Færsluflokkur: Sjónvarp

Allt á suðupunkti í Bretlandi - gífurleg spenna

  Fyrir viku sagði ég frá undarlegu stríði í Bretlandi.  Það snýst um jólalagið í ár.  Þá er ekki verið að tala um eiginlegt jólalag þar sem sungið er um jólin heldur hvaða lag verður í 1.  sæti breska vinsældalistans yfir jólin.  Samkvæmt áætlun aðstandenda X-factors söngvarakeppninnar á sigurvegari hennar í ár að eiga jólalagið og undirstrika þannig vinsældir og áhrifamátt þáttarins.  Þetta lagðist illa í andstæðinga X-factors.  Þeir hófu herferð fyrir því að 17 ára gamalt bandarískt þungarokkslag,  Killing in the Name  með Rage Against the Machine myndi bregða fæti fyrir X-factor lagið. 

  Ástæðan fyrir valinu á  Killing in the Name  er að í viðlagi er sungið:  Farðu til fjandans,  ég vil ekki gera eins og þú segir!  (Fuck you,  I won´t do what you tell me).  Mjög óvænt brást breskur almenningur einstaklega vel við.  600 þúsund manns skráðu sig á lista undir slagorði viðlagsins.  Fjölmiðlar hafa velt sér upp úr þessum slag,  poppstjörnur tjáð sig um hann og aðstandendur X-factors leggja allt undir til að ná sínu fram.

  Jólalagið ræðst af sölu yfir tímabilið frá aðfaranótt síðasta sunnudags til miðnættis annað kvöld.  Eins og staðan er hefur  Killing in the Name  17% forskot á X-factor lagið.  Það hefur selst í 254 þúsund eintökum en X-factor lagið í 217 þúsund eintökum.  Morgundagurinn verður hinsvegar stærsti söludagur vikunnar og allt getur gerst.  Aðstandendur X-factors voru með 500 þúsund eintök tilbúin á lager til að ekkert gæti klikkað.  Það er allt á útopnu hjá þeim í að koma laginu út.  X-factor batteríið hefur yfir miklu meiri fjármunum að spila.  Forskot  Killing in the Name  hefur komið aðstandendum X-factors úr jafnvægi.  Maðurinn á bak við X-factor,  Simon Cowell,  froðufellir af reiði í fjölmiðlum og á Fésbók.  Það verður hvergi gefið eftir.  Mikið er í húfi fyrir þáttinn.  Það yrði hrikalegt kjaftshögg að lúta í lægra hald fyrir 17 ára gömlu bandarísku þungarokkslagi.

  Úrslitin liggja fyrir á sunnudaginn.

  Hér má heyra  Killing in the Name  og lesa nánar um þennan slag:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/991842/

simon cowell

 


mbl.is Sir Paul styður Rage í jólaslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um allar sætu hippastelpurnar?

hippastelpa.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hefur þú einhvertímann velt því fyrir þér hvað varð um allar sætu og flottu hassreykjandi hippastelpur ´68 kynslóðarinnar sem skiptust á að droppa sýru og fá sér húðflúr?  Hér er sýnishorn af einni þeirra.  Hún hefur næstum ekkert breyst - ef undan er skilið að hún hefur stytt hárið og fengið sér gleraugu.  Hvorutveggja fer henni vel.

hippakelling.jpg  


Hvað er með þennan Martein?

  Ég er rosalega jákvæður út í íslenskt sjónvarpsefni.  Ekki síst leikið efni.  Og engin ástæða til annars.  Nætur-,  Dag- og Fangavaktin voru/eru frábærlega fyndnir og vel heppnaðir þættir í flesta staði.  Fóstbræður og Svínasúpan voru einnig alveg ljómandi.  HamarinnStóra planið og sitthvað fleira hefur sömuleiðis staðið undir væntingum.  Bara svo fátt eitt sé nefnt.

  En nú bregður svo við að RÚV hefur tekið til sýningar leikþætti sem kallast  Marteinn.  Öðrum eins hörmungar aulahúmor man ég ekki eftir.  Ég á við að þarna eru þekktir leikarar,  töluvert lagt í leikmynd og annað.  Alvöru áhorfendur í sal o.s.frv.  En textinn er hræðilega uppskrúfaður,  ósannfærandi,  hlaðinn gömlum þvældum þreyttum klisjum og pínlega ófyndinn. 

   Svo virðist sem hugmyndin hafi verið að hræra saman þáttum á borð við  King of QueensAccording to Jim  og öðrum álíka.  Grunnuppskriftin er sú sama:  Feitur rembingslegur kall,  kona hans og erfiður ættingi.  Þeir þættir eru frekar þunnir.  En stóri munurinn er sá að einstaka brandari í þeim virkar. 

  Gaman væri að vita hvort  Marteinn  framkallar önnur viðbrögð en andvörp hjá einhverjum. 


Loksins góðar fréttir frá Noregi

  Að undanförnu hafa fréttir frá Noregi verið leiðinlegar.  Bara leiðinlegar.  Aðallega hafa þær snúist um flandur tveggja framsóknarpésa til Noregs og fundarhöld þeirra með alræmdum bröskurum tengdum platfyrirtækjum.  Yfirvarp ferðarinnar var að framsóknarguttarnir væru að sækja til Noregs lán upp á 2000 milljarða evra.  Eins og allir áttu að vita var þetta sviðssetning og plat, "a la Framsóknarflokkurinn".

  Aðrar fréttir frá Noregi hafa verið af Rúnari vini mínum.  Hann flýði kreppuna á Íslandi og hélt til Noregs.  Þar hefur hann hvorki fengið vinnu né atvinnuleysisbætur.

  En nú berast gleðifréttir frá Noregi:  Hljómsveitin A-ha er hætt.

a-ha


mbl.is A-ha að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvífarar

jóhann haukssonlawandorder

  Myndin til vinstri er af Jóhanni Haukssyni,  blaðamanni á DV.  Hin myndin sýnir einn af aðalleikurunum í sjónvarpsþáttunum  Lög og regla  (Law and order) sem sýndir eru á Skjá 1.  Svo eru það James Hetfield,  söngvari Metallica,  á myndinni til vinstri hér fyrir neðan.  Á hinni myndinni er ljónið í kvikmynd er byggir á bókinni  Land of Oz.

tvífarar-12


Tvífari Ozzy Osbourne

  Að öllu jöfnu þykir mér svokallaðar eftirhermur vera ömurlegt fyrirbæri.  Kannski af því að maður hefur séð of marga tugi af gjörsamlega hæfileikalausum Presley eftirhermum.  Leiðinlegum laglausum aulum sem halda að nóg sé að klæða sig í hvítan samfesting með útvíðum skálmum,  líma á sig risa barta og setja upp stór sólgleraugu.

  Það er skemmtileg tilbreyting frá kjánalegu Presley eftirhermunum að rekast á tvífara Ozzy Osbourne,  Randy Hanson.  Að vísu vantar töluvert upp á að hann sé frambærilegur söngvari.  En annað í fari hans er virkilega Ozzy-legt og fyndið sem slíkt. 


Spurningahöfundur Gettu betur bað þjóðina afsökunar

  Helgin hefur verið dramatísk.  Geir Haaarde herti upp hugann og bað 2000 fundarmenn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins afsökunar á mistökum sínum.  Ég man ekki hvernig hann orðaði það.  Hinsvegar tók ég eftir því hvernig spurningahöfundur Gettu betur,  Davíð Þór Jónsson,  bað í gærkvöldi þjóðina afsökunar á mistökum sem ég vakti athygli á fyrir viku:   http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/834652/.  Þar var gefið upp vitlaust útgáfuár á plötu.

  Davíð Þór er skemmtilegur húmoristi og brá á leik er hann bar fram afsökunarbeiðnina.  Fyrst baðst hann afsökunar á tæknilegum mistökum sem höfðu átt sér stað í þættinum og bætti við:  "Sama er að segja um annað sem miður fór og var í mínu valdi og hefði mátt gera betur."

  Annað:  Í þættinum í gær var spurt í hvaða hljómsveit Heiðar Örn Kristjánsson sé.  Gefið var rétt fyrir svarið Botnleðju. 

  Ég ætla ekki að gagnrýna þetta.  Aftur á móti fór ég að velta því fyrir mér hvort hljómsveitin Botnleðja sé ennþá starfandi.  Það hefur ekki komið út plata með henni síðan 2003 og ekkert lífsmark verið með henni í nokkur ár.  Heiðar Örn hefur verið á fullu með annarri hljómsveit,  The Viking Giant Show, síðan 2007.  Þar hefur hann haft í nógu að snúast við að semja grípandi lög sem hann gaf út á plötu í fyrra.


Hneyksli! Hrikalegt klúður í Gettu betur!

  utangarðsmenn

  Ég er að horfa á spurningaþáttinn  Gettu betur  í sjónvarpinu.  Þetta er einn skemmtilegasti þáttur í sjónvarpi.  Og fróðlegur.  Hitt er verra þegar það gerist að farið er með bölvaða dellu og rugl í spurningu.  Það gerðist einmitt núna áðan og ég er alveg miður mín vegna þessa. 

  Spurt var um plötu sem sögð var hafa komið út 1982.  Um er að ræða  Geislavirkir  með Utangarðsmönnum. 

  Hið rétta er að platan kom út 1980.  Hljómsveitin var löngu hætt 1982. 

  Utangarðsmenn störfuðu aðeins í eitt ár.  Þeir birtust eins og frelsandi englar vorið 1980.  Skömmu síðar sendu þeir frá sér Ep-plötuna Rækjureggí (ha ha ha).  Því næst var það platan  Geislavirkir

  1981 komu tvær plötur frá Utangarðsmönnum:  45 RPM  og  Í upphafi skyldi endinn skoða.

  Þetta eiga allir að vita.  Það er líka ágætt að vita að löngu eftir að hljómsveitin hætti fannst í Svíþjóð upptaka af hljómleikum sem Utangarðsmenn héldu þar í landi.  Þeir hljómleikar voru umsvifalaust gefnir út á plötu.  Svo smalaði Óli Palli saman tvöfaldri safnplötu með Utangarðsmönnum fyrir nokkrum árum. 


Bráðskemmtilegt myndband

  Hann Siggi "ginseng" vinur minn - og í kvöld nýkjörinn formaður kjördæmafélags Frjálslynda flokksins í kjördæmi Reykjavíkur norður - setti saman þessa klippu.  Er þetta ekki bara flott hjá honum?  Tekið skal fram að Siggi er ekki þulur í klippunni heldur kona sem heitir Þuríður.


Brjálað fjör á sunnudaginn

brucespringsteen

 Það verður rosa fjör í Ameríku á sunnudaginn.  Ekki í þeim hluta Ameríku sem stendur okkur næst,  Grænlandi,  eða,  jú,  kannski.  Það er alltaf fjör á Grænlandi.  En við fáum fátt að vita um það.  Þess í stað fáum við að fylgjast vel með í þeim hluta Ameríku sem kallast Bandaríki Norður-Ameríku,  BNA.

  Á sunnudaginn verður innsetningarhátíð Husseins Obama,  splunkunýs forseta BNA.  Það er komin hefð fyrir því að innsetningarhátíð forseta BNA sé einskonar popphátíð.  Á innsetningarhátíð Husseins verður Bruce Springsteen í aðalhlutverki.  Hann mun meðal annars leiða fjöldasöng í laginu  This Land is Your Land  eftir föður bandaríska þjóðlagapoppsins (folk),  Woody Guthrie.  Aðrir sem taka lagið eru Bono (söngvari U2), John MellencampStevie WonderJames TaylorSheryl CrowQueen Latifah BeyonceMary J.  Blige,  kántrýboltinn Garth BrooksJosh Groban,  Herbie Hancock (skólabróðir Ólafs Stephensen djasspíanista),  Shakira og Will.i.am

  Þetta verður - að því er virðist - ósköp fjölskylduvæn popphátíð.  Ekkert pönk né dauðarokk.  Denzil Washington,  Jamie Foxx og Martin Luther King III flytja stutt og hnitmiðuð ávörp. 

  Innsetningarhátíðin fer fram við minnisvarða Lincolns.  Allir eru velkomnir - nema þeir sem hyggjast myrða Hussein.  Bandaríska leyniþjónustan,  CIA,  ætlar að reyna að halda þeim fjarri. 

  Þeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni HBO.  Popphátíðin hefst klukkan 19:00 á staðartíma. 

  Á myndinni efst eru Brúsi Springsteen (til vinstri) með Hussein.  Hér fyrir neðan er svart-hvít mynd af John Mellencamp.  Litmyndin er frá sjónvarpseinvígi Husseins og McCains.  McCain hafði þann kæk að þykjast í sífellu ætla að klípa Hussein í rassinn.  En guggnaði alltaf á því á síðustu stundu að láta vaða.  Þess vegna var honum hafnað sem forseta.  

johnmellencampobama-mccain


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband