Færsluflokkur: Fjármál
2.5.2009 | 04:14
Brosleg hlið á bisness
![]() |
Hlutafé FL var fært niður og nafni breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 3.5.2009 kl. 03:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.3.2009 | 19:50
Arðgreiðslur - brosleg saga
Eftirfarandi frásögn fékk ég senda. Hún á erindi í umræðuna um arðgreiðslur til eigenda HB Granda og fleiri fyrirtækja. Það fylgdi ekki sögunni hvort hún er sönn. En hún hljómar kunnugleg:
Simmi, eigandi Söluturns Simma, reiknar ekki með að arðgreiðslur fyrir árið 2009 verði nema kannski helmingur af útgreiddum arði ársins 2008.
Simma greiddi sjálfum sér arð af rekstri félagsins á síðasta ári, 10 milljarða króna, þrátt fyrir að söluturninn hafi verið og sé í vanskilum við helstu lánadrottna.
Þetta var tala sem ég fann út miðað við veltu án þess að reikna málið í drep. Ég hafði rosalega góða tilfinningu fyrir rekstrinum, var með margar mjög sterkar spólur í leigu, Spædermann þrjú og svona þannig að ég ákvað að gefa mér smá klapp á bakið, segir Simmi, en viðurkennir um leið að eftir á að hyggja hafi hann sennilega farið aðeins fram úr sér. Hann bendir samt á að hann hafi bara gert eins og allir aðrir.
Ég treysti á að stjórnvöld sýni þessu skilning, afskrifi lán og komi með pening inn í reksturinn. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að halda þessum litlu vídeóleigum gangandi. Ef vídeóleigurnar fara á hausinn er einungis verið að fjölga atvinnulausum, draga úr þjónustu við fólkið í landinu og refsa duglegum mönnum fyrir heimskreppuna. Hrun húsnæðislánakerfisins í Bandaríkjunum er ekki okkur að kenna.
Fjármál | Breytt 25.3.2009 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2009 | 17:09
Athyglisverður samanburður á rófustöppum - yfir 100% verðmunur!
Núna er þorramánuður, sem svo er kallaður í höfuðið á Þorra, langafasyni Kára, þess er ræður vindum. Á þorra borðar fólk súran hval, kæstan hákarl, hrútspunga og annan þjóðlegan veislumat í öll mál. Einn af mörgum kostum við þorramat er að það þarf ekki að elda hann. Hann er keyptur tilbúinn úti í búð.
Rófustappa er ómissandi með þorramat. Í byrjun þorra keypti ég allar tegundir af rófustöppu sem ég fann: Frá Íslensku grænmeti, Kjarnafæði, Ora og Stjörnusalati. Það kom mér í opna skjöldu að rófustöppurnar bragðast líkar hver annarri.
Þegar betur var að gáð er uppistaðan í öllum rófustöppunum gulrófur (um eða yfir 90%). Skemmtileg tilviljun. Í öllum rófustöppunum er einnig sykur, kartöflur (eða kartöfluduft) og salt.
Í rófustöppunni frá Ora er að auki mjólkurduft, jurtaolía, bindiefni (E471 og E450) og óskilgreint krydd.
Í rófustöppunni frá Kjarnafæði er líka sítrónusafi, pipar og sorbat.
Í samanburðarsmakki eru rófustöppurnar frá Kjarnafæði og Ora bestar. Það örlar á að hinar séu of sykraðar. Eina rófustappan sem var búin að skilja sig á öðrum degi eftir opnun umbúða var frá Stjörnusalati. Hinar voru alveg eins og nýjar daginn eftir.
Upplýsingar um næringargildi vantar á umbúðir frá Ora. Upplýsingar um meðhöndlun (kælivara og hvað stappan er lengi neysluhæf eftir að innsigli er rofið) vantar á umbúðir frá Íslensku grænmeti.
Vegna þess hvað rófustöppurnar bragðast líkt skiptir verðið á þeim mestu máli. Þar munar nokkru. Stöppurnar frá Ora og Kjarnafæði keypti ég í Hagkaupum en hinar í Nóatúni. Ég ætla að þessar verslanir séu í svipuðum verðflokki. Hagstæðustu kaup eru í þessari röð:
1. Kjarnafæði. 350 gr á 224 kr. Kílóverð 640 kr.
2. Stjörnusalat. 250 gr á 239 kr. Kílóverð 956 kr.
3. Íslenskt grænmeti. 220 gr á 239 kr. Kílóverð 1086 kr.
4. Ora. 300 gr á 399 kr. Kílóverð 1330 kr.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
19.1.2009 | 20:06
Svínsleg lýsing á íslenskum bankastjórnendum
Á þennan einfalda og auðskilda hátt sýna útlendir fjölmiðlar þróunarferli þeirra sem fóru - og fara ennþá - með aðalhlutverk í frjálshyggjukreppu íslensku hryðjuverkaþjóðarinnar. Þetta er ósvífin og ruddaleg útfærsla, eins og búast má við af útlendum fjölmiðlum. Góðu fréttirnar eru þær að Ísland er komið á heimskortið. Það sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þegar 1000 milljónum króna hafði verið hent út um gluggann í vonlausa kosningabaráttu fyrir setu Íslands í öryggisráði SÞ.
Fjármál | Breytt 20.1.2009 kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.2.2007 | 18:27
Veitingahús sektar gesti
Í Hong Kong er veitingahús sem leggur 500 kr. aukagjald á þá gesti sem klára ekki matinn af disknum sínum. Á þessu veitingahúsi er gestum boðið upp á hlaðborð (eða sjálftökuborð, eins og það kallast á færeysku). 500 kr. sektinni er ætlað að venja fólk af því að hrúga á diskinn sinn meira en það getur torgað. Þess í stað á fólk að fá sér lítið á diskinn en fara aftur að hlaðborðinu ef garnirnar halda áfram að gaula.
Fjármál | Breytt 31.3.2015 kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)