Færsluflokkur: Lífstíll
6.5.2014 | 23:50
Óheppileg nöfn
Ég er ekki með söguna á hreinu. Á Norðurlöndunum heita íslensku Ópaltöflurnar OBAL. Ein sagan segir að Ópal þýði eitthvað dónalegt. Önnur saga segir að Ópal sé skrásett vörumerki en ónotað á Norðurlöndunum. Þriðja sagan segir að Ópal sé bæði dónalegt orð og líka skrásett og frátekið vörumerki. Hvað sem rétt er þá eru til mörg dæmi um að nöfn á sælgæti og öðru matarkyns hljómi illa þegar það er sett á markað í öðrum löndum en upprunalandi. Einkum á það við um asískar vörur sem eru merktar á ensku. Hér eru nokkur dæmi:
Þessi asíski drykkur heitir á ensku Gyðingaeyrnasafi. Eða kannski Gyðingaeyrnamergur?
Hér er rifsberjasulta. Sennilega er átt við að hún bragðist eins og heimagerð sulta ömmu. En yfirskriftin er "Bragðast eins og amma".
Ég veit ekki hver merkingin hefur átt að vera en þessi núðlusúpa heitir "Súpa fyrir druslur".
"Aðeins æla" er nafnið á snakkinu.
"Ristaðar apahreðjar"
"Piss kóla"
"Rifið barnakjöt"
"Extra typpi"
"Gautaborgar nauðgun"
Lífstíll | Breytt 7.5.2014 kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2014 | 22:30
Húðflúraklúður

Ég var að fá mér húðflúr. Sem er ekki í frásögu færandi. Það er merki færeyska OKKARA bjórsins. Húðflúrarinn sagði mér frá manni sem kom til hans í vandræðum. Maðurinn hélt upp á 10 ára edrúafmæli með því að láta húðflúra á sig Æðruleysisbænina. Sá sem framkvæmdi verkið var ekki í góðu formi. Fyrir bragðið var orðið breytt í tvígang skrifað með einföldu i. Í öðru tilfellinu vantaði að auki e. Edrúmaðurinn var og er í öngum sínum yfir þessu. Það er ekki hægt að laga klúðrið nema með því að gera það ennþá kjánalegra.
Flestir umgangast húðflúr af varfærni. Húðflúr er eitthvað sem fólk fær sér eftir vandlega yfirlegu. Húðflúr er svo gott sem varanlegt skraut á líkamann. Flestir sem á annað borð fá sér húðflúr fá sér aðeins eitt húðflúr. Tiltölulega fáir fá sér mörg húðflúr. Lengst af var húðflúr Íslendinga bundið við sjómenn. Enda engir starfandi húðflúrarar á Íslandi.
Erlendis, til að mynda í Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Bretlandi, var húðflúr lengi vel einskorðað við þá sem sátu í fangelsi.
Í dag er auðvelt að fá sér húðflúr hvar sem er. Engu að síður vanda flestir val á húðflúri. Nema í Suðurríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku. Þar gildir að menn redda sér. Málið er að kýla á hlutina og gera þá sjálfir fremur en að hafa hæfileika til að útkoman verði fagmannleg. Menn redda sér. Húðflúrin eru mörg hver ansi fjarri því að vera flott. Ótrúlega hallærislega ljót svo að ekki sé meira sagt.
Rangeygur hundur. Ofteiknaðar augabrúnir. Laufblöð í stað augabrúna.
"Dauði fremur en vanvirðing" er ágætt slagorð. En virkar ekki trúverðug eða ógnandi þegar leturgerðin er svona illa handteiknuð.
"Fjölskylda" er algeng yfirlýsing þeirra sem telja sig tilheyra gengi og eða mafíu. En það er engum til framdráttar að húðflúrið sé svona svakalega ljótt.

Húðflúr af dökkhærðri konu sýnir eiginlega vanskapaða ófreskju.

Ég veit ekki hvaða trúður þetta á að vera. Illa teiknað klúður.
Þarna er eitt frægasta og ljótasta húðflúr sögunnar. Ekkill fékk sér húðflúr, mynd af barnsmóðir þeirra 3ja barna. Hún fórst í eldsvoða. Húðflúrarinn klúðraði myndinni all svakalega, eins og gengur suður frá. Alvöru húðflúrari tók sig til og endurgerði myndina með glæsilegum árangri.

---------------------------------
Flugur sækja í athygli. Best er að þykjast ekki sjá þær.
Lífstíll | Breytt 6.5.2014 kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.5.2014 | 23:39
Stóra rafrettusvindlið

Lífstíll | Breytt 4.5.2014 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2014 | 23:27
Lulla frænka og karlamál
Lulla frænka bjó alla tíð ein. Þess á milli dvaldi hún á geðdeildum ýmissa stofnana. Hún nefndi oft hversu fögur hún væri. Sagðist vera svo lík ítölsku leikkonunni Sophiu Loren að fólk þekkti þær ekki í sundur. Lulla nefndi oft að hún hefði verið með fallegasta hár allra í Skagafirði. Sítt, svart og þykkt hár sem allir dáðust að.
Ég geri mér ekki grein fyrir því en ég held að Lulla hafi alveg verið nokkuð myndaleg. Eitt sinn spurði ég hana að því hvort að hún hafi aldrei átt kærasta. "Jú, ég átti kærasta sem hét Óli," svaraði Lulla.
"Hvað varð um hann?" spurði ég: "Hann var vitleysingur," svaraði Lulla og gaf ekkert frekar út á það.
Ég: "Af því að þú varst svona falleg þá hljóta karlmenn að hafa verið stöðugt að reyna við þig."
Lulla: "Já. Þá gaf ég þeim svoleiðis á kjaftinn að þeir reyndu það ekki aftur."
-------------
Fleir sögur af Lullu frænku: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1374813/
Lífstíll | Breytt 3.5.2014 kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.5.2014 | 22:46
Nasistaklúður
Í Suðurríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku hafa í á annað hundrað ár starfað kristin samtök kynþáttahátara. Þau kallast Ku Klux Klan. Oftast kölluð KKK. Félagar í KKK hatast við gyðinga og alla kynþætti aðra en aría. Þeirra saga er blóði drifin. Þeir hafa myrt fjölda blökkumanna og annarra. Jafnan refsilaust. Billie Holiday orti um þá frægt lag, Strange Fruit. Þar syngur hún um blökkumenn sem KKK hengdu upp á sport í Suðurríkjunum.
Heldur hefur fjarað undan ójafnaðarmönnum KKK síðustu áratugina. Þó sprikla þeir enn og ofsækja fólk. Inn á milli reyna þeir að bæta ímynd sína. Það gengur ekkert vel. Þetta eru nasistar og óþverrar.
Í páskavikunni reyndi einn af KKK forsprökkunum í Kansas að blása glæður í starfsemi KKK. Hann hóf skotárás á hóp fólks fyrir utan bænahús gyðinga. Myrti þrjá og særði fleiri. Fyrstu fréttir af morðárásinni vöktu fögnuð meðal KKK og blés þeim kapp í kinn. Glansinn fór snögglega af hryðjuverkinu þegar í ljós kom að öll fórnarlömbin voru kristin. 14 ára unglingur, amma hans og læknir hennar.


Morðinginn, Glenn Miller, hrópaði "Heil Hitler!" þegar hann var handtekinn.
Í stað þess að verða hetja innan KKK nasistasamfélagsins er Glenn Miller nú fordæmdur af kristnum KKK félögum sínum. Það er hin versta smán fyrir nasistana að fulltrúi þeirra hafi myrt hvíta kristna bræður og systur.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hinn grunnhyggni Glenn Miller klúðrar málum. Eins og félagar hans í KKK er hann hommahatari. Fyrir nokkrum árum var hann gripinn glóðvolgur í almenningsgarði í áköfum kynmökum með svörtum karlmanni. Glenn afsakaði sig þá með því að hann hafi leitt samkynhneigða blökkumanninn í gildru til að lemja hann til óbóta. Áður en af því ætlunarverki varð hafi fyrir klaufaskap leikar þróast yfir í kynlíf. Laganna verðir hafi verið of fljótir á sér að grípa inn í áður en hann lamdi svarta hommann. Röðin hafi eiginlega alveg verið komin að því.
Lífstíll | Breytt 2.5.2014 kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.4.2014 | 22:19
Páskar í Vesturheimi - III
Lífstíll | Breytt 30.4.2014 kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2014 | 21:26
Páskar í Vesturheimi - II

Lífstíll | Breytt 29.4.2014 kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2014 | 23:57
HEIMA - Stórkostleg tónlistarveisla í Hafnarfirði
23. apríl verður boðið upp á glæsilega tónlistarveislu í Hafnarfirði. Menningar- og listafélag Hafnafjarðar blæs til fjörsins. Fyrirmyndin er sótt til Götu í Færeyjum. Þarlendir segjast hafa sótt hugmyndina til Íslands. Þá væntanlega til Menningarnætur. Uppskriftin er sú að boðið er upp á fjölda hljómleika í heimahúsum.
Samtals er boðið upp á 13 tónlistaratriði í 13 heimahúsum í miðbæ Hafnarfjarðar, svo og Fjörukránni og Gaflaraleikhúsinu. Öll hvert öðru meira spennandi. Flest tónlistaratriðin spanna 40 mínútur. Flest eru þau flutt á að minnsta kosti tveimur stöðum um kvöldið. Vel skipulagðir tónleikagestir geta náð hljómleikum margra flytjenda um kvöldið.
Fjörið hefst klukkan 20.00.
Eftirtaldir stíga á stokk:
- Hallur Joensen & félagar
- Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson
- Bjartmar Guðlaugsson
- Vök (sigurhljómsveit Músíktilrauna í fyrra)
- Fjallabræður
- Snorri Helgason & Silla
- Jónas Sigurðsson
- Elíza Newman og Anna Magga
- Mono Town
- Hot Eskimos
- DossBaraDjamm (Steinn Ármann, Davíð Þór Jónsson o.fl.)
- Kátir piltar
- Ylja
Hallur Joensen er heiðursgestur tónlistarhátíðarinnar Heima. Hann er stærsta nafn í færeyskri kántrý-músík. Hann er vel kynntur í kántrý-senunni víða um heim. Hann hefur meðal annars sungið inn á plötu með Kris Kristofferson, Charley Pride, Bellamy Brothers og Katarínu Bærendsen. Bara svo fá af mörgum nöfnum séu nefnd. Eitthvað af þessu fólki fylgir Halli til Íslands.
Eftir að stofuhljómleikum í heimahúsum lýkur, um klukkan 23.00, treður Hallur upp í Gaflaraleikhúsinu. Þar verður sömuleiðis "opinn hljóðnemi" og eitthvað fleira sprell. Um svipað leyti hefst í Fjörukránni dansleikur með hafnfirsku stuðboltunum í Kátum piltum.
Miðasala á Heima hefst í dag (mánudaginn 14. apríl) á Súfistanum í Hafnarfirði. Miðinn inn á öll herlegheitin kostar aðeins 4500 kall. Vegna þess að heimahús rúma í besta falli aðeins örfáa tugi gesta eru fáir miðar í boði. Fyrstir koma fyrstir fá.
Fleiri miðar eru í boði inn á einungis dansleik Kátra pilta í Fjörukránni og dagskrá Halls Joensen í Gaflaraleikhúsinu á 2500 kall.
Nánar á: www.mlh.is
Lífstíll | Breytt 14.4.2014 kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2014 | 00:31
Lulla frænka og jólaöl
Þegar ég var í Myndlista- og handíðaskólanum á áttunda áratugnum var stranglega bannað að selja bjór á Íslandi (nema á Keflavíkurvelli). Þingheimur taldi bjór vera stórhættulegan drykk sem myndi tortíma mannkyninu. Ég hafði efasemdir og bruggaði dökkan bjór. Líka vegna þess að námslánin dugðu ekki til að ég gæti styrkt ríkiskassann með myndarlegum fjárframlögum í gegnum vínbúðir ÁTVR. Þrautalending var að brugga bjór.
Svo bar við eitt sunnudagskvöld að ég tappaði bjórnum á flöskur. Allt var á kafi í snjó (úti, vel að merkja) og ófærð. Þá birtist Lulla frænka skyndilega í útidyrunum hjá mér. Hún var alveg ónæm fyrir muni á færð og ófærð. Það vissi enginn til þess að hún hefði einhvertíma lent í vandræðum á Skodanum sínum vegna ófærðar. Þó hlýtur það að hafa gerst. Ég hef áður sagt frá því þegar öll umferð lá niðri í Reykjavík vegna brjálaðs veðurs. Allt lamaðist. Fólk komst hvorki til vinnu né í skóla. Öryrkjabíllinn fór hvergi. En Lulla brunaði á sínum bíl frá Skúlagötu til Hvíta bandsins efst á Skólavörðustíg. Og aftur til baka um kvöldið. Eins og ekkert væri.
Jæja, nema það að komin inn á gólf hjá mér rak Lulla augu í bjórinn. Það hýrnaði heldur betur yfir kellu. Hún klappaði saman höndum og hrópaði í fögnuði: "Þetta lýst mér á! Húrra! Ég hef ekki fengið jólaöl frá því að ég var krakki. Nú ber vel í veiði. Ég verð að fá glas af jólaöli hjá ykkur."
Ég vildi ekki upplýsa Lullu um að þetta væri bjór. Lögreglan hafði alltaf töluverð afskipti af Lullu og aldrei að vita hvað hún segði laganna vörðum í ógáti. Það var, jú, ólöglegt að brugga áfengan bjór. Ég brá á það ráð að segja Lullu að ölið væri ókælt og ekki tilbúið til drykkjar. En Lulla var viðþolslaus af löngun og sagði að það gerði ekkert til. Jólaöl væri það besta sem hún fengi hvort sem það væri kælt eða ókælt.
Ég hellti í hálft glas. Lulla skellti því í sig í einum teyg og ískraði af ánægju: "Helltu almennilega í glasið, drengur! Þú átt nóg af þessu. Þetta er sælgæti." Lulla var ekki vön að vera frek. Nú lá rosalega vel á henni. Ég hlýddi. En hafði nettar áhyggjur af þessu. Lulla hafði aldrei bragðað áfengi. Hún hafði óbeit á því.
Lulla drakk frekar hratt úr fulla glasinu og vildi meira. Hún fékk aftur í glasið. Drakk heldur hægar úr því. Að því loknu sagði hún: "Ég er kominn með svima." Hún var orðin þvoglumælt. Ég notaði tækifærið og sagði: "Það borgar sig ekki að drekka meira af ölinu. Það er ekki alveg tilbúið til drykkjar."
Lulla féllst á það. Sagðist ætla að koma sér heim. "Þetta er ekkert óþægilegur svimi," útskýrði hún. "En ég ætla samt heim og leggja mig."
Eftir að hafa kvatt heimilisfólkið og þakkað fyrir sig fór Lulla fram í forstofu og tróð sér í stígvél. Það gekk brösulega. Lulla vaggaði óstöðug yfir stígvélunum og slagaði utan í vegg. "Þetta er furðulegt," tautaði hún. "Það er eins og fæturnir hitti ekki í stígvélin. Ég vona að ég sé ekki að fá matareitrun."
Áhyggjur mínar jukust. Það hvarflaði að mér að hvetja Lullu til að taka leigubíl. Jafnharðan vissi ég að enga leigubíla var að fá í þessari ófærð. Að lokum komst Lulla í bæði stígvélin eftir heilmikið puð. Hún slagaði út í bílinn sinn. Ég fylgdist með út um glugga. Lulla kveikti sér í sígarettu um leið og hún settist inn í bílinn. Hún setti bílinn ekki í gang næstu 40 mínútur. Keðjureykti bara inni í bílnum. Loks ræsti hún bílinn og brunaði af stað í gegnum snjóskaflana.
Þegar ég áætlaði að Lulla væri komin heim til sín hringdi ég í hana. Mér til óblandinnar gleði svaraði hún í heimasímann. Heimförin hafði gengið vel. Ég spurði hvernig sviminn væri. Lulla svaraði: "Hann er notalegur. Ég ætla að leggjast en ekki sofna strax."
---------------------------------------
Fleiri sögur af Lullu frænku: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1371568/
---------------------------------------
Hans klaufi
--------------------------------------
Fyrir þremur áratugum eða svo stýrði Bryndís Schram ofur vinsælum barnatíma Sjónvarpsins. Fjölmiðlakannanir mældu mjög gott áhorf. Það einkennilega var að uppistaðan af áhorfendum voru miðaldra og eldri karlmenn.
Líkt þessu er hlustendakönnun á vinsælum barnatíma í færeyska útvarpinu.

Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2014 | 22:10
Fellir dægurlag morðingjann?
Það hefur ekki farið hátt í íslenskum fjölmiðlum að illræmt dægurlag spilar hlutverk í réttarhöldunum yfir s-afríska hlauparanum og morðingjanum Óskari Pistorius. Hlauparinn er sakaður um að hafa viljandi myrt kærustu sína í frekju- og afbrýðiskasti. Hans vörn felst í því að þvert á móti hafi hann ætlað að vernda kærustuna fyrir hættulegum innbrotsþjófi. Hann hafi fellt hinn meinta innbrotsþjóf með því að skjóta hann fjórum sinnum. Síðar kom í ljós að ekki var um innbrotsþjóf að ræða heldur hafði hlauparinn skotið og myrt kærustuna. Haldið að hún væri innbrotsþjófurinn.
Í réttarhöldum yfir morðingjanum er dregin upp mynd af honum sem sjálfselskum, stjórnsömum, frekum, afbrýðisömum, ógnandi og byssudýrkandi skapofsamanni. Sem dæmi um persónuleika hans og ógnandi framkomu er vísað í ökuferð kærustuparsins í kjölfar heiftarlegs rifrildis. Þar á Óskar að hafa "blastað" á fullu illræmdu dægurlagi með hótandi texta, Bitch, Don´t Kill My Vibe. Í honum er viðmælandinn, kona, ítrekað ávörpuð með orðinu tík (bitch). Í textanum er henni hótað dauða. Þar segir meðal annars: "Ég veit að þú verður að deyja á sársaukafullan hátt" (I Know You Had to Die in a Pitiful pain).
Með því að spila þetta fyrir kærustuna í uppnámi er hlauparinn sakaður um að hafa notað texta lagsins sem hótun. Hótun sem morðinginn stóð við. Og hann hefur vondan músíksmekk.
.
--------------------------------------
Allt annað: Minnir þetta ekki einhvernvegin á hefðbundið viðtal við SDG?

![]() |
Öskraði hún þegar þú skaust hana? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 12.4.2014 kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)