Fćreyingar fylgdust náiđ međ íslenska júrivisjóni

 

  Fćreyingar fylgdust spenntir međ framgangi Jógvans í forkeppninni á Íslandi í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöđva.  Ég held ađ sumir fćreyskir fjölmiđlar hafi sent fréttamenn til Íslands til ađ fylgjast međ.  Svo snöggir voru fćreyskri netmiđlar ađ birta úrslitin.  Áđur höfđu fćreyskir fjölmiđlar haft samband viđ mig og spurt út í forkeppnina á Íslandi.  Ég varđ ađ segja ţeim eins og er ađ hún vćri fyrir utan mitt áhugasviđ og ég fylgdist ekki međ.  Aldrei ţessu vant var ég ţess vegna ekki í gír til ađ tjá mig neitt eđa gefa upplýsingar um ţađ sem spurt var um.  En ég varđ var viđ keppnina út undan mér.

  Nú liggur fyrir ađ lag Heru Bjarkar fékk 21.694 atkvćđi og lagiđ sem Jógvan söng 21.471 atkvćđi.  Ţarna munađi mjóu. 

  Sigurđur Hreiđar bendir réttilega á í bloggi sínu ađ nafn Jógvans skuli rétt framboriđ Jeggvann.  Viđ Íslendingar getum boriđ nafniđ fram sem "Ég vann".  Ađ vísu er örlítill framburđarmunur á ţessu nafni á milli eyjanna í Fjáreyjum.  Svo örlítill ađ viđ skulum halda okkur viđ "Ég vann".  Jógvan kemur frá Akureyri Fćreyja,  Klaksvík.  Ţar er framburđur ađeins harđari en á suđureyjum.  Jógvan kom inn á kortiđ í Fćreyjum á unglingsárum sem söngvari "sítt ađ aftan" hljómsveitarinnar Aria,  sem var einskonar BARA-flokkur norđursins. 

  Í leiđinni er ágćtt ađ árétta ađ nafn Eivarar er framboriđ Ćvör.  Ef smámuna semi er beitt eru sérhljóđar í fćreysku jafnan bornir fram sem samhljóđar.  Nákvćmur framburđur er ţví Eavör. 

  Til gamans má geta ađ lagiđ sem Eivör syngur hér er eftir frábćran fćreyskan söngvahöfund,  Hanus G.  Hann er einskonar fćreysk útgáfa af Megasi og Gunnari Ţórđarsyni.  Hann er um sextugt;  hefur ađeins sent frá sér 3 plötur (ein er kassetta).  Hann sniđgengur hljóđver, er töluvert sérstakur og yndisleg persóna.  Ungir fćreyskir tónlistarmenn dýrka hann og kráka (cover songs) hans lög grimmt.  Ég hef kynnst ţessum snillingi og ţađ er auđvelt ađ átta sig á hvers vegna ungir fćreyskir tónlistarmenn og tónlistarunnendur hafa hann í hávegum.   Til gamans má geta ađ á lagalista hans er "Fatlafól" Megasar.  Ţegar Hanus ţá sjaldan kemur fram er söng hans jafnan drekkt í fjöldasöng áheyrenda.  Ţessi mađur er gođsögn.      

 

  Fćreyingar fylgdust einnig spenntir međ danska júrivisjón.  Ţar keppti til úrslita Fćreyingurinn Jens Marni.  Sá hinn sami og heillađi Íslendinga upp úr skónum á Fćreyskum dögum á Stokkseyri síđastliđna verslunarmannahelgi.

  Ekki alveg mín bjórdós.  En áreiđanlega einhverra.

-----------------------------------------------------

Jógvan gjřrdist nummar tvey

    Grand Prixiđ í Íslandi er nú av, og fřroyski Jógvan Hansen megnađi heldur ikki hesaferđ at vinna kappingina. Hann gjřrdist nummar tvey.

Viđ einari frálíkari framfřrslu trein Jógvan Hansen í kvřld á pall í Íslendska Melodi Grand Prixinum viđ lagnum ”One more Day”.

Hóast framfřrslan var sera góđ eydnađist tađ ikki Jógvani Hansen at vinna kappingina.

Sostatt er greitt, at fřroyingar onga umbođan fáa í Olso seinni í ár, hóast bćđi Jens Marni Hansen og Jógvan Hansen í kvřld hava veriđ sera tćtt viđ.

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.