20.11.2010 | 03:14
Er presturinn þinn alvöru prestur?
Er presturinn þinn alvöru prestur? Eða er hann gerviprestur? Eða geimvera? Hvernig veistu hvort presturinn þinn hefur lokið námi í guðfræði? Eða hvort hann hefur verið formlega vígður til prests eftir kúnstarinnar reglum og óreglum? Þessum spurningum óska nú margir eftir að hafa spurt sig og fleiri að. Einkum 60 þúsund íbúar ítalska bæjarins Fane í útjaðri Verona.
20 undanfarin sumur mætti á svæðið "prestur" sem kynnti sig undir nafninu Faðir Tómatsósa (padre Tommaso). Hann birtist ætíð á sama tíma í Fane og lóan birtist á Íslandi á vorin. Allt sumarið og fram á haust sinnti hann starfi prests af ákafa og alúð á móti fastráðnum presti staðarins. Faðir Tómatsósa leysti fastráðna prestinn eiginlega meira og minna af þessi sumur. Enda veitti þeim fastráðna ekki af að teygja úr sér og viðra sig aðeins eftir hark vetrarins.
Í fyrra var nýr og ungur prestur fastráðinn í bransann í Fane. Það kom í hans hlut á dögunum að láta nánustu ættingja Tómatsósu vita af því að gamli maðurinn væri kominn á sjúkrahús. Faðir Tómatsósa er orðinn 84. ára og heilsan farin. Á sjúkrahúsinu er verið að lappa upp á hann þannig að hann geti kannski skrölt um í hjólastól.
Þegar nýi presturinn hóf leit að ættingjum gamla mannsins uppgötvaðist að kallinn heitir ekki Tómatsósa heldur Italo G. Við nánari forvitni nýja prestsins kom í ljós að kallinn er ekki og hefur aldrei verið alvöru prestur. Það var allt lygi og fals. Einhverskonar sprell í gamla manninum til að gera sér eitthvað til dundurs eftir að hann varð löggilt gamalmenni og farinn af vinnumarkaði.
Íbúar Fane eru felmtri slegnir vegna tíðindanna. Þeir eru niðurbrotnir yfir að hafa í 20 ár sagt óvígðum manni í skriftarstól frá öllum sínum syndum. Útlistað fyrir honum í smáatriðum frásagnir af tíðu framhjáhaldi og öðru kynlífi utan hjónabands. Bæjarstjórinn er í áfalli eftir að hafa löngum stundum tíundað fyrir gerviprestinum samskipti við vændiskonur, móttökur á mútufé og þess háttar.
Áhyggjur bæjarstjórans og annarra bæjarbúa snúa fyrst og fremst að því hvort gervipresturinn hafi gefið þeim upp rangan fjölda af Maríubænum sem þarf að fara með til að verða syndlaus. Það er hrikalegt fyrir þetta fólk ef það situr ennþá uppi með syndir vegna þess eins að hafa í einhverjum tilfellum farið með of fáar Maríubænir.
Góðu fréttirnar eru þær að Italo G virðist ekki hafa gengið það langt í prestshlutverkinu að gerast barnaníðingur.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hann hefur líklegast verið ein afalvöruprestunum. Ég hef heyrt að alvöruprestar séu til, enn ég hef aldrei hitt neinn eða heyrt í neinum. Enn ég trúi að þeir séu til einhversstaðar....
Óskar Arnórsson, 20.11.2010 kl. 09:06
"Alvöru" eda gervi---skiptir engu máli. Allir prestar eru ómerkilegir loddarar.
Gjagg (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 09:32
Þeir eru ekki loddarar. Bara ómeðvitaðir greyin..
Óskar Arnórsson, 20.11.2010 kl. 12:12
Óskar, það hafa kannski aldrei verið til neinir alvöru prestar?
Jens Guð, 20.11.2010 kl. 23:20
Gjagg, þetta er allt kannski eitt stórt plat?
Jens Guð, 20.11.2010 kl. 23:20
Aldrei hitt alvöru prest.
Ómar Ingi, 20.11.2010 kl. 23:39
Nei, það hafa aldrei verið til alvöruprestar á Íslandi. Lesið um að þeir séu til í Útalndinu, enn það getur verið tóm tjara líka. Prestar eru í sömu stöðu og berassaði keisarinn sem fékk alla að trúa að hann væri í fötum...
Maður sem gengur um og kallar sig Tómatsósu og er góður við fólk ár eftir ár, á bara að vera góður við. Það vantar svona fólk í heiminn. Það er verra þegar þeir skera fólk upp og fljúga flugvélum réttindalausir, það má stoppa. Enn ekki þá sem kalla sig prest. Hann hefur bara haft gaman af þessu kallinn.
Annars þarf að velta fyrir sér alvarlega hvort nágranni manns sé alvöru manneskja eða bara þykjast...sem fæddist sem orginal, og dó sem léleg kópia...stærsta vandamál hins "siðmenntaða" heims í dag...
Óskar Arnórsson, 20.11.2010 kl. 23:46
Ómar Ingi, ég er fæddur og uppalinn af meðhjálpara á Hólum í Hjaltadal (pabba). Mórðurbróðir minn, Jón Kr. Ísfeld, var líka prestur. Æskuheimili mitt var þéttsetið af prestum og liði í Fíladelfíu. Sjálfur sá ég um áraraðir um auglýsingar fyrir Fíladelfíu og þá sem nú reka Omega. Mikiðö fjör. Mikið gaman. Sjálfur er ég í Ásatrúarfélaginu.
Jens Guð, 20.11.2010 kl. 23:59
Óskar, þú ferð á kostum. Eins og oft áður.
Jens Guð, 21.11.2010 kl. 00:00
Ég er líka búin að vera innan um presta, skikkaður til að hlusta á Biblulestur þannig að maður hafði martraðir frá 6 ára aldri. Á seinni árum er sænskur prestur einn af mínum bestu vinum og hann er eini presturinn sem viðurkennir að þetta sé svona.Tómt plat, enn allt í lagi vinna.
Hann varð prestur af því að hann átti barnalega og stranga foreldra sem píndu hann í háskólann svo "hann yrði eitthvað", sama hvað. Hann vildi ekki í neinn skóla og varð prestur því hann er tossi að læra.
Honum líður eins og múslimakellingu sem hefur verið pínd til að gifta sig vegna ákvörðunar foreldra...Þetta er bara risvaxið leikrit sem hefur verið gert sannfærandi fyrir fólk sem því miður hafði ekki tíma til að hugsa vegna þess að það var upptekið af að fæða sig og klæða...
Óskar Arnórsson, 21.11.2010 kl. 00:15
Það hlýtur að vera gott að vera kaþólskur. Menn geta gert nánast hvað sem er af sér. Á eftir er bara farið til skrifta og síðan beðið nokkura Maríubæna, hugsanlega kveikt á kerti ef brotið er alvarlegt og svo er bara að byrja aftur!
Gunnar Heiðarsson, 22.11.2010 kl. 23:54
Óskar, það er mikið um leikrit í þessum bransa.
Jens Guð, 23.11.2010 kl. 00:28
Gunnar, Björn Th. Björnsson listfræðingur sagði mér eitt sinn frá því að á námsárum hans í Frakklandi fór hann að dinglast með kaþólskri stelpu. Hún skriftaði alltaf á fimmtudagsmorgnum. Þess vegna vildi hún aðeins sofa hjá honum aðfaranætur fimmtudaga. Þá þurfti ekki að burðast með syndina nema rétt yfir blánóttina.
Jens Guð, 23.11.2010 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.