hafa þeir mikið sjálfsálit og eru opinskáir. 

  - Kántrýboltar eru dugnaðarforkar,  íhaldssamir,  félagslyndir og í góðu tilfinningalegu jafnvægi. 

  - Þungarokksunnendur eru blíðir,  friðsamir,  skapandi,  lokaðir og með frekar lítið sjálfsálit. 

  - Þeir sem sækja í nýskapandi og framsækna tónlist (alternative, indie...) eru að sjálfsögðu leitandi og opnir fyrir nýsköpun,  klárir,  dálítið latir,  kuldalegir og með lítið sjálfsálit.   

  -  Unnendur harðrar dansmúsíkur eru félagslyndir og áreiðanlegir.

  -  Unnendum klassískrar tónlistar líður vel í eigin skinni og eru sáttir við heiminn,  íhaldssamir,  skapandi og með gott sjálfsálit. 

  -  Djassgeggjarar,  blúsarar og sálarunnendur (soul) eiga það sameiginlegt að vera íhaldssamir,  klárir,  mjög skapandi með mikið sjálfstraust og sáttir við guði og menn.

 

 


Vilt þú syngja á jólatónleikum?

Norska söngkonan Sissel Kyrkjebø verður með jólatónleika í Reykjavík núna fyrir jólin (af hverju eru aldrei jólatónleikar eftir jól?). Hún leitar að íslenskri söngkonu sem er til í að syngja dúett með henni. Skiptir engu máli hvort viðkomandi er þekkt eða óþekkt. Ert þú til? Afritaðu þá á eftirfarandi slóð copy/paste:   http://sissel.net/singwithsissel/ 


Hvetja til sniðgöngu

  Ég er ekki andvígur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva,  Evrusjón.  Þannig lagað.  Hugmyndin með keppninni er góðra gjalda verð:  Að heila sundraðar Evrópuþjóðir í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar.  Fá þær til að hvíla sig frá pólitík og daglegu amstri.  Taka þess í stað höndum saman og skemmta sér saman yfir léttum samkvæmisleik.  Kynnast léttri dægurlagamúsík hvers annars.

  Þetta hefur að mestu gengið eftir.  Mörgum þykir gaman að léttpoppinu.  Líka að fylgjast með klæðnaði þátttakenda,  hárgreiðslu og sviðsframkomu.  Söngvakeppnin er jól og páskar hommasamfélagsins.    

  Nú bregður svo við að fjöldi þekktra tónlistarmanna og fyrrum þátttakenda í Söngvakeppninni hvetur til þess að hún verði sniðgengin á næsta ári.  Ég fylgist aldrei með keppninni og þekki því fá nöfn á listanum hér fyrir neðan.  Þar má sjá nöfn Íslendinga,  Daða Freys og Hildar Kristínar.  Einnig nöfn fólks sem hefur aldrei nálægt keppninni komið,  svo sem Roger Waters (Pink Floyd),  Brian Eno,  Leon Russelson,  samísku Marie Boine og írska vísnasöngvarans Christy Moore.

L-FRESH The LION, musician, Eurovision 2018 national judge (Australia)

Helen Razer, broadcaster, writer (Australia)

Candy Bowers, actor, writer, theatre director (Australia)

Blak Douglas, artist (Australia)

Nick Seymour, musician, producer (Australia)

DAAN, musician, songwriter (Belgium)

Daan Hugaert, actor (Belgium)

Alain Platel, choreographer, theatre director (Belgium)

Marijke Pinoy, actor (Belgium)

Code Rouge, band (Belgium)

DJ Murdock, DJ (Belgium)

Helmut Lotti, singer (Belgium)

Raymond Van het Groenewoud, musician (Belgium)

Stef Kamil Carlens, musician, composer (Belgium)

Charles Ducal, poet, writer (Belgium)

Fikry El Azzouzi, novelist, playwright (Belgium)

Erik Vlaminck, novelist, playwright (Belgium)

Rachida Lamrabet, writer (Belgium)

Slongs Dievanongs, musician (Belgium)

Chokri Ben Chikha, actor, theatre director (Belgium)

Yann Martel, novelist (Canada)

Karina Willumsen, musician, composer (Denmark)

Kirsten Thorup, novelist, poet (Denmark)

Arne Würgler, musician (Denmark)

Jesper Christensen, actor (Denmark)

Tove Bornhoeft, actor, theatre director (Denmark)

Anne Marie Helger, actor (Denmark)

Tina Enghoff, visual artist (Denmark)

Nassim Al Dogom, musician (Denmark)

Patchanka, band (Denmark)

Raske Penge, songwriter, singer (Denmark)

Oktoberkoret, choir (Denmark)

Nils Vest, film director (Denmark)

Britta Lillesoe, actor (Denmark)

Kaija Kärkinen, singer, Eurovision 1991 finalist (Finland)

Kyösti Laihi, musician, Eurovision 1988 finalist (Finland)

Kimmo Pohjonen, musician (Finland)

Paleface, musician (Finland)

Manuela Bosco, actor, novelist, artist (Finland)

Noora Dadu, actor (Finland)

Pirjo Honkasalo, film-maker (Finland)

Ria Kataja, actor (Finland)

Tommi Korpela, actor (Finland)

Krista Kosonen, actor (Finland)

Elsa Saisio, actor (Finland)

Martti Suosalo, actor, singer (Finland)

Virpi Suutari, film director (Finland)

Aki Kaurismäki, film director, screenwriter (Finland)

Pekka Strang, actor, artistic director (Finland)

HK, singer (France)

Dominique Grange, singer (France)

Imhotep, DJ, producer (France)

Francesca Solleville, singer (France)

Elli Medeiros, singer, actor (France)

Mouss & Hakim, band (France)

Alain Guiraudie, film director, screenwriter (France)

Tardi, comics artist (France)

Gérard Mordillat, novelist, filmmaker (France)

Eyal Sivan, film-maker (France)

Rémo Gary, singer (France)

Dominique Delahaye, novelist, musician (France)

Philippe Delaigue, author, theatre director (France)

Michel Kemper, online newspaper editor-in-chief (France)

Michèle Bernard, singer-songwriter (France)

Gérard Morel, theatre actor, director, singer (France)

Daði Freyr, musician, Eurovision 2017 national selection finalist (Iceland)

Hildur Kristín Stefánsdóttir, musician, Eurovision 2017 national selection finalist (Iceland)

Mike Murphy, broadcaster, eight-time Eurovision commentator (Ireland)

Mary Black, singer (Ireland)

Christy Moore, singer, musician (Ireland)

Charlie McGettigan, musician, songwriter, Eurovision 1994 winner (Ireland)

Mary Coughlan, singer (Ireland)

Luka Bloom, singer (Ireland)

Robert Ballagh, artist, Riverdance set designer (Ireland)

Aviad Albert, musician (Israel)

Michal Sapir, musician, writer (Israel)

Ohal Grietzer, musician (Israel)

Yonatan Shapira, musician (Israel)

Danielle Ravitzki, musician, visual artist (Israel)

David Opp, artist (Israel)

Assalti Frontali, band (Italy)

Radiodervish, band (Italy)

Moni Ovadia, actor, singer, playwright (Italy)

Vauro, journalist, cartoonist (Italy)

Pinko Toma Partisan Choir, choir (Italy)

Jorit, street artist (Italy)

Marthe Valle, singer (Norway)

Mari Boine, musician, composer (Norway)

Aslak Heika Hætta Bjørn, singer (Norway)

Nils Petter Molvær, musician, composer (Norway)

Moddi, singer (Norway)

Jørn Simen Øverli, singer (Norway)

Nosizwe, musician, actor (Norway)

Bugge Wesseltoft, musician, composer (Norway)

Lars Klevstrand, musician, composer, actor (Norway)

Trond Ingebretsen, musician (Norway)

José Mário Branco, musician, composer (Portugal)

Francisco Fanhais, singer (Portugal)

Tiago Rodrigues, artistic director, Portuguese national theatre (Portugal)

Patrícia Portela, playwright, author (Portugal)

Chullage, musician (Portugal)

António Pedro Vasconcelos, film director (Portugal)

José Luis Peixoto, novelist (Portugal)

N’toko, musician (Slovenia)

ŽPZ Kombinat, choir (Slovenia)

Lluís Llach, composer, singer-songwriter (Spanish state)

Marinah, singer (Spanish state)

Riot Propaganda, band (Spanish state)

Fermin Muguruza, musician (Spanish state)

Kase.O, musician (Spanish state)

Soweto, band (Spanish state)

Itaca Band, band (Spanish state)

Tremenda Jauría, band (Spanish state)

Teresa Aranguren, journalist (Spanish state)

Julio Perez del Campo, film director (Spanish state)

Nicky Triphook, singer (Spanish state)

Pau Alabajos, singer-songwriter (Spanish state)

Mafalda, band (Spanish state)

Zoo, band (Spanish state)

Smoking Souls, band (Spanish state)

Olof Dreijer, DJ, producer (Sweden)

Karin Dreijer, singer, producer (Sweden)

Dror Feiler, musician, composer (Sweden)

Michel Bühler, singer, playwright, novelist (Switzerland)

Wolf Alice, band (UK)

Carmen Callil, publisher, writer (UK)

Julie Christie, actor (UK)

Caryl Churchill, playwright (UK)

Brian Eno, composer, producer (UK)

AL Kennedy, writer (UK)

Peter Kosminsky, writer, film director (UK)

Paul Laverty, scriptwriter (UK)

Mike Leigh, writer, film and theatre director (UK)

Ken Loach, film director (UK)

Alexei Sayle, writer, comedian (UK)

Roger Waters, musician (UK)

Penny Woolcock, film-maker, opera director (UK)

Leon Rosselson, songwriter (UK)

Sabrina Mahfouz, writer, poet (UK)

Eve Ensler, playwright (US)

Alia Shawkat, actor (US)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband