Hannes grét

  Eftirfarandi er tekið af bloggi Valgerðar Bjarnadóttur á Eyjunni.  Þetta er frásögn Hreins Loftssonar,  fyrrum formanns einkavinavæðingarnefndar Davíðs Oddssonar á bönkum þjóðarinnar.  Frásögnin er lítillega stytt af mér (einkennd með þrípunktum).  Hún gefur skarpa mynd af stemmningunni:

  "...þegar Falun Gong kom til landsins... til að vekja athygli á harðneskju kínverskra stjórnvalda gegn andófsmönnum í Kína í tilefni af opinberri heimsókn kínverska forsetans, Jiangs Zemin, til Íslands... Davíð Oddsson var forsætisráðherra...

Hannes H. Gissurarson... vildi setja nafn sitt á auglýsingu til að mótmæla framkomu íslenskra stjórnvalda gagnvart Falun Gong. ...þeir fengu ekki að koma til landsins og voru... settir í einhvers konar búðir í Njarðvík, áður en þeim var snúið til baka, þeim, sem á annað borð komust til landsins. Mótmæli Falun Gong felast í ákveðnum æfingum og eru án ofbeldis.

Hannes hringdi í mig vegna þess að hann óttaðist um sinn hag. Ef hann myndi setja nafn sitt á auglýsinguna myndi hann falla í ónáð hjá leiðtoga sínum, Davíð Oddssyni. Ég sagði honum, að Davíð gæti ekki og mætti ekki hafa þau áhrif á hann, þennan mikla andstæðing kommúnisma og fasisma, lærisvein Hayeks, að hann þyrði ekki að standa með sannfæringu sinni gegn ofríki kommúnismans. Okkur bæri skylda til að taka stöðu með andófsmönnum kommúnismans. Davíð hlyti að skilja þetta. Hannes væri einn helsti hugmyndafræðingur íslenskrar frjálshyggju... Ég hvatti hann eindregið til að setja nafn sitt á auglýsinguna. Hannes gerði það líka...

Nokkrum dögum síðar hringdi Hannes grátandi, ég meina ekki kjökrandi heldur háskælandi í mig vegna þess, að hann næði engu sambandi við Davíð... Davíð svaraði ekki skilaboðum, tæki ekki símann og virti hann ekki viðlits. Mér brá. Var þetta virkilega Hannes H. Gissurarson, vinur minn og félagi í baráttunni gegn hinum alþjóðlega kommúnisma? Maðurinn, sem ég hafði litið upp til öll þessi ár? Var þetta þá styrkurinn, sannfæringin? Grátandi af ótta við að missa stöðu hjá leiðtoga sínum?

Ég sagði Hannesi þá skoðun mína, að hann yrði að herða upp hugann og standa á sannfæringu sinni. Ef Davíð... væri ekki stærri maður en þetta, ef hann skyldi ekki stöðu Hannesar gagnvart svona einföldu máli, þá yrði hann að una því. Davíð væri þá einfaldlega ekki stuðnings okkar virði.

Ég heyrði ekki frá Hannesi í nokkra daga eftir þetta símtal... Það er erfitt að hlusta á fullorðinn mann gráta. Örfáum dögum síðar hringdi Hannes aftur og þá lá vel á honum. Hann sagði, að hann hefði loksins náð sambandi við Davíð, sem hefði skammað sig hraustlega fyrir að taka stöðu með andstæðingum sínum með því að mótmæla meðferðinni á Falun Gong. Það skyldi hann ekki gera aftur. Hann hefði hlaupið á sig. Að sjálfsögðu hefði verið nauðsynlegt að taka hart á þessu fólki... Íslensk stjórnvöld gætu ekki með öðrum hætti tekið á svona mótmælendum... Hannes(i)... leið... vel, að vera kominn í náðina á nýjan leik..."


mbl.is Svar komið vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Ég er ekki hissa á að Hannes hafi verið hræddur við að lenda í ónáð hjá Davíð enda vont fyrir starfsmenn stofnana ríkisins að vera í ónáð hjá valamiklum manni.

Hannes, 20.2.2010 kl. 21:49

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Feyki góð dæmisaga því miður eru stjórnmálinn þannig í dag flokksræðið er algert það er meinið við getum ekki treyst á þetta fyrirkomulag.

Utanþingsstjórn strax sem tekur á málunum til handa hinum almena borgara.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 21:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hannes, þetta andans stórmenni grét eins og barn, sem hefur týnt  mömmu sinni, og gat ekki á heilum sér tekið þegar Almættið tók ekki símann og hundsaði hann með öllu. Mönnum hefur jú brugðið af minna tilefni, fyllst öryggisleysi og misst fótanna.

Svona sálarkreppa er ekki óþekkt í dýraríkinu, t.d. missir Múkkinn alla getu til flugs, fari hann það langt inn til lands að hann sjái ekki til hafs. Þá liggur hann afvelta og getur enga björg sér veitt og deyr sé honum ekki komið til bjargar.

Múkkinn er, líkt og Hannes, þekktur fyrir að senda frá sér fúlar og illa þefjandi gusur yfir óvini sína. Vekur litla hrifningu þeirra sem reynt hafa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2010 kl. 22:02

4 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ríkisreknir frjálshyggjumenn þurfa að passa upp á stöðu sína.  Fátt er verra en vera frjálshyggjumaður í ónáð hjá þeim sem ráða hjá ríkisvaldinu.  Enda er það einkenni helstu boðbera frjálshyggjunnar að koma sér vel fyrir á ríkisspenanum.

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 22:05

5 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður,  ég tek undir orð þín um flokksræði.  Og þó að þú segir það ekki beinum orðum þá ræð ég í orð þín gagnrýni á flokksræði fjórflokksins.  Ég get tekið undir ósk um utanþingsstjórn þó hún virðist ekki vera raunhæf til að verða veruleiki í augnablikinu.  Koma tímar,  koma ráð.  Fyrsta skrefið í þessa átt er virk þátttaka í að virkja þjóðaratkvæðagreiðsluna sem forsetinn hefur núna beint í þann farveg að við,  VIÐ,  ALMENNINGUR,  ÍSLENSKA ÞJÓÐIN,  séum þátttakendur í atburðarrásinni og ákvarðanatöku. 

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 22:14

6 Smámynd: Jens Guð

  Axel, þetta er fín greining hjá þér.

Jens Guð, 20.2.2010 kl. 22:15

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hm, sá þetta sjálfur inni hjá VAlgerði, greinin hennar fyrst og síðast mjög góð. En er það alveg á hreinu að þetta sé hinn eini og sanni Hreinn Loftssson?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2010 kl. 22:47

8 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Það er alltaf jafn óborganlega gaman að horfa á þetta viðtal við Hannes. Ég þarf alltaf að leggjast niður vegna hláturskasta, þegar karlanginn segir: Í fyrsta lagi byrjuðum við á því að virkja fjármagn sem lá dautt. Ég get ekki að því gert, þetta er besti brandari sem ég hef nokkurntíma heyrt.

En svo er það líka bráðfyndið, að helsti boðberi frjálshyggjunnar skuli alltaf hafa verið á spenanum

Sveinn Elías Hansson, 20.2.2010 kl. 22:54

9 identicon

frábært sýnir hvað frjálhyggjumenn eru miklir "frjálshyggjumenn"!! jafn trúir sannfæringu sinni og lítið barn sem manar annað barn meðan pabbinn stendur hjá,en ekki jafn mikil sannfæring þegar pabbinn fer!

sæunn (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 23:27

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svona fyrir mína parta þá rúi ég sögu Hannesar frekar en Hreini. Furðulegt hvað Hreinn virðist allt í einu muna núna hluti sem gerðust fyrir mörgum árum síðan, bæði það að Hannes á að hafa farið að grenja ef því að Davíð nennti ekki að tala við hann og svo að Davíð hafði boðið honum stöðu útvarpsstjóra fyrir vel rúmum áratug. Að sjálfsögðu hafnaði hann því að eigin sögn vegna þess að Hreinn, eigandi DV og ein aðalhjáplarhella Jóns Ásgeirs gegnum tíðina, er svo heiðarlegur...

Ingvar Valgeirsson, 22.2.2010 kl. 13:44

11 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

"...sé ég glita í tár...:)??" 

Jakob Þór Haraldsson, 23.2.2010 kl. 09:29

12 identicon

Það er ekkert að því að gráta. Þeir sem gera grín af karlmönnum sem gráta eru að viðhalda eldgömlum kynjahlutverkum sem eiga ekki við í dag, ekki frekar það arfagamla hlutverk kvenna að þær eigi að aðstoða karlmenn við eigin frama og sitja heima og sjá um heimilið. Orsök grátsins er svo annað mál.

Marghuga (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 16:29

13 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  þetta er hinn eini sanni og hreini Hreinn Loftsson.

Jens Guð, 27.2.2010 kl. 03:02

14 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn Elías,  Hannes er gangandi brandari út og suður.  Reyndar dálítið súr (sýrður) brandari af og til.  En brandari engu að síður.

Jens Guð, 27.2.2010 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband