Færsluflokkur: Fjármál

Svínsleg lýsing á íslenskum bankastjórnendum

bankastjórar

  Á þennan einfalda og auðskilda hátt sýna útlendir fjölmiðlar þróunarferli þeirra sem fóru - og fara ennþá - með aðalhlutverk í frjálshyggjukreppu íslensku hryðjuverkaþjóðarinnar.  Þetta er ósvífin og ruddaleg útfærsla,  eins og búast má við af útlendum fjölmiðlum.  Góðu fréttirnar eru þær að Ísland er komið á heimskortið.  Það sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þegar 1000 milljónum króna hafði verið hent út um gluggann í vonlausa kosningabaráttu fyrir setu Íslands í öryggisráði SÞ.


Veitingahús sektar gesti

  Í Hong Kong er veitingahús sem leggur 500 kr. aukagjald á þá gesti sem klára ekki matinn af disknum sínum.  Á þessu veitingahúsi er gestum boðið upp á hlaðborð (eða sjálftökuborð, eins og það kallast á færeysku).  500 kr. sektinni er ætlað að venja fólk af því að hrúga á diskinn sinn meira en það getur torgað.  Þess í stað á fólk að fá sér lítið á diskinn en fara aftur að hlaðborðinu ef garnirnar halda áfram að gaula.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.