Prestur dæmdur fyrir barnaníð

jesú-kirkja

  Enn einn presturinn.  Enn eitt fórnarlambið.  Enn eitt barnaníðið.  Ætlar þetta engan endi að taka?  Þetta er ekki bundið við kaþólsku kirkjuna - þó dæmin þaðan séu farin að skipta hundruðum.  Né heldur er þetta bundið við Ólaf Skúlason,  Gunnar Björnsson,  Guðmund í Byrginu,  Ágúst Magnússon eða Gunnar í Krossinum. 

  Nú eru Færeyingar felmtri slegnir.  Ekki er langt síðan að upp komst að þingmaðurinn og forstöðumaður trúfélags,  Jenis av Rana,  beitti þöggun í barnaníðsmáli innan trúfélagsins.  Færeyska dagblaðið Dimmalætting (dimmu léttir = árblik) hefur grafið upp að prestur í Norður-Hálogalandi í Noregi var í vor ákærður og sektaður fyrir barnaníð gagnvart dóttir sinni.  Presturinn er færeyskur.  Hann var áður prestur í Klaksvík í Færeyjum. 

  Presturinn var sektaður um 10.000 norskar krónur (um 200 þúsund íslenskar krónur).  Ástæðan fyrir því að málið barst til Færeyja er sú að presturinn hefur ekki staðið skil á sektinni heldur farið í felur.  Það er talið að hann sé jafnvel í felum í Færeyjum.

  Meðal gagna í málinu eru sms (síma-smá-skilaboð) og tölvupóstur.  Presturinn er fjögurra barna faðir.  Það var upplýst og sannað að hann beitti börn sín ofbeldi.  Þar á meðal dóttir undir 16 ára aldri kynferðislegu áreiti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það er ekki hægt að vera í felum í Færeyjum. Ekki lengi a.m.k.

Hörður Sigurðsson Diego, 2.12.2010 kl. 23:06

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég get engan veginn unað við að Gunnar Björnsson sé settur í hóp með þessum glæpamönnum, né Gunnar í Krossinum á meðan ekkert hefur verið sannað á hann. Gunnar Björnsson var ekki dæmdur fyrir neitt.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.12.2010 kl. 23:18

3 identicon

en gunnar björnsson viðurkenndi í máli sinu að hafa kysst og strokið fermingarstelpunum þekkir þú margar stelpur sem vija kossa og strokur frá prestinum sinum ??ekki ég!! og gunnar í krossinum er búinn að dæma sig sjálfur með bulli!

sæunn (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 23:25

4 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  þetta er sennilega rétt hjá þér.  Hinsvegar er dagblaðið Dimmalætting nýbúið að komast í málið.  Mér vitanlega var þetta mál ekki á vitorði Færeyinga fyrr en Dimmalætting komst í það á dögunum.  Þannig að Færeyingar vita loks núna af málinu. 

Jens Guð, 2.12.2010 kl. 23:31

5 Smámynd: Jens Guð

  Bergljót,  ef þú hefur lesið dómsskjöl varðandi mál Gunnars Björnssonar þá fer ekki á milli mála að hegðun hans gagnvart barnungum stúlkum var ósæmileg.  Samkvæmt strangasta lagabókstaf var ekki hægt að fá hann dæmdan beinlínis sekan.  Ég fylgdist með þessu máli og get alveg unað við þá niðurstöðu út frá þeirri forsendu.  Hinsvegar var málið þess eðlis að biskupsstofa gerði rétt í að setja hann af sem sóknarprest og bjóða honum sérverkefni á biskupsstofu í staðinn.  

  Gunnar í Krossinum hefur þegar orðið uppvís að ósannsögli.  Þar fyrir utan:  Ég get upplýst að fyrir 14 árum var mér fyrst sögð frásögn af afskaplega vandaðri stúlku,  sem var í Krossinum,  af atburði sem ekki hefur komið fram hjá þeim 16 konum sem nú er vitað um að telja sig hafa orðið fyrir barðinu á Gunnari.  Sú frásögn sem ég er að vísa til er ekki í þeim pakka.  

Jens Guð, 2.12.2010 kl. 23:44

6 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  nákvæmlega. 

Jens Guð, 2.12.2010 kl. 23:45

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er svo sem sammála þessu með bullið í Kross manninum og Jónínu, þau sjást ekki fyrir í því.

Því miður er stórhættulegt að vera hlýr og blíður í dag, vegna allra þeirra sem eru glæpamenn í þeim efnum. Maðurinn var dæmdur saklaus. Punktur.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.12.2010 kl. 23:53

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég þekki Gunnar Björnsson mjög vel persónulega, og það fær mig enginn nokkurntímann til að trúa að hann sekur, eins og ég sagði er hann bæði hlýr og blíður maður.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.12.2010 kl. 23:59

9 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ha? Eru SEXTÁN konur búnar að koma fram sem saka Gunnar á Krossinum um fjölþreifni og káf?

Hörður Sigurðsson Diego, 3.12.2010 kl. 00:17

10 Smámynd: Jens Guð

  Bergljót,  það er himinn og haf á milli þess að vera hlýr og blíður annarsvegar og hinsvegar því að misbjóða velsæmiskennd fermingarbarns eða unglingsstúlku með faðmlögum og strokum á bakvið luktar dyr.  Það er ekkert hættulegt að vera hlýr og blíður í dag.  Sjálfur heilsa og kveð iðulega ungar stúlkur með faðmlagi og koss á kinn.  Ef þú lest dómsskjöl vegna máls Gunnars Björnssonar kemstu áreiðanlega að sömu niðurstöðu og biskupsstofa sem færði hann úr starfi.  

Jens Guð, 3.12.2010 kl. 00:28

11 Smámynd: Jens Guð

  Hörðúr,  ferlið er þannig:  Helga Guðrún Eiríksdóttir upplýsti á fésbók að 5 konur væru að hittast sem hefðu uppgötvað að þær voru ekki einar,  hver um sig,  að vinna úr samskiptum við Gunnar.  Gunnar opinberaði þetta á samkomu hjá Krossinum og bað um svigrúm til að svara þessum ásökunum.  Þá komu fyrst fram 3 konur undir nafni.  Síðan bættust fleiri við.  Nú hafa fleiri bæst við.  Ég held að þær séu 6 í dag sem hafa komið fram undir nafni.  Fleiri konur hafa haft samband við þessar 6 og eru í dag 16. 

  Sjálfur frétti ég fyrir 14 árum af einni sem er ekki í þessum hópi.  Þar er um grófasta dæmið að ræða.  

Jens Guð, 3.12.2010 kl. 00:35

12 Smámynd: Jens Guð

  Fyrirgefðu Hörður að ég stafsetti nafn þitt vitlaust. 

Jens Guð, 3.12.2010 kl. 00:37

13 Smámynd: Björn Birgisson

Þú gleymdir að nefna Helga Afríkufrelsara. Hann var víst nokkuð virkur, í nokkrum heimsálfum!

Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 00:54

14 Smámynd: Halla Rut

Mig langar að segja svo margt við vinkonu þína Bergljótu en tel mig betur setta án þess....jesús Kristur hve sumt fólk getur verið blint...

Halla Rut , 3.12.2010 kl. 01:00

15 Smámynd: Jens Guð

  Björn, sorry að ég gleymdi að nefna þann barnaniðing.  Maður hefur ekki undan að telja. 

Jens Guð, 3.12.2010 kl. 01:03

16 Smámynd: Jens Guð

 Halla Rut,  allir barnaníðingar eiga sér málssvara.  Meira að segja Steingrímur Njalsson. 

Jens Guð, 3.12.2010 kl. 01:04

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hey! Þetta finnst mér nú gróft af ykkur heilaga fólkinu. Þið sakið Bergljótu um að vera málsvara barnaníðinga. Er ekki í lagi með ykkur?

Ég sé ekkert í máli séra Gunnars sem verðskuldar þá útreið og það hatur sem hann fékk í sinn garð. Eflaust var rétt að færa hann til í starfi, en hann var dæmdur SAKLAUS. En það var ykkur óásættanlegt og þess vegna þykir ykkur rétt að taka lögin í eigin hendur og fullnusta refsidómi sem er sanngjarn að ykkar mati. Sá dómur virðist vera að leggja séra Gunnar í ævilangt einelti.

Hræsni af síðustu sort.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 01:59

18 identicon

ÆI Gunnar Th.....þ.....

Alva Kristínarr (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 02:07

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sömuleiðis, Alva

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 02:23

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað voru mörg mál gegn séra Gunnari þögguð niður ? 10 ? 20 eða voru þau kannski 30 ?   ég var vitni að hans framferði árum saman þegar hann var prestur á bolungarvík í kringum 1980. Gunnar er sekari en andskotinn og það er magnað að hann skuli aldrei hafa fengið dóm á sig.. kannski vegna þess að hann er svo hjartahlýr ?

skv Gunnari Th þá eru útrásarvíkingarnir líka saklausir

Óskar Þorkelsson, 3.12.2010 kl. 08:52

21 identicon

Það má ekki gleyma því að þetta er ekki bundið við trúarstofaninir (þó margir virðist hlakka yfir því að þar sé þetta líka að finna). Málin eru óteljandi, hér á landi koma endalaust upp tilfelli frá t.d. gömlu meðferðarheimilunum. Ég held að vandamálið sé fyrst og fremst sú þöggun sem hefur átt sér stað ALLS staðar í þjóðfélaginu. Þetta hefur líka viðgeingist í skólasamfélaginu, út um allt í okkar annars ágæta samfélagi. Inni á heimilum. Þessi mál eru hluti af stærri heildarpakka. því miður.

Daníel (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 09:00

22 identicon

Foreldrar verða að athuga það að ef þeir setja börn í hendur presta/trúboða; Þá margfaldast hættan á að börnunum verði nauðgað... þetta er staðreynd.
Ég fyllist bara vonleysi fyrir hönd mannkyns þegar ég sé fólk koma og segja: Þetta er svo góður maður, ég veit að hann er ekki níðingur... veit fólk ekki að hér er verið að ráðast að fórnarlömbum þessara guðsmanna.

Í hverri viku segi ég frá tugum presta og trúboða sem eru að nauðga börnum
Hér er meira
http://doctore0.wordpress.com/2010/12/03/eye-on-religion-tough-month-for-youth-pastors/

Það er einnig alþekkt að foreldrar sleppi því að ásaka presta/trúboða þó svo að þeir hafi nauðgað börum þeirra.

ÞEtta er máttur trúarbragða, að gera fólk að heilalausum vitleysingum sem fylgja steypunni í gröfina

Daníel: Hvergi er meira um barnaníðinga en í trúarbrögðum... þú ert auli ef þú reynir að segja að aðrir séu líka í þessu; Barnaníðingsprestar og trúboðar eru plága á börnum og mannkyni... svona er þetta líka í íslam;
Submit to the master

doctore (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 09:28

23 identicon

Jens, þú talaðir um að mál kaþólsku kirkjunnar skiptu hundruðum; Þetta er langt frá sannleikanum, bara á Íralandi eru þetta í kringum 30 þúsund börn.
Á heimsvísu er alls ekki hægt að gera sér grein fyrir þeim fjölda barna sem prestar kirkjunnar níddust á.

Nú eltast menn við Wikileaks gaurinn, sagt að hann hafi nauðgað; Alþjóðleg handtökuskipun... hvað er að gerast með presta... afhverju er páfinn ekki handtekinn, hann var sá aðili sem verndaði þessa níðinga.

doctore (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 10:23

24 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Mér sýnist að lítið lát verði á kynferðisglæpum hér á landi, meðan glæpamennirnir eru nánast beðnir afsökunnar af dómskerfinu þegar þeir eru dæmdir sekir. Þarna á ég við að þetta eru engar refsingar og þó svo örsjaldan, í hrottalegustu tilvikum, vilji til að menn séu dæmdir í fimm ára fangelsi, þýðir það að þeir eru komnir út eftir tvö og hálft ár.

 Þarna held ég að megi aldeilis herða tökin, vegna þess að það er varla hægt, kinnroðalaust, að kalla þessa dóma refsingar, en við skulum leyfa þeim sem eru dæmdir saklausir að njóta vafans, en fái þeir rökstuddar kærur aftur, skal engum hlíft. Blaðamenn eiga líka stóran hlut að máli hér, því það hefur viðgengist  um langan aldur að þeir tali niður til fórnarlambanna og sjái allt að þeim, miklu sjaldnar minnst á snautlegt athæfi glæpamannsins.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.12.2010 kl. 11:19

25 Smámynd: Arnar

"Blaðamenn eiga líka stóran hlut að máli hér, því það hefur viðgengist  um langan aldur að þeir tali niður til fórnarlambanna og sjái allt að þeim, miklu sjaldnar minnst á snautlegt athæfi glæpamannsins."
En Bergljót, ert þú ekki að 'tala niður' til meintra fórnarlamba Gunnars (beggja Gunnaranna reyndar) með því að gefa í skyn að þær séu að ljúga?

Arnar, 3.12.2010 kl. 13:09

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á ekki umræðunni um Sr. Gunnar Björnsson og meint barnaníðingsverk hans, að hafa lokið með sýknudómnum yfir honum? Ég held að það væri best fyrir alla aðila málsins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 13:15

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Persónulega finnst mér refsing hans þegar orðin næg.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 13:18

28 identicon

Gunnar Björnsson gerði allt það sem var borið upp á hann, það staðfestir dómurinn. Það var hisnvegar ekki talið nóg til þess að refsa honum fyrir það samkvæmt lagaákvæðinu sem hann var ákærður fyrir að brjóta. Þó var þetta talið nógu alvarlegt til þess að lögregla gaf út ákæru í málinu. Það verður hver að gera það upp við sig hvort að sú háttsemi sem hann sýndi (og er óumdeild) sé eðlileg og ásættanleg fyrir prest. Dómstólinn svaraði bara þeirri spurningu sem er borin undir hann, „er þetta refsivert?“, það þýðir ekki að umræðu um þetta að öðru leyti eigi að ljúka. Ég spyr mig áfram hvort að eðlilegt sé að maðurinn sé áfram þægilegri innivinnu á mínum vegum (sem skattgreiðanda).

Bjarki (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 13:29

29 Smámynd: Arnar

"Á ekki umræðunni um Sr. Gunnar Björnsson og meint barnaníðingsverk hans, að hafa lokið með sýknudómnum yfir honum?"

Svo þú ert hlyntur því að barnaníðingum sé gert mögulegt að komast aftur í aðstöðu til að nálgast börn td. í gegnum trúnaðarstörf?  Bara af því að það má ekki tala um það eftir að búið er að dæma þá einu sinni.

"Ég held að það væri best fyrir alla aðila málsins."

Kannski fyrir Gunnar nafna þinn, já.  En ekki fyrir þá aðlia sem vilja ekki að svona perrar umgangist börnin sín.  Eins og sagt var hérna að ofan þá gerði Gunnar allt þetta sem hann var ásakaður um og fannst bara ekkert athugavert við það, það var bara ekki nóg til að sakfella hann.

Arnar, 3.12.2010 kl. 13:42

30 Smámynd: Arnar

"Bara af því að það má ekki tala um það eftir að búið er að dæma þá einu sinni." er óheppilega orðað í ljósi þess að Gunnar var ekki dæmdur.

Arnar, 3.12.2010 kl. 13:43

31 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Arnar! Heyrðu vinur. Ég er hreint ekkert að gefa í skyn. Séra Gunnar var dæmdur saklaus og því trúi ég .  Um Gunnar í Krossinum hef ég ekkert annað sagt en að mér leiðist bullið í honum og Jónínu, aldrei minnst einu orði á að ég standi með einum né neinum í hans málum. Því miður er ekki hægt að finna réttlætið þar sem ekki er hægt að rétta.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.12.2010 kl. 13:50

32 identicon

Prestar og réttlæti, þeir sleppa oftast... eiginlega sama hvaða sakir eru bornar upp á þá.
Kaþóslkir prestar hverfa bara...
http://doctore0.wordpress.com/2010/12/03/after-child-abuse-accusations-catholic-priests-often-simply-vanish/

Um daginn þá borgaði söfnuður lausnargjald fyrir kaþóslkan prest sem vara að nauðga börnum í söfnuði...
Munið þið með Selfoss málið... fórnarlömbin voru dæmd af sóknarbörnum..

doctore (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 14:00

33 identicon

Hann var ekki „dæmdur saklaus“, það getur enginn dómstóll gert. Hann var sýknaður af ákæru vegna þess að lagaákvæði náði ekki til þess sem hann gerði.

Bjarki (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 14:01

34 Smámynd: Arnar

"Séra Gunnar var dæmdur saklaus og því trúi ég ."

Með því að trúa á sakleysi hans ertu að segja að þær stúlkur sem ásökuðu hann um áreiti hafi verið að ljúga, ekki rétt?

Fram kom í málskjölum að hann gerði allt það sem hann var ásakaður um. 

Arnar, 3.12.2010 kl. 14:06

35 identicon

Er það ekki "frábært" þetta fólk sem er að lofsama prestana.. Þetta er enmitt til þess fallið að fæla önnur fórnarlömb frá því að kæra.

doctore (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 14:13

36 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég sé engan hér vera að lofsama presta, Doktor. Fólki bara ofbýður dómharkan. Þú virðist til dæmis halda að allir prestar séu barnaníðinginar.

Arnar segir: "Svo þú ert hlyntur því að barnaníðingum sé gert mögulegt að komast aftur í aðstöðu til að nálgast börn td. í gegnum trúnaðarstörf?"

Þetta er eins óheiðarlega sagt og nokkur kostur er. Gunnar gefur það hvergi í skyn að hann sé þessarar skoðunar heldur er Arnar að búa þetta til úr lausu lofti og klína þessari ógeðfeldu skoðun uppi á hann, algjörlega að ósekju. Að mínum dómi er Arnar þarna að gera sig sekan um gróft mannorðsníð. Svo þykist hann þess umkominn að dæma aðra.

Hörður Sigurðsson Diego, 3.12.2010 kl. 14:55

37 Smámynd: Arnar

"Að mínum dómi er Arnar þarna að gera sig sekan um gróft mannorðsníð. Svo þykist hann þess umkominn að dæma aðra."

Ég dæmi fólk af verkum þess, já.  Séra Gunnar hafði frami ósæmilega og ósiðlega framkomu við fermingarbörn.  Hann sá algerlega sjálfur um að níða sitt mannorð.

Séra Gunnar viðurkenndi að hafa bæði strokið stúlkunum og kysst þær.. svona til að hugga þær.. og sá ekkert athugavert við það.  Þótt að hann hafi verið sýknaður þýðir það ekki sjálfkrafa að hann sé saklaus og ekki megi minnast á þetta mál framar.

Ef það væri ekki fyrir mótmæli aðstandanda stúlknanna og fleirri sóknarbarna á Selfossi væri sérann líklega en prestur á Selfossi.  Áttu þær fjölskyldur bara að þegja og sætta sig við prestinn eftir það sem hann gerði?

Arnar, 3.12.2010 kl. 15:08

38 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Einhversstaðar hlýtur þessari vitleysu að ljúka. Ég myndi aldrei á ævi minni halda hlífisskildildi yfir nauðgara, eða svæsinni árás á blygðunarkennd fólks, það getið þið fullvissað ykkur um hér og nú. Eins hef ég megnustu viðurstyggð á einelti. Einelti er eins og sjúkdómu,r það versnar eftir því sem það nær sér meira á flug.

Það má fara út í allskyns orðhengishátt, en ef manni er bannað af einhverjum dómstóli götunnarað trúa niðurstöðum dómstóla landsins, fer málið verulega að vandast.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.12.2010 kl. 15:09

39 identicon

Ég hef aldrei sagt að allir prestar séu barnaníðingar...

Ég hef aftur á móti alltaf sagt að fólk eigi að vara sig á fólki sem selur guði og flugmiða til paradísar... slíkir menn eru að selja sögur sem enginn flugufótur er fyrir... Margir þeirra eru einnig fórnarlömb trúarinnar, telja sig vera að gera eitthvað gott...

En bara að lesa biblíu.. biblía mælir einmitt með nauðgunum; Ekki trúa mér, lesið þetta sjálf; Ekkert gerir fólk fljótar að trúleysinga en það að lesa trúarritið, ekki láta prestinn mata ykkur á því.

Svo eru til einstaka menn sem hætta ekki að trúa þó þeir hafi lesið biblíu; Segja að ef Guddi fyrirskipar eitthvað, þá sé það kærleiku; Eins og að myrða heiminn, myrða ungabörn, styðja við þrælahald og morð á þrælum, að konur séu búpeningur, að konur séu á hálfvirði miðað við karla(Launamunur kvenna)

Lesa, það er .lykillinn... að auki, ef einhver guð er til.. heldur fólk þá að vitleysinguinn í biblíu/kóran sé guð.. sá guð er ekkert nema fáfróður villimaður með sand í rassgatinu

doctore (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 15:11

40 Smámynd: Arnar

Bergþóra, samkvæmt frétt á Vísi á sínum tíma:

"Dómurinn taldi sannað, með framburði ákærða og stúlknanna, að ákærði hefði átt þau samskipti við stúlkurnar sem í ákæru greindi og fólust meðal annars í faðmlögum, strokum og kossum.
Hins vegar var tiltekin háttsemi sem ákært var fyrir og talin falla undir kynferðislega áreitni talin ósönnuð. Það athæfi ákærða sem talið var sannað þótti að mati dómsins hvorki falla undir skilgreiningu almennra hegningarlaga um kynferðislega áreitni né heldur undir ósiðlegt athæfi, særandi eða móðgandi í skilningi barnaverndarlaga. "

http://www.visir.is/article/20090319/FRETTIR01/432377153

Örugglega hægt að finna dómskjölin sjálf einhverstaðar til að staðfesta þetta.

Mér finnst furðulegt hvernig hæstiréttur kemst að því að það falli ekki undir ósiðlegt athæfi að strjúka og kyssa börn gegn þeirra vilja.

Arnar, 3.12.2010 kl. 15:34

41 identicon

Það er nokkuð ljóst að ef maðurinn hefði verið eitthvað annað en prestur, þá hefði hann verið dæmdur.


P.S. Hey, vissuð þið eitt; Ríkistrú íslands segir að jörðin sé flöt. Prestar eru bara ekki að flagga því, þeir flagga reyndar ekki nema brotabroti af biblíu.

doctore (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 15:43

42 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir vörnina Hörður Sigurðsson Diego, þessi umræði verður stundum ótrúleg.

Bjarki #33, þú segir:

"Hann var ekki „dæmdur saklaus“, það getur enginn dómstóll gert. Hann var sýknaður af ákæru vegna þess að lagaákvæði náði ekki til þess sem hann gerði."

 Þá má vel vera að á lagamáli sé ekkert til sem heitir að vera "dæmdur saklaus", en ég held að fólk viti hvað ég á við. Það er reyndar talað um "sýknudóma"

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 15:44

43 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Arnar, ég var ekki að tala um Gunnar prest í athugasemd minni #36 heldur varstu í athugasemd þinni #35 að klína algjörlega tilhæfulausri skoðun upp á Gunnar Th. Gunnarsson sem skrifaði m.a. athugasemd #26.

Og ... segir ekki dómurinn í máli Gunnars prests allt sem segja þarf? Maðurinn var ekki sekur um kynferðislega áreitni þar sem það sem hann gerði fellur ekki undir þá skilgreiningu, né skilgreiningu um "ósiðlegt athæfi, særandi eða móðgandi í skilningi barnaverndarlaga".

Þið hér sem viljið samt sem áður stimpla Gunnar sem barnaníðing eru sjálf að gera ykkur sek um gróft mannorðníð.

Hörður Sigurðsson Diego, 3.12.2010 kl. 15:50

44 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Arnar, Úr því að þú ert alveg staðráðinn í að munnhöggvast við mig, eitthvað áfram, langar mig til að benda þér á þá augljósu staðreynd að ég heiti Bergljót, en nafnið hefur komið allloft fyrir hér á síðunni. Ef heiftin út í séra Gunnar er svo mikil að þú getur ekki munað við hvern þú ert að munnhöggvast,  legg ég til að þú farir bara að hvíla þig.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.12.2010 kl. 15:54

45 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég segi nú bara eins og lítil stúlka sem ég þekki sagði þegar hún afþakkaði konfektkassa, sem einhver hafði fært henni þegar hún lá á sjúkrahúsi. Allt kann sá sem hófið kann. Þetta er búið að fylla alla mæla.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.12.2010 kl. 16:01

46 Smámynd: Arnar

Gunnar Th, (alltof margir Gunnarar hér..): "Þá má vel vera að á lagamáli sé ekkert til sem heitir að vera "dæmdur saklaus", en ég held að fólk viti hvað ég á við. Það er reyndar talað um "sýknudóma""

Málið væri bara allt öðruvísi ef sérann hefði verið sýknaður og niðurstaðan væri að hann hefði ekki gert neitt af þessu sem hann var sakaður um.  Hann var sýknaður þrátt fyrir að hafa gert það sem hann var ásakaður um.

Hörður: "Þið hér sem viljið samt sem áður stimpla Gunnar sem barnaníðing eru sjálf að gera ykkur sek um gróft mannorðníð."

Já, kannski ef ég væri að skálda upp og ljúga til um að sérnann hafi verið að kyssa og strjúkaungum stúlkum sem hann átti að vera að leiðbeina í fermingafræðslu.  En ég er ekki að skálda þetta upp, hann viðurkennir sjálfur að þetta hafi farið fram, það stendur í dómsskjölum.  Það bara ofbýður siðferðiskennd minni, hvað sem niðurstöðu hæstaréttar líður.

Ef ég færi núna út á götu og reyndi að kyssa allar 12 ára stelpur sem ég sæi yrði ég líklega.. nei örugglega handtekinn.

Sorry með nafnið Bergljót, og leitt að þú takir það nærri þér að ég misritaði það.  En:

" Ef heiftin út í séra Gunnar er svo mikil.."

Ég hef mjög sterkar skoðanir á fólki sem misnotar sér traust og sakleysi barna og þykir það ákaflega sorglegt að sjá afstöðu þína í þessu máli.  Með því að taka afstöðu með honum, ertu í mínum augum að samþykkja hegðun hans gagnvart fórnarlömbunum.  Þessi afstaða þín þykir mér svo í hrópandi andstöðu við það sem þú segir í athugasemd #24.

Í raun kemur 'heiftin' persónu séra Gunnars ekkert við, myndi bregðast eins við hver sem ætti í hlut.

Arnar, 3.12.2010 kl. 16:42

47 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Arnar, Ég vísa að lokum aftur á aths. #38.  Ég hélt það kæmi nægilega skýrt fram að ég var að vísa til refsinga dæmdra glæpamanna í aths. #24.  Þessu er hér með lokið af minni hálfu, því þó það sé oft sárt, vægir oftast sá sem vitið hefur meira.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.12.2010 kl. 17:08

48 identicon

Já, þetta er ömurlegt með prestastéttina vægast sagt . En verst þótti mér, þegar prestar fóru að taka undir þær skoðanir að samkynhneigð væri ekki synd .

enok (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 18:29

49 Smámynd: Óskar Þorkelsson

allir prestar eru níðingar þar til annað hefur verið sannað ;)

Óskar Þorkelsson, 3.12.2010 kl. 18:56

50 identicon

Óskar:

"skv Gunnari Th þá eru útrásarvíkingarnir líka saklausir"

LOL HAHAHAHAHHAH HAHAHAHHAHA

Thad er svolítid gaman ad fylgjast med vidhorfum Gunnars Th.....thau eru nefnilega alltaf svolítid spes...últra-haegri, rembu-íhald og algerlega brúnnefjud.

Gjagg (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 19:02

51 identicon

Einn góðan veðurdag, ekki svo langt í það; Bara næsta kynslóð; Sú kynslóð mun spyrja sig að því hvernig forfeður þeirra gátu verið svona vitlausir, hvernig fólk árið 2010 gat trúa vitleysunni um guði.. hvernig þjóðir gátu haft ríkistrú, hvernig menn gátu virt trúarbrögð, hvernig menn gátu virt trúboða.

Svarið er reyndar frekar einfalt, það er að mestu vegna þess að þessir menn fá aðgengi að börnum þar sem þeir forrita huga þeirra í að virða trúna... hvernig þeir taka látna ættingja og vini og setja þá í sýndargíslingu með galdrakarlinum sem þeir eru að boða... hvernig þeir móta huga þeirra í að gera trúna að meðlimi fjölskyldu;

Hver vill vera síðasta krissaeðlan á íslandi, hver vill fara í gröfina með þetta dogma skráð sem hluta af lífi sínu...


doctore (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 14:08

52 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Held þú sértr fullbjartsýnn þarna Dokksi. Fólk mun aldrei verða trúlaust.

Hörður Sigurðsson Diego, 4.12.2010 kl. 14:22

53 identicon

Bergljót.. þú vilt engu trúa upp á Sr. Gunnar af því þú þekkir hann persónulega??  Aðra stúlkuna, sem áttu hlut að máli varðandi Sr. Gunnar, hana þekki ég persónulega. HÚN ER DÓTTIR MÍN!  Hún ber enn ör á sálinni eftir þennan mann, sem var presturinn hennar, sálusorgari, prestur sem endalaust sagði hana fallega, vel vaxna, strauk henni rassinn og yfir brjóstin, andaði í eyra o.s.frv.  Hún ber enn ör á sálinni eftir fólk eins og þig og Gunnar Th sem telur allt í lagi að káfa, kyssa og þukla, svo fremi að ekkert sé hægt að sanna.  Fólk eins og ykkur sem lýsti því margoft yfir á netinu og í umræðu að stelpan mín væri bara að ljúga þessu.  Hún þekkti klárlega ekki muninn á áreitni og því þegar menn vilja bara sýna hlýju og velvild.  Stelpan mín talar við konunar í Stígamótum, enn á hún langt í land.  Sr. Gunnar er ekki enn búinn að taka út sína refsingu.  Hann hefur sakleysi stelpunnar minnar á samviskunni, sem stundaði kirkjustarf fyrir börn og unglinga og kom særð tilbaka, skemmd á sálinni, vegna gamals karls sem misnotaði traust hennar og barnslegt sakleysi.  En hafið ykkar barnatrú á Sr. Gunnari Björnssyni.  Af því þið þekkið hann persónulega!  Ég harma þann dag sem hann var skipaður sóknarprestur í Selfossprestakalli.

Guðrun (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 14:59

54 identicon

Hjörtur; Það verða aldrei allir trúlausir, það munu vera MJÖG smáir hópar, oftar en ekki sjúklingar sem munu sóa sjálfum sér í trúarbrögð.
Hversu áfjáðir eru trúmenn í að gera guð sinn að fávita... það er einmitt það sem allir guðir eru... og þá einna helst guð Abrahams; Íslam, kristni og gyðingdómur.
Þessi 3 trúarbrögð höfðu bara eitt hlutverk; Að fá fólk til að fara í stríð... það er eina hlutverk þeirra... Kristni og íslam gerðu svona level up.. settu inn líf eftir dauðan.. farðu í stríð fyrir okkur og þú munt fá endalausan lúxus, hreinar meyjar; Ef þú gerir það ekki, þá muntu brenna að eilífu.
Þetta er lélegasta og einfaldasta svindl sem mannkynið hefur búið til...
Aðeins óheft aðgengi að börnuð getur viðhaldið þessu.. þetta vissu skríbentar þessa rugls... prestar vita þetta, við vitum þetta öll.
Break the spell

doctore (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 15:09

55 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ágæta Guðrún!

Það versta sem ég veit er að vera spyrt saman við einhvern, og alhæft að ég hafi sagt eða gert þetta eða hitt. Ég hef aldrei sagt dóttur þína ljúga, eða neinn annan sem segist hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti, ALDREI. Ég var ekki stödd á landinu þegar þessir atburðir gerðust og var illa sjokkeruð þegar þessar á kærur á hendur séra Gunnari komu fram, gat ekki fylgst með náinni framvindu mála, en varð mjög glöð þegar ég heyrði af sýknudómnum.

Vegna þess að ég þekki hann og hafði fulla ástæðu til að treysta honum, áleit ég þetta mál storm í vatnsglasi.

Nú bregður öðru vísi við eftir að hafa séð skrif þín og segja má að skilningur minn sé fullkominn, því ég á líka dóttur sem var ekki káfað á, heldur nauðgað hrottalega barnungri.

Við hvern er að sakast í þessu máli fyrir utan geranda veit ég ekki, en ég var svo barnaleg að treysta því að barnaverndarlög næðu yfir svona, en allir sjá að þetta er bæði bæði særandi og móðgandi, þó ekki hafi það verið álitið af hinum háa Hæstarétti. Ef lögin væru eins og lög eiga að vera, ætti presturinn að vera sekur fyrir hverja stroku. Eins og ég skrifaði hérna á undan í athugasemd # 24 álít ég dóma yfir kynferðisglæpamönnum allt, allt of væga, svo ég tali ekki um yfir barnaníðingum.

Ég ætla ekkert að fyrra mig sök, en heiftarleg viðbrögðin sem ég fékk hérna á síðunni, þegar ég reyndi að taka upp hanskann fyrir vin minn, sem ég áleit saklausan, gerðu mig ofsareiða. Ég bið bæði þig og dóttur þína afsökunar hafi ég sært ykkur og vona að þú trúir því að ég hef aldrei lagt illt orð til ykkar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.12.2010 kl. 19:39

56 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th. (#17),  það er ekki hægt að lesa út úr fyrstu "kommentum" Bergljótar annað en stuðning við Gunnar Björnssson.  Hann var sakaður um kynferðislegt áreiti gegn unglingsstúlkum.  Það áreiti var í raun staðfest fyrir dómi þó að það dygði ekki til sakfellingar út frá lagaramma dómsvaldsins.  Ég fylgdist með þeim réttarhöldum og hef lesið dómsskjölin.  Ég get alveg fallist á niðurstöðu dómsins út frá lagarammanum.  Eftir stendur að það sem Gunnar var sakaður um var í raun staðfest,  játað af honum að hluta og liggur fyrir.

  Það er of sterkt til orða tekið að hatur blandist þarna inn í.  Barnaníð,  kynferðislegt áreiti gegn börnum og unglingum og hverjum sem er verður ekki skilgreint örðuvísi en sem viðbjóður og ósæmileg hegðu hvernig sem á það er litið.  Menn með svona hegðun eru veikir og eiga að leita sér aðstoðar.  Mestu máli skiptir þó að þeir séu gerðir óvirkir.  Til að mynda með því að vera færðir úr starfi sem snýr að unglingsstúlkum.  Biskupinn á hrós skilið fyrir að hafa tekið á málinu á þann hátt að hafa fært Gunnar úr því umhverfi sem hann var í.  

Jens Guð, 5.12.2010 kl. 00:40

57 Smámynd: Jens Guð

  Alva (#18),  ég tek undir með þér.

Jens Guð, 5.12.2010 kl. 00:45

58 Smámynd: Ragnheiður

Menn eru stundum sýknaðir vegna þess að ekki er hægt að sanna brotið. Brot sem þessi er ofsalega erfitt að sanna, þau gerast nefnilega ekki í fjölmenni.

Bergljót , vinir manns eru ekki endilega það sem maður vill og heldur að þeir séu. Mér finnst viðbrögð þín við athugasemd Guðrúnar aðdáunarverð. Mér finnst þú standa hér eftir með fullri reisn.

Guðrún ég vil óska þér og dóttur þinni alls hins besta í nútíð og framtíð og ég tek undir lokaorð þín.

Jens ! þessi rana kall í færeyjum, sá sem ekki vildi sitja til borðs með Jóhönnu - skil ekki hvernig blandast hann í svona níðingsmál ?

Ragnheiður , 5.12.2010 kl. 23:04

59 identicon

Mikið er þetta þreytandi umræða svona í upphafi aðventu. Erum við einhverju bættari að þvæla um þetta fram og aftur strokur vingjarnlegheit.......hvað vitum við...hættum þessu fjasi.

Valla (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 23:05

60 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála síðasta ræðumanni. Gleðilega aðventu. Verið góð og strjúkið hvort annað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2010 kl. 23:07

61 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Mér finnst frekar ódýrt að afgreiða kynferðisglæpamenn með því að setja þá bara í flokkinn "prestar"

Sannleikurinn er sá að kynferðisglæpamenn sækjast í að komast í þá aðstöðu að þeir geta komist í krakka eða konur eða drengi eða hvar svo sem þeirra fíkn liggur. 

Það er draumur barnaperra að komast í störf  í leikskólum, skólum, kirkjum, eða íþróttahúsum, nú eða að vera vinsæli frændinn eða frænkan í stórfjölskyldunni sem er beðinn að "passa" litlu frændsystkinin sem að hann/hún á svo síðan ýmis "leyndarmál" með, sem ekki má segja mömmu og pabba. Nú og svo er netið sérlega vinsælt hjá perrum.

Það er ekkert annað en afneitun og leti að neita að horfast í augu við það í hvílíkri hættu börn og unglingar eru í alltaf hreint!!

Ekki er ég kaþólikki en ég vil þó benda á að það voru kaþólskar nunnur sem reistu Landakostspítala, og st. Jósefsspítala í Hafnarfirði nú og sjúkrahúsið í Stykkishólmi.  Þær "toppuðu" núlifandi íslendinga sem ekki ætla að geta komið upp nýjum Landspítala!

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.12.2010 kl. 23:45

62 Smámynd: Björn Birgisson

Nóg komið! Í bili! Aðventan er gengin í garð! Ljósin lýsa upp skammdegið og sálirnar. Er Guð nokkuð farinn til Kanarí í jólafrí? Eru ekki allir vondir menn komnir í jólafrí? Nóg komið. Í bili. Góðar stundir.

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 23:59

63 Smámynd: Jens Guð

  Óskar (#20),  það verður seint upplýst hvað raunveruleg fórnarlömb Gunnars Björnssonar eru mörg.  Yfirleitt kemur aðeins örlítið hlutfall þeirra fram.  Sögur hafa fylgt honum hvert um land sem hann hefur farið.  Einhverjar konur að vestan nefndu í bloggheimi að málið á Selfossi væri ekkert öðru vísi en það sem þær könnuðust við af samskiptum við hann.

Jens Guð, 6.12.2010 kl. 03:50

64 Smámynd: Jens Guð

  Daníel (#20),  ég tek undir hvert orð hjá þér.

Jens Guð, 6.12.2010 kl. 03:52

65 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#22),  takk fyrir hlekkinn.

Jens Guð, 6.12.2010 kl. 03:53

66 identicon

Já Guðrún, fávitar sækja í að vera prestar og trúboðar; Ekkert er léttara en að stjórna hópi af gráðugum vitleysingum.
Þess vegna hafa trúarbrögðin lifað svona lengi... Og ekki ert þú sú minnst gráðuga Guðrún.. sé ekki betur en þú gangir slefandi á eftir fáránlegum gylliboðum trúar þinnar

doctore (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 09:18

67 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#23),  takk fyrir leiðréttinguna.

Jens Guð, 6.12.2010 kl. 12:06

68 Smámynd: Jens Guð

  Bergljót (#24),  nú er ég sammála þér að uppistöðu til.  Set þó spurningamerki um að kynferðisglæpamenn sem hafi verið dæmdir saklausir eigi að njóta vafans.  Ef þú ert að vísa til Ólafs Skúlasonar og Gunnars Björnssonar þá er réttara að tala um að þeir hafi ekki verið dæmdir sekir fremur en að þeir hafi verið dæmdir saklausir. 

Jens Guð, 6.12.2010 kl. 12:11

69 Smámynd: Jens Guð

   Arnar (#25),  góður punktur.

Jens Guð, 6.12.2010 kl. 12:12

70 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Er ég gráðug? hvernig í ósköpunum færðu það út dokksi?

það er ansi hart fyrir þær þúsundir manna sem hafa unnið að góðum verkefnum innan kaþólsku kirkjunnar hér á landi í gegn um tíðinam að vera dæmd fyrir perraganghjá einstaka kaþólikkum. 

Hvernig þætti Dokktor E að vera dæmdur sem barnaníðingur vegna þess að einhver einn aðili innan Vantrúar gerðist sekur um slík?

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.12.2010 kl. 13:46

71 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Jens, guð. Geturðu ekki hætt þessum orðhengishætti og farið að hugsa til jólanna. Guð sá sem er ofar öllu dæmir þetta á hinsta degi, úr því ekki tókst betur til hérna í neðra. Svo er líka þetta gamla góða, "Sá yðar sem syndlaus er.........."  Myndir þú vilja vera dæmdur í svona máli og vera saklaus?  

Ég ætla ekki að fara að hleypa öllu upp í loft aftur, en að mínu mati er fyrirgefningin það eina sem dugar til að fá sálarró eftir svona hryllingsatburði, en ekki að ala á hatri, það fer eingöngu illa með þann sem hatar eða hatast. 

Þetta eru lokaorð mín um málið.

Ég óska ykkur öllum góðrar aðventu og gleðilegra friðsælla jóla..

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.12.2010 kl. 15:25

73 Smámynd: Óskar Þorkelsson

,,..... sko þessi rök Guðrún duga engan veginn því.. ég get til dæmis haldið því fram að nazizmi er bara helvíti fínn þótt nokkir svartir sauðir hafi svert þann gleðiboðskap..

Kirkjan er í dag árið 2010 vettvangur fyrir perraskap..  

Óskar Þorkelsson, 6.12.2010 kl. 19:01

74 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar (#26 og #27),  það var ófært að láta allt kurrt liggja í kjölfar þeirrar niðurstöðu dómstóla að ekki væri lagaheimild til að dæma fyrir kynferðisbrot,  eins og kæran hljóðaði.  Hinsvegar var staðfestur framburður stúlkna um strokur hans,  faðmlög og það allt.  Háttsemi hans var það ósæmileg að biskupinn gat ekki brugðist við öðru vísi en hann gerði:  Að kippa honum úr þessum beinu samskiptum við stelpur í kirkjunni á Selfossi og setja í sérverkefni úti í horni á biskupsstofu. 

Jens Guð, 6.12.2010 kl. 22:04

75 Smámynd: Jens Guð

  Bjarki (#28),  mikið rétt.

Jens Guð, 6.12.2010 kl. 22:05

76 Smámynd: Jens Guð

  Arnar (#29 og 30),  ég kvitta undir þetta hjá þér.

Jens Guð, 6.12.2010 kl. 22:07

77 Smámynd: Jens Guð

  Bergljót (#31),  það er alveg hægt að rétta í máli Gunnars í Krossinum.  Hann þarf aðeins að kæra þær 16 konur sem ásaka hann um kynferðisáreiti.  Þá verður réttað í þeim málum.

Jens Guð, 6.12.2010 kl. 22:09

78 identicon

Jens, þó Gunnar geti kært þær fyrir meiðyrði þá efast ég um að það sé hægt að sanna eitthvað í þeim málum.  Ég veit ekki hvernig þetta virkar, hvort Gunnar vinni málið ef þær geta ekki sannað að hann hafi brotið á þeim, eða hvort þær vinni málið ef hann getur ekki sannað að þær ljúgi.

Allavega mjög erfitt að komast að niðurstöðum svona mörgum árum seinna.  Einhver lögfræðingur tilkynnti nú um daginn að lögreglan myndi ekki rannsaka þetta mál svona seint þannig að Gunnar þyrfti sjálfur að finna einhver sönnunargögn.

Mér finnst þú líka ósanngjarn að setja upplýsingar sem þú heyrðir fyrir 14 árum fram eins og þær staðfesti eitthvað.  Ef einhver hefði sagt mér sögu af þér fyrir 14 árum, væri hún þá sönn?  Gunnar hefur verið umdeildur lengi og margir viljað finna höggstað á honum lengi.

lj (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 21:27

79 Smámynd: Jens Guð

  Bergljót (#38),  hefur þú lesið dóminn?  Þar kemur fram að Gunnar var ekki saklaus þó ekki hafi verið lagaheimild til að dæma hann sekan.

Jens Guð, 9.12.2010 kl. 23:52

80 Smámynd: Jens Guð

  Enok (#48),  það er ágætt að halda til haga að einungis hluti presta og talsmanna annarra trúfélaga en ríkiskirkjunnar fordæma samkynhneigð sem synd.

Jens Guð, 9.12.2010 kl. 23:54

81 Smámynd: Jens Guð

  Valla (#59),  það skiptir fórnarlömb kynferðisáreiti að um þessi mál sé rætt.  Jafnframt setur það perrum - hvort sem þeir eru prestar eða eitthvað annað - skorður að vita að þögnin hafi verið og verði rofin.

Jens Guð, 9.12.2010 kl. 23:57

82 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th. (#60),  gleðilega aðventu og komandi jólahátíð og áramót.

Jens Guð, 9.12.2010 kl. 23:59

83 Smámynd: Jens Guð

  Guðrún (#61),  ég kvitta undir hvert orð.

Jens Guð, 10.12.2010 kl. 00:00

84 Smámynd: Jens Guð

  Björn (#62),  megi þín spá eða von um að allir perrar séu komnir í jólafrí rætast.

Jens Guð, 10.12.2010 kl. 00:01

85 Smámynd: Jens Guð

  Bergljót (#61),  fyrst að guð sér um að dæma alla á efsta degi er þá nokkur ástæða til að vera með verldlaega dómstóla?

Jens Guð, 10.12.2010 kl. 00:03

86 Smámynd: Jens Guð

  lj (#78),  Ólafur Skúlason sendi ríkissaksóknara á konurnar sem ásökuðu hann um kynferðisáreiti.  Ótal yfirheyrslur yfir fjölda manns studdu ásakanir kvennanna frekar en hrekja þær.

  Frásögn sem mér var sögð fyrir 14 árum olli því að ásakanir sem nú hafa komið fram komu mér ekki á óvart.  

Jens Guð, 10.12.2010 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband