Færeyska álfadrottningin á afmæli

  Bandaríski rithöfundurinn Ernest Hemingway á afmæli í dag.  Einnig fjöldi tónlistarmanna.  þar á meðal Bretinn Norman Cook (Fatboy Slim),  bandaríski trommarinn Bill Berry (R.E.M.),  breski trommarinn Will Champion (Coldplay),  bandaríski djassgítaristinn Kenny Burrell og bandaríski djasspíanistinn Henry "Hank" Jones.  

  Þetta lið fellur allt í skuggann af færeysku álfadrottningunni Eivöru.  Hún er 27 ára í dag.  Um verslunarmannahelgina skemmtir hún ásamt fjölda annarra færeyskra tónlistarmanna á færeyskri fjölskylduhátíð á Stokkseyri.  Það verður í fyrsta skipti sem Eivör skemmtir 27 ára á Íslandi.  Eftir tvo eða þrjá mánuði kemur út bók um hana.  Til hamingju með afmælið,  Eivör!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

thank you!

burberry handbags (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 02:31

2 Smámynd: Hannes

En gaman að heyra að hún færist nær og nær elliheimilinu.

Hannes, 22.7.2010 kl. 20:26

3 Smámynd: Hannes

Ætli fari eins fyrir henni og ákveðnum rokkurum þegar þeir voru 27?

Ég vona innilega að svo sé ekki enda allt of góð til þess.

Hannes, 24.7.2010 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.